Lögberg - 27.08.1931, Page 1
44. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN AGÚST 1931
NÚMER 35
“Geislabrot” Hjálmars
Þorsteinssonar
• Hljómfögur og háfleyg nöfn
hafa íslenzk skáld vaíið þeim
urmul af ljóðabókum, sem úfr-
gefnar hafa verið á. síðustu ár-
um. Hátindi listarinnar ná mörg
skálda einna helzt í nafnavali á
ljóðum sínum. Ljóðin sjálf kom-
ast oft og tíðum ekki með tær að
hælum þeirra nafna, sem þeim eru
valin. Nafnafegurð íslenzkra Ijóða
á fáa líka í heimi þessum.
Litið Ijóðakver liggur á borð-
inu fyrir framan mig. Kverið
heitir “Geislabrot”; höfundur
þess er Hjáimar Þorsteinsson,
sem mun vera bóndi á íslandi.
Ljóðasafn þeifta er útlgefið í
Reykjavík árið 1928. Þar eð eg
minnist ekki umgetninga í vestur-
Islenzkum blöðum, vil eg leyfa
mér að fara nokkrum orðum um
bókarútgáfu þessa, þó um sein-
an sé.
Við lestur “Geislabrota” mun
hver og einn glöggva sig á því,
að skáldið miðar ekki nafnið við
listagildi ljóða sinna út á við,
heldur eingöngu við sig sjálfan.
Ljóðdísin hefir stráð Sgeislum í
huga þessa fslenzka alþýðu-
manns, sem búið hefir við þröng-
kost íslenzkrar alþýðu á eyjunni
í úthöfum. Við það mun hann
eiga með því nafni, er hann velur
ljóðum sínum, og ekki neitt annað.
Það er hressandi nýmæli, að
kynnast islenzku nútíðarskáldi,
sem enga tilraun gerir að þokast
að hátindi almennrar ljóðlistar!
Hjálmar Þorsteinsson kemur til
dyra eins og hann er klæddur og
hreykir sér ekki hærra en hann
getur komist af sjálfsdáðum.
Hann stælir engan. Bögur hans
verða til í hans eigin lífsreynslu,
í gegn um blítt o!g strítt; segja um
leið æfisögu hans sjálfs. Hann
segir:
“Talaðu íslenzkt erfðamál,
ef þú kveður bögu,
hún á að geyma hjarta og sál
og heila æfisögu.”
Og einkunnarorð hans eru:
“Ljóðin eru ljósaskifti úr lífi
mínu,
gleðibros, sem glepur elja,
geislabrot í milli élja.
“HeimaV kveður skáldið gull-
fa'grar stökur:
“Þar sem Hulda í hamri sló
hörpustrengi sína,
áíti ég við ís og snjó
æskuleiki mína.
Ei til menta leið mín lá,
. en lengst í skuggum hóla,
gekk ég nokkuð ungur á
æfi reynslu-skóla.
Þeim, sem örlö'g skuggaskeið
skópu beint í vindinn,
verður oftast örðug leið
upp á hæsta tindinn.
Athyglisverð er þessi ástavísa:
”Eg lifði mig unz þrekið þver,
því er ver.
Eg gat þó áður gefið þér
guð í mér.”
• .
Það leynir sér ekki, að íslenzku
rímnalögin hafa heillað hug
Hjálmars Þorsteinssonar. En á-
hrif rímnanna á hann hafa verið
heilbrigð og ekki togað hann í
gönur á ljóðasviðinu. Hann upp-
vekur ekki kenninga-drauginn,
sem nærri því reið íslenzkum
rímnalögum að fullu. Hjálmar
þarf ekki á kenningum að halda
til þess að geta rímað, því honum
er ekki um megn að kveða íslenzka
rímnahætti á látlausu og fögru
daglegu máli. Um elli og æsku
kveður hann eftirfarandi hring-
hendu: '
“Ellin stýrir innri mið,
ytri flýr hún strauma,
æskan býr og unir við
æfintýra drauma.”
Þá er þessi “Þorravísa” ekki
þvinguð eða af vanefnum ger:
“Þorrakyljan þreytir mátt,
þræðir giljadrögin,
kvæði þylja og kveða hátt
köldu byljaslögin.”
Mörg íslenzk skálda hafa ort
álnar-löng ljóð, sem ekki hafa
brugðið upp eins skýrri mynd og
Hjálmar gerir í einni “Kvöld-
vísu:
“Glitra öldur, glóey hlý
grímuvöldin tefur,
rjóð á kvöldin rósir í
rökkurtjöldin vefur.”
