Lögberg


Lögberg - 13.08.1931, Qupperneq 3

Lögberg - 13.08.1931, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST 1931. Bls. 3. Afnám pósthúsa Fyrir nokkrum dögum frétti e'g, að stjórnin hefði ákveðið að leggja niður “Framnes pósthús- ið’’ hér í Bigröst-sveit, frá 1. ágúst, eða með öðrum orðum, að það væri lagt niður í dag. Bif- röst pósthúsið austur af Árborg var lagt niður fyrir fáum árum, og s.l. vor var Marvin pósthús lagt niður, sex mílur suðvestur af Víðir. — Framnes pósthúsið hefir verið starfrækt af ísilend- ingum nú um 30 ár, og nú látið hætta. Hver er ástæðan fyrir því, að pósthúsin eru lögð niður hvert af öðru inni í þéttbygðum héruð- um? Stjórnin leggur algerlega áherzluna á frímerkjasöluna í pósthúsinu. Nái hún ekki vissri dollara upphæð á ári (í kring um $35.00 á ári), er pósthúsið lagt niður. Nú vita allir, að fólk skrifar eins mikið eða meira en það gerði hér fyrr um, sendir meiri peningasendingar tiil verzl- unarfélaga, en það gerði á með- an pósthúsin stóðu sig vel; samt fer frímerkjasalan alt af mink- andi, í pósthúsunum út um bylgð- irnar. Hver er ástæðan? Hún er þessi: Að fólk má aldrei hafa fyrirliggjnadi frímerki á heimil- unum, heldur þarf að kaupa frí- merki á hvert bréf um leið og það e'' skrifað. Svo á það ferð í bæ- inn. Ekur svo í hundruðum til- fella fram hjá sínu eigin póst- húsi með bréfin, tiil að kaupa frímerki á þau í þorpinu eða bæn- um; jafnvel sumir ganga svo langt til að fá sitt eigið pósthús lagt niður, að þeir biðja póst- meistarann hér í Víðir, þegar hann er á leið með póstinn til Árborgar, að taka af sér ófrí- merkt bréf og kaupa á þau frí- merki í þorpinu, afgan'ginn af peningunum geti hann skilið eft- ir þar á pósthúsinu, því það kaupi þar frímerki seinna fyrir þá. Sumir eru svo aðdáanlega utan við sig, að þeir halda að ómögu- legt sé að geyma frímerki á heim- ilunum á annan hátt en setja þau í bækur, og þess þykkri og stærri sem bókin væri, þess betur var álitið að þau geymdust; en af- leiðingin af þessari ágætis- geymslu varð sú, að frímerkin límdust í bókina og sátu þar. Þá var hætt að kaupa frímerki öðru vísi en á hvert bréf um leið og skrifað var. Eins er með pantanirnar til verzlunarfélaganna; þær má sjaldan senda með ábyrgðarbréfi frá þeirra eigin pósthúsi, sem eykur frímerkjasöluna mikið, ef svo væri gjört. Nú er eins ódýrt að senda peninga í ábyrgðarbréfi, eins og að kaupa ávísun í stærri pósthúsunum. En það er svo mikið meira í munni að kaupa það í bænum, og svo er það gert, og svo er þessi sterka löngun hjá íslendingum, að hlynna alt af meira að þeim, sem fjarst er, en gan!ga fra mhjá þeim, sem næstir eru. Pósthúshaldarinn hefir dá- litlar prcentur af frímerkjasöl- ur.ni, og sá sem hefir pósthúsið í hverri bygð og alla snúninga við það og er nágranni allra þeirra, sem hafa pósthúsið, hann má ekki fá prócenturnar af frímerkjasöl- unni, en hinn, sem býr nógu langt í burtu, hann er velkominn að þeim. O. jæja, svo er nú það. Víðir P. O. verður nú líklelga næsta pósthúsið, sem lagt verður niður, enda hafa bygðarbúar ó- beinlínis unnið að því og svo yrði, síðan þorpið Árborlg myndaðist. Enda fer frímerkjasalan stöðugt minkandi, t. d. minkaði hún um fulla 20 dolíara árið sem leið 0930), en um 12 dollara árið 1929; svo ef hún minkar um aðra 20>—30 dollara þetta ár, þá er pósthúsið farið. Eg verð líklega eini maðurinn, sem þætti verra að Víðir P. O. legðist niður; eg verð að beygja mig undir vilja fjöldans, en sjaildan held ég að ég fái póstinn í gaddhörkum á veturna, ef ég þarf að fara eftir honum 12 mílur. Áður en eg sendi þessar línur, skal e!g geta þess, að hér í Víðir- bygð eru örfáar fjölskyldur, sem kaupa mestöll sín frímerki hér á pósthúsinu, og eiga þær fjöl- skyldur ekkert í þessari grein. Viðir P. 0., 1. ág. 1931. August Einarsson. Miðaldra umferðasali: Má ég I ekki sýna yður þetta áhald, sem ! sparar mikið erfiði og er óbrigð- ult, enda notað í flestum pynd- ingarsöðum. BÖRN! Sex ástæður fyrir því að þér ættuð að drekka eingöngn “MODERN DAIRY MILK’’ (Gerilsneydd) Aðferð vor við að hreinsa mjólkina eyðir algerlega öllum bakterium og skaðlegum gerlum. 