Lögberg - 08.01.1931, Page 3

Lögberg - 08.01.1931, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JANÚAR 1931. Bls. 3. SOLSKIN HREINT EKKERT LIKIR. (Leikrit í einum þætti) Eftir Clöru J. Denton. Hluttakendur: 1. ' Ninna j 2. Flóra. Báðar litlar stúlkur, báðar í vetrarfötum. % Beiksviðið er úti. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. NINNA (Kemur inn til liægri og dregur á eftir sér sleða; þegar hún er létt komin vfir leik- sviðið að dvrunum til vinstri, kemur Flóra hlaupandi inn um dvrnar til hægri). FLÓRA: (kallar) Ninna! Ninna ! Komdu hérna ! (hún stendur á miðju leiksviðinu fiamar- lega). NINNA (Snýr við og kemur til hennar): Hvað viltu mér ! Eg verð að flýta mér heim, það er rétt að segja kominn tími til að boi-ða. FLÓRA: .Já, eg veit l>að, en eg þarf að -segja þér nokkuð. Við eigum að fá að fara til kiikju í kvöld; það á að vera jólatré í kirkj- unni okkar, eg ætlaði að segja þer að koma með ok'kur, og láta mömmu þína koma líka. NINNA: Það er jólatré í okkar kirkju annað kvöld. FLÓRA: Það gerir ekkert til; þið getið alveg eins komið í okkar kirkju í kvöld fyrir því; getið þið það ekki! NINNA: Jú, eg held það. Það er að segja ef mamma vill fara tvö kvöld hvort á eftir öðru. Mér þætti það ósköp gaman. Eg bara vona að mamma komi. FLÓiRA: 'Segðu mömmu þinni að það verði á- gæt skemtun; þar verður Sankti Kláus og alt mögulegt. NINNA: Já, eg skal segja henni það og eg skal biðja hana eins vel og eg get að koma. FLÓRA: Þú veizt það samt að þið fáið ekki gjafir af jólatrénu; þær eru liara lianda okkur1 sunnudagaskólabörnunum. NINNA: Já, já, eg veit það. En heyrðu, því kemur þú ekki á jólatréssamkomuna okkar ? Máttu það ekki! FLÓRA: Jú, eg held eg megi það. Eg bið hana stóiu systurmína að fylgja mér. Ætlið þið að hafa Sánkti Kláus þarf NINNA: Eg veit það ekki. En eg held það.— Heyrðu, það er stúlka, sem gengur á sama skólann jpg eg—hún er langtum stærri en eg, og eldri—liún sagði mér nokkuð ósköp skrítið um daginn. FLÓRA: Segðu mér hvað það var! Máttu það. ekki? NINNA: Hún sagðist liafa farið á þrjár jóla- tréssamkomur í fvrra, og það hefði verið Sánkti Kláus á þeim öllum, og að þeir hefðu hreint ekkert verið líkir. FLÓRA: Ja, hérna! Sagði hún þér hvertiig þeir hefðu verið? NINNA: Já,—sá fyrsti var lítið langur og mik- ið feitur; annar var mikið langur og mikið feitur, en sá þriðji var fjarska mikið langur og bara ósköp lítið feitur. FLÓRA: O, eg veit hvernig það hefir verið! Sú stutti hefir vaxið og orðið langur (hún hlær). NINNA: Hvaða vitleysa! Hún sá þann stutta, feita eftir hádegið og þann langa feita um kvöldið, og svo sá hún þann sem var ekki nema lítið feitur næsta kvöld. FLÓRA: Það er skrítið.—Það hljóta að hafa verið þrír Sánkti Kláusar. NINNA: Eg hélt að það væri ekki nema einn til, en þeir eru líklega fleiri. Hvað það væri gaman að vita hvað þeir eru margir! FLÓRA: Heldurðu að það geti skeð að fólkið hafi verið svo lélegt að færa bara einhverja menn í skrítin föt bara til þess að blekkja okkur krakkana? NINNA: Heyrðu! Það var líka annað; sá fyrsti var með stutt skegg, en sá næsti á- kaflega mikið skegg og sítt. FLÓRA: Það hlýtur að hafa vaxið fljótt. NINNA: Hvaða vitleysa; það er ómögulegt, skegg getur ekki vaxið svo fljótt. (Þær hlæja). FLÓRA: Við skulum vita hvort Sánkti Kláus verður eins núna og hann var í fvrra. NINNA: Já, en ef þeir verða þrír eins og í fyrra? FLÓRA: Jæja, þá skulum við vita livort þeir verða allir eins. Eg man hvernig þeir voru. Einn lítið langur og mikið feitur; einn mik- ið langur og ósköp feitur og einn ósköp mik- ið langur og lítið feitur. NINNA: Eg held bara að fólkið sé að skrökva að okkur. Ef það væri til Sánkti Kláus, þá væri hann alt af eins; ekki erum við öðru- vísi núna, en við vorum í gær; nema bara f^tin okkar. Við getum ekki verið stuttar °g íeitar einn daginn og langar annan dag- inn. I TjÓRA : Við skulum bara taka vel eftir þeim Rðna, og ef það eru Sánkti Kláusar á jóla- tréssamkomunni í mínum skóla, og aðrir öðruvísi í þínum skóla, þá