Þessi íslenzki bóndi, sem kveð-
ur sjálfum sér til “hugarhægðar”,
en eigi til að öðlast fé og frama,
fsest lítið við löng ljóð. Lengsta
Ijóð hans er um Egil Skallagríms-
s°n; frumleg mynd af hinni sögu-
legu kvöldstund Egils í höll Aðal-
steins konungs, eftir orustuna
yið Vinuskóga. Skapbrigðum Eg-
t>á stundina er þannig lýst:
“Hann fékst ekki til þess að
drekka með drótt,
þó dýrshornin bærust að honum;
skapið hans var eins og skugga-
leg nótt,
með skýjuðum framtíðar vonum.
Hvarflaði syrgjandi sinni.
Hugboð frá upphafi orustu-
dagsins,
áraunaskipunin mannrauna-
slagsins. —
Þess iðrast eg líka svo löngum
á ófarnri æfi minni.”
Svo mörg ljóðskáld hefir ís-
lenzk þjóð átt á síðari árum, að
framleiðslan á því sviði hefir oft
fært í kaf heilbrigðar kröfur
þjóðarinnar. Skartskáldin ís-
lenzku láta einna mesfc á sér
bera, því þau eru alla tíð í spari-
búningi og sí og æ kveðandi ljóð
sín — við öll hátíðleg tækifæri.
Ófús eru þau skáld að birtast 1
vanalegum hversdagsflíkum lífs-
ins. Ei!gin reynsla, eigin tilfinn-
ingar í blíðu og stríðu, eigin hug-
sjónir er mótast hafa við eigin líf
og lífsbaráttu — það er vegið og
léttvægt fundið af skartskáldun-
um. Einstiaklingslífið sjálft,
jafnvel þó Um skáld sé að ræða,
er þó guðdómlegt æfintýri, þrung-
ið af öllu, er að sönnum skáld-
skap miðar. Engir tveir einstak-
lingar eru skapaðir eins líkam-
lega, og sami mannamunur kem-
ur fram í sálarlífi þeirra. Það
er því skoðun mín, að þau skáld,
sem yrkja eigin sálar-sérkenni í
ljóð sín, séu skáldin er lengst lifa.
Jónas Hallgrímsson, ógleyman-
legur íslenzkri þjóð, reit ritdóm
.um rímur Tistrans og Indíönu, er
virtist kaffæra öll rímanskáld í
bili. Fáir munu þó neita því, að
Sigurður Breiðfjörð sé bráðlif-
andi enn þann dag í dag! Sigurð-
ur var svo “human”, orti sig
sjálfan og eigið líf í ljóð sín —
og þjóðin gleymir honum ekki.
Færi eg að segja eigin æfisögu
— guð forði mér frá því — þá
myndi eg, til að byrja með, segja
mig uppalinn í frumskógum
Vesturálfu,, og }• þroskaskilyrði
mín á æskuskeiði voru íslenzk
tunga, Ijóð og sögur! Lífsbaráttu
vestur-íslenzkra frumbýlinga hafði
eg fyrir augum, sem skóp mér þá
óbifanlegu skoðun, að þúsund ára
dvöl íslenzkrar þjóðar á íslan'di
hefði mikilvæga þýðingu í ver-
aldarsögunni. Þá kyntist eg ís-
lenzkum rímnalögum, og var sú
viðkynning mætari en frá megi
segja. Fá íslenzk nútíðarskáld
virðast meta þá fjársjóðu að mak-
legleikum. Þorsteinn Erlingsson
var sú undantekning, sem lengi
mun lifa í manna minnum.
Höfundur “Geislabrota”, Hjáim-
ar Þorsteinsson, er nútíðarskáld.
Ramíslenzkur í anda. Hann sigl-
ir ekki að grunnmiðum, því marg-
ar stökur hans eru svo snillilegar,
að engin íslenzk skáld hafa betur
kveðið. Hann er á gangi um göt-
ur Reykjavíkur, og verður þess
var, að velbúinn maður lífcur fyr-
irlitlega á sveitarflíkur alþýðu-
mannsins, þá verður þessi staka
til:
“Gerðu ekki að mér grín,
ef þú réttinn metur;
fátæklegu fötin mín
færu þér ekki betur.”
