Lögberg - 19.03.1931, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311
Seven Lines
fotd
itcd
,„V'AlS xS"
' Cor>
For
Service
and Satisfaction
44. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. MARZ 1931
NUMER 12
“Með kappinu
hafa þeir það”
“Með kappinu hafa þeir það,
bölvaðir,” sagði kerlingin.
Flestir kannast við söguna þá,
o’g mér datt hún sérstaklega í hug,
þegar eg kom inn i samkomusal
Sambandskirkjunnar á föstudags-
kveldið, á skógræktarsamkomuna
og sá, að salurinn var nálega
fullur.
Þess eru víst fá dæmi, á meðal
okkar íslendinga að minsta
kosti, að nokkur einstaklingur
sýni eins mikinn áhuga og kapp í
opinberum velferðarmálum, og
Mr. Björn Magnússon hefir sýnt
í skógræktarmálinu. Vakinn og
sofinn hefir hann hu'gsað um það,
við alla og allstaðar talar hann
um það, og á öllum tímum vinn-
ur hann að því.
Hann hefir gengist fyrir hverri
samkomunni á( fætur annari;
voru þær í fyrstu afar-illa sóttar,
en hafa orðið því fjölmennari,
’Sem þeim hefir fjöígað, þangað
til sú síðasta nálega fylti húsið.
Áhugi Mr. Magnússonar er
sannarlega virðingarverður' og
hlýtur að leiða til árangurs þeg-
ar fram iíða stundir. Því er ekki
að leyna, að margir voru í fyrstu
trúlitlir á skógræktarmálið, en
eterkur o'g stöðugur áhugi er sá
eidur, sem æfiniega hitar út frá
sér, og svo reýnist hér.
Samkoma var nýlega haldin í
Keewatin, málinu tii stuðnings;
komu þar inn $17.50, og voru þeir
Þeningar sendir hingað tii gjald-
kera aðalféiagsins.
Mikinn byr hefir það gefið mál-
inu, að J. T. Thorsori, fyrverandi
þingmaður, stakk upp á því að
Sambandsstjórnin legði fram fé
til skógræktar á íslandi, til minn-
ingar um þúsund ára hátíðina.
Flutti hann þá tillögu svo fagur-
lega og studdi hana með svo góð-
Um rökum, að engum ætti að
dyljast það, hversu bétur sú uppá-
stunga fellur saman við óskir al-
mennings og þörf ættjarðar vorr-
ar, en nokkuð annað á þessum
tímamótum.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Gandhi kemur heim til sín
Mahatma Gandhi kom til Ah-
madabad á Indlandi, þar sem
hann á heima, í vikunni sem leið.
Hefir hann ekki komið þar lengi,
eða ekki síðan hann lagði upp 1
saltferðina frægu. Var honum
tekið með ákaflega miklum fagn-
aðarlátum og fólkið þyrptist að
honum í þúsunda tali, og keptist
hvað við annað um að komast
svo nærri honum, að það gæti
snert klæði hans. Fann hann
sjálfur, að þarna var hann í mik-
Ílli hættu staddur og hrópaði
hvað eftir annað til fólksins:
“Ef ykkur þykir vænt um mig,
þá troðið þið mig ekki undir fót-
um”, en hávaðinn var svo mik-
ill, uð þetta heyrðu þeir ,einir, er
næstir honum voru. Ekki urðu
þó mikil siys að þessu og slapp
Gandhi ómeiddur, því þeir, sem
næstir honum voru, vörðu hann
fyrir ásókn fólksins. Gandhi er
reglulegt átrúnaðargoð síns fólks
og það lítur á hann sem helgan
mann.
Hærra verð á vínföngum
í Ontario
Eins og víðast annars staðar,
eru stjórnartekjurnar í Ontario
að. minka, en útgjöldin að vaxa
vegna atvinnuleysisins. Á síð-
asta fjárhagsári, sem endaði 31.
október 1930, varð tekjuhallinn
$646,000, o'g á yfirstandandi fjár-
hagsári gerir stjórnin ráð fyrir,
að tekjuhallinn nemi $2,670,000,
nema eitthvað sé gert til að.auka
tekjurnar svo miklu muni. Hugs-
ar stjórnin sér að gera þetta að
miklu leyti með því að hækka verð
á vínföngunum. Á sá tekjuauki
að nema hálfri þriðju miljón
dala. Gerír stjórnin sjáanlega
ráð fyrir, að vínföngin verði
keyþt engu að síður fyrir það,
þótt verðið verði hækkað. Á síð-
astliðnu fjárhagsári nam ágóð-
inn af vínsölunni í Ontario
$9,315,967.30.