er þetta bara alt tilbúningur. NINNA: Og þá trúum við því aldrei oftar að Sónkti Kláus sé til. Er það ekki rétt? En nú verð eg að fara heim. FLÓRA: En þú verður að muna að koma í kvöld. Það verður svei mér gaman. (Þær fara út sín um hvorar dyr). Tjaldið fellur. JÓLASAMSÆRI. Eftir Clöru J. Denton. (Leikur í einum þætti). Hluttakendur: 1. Haraldur 2. Baldur. Báðir litlir drengir, báðir í hversdagsfötum. Leiksviðið er venjuleg stofa. Siff. J úl. Jóhannesson þýddi. HARALDUR: (Kemur inn um dyr til hægri) Er það ekki gaman að jólin skuli vera á morgun ? BALDUR: Jú, það er svei mér gaman! HARALDUR: Jam; heyrðu, hvað heldur þú að Sánkti Kláus komi með handa þér? BALDUR: Handa mér,! O, eg veit ekki. Eg er búinn að skrifa honum bréf og’ biðja hann um ósköp margt; en hann Villi Jónsson, sem á heima í næsta húsi við okkur, segist hafa gert það í fyrra, og ekki fengið einn einasta hlut af þeim, sem hann hað um— ckki einn einasta. HARALDUR: Kannske Sánkti Kláus hafi ekki fengið bréfio? Það kemur stundum fyrir að fólk fær ekki bréf, sem því eru send. BALDUR: Já, eg veit að það er satt. Hiin Imba systir mín fékk ekki bréf, sem kærast- inn hennar sendi lienni, og það voru ljótu lætin út úr því. Þau urðu ósköp reið, rétt að segja hættu að vera saman. IIARALDUR: Já, en það er. nú ekki að marka ; kannske kærastinn hennar hafi aldrei skrif að bréfið sem hann sagðist hafa sent? BALDUR: Eg veit það ekki, en eg veit að eg skrifaði Sánkti Kláusi. HARALDUR :Eg skal annars segja þér nokkuð; eg veit ekki hvað eg á að halda um þennan Sánkti Kláus. BALDUR: Hvað meinarðu? Hann er ósköp góður gamall maður—eg er viss um að hann gerir alt, sem hann getur fyrir alla. En hugsaðu þér bara alt fólkið, sem hann verð- ur að líta eftir alstaðar. HARALDUR: Já, og kannske hann verði líka að fara upp á stjömurnar og líta eftir fólkinu þar.—Valdi á Hóli sagði að liann yrði að gera það. En eg skil ekki hvernig hann getur gert það. BALDUR: Jú, hann gæti ugglaust gert það ef hann mætti til með að gera það. Það er svo skrítið að það er eins og allir geti gert alt sem þeir mega til með að gera, þó það sýnist ómögulegt. HARALDUR: Já, það er satt. Hann kannske getur það ef liann má til, aumingja Kláus. BALDUR: En heyrðu Halli, eg skal segja þér ósköp mikið leyndarmál, ef þú lofar að segja það aldrei neinum—aldrei. HARALDUTR: Jó, segðu mér það! Eg skal aldrei—aldrei segja það neinum. Hvað er það? BALDUR: í fyrra höfðum við Sánkti Kláus í kirkjunni okkar; og þegar hann var að taka gjafirnar af jólatrénu, fór eg alveg upp að honum og eg sá að hnakkinn á honum var alveg eins og Ihnakkinn iá honum pabba mínum. HARALDUR: Nei, er það satt; það er samt ómögulegt að það liafi verið hann pabbi þinn? Því spurðirðu hann ekki að því? BALDUR: Eg gerði það um morguninn næsta dag. HARALDUR: Og hvað sagði hann? B ALDUR: Hann hló bara að mér og sagði að það gæti vel skeð að hann hefði verið Sánkti Kláus—og hann sagði að eg væri býsna skynsamur. Eg vissi ekki livað hann meinti. En eg skal segja þér hvað við skulum gera, Halli. Það á að verða jólatré í kirkjunni annað kvöld, og þár verður Sánkti Kláus. Við skulum taka vel eftir honum, þú og eg, báðir; aldrei hafa augun af honum og koma alveg til hans, og ef liann er einhver, sem kemur oft til kirkjunnar eða einhver úr sunjiudagaskólanum, þá þekkjum við hann. HARALDUR: Já, við skulum gera það. Það er ágætt ráð. Við skulum bara finna það út núna ög vera alveg vissir. Og ef við finnum að þetta er bara tilbúningur; ef það er bara einliver maður sem þykist vera Sánkti Klá- us, þá skulum við segja honum það. BALDUR: Já, það skulum við gera. Dæmalaust verður það gaman. Eg vildi bara að það væri komið annaðkvöld. HARALDUR: En þú mátt engum — engum segja þetta! (rödd heyrist á bak við leik- sviðið, sem kallar: Halli!) Þarna er mamma að kalla á mig! Eg má til að fara. BALDUR: Eg má til áð fara líka. (Fara báðir út sinn um hvorar dyr). Tjaldið fellur. GULLVÖRÐUR. (Þula.) Grekk ég út ó Steinhól í glaða tunglsljósi. Sá ég þá hvar