Hefði Bólu-Hjálmar heppileg-
ar kveðið? Um “Hrörnun” kemst
þetta nútíðarskáld þannig að orði:
“Áður var hann vikafær,
vel til fara gerður,
nú er hann skar og orðinn ær,
ekki svara verður.”
Að skáldin eru oft “auðnusljó’,’
nær ekki tiil þessa skálds, sem hér
um ræðir. “Skattf.krá” sína árið
1924, yrkir hann þannig:
“Minn er allur auður . hér,
engu svo eg halli,
ofurlftið kvæðakver
og krakkar átta á palli.”
Um íslenzk ljóð hefir hann
þetta að segja:
“Hitar blóð og huga bezt,
hlýir ljóða-strengir;
þeir, sem óði unna mest,
eru góðir drengir.”
Þar sem íslenzk þjóð ann eigin
merg, þar sem íslenzk alþýða vill
uppbyggja það fegursta, sem hún
á í fari sínu, — og forðast allar
stælingar — þar skipa eg skáldinu
Hj’álmari Þorsteinssyni.
Ó. T. Johnson,
2625—16th Ave. S.,
Minneapolis,, Minn.
Lindbergh
Charles A. Lindbergh og kona
hans, eru komin alla leið til
Tokyo og hafa nú flogið 7,132
mílur frá New York. Ferðin gekk
slysalaust, en nokkuð .seint vegna
þess, að veðrið var oft óhagstætit
á þeirri leið, sem þau fóru, yfir
norðurhvel jarðar.
Launalækkun
Bracken forsætisráðherra Mani-
tobafylkis hefir tilkynt, að frá 1.
september verði laun alls þess
fclks, sem hjá stjórninni vinnur,
lækkað, þar á meðal ráðhejTanna
sjálfra. Nemur þessi launalækk-
un frá 12 per cent. og alla leið
ofan í 2 per cent. Fer það eftir
því, hve mikil laun hver hefir.
Tiltölulega mest lækkað við þá,
sem mest laun hafa. Laun foj'-
sætisráðherrans verða t. d. lækk-
uð um rúma þúsund dali á ári,
og hinna ráðherranna um $800.
Það eru um 1,650 karlar og kon-
ur, sem sæta þessari launalækk-
un, og telst svo til, að hún nemi
alls $300,000 á ári.
Hér er að eins átfc við það fólk,
sem vinnur beinlínis hjá stjórn-
inni, en ekki það, sem vinnur við
símakerfið, áfengissöluna, há-
skólann og ýmislegt fleira. Stjórn-
in hefir falið það þeim, sem þess-
um fyrirtækjum stjórna, að ráða
fram úr því hvað gej'a skuli við-
víkjandi kaupgjaldi þess fólks,
sem þar vinnur. En búist er við,
að laun allra, sem borgað er af
fylkisfé, verði lækkuð. Hjá stjórn-
inni vinna þó allmargir hand-
verksmenn, sem ráðnir eru sam-
kvæmt kauptaxta iðnaðarfélaga
þeirra, er þeir tilheyra. Þeir
vinnusamningar verðá vitanlega
haldnir, nema mennirnir sjálfir
vilji ganga inn á kauplækkun.
Þessi launalækkun ler .ftalin
bráðabyrgða ráðstöfun að eins, og
gerir forsætisráðherrann þannig
grein fyrir henni, að þeir pen-
ingar, sem þannig sparist, verði
notaðir til hjálpar þeim, sem
þess þurfa, og nú séu enn fleiri
atvinnulausir, heldur en í fyrra
og einnig hagur bænda lakari.
Hann segir meðal annars:
“Stjórnin lítur svo á, að með
þessu hafi hún aðeins gert
skyldu sína gagnvart fólkinu yf-
irleitt. Vér efum ekki, að þeir,
sem vinna hjá stjórninni, séu á-
nægðir með að bera sinn hluta
af byrðinni, sem kreppan veldur
og hjálpa til að koma ástandinu í
rétfcara horf.”
Nautgripir sendir til
Frakklands
Búnaðarráðherra Canada, Hon.
