Lögberg - 13.08.1931, Qupperneq 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST 1931.
Högljerg:
Gefið út hvem fimtudag af
TEE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 ög 86 328
BJARNI JÓNASSON
frá Asi í Vatnsdal
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð S3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "LfigberR” ia printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Þjóðminningardagar
Þó harðara sé nú í ári vestan hafs, en venja
er til, þá er síður en svo, að slíkt hafi að nokkru
leyti dreg'ið úr áhuga fólks vors fyrir því, að
minnast uppruna og ættar með venjulegum
hátíðarhöldum, nema betur sé.
íslands, og íslenzkra þjóðkosta, hefir fyrir
skömmu verið minst í Minneota, norður við
Hnausa, vestur í Wynyard og Churchbridge,
suður í Chicago, vestur á Kyrrahafsströnd, og|
nú seinast hér í Winnipeg. Með því að minn-
ingarhátíðin á hinum síðastnefnda stað, var sú
eina, er vér að þessu sinni höfðum tök á að
satkja, skal hennar nú að nokkru minst.
Upprunalega hafði forstöðunefndin komið
sér niður á það, að þjóðminningarhátíðin
skyldi haldin í River Park laugardaginn þann
1. þ. m.; af þessu varð þó ekki, með því að
veðraguðinn tók fram fyrir hendur nefndar-
innar, og blessaði landið með steypiregni, frá
morgni til kvölds; tókust þá þau ráð, að fresta
skyldi hátíðinni um viku. Og svo rann næsti'
laugardagur upp, þung'búinn á svip, með regn-
skúr um brjóst og enni. Auglvst hafði verið,j
að í því falli að um regn væri að ræða, vrðij
hátíðin haldin í höll einni mikilli og rúmgóðri
í River Park, og varð það að ráði. Ræðupall-
urinn hafði verið jafnaður við jörðu; það gerðu
niðurrifsmenn í rigningunni um morguninn.
Klukkan laust eftir þrjú, setti forsetinn,
séra Rúnólfur Marteinsson, hátíðina, og bað
Fjallkonuna, eftir að sungnir höfðu verið þjóð-
söngvar Canada og Islands, að flytja ávarp
sitt; reis þá úr hásæti drotning dagsins, frú
Sigrfður Björnson, og fluti kveðju íslenzku
þjóðarinnar; tókst henni að öllu prýðilega til
um hlutverk sitt. Forseti flutti sköruleg inn-
gangsorð, 0g stjórnaði skemtiskrá til enda með
hinni mestu röggsemi.
Dr. J. T. Thorson mintist Canada í snjallrij
ræðu, fluttri á íslenzku; en þótt íslenzkan séj
honum ekki sem tömust, flutti hann þó mál sitt
vel og skipulega. Kvæði fyrir minni Canada,
flutti Þ. Þ. Þorsteinsson.
Svo hafði verið til jptlast, að þeir Dr. Jónl
Arnason frá Seattle, og séra Friðrik A. Frið-
riksson frá Blaine, flyttu ræður á hátíðinni;
báðir komu þeir hingað í tæka tíð, en hvorugur
þeirra mátti við því sökum anna, að dvelja hér
þann vikhtíma, er fre^tun líátíðarinnar hafði
í för með sér. Vestur-íslendinga minni það,
er séra Friðriki hafði verið ætlað að flytja, féll
úr sögunni, en Dr. Sig. Júl. Jóhannesson tók
að sér, að minnast íslands, í stað Dr. Jóns
Arnasonar; er Dr. Jóhannesson flestum ís-
lenzkum ræðumönnum hraðmælskari; bar ræða
hans órækan vott um það; en einhvem veginnj
gátum vér ekki varist þeirrar hugsunar, að!
hún væri nokkuð laus í sér með köflum.
Kvæði fyrir minni Islands eftir sjálfan sig, I
las séra Jóhann Sólmundsson upp. Dr. Jó-j
hannesson fluti einnig kvæði fyrir minni Vest-j
ur-íslendinga.
Það er ekki heiglum hent, að minnast Is-
lands, Canada og Vestur-fslendinga ár eftir
ár í ljóði, þannig, að nokkur verulegur veigur
sé í; kvæði þeirra Þ. Þ. Þorsteinssonar, og Dr.
