Lögberg - 27.08.1931, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGírST 1931.
—
Xögtierg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímár: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
' Utanáskrift ritstjórans:
Editor Logberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Fylkiskosningar í Quebec
Síðastliðinn mánudag, fóru fram almennar kosn-
ingar til fylkisþingsins í Quebec; lauk þeim með
glæsilegum silgri fyrir frjálslyndu stefnuna og
stjórn þá, er íarið hefir þar með völdin í síðastlið-
in níu ár,
Frjálslyndi flokkurinn hefir setnð að völdum í
Quebec fylki í þrjátíu og fjögur ár; var misjöfnu
fyrir spáð um úrslit kosninganna; báðir flokkar
höfðu frambjóðendur í hverju einasta kjördæmi, en
alls eru kjördæmin níutíu talsins. Ekki var um að
villast, að kosningar þessar væri með kappi sóttar
af báðum hliðum; munu ihaldsmenn, undir forustu
Camillien Houde, boagarstjóra í Montreal, þó eink-
um hafa lagt sig í framkróka um fylgisöflun. Að
loknum leik, urðu úrslitin samt sem áður þau, að
frjálslyndi flokkurinn vann sjötíu og níu þingsæti,
en íhaldsmenn ellefu; féll foringi þeirra í valinnn,
ásamt herskörum sínum því nær öllum. Svo fór um
sjóferð þá. Alls græddust frjálslynda flokknum
. fimm þinlgsæti frá því, sem áður var.
Tíðrætt er mönnum um þær ástæður, er til
’grundvaliar muni hafa legið fyrir hrakförum
íhaldsmanna í þessum eftirminnilegu kosningum, og
virðist vitanlega ekki öllum á sama veg. Þó er svo
að sjá, sem mikill meiri hluti muni hallast að þei,rri
skoðun, að hátollafargan Mr. Bennetts, sem íhalds-
menn hömpuðu mjög á lofti, og alfe átti að lækna,
hafi fremur átt í því drjúgan þátt, að veikja fylgi
þeirra en auka.
í síðustu sambandskosningum, unnu íhaldsmenn,
eins og kunnugt er, þó nokkuð á í Quebec; töldu
forkólfar þeirra í fylkismálefnum þetta góðs vita,
og hugðu gott til glóðarinnar, er til fylkiskosninga
kæmi; sár hafa vonbrigðin vafalaust orðið, er
ljósfe varð, að aðeins ellefu, segi og skrifa ellefu,
björguðust heilir á húfi úr hinum pólitiska eldsvoða.
Frjálslyndi flokkurinn fer með völd í Quebec,
að minsta kosti næstu fjögur til fimm árin, o!g er
það vel; hagur fylkisins stendur með meiri blóma
um þessar mundir, en jafnvel nokkru sinni fyr,
þrátt fyrir það þó óáran sverfi mjög að flestum
fylkjunum hinum. Og þegar alt gengur vel, er
ástæðulaust að breyta til.
Stjórnmálin brezku
Þau tíðindi hafa nýverið gerst, að verkamanna-
ráðuneytið brezka, undir forustu Ramsay MacDon-
alds, hefir látið af völdum, en í stað þess tekið
við til bráðabirgða samsteypustjórn, skipuð helztu
mönnum flokkanna allra þriggja. Mr. MacDonald
hefir samt sem áður forstjórn hins nýja ráðuneytis
á hendi.
