Lögberg


Lögberg - 22.01.1931, Qupperneq 3

Lögberg - 22.01.1931, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JANÚAR 1931. Bls. 3. Fyrir börn og unglinga SOLSKIN VETURNÆTUR A VORDÖGUM. Jóna sat reykjandi á stólnum, sem stóð við rúmið hennar, og var ósköp kuldaleg og krokin að sjá. Hún yptir við öxlum og var því líkast, sem sárkaldar vindstrokur færu, hvað eftir ann- að, gegnum líkamann. Jóna var um tvítugt, stór og stæðileg — hafði verið rjóð og sælleg alt fram að ferming- araldri. Nii sást ekki roðablettur nokkurs stað- ar undir andlits-farðanum. Veturinn var kominn; götur bæjarins, þök- in á húsunum, fjöllin og undirlendið — og alt, -sem auga evgði — var hulið fannblæju vetrar- ins. Andlitið á Jónu, handleggirnir — berir að öxlum — hálsinn og efri hluti brjóstanna, sem fleigni kjóllinn gat ekki skýlt — var sam- litt líkhjúpinum, sem veturinn hafði klætt hina lífrænu náttúru. Einu undantekningar, voru: gulir blettir á fingrum og nöglum, og var líka farið að votta fvrir samskonar blettum á þeim þeim hluta brjóstanna, sem sýnilegur var upp undan kjólnum. Veturinn va rs nilega seztur að hjá Jónu á miðju vori æskunnar. Meðan Jóna sat þarna — reykjandi vindl- inginn sinn — kom móðir liennar inn. Aldurs- munur mæðgTianna var 40 ár. Ef ætti að dæma aldur þeirra eftir útlitinu, þá hefði orðið að reikna m(>ð öfugum hlutföllum. MÓðirin var .sælleg og rjóð, þótt hiín kæmi utan úr kuldanum, og engin kuldamerki sáust á henni, þegar hún gekk hvatlega og hnarreist yfir gólfið til dóttur sinnar. “Ósköp er að sjá þig, Jóna mín! Þú ert eins og liðið lík,” sagði hún blíðlega um leið og liún klappaði á kinnina á henni. “Er þér svona kalt, elsku-barn ? ” bætti hún við og horfði áhyggju- lega á stóra barnið sitt. “Æjá, mér er ósköp kalt. Það er svo voða- lega kalt núna,” svaraði Jóna h'álf-skjálfandi af kuhla og ógerðarskap. Stjúpi Jónu kom inn í sömu svifum, hvesti augun á Jónu, og sagði svo hálf-ertnislega: “ Jóna litla er þá komin í vetrarbúning strax, fvrsta vetrardaginn; það gat varla fvrri verið á vetrinum — hvít eins og snjórinn á götunni, með dekkri blettum til og frá, eins og þar sem salt hefir lent 'á götuna — farin að kynda! Það var ráðið til þess að halda hitanum í sér. Er þér ekki ógurlega heitt, Jóna litla? Það er sjálfsagt hitalegt, að kvnda upp með svona dýru eldneyti. Veiztu annars hvað það kostar um árið, að kynda upp með vindlingum?” — Stjúpinn reyndi auðsjáaidega að sýnast liá- alvarlegur á svip. En Jóna var ekki lengi að sjá, að alvaran var aðeins á yfirborðinu, og strákurinn gægðist í gegn um þá hulu, í glott- dráttunum við munnvikin. Aumingja Jónu var þetta kunnugt, og henni féll miklu þyngra að hlusta á stjúpa sinn, þegar liann ávarpaði hana í þessum tón, heldur en þegar liann ávítaði hana hreinlega. Nií gpt hún engu svarað fvrir sneypu, þyí hún fann það hjá sjálfri sér, að hún var að falla í álii stjúpa síns, og það tók hana sárt, því hún hafði alt af elskað hann og virt eins og góðan föður. Hún vissi það af langri revnslu að þetta dulda háð fól í sér þunga ásökun, og að nú átti hún von á alvarlegri áminningu. Loks stundi hún upp — ósköp lágt og snevpulega — “Nei, eg veit það ekki. ” Stjúpinn setist á stól gegnt Jónu, liorfði á hana um stund, og sagði svo — stilliiega og al- úðlega,: “Eg veit, að ])ú segir þetta satt, þú segir mér alt af satt, þú getur ekki annað en sagt mér satt, þú veizt að mér getur ekki dulist það, ef þú segir mér ósatt. Það er einmitt þetta, að þú veizt ekki hvað dýrt það er að kynda með vindlingum. Jæja>, eg ætla að segja þér hvað það kostar, því eg veit það. Þú reyk- ir minst 10 vindlinga á dag, eða fyrir 50 aura á dag, það verða 182 kr. 50 au. á ári. Nú veiztu það, að liéðan af geturðu ekki afsakað þennan hættulega ósið þinn með vanþekkingu. ‘ ‘ En það er ekki alt talið, barnið gott! Líttu á fingurna á þér. Grægstu niður me kðjólbarm- inum þínum. Hvað sérðu ? Hefir þér aldrei hugsast, að þessir gulu flekkir geta ekki mynd- ast án orsaka, fremur en alt annað í heimi þess- um! Varstu vör þessara líkamslýta áður en þú fórst að reykja? Fyrst það var ekki, þá hljóta þau lýti að vera í einhverju nánu sambandi við reykingamar. Þar af leiðir aftur, að'reyking- arnar hljóta að liafa veruleg áhrif á líkamann, því annars gætu þær ekki skilið eftir á honum glög-g og varanleg lýti. “öllum læknum, sem ritað liafa um tóþaks- nautn, ber saman um það, að í öllu tóbaki sé ha-ttulegt eitur, en mest og hættulegast í vindl- ingunum. Einn af héraðslæknunum ritar ný- lega í “ Smára” um tóbaksnautn, og þar varar hann sérstaklega æskulýð landsins við vindl- ingareykingum. Hann tekur það fram, að jafn- vel þótt hann reyki sjálfur vindlinga, þá viti hann það vel, að það sé óholt og jafnvel hættu- legt, en að háskinn sé þó miklu meiri fyrir unga en gamla, ]>ví að augakerfi unglinganna sé miklu áhrifanæmara en hinna eldri. “Það má telja víst, að áhrif vindlingareyk- inga eigi ekki alllítinn þátt í því, að sumum sjúk- dómum hefir aukist mjög megin á síðustu ar- um, einmitt þeim árum, sem Vindlinganautnin þefir mest magnast í landinu. — Frá vindlinga- nautn til áfengisnautnar er stutt skref, sem er mjög flijótstigið, og þá byrjar greftrun æsku- sakleysisins og æskusælunnar, þegar svo langt er komið. Varla mun langt um líða, að pen- ingaverð vindlinganna, sem þú reykir, verði ein króna á dag; þú veizt hvað margir dagar eru í árinu. Þú þarft að vinna 8 —9 vikur á ári full- komna vinnu til þess að geta borgað vindling- ana þína. Ef þú þyrftir svo innan fárra ára að leggjast á eitthvert heilsuliælið — veik af á- hrifum reykinganna — og dvelja þar ef til vill svo árum skifti, ef þú annars lifðir það af, þá væri líklegt, að þér færi að skiljast hversu dýrt eldsneyti vindlingar eru. Líttu nú í spegilinn, Jóna mín, og líttu svo á hana móður þína. — Þú átt, aldursins vegna, að bera á þér öll einkenni vortímans, en móðir þín vetrarbyrjunar. Nú muntu sjá, að þú ert orðin lifandi mynd sjálfs vetrarins, en aðeins verður vart haustfölva í andliti móður þinnar. Hún liefir unnið baki brotnu 40 árum lengur en þú, en hún hefir aldrei reykt vindlinga. hún kemur utan úr kuldan- um, og henni er heitt. Þú situr inni, og þér er kalt. “Reyndu nú að hugsa um það, blessað bara, hvort eldsneytið þitt muni gefa arð í lilutfalli við verðið, þegar alt er tekið með í reikninginn. Þú ert greind stúlka, og því tel ég þér enga of- ætlun að skilja hvað ég meina.” Jóna skildi það. Nú era liðin tvö ár, síðan þetta gerðist. Jóna hefir enga vindlinga revkt srðarr. Það kostaði harra nokkra sjálfsafneit- un að leggja niður vindlinganeysluna, en