Sig. Júl. Jóhannessonar, voru bæði góð, —
langtum betri, en alment gerist; þriðja kvæð-
ið var auðsjáanlega fr<'mur samið af vilja, en
mætti, og hefði, að því er oss finst, fremur átt
að hafa verið óort.
Karlakór íslendinga í Winnipeg, eða rétt-
ara sagt, nokkur hluti af honum, skemti með
söng ávalt öðru hvoru; ef ráða má af lófa-
klappinu, mun fólk hafa notið drjúgrar ánægju
af söngnum. Mr. Paul Bardal stýrði flokknum.
Að öllu athuguðu, verður ekki annað með
réttu sagt, en að prýðilega tækist til um þenna
þjóðminningardag, þó aðsókn yrði af skiljan-
legum ástæðum nokkru minni, sökum frestun-
arinnar, en ella mvndi verið hafa.
Að kveldinu var víðvarpað íslenzkum hljóm-
plötusöngvum, auk þess sem frú Sigríður Hall
söng yfir víðvarpið nokkur íslenzk lög; segja
þeir, er á hlýddu, að hvorttveggja hafi tekist
mæta vel og vakið mikla unun.
Stiginn var dans að kvöldi í Goodtemplara-
húsinu, við afarmikla aðsókn, fram um mið-
nætti.
Það má ekki minna vera, en íslendingarj
vestan hafs komi saman einu sinni á ári, til;
þess að minnast feðralands síns og þjóðar; !
geri það myndarlega og skemti sér vel.
Þess má geta, að upp úr hádegi birti til
og gerði einmuna blíðu, er hélzt allan daginn.
Þess vegna hefði hátíðin engu síður mátt hald-
ast undir beru lofti, en innan fjögra veggja.
Hann andaðist að heimili dóttur sinnar
0g tengdasonar, Mr. og Mrs. H. T. Halvor-
son, í borginni Regina, í Saskatchewan-
fylki, að áliðnu síðasta hausti. Var þess
þá getið, að hans yrði að nokkuru minst
síðar, frekar en þá var gert, því um lát hans
var þá getið með aðeins örfáum línum.
Bjarni var merkur maður o!g að ýmsu
mikilhæfur. Er hér því tilraun gerð, að
minnast he^lztu æfiatriða hans, eftir því
sem þekking min nær til og heimildir á-
byggilegar eru fyrir hendi.
Um foreldra Bjarna og ættir þeirra er
sjálfsagt ýmsum eldri Húnvetningum að
einhverju leyti kunnugt. Bjarni var sjálfur
ættfróður maður. Og þar sem telja má
senni'legt, að Thorstína Jackson (nú Mrs.
Emile Waltersji, hafi farið eftir góðum
heimildum, er hún minnist á það atriði í
landnámssögu sinni, ef til vill haft þær upp-
lýsingar frá Bjarna sjálfum, þó hún svo
hafi sjálf fært það í stílinn á eftir, þá set
eg orðrétt hér, það sem hún segir um það
efni:
“Bjarni Jónasson er fæddur 21. júlí 1848,
á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, í Húnavatns-
sýslu. Faðir hans var Jónas Guðmundsson,
Halldórsonar bónda í Ási. Kona Halldórs
í Ási var Halldóra Bjarnadóttir, Bjarnason-
ar bónda í Svínadaí. Hún var skáldmælt
og vel að sér ger. Þau Halldór og Halldóra
í Ási, voru sögð stór-efnuð og bjuggu þar í
50 ár, allan sinn búskap. Móðir Bjarna
Jónassonar var Sigurlaug Jónsdóttir, bónda
og hreppstjóra á Kornsá í Vatnsdal, Jóns-
sonar, Pálssonar stórbónda í Hvammi í
Vatnsdail. Kona Jóns á Kornsá, var Sig-
ríður Bjarnadóttir, prests á Mælifelli í
Skagafirði, er þjónaði þar um 40 ár og var
þrígiftur og 19 barna faðir, hvar af átta
urðu prestar og prestskonur og eru miklar
ættir frá honum komnar; hann var talinn
merkur prestur.”