Ástæðurnar fyrir þessum snög'gu sfejórnarskift-
um, eru vitanlega á fleiri en einn veg; þó mun
megin-ástæðan hafa verið sú, að þjóðin horfði fram
á tekjuhalla, er áætlaður var um sex hundruð milj-
ónir dala; um aðferðina til þess að ráða bót á þeim
vandræðum, er af slíkum tekjuhalla óhjákvæmi-
lega leiddi, ef þá á annað borð yrði úr því bætt,
gat stjórnin undir engum 'kringumstæðum orðið
sammála; Mr. MacDonald, og fjármálaráðgjafi hans,
Mr. Snowden, töldu lækkun útgjalda á öllum svið-
um, einu hugsanlegu leiðina út úr ógönlgunum, og
héldu því jafnframfe eindregið fram, að lækka yrði
að nokkru hinn fasta styrk til atvinnulausra í land-
inu, þótt slíkt yrði vitaskuld ekki gert sársauka-
laust; inn á slíkt var utanríkisráðgjafinn, Mr. Hend-
erson ófáanlegur til að ganga, og fylgdu honum
að málum nokkrir samverkamenn hans í ráðuneyt-
inu. Og er sýnt var, að engu varð um þokað, tók
Mr. MacDonald það feil bragðs, að kveðja ti] fundar
við sig leiðandi menn hinna flokkanna beggja, og
ráðgast við þá um úrlausn mála; árangurinn varð
sá, sem þegar hefir verið getið, að bráðabirgða-
stjórn var mynduð, og veitir Mr. MacDonald henni
forustu.
Um þær mundir, sem þetta er í letur fært, er
enn ekki með fullu ljóst, hvernig stjórnin verði
skipuð; þó er víst að meðal þeirra, sem í henni eiga
sæti, má telja Mr. Stanley Baldwin, leiðtoga íhalds-
flokksins 0g fyrrum sto’órnarformann; enn fremur
af hálfu þess flokks, Sir Samuel Hoare, Neville
Chamberlain og einir sjö aðrir. Fyrir hönd
frjálslynda flokksins, tekur sæti í hinni nýju
stjórn, Sir Herbert Samuel, 0g ekki ólíklega ein-
hverjir þrír aðrir. Mr. Lloyd Georlge hefir átfe við
nokkra vanheilsu að stríða undanfarandi; var þess
farið á leit við hann, að hann tæki að sér ráðgjafa-
stöðu; mælt er, að hann sé í nokkrum afturbata; en
hitfe er talið fremur ólíklegt, að hann taki sæti í
þessari bráðabirgðastjórn, jafnvel þó til heilsu
kæmist í náinni framtíð.
Auk forsætisráðgjafans, Mr. MacDonalds, munu
af hálfu verkamanna flokksins eiga sæti í stjórn-
inni, Mr. Snowden, Mr. Thomas, Sankey lávarður og
ef til vill einhverjir fleiri.
Atburðir þeir, sem nú hafa nefndir verið, gerð-
ust tiltölulega með skjótum hætti; það var ekki fyr
en fyrsfeu dagana í yfirstandandi mánuði, að hljóð-
bært fór að verða um hinn gífurlega, yfirvofandi
tekjuhalla. O’g nú eru, til bráðabirgða að minsta
kosti, allar pólitiskar landamerkjalínur úr sögunni.
Þannig er það ávalt með brezku þjóðina, þegar
mikið liggur við.
Andrumsloftið
Dagrenning og sólaruppkoma
eru falleg orð, og hjá öllum þeim
íslendingum, sem fullorðnir komu
að heiman, rís upp og vaknar
stöðugt einhver huggandi og
gleðjandi endurminning í hverfe
skifti, sem þessi orð berast í tal.
Þeir eru enn þá margir til hér
vestanmegin Atlantshafsins, sem
reyndu það, að vera komnir
lengst upp í heiðardrög við dag-
renning og upp á heiðarbrún við
sólaruppkomu. Þeir eru enn þá
margir til, sem af eigin reynslu
þekkja það ástand, sem ferðahug-
ur veldur á vetrardögum, þegar
ekki á að setjast upp í kar eða
eimreið, né heldur sitja á hesti,
þegar á að treysfea þeim eigin
rpsklega fótaburðf, sem, flytur
mann yfir daginn 30 til 40 ensk-
ar mílur úr stað, þó aldrei sé
stigið meir en þrjú fet fram i
senn. Fjölda margar íslenzku
heiðarnar norðanlands, eru 8 til
10 danskar mílur bæja á milli.—
í ferðamanninum býr sá áhugi,
sem líður engan svefn seinni part
nætur, dg engin vinalæti við
koddann eða brjóstgæði við heil-
brigðan, hraustan líkama. Ferða-
maðurinn er kominn á fætur
löngu fyrir dag, klæðist og
plaggar sig hlýtfe og létt af mikl-
um áhuga, borðar alt sem lystin
leyfir, 0g gleymir þó ékki að
stinga svolitlum bita í vasa sinn
til upplyftingar, ef þolið kynni að
linast, þegar á ‘daginn líður.