Robert' Weir, hefir tilkynt, að
stjórnin hafi gert ráðstafanir til
þess, að tíu þúsund nautgripir
séu sendir til Frakklands, til sölu
þar, á næstu tíu mánuðum. Segir
ráðherrann, að hann hafi þegar
gert ráðstafanir viðvíkjandi flutn-
ingi á þessum naufcgripum og
vafalaust hafa einhverjar ráð-
stafanir verið gerðar til að selja
nautgripina í Frakklandi. Það eru
mörg ár síðan Canada hefir selt
nautgripi til Frakklands, svo þetta
má heita ný viðskiftaleið. Canada
hefir selt mikið af nautgripum til
Englands nú síðustu árin.
Fleiri bjórveitingastofur
Þar sem fólkinu hefir fjölgað
svo mikið í Winnipeg á síðustu
árum, og fólkstalan er nú 217,587,
þá finst sumum ekki nema alveg
sjálfsagt, að fjölga bjórveitinga-
stofunum nú strax hlutfallslega
við fólksfjölgunina. Samkvæmt
því ætti að opna sex nýjar bjór-
veitingastofur í Winnipeg. Aðrir
halda, að halda, að nú sem stend-
ur hafi menn ekki meiri peninga
en svo til að eyða fyrir bjór, að
þeir vel geti komið þeim út í þeim
bjórveitingastofum, sem nú eru
til í Winnipeg.
Úr bænum
Gefin voru Saman í hjónaband,
hinn 22. þ. m., Thorstieinn Valdi-
mar Sveinsson, Camp Morton, og
Lilia Valdina Sveinsson, Husa-
vick. Einnig Pétur Skúli Sveins-
son, Husavick, og Jóhanna Skag-
feld, Winnipeg. Dr. Björn B.
Jónsson framkvæmdi báðar hjóna-
vígslurnar , og fóru þær fram að
heimili hans, 774 Victor St., hér í
borginni.
Þessir meðlimir voru settir í
embætti í stúk. Heklu, I.O.G.T.,
fyrir yfirstandandi áfcsfjórðung,
af umboðsmanni H. Skaftfeld:
F.Æ.T.: Salóme Backman.
Æ. T.: J. Th. Beck.
V. T.: Helga Johnson.
F. R.: Svb. Gíslason.
G. : Eyv. Sigurðsson.
Kap.; Guðný Benidictsson.
Rit.: S. B. Benedictsson.
A. R.: H. Gíslason.
D.: Stefanía Eydal. *
A.D.: Sigríður Jokobsdóttir.
V.: Har. Hjálmsson.
Vatnsflóðin í Kína
Dagle’ga berast nú fréttir frá
Kína, sem segja frá vatnsflóðum
svo stórkostlegum, að slíks munu
fá dæmi, enda er tjónið, sem þau
valda, svo mikilfenglegt, að naum-
ast er hægt að gera sér grein fyr-
ir hve voðalegt það er. Það sem
þessu veldur, eru óvanalega mikl-
ar rigningar í miðhluta Kína-'
.veldis og einnig leysin!gar í fjöll-
unum í Vestur-Kína. Fjótið
Yangtse rennur um víðáttumik-
ið flatlendi. Flóðvarnir eru ó-
fullkomnar og hefir verið illa
háldið við. Hefir því fljótið
fiætt yfir landið á mjög þétt-
bygðu svæði og svo stóru, að það
er einar 200 mílur á annan veg-
inn, en 300 mílur á hinn. Liggur
þetta iandsvæði beggja megin
fljótsins. Með fram þessu fljóti
er hinn mikli verksmiðjubær Han-
kow, einar 700 mílur uppi í landi,
með nálega miljón íbúa, o'g tveir
aðrir bæir eru þar líka í grend-
inni, Wuchang og Hanyang. Alt
það mikla landflæmi, sem að ofan
er nefnt, er nú undir vatmi, sem
er fimm til tuttugu feta djúpt.
Enginn veit enn með neinni
vissu, hve mikið tjón þetta vatns-
flóð hefir unnið og er að vlnna.
En það vita menn þó, að þarna
hefir nú þegar farist fólk, svo
tugum þúsunda skiftiir og tugir
miljóna af fólki er heimilislaust
og allslaust og á við hin hörmu-
legustu kjör að búa og deyr
unnvörpum.
Þó hér sé aðeins getið vatns-
flóðsins Yangtse dalnum, þá eiga
þau sér þó stað einnig á öðrum
stöðum í Kína, en ekki eins stór-
kostleg.
Mikill ágóði
Ferðamanna straumur hefir
reynst Canada töluvert arðsamur
árið 1930, þó þá væri æði mikið
farið að bera á fjárkreppu. Eftir
því, sem næst verður komist, er
munurinn $166,000,000, á þeirri
fjáru,pphæð, sem Canadamenn
hafa eytt í ferðalög utanlands ok
þeirri, sem útlendir ferðamenn
hafa eytt í Canaua á þessu ári.