Ekki var mér það áður kunnugt, að þau
Jónas og Sigurlaug, foreldrar Bjarna, hefðu
búið á Guðrúnarstöðum, en svo lítur þó út
að verið hafi. Þó híýtur það að hafa verið
mjög snemma á tíð, að þau fluttu að Ási,
föðuríeifð Jónasar, þvi að við þann bæ voru
allar bernskuminningar Bjarna tengdar.
Systkini Jónasar í Ási, þau er eg kann
að nafngreina, voru séra Guðmundur, prest-
ur á Staðarhrauni og í Nesþingum vestra;
Björn, bóndi á Geithömrum í Svínadal,
Hjálmar 0 g Halldóra. Sonur séra Guð-
mundar er Bjarni Dalsted, að Svold í Da-
kota. Björn var faðir séra Jónasar á Ríp
og Steindórs, er druknuðu í Héraðsvötnum
í Skagafirði, í desember 1871. Einn af son-
um Björns var Björn, er bjó í Valdarási í
Viðidal, flutti hingað vestur, tók upp nafn-
ið Byron, sem ættarnafn, og lézt í Winnipeg
ekki fyrir lönlgu síðan.
Bróðir Sigurlaugar í Ási var séra Jón
Jónsson, prestur í Otradal. Dóttir hans
var Guðrún, kona Páls bónda Ólafssonar á
Akri í Húnavatnssýslu. Þeirra son var
séra Bjarni Pálsson, prófastur í Steinnesi,
merkisprestur, látinn fyrir örfáum árum.
Sonur séra Jóns í Otradal, var Jón bóndi
á Litlu Giljá í Þingi. Börn "hans, á lífi hér
vestra, ,þau er mér er kunnugt um, eru
Ingibjörg kona Klemens Jónassonar í Se>l-
kirk; EHsabet, kona Steingríms bónda Sig-
urðssonar í Víði, og Páll raffræðingur Jóns-
son í Winnipeg.
Þau Jónas og Sigurlaug í Ási bjuggu
góðu búi. Börn þeirra, er upp komust,
voru Guðmundur, Bogi, Halldóra og Bjarni,
hér talin eftir aldri. — Sigunlaug mun hafa
andast haustið 1879. Hún var frábær mynd-
arkona og atgerfis. Var talin afbragðs bú-
kona. Bjarni, er var yngstur af börnun-
um, var augasteinn móður sinnar. Mintist
Bjarni og hennar ávalt með elsku og lotn-
ing alla æfi. —
'Eftir að Jónas í Ási varð ekkjumaður,
bjó Guðmundur sonur hans þar í sambýli
við hann í mörg ár. Hann átti fyrir konu
Ingibjörgu Markúsdóttur, myndarlega konu
og væna. Þau áttu eina dóttur barna, er
Sigurlaug heitir. Hún er gift Guðmundi
bónda ólafssyni í Ási, alþingismanni Aust-
ur-Húnvetnin'ga.
Bogi átti fyrir konu Þorbjörgu Stein-
grímsdóttur frá Brúsastöðum í Vatnsdal,
var þriðji maður hennar. Hún var greind
kona og skáldmælt. Sonur Þorbjargar og
fyrsta manns hennar, var Jón sál. Good-
man, málari í Winnipeg. Annar sonur Þor-
bjargar, olg albróðir Jóns, var Steingrímur
faðir frú Þorbjargar, konu séra Páls Sigurðs-
sonar, er prestur var á Garðar, en er nú
prestur í Bolungarvík á íslandi. — Þau Bogi
og Þorbjörg eignuðust eina dóttur, er Rann-
veig heitir, nú gift kona í Pembina í Dakota.
Halldóra Jónasdóttir átti fyrir mann
Halldór Þorláksson, prests Stefánssonar, frá
Undirfölli í Vatnsdal. Þau börn séra Þor-
láks voru mörg, tólf er upp komust, tvær
dætur og tíu synir. Urðu þrír synir hans
prestar, séra Jón á Tjörn, séra Lárus Ólaf-
ur í Mýrdalsþingum, og séra Arnór prestur
á Hesti í Borgarfirði. Sumir hinna bræðr-
anna urðu og vel kunnir menn, svo sem
Þorlákur hreppstjóri í Vesturhópshólum,
faðir Jóns fyrrum ráðherra; Böðvar sýslu-
skrifari og póstafgreiðslumaður á Blöndu-
ósi; Þórarinn listmálari, og Björn bóndi í
Munaðarnesi, hinn mesti þjóðhagi, er byrj-
aði tóvinnuiðnaðinn að Álafossi í Mosfells-
sveit.