húrr sigraði, og lrana mun aldrei iðra þess, sem hún lagði á sig, meðan á baráttunni stóð. Það borg- ar sig 'fyrir urtglinga, sem farnir eru að reykja, að fara að dæmi Jónu. Það er grátlegt ástand, ef veturirrn legst þar að, sem vorgróðurinn á að þroskast, undir ávöxt og uppskeru sumarsins. — Ef einhver segir: “Eg get ekki vanið mig af því” þá er aþ ekki annað en heigulsleg van- trausts-yfirlýsing á sjálfum sér og mætti vilj- ans. “Góður vilji er sigursæll.” —Smári. Steina. SIÐASTA KENSLUSTUNDIN. Eftir Alphonse Daudet. Eg varð síðbúinn í .skólann, morguninn þann, og var lafhræddur við að fá skútur, einkum þar sem Hamel skólameistari hafði ráðgert, að hlýða okkur yfir um hluttaksorðin og aif því kunni ég ekki skapaðan hlut. 1 bili kom mér til bugar að stelast burtu og vera úti allan daginn. Veðrið var svo heitt og bjart. Fuglar sungu í skógar- jaðrinum. Og á opnum velli, bak við sögunar- mylnuna, voru prússneskir hermenn að æfa sig. Alt þetta var miklu meiri freisting en reglur um hlutaksorð, en eg var nógu sterkur á svelli til að standast og' flýtti mér til skólans. Þegar eg fór fram hjá bæjarráðstofunni, sá eg mannþyi-ping standa fyrir framan fregn- borðið. Síðustu tvö ár höfðu allar illar fréttir birzt þar — fregnin um, að við hefðum orðið undir í orustum, nýtt herlið, sem kalla þyrfti, tilskipanir herforingjans, — og eg hugsaði með sjálfum mér: “Hvað skvldi nú vera uppi á tening?” Um leið og eg flýtti mér fram hjá eins fljótt og eg mátti, kallaði járnsmiðurinn eftir mér; liann var þar að lesa fregnimar og sveinninn hans líka: “Flýttu þér ekki svona, hnokki; þú kemst nógu snemma í skólann ” Eg hélt hann væri að skopast að mér og var lafmóður, er eg komst inn í garðinn litla til Hamels. — Vanalega var mikill gauragangur, er skóli átti að byrja, er heyrðist út á stræti; skrifborð voru opnuð og lokuð um leið, lexíur ]>uldar af mörgum í einu, miklu skvaldri, lófar fyrir eyrum til skilnings auka, en kennarinn að slá í borðið með reglustikunni. Ín nú var dúna- logn! Eg hafði gert mér von um að komast að mínu skrifborði í gauraganginum, án þess að tekið yrði eftir. En viti menn, það var eins og alt þyrfti að vera með kvrð og spekt þenna dag eins og sunnudagur væri. Gegn um gluggann sá ég sambekkinga mína, hvern í sínu sæti, — og Hamel skólameistara að ganga um gólf, með járn-reglustrikuna óttalegu undir hendi sér. Eg varð að opna dvrnar og koma inn, svo allir blíndu á mig. Þið megið nærri geta, að eg blóð- roðnaði út undir evru, svo hræddur var eg. En ekkert bar við. Hamel kom auga á mig og sagði vingjarnlega mjög: “Flýttu þér í sæt- ið þitt, Franz litli. Við ætluðum að fara að byrja án þín.” Eg stökk yfir bekkinn og setist við skrifborð- ið mitt. Eg tók ekki eftir því fyr en eg var búinn að ná mér eftir fátið, að kennarinn okkar var í fallega. græna frakkanum sínum, skyrtunni með pípufellingunum og dálitla svarta silkihúfu út- saumaða, sem þann aldrei hafði, nema þegar umsjónarmaður var á ferð, eða útbýta átti verð- launum. Auk þess virtist lionum öll skólaböm- in með furðu og hátíðarsvip. En það sem olli mér mestrar .furðu var að sjá bæjarfólkið sitja með sömu kyrð og við í baksætunum, er ávalt voru auð. Þar var Hósi gamli, með hattinn sinn þríhyrada, fvrverandi borgarstjóri, fyrrum póstmeistari, og ýmsi aðrir