Þessar miljónir allar hafa Can-
adamenn tekið inn, fram yfir það
sem þeir hafa látið úti. Lang-
flestir ferðamennirnir komu auð-
vitað frá Bandaríkjunum, en þó
margir fj-á Bretlandi og öðrum
löndum.
Manitoba College
Kaþólska kirkjan hefir keypt
Manitoba Colle!ge í Winnipeg,
byggingu og lóð, fyrir $77,500., og
verður kaþólski mentaskólinn, sem
nú er að 475 Selkirk Ave., starf-
ræktur þar^framvegis. Manitoba
College hefir aðeins verið presta-
skóli undanfarin ár, en ekki al-
mennur mentaskóli eins og áður
var. Fer sú kensla hér eftir fram
í Wesley College og þangað hefir
bókasafn skólans líka verið flutt
og sameinað bókasafni Wesley
skólans.
Fylkiskosningar í Quebec
Þær fóru fram á mánudalginn,
og fóru þannig, að Tascheau-
stjórnin vann mikinn sigur. Frétt-
ir, sem borist hafa af kosningun-
um, segja, að stjórnin hafi unn-
ið 79 þingsæti, en íhaldsflokkur-
inn aðeins ellefu. Hefir þá stjórn-
in unnið fimm þingsæti fram yf-
ir það, sem hún hafði áður. All-
ir ráðherrarnir voru endurkosn-
ir, nema einn. Leiðtogi Aftur-
haldsmanna, Mr. Houde borgar-
stjóri í Montreal, náði ekki kosn-
ingu. Virðist frjálslyndi flokk-
urinn, sem setið hefir að völdum
í Quebec í 34 ár, aldrei hafa verið
sterkari en nú.
Dr. A. T. Mathers
Hann hefir verið valinn rektor
læknaskólans í Manitoba í stað-
inn fyrir Dr. S. W. Prowse, sem
er fyrir skömmu dáinn. Dr. Math-
ers er yfirmaður geðveikradeildar
Almenna spítalans í Winnipeg.
Hann var forseti læknafélagsins í
Winnipeg. Dr. Mathers er Mani-
tobamaður, fæddur í Neepawa og
útskrifaður af háskóla fylkisins
1913. Læknisfræði hefir hann þó
stundað bæði í Bandaríkjulium og
Evrópu.
Mr. Jóhann Friðriksson, guð-
fræðanemi, kom til borgarinnar á
þriðjudaginn, frá Langruth, Man.,
þar sem hann hefir verið síðast-
liðnar þrjár vikur. Hann prédik-
ar hjá íslendingum í Keewatin,
Ont., næsta sunnudag kl.*2.
O, Canada
O, Canada, þér, fósturfoldin góð,
vér fúsir helgum oss, vor störf og Ijóð.
Þú ert sem móðir mild og góð
o'g meir en haldinorð.
Þú býður oss þín heilla-hnoss
og hlaðið nægtaborð.
Þú styrkir dug og stækkar hug
og styður alt hið góða’í vorri sál,
sem veitir gáfuð ætt og íslenzkt mál.
Þín mikla, stóra, sterka þjóðlífs mynd,
sem stillir fót á lífsins þroskatind,
hún dregur, laðar, lokkar það,
sem lífseigt er og traust
— það afl í mál, þann eld í sál,
sem yrkir höfuðlaust.
Því stígum vér á stokk hjá þér,
og strengjum heit að vígja þér vorn dug,
og vinna þér og unna’ af heilum hug.
En, ísafold í baksýn blasir við,
með bernsku vorrar reit og frænda lið,
og rama taug, er rekka dregur
föðurtúna til;
því eigum vér að vanda hér
— þótt vaxi millibil —
og geyma hreint og gleyma seint,
með góð og viss uppeldis-fyrirheit,
það mál, sem Egill æfði og Snorri reit.
Frá feðra strönd, með hraustri hönd,
hetjan Leifur rendi skeið
að Vínlands grund, á gæfustund.
hans gifta vor svo beið;
því hyllum vér þá fögru fold,
með fjöll og dali’ og skóga
og fögur vötn og frjóa mold
og frelsis auðlegð nóga.