Þau Halldór Þorláksson og Halldóra Jón-
asdóttir, frá Ási, byrjuðu búskap í Víðidals-
tunigu vorið 1880. Fluttu þaðan næsta ár
að Grímstungu 1 Vatnsdal, og svo þaðan
aftur, að Hofi, í sömu sveit, vorið 1886.
Þar andaðist Halldór næsta vetur. 34 ára
gamal'I. Hann var maður vel gefinn, greind-
ur, söngelskur, skemtilegur og drengur góð-
ur. Halldóra kona hans var álitin fríð-
Ieikskona, með frábærlega mikið og fagurt
hár, fremur vel greind, glaðlynd, hafði góða
söngrödd og var söngelsk sem maður henn-
ar. Hjónaband þeirra var hið ástúðlegasta.
Eftir lát manns síns flutti Halldóra vestur
um haf, með þrjár ungar dætur þeirra
hjóna, er hétu Soffía, Sigurbjörg og Sig-
urlaug. Misti hún yngstu dótturina í Win-
nipeg þá nýkomin að heiman. Fór hún þá
með hinar tvær dæturnar til Bjarna bróður
síns, er þá var bóndi í Hallsons-bygð í
Dakota. Var hún þar af og til í nokkur ár.
Síðar flutti hún með Soffíu dóttur sinni til
Winnipeg og andaðist þar á vegum hennar,
sumarið 1901. Hafði Sigurbjörg dóttir
hennar andast þá fyrir nokkurum árum.
Báðar voru þær dætur Halldóru greindar
stúlkur og fallegar. —
Jónas bóndi Guðmundsson í Ási náði
háum aldri, varð um það níræður. Hann
var frílega meðalmaður á hæð, en rekinn
saman og afarmenni að burðum. Allir voru
þeir synir hans karlmenskumenn, Guðmund-
ur, Bogi og Bjarni. Mest heyrði ég þó tal-
að um afl Boga, er talinn var hið mesta helj-
armenni, svo að fáir eða engir þyrftu við
hann að reyna. Hann var smiður góður,
hægur í lund o!g góðsamur. Báðir eru þeir
bræður, Guðmundur og Bogi, nú látnir fyr-
ir mörgum árum.
Bjarni Jónasson frá Ási var tvígiftur.
Fyrri kona hans var Björg Jónsdóttir, frá
Háfagerði á Skagaströnd, væn kona og
myndarleg, ein af hinum mörgu Háfagerðis
systkinum, er flest voru atgerfisfólk. Þau
hjón reistu bú að Hofi í Vatnsdal, hinni
merkustu landnámsjörð Vatnsdæla, þar sem
bjó Ingimundur hinn gamli, einn af hinum
göfugustu mönnum í landnámssögu íslands.
Bú þeirra Hofshjóna blómgaðist skjótt og
var Bjariý talinn einhver mesti uppgangs-
maður í Vatnsdal, árin sem hann var bóndi
á Hofi.
Þau Bjarni og Björg eignuðust eina dótt-
ur, er Halldóra heitir. Er hún fyrir löngu
orðin þjóðkunn merkisstúlka. Hefir haft á
hendi ritstjórn við kvennablaðið “Hlín”. Mun
það vera nokkurn veginn rétt, að Halldóra
Bjarnadóttir sé nú með hinum fremstú kon-
um íslenzkum, er vinna að ýmsum nytsöm-
um og þjóðlegum framförum þar heima á
ættjörðinni.