að auk. Raunasrip- u var á öllum. Hósi gamli hafði komið með stafrófskver með miklum fingraförum, og hann hélt því opnu á knjám sér og gleraugun lians lágu vfir opnuna þvera. Er eg var mest að furða mig á öllu þessu, stejg Hamel skólameistari í stól sinn og sagði í sömu hátíðlegu en þýðu rödd, sem hann hafði 1 talað við mig: “Börnin mín, þetta er síðasta kenslustundin mín með ykkur. Tilskipan hefir komið frá Ber- lín um, að einungis þýzka skuli kend í skólum Elsaz og Lotringen fylkjanna. Nýi skólameist- arinn kemur á morgun. Þetta er síðasta frakk- neska kenslustundin. Þið verðið að taka vel eftir. ” Þetta féll yfir mig eins og reiðarslag. Ö, þorpararair; þetta voru fregnirnar, sem festar höfðu verið upp á bæjar-ráðstofunni. Síðasta kenslustundin á frakknesku. Og ég, ég, sem ekki kunni að skrifa! Þá gat ég ekkert lav t framr. ílg varð þá að hætta þarna.! Hve eg iðraðist nú eftir að liafa vanrækt lexíurnar til að leita að fuglshreiðrum, eða renna mér á Soiránni. Bækuraar, sem voru mér áður svo leiðar, svo ]>ungar að bera, málmyndalýsingin og heilagra manna sögur, voru nú orðnir gaml- ir vinir, sem eg gat ekki slitið mig frá. Og Ham- el skólameistar líka. Hugsanin um að liann vrði að fara burtu, að eg sæi hann aldrei framar, kom mér til að glevma öllu um reglustiku hans og skapsmuni. Vesalingur! Hann hafði klæðst sparifötun- um fínu í lotningarskyni við þessa síðustu kenslustund, og nú fór mér að skiljast, hví gaml- ir bæjarmenn- sátu aftast í skólahúsinu. Það hlaut að vera vegna þess þeir sæi líka eftir að haifa ekki fært sér skólann betur í nyt. A þenna hátt voru þeir að tjá kennaranum okkar þakkir fyrir fjörutíu ára trúa og dygga þjónustu og að sýna um leið lotningu fyrir landinu, sem þeir áttu ekki lengur. Meðan eg sat í heilabrotum um alt þetta, heyrði eg nafn mitt kallað. Það átti að hlýða mér yfir. Dýrt hefði ég nú viljað kaupa, að geta nú komið með fegluna liræðilegu um hluttaksorð- in alla saman, háum og hreinum rómi, án þess að reka í vörður. En eg ruglaðist í fyrstu orð- unum, stóð þarna og hélt mér í borðið, heyrði lijartslátt sjálfs mín og dirfðist ekki upp að líta.. Eg heyrði að Hamel sagði við mig: “Eg ætla ekki að veita þér neinar ákúrur, Franz litli. Þér hlýtur að líða nógu illa samt. Sér þú nú hveraig það er? A liverjum degi höf- um við sagt með sjálfum okkur: O, ég hefi nóg- an tíma. Eg skal læra það á morgun! Og nú sjáið þið, livert við erum komin. 6, þetta er meinið hér í Elsaz; hér hafa menn frestað lær- dónmum til morguns. Nú hafa þessir kumpán- ar ]>arna úti ástæðu til að segja við ykkur: — ‘Hvernig stendur á því? Þið látist vera Frakk- ar og ])ó kunnið þið hvorki að tala né rita málið ykkar.’ En þú ert ekki sá lakasti, vesalings Franz. Við höfum allir mikið að ásaka okkur fyrir. — Foreldrar ykkar létu sér ekki nógu ant um, að ])ið lærðuð. Þeir vildu heldur, að ])ið fær- uð að vinna bændavinnu, eða læra mylnustörf, til þess að hafa meiri peningaráð. Og ég? Sjálf- • um mér hefi eg mikið um að kenna Ika. Hefi ég ekki stundum sent ykkur til að vatna blómunum mínum, í stað þe-ss að láta ykkur læra? Og þeg- ar mig langaði til að veiða fisk, — gaf ég vkkur þá ekki frídag?” Hamel hvarf ifrá einu til annars. Hánn tal- aði um frakkneska tungu, taldi hana fegurst tungumál í víðri veröld, — ljósast