INærgætnin er heldur aldrei ut-
an dyra á slíkum augnablikum;
íslenzku konurnar vita líka únd-
ur vel hvað við á, og láta sína
aðstoð aldrei vanta, leggja sig
þá heldur úfe af aftur stundar-
korn, þegar heiðargöngumaðurinn
er lagður af stað og þangað til
dagrenningin tekur svertuna af
rúðunni. Það er stór furða, hve
mikils fagnaðar og hugrekkis
konan nýtur við svona tækifæri
af dagrenningunni 0g sólarupp-
komunni, þó hún sitji heima og
þó ferðamaðurinn sé henni ekki
vandabundinn. Það er mannúð-
arandinn í landinu, sem veldur
þfirri meðvifeund, að bróðurlund-
in aðstoði ferðamanninn, og að
heimilinuj undir heiðinni hlotn-
ist gæfa af því, að ferðamannin-
um sé hugsuð fararheill, og ó-
gæfuboði, ef hann hendir slys.
Víða hagar svo til, að ferðamað-
urinn sfeendur nokkurn veginn
jafnt að vigi frá tveimur eða
þremur næstu bæjum undir heið-
inni, en iþá 'er ávalt spurt eftir
því, þegar velja skal um gisti-
stað: Hvernig er að komast það-
an á morgnana? Undir fjallveg-
um er það fylginautur gestrisn-
innar, að hjálpa mönnum til að
komast snemma af stað á morgn-
ana, og er þá sagt, að ferðamað-
urinn eigi daginn fyrir sér, og
felst í því sama ðrylggið eins 0g
að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Enn þá eitt þýðingarmikið at-
riði er í endurminningunni að-
fylgjandi dagrenningunni, en það
er andrúmsloftið. Mikið meira
var um það talað og meiri á-
herzla á það lögð í mínu ung-
dæmi, en hvað nú er í afhaldi,
að njóta andrúmsloftsins í sem
fullkomnustum mæli snemma á
morgnana, en varast útivist sem
allra mest á kvöldin.
t ákveðnum tilgangi hefi ég
mint á daferenninguna, sem er
auðvitað ekkert annað en fyrir-,
boði sólaruppkomunnar.
Dagrenningin er einkum fögur
og áhrifamikil fyrir fullvissuna,
sem henni er samfara um sólar-
uppkomuna. Hún verður okkur
ósjálfrátt undirsfeaða hógværrar
gleði, nýrra vona og aflmeiri
vilja; hún verður okkur einmana
á löngum fjallvegi dagrenning
umhugsunar, og við förum að
finna til þess að hún er takmörk-
uð, jafnvel sólaruppkoman sjálf í
allri sinni dýrð, bendir þó á nótt-
ina og kuldann, en leiðir jafn-
framt til umhugsunar um það
híbýli, þá vistarveru í allsherjar
tiiverunni) þar sem dagurinn á
miðstöð ljóssins í öllum áttum,
þar sem aldrei skyggir að og
aldrei þarf að bíða eftir dagrenn-
ingu, leiðir til þeirrar hugsunar,
sem hvetur manninn til að gera
grein fyrir því fegursta 0g full-
komnasta, því vísdómsfulla o'g
máttuga, svo það verði manni
smám saman að eftirlöngun,
hjartanlegbi, til guðsdýrðar-
þekkingar, svo er allsherjar sólin
vermir 0g þroskar þá þrá með
manninum, þá verður það smám-
saman meðvaxinn eiginleiki, sem
býr í björtum og fögrum sjón-
deildarhring, og sækist ekki eftir
neinu lakara. Þar sem guðsdýrð-
arþráin er skýr, þar er alt kring-
stætt, sem í manni býr.