Þegar Bjarni Jónasson bjó á Hofi, mun
hann hafa verið talinn með hinum glæsi-
legustu yngri bændum þar í sveit. Hann var
þá upp á sitt hið bezta, hár maður vexti,
hinn myndarlegasti á velli, fremur glað-
legur í viðmóti og bar það með sér, að hann
væri maður vel greindur, þó fremur væri
du'lur í skapi. Á þeim árum var brenni-
vínsöld mikil. Þótti þá varla nokkur geta
heitið maður með mönnum, nema harin gæti
tekið sér duglega í staupinu. Inn í þann
straum lenti Bjarni aldrei. Hann var hinn
strangasti reglumaður. Hélt hann þeirrri
stefnu alla æfi.
Fjallgöngur í Vatnsdal, eins og í Víði-
dal, eru býsna erfiðar. Stór heiðarflæmi að
smala. Er það gert með heilmiklum mann-
söfnuði og gengur í smölunina og réttirnar
næstum heil vika. Ef eg man rétt, var liðs-
safnaður þeirra Vatnsdæla og Sveinsstaða-
hreppsmanna, er voru í samvinnu, um fjöru-
tíu manns. Liðssafnaður Víðdælinga eitt-
hvað svipaður. Fyrir liði Víðdælinga réði,
í fjölda mörg ár, faðir minn, Bjarni bóndi
Helgason á Hrappsstöðum. Þótti mér það
aH-einkennilegt, er eg fyrst man eftir, að
foringi Vatnsdælinga hét líka Bjarni, en
það var Bjarni Jónasson, þá bóndi á Hofi.
Voru þeir nafnar vel kunnugir og fór vel á
með þeim. Er talsvert samband með báð-
um flokkum leitarmanna og samvinna nokk-
ur fyrri part gangnanna. Þegar Bjarni
hætti að búa á Hofi og fór af landi burt,
varð Guðmundur bróðir hans foringi Vatns-
dæla og var það í allmög ár. — Minnist eg
nú þess, að okkur drengjum þótti á þeirri
tíð, að það vera eigi smáræðis virðingar-
staða, að vera foringi í göngum, stjórna stór-
um hóp leitarmanna, segja fyrir um tilhög-
un gangna, er stóðu yfir meiri hluta úr viku,
og koma með margar þúsundir af drifhvítu
fé af heiðum ofan niður í sveit. Og víst er
um það, að til foringjastöðunnar voru þeir
einir valdir, sem voru á sinn hátt hæfir
menn. Þeir urðu, til að byrja með, ^ð þekkja
starfið út í yztu æsar, helzt að vera röskir
menn, vandilátir við menn sína, að vel væri
gert, og þar að auki hæfir til að hafa manna-
forráð, svo að skipunum og fyrirsögnum
væri vandlelga hlýtt.
Þegar Bjarni Jónasson flutti vestur um
haf, árið 1883, settist hann að í íslenzku
bygðinni stóru í Dakota. Mun hann fyrst
hafa unnið daglaunavinnu, eins og gerist^
en keypti síðan allgóða bújörð, skamt norð-
ur af Hallson, og bjó þar í mörg ár. Kynt-
ist hann um það leyti fremur ungri ekkju,
myndarlegri konu og vænni, Þórunni Magn-
úsdóttur, frá Steiná í Svartárdal í Húna-
vatnssýslu, og varð hún síðari kona Bjarna.
Fyrri maður Þórunnar var Jón Þorsteins-
son frá Gilhalga í Skagafirði. Höfðu þau
búið í Gilhaga, er var föðurleifð Jóns. Hann
var mætur maður og þjóðhagasmiður. Misti
Þórunn hann eftir fárra ára ástríka sambúð.
Stóð hún þá ein uppi með tvö kornung börn.
Fluttist húú þá vestur um haf. Er nú lif-
andi frá fyrra hjónabandi Þórunnar einn
sonur, er Magnús heitir, bóndi nálægt Gull
Lake, Sask., myndarmaður og smiður góð-
ur. — Jón Þorsteinsson var bróðir Sæunnar
konu Jóns bónda Gíslasonar í Flatatungu í
Skagafirði. Voru þau talin ágætis hjón. Er
mér sagt, að margir hafi minst viðtakanna
í Flatatungu, er þeir náðu þar gisting, ferð-
lúnir og illa til reika. Þau hjón, Jón Gísla-
son og Sæunn Þorsteinsdóttir, bjuggu í Da-
kotabygðinni í mörg ár. Mun Jón hafa and-
ast þar, en Sæunn þá, eða nokkru síðar, hafa
fluzt til barna sinna að Brown hér í fylki.