brekkusnígill sat á steini. ‘ ‘ Brekkusnigill, gullvörður, glentu út hornin ! Seg mér, hvar er gullið, sem þú geymir í hlíð- inni. ’ Brekkusnigill tautaði og teygði út hornin: “Veit ég’ víst hvar gullið er; vil þó ekki segja þér. Annars mundi kóngurinn greista mig sundur.” “Hætta engin er á því; það engum mun ég segja. Eg mun alveg yfir því eins og steinninn þegja— eins og steinninn þögli og kaldi þegja.” “Það er sama,” segir hann; “égsegi það engum, þó að ekki kongurinn kreisti mig sundur. Enda er það fvrir þig enginn fundur — Þótt þú finnir kistuna, kemst þú ekki í hana; hún er læst með gull-lvkli glóandi fögrum. ” “Segðu mér það, snígill minn, geymirðu ekki lykilinn ?” “Veit ég víst um lvkilinn, en fæstir menn hann fá, því að ekki auðvelt er í hann að ná; örðug mun þér reynast ómælisvíddin blá — ómæli svíddi n undrablá. Tunglið ge\anir lykilinn. Taktu liann nú! Legðu yfir ómælið ofurlitla brú. — Nei, láttu á höfuðið hattinn þinn og huggaðu þig við svæfilinn. Dýrðlegur verður draumurinn um dýrðina hans Mána. Farðu og náðu í lykilinn, er fer af degi að blána! ’ ’ Snígill fór í kufung sinn og sofnaði fljótt. Setti ég upp hattinn og sá að var nótt. Setti ég upp hattinn ó’g hélt minn veg — löngum eru örlögin óútreiknanleg. — Svo lagðist ég ó svæfilinn og lofa mína drauma, yndislegiar tunglskinsnætur dýrðlega drauma. Eva Hjálmarsdóttir. —Smári. ÆFINTÝR. Endur fyrir löngu hittust Lýgin og Sann- leikurinn á förnum vegi í sólskinsblíðu og hita að sumarlagi. Þau voru bæði þreytt og göngu- móð0 og kom þeim saman um, að taka sér bað í tjörn nokkurri þar nálægt. Sannleikurinn hafði engar sveiflur á því. Hann fleygði af sér fötunum og lienti sér út í tjörnina, en Lýginni dvaldist á landi. Furðaði Sannleikann mjög á seinlætinu og tók að gefa Lýginni nánar gætur. Sá liann þá, að Lýgin var í óða önn að klæða sig — ekki 'í sín eigin föt, heldur í föt Sannleikans. Brá hann þegar við og buslaði til lands. Vildi hann handsama Lýg- ina og ná fötum sínum af henni. En — því miður slapp Lýgin. Nú voru tveir kostir fvrir hendi: Annar sá, að klæðast leppum Lýginnar; hinn að halda ferðinni áfram allsnakinn. Og þann síðara tók hann. Síðan þá hefir Sannleikurin gengið alls nakinn eða ber um ó méðal mannaa, og margir hevkslast á þeirri óhæversku, sem eðlilegt er, því að mikið hafa fötin að segja. En Lýgin er líka á ferðinni í mannheimum i fötum Sannleikans, og er víða vel fagnað, þótt Sannleikanum sé úthýst. En \úðsjáll gestur er Lýgin — og ekki sízt vegna þess, að hún hjúpar sig oftast kápu Sannleikans. Þannig villir hún á sér heimildir. Sjá við því flagði, ungur lesandi! — Smári. SMAVEGIS. Einu sinni fann persneskur Bakkabróðir spegil. Honum varð litið í hann, og sá þá mannsandlit. Varð honurn þá all-hverft við og afsakaði sig sem bezt hann mátti og mælti: — “Fyrirgefiðð — eg vissi ekki, að spegiliinn er vðar eign!” — Og þar með lagði hann spegil- inn þar sem hann áður var. — — Annar sömu tegundar hljóp eins og fætur toguðu um allar götur bæjarins, þar sem hann átti heima, og hljóðaði og kallaði upp yfir sig í sífellu. “Hvers vegna læturðu svona?” spurði einhver. Hann svaraði: ‘ ‘ Mér er sagt, að rödd mín sé svo fögur að heyra í fjarska. Nú kalla ég — og svo hleyp ég — auðvitað til að lieyra hana sjálfur. úr fjarlægð!” — Svíðingur einn þar eystra var á gangi með syni sínuin, og mættu þeir þá líkfylgd. — Sonui inn spurði þá föður sinn, hvað þar væri. Hann svaraði, að þar væri borinn dauður mað- ur. *— Hvert fara þeir með hann,” spurði son- urinn. — “Æ, sonur minn!” svaraði karlinn, “þangað, sem hvorki er að fá mat né drvkk, birtu né yl, kodda né sæng.” — “Nú,” svaraði sonurinn steinhissa, “ætla þeir með þann dauða heim til okkar?” — Þjófur stal vefjarhatti af höfði vitrings og liljóp svo leiðar sinnar með þýfið. Speking- urinn bar ekki við að elta þjófinn, heldur röltir liann í hægðum sínum út í kirkjugarð og sest þar. Menn undruðust það háttalag hans og spurðu, hví liann hefði ekki elt þjófinn, og hvað hann ætlaði að gera