Það er lífsandans holla and-
rúmsloffe, sem er dagrenningunni
samfara, að hugsa til dagseturs
æfi sinnar, fjallveginn á enda,
um ljósið og máttinn og lífið, sem
náttúran vitnar um 0g okkar eig-
in dómgreind er leyft að sxilja,
og verða að skilja og verða hlut-
takandi í.
Heiði næst á háum stað,
hugsjónirnar berast að,
tfjallablærinn fæðir það,
feikna öfl í huga spyrnast.
Það er hið hreina, holla loft dag-
renningarinnar á vðginum yfir
1
heiðina, þar sem heimshyggjan
skyggir sízt á.
Eins fyrir því þó við nú séum í
Canada, þá erum við öll framar og
aftar á heiðarvegi æfidagsins, og
höfum fleiri og færri endurminn-
ingar meðferðis og höfum meira og
minna hagnýtt þá lærdóma, sem
dagrenningin og sólaruppkoman
frambuðu, höfum meira og minna
þroskast og tileinkað okkur af
þeirri miklu fegurð og skýru bend-
ingum, sem þessir dýrðlegu við-
burðir vitna um. Við höfum spurst
fyrir og reynt að skilja það sjálf-,
hvar sé tryggast að leggja af stað,
og vel farnast okkur, ef við leggj-
um upp frá Nazaret, ef fegurð
hinnar daglegu sólaruppkomu hef-
ir sannfærfr okkur og þroskað svo
skilning okkar, að við fulltreystum
dýrðlegustu uppkomunni á þessari
jörð, sólaruppkomunni á veginum
upp»frá Nazaret.
Heima á íslandi sr metramál
vegarins höggvið á steina meðfram
brautinni, svo að ferðamanninum
skuli vera auðvelt að sjá hvað á-
vinst. Á velginum upp frá Naza-
ret er þessu nokkuð öðruvísi var-
ið. Þar eru vegarmerkin eða
metramálið alt af ljósum gert,
þeim Ijósum, sem eru öllu blá-
grýti þolnari og óafmáanlegri,
gerð af ljósum, sem á næstliðnum
1930 árum hafa aldrei dofnað eða
orðið slökt af fellibyljum né flóð-
um skilningsleysisins, léfetúðar og
sjálfbyrgingsháttum a'ldavenj-
uunar. Ljósin standa báða vegu
við velginn. og heita hvert sínu
nafni, svo ekki er um að villast,
enda hægurinn hjá að afla sér
upplýsinlga um merkin, því nýja
testamentið leggur öllum, sem
vilja, þær í té. Enda bera þau
sjálf heiti sitt í geislastöfum frá
sólaruppkomunni. Eg get aðeins
bent á, hvað þau fyrsfeu bera með
sér, t. d.: Eg ákæri þig ekki. Á
því skulu mennirnir þekkja, að
þið séum mínir lærisveinar, að
þér elskist innbyrðis. Það sem
þér viljið að mennirnir geri yður,
það skuluð þér og þeim g.era, o.
s. frv. — Ljósin eru þess eðlis,
að þau ekki einungis upplýsa
veginn, heldur og einnig ferða-
manninn sjálfan innbyrðis, kenna
honum að þekkja sjálfan sig, öll-
um þeim sem vilja. Þess utan
'brenna þau rykið á veginum og
hreinsa og vermá andrúmsloftið,
og það er eins og það stafi gleði-
andi örvggisáhrif af Ijósunum,
menn finna aldrei til lúa og eru
undur ánægðir með vegalengdina.
Og það er nú undrunarefni. hvað
allir þroskast að skilningi á þess-
um vegi, já, allir, og seinasta
Ijósið er mér sagt að þýði þetta:
Faðir, eg þakka þér. að það er
smælingjum oninberað; sem vitr-
ignum er hulið. Er það ekki dá-
samlegt? Það er eins og allir
verði þess aðnjótandi.
Fr. Guðmundsson.
ÁRNl SIGURDSSON.