2. Ein mörk af “MODERN DAIRY MILK” hefir næringargildi á við þrjú egg. 3. “MODERN DAIRY MILK” er með afbrigðum auðug af holdgjafa efnunum “A” og “B”. 4. Hver drengmr og stúlka ætti að drekka pott af “MODERN DAIRY MILK” daglega og safna lífsorku. 5. Prófessor Kenwood frá London University mælir með fulkomnum myndugleika, með gerilsneyddri mjólk. 6. AÐVÖRUN! Mjólk, sem ekki er gerilsneydd, er á- reiðanlega hættuleg. 1 henni eru ótölulegar þúsund- ir af hættulegum gerlum. MODERN DAIRY LTD. Canada’s Most Uþ-to-Date Creamery Phone 201 101 A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest áhd best equipped businéss train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years. sinee the fotipUíng of the “Sucoess” Business Colleee of Winnipe- in 1909, appi’oxiinateiy 2500 IcelandJc stuclents have enrolied in thls Collefte. The deoided preíerence for “Success” trainins is sisnificant, beoausc leelanders hare a kcen sense of educational values, and pnch year tlic numbcr of our Icelandic stiulents shows an incrcase. Day and Evening Classes Open all the Year The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 EFTIR ALICE DUER MILLER “Eg hélt, að þér hefðuð gjaldkera,” sagði hún liæglátlega, “en eg gæti kannske verið að- stoðar-gjaldkeri. ” “Hún er vafalaust ánægð með að segja af sér,” sagði forstöðukonan stillilega, en Lydíu fanst það þó liggja í orðunum, að núverandi gjaldkeri segði af sér, hvort sem hún væri nú ánægð með það eða ekki. Þær fóru báðar út saman og fengu sér að borða. Því meir sem þær töluðu um þetta fé lag og starfsemi þess, því ánægðari varð Lydía með að vinna fyrir það. Það mundi verða henni til mikillar blessunar. Eftir að þær voru aftur komnar inn í skrifstofuna, fór Iiydía að minnast á Evans. Hvað gat hún gert og hvað þurfti hún að gera? “Við skulum nú sjá til,” sagði Mrs. Galton. “Þér voruð aðal vitnið á móti henni, býst ég við. Þér verðið að tala við dómarann og sak- sóknarann, sem við málið höfðu að gera.” Lydíu leizt ekki á bilkuna. “O’Bannon!” sagði hún. Nei, ekki liélt Mrs. Galton að saksóknarinn héti því nafni. Hún kallaði á stúlku og sagði lienni að gmta að hver væri saksóknari í Prin- cess County. Hún hélt svo áfram að tala um málið, meðan stiilkan var að gæta að þessu, en hún kom fljótt aftur og sagði, að maðurinn héti John J. Hillver- “Eruð þér vissar um það!” spurði Lydía.' “Eg hélt hann héti O’Bannon.” Stúlkan sagði, að hann hefði sagt af sér fyrir nærri tveimur árum. “Við verðum að fá hans undirskrift, bvst ég við,” sagði Mrs. Galton. Hún og stúlkan töluðu um þetta aftur og fram og höfðu ekki hugmynd um hvaða vand- ræði þær voru að koma Lydíu í. Hún gat ekki beðið O’Bannon u(m nokkra hjálp. Henni fanst hún vera að missa allan áhuga á sínu nýja verki. Það var óttalegt til þess að hugsa, en satt var l>að nú samt, að heldur vildi hún láta Evans vera kyrra í fangelsinu, en biðja O’Bannon að hjálpa sér til að fá hana leysta þaðan. Það var undarlegt, að það var eins og þessi maður væri henni allstaðar þröskuld- ur í vegi, hvernig senr hún reyndi að umflýja hann. Hún stóð á fætur til að fara og