þarna. Spekingurinn svar- aði: “Mérliggur ekkert á, — hingað kemur þjófurinn að lokum.” DR. B. J. BRANDSON 210-220 Medical Arts Blilg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHOKE: 21 834 Office tlmir: 2—8 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Wlnnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medkal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts PHONE: 21 834 Office Umar: 2—8 Heimill: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnípeg, Manliíba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Grahajn og Kennedy Sts PHONE: 21 834 Office tlmar: S—6 Heimili 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg:, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Ketinedy St*. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjökdöma.—Er aö hitta kl. 10-12 i h. og 2-6 e. h. Heimlli: 3’3 Hiver Ave. Tala.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medlcal Arta Bldg. Stundar xérstaklega kvenna ok harna ajúkdöma. Er aC hltta frú kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heímili: 806 Vtctor St. Slmi: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON atundar laekninpar og vfirsetur Til vlQtala kl. 11 f. h. Ul 4 e. h. og írfi. 6—8 aB kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 80 877 HAFIÐ pÉR SÁRA FÆTURf ef avo, finnlS DR. B. A. LENNOX CMropodlst Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAl, TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St PHONIC: 26 545 WINNIPBG J. SIGURDSSON UPHOLSTERER Sími: 36 473 562 Sherbrooke Street H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögíræCingur Skrlfetofa: Room 811 McArthur BuUdlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 2« 840 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenskur lögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntoah anu Johnson. 910-911 Electric Railway Chml.ru Winnipeg, Canada Stml: 23 082 Helma: 71 758 Cable Address: Roscum Lindal Buhr & Stefánseon Islenzkir lögfneöingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 962 peir hafa einnlg akrifstofur aö Lundar, Rlverton, Gimll og Piney, og eru þar aö hitta A eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag. Riverton: Fyrsta fimtudag. Glmll: Fyrsta miövikudag, Piney: priöja föstudag I hverjum má.nuöi. J. T. Thorson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Sími: 22 768. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræöingur Skrifstofa: 702 Confederatior. Llfe Bullding. Main St. gegnt City Hali PHONE: 24 687 Residence Office Phone 24 206. Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. Islenzkur lögfræðingur 899 Paris Bldg., Winnipeg J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDO., WINNIPBO Faatelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalún og eldsábyrgö af öllu tagi. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fastetgnlr manna Tekur aö sér aö ávaxta sparlf* fúlks. Selur eldsábyrgö og blf- reiöa ábyrgölr. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö saiostundls. Bkrifatofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 506 BOYD BLDG. PHONE: 24 1T1 WINNIPEO G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 126 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viötala tlmi klukkan I tll * aö morgninum. i hLAR TEOUNDIR FhUTNINOAI Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða atórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Slmi: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast uro út- farir. Allur útbúnaöur s& beati Ennfremur selur hann allakonar minnlsvaröa og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 HeimiUs taUimi: 68 302 KINDIN MIN > Kindin mín er feit og full, full og ánægð leikur sér; mikla gefur af sér ull, ull í sokka lianda mér. Litla kindin mín á mál, málið hennar kallast jarm; hún á líka sína sál, sál, er þekkir gleði ’ og harm. —Sig. Júl. Jóhannesson. Mtfm'fíKi tiYi ivi MMMMMMMM M tv < i\

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.