Margir ferðast með bílum
Á árinu sem leið kom fleira fólk
frá öðrum löndum í bílum, heldur
en nokkru sinni fyr. tJtlendu bíl-
arnir, er til Canada komu á árinu,
v°rn 5,409,458. Sé gert ráð fyrir,
að í hverjum bíl hafi verið fjórar
nianneskjur, þá hefir ferðafólkið,
nem á þenna hátt hefir komið til
^anada 1930, verið 21,637,800 að
°|u- Langflest af þessu fólki kom
vitanlega frá Bandaríkjunum.
Saskatchewan þingið
Því var slitið á miðvikudaginn
í vikunni sem leið. Það var sett
8. janúar og stóð því yfir i níu
vikur og er lengsta þing, sem háð
hefir verið í Saskatchewan. Voru
þingfundirnir alls 43, sem er þó
ekki nema fjórum fundum fleira
en í fyrra. En þeir voru langir
og erfiðir, sumir af þessum þing-
fundum, og voru sumir ekki úti
fyr en löngu eftir miðnætti. Ein-
um þeirra var ekki slitið fyr en
kl. 3.40 um nóttina. Spurning-
arnar, sem lagðar voru fyrir
stjórnina, og það frá öllum flokk-
um, voru alveg óvanalega marg-
ar, eða um 450 í alt. Lög og laga-
breytingar, sem þingið samþykti,
eru hundrað. Einna merkust
þeirra) eru kornsölulögin, sem
gera ráð fyrir 100 prócent sam-
lagssölu, ef tveir þriðju hlutar
bændanna samþykkja það. Fyrst
ætlar stjórnin þó að láta dóm-
stólana skera úr því, hvort þessi
lög geti staðist eða ekki.
Hveitisalan
í mánuðinum sem leið, seldi
Canada 16,844,555 mæla hveitis
út úr landinu, en síðan 1. ágúst
1930 hafa verið seldir 133,022,820
mælar. Hveitiforðinn í landinu
er nú talsvert minni heldur en
hann var fyrir ári síðan, en þó
mikill. Samkepnin er afar mikil,
sérstaklega frá Ástralíu og APg-
entínu, en þessi lönd hafa ekki
eins gott hveiti að bjóða eins og
Canada hefir. Fæst því hærra
verð fyrir hvieiti frá Canada,
heldur en öðrum löndum, þó lágt
sé. Frá 1. ágúst til 28. febrúar
var keypt miklu meira hveiti í
Evrópu heldur en á sama tíma i
fyrra, og er mismunurinn nálega
sjötíu miljónir mæla.
Tillaga um að leggja
niður brezka flotann
Einn af brezku þingmönnunum
kom fram með þá tillögu í vik-
unni sem leið, að leggja niður
brezka flotann, eða því sem
næst það. Kom tillagan fram í
því formi, að minka fjárveiting-
ar til flotans svo stórkostlega,
að hann hefði hlotið að verða að
engu, ef tillagan hefði náð fram
að ganga. Sá, sem bar tillög-
una fram, heitir J. Kinley og er
einn af hinum ákafari verka-
flokksmönnum. Sagði hann, að
þetta yrði máske til þess, að
brezka ríkið héldist ekki lengur
við, en hélt að það væri kannske
vel farið. Þeir þingmenn urðu
ekki nema ellefu, sem ' þessari
tillögu greiddu atkvæði.
Brezka stjórnin er enn
ofurliði borin á þmgi
Stjórnin hafði borið fram á
þingi lagafrumvarp, sem fór fram
á nokkrar breytingar á kosninga-
lögunum. Við atkvæðagreiðslu
um eitt atriði í þessu lagafrum-
varpi, fóru leíkar þannig á mánu-
dagskveldið, að stjórnin var ofur-
liði borin, þó ekki munaði að
vísu nema fjórum atkvæðum, 246
atkvæði gegn 242. íhaldsflokk-
urinn gerði þe!gar hávaða mikinn
og heimtaði að stjórnin segði
þegar af sér. Forsætisráðherrann
var heldur sagna fár, en þó er
frekar haldið, þegar þetta er
skrifað, að stjórnin muni ekki
segja af sér.
Fullerton skipaður formað-
ur járnbrautanefndarinnar
C. P. Fullerton, einn af dóm-
urum við yfirrétt Manitoba-fylk-
is, er um það leyti að verða for-
maður járnbrautarnefndar rtkis-
ins; embætti því hefir Hon. H.