og rökréttast. v Brýndi fyrir okkur að varðveita það og gleyma því aldrei, því eins lengi og ánauðug þjóð héldi fast í tungu sína, hefði hún lykilinn að prísund- inni. Hann opnaði mállýsingarbókina og las fyrir okkur kaflann fyrirsetta. Mig furðaði, hvað vel ég skildi. Alt, sem hann sagði, virtist mér svo auðvelt, svo auðvelt. Eg held líka, að eg hafi aldrei hlustað eins vel, og að haim hafi aldrei skýrt neinn hlut með svo mikilli þolin- mæði. Það lei új eins og vildi vesalings maður- inn troða í okkur öllu, sem hann vissi, áður en hann hvrfi brott, og gera það alt í einu. Næst málmyndalýsing lét hann okkur skrifa um stund. Hamel hafði gefið nýjar forskriftar- línur þann dag, með yndisfagurri rithönd: Frakkland, Elsaz, Frakkland, Elsaz. Þær voru yfir skólaborðunum okkar þarna í salnum eins og fánar. Þið skylduð hafa séð, hvernig allir keptust við; alt var kyrlátt. Eina hljóðið var frá pennunum, er þeir fóru vfir pappírinn. Eitt sinn komu nokkrar stókar flugur inn; enginn veitti þeim nokkurt athygli, eigi heldur minstu snáðarnir, þeir héldu áfram að draga öngla, eins og það væri frakkneska líka. Uti á þakinu kurruðu dúfur lágt og eg hugsaði með sjélfum mér: “Skyldu þeir láta þær kurra á þýzku — dúfurnar líka ?” Hvert sinn er eg leit upp frá skriftinni, sá eg Hamel sitja hreyfingarlausan á stóli og hvima fi'á einu til annars, eins og hann væri að festa í huga sér, hvernig alt liti út í skólaherberginu litla.. Hugsið ykkur um! Fjörutíu ár hafði hann verið þarna á stama stað, með garðinn fvrir ut- an gluggann og skólabörnin fyrir framan sig, öldungis á sama hátt og nú. Að eins höfðu borð og bekkir slitnað. Valhnotutrén í garðinum höfðu hækkað og humallinn, er hann hafði gróð-, ursett, vafðist um glugga og þak. Hve það lief- ir skorið hann í hjarta, vesalings manninn, að yfirgefa það. Að heyra hana systur sína vera í önnum upi á lofti að koma öllu niður í kofort. f*ví næsta dag ætluðu þau að fara úr landi. En hann hafði þrek til að hlýða vfir í öllu, unz alt. var búið. Á eftir skriftinni hlýddi hann yfir í sögu. Þar á eftir fóru yngstu krakkarnir að stafa ba, bó, bí, bó, bú. Aftast í herberginu var Hósi gamli búinn að setja upp gleraugun, liélt á stafrófskverinu báðum höndum, og staf- aði með krökkunum. Allir sáu, að lmnn var líka að reyna; röddin skalf af geðshræringu, og það var svo skrítið að heyra til hans, að við ætluð- um öll að fara að hlæja og skæla. Ó, hve vel ég man eftir henni, þessari síðustu kenslustund. Alt í einu sló klukkan tólf. Svo Angélus. 1 • sama bili dundi hljóðið í bumbum Prússa undir PROFE^IONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 *34 Office tímar: 2—S Heimili 776 Vlctor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur lögfneBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur BuUdlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medicai Arts Bidg. Cor. Graham ogr Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Offlce timar: 2—2 Helmlli: 764 Vietor St.. Phone: 27 686 Wlnnipeg, Mantl »ba. 1 J. RAGNAR JOHNSON BA., LL.B., LL.M. (Harv.) Itlen»kur lögmaOur. Rœeve&r, Rutherford. Mclntoeh and Johnaon. 910-911 Electrlc Railway Chmbra. Wlnnlpeg, Canads Slmi: 23 082 Helma: 71 762 Cable Addrees: Roscum DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Offlce tlmar: 3—6 Heimili: 6 8T. JAMES PLACE Winnipeit, Manltoba. Lindal Buhr & Stefánaeon islenzkir lögfrœBingar. 