Sonur þeirra hjóna er Þorsteinn Gíslason,
fyrrum kaupmaður að Brown, og dóttir
þeirra var Anna (nú dáin), kona Jóns S.
Gillies, sveitarráðsoddvita, sama staðar.
Hve mörg þau systkini voru alls, er mér
því miður, ekki kunnugt, en eitt þeirra er
dr. G. J. Gíslason, í Grand Forks í Dakota.
Þórunn Ðlísabet Magnúsdóttir, eins og
hún heitir fullu nafni, seinni kona Bjarna
Jónassonar, frá Ási, er systir séra Jóns
sál. Magnússonar föður Magnúsar guðfræð-
isprófessors og alþingismanns Jónssonar, í
Reykjávik. Þau Steinársystkin voru öH vel
gefin. Þrjú af þeim fluttust hingað vestur,
séra Jón, er þó hvarf heim aftur, Þórunn,
og Rut, er átti fyrir mann Sigurð Sölvason,
frá Löngumýri, ágæt kona, dáin fyrir nokk-
uru, í hárri elli, hér vestra. Var að mestu,
eftir að hún varð ekkja, á vegum Þórunnar
systur sinnar og dætra hennar. Var mjög
kært með þeim systrum og innilegt, þó Rut
væri æði mikið eldri en Þórunn.
Eftir að Bjarni o'g Þórunn fóru að búa
£ landi sínu, fyrir norðan Hallson, mátti
heita að búskapurinn gengi vel. Bjarni var
hinn sami hagsýni, duglegi bóndi, sem hann
hafði verið á íslandi, þó umhverfi væri a'lt
annað og búskaparaðferð önnur. Hygg-
indin og sú útsjón, er hann hafði stuðst við,
sem uppgangsbóndi 1 Vatsndalnum. kom nú
hvorttveggja honum aftur að liði. Þórunn
húsfreyja stóð o’g í sinni stöðu hið bezta.
Mun hagur þeirra hjóna hafa staðið fremur
með blóma, er þau seldu bújörð sína, árið
1911, og fluttu alfarin norður til Oanada. |
Á þeim árum, er þau Bjarni og Þórunn •
bjuggu þarna í grend við Hallson, tóku þau |
hjón drjúgan þátt í safnaðarmálum þar í
bygð. Mun Bjarni hafa verið einn af þeim,
er bezt gengu fram í því að Hallson-kirkja
var bygð. Var hann á þeim árum í stjórn
safnaðarins og stundum kirkjuþingsmaður.
Þá var prestur þar í býgðinni séra Jónas A.
Sigurðsson, er þjónaði Halllson-söfnuði,
ásamt öðrum söfnuðum í nálægum bygðum.
Þegar til Canada kom, árið 1911, náði
Bjarni í heimilisréttarland all-skamt frá
bænum Gull Lake, í Saskatchewan. Ekki
voru þar márgir íslendingar, en þó fáeinir;
þar á meðal þau hjón, Jóhann Stefánsson og
Ingibjörg Friðriksdóttir, frá Enniskoti í
Víðidal. Eru þau nú bæði látin.
Höfðu þau hjón áður búið í Dakota-
bygðinni, ekki langt frá bústað þeirra Bjarna
og Þórunnar. Hafði því fólki verið vel til
vina þar syðra, og hélzt sú vinátta nú stöð-
u!g, eða fór öllu heldur fremur vaxandi.
Þá er þau Bjarni og Þórunn höfðu búið
um nokkurra ára skeið þar í Gull Lake-bygð,
fór Bjarni, er nú var farinn að eldast, að
þreytast á búskapnum. Seldu þau þá jörð
sína og bú og fluttu alfarin þaðan í burtu.
Börn þeirra Bjarna og Þórunnar urðu
fimm alls. Tvö þeirra dóu ung, Rut Ha'lldóra
og Konráð. Þrjár dætur eru á lífi, Sigur-
laug, Rannveig Ingibjörg og Sigurjóna.
Þær eru allar ágætum hæfileikum búnar og
hinar myndarlegustu.