A. McKeown gegnt í sex ár, en
nú nýlega sagt af sér. Þykir miklu
varða, að í þetta embætti sé val-
inn vel hæfur maður, því starf
þessarar nefndar er þýðingarmik-
ið og þar oft úr vöndu að ráða.
Mr. Fullerton þykir mikilhæfur
maður og nýtur mikils trausts.
Dánarfregn.
Hinn 6. þ.m. andaðist að Riv-
erton, Man., öldungurinn góðkunni,
Þorvaldur Þorvaldsson, hátt á ní-
ræðis aldri, fæddur að Hafragili
í Skagafjarðarsýslu 30. júlí 1842.
Til Vesturheims kom hann 1887
og bjó um langt skeið í Árnes-
bygð í Nýja íslandi. Mikill sæmd-
armaður og vel látinn: Hann var
faðir þeirra Sveins kaupmanns
Thorvaldsonar í Riverton og
Thorbergs Thorvaldsonar pró-
fessors í Saskatoon. Á heimili
hins fyrnefnda dvaldi hann síð-
ustu árin og andaðist þar.
Sig. Skagfieid söngvari
syngur á Gimli.
Söngsamkoman var, eins og til
stóð, þ. 6. þ.m. Aðsókn var býsna
góð. Margt fólk. Yfirleitt mun
söngurinn hafa þótt ágætur. Sig-
urður hefir afbragðs rödd, hljóm-
fagra, þýða, vel æfða og mikla.
Gunnar Erlendsson spilaði und-
ir. Listfengur ungur maður. Dag-
inn eftir söngsamkomuna, þ. 7.
marz, söng Sigurður frítt fyrir
gamla fólkið í Betel, og Gunnar
spilaði undir. Þótti það, sem var,
hin bezta skemtun. Var gamla
fólkið hrifið af söngnum. — Urðu
listamennirnir un'gu, í einni svipan,
vinir allra í Betel, sökum lista
sinna og ágætrar viðkynningar.
—(Fréttar. Lögbergs.)
Dr. Ludwig Mueller
Hann er (þýzkur mentamaður,
sem að tilstilli stjórnarinnar á
Þýzkalandi, ,er nú að ferðast um
Canada og flytja fyrirlestra und-
ir umsjón National Council of
Education. Hann var hér í Win-
nipeg í vikurini sem leið og flutti
hér þrjá fyrirlestra, hvert kveld-
ið eftir annað, og þar að auki
talaði hann fyrir nokkur félög,
sem buðu honum til sín. Aðal-
lega mun hann hingað kominn til
að fræða Canadamenn um þýzku
þjóðina, útrýma þeim kala, sem
enn kann að eiga sér stað milli
þessara þjóða, síðan á striðsár-
unum, en auka góðvild þeirra
milli. Dr. Mueller er góður ræðu-
maður o’g talar ensku ágætlega.
Hafði hann margskonar fróðleik
að flytja tilheyrendum sínum, til
dæmis um Fascista flokkinn nýja
á Þýzkalandi, sem nú er svo mik-
ið talað um og mörgum stendur
stuggur af. Sagði hann, að sá
flokkur væri ávöxtur þrettán ára
þrenginga þjóðarinnar og hefði
skorturinn, jafnv.el 1925, verið
svo mikill, að í sumum iðnaðar-
bæjunum hefðu 30 per cent. af
skólabörnunum orðið að fara á
skóla á morgnana, án þess að fá
nokkurn morgunmat. Ekki kvaðst
Dr. Mueller tilh,evra þessum
flokk og gæti hann þess vegna
talað um hann hlutdrægnislaust.
Réttlæti og sanngirni gagnvart
Þýzkalandi, sagði hann að flokk-
urinn krefðist fyrst og fremst,
en taldi ekki réttlátt, að börn
Þýzkalands ættu, 'kynslóð 'eftir
kynslóð, að gjalda þeirra mis-
gerðga, sem þau á engan hátt
væru völd að. Átti hann þar vit-
anlega við stríðs-skaðabæturnar.
Þessi nýi flokkur, sagði Dr. Mu-
eller, að hefði á skömmum tíma
vaxið úr átta hundr. þús. upp í
6,500,000, og þingmannatala hans
hefði vaxið úr 10 upp í 107. Gerði
flokkurinn sér von um að kom-
ast til valda eftir tvö eða þrjú
ár.
Sambandsþingið
Það var sett á fimtudaginn í
vikunni sem leið, hinn 12. þ.m.,
með allri vanalegri viðhöfn. Að
Vísu er hinn nýi landstjóri ókom-
inn enn, og var því þingið sett af
Rt. Hon. Lymann Duff dómara,
sem nú sem stendur gegnir land-
stjóraembættinu. Er þetta í fyrsta
sinn, sem Canadamaður hefir
sett sambandsþingið.