þakkaði þeim fyrirhöfnina. Það var svo umtalað, að hún byrjaði að vinna næsta mánudag. Það var rétt að segja kominn tími til að drekka eftirmiðdagskaffið, þegar liún kom lreim- Bobby var kominn og Pierce-hjónin og May Swayne komu inn rétt á eftnr með kola- kaupmanninn auðuga. Fyrst í stað þótti Lydíu vænt um að sjá þetta fólk, en hún fann fljótt, að hún hafði lítið við það að segja, og fanst henni það þó undar- legt. Sannleikurinn var sá, að hún hafði ekki lengur gaman af félagslífinu með sínum fyrri vinum. Nú varð hún að hafa annað fyrir stafni heldur en að heimsækja fólk og taka á móti gestum. Sú var tíðin, að hún gerði lítið annað. Það leið ekki á mjög löngu, þangað til Miss Bennett veitti því eftirtekt, að Lydía var orðin þreytt á gestunum og þegar þeir voru farnir, fór hún strax upp og fór í rúmið. Daginn eftir fór hún tll Wide Plains til að finna Homans dómara. Hann var enn í réttar- salnum, þegar hún kom, og var henni vísað inn í skrifstofu hans. Hún hafði búist við, að sér mundi falla illa, að sjá aftur dómihúsið og alt það nágrenni, en svo var ekki. Eftirlitsmað- urinn, sem vísaði henni inn í skrifstofuna, var einstaklega kurteis og vinsamlegur. Hún mundi svo vel eftir honum, sérstaklega þegar hann hafði staðið upp við hurðina, svo enginn kæm- ist út eða inn, meðan dómarinn var að ávarpa kviðdóminn. Eftir nokkra stund kom dómarinn inn í skrifstofuna. Hann var alveg eins óg hann hafði verið fyrir tveimur árum, þegar mál hennar stóð vfir. Lydía stóð á fætur- Honum hafði sjáanlega ekki verið sagt, hver komin væri, því hann vissi ekki hver liún var. Eftir litla stund kannaðist hann þó við hana. “Komið þér sælar, Miss Tliorne,” sagði hann vinsamlega. “Hvenær komuð þér lieim?” Hann settist niður og bauð henni að setj- ast og var hinn vinsamlegasti og henni fanst eins og hún hitti þarna gamlan vin sinn. Hann sagði, að það gleddi sig innilega að sjá hana. Ilonum þótti ekkert undarlegt, að hún skyldi koma á sinn fund. Það var ekkert óvanah'gt, að fólk, sem var nýkomið xrr fangelsi, ka>mi á fund dómarans. IJann fór að spyrja hana um ýmislegt og talaði frekar við hana eins og ung- ling, nýkominn heim úr skóla. “Hvað lærðuð þér nú, að baka og sauma og ýmislegt fleira? Var það ekki gaman?” Hann talaði við liana svo blátt áfram og vinsamlega, að henni var hægra að tala við hann um fangavistina heldur en nokkurn ann- an, sem hún hafði hitt, síðan hún kom heim. Fyrir honum þurfti hún ekki neitt að skýra það, að það stæði öðruvísi á með sig, en aðra, sem lentu í tugthúsinu. Frá hans sjónarmiði var hún bara ein af þessum ótal mörgum lög- brjótum. Þau sátu þarna heilan klukkutíma og töl- uðu saman og nú þótti henni hann ekki leiðin- legur, eins og áður. Það leið ekki á löngu, þang- að til hún var farin að spyrja hann um nokk- uð, -sem henni hafði lengi legið þungt á hjarta. Það var Alma Wooley, sem hún hafði í huga- Hún vildi eitthvað fyrir hana gera, en hún l bjóst ekki við, að Alma vildi nokkuð af sér þiggja, þar sem — Dómarinn lagði höndina á handlegg liennar. “Hafið þér engar áhyggjur út af hemri,” sagði liann. “Alma er gift ungum og Jaglegum manni, sem vinnur á skrifstofu saksóknarans, Foster lieitir hann, og nú eiga þau barn, allra laglegasta krakka. Eg var rétt að segja við föður hennar í gær, að Foster væri henni miklu hentugri maður, heldur en—” Meðan dómarinn var að segja þetta, fór Lydía að liugsa um þennan Foster. Hún mundi eftir því, að henni liefði fundist hann vera á- líka fylgisamur O’Bannon eins og tryggur hundur. Nú gat liún fyrirgefið lionum alt, fyrst hann hafði orðið til þess, að gera þessa stúlku ánægða. Það