Lögberg - 18.12.1930, Blaðsíða 6
Bls. 14.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. DESEMBER 1930-
Fréttabréf að heiman
Borgarfirði, 2.—4. nóv. 1930.
Kæru Borgfirðingar og landar
vestan hafs, heilir og sælir!
Það eru einkum missiraskiftin,
sem minna mi!g á það, að senda
ykkur línur, því á tímamótunum
verður manni á, að líta til baka
og rifja upp það, sem gerst hefir
síðasta áfangann.
Ekki efast ég um það, að öllum
íslendingum hefir hig liðna sum-
ar fært einhverja blessun, en flest-
ir hafa þó undan einhverju að
kvarta, því engin alsæla er hér
fremur en annars staðar í þess-
um heimi. Einkum var það veðr-
áttan, sem fylsta ástæða var til
að kvarta undan í sumum héruð-
um þessa lands. Fyrstu sumar-
mánuðina var hér þurt og blítt
veður, en síðari hluta júní fór loft
að þyngjast af ískðldum steypi-|
skúrum og dimmviðrum. Eíg var |
búinn að hlakka til þess, fyrir|
hönd Vestur-íslendinga, sem heim
komu í sumar, að þeir fengju að
líta íslands jökla af hafi, gulli-.
roðna af skini júnísólarinnar, en^
&ú von brást, því einmitt þá daga, j
rem skipin flutu hér að landi með
hina þjóðræknu gesti, var fóstur-
jörðin ekki með því gleðibragði,
sem æskilegt hefði verið. En ekki
leið þó á löngu, að hún hýrnaði á
svipinn við o'g við. Máttu gest-
irnir, að vestan, taka sér í munn
þessi orð Stgr. Thorsteinssonar: ^
“Og hér eg finn þig, fósturjörð,!
rneð fjölbreyttasta lyndi. Með,
brosin ljúf og hótin hörð, með há-
tign, strangleik, yndi. Hið efra
helfríð, hrikavæn, þú hreyfir
votrarkífi. En neðra sólblíð, snn>-
argræn, þú svellur öll af lífi. —
Þessi lýsing átti vel við veðurfar-
ið, sem var um Þingvallahátíðina
og fleiri daga þessa síðastliðna
sumars.
Ekki höfum við, Bor’gfirðingar,
ástæðu til þess að kveina undan
heyskapartíðinni, því þótt þurkar
væru stuttir, náðust mestðll hey
óhrakin og sæmilega þurkuð. Gras-
vöxtur var nokkuð misjafn á tún-
um, en víðast voru þau með bezta!
móti sprottin. Varð því heyleng-
ur víðast ágætur hér um allar,
bygðir Borgarfjarðar. Frá ýms-
um öðrum héruðum landsins eru'
fréttirnar dapurlegri í þeim efn-J
um.
í alt haust hefir veðráttan verið^
ljómandi góð. Svo að segja hverj
dagurinn öðrum blíðari og bjart-
ari og túnin skrúðgræn alt til vet-^
urnátta. Nú er veturinn farinnj
að láta landið skifta um klæði. Það
er nokkuð í fyrra lagi. Eru nú
frost og hælgviðri..
í fyrra sumar, var Kaldidalur
gerður fær fyrir bifreiðar. Hef-
ir það valdið þeim breytingum, að
mikill meiri hluti ferðafólks, sem
fer að og frá Reykjavík, að sum-
arlagi, fer nú á bifreiðum um
Kaldadal. Má nú telja það fólk í
þúsundatali, sem hefir farið þessa
leið í sumar. Meðan sunnlenzka
kaupafólkið var, áður fyr, að róla
yfir Kaldadal á mögrum drógum,
en svo nefndi það öll léleg hross,
hvers kyns sem voru, þá genigu
oft þrír sólarhringar í það að kom-
ast frá Reykjavík að Húsafelli;
en bifreiðar fara nú þá sömu leið
á 4—5 klukkustundum. — Kaldi-
dalr var ætíð kallaður mesta veðra-
víti, meðan ekki var um önnur
farartæki að tala en hestana. Nú
hafa bifreiðarnar leyst hann und-
an þeim ámælum, því fólkið, sem
ferðast í mjúkum sætum og skjól-
góðum húsum, lætur sig það litlu
skifta, hverju rignir, svo lengi
sem vegir ern færir. f þessu
þurkalitla sumri má það merkilegt
heita, að Kaldidalur hefir alt af
verið vel fær og það fram yfirj
miðjan októbermánuð í haust.