Sigurlaug náði góðri skólamentun, stund-
aði kenslustörf í nokkur ár, lærði síðan
skrifstofustörf og varð prýðilega fær í
hraðritun. Gaf hún sig við þeim störfum um
nokkurt skeið. Hún er nú gift kona nálægt
bænum Shaunavon, 1 Saskatchewan. Mað-
ur hennar heitir Horace Hackett og er af
hérlendum ættum. Búa þau fyrirmyndarbúi.
Þau eiga eina dóttur barna.
Rannveig Ingibjörg náði einnig góðri
skólamentun 0g hafði leyfi til að kenna í
alþýðuskólum, bæði í Bandaríkjum og Can-
ada. Hún á fyrir mann Sigurð Sölvason,
verkfræðing, uppeldisson Sigurðar Sölva-
sonar og Rutar, systur Þórunnar. Þau hjón
eiga fjögur börn á lífi. Búa í bænum Inter-
national Falls í Minnesota.
Sigurjóna lagði stund á verzlunarskóla-
mentun og varð, að sögn, frábærlega vel að
sér í þeirri grein. Var hún um eitt skeið fé-
hirðir fyrir bæjarráðið í Selkirk og þótti
leysa það starf ágætlega af hendi. Er mér
sagt, að hún sé’eina stúlkan, er nokkurn tíma
hafi skipað þá ábyrgðarstöðu. Mun hún,
að eg hygg, hafa verið í því embætti, er hún
giftist. Maður hennar er H. T. Halvorson,
af norskum ættum, áður fyrrum fylkisþing-
maður í Saskatchewan-þinginu. Þau hjón
eiga tvær dætur og eru búsett í borginni
Regina.
Á þeim árum, er Sigurjóna átti heima í
Selkirk, var hún venjulega bara nefnd Jóna.
Munu sumir ekki hafa vitað, að hún héti
lengra nafni. Jóna Jónasson, var hún þá
æfinlega nefnd. Var hún þá mikið starf-
andi í íslenzka söfnuðinum þar í bæ og var
stundum meðal fulltrúa Selkirk-safnaðar á
kirkjujþingum.
Eftir að þau Bjarni og Þórunn létu af
búskap í Gull Lake-bygð, fluttu þau til Sel-
kirk og áttu þar heima í nokkur ár. Var
Jóna þá enn ógift, og sá hún til með þeim.
Hinar dæturnar þá giftar fyrir nokkurum
árum. En svo giftist Jóna einnig, og flutt-
ist til Saskatchewan. Var Bjarni þá ýmist
eftir það þar vestra, hjá konu sinni og dætr-
um, eða þá hér í Manitoba. Um tíma var
hann í Árborig, hjá fornvinum sínum, Stef-
áni bónda Guðmundssyni og Guðrúnu Benja-
mínsdóttur, frá Ægissíðu. Litlu eftir það
flutti hann til Betel, og var hann þar í
nokkura mánuði. Hafði hann enn nokkur
efni og gat borgað fyrir það sem hann þurfti.
Leið honum að ýmsu leyti fremur vel, heils-
an yfirleitt góð, nema að sjónin var að smá-
dofna. Bæði kona Bjarna og dætur þeirra
vildu hafa hann hjá sér. En þar átti hann
bágt með að una. Heimilislífið var óíslenzkt.
Alt umhverfi einnlg óíslenzkt, eða„öllu held-
ur alenskt. En Bjarni var mikill íslending-
ur, unni íslenzkri tungu, íslenzkum fræðum,
íslenzku félagslífi o!g íslenzkri kirkju. Sagði
hann mér, sem eg og vissi, að ómögulegt
væri, að nokkur börn !gætu verið foreldrum
betri, en allar dæturnar væru sér. En það
var ekki nóg. í nágrenninu voru engir ís-
lendingar, engir fróðir nábúar, er hægt væri
að heimasækja og rabba við. Engir íslenzkir
mannfundir, engar íslenzkar messur. I ensku
gat Bjarni talsvert bjargað sér, en á þvi
máli hafði hann engar verulegar mætur.
Hann var alt of mikill íslendingur til þess.