Viðlag: Já, blessuð veri’ hún öld og ár
og auðnan greiði veginn,
og faðmi’ hana hilninn heiði-blár
og höfin báðu megin.
Þú, unga land, vort eigið land,
enginn staður meira á
af framasæld og frægð og dáð.
né fegra til að sjá,
en skóga þök þín hvelfd og há,
sem heilög sólin bálar,
er haustið fagurt brún og blá
og bleik og rauð þau málar.
Viðlag: Já, blessuð vertu öld og ár, *
og auðnan greiði veginn.
Þig faðmi himinn heiði-blár
og höfin báðu megin.
Þú, kosta jörð, með fjall og fjörð
og frjóa sævi gyrða strönd,
sem er svo fríð og blæva-blíð
og betri’ en .önnur lönd.
Ef stundum verður kalt og hvast,
og kjörin suma þvinga,
þá vef þú faðm þinn vel og fast
um Vestur-íslendinga.
Viðlag: Já, blessuð vertu öld og ár,
og auðnan greiði veginn.
Þig faðmi himinn heiði-blár
og höfin báðu megin.
- E. G. Gillies.
n/SiiýiwSii'iíV'/'ív'
Leiðrétting
Eg vissi vel, að Friðrik Guð-
mundsson var blindur, en hefi
ekki orðið þess vör fyrri en
Heimskringla flutti mér nokkrar
línur frá honum; þar sé ég að
orð mín eru rangfærð, þar sem
eg geri athugasemd við stöku
Baldvins og fleira. Þar sem eng-
in áföll lífsins hafa getað beygt
hann, gat mér ekki dottið í hug,
að hann mundi krenkja sér und-
an þessari meinlausu athuga-
semd minni.
Eg endurtek hér, það sem eg
sagði viðvíkjandi prestinum í
Laufási: Ekki er það rétt með-
farið, að séra Björn hafi ort:
“Þar skall hann Péfcur”, eftir Pét-
ur Hafstein dauðan, svo mikill
þorpari var séra Björn ekki, þó
norn kunni hann að hafa verið.
—Pétur Hafstein fór frá völdum
sökum vanheilsu. — Fr. segir, að
séra Björn hafi ort þetta skamma-
vers að gamni sínu. Ojæja, í
grárra lagi gaman, illa sæmandi
presti.
Þá er vísan hans Baldvins
skálda. Ekki brá mér vara fyrir
því, að þessi Friðriks höfundur
að þeirri vísu kalli flöskuna
“seyms óbjörtu gerði”; en seims
bjarta gerður meinar stúlku hjá
Baldvin. Vísu þessa gæti hvert
barnið skilið. Vísan, eins og Fr.
hefir hana, er upphnoðuð úr vísu
Baldvins. — Eg nefndi Sigvalda
J ónsson höfund að vísunni:
“Héðan frá við , hrekjast meg-
um”. Sigvaldi var Skagfirðing-
ur, sí-yrkjandi tækifærisvísur.
óþarft að hlaða undir Þingey-
inga, þeir tylla sér nóg á tá
sjálfir.
R. J. Davíðson.
ÞAKKARAVARP.
Hjartanle'ga þökkum við öllum
vinum okkar nær og fjær, sem
sýndu okkur innilega hluttekn-
iiigu við fráfall okkar elskulega
sonai', bróður og eiginmanns, Jó-
hanns Hergeirs, sem var snögg-
lega burfc kallaður þ. 10. þ. m. —
Fyrir allar hinar inndælu blóma-
gjafir, sem ætíð minna mann á
fegurð og þrótt æskunnar, og
hverfulleik lífsins—, og fyrir alla
hjálp og innilega samúð, biðjum
við algóðan guð að launa.
Winnipeg, 19. ág. 1931.
Stefán Baldvinson.
Ingibjörg Baldvinson.
Mary Baldwin.
Hólmfríður Thompson.
A. B. Baldvinson.
Kristb. Baldvinson.
Vigfús Baldvinson.
Ströndin
eftir Gunnar Gunnarsson.
Þessa bók heyrði ég talað um,
og látið af all-misjafnle!ga. Og
þó það sé nokkuð síðan hún kom
út, hefi ég látið leggjast' undir
höfuð að lesa hana; með því líka
að hún fékk mjög misjafnt orð,
bjóst ég ekki við miklum arði af
lestri hennar.
Um síðir réð ég af að lesa bók-
ina, og gangast undir meinlæti,
ef því væri að skifta.