Síðasta bifreiðin fór yfir hann'
18. okt.
Þótt bifreiðar séu fljótvirk og
hæg farartæki, þá missa þó þeir,
sem með þeim ferðast, af þeim
mikla unaði, sem því er samfara,
að ferðast á góðum hestum. Af
baki er betra næði til þess að virða
fyrir sér og dást að mikilleik og
fegurð landsins. Og á hestum má
leíggja leið sína inn í alla króka
og kima afdalanna, bæði bygða og
óbygða. Eg er að bera þessi far-
artæki saman í huga mínum með
það fyrir augum, hvort Vestur-
íslendingum hefði ekki orðið ferð-
m enn þá eftirminnilelgri, ef þeir
hefðu ferðast meira á hestum,
heldur en á bifreiðum. Með því
bjóðast miklu fleiri tækifæri til
næðissamra heimsókna á sveita-
bæjum, sem ekki standa við al-
faraleiðir,. Yfir tuttugu Vestur-
íslendingar heimsóttu mig í sum-
ar, en flestir voru þeir á bifreið-
um, og fyrir það fóru slíkar heim-
sóknir fram í svo miklu skyndi, að
maður hafði lítinn tíma til við-
tals. En þótt slíkar heimsóknir
yrðu ekki annað en að heilsast og
kveðjast, þá minnist eg hinn^
hlýju handtaka og einlægu vin-
mæla allra þeirra, er hér komu,
eða sem eg náði til að heilsa á
öðrum stöðum. Vil eg nú nota
þetta tækifæri til þess að þakka
öllum sem bezt fyrir þá vinsemd
og alúð, sem var samfara þessum
heimsóknum, þótt þær yrðu að
vera á þeim tíma, sem heimtar all-
an hug og alla krafta sveita-
manna til heyannanna, ef vel á
að fara. Þetta sjá og skilja flest-
ir og taka því ekki hart á því, þótt
viðtökurnar yrði ekki á þann hátt
sem æskilegast hefði verið.
Ekki geta borígfirzkir bændur
kallað hér neitt veltiár, þót veð-
urfar um sláttinn og heyfengur
mætti teljast gott. Sauðfé reynd-
ist Iakara en í meðallagi, en vinnu-
laun hærri en að undanförnu. Af
því leiðir, að arður búanna dug-
ar ekki í öll þau gjöld, sem bú-
skapnum eru samfara. Aftur á
móti má verkafólk una hag sínum,
því vinnan er borguð vel. Það eru
símalagningar, vegabætur, síld-
ver og sveitabúskapur, sem togast
á um verkalýðinn. Fólkið, sem vill
leggja erfiðið á sig, er færra en
svo, að það geti fullnægt allra
þörfum. Þeir sem reka arðvæn-
legustu -fyrirtækin, geta boðið
1 æst, svo sepi fiskiútvegsmenn og
máske bændur, sem ráða yfir nógu
véltæku landi. Þá þarf ekki að
skera tilboðin við neglur, þegar
verið er að reisa byggingar á
kostnað ríkisins. Það eru sveita-
bændurnir, sem enn þá búa við
lítt ræktuð eða óræktuð lönd, sem
búa á hakanum. Verða þeir að
velja um tvo kosti, að vinna ein-
ir eða að bjóða hærra kaup, en
það svari til arðsins af vinnunni.
Eru þeir bændur að verða fleiri
og fleiri, sem vinna einir með konu
sinni og börnum, ef nokkur eru.