öllu, sem var íslenzkt og þjóðlegt, unni
hann af hjarta. Var fróður í sögu lands og
þjóðar. Fylgdist með öllu, er var að gerast,
bæði heima á íslandi og eins hér vestra.
Dætrum sínum öllum unni hann heitt.
Gladdist hann yfir láni þeirra o'g frama,
bæði þeirrar, sem er heima á íslandi og eins
hinna, sem búsettar eru hér vestra. Þa§
eina, sem á vantaði, var, að dæturnar ættu
heima í íslenzkum bæjum eða bygðum, þar
sem væri íslenzkt andrúmsloft og íslenzk
kirkja. En hvað um það, Bjarni var æfin-
lega þakklátur fyrlr dæturnar vænu og
myndarlegu, sem Drottinn hafði gefið
honum.
Á forna vináttu var Bjarni fastheldinn
og geyminn. Mintist hann oft fornra góð-
vina og gleymdi þeim aldrei. Þegar hann
var að Betel, mintist hann einkum tveggja
vina sinna, er sig hefði langað til að sjá.
Það voru þeir Friðrik Stefánsson í Gull
Lake og Björn bóndi Stefánsson í Piney.
Var eg á þeirri tíð talsvert á ferð út um
bygðir íslendinga, í messu-erindum, og þar
á meðal stundum í Piney. Bað Bjarni mig
þá venjulega fyrir kveðju tiil Björns, er eg
kæmi í þá bygð.
Að ýmsu leyti má segja, að Bjarni Jón-
asson væri hæfileikamaður. Hugsunin var
venjule'ga skýr og glögg. Hann var fróður
um margt og var stálminnugur. í ættfræði
var hann miklu betur heima, en alment ger-
ist. Fyrir læknisdóma var hann mjög hneigð-
ur og hafði miklar mætur á efnafræði. Má
óhætt ætla, að hann hefði getað orðið á-
gætur í þessum fræðum, ef hann hefði ver-
ið settur til menta. Þegar hann var bóndi
í Vatnsdatlnum, var hann stundum beðinn
að vera hjá konum við barnsfæðing og lukk-
aðist honum það ágætle!ga. Mun hann hafa
1-agt það niður, er hann fór af landi burt.
En hefði hann búið áfram á íslandi, má víst
telja, að hann hefði haldið þessu starfi á-
fram og þá sennilega orðið snillingur í
þessari grein.
Seinasta árið, sem Bjarni lifði, var heilsa
hans óðum á förum. Sjónin var svo farin,
að hann gat ekki ilesið. Komu þá kona hans
og Jóna dóttir þeirra til að sækja hann og
fara með hann til heimilis þeirra í Regina.
í bili var hann þá ekki svo hress, að hann
væri ferðafær. Beið þá Þórunn þess, að
hann yrði ferðafær, sem 0g varð skömmu
síðar, og fylgdist hann þá með konu sinni
til Jónu dóttur þeirra og manns hennar í
Regina.
Fyrstu þrjá mánuðina þar vestra, var
Bjarni all-hress. En svo fór heilsu hans aft-
ur að hnigna og tvo síðustu mánuðina lá
hann alveg rúmfastur. Naut hann hinnar
ágætustu hjúkrunar hjá konu sinni og dætr-
um þeirra. Ferðalokunum, er sýni'lega voru
nú fyrir hendi, tók Bjarni hið bezta. Var
sí og æ stiltur og rólegur, ljúfur o'g þýður í
orði og viðmóti, alla banaleguna í gegn.
Hann andaðist sunnudaginn þ. 23. nóv.
1930, nokkuð á þriðja ári yfir áttrætt.
Hvíla nú bein Bjarna Jónassonar, frá
Ási, í grafreit Regina borgar. Hann var
jarðsunginn af séra Jónasi A. Sigurðssyni,
fyrrum sóknarpresti þeirra hjóna, en með
honum við útföina var séra H. Joyce, prest-
ur St. Andrews kirkjunnar í Relgina. Lýkur
þar æfi mikilhæfs manns, íslenzka bóndans,
er búið hafði fyrirmyndarbúi í einni af hin-
um fegurstu sveitum íslands, en síðan átt
drjúgan og merkilegan þátt í íslenzku frum-
byggjallífi hér vestra.
Jóhann Bjarnason.