Hásætisræðan skýrir, eins og
vanale'ga, að einhverju leyti, frá
fyrirætlunum stjórnarinnar, en
naumast verður sagt, að þar sé
um nokkrar verulegar nýjungar
að ræða, sem ekki voru nokkurn
veginn kunnar. Stjórnin ætlar
enn eitthvað að breyta tolllögun-
um, með tilliti til sérréttinda á
brezkum vörum. Þá er gert ráð
fyrr, að stofna fasta tollmála-
nefnd, eins og forsætisráðherr-
ann hefir gert ráð fyrir. Stjórn-
arkostnaðinn og önnur útgjöld á
að skera niður. Stjórnin ætlar
að vera sparsöm, eins og flestar
nýjar stjórnir. Þá er minst á
ellistyrkinn, sem sambandsstjórn-
in ætlar að taka að sér, að miklu
leyti. Einnig ætlar hún að hlynna
að landbúnaði, verklegri kenslu
og vegagerð og sölu á hveitinu.
Þá lætur stjórnin, í hásætisræð-
unni, þá skoðun sína í ljós, að
fjárkreppan sé nú bráðum á
enda og góðu tímarnir séu fyrir
dyrum. Heldur hún það sé mest
sinni tollmálastefnu að þakka.
Á mánudaginn hófust umræð-
ur um hásætisræðuna. Talaði þá
leiðtogi frjálslynda flokksins, Mr.
King, í fjóra og hálfan klukku-
tíma og hafði margt að athuga
við stefnu og gerðir stjórnarinn-
ar, sérstaklega hvað snerti fjár-
málin og framkomu forsætisráð-
herrans á Samveldisfundinum í
London í haust. Það er búist við,
að umræðurnar um hásætisræð-
una haldi áfram til páskanna,
fyrir það fyrsta.
FÁLKA FLUG
Þúsundfaldar þakkir fyrir hug-
ulsemina.
íþróttafélaginu “Fálkinn” eru
sendar fjórar bækur að gjöf frá
Landi Glímunnar af fþróttafélagi
íslands, og eru þær þessar:
Glímubók, að stærð 144 blaðsíð-
ur, með 35 myndum; eru mynd-
irnar allar skýrar og gefa manni
ágæta hugmynd um glímuna; ætti
hún að verða hin mesta stoð
þeim, er hennar geta notið, enda
eru allar þær skýringar, er í let-
ur eru færðar, svo glöggar og skil-
merkilegar, að hver sá, er á ann-
að borð getur nokkuð stautað í
íslenzku máli, getur fylgst þar
með. —< Höfundar bókarinnar
eru þeir valinkunnu glímu- og
fimleikamenn, Guðm. Kr. Guð-
mundsson, Hallgrímur Benedikts-
son, Helgi Hjörvar, Magnús Kjar-
an og Sigurjón Pétursson. En
nöfn þessara manna eru á hvers
manns vörum hér vestra, er á
annað borð hafa nokkuð fengist
við íslenzka glímu.
Önnur merkileg bók er um
heilsufræði handa íþróttamönn-
um, eftir Knud Secher, dr. med.,
yfirlækni í Bispebjerg í Kaup-
mannahöfn, íslenzk þýðing eftir
G. Björnsson landlækni.
Enn frlemur bæklingur. er
fjallar um knattspyrnulög fþr,-
sambands íslands, með lagaskýr-
ingum.
Þá er bók um leikreglur Í.S.Í.,
ákvæði er snerta íþróttamót o. s.
frv., og er þar mikinn fróðleik að
finna. — Sérstök vandvirkni og
nákvæmni lýsir sér í frágan'gi
allra þessara bóka, sem er langt
fram yfir það, sem vér eiguin að
venjast um slík efni.
Lengi lifi og blómgist íþrótta-
samband íslands.
fþróttafélagið “Fálkinn”.
Ari G. Magnússon,
forseti.
Fálkar 7 — Natives 2.
Fálkar eru Sigurvegarar í
hockey-sambandi íþróttafélagsins.
Ingi Jóhannesson skýtur tvisvar
í höfn. Robt. .Jóhannesson tvisv-
ar með aðstoð Karls Hallson, en
Eggert Bjarnason einu sinni, Al-
bert Johnson einu sinni og Grím-
ur Jóhannesson einu sinni, alls
sjö vinninga. — Jón Bjarnason
stöðvar 19 skot, og hjálpar það
mjög Fálkunum til sigurs.