Hið almennasta kaup um sláttinn
voru 60 krónur um viku fyrir
karlmenn. Nokkrir settu upp
hærra kaup, en fáir lægra. Er það
auk fæðis, jafnt virka og helga
daga. — Fáir hafa nú ástæðu til
þess að kvarta undan einangrun
hér um slóðir, þar sem bifreiða-
brautir liggja um héraðið þvert
og endilangt. Sumstaðar eru
líka óðum að fjölga. Nú er verið
að opna nýjar símastöðvar á
Skarði, Lundi og Brennu í Lunda-
reykjadal, og Fitjum í Skorradal.
Símastöð var opnuð í Reykholti í
sumar. Þá er búið að flytja
staura í símalínu frá Síðumúla að
Gilsbakka. Álmur frá þeirri línu
verða lagðar suður yfir Hvítá, að
Stórási o g Húsafelli. — Verða
einkastöðvar á hverjum bæ í Hvít-
ársíðu frá Síðumúla að Gilsbakka.
Þá eru víðboðstæki að þjóta hér
upp á mörgum bæjum. Þarf því
sízt að kvarta und-an ellibragði
að fréttunum, þegar þær berast í
eyru manna.
í Reykholti hefir verið unnið
i sumar að byggingu mikils skóla-
húss. Er það nú komið undir þak
og verður fullgert á þessum
vetri. Sýslufélög Mýra og Borg-
arfjarðar hafa lagt 60 þús. krón-
ur til þessarar byggingar, sam-
bönd unglingafélaga i héraðinu
hafa lagt til 20 þús. krónur, en að
öðru leyti verður byggingin kost-
uð af ríkissjóði. Alt verður húsið
raflýst og hitaleiðslur um það frá
hverum. Yfirsmiðir við þessa
byggingu eru Magnús Jakóbsson
bóndi á Snældubeinsstöðum og
Kristján Björnsson bóndi á Stein-
um. Allar þessar framfarir í nér-
aðinu: skólar, brýr, vegir, símar
og víðboð, bendir til þess, að hér-
aðsbúar ættu að una hag sínum
betur og betur og kyrrast við óð-
ul sín og áthaga, en ekkert sézt
samt benda í þá átt. Reykjavík og
önnur nærliggjandi sjóþorp skína
bjartara í augum margra og bjóða
upp á fínna líf og fleiri þægindi.
Verða nú hinir gömlu sveitarvin-
ir að sjá af fleiri og fleiri æsku-
mönnum, bæði konum og körlum,
scm verða hyltir af því glæsta og
góða, sem borgirnar hafa að
bjóða. Reykjavík er nú í hinum
rnesta uppgangi, og þar líður eng-
inn maður skort né örbirgð, svo
teljandi sé. Þangað er líka kom-
inn mikill fjöldi úrvalsmanna
þjóðarinnar. Eg er sveitavinur
og elska sveitalífið, en vil þó láta
Reykjavíkurlíffið njóta sannmæl-
is. Fólkið þarf að skipa sér þann
veg niður á landið, að jafnvægi
haldist milli sjós og sveita. Eg
met mikils alla þá menn, bæði
karla og konur, sem styðja hér
sveitarækt og sveitamenningu.
Hefi eg jafnan ánægju af þvi, að
minnast lofsamlega á verk slíkra
manna. i I
Þau heimili eru nú orðin mörg,
sem bera augljós merki endur-
bótamanna, sem unnið hafa af út-
sjón og samvizkusemi að húsa- og
jarðabótum. Bjarni Pétursson á
Grund í Skorradal, var einn af
prýðilegustu bændum þessa hér-
aðs. Þar hefir lengi verið gest-
kvæmt og heimilið mjög aðlað-
andi. Hefir nú iPétur Bjarnason
tekið þar við bústjórn með móð-
ur sinni, eftir lát föður síns. Hann
er maður vel mentaður, greindur
og glæsilegur. Er hann hrepp-
stjóri Skorrdælinga. Þykir það
nú gleðiefni, hvar sem synir geta
tekið við óðulum feðra sinna og
sýnt þeim ekki minni rækt en feð-
ur þeirra gerðu.—Jakob á Varma-
læk var einn meðal mestu um-
bótamanna á sinni tíð. Eru nú
undir tuttugu ár síðan hann lézt,
en Herdís kona hans hefir haldið
þar áfram búsýslu síðan, með
mestu rausn og höfðingsskap.