var miklu fargi af lrenni létt. Loks bar hún fram erindið, en tók það þó töluvert nærri sér, en það var að fá Evans leysta úr fangelsi. Hún var við því búin, að dómarinn, eins og O’Bannon, mundi minna sig á að hún hefði sjálf getað varnað því, að Evans væri dæmd til fangavistar, ef hún hefði gert það meðan tími var til, en Homan dómari gerði það ekki, hvort sem hann mundi eftir því eða ekki. “Lofið þér mér að hugsa mig um,” sagði dómarinn. “Það mun hafa verið O’Bannon, sem sótti þetta mál, eða var það ekki?” Jjydía sagði, að svo hefði verið og dómar.inn liélt á- fram. “Aumingja O’Bannon! Eg sakna hans ósköp mikið. Hann sagði af sér, eins og þér hafið kannske heyrt, um það leyti að Mrs. O’Bannon dó. ” “Var hann giftur?” spurði Lydía, og liún gat jafnvel sjálf heyrt, að hún talaði óeðlilega hátt. “Nei, ” svaraði dómarinn. “Það var gamla konan, móðir hans.” Hann hélt svo áfram að segja Lydíu hve vel sér hefði fallið við O’Bannon, og hvað góður drengur og góður lögmaður hann væri. “Það tvent fer nú ekki æfinlega saman,” bætti dómarinn vig. Hon- um fanst víst ekki, að gestinum líkaði allskost- ar það sem. hann hafði verið að segja. Lydía stóð á fætur. Henni þótti fyrir því, sagði hún, að hún mætti ekki vera lengur, en yrði nú að fara lieim. Dómarinn lét á sig lina, svarta hattinn sinn og fylgdi henni út að bíln- um. “Keyrið þér ekki sjálfar?” spurði hann. Hún hristi höfuðið. Hún ætlaði aldrei aft- ur að keyra bíl. Dómarinn tók vinsamlega í hendina á henni og sagði henni að koma aftur, lofa sér að vita hvernig henni liði. Hún lof- aði að gera það. Hún fann, að það var eitt- livað í mannlegu eðli, sem tengdi þau saman, liana, sem hafði brotið lögin, og liann, ’sem hafði dæmt hana til hegningar fyrir það. Ilún fór heim, glaðari og öruggari. Ekki aðeins hafði hún fengið dómarann til að lofa því, að tala við O’Bannon og fá hann til að gera það sem hann gæti gert, til að fá Evans leysta úr fangelsi, lieldur hafði hún nú líka fundið, að hún gat heyrt nafn O’Bannons nefnt, án þess að verða æst í skapi. XVII. KAPITULI. Það leyndi sér ekki, þó enginn virtist reynd- ar veita því eftirtekt, að svo sem mánuði eftir að Lydía fór að vinna með Mrs. Galton, voru allir nánustu vinir hennar farnir að gera eitt hvað fyrir þá ,sem í fangelsi voru. Bobby, Miss Bennett, Elinóra og Wiley voru öll farin að halda, að þetta væri eitthvert allra mesta velferðarmál þjóðarinnar og jafnvel alls heimsins. Þetta var auðskilið. Járnvilji sá, sem Lydía hafði þegið í vöggugjöf, varð nú enn miklu sterkari, ]>egar honum var beitt til góðs, heldur en hann hafði nokkurn tíma verið, með an honum var öllum beitt í þarfir sjálfselsk- unnar og eigingirninnar- Lydía fékk dálitla skrifstofu út af fynr sig, álíka eins og þá, sem Mrs. Galton hafði, og hún var þar klukkan níu á hver.jum morgni. Miss Bennett hafði lengi haft áiiyggjur mikl ar út af því, að Lydía lifði óreglulegu lífi og tæki sér ekkert þarflegt fyrir hendur, en nú hafði hún enn meiri áhyggjur út af því, að hún legði of mikið á sig og færi of snemma á fætur. “i\rrs. Galton hefir áreiðanlega ekkert a móti því, ” sagði hún svo að segja á hverjum morgni, “þó þú komir ekki fvr en klukkan liálf tíu, eða jafnvel klukkan tíu. Það er ekki gott fyrir þig, að fara út svona snemma þessa köldu morgna.” Lydía sagði henni, að hún færi ekki svona snemma til að þóknast Mrs. Galton, enda kæmi hún sjálf ekki fvr en seint á morgnnna. Hún byrjaði snemma vegna þess, að það væri svo núkið að gera og félagið þarfnaðist nauðsyn- lega meiri peninga. En sannleikurinn var sá, að henni féll verkið vel. Hún vildi hafa nóg að gera og