Natives lýjast ny'ög þegar á
leikinn dregur. Sam Laxdal skaut
einu sinni í höfn, sem og gerði
Wally Bjarnason. Claud Ander-
son og Árni Jóhannesson léku
vel. Þrjátíu sinnum var skotið á
hafnvörð Natives og sjö sinnum
riðu skotin í höfn. Sýnir það
betur en nokkuð annað hina
þungu og stöðugu árás Fálk-
anna.
Whist-Drive, Dans og kaffi—
verðlaun gefin í G. T. húsinu ó
laugardagskvöldið.
Þeir, sem enn hafa ekki fengið
Fálkamerkið, geta snúið sér til
féhirfðis félagsins, C. Thorlakson,
627 Sargent Ave.
A. G. M.
Skólinn á Reykjum
Þann 7. jan. s.I. var settur skól-
inn á Reykjum i Hrútafirði að
viðstöddu fjölmenni. Verður það
talinn merkisviðburður í sögu
héraðsins, sem á margan hátt er
einkennilegt og vekur eftirtekt
ferðamannanna , er þeir koma að
sunnan yfir heiðina, að sjá fjörð-
inn svo langt norður sem augað
eygir, en þó hálflokaðan út frá af
töngum og eyjum, inn af honum
Hrútafjarðardalinu, óspakssaði
og Helludal, er ganga lengst inn
í hálendið. — Skólinn er á fögr-
um stað neðan við Reykjahverinn,
ofanvert á tanganum, hitaður með
hveraorku. Fjörðurinn innan við
tangann, líkist mest stóru en
fögru stöðuvatni, hentugu til
skemtisiglinga og kappróðra á
sumrum, en skautahlaupa á vetr-
um, þegar ísar eru. Sunnan und-
ir Reykjatungu er góð skipalega.
Ofan frá hálsinum eru aflíðanái
brekkur, hentugar til skíðaferða
á vetrum. Að norðan, milli skól-
ans og Tannstaðabakka ganga
hæðadrög nokkur, er veita skjól
fyrir norðannæðingum. Sjálfur
er tanginn rennsléttur og vel til
ræktunar fallinn, væri þar hægt
að nota hverahita við jarðepla-
ræktun. Ýmsar minningar hér-
aðsins eru bundnar við Reykja-
tanga, t. d. héldu Hrútfirðingar
þar þjóðhátíð 1874. — Mgbl.
Egilssaga þýdd á ensku
ísledingum þykir að vonum
vænt um, þegar verkum þeirra,
fornum eða nýjum, er einhver
sómi sýndur erlendis. Þess vegna
munu það þykja góðar fréttir, að
laust fyrir síðustu áramót kom
út í Englandi nákvæm og vönduð
þýðing af Egilssögu, eftir brezk-
an rithöfund og fræðimann, Mr.
R. E. Eddison, ’sem komið hefir
hin'gað til lands og skoðað forna
sögustaði, einkum þá, er getið er
í Egilssögu.
Þýðingunni fylgir formáli, inn-
gangur og langar skýringar. Er
inngangurinn snildarlega ritað-
ur og ber ljósan vott um þekk-
-ingu höf.; þykir mér ekki ólík-
legt, að margir hérlendir menn,
þótt fróðir sé um þetta tímabil,
geti grætt á að lesa hann; skýr-
ingarnar eru og ágætlega gerðar
og nauðsynlegar enskum lesönd-
um, enda þeim ætlaðar fyrst og
fremst. Hefir þýðandinn tileink-
að þessa þýðingu dóttur sinni og
frú Svövu Þórhallsdóttur á
Hvanneyri.
Mr. Eddison hefir auðsjáanlega
lagt mikla alúð við þýðinguna og
varið til hennar miklum tíma.
Hann nefnir marga menn, ís-
lenzka og erlenda, sem hann eigi
þakkir að gjalda fyrir hjálp eða
leiðbeiningar við þýðiriguna, og
nefnir þar fyrstan Boga Ólafs-
son mentaskólakennara, sem las
alt handritið jafnóðum o'g þýtt
var.
Brezkir fræðimenn hafa veitt
þýðingu þessari mikla athygli,
sem sjá má af því, að víða hafa
birzt um hana langir ritdómar,
þar á meðal í bókmenta-vikublaði
(“Literary Supplement”) Times
í London.