Las ég svo bókina; fanst mér
hún öllu lakari, en ég bjóst við.
Get ég hu!gsað mér, að fáa langi
til að lesa bók þessa nema einu
sinni, og fæstum mun þykja vænt
um hana að loknum lestri.
Það hygg eg, að þessi bók og
þær, sem eiga samleið með henni,
| aéttu að eiga styztan feril að
ruslakistunni, þar sem að melur-
inn gætii étið hana upp til agna.
Fólki því, sem segir frá í
Ströndinni, mætti skifta í tvo
flokka að dæmi skáldsins: “Þar
eru all-flestir aumingjar, en ill-
gjarnir þeir, sem betur me!ga.”
í Ströndinni ganga flestir þeir,
sem annars eru ekki andlegir
húðarselir, snökfcandi, anidvarp-
andi eða grátandi. Þeir misfar-
ast flestir á einhvern hátt.
Um alþýðu yfirleitt er sagt: _
“Það er svo blessunarlega þæ^i-
legt, að njóta yndislega móksins,
sem er samfara fullum maga og
fáum áhugamálum.”
Meðan eg var að lesa bókina,
datt mér ósjálfrátt í hug nafn,
sem mér finsfc eiga að vera á bók-
inni:
Mér finst hún ætti að heita:
Harmagrátur og helmyrkur.
Það verður naumast komið fyr-
ir meiru myrkri og harmi í eina
bók.
Illa væri farið þeim, sem er að
byrja lífið og gengi með þá mynd
í huga, sem Ströndin lýsir.
Svartsýni það, sem kemur fram
í Ströndinni og bókum sömu teg-
undar, verður að heildarlýsing á
lífinu í huga lesandans, sem ekki
er farinn að kynnast mönnum og
málefnum, því eru þær bækur all-
ar óheilbrigð blekking á margan
hátt.
Einmitfc þetta er breyskleika-
synd margra höfunda.
Hugsum okkur áhrifin af slík-
um lestri, þar sem alt er eymd og
grátklökkvi.
Lesum aftur sögur eins og
sögu Friðþjófs frækna, eða sðgu
Sverris Noreigs konungs, og fleiri
fornsögur okkar.
Hér eru tvær gagnstæðar fyr-
irmyndir.
Hvor fyrirmyndin mun happa-
drýgri, þegar komið er á bardaga-
völl lífsbaráttunnar.
Vel er bókin stílfærð og marg-
ar lýsingar ágætar.
Það sem gefur bókum þessum
líf, er löngun manna til að lesa
óþektar bækur. 0!g það annað,
að boðskapur þeirra eru fegin-
mál sinnisveikum mönnum og
konum.
Það er eins og mönnum, sem
hafa vanið sig á að neyta ljúf-
fengs eifcurs — það er mata sæt-
ast. Sálarsjlúkum mönnum er
það yndislegt samband sælu og
sorgar, þegar lífinu er lýst á nap-
urlegastan og sviplegastan hátt.
E'g efast ekki um, að Danir eigi
margar slíkar sálir, og aðrar
þjóðir. Það er líka lífsskilyrði
fyrir slíkar bækur.
Enda situr nú Gunnar og félag-
ar hans við að keppast við að
skrifa. Boðskapurinn gengur um
allan heim, um það að alt sé að
fara á heljarþrömina. — Þannig
eru áhrifin af bókum þessum.
S. S. C.
DÁN ARFREGN.
Þann 18. ág. s.l. lézt á spítala
í Selkirk, Árni Hólm, ungur mað-
ur, tæplega 28 ára kamall, sonur
Sveinbjörns bónda Hólm, í Víðir-
bygð í Nýja íslandi, og fyrri koriu
hans, Bjargar Benediktsdóttur,
Andersonar, frá Bægisá í Eyja-
firði. Árni var bráð vel gefinn
maður, góður drengur og naut
vinsælda hjá öllum, sem hann
þektu. Hafði stundað nám á
búnaðarskóla Manitobafylkis tvo
vetur, en varð þá að hætta sökum
efnaleysis. Fór þá að vinna við
“cream grading” og var við það
nokkuð, þar til heilsa hans bil-
aði o!g hann varð qð hætita að
vinna. Jarðarförin, er var fjöl-
menn, fór fram frá kirkju Viði-
nessafnaðar þ. 20. ágúst. Séra
Jóhann Bjarpason jarðsöng.