156 MAIN ST. TALS.: 24 961 Pelr haía einnlg skrlfstofur aB Lundar, Riverton, Glmll og Piney, og eru þar aB hltta 4 eftlrfylgjandi timum: Lundar: Fyrsta miBvikudag, Rlverton: Fyrsta flmtudag, Glmll: Fyrsta mlBvlkudag. Piney: PriBJa föstudag I hverjum mánuBi. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og: Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ■jðkdðma.—Er aB hltjta kl. 10-12 f. h. og 2-6 e. h. Heimill: 373 Rlver Ave. Tals.: 42 691 J. T. Therson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Sími: 22 768. DR. A. BLONDAL 202 Medlcal Arta Bld*. Stundar aérstaklega k v e n n a og barna ajúkdóma. Er aB hitta frá. kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimill: 806 Vlctor St. Siml: 28 180 G. S. THORVALDSON BA... LL.B. LögfrteBingur Skrlfstofa: 702 Confederation Life Building. Main St. gegnt City Hali PHONE: 24 587 \ Dr. S. J. JOHANNESSON itundar lœhningar og pfiraetur. Til vlOt&la kl. 11 t. h. U1 4 & h. og frft. 6—8 aC kveldinu. SHERBURN ST. B32 SlMI: 30 «77 Residence Office Phone 24 206. Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. tslenzkur lögfræðingur 809 Paris Bldg., Winnipeg HAFIÐ PÉR 8ÁRA FÆTURf ef svo, finniB DR. B. A. LENNOX ChiropodUt Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Faateignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningaián og eldsáhyrgfl af öllu tagl. PHONE: 26 349 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlaeknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 546 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur aö sér aB ávaxta sparlfé fölks. Selur elds&byrgfl og blf- reiöa Abyrgöir. Skriflegum fyr- lrspurnum svaraB sains’undis. Bkrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 606 BOYD P.LDG. PHONE: 24 1T1 WINNIPEO Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Glgt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysl Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 126 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Vtfltals tlml klukk&n 8 tll * afl morgninum. 1 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipelg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 , ALLAR TEQUNDIR FLUTNINQAI Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðala. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Slml: 24 500 J. SIGURDSSON UPHOLSTERER Sími: 36 473 562 Sherbrooke Street A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur likklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur s& bemtl Ennfremur selur hann allakonar minnisvarBa og legsteina. Skrifitofu tahimi: 86 607 Heimilis talsimi: 68 802 glugganum okkar. Hamel skólameistari stóð á fætur fölur, náfölur, upp úr stólnum. Eg sá hann aldrei jafn-hávaxinn. “ Vinir mínir,” sagði hann. “Eg—eg”. En kökkur reis upp í hálsi honum. Hann fékk ekki haldið áfram. Þá sneri liann sér að töflunni, tók krítarmola og reit með hraða, eins stórum stöfum og hann mátti:— “Vive La France!” (Lengi lifi Frakkland!) Svo stóð hann kyr, hallaði höfði upp að veggn- um og án þess að segja eitt orð, bandaði hann hendi frá sér: “Skólinn er liti — þið megið fara!” —- Sögur Breiðablika.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.