Dómar þeir, sem hingað hafa
borist, eru lofsamlegir og bera
vitni um mikla þekkigu höf. í ís-
lenzkum fræðum, þótt 1 sumum
virðist hann fyrna málið helzt
til mikið; skal ekki út í þá sálma
farið hér, en þess eins getið, að
það lítið er vér höfum kynt oss
enskar þýðingar af ísl. fornrit-
um, þykir oss þessi hálfforni bún-
ingur fara þeim betur en nútíma-
enskan. íslendingar hafa lengi
átt Iþví láni að fagna að eiga göf-
uga vini í Bretlandi, sem haldið
hafa á loft ágæti hinna fornu
bókmenta vorra, og nú munu þar
vera fleiri ungir og uppvaxandi
mentamenn, en nokkru sinni áð-
ur, er leggur stund á íslenzk
fræði. Þýðing Mr. Eddisons af
Egilssögu mun mjög stuðla iað
aukinni athygli á landi voru og
þjóð meðal brezkra manna, og er
skylt að tjá honum miklar þakk-
ir fyrir starf hans, sem heita má
afreksverk, þegar þess er gætt,
hve örðugt er að leysa slíka þýð-
ingu af hendi, svo áð vel fari.
Má og enn geta þess, að Mr.
Eddison mun hafa kent sér tungu
vora sjálfur og engrar tilsagnar
notið hjá öðrum. Þarf til slíks
eigi litla þrautseigju, því að mál
vort er af ýmsum sökum býsna
tornumið erlendum mönr.um. En
áhugi Mr. Eddisons hefir hér
sigrað alla erfiðleika, og ef dæma
skal þekkingu hans eftir þessari
þýðingu á Eglu, má furðu gegna,
hve viðtægrar og góðrar þekk-
ingar hann hefir aflað sér í mál-
inu. En auðvitað hefir honum
verið þar talsverður istuðningur
að fornenskunni (Engil-sax-
nesku), sem í mörgu er allsvip-
uð íslenzku. — Vísir.
LISTAMANNASTYRKUR.
Mentamálaráð íslands tilkynn-
ir:
M\entamálaráðið hefir nýlega
úthlutað fé því, sem veitt er til
skálda og listamanna á fjarlög-
um fyrir 1931, til eftirtaldra
manna:
1. Til Eggerts Stefánssonar
söngvara, 1000 kr. 2. Sigurðar
Skagfield Isöngvara', 800 kr. 3.
Snorra Arinbjarnarsonar listmál-
ara, 699 kr. 4. Theódórs Frið-
rigssonar rithöf., 600 kr.. 5. Da-
víðs Þorvaldssonar rithöf., 600 kr.
6. Friðriks Ásmundssonar Brekk-
an rithöf. 600 kr. 7. Guðm. Matt-
híassonar hljómlistarmanns, 600
kr. 8. Guðrúnar Skaftason píanó-
leikara, 600 kr. 9. Björns Snorra-
sonar söngvara, 600 kr. — Styrk-
urinn allur kr. 6,000, og umsókn-
ir bárust frá 26 manns. — Mgbl.
Tala hermanna í Evrópu
Af öllum Evrópuþjóðunum hef-
ir Rússland lang-flesta hermenn,
eða 1,200,000, Frakkland 650,700,
ftalía 638,300, Pólland 299,041,
Bretland 180,000, og Þýzkaland
með 100,000.
Samkomubann í
Reykjavík
Reykjavík, 24. febrúar.
f gær ákvað heilbrigðisstjórnin,
að vegna inflúensunnar, skyldi
öllum skólum í Reykjavík, nema
háskólanum, lokað, og að engar
samkomur megi halda, svo sem
guðsþjónustugerðir, dansleika,
kvikmyndasýningar, sjónleikasýn-
ingar, fundahöld, o. s. frv. Enn-
fremur er bannaður dans á veit-
ingahúsum, en þeim ekki lokað.
Allmargt vantaði af nemendum
í skólana í gær, þetta frá 25—33
af hundr., en það var ekki að
marka, því að foreldrar munu
ekki hafa þorað að senda börn
sín í skólana. Samkvæmt skyrslu
lækna, hafa hátt á þriðja hundr-
að manns sýkst af inflúensu vik-
una sem leið. Hefir hún því ekki
farið mjög ört yfir, og engir eru
taldir þungt haldnir, en yfirleitt
fá menn háan hita. Var það þv!
ekki beinlínis vegna þess, að veik-
in sé svæsin, eða fari ótt yfir, að
gripið var til þeirra ráða að banna
hér samkomur og mannamót, held-
ur vegna kuldans, því að af hon-
um gæti það stafað, að inflú-
ensan legðist þyngra á en ella.