Fæddur 16. Apr. 1839 á Fagradal
í Breiðdal, dáinn 7. Apr. 1931, hjá
syni sínum Þórði að Mozart, Sask.
\
Bjart er á Breiðdals vegi.
Björt er á túni og fjöllum
ársól á Apríldegi,
yfir þeim fögru völlum.
Birtuna gefur blindum,
barngóður lífsins andi.
Auðgast að úrvalsmyndum
útsjón á dýrðarlandi.
Hugur til hæða sækinn,
hækkar á æfidögum.
Almáttar endast tækin,
eilífðar þroskalögum.
Gen!ginn á gildum boða,
gröfin fjötrana hlýtur.
Mildinnar morgunroða
margþjáða augað nýtur.
Hugprúða hjartað tekið.
Háleita vakið næmið.
Þakka þér fyrir þrekið,
þakka þér fagra dæmið.
Ellin legst holds að herðum,
haggast ei andans kraftur.
Þó sé ég seinni á ferðum,
við sjáumst bráðum aftur.
Leiðist þeim búnir bíða,
bezt eru sætin heima.
Hugurinn horfir víða,
himnarnir Ijósin geyma.
Þú grær á sælla sviði,
sólríka dagsins hlynur.
Lif í guðs faðmi’ og friði,
framliðni, kæri vinur.
Fr., Guðmundsson.
ÞAKKARORÐ,
Við, synir og tengdadóttir Guð-
rúnar sál. Antóníusdóttur ísberg,
vottum öllum vinum og ættingj-
um nær og fjær, hjarfrans þakk-
ir fyrir hluttekning og aðstoð í
sorg og missi okkar. En einkum
fvrir alt. það góða og innilega, sem
• í té hinni framliðnu.
Biðjum við alla, sem hlut eiga að
máli, að taka þessi orð sem til
sín töluð persónulelga og þiggja
okkar innilegasta þakklæti.
Baldur, Man., 18. ág. 1931.
Björgvin T. ísberg.
Kristbjörg ísberg.
Antóníus T. ísberg.
Ferðalagjí Kína
í engu menningarlandi eru
ferðalög meiri erfiðleikum bund-
in en í Kína. Til þess eru þrenn-
ar ástæður einkanlega: Illir veg-
ir, úrelt og ófullkomin farartæki
og óeirðir. öllu þessu venst mað-
ur. En ofan á alt þetta bætist,
að á öllum langferðum verður
maður að hafa með sér sængur-
futnað. Minstu og algengustu
“húsdýrin” í Kína eiga auðvitað
sök á því; en þeim venst úi)lend-
ur maður aldrei.
Skömmu fyrir síðustu mánaða-
mót fluttum við hjónin til Laoho-
kow. Mar*gsinnis erum við búin
að ferðast hér á milli Cengchow
og Laohokow, en sjaldan án þess
að eitthvað sögulegt hafi komið
fyrir.
Fyrstu endurminningar mínar,
frá þeim ferðalögum, eru auðvit-
að bundnar við sjálfa brúðkaups-
ferðina.
Það var haustið 1926. Eg var
þá í Tengchow, en unnustan í
Laohokow, og þar átfei brúðkaup-
ið að standa. Uxaklaufir og múl-
asnahófar og mannafætur, hafa
rutt veginn á milli þessara
tveggja staða að mestu leyti. Nú
höfðu gengið sífeldar rigningar.
Vegurinn var ófær, enda er hann
allur gjörður úr mold, svo að
hvesgi sést sandkorn eða stein-
vala. — Brúðkaupsdagurinn rann
upp bjartur og fagur. Veizlugest-
irnir voru komnir. En ekki hefði
neinum komið á óvart, þótfe brúð-
guminn hefði ekki komið. Hann
kom þó um síðir. Engar venju-
legar torfærur hindra mann, sem
er í slíkum erindagerðum!
Það fór ver fyrir félaga mín-
um, sem gifti si!g í Laohokow
nokkru áður: Alt var reiðubúið.
Brúðurin sat með slæðu og mýrtu-
krans tímunum saman og—beið.