helzt meira en nóg, og nú hafði hún það og það vantaði lítið á, að hún væri ánægð. Elinóra liafði áreiðanlega gert ]iað, sem Lydía bað hana, ]»ví það var engu líkara, en O’Bannon hefði alveg hoifið úr þessum heimi. Hann var aldrei nefndur á nafn, og eftir því sem vikurnar liðu, ein eftir aðra, virtist Lydíu sjálfri, að hún væri á góðum vegi að gleyma iionum. Sá tími mundi kannske koma, að hún gæti jafnvel séð hann, án þess að láta það hafa mikil áhrif á skapsmuni sína- Það eina, sem olli henni áhyggju nú, var það, að Evans var ekki leyst úr fengelsi. Það drógst undarlega lengi. Lydía naut ekki frelsisins, nema Evans mætti njóta þess Hka. Bænarskrá, með fjölda undirskrifta, hafði verið send ríkisstjóranum, En hann sýndist alls ekki sinna þessu máli. XTrs. Galton stakk upp á því við Lydíu, að hún færi sjálf til Albany, nema hún þekti einhvern, sem gæti haft áhrif á ríkisstjórann. Jú, hún þekti einn mann, sem sjálfsagt gat það. Það DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahara og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offiee timar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aO hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 373 RIVER AVE. Talsimi: 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aO hitta frft kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Simi: 28 180 Dr. S. J.JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viOtals ki. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6.—8 aö kveldinu 532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Síml: 23 742 Heimilis: 33 328 1 títvarpsstjórinn: Þér verðið að hósta tvisvar sinnum, þegar þér lesið veðurfréttirnar. Þulur: Eg get það varla, eg er ekki kvefaður. — Það er sama, þér verðið að gera það, því þá veit konan mín, að eg kem ekki heim fyr en klukk- an tvö. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœðingur Skrtfstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfrœðingar 6. öOru gólfi 325 MAIN STREET Talslmi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur a0 Lundar og Gimli og eru þar a6 hitta fyrsta miö- vikudag I bverjum mánuði. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœðingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Plione: 24 471 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lugmaður 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Sími 23 082 Heima: -71 753 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur Skrifstofa: 702 CONFEDÉRATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœðingur 809 PARIS BLDG, WINNIPEG Residence Phone: 24 206 Office Phone: 89 991 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgö af öllu tagi. Phone: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINUIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér aO ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgO og bif- reiOa ábyrgOir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24 171 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 VlOtals tlml klukkan 8 til 9 a0 morgninum A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezO Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvaröa og legsteina. Skrlfstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 58 302 SIGURDSSON, THORVALDSON GOMPANY, LIMITED General Merchants Útsölumenn fyrir Imperial Oil, Limited Royalite Coal Oil, Premier Gasoline, Tractor and Lubricating Oils Phone 1 var Albee. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE, EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor, Bank of HamiJton Chambers.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.