Á sunnudaginn gat ekki heitið
að aðsókn að læknum né lyfjabúð-
um væri mikið meiri heldur en
venjulega, og næturverðir í lyfja-
búðunum sögðu, að á mánudags-
nótt hefði ekki ýkjamargir vakið
upp fram yfir það sem vant er.
Heilbrigðisnefndin sendi skeyti
út um land í gær, að þau heimili,
sem vildu einangra sig og reyna
að verjast inflenúsunni, mætti
gera það. — Mgbl.
Bær brennur.
23. febrúar.
Prestssetrið Skinnastaður í Ax-
arfirði brann til kaldra kola i
gærkvöldi. Fólk bjargaðist.
Síðar: Bærinn er gamall torf-
bær, bygður af séra Þorleifi
heitnum Jónssyni fyrir mörgum
árum, og voru húsakynnin orðin
léleg og lítt hæf til vetraríbflðar.
— Prestur á Skinnastað er nú
•séra Páll Þorleifsson, frá Hólum
í Hornafirði.
Innanstokksmunum bjargað að
miklu leyti. Eldurinn mun hafa
komið upp í baðstofu frá ofn-
pípu. Fólkið flutt unglinga-
skóla Axjarfjafðar. — Mgbl.
Eldsvoði í Hafnarfirði—
Þrír menn brenna inni
Að morgni dags, hinn 25. febrú-
ar s.l. brann stórt íbúðarhús i
Hafnarfirði. Þrjár manneskjur
fórust í eldinum, Elís G. Árna-
son, 74 ára að aldri; kona hans
Vilborg Vigfúsdóttir 66 ára og
sex ára gamall drengur, Dag-
bjartur Vigfússon. Það voru 12
fjölskyldur í húsinu og alls 36
íbúendur. Að undanteknum þeim,
sem hér eru taldir, slapp alt fólk-
ið óskemt úr eldinum nema ein
kona, Margrét Elísdótir, sem að
meiddist nokkuð, en þó ekki
hættulega. Engu varð bjargað
af húsmunum eða klæðnaði o'g
komst flestalt út á náttklæðum
einum. Fólkið, sem alt var fá-
tækt, misti þarna því alt það
litla, sem það átti. Tvö næstu hús
skemdust nokkuð. Eldurinn byrj-
aði á öðru gólfi og talið senni-
legt að steinolíu hafi verið helt
í ofn og orðið af sprenging —
ofninn sprungið og eldflóð um
alla stofuna á augabragði. Hús-
ið var við Hverfisgötu, nr. 21,
o'g var nefnt Siglufjarðai'hús. ,
Wilkins
býður Vilhjálmi Stefánssyni með
sér í kafbátsförina.
í “Berlingatíðindum” birtist
16. febrúar símskeyti frá frétta
ritara blaðsins í London og herm-
ir það frá því, að Wilkins hafi
boðið landa vorum, Vilhjálmi
Stefánssyni, að vera með sér í
kafbátsförinni 'undir norður-
skautsísinn. — Er nú ráðgert,
að lagt verði á stað í þá för
í byrjun maímánaðar. — Ekki er
þess getið, hvort Vilhjálmur hef-
ir þegið boðið. — Mgbl.
ELVSTEIN OG KVENEÓLKIÐ.
Sínum augurn lítur hver á silfriÖ.
segir máltækið. Hinn hálærði og
heimsfrægi vísindamaður Einstein,
er fann lögmálið, sem við hann er
kent, hefir lýst konunni á þá leið, að
hún sé sporöskjulagaður líkami,
gerður úr atómum, sem eru útgeisl-
uð úr nitholwöttum og snúist þau
með Idzols-hraða. Geta nú þeir,
sem ávarpa vilja kvenfólkið samkv.
nýjustu vísindalegum kenningum,
haft þessa skýringu Einsteins sér til
hliðsjónar. —Mbl.
Druknanir 1930
í skýrslu þeirri, er stjórn Slysa-
varnarfél. íslands lagði fyrir að-
alfund hinn 15. febrúar, er sagt
frá sjóskýrslum hér við land og
druknunum árið 1930.
Alls hafa druknað 72 menn, en
þar af voru 16 útlendir* (3 Þjóð-
verjar, 3 Englendingar, 1 Dani og
9 Færeyingar). Af hinum 56
innlendu mönnum, sem druknuðu
(þar með talinn einn Færeying-
ur, búsettur hér), fórust 18 með
togara (Apríl), 9 af vélbátum
stærri en 12 lesta, 11 af vélbát-
um minni en 12 lesta, 2 menn tók
stórsjór út af togara og einp féll
fyrir borð á togara. Einn féll út-
byrðis úr verzlunarskipi, fjórir
féllu út af brýggju, tveir drukn-
uðu í vötnum, sex fórust af róðr-
arbátum og tveir við bað.