Synir hennar tveir, Jón og Sig-
urður, standa þar sem einn mað-
ur fyrir búi hennar. Þeir eru líka
ekki einungis bræður, helrur líka
tvíburar. Þar eru nú framkvæmd-
ar miklar jarðabætur í tún-
rækt úr blautum mýrum. Sigurð-
ur er oddviti í Andakílshreppi.
Ekki ber Varmalækjar heimili
nein merki vonleysis um framtíð
sveitanna, því þar er unnið með
óskiftum hug að því, að gera alt
slægjuland vel ræktað og véltækt.
— Þá má telja Jón Hannesson í
Deildartungu einn af mestu um-
bótamönnum í túnrækt. Mun
hann nú fá nálægt eitt þúsund
tððuhesta af ræktuðu landi. Jón
>
Hannesson hefir stærst bú allra
bænda í Borgarfjarðarsýslu. Hef-
ir hann þó mörgum opinberum
störfum að sinna auk bústjórnar-
(Framh. á bls. 15.)
ALDREI BREGST HLUTVERKI SÍNU
Þeim sem útskrifast af honum lánast líka það sem þeir gera
D. F. FERGUS0N Prasidmnt and Manager Með _hverju ári fjölgar þeim háskóla- og miðskóla- stódentum, sem innritast í þennan mikla skóla. Margir þeirra koma frá öðrum fylkjum en Manitoba, svo sem British Columbia, Alberta, Saskatchewan, Ontario, North Dakota og Minnesota. Meiri hluti þeirra, sem ganga á verzlunarskóla í Winnipeg, ganga í Success skólann, vegna þess, að vorir stúdentar verða betur hæfir fyrir viðskiftalífið, bæði hvað snertir mentun og persónulega framkomu. Einnig vegna ráðningaskrifstofu vorrar, því að frá henni fá 2,000 félög í nágrenninu skrifstofu- fólk sitt. W. C. ANGUS, C.A. Principal
rTKE BEAUnrUÍ HOM£
or snocess
estionToet eiOGK
-J%ltt£NTMNCí
tfAR&lS CrTtiE riNISH
Coileoe
Qffich
tSENI0P. TYPEWRTTTtKj DEPAP.THENT - THEIAJQB57Itt CAHADA
—^tTOFS. THAN500 DAYSCHOOL SIUDENTS.ItiMnjAl ATTSMVAHCE, ASSEMSZfO INTHE COILEOE ■“ ,
J AODITORIUM FOR AIECTUXE VEUVERíO SYEDVJARO FSYNtl.AH OTHCIAL Of THE GRjATtlOFJHEFN RAIlMAY^
-‘BOOKKEEPINO &■ ACCOUtmtlG DEPARTFlSttT ^
^ENGÍISH DEPARTPUNT
-r tONE OF OUR. EIOHT SHOF.THAND JZOOtfS'L : r~>COtlP70n£TER 6-MACHINE CALCULATINQ DEPARTtlENT L „ ‘SPEED DtCTATlON, SHOR.THMW DEPAR.TMEHTc
\T ' ■■ 1 1 M- 1 *1 Innritist snemma
Mytt kenslu-timabil
byrjar Mánudaginn 5. Janúar Ef þér getið ekki innritast strax, þá getið þér gert það nær sem er. Vér lítum persónulega eftir hverjum stúdent, og sjáum um að hann byrji á upphafi hverrar námsgreinar. Gestir eru oss kærkomnir Skrifstofa vor verður opin á hverjum degi milli jóla og nýárs, þó ekki á jóladag né nýársdag. Komið tímanleiga, svo þér getið byrjað 5. janúar. SKRIFSTOF TÍMI : ■ Jólavikuna: Á daginn—kl. 9 f.h. til kl. 6 e.h. Á kveldin—Mánudaga og Fimtudaga frá kl. 7.30 til 10.
Sími
25 843
eða
25 844
'/
Cor. Portage Ave. and Edmonton Street
Að norðanverðu á Portage Ave.
Miðja vegu milli Eaton og Hudson Bay búðanna.
Dagskóli
og
Kveldskóli