Gestirnir urðu óþreyjufullir. Rétt-
irnir kólnuðu og stóðu óhreyfð-
ir á borðunum til kvölds. En
piesturinn kom ekki. Hann kom
ekki fyr en daginn eftir!
Árið 1926 fóru bílar öðru hvoru
á milli Laohokow og Tengchow.
— Nú fanst okkur óviðfeldið að
leggja af sfeað í brúðkaupsferð á
venjulegum^ kínverskum uxa-
vagni. Vildum við ekki taka ann-
að farartæki en góðan bíl, sem
færi á 3 klukkustundum þessa
sömu leið, sem uxarnir komust
naumast á tveimur dögum.
Dramb er falli næst. Á hverj-
um de!gi fóru uxavagnar til Teng-
chow. En við biðum. í tvær vik-
ur biðum við eftir þvi að vegur-
inn yrði bílfær. — Því meiri var
gleðin, er við ókum úr hlaði með
60 mílna hraða. Uiíavagnarnir
eiga fult í fangi með að koma sér
úr vegi.
Bíllinn stöðvaðist skyndilega.
Það var í fyrsta forarpollinum.
Uxavagnarnir ná okkur aftur. Og
þeir fara fram hjá, hver á fætur
öðrum. Við mokum aur og erum
forugir og sveittir. Litlu Ford-
vélinni veittist erfitt að burðast
með 14-manna kassabákn. Með
aðstoð brúðhjónanna, kemst bíll-
ipn loksins upp úr forinni. Og
nú er ekið sleitulaust. Eftir
nokkrar mínútur nálgumst við
næsta forarpollji ökumaðurinn
setur upp geisihraða. En “litli
Ford” flýgur þó hvorki né hopp-
ar; svo sekkur hann affeur niður
í aurinn, upp á miðjar síður.
Ekki man ég nú hvað oft þetta
endurtók sig ,en það stóð eitt-
hvað í hlutfalli við tölu forar-
pollanna.
Svo fór, að farþegunum þótti
sér nóg boðið. Gjörðu þeir nú al-
ment verkfall og varð bílstjórinn
að leigja uxa til að draga bílinn
upp úr síðustu forarpollunum!
Vorum við þá samdóma um að
miklu skárra hefði verið að ferð-
ast þetta á venjulegum kínversk-
um uxavagni.
Og bílarnir hafa haft vit á að
skammast sín. Þéir hurfu ger-
samletga á þessu sama ári, og á
þessum vegum hefir ekki spurzt
til þeirra síðan.
Tilgangur þessara lína er þó
fyrst og fremst sá, að segja ykk-
ur frá þessu síðasta ferðalagi
okkar á milli Tengchow og Lao-
hokow.
Með konu og börn fýsti mig
ekki að vera nætur sakir neins-
staðar á þessari leið. Leigðum
við því vagna, sem múlösnum var
beitt fyrir og samnin'garnir stóðu
og féllu með því, að við kæmumst
alla leið til Laohokow um kvöldið.
Honan er eitt af þétfebýlustu og
frjósömustu héruðum landsins,
en hverskonar umbætur, svo sem
vegagerð og annað því líkt, eiga
þó hvergi lengra í land. Fátækt,
vanþekking og óeirðir eiga öllu
fremur sök á því, en fastheldni
við fornar venjur.
• Á þessum degi mæfetum við
mörg hundruð hjólbörum, hlöðn-
um með allskonar varningi, burð-
armönnum ,, í tugatali, f jölda af
vögnum, stórri úlfaldalest og ótal
mönnum fótgangandi.
Umferðin var reyndar óvenju-
lega mikil, vegna þess, að fyrir
nokkrum dögum höfðu ræningjar
gjört vart við sig, o'g stöðvaðist
þá öll umferð skyndilega. En nú
hafði varðlið nokkurra þorpa kom-
ist að samningum við ræningj-
ana, og var þá eins og stýfla
brísti: umferðin hófst á ný með
meiri straumþunga en áður. Á
löngum kafla meðfram veginum
stóðu varðsveitir ræningjanna.
Kröfðu þeir nokkurs fjár af öll-
um, sem fóru fram hjá, en gerðu
mönnum annars engan miska. —
Þeir veittu okkur undanþágu, án
þess að nokkur býggist við því
eða færi þess á leit, buðu okkur
góðgerðir og sýndu okkur óvenju-
mikla kurteisi. Flestir þessara
manna báru öll einkenni ræfils-
legasta óþokkalýðs.
Þegar við nálguðumst Laoho-
kow í hálfrökkri um kvöldið, kom
fyrir atvik, sem við seint gleym-
um.
Við urðum að hafa hraðann á,
til þess að komast til bæjarins áð-
ur en virkishliðunum var lokað.
En kapp er bezt með forsjá: Á
mjórri steinbrú skamt frá bænum,
féll annað vagnhjólið upp að öxl
niður í glufu á milli steinanna.
Eg sat fremst með litla drenginn
okkar í fanginu; var eins og okk-
ur hefði verið kastað með heljar-
afli út fyrir brúna, en hún er
þrigigja mannhæða há. Konan mín
sat inni í vagninum með yngsta
barnið; sá hún ófarir okkar. En
af því að hún hélt, að vagnhjólið
væri fyrir utan brúarbrúnina,
bjóst hún við því, að vagninn ylti
út fyrir og ofan á okkur. Við feðg-
arnir lentum í aur og 'bleytu og
varð hvorugum meinfe, af þessari
miklu byltu.
Við náðum háttum í Laohokow
um kvöldið, og vorum glöð í huga
og Guði þakklát.
Þe!gar þetta er skrifað, hafa
ræningjar enn á ný stöðvað alla
umferð á Tengchow veginum.
Ræningjarnir eru nú svo fjöl-
mennir, að varðlið þorpanna og
nokkur hundruð manna úr ríkis-
hernum, hafa ekki getað veitt
viðnám.
iFyrri uppskerutími þessa árs
er í nánd. En á óeirðarsvæðun-
um í Honan horfir tál mikilla
vandræða. Síðastliðið ár lá fjöldi
jarða algjörlega í eyði, en flestir
'gátu þó sáð vetrarhveitinu. Nú
lítur út fyrir, að ræningjarnir
gjöreyði þessari einu lífsbjörg
þúsunda manna.
Við erum kristniboðsvinum
þakklát fyrir gjafir “til nauð-
staddra manna i Kína”. 1 vor
hjálpuðum við á annað hundrað
manns um matbjörg. En á slík-
um vandræðatímum er eins og
sérhver tilraun til að hjálpa op-
inberi að eins vanmátt manna og
getuleysi. Og því kvíðum við
.mest, er við hverfum til Teng-
chow að hausti, að horfa upp á
öll þessi bágindi — en aðgerðar-
laus.
.t. Laohokow, Hupeh, China.
100. maí 1931.
Ólafur ólafsson.
—Bjarmi.
Athygli
Eg hefi fengið bréf frá Shelvin-
Clarke Company, Fort Frances,
Ont., sem tilkynnir mér dauða
Björns Bjarnasonar, líklega ætt-
aðs úr Fáskrúðsfirði. Hafði
hann dáið af slysi 4. febrúar s.l.
í Flanders, Ont. Bréfið getur um,
að í Winnipeg muni vera kona,
sem sé ættingi hans eða að ein-
hverju leyti vensluð honum. —■
Vill nú sú hin sama gera svo vel
og hafa tal af mér; eða hver sá
annar, sem kynni að hafa þekt
þennan dána mann.
A. C. Johnson,
Danish Consul.
Helnótt
Húmskuggar — höfug er nótt,
hálf-máni veður í skýjum.
Grjótlagðar götur eg treð,
grámúrutm stórborgar hjá.
Annar var ágúst í dag!
Annála-skáldin að kveða.
Skrítið var — skáldunum brást
skýring á komandi nótt.
Heimsbörnin sigrar oft svefn,
sælt er þá urnvefja.st myrkri.
Dauða manns bróðurhönd býr
byr — unz að lífsaflið þver.
Lífið er