Á þessu ári strönduðu 3 enskir
togarar hér við land og tveir
þýzkir, en einn íslenzkur togari
fórst. Eitt norlskt fiskveiðaskip
sökk, eitt danskt fiskiskip strand-
aði, eitt færeyskt fiskiskio strand-
aði og eitt íslenzkt línuveiða-
•skip. Þrír íslenzkir vélbátar yfir
12 smál. fórust og 3 rainni; þrír
vélbátar yfir 12 smál. og þrír
minni strönduðu og ónýttust.
—Auk þess strönduðu eða rak á
land: eitt íslenzkt verzlunarskip
(Ameta), sem seinna sökk með
þrjá Þjóðverja innanborðsl, sex
vélbátar, sem talið er að hægt sé
að gera við, og eitt línuveiða-
skip. — Einn vélbátur brann, en
talinn viðgerðarfær.
Það er ekki lítill skattur, sem
Ægir tekur af þjóðinni á hverju
ári. Sé miðað við fólksfjölda í
landinu, er skatturinn á þessu
ári eins og t. d. Bretar hefðu
mist 25,760, eða Þjóðverjar 39.000
menn. Seinasta árið, er brezkar
slysaskýrslur ná, druknuðu 20
menn þar við land. — Mgbl.
Frá íslandi
Dr Húnaþingi, 31. jan.
Verzlunarhorfur eru hér sem
víðar ekki bjartar. Ullin frá sumr-
inu óseld hér í vöruhúsunum og
gærusalan frá haustinu hin
hörmulegasta. Útlifið virðist því
benda alt á eina leið.
Vinnukreppan virðist fara sí-
vaxandi. Kaupkröfur samrýmast
ekki lengur sölu á afurðum, þótt
enn sé ekki komið í ljós að fullu
hvernig það mál ræðst.
Kirkjumálanefndin lauk fyrir
jólin þriðja fundi sínum. Kom
þá Runólfur bóndi Björnsson
norður eftir nokkra fjarVeru.
Hvort nefndin á að koma saman
oftar, hefir ekki frézt.
Viðtækjum fjölgar meir og meir.
Komu um -20 með Lagarfössi
seinast o'g seldust öll strax. Virð-
ist svo, að nú verði á stuttum
tíma um gerbreytingu að ræða á
hinum afskektu sveitaheimilum.
Fénaðarhöld hafa verið mis-
jöfn. Hefir borið á vanheilsu í
sauðfé, einkum í Nesjunum. —
Frézt hefir, að mest brögð sé að
þeim á Tjörn, þar dautt yfir fim-
tíu fjár. Víðar hefir veiki þess-
arar orðið vart þar, en færra
drepist. Á nokkrum bæjum hefir
veiki þessarar einnig orðið vart
í Miðfirði, en ekki mikil brölgð að
henni þar. Um meðöl og ráð mun
hafa verið leitað til Dungals
læknis.
Fasteignanefndin hafði lokið
störfum sínum fyrir áramótin og
lagði fram í hreppunum þ. 2. þ.
m. Eftir fréttum að dæma, hafa
jarðir hækkað nokkuð i verði, en
mjög misiafnt eftir atvikum, eft-
ir legu í héraðinu og eftir því
hvað unnið hefir verið til umbóta
síðastliðin tíu ár.
Þann 29. nóv. voru jarðirnar
Skúfarnir og Kirkjubær í Norð-
urárdal í Vindhælingahreppi seld-
ar á 8,000 kr. Var fasteignamats-
verð allra þessára jarða 7,200
kr. Enn fremur hefir frézt, að
Rafnsstaðir í Laxárdal hafi ver-
i seldir á 5,000 kr., sem er sama
og fasteignamatsverðið frá 1922.
Nokkrar jarðir hafa verið aug-
lýstar til sölu, þar á meðal Leys-
ingjastaðir í Þingi. — Mgbl.
Reykjavk, 21. febrúar.
Fiskafli á öllu landinu, frá ára-
mótum fram að 15. febrúar, var
7,727 skpd., en var á sama tíma í
fyrra 13,466 skpd. Engin skip,
hvorki togahar né línuveiðarar,
hafa lagt saltfisk á land við
Faxaflóa á þessum tíma í ár, og
enginn saltfiskur er kominn á
land í Vestmannaeyjum. Á Sandi
og ólafsvk hefir verið ágætur
afli, það sem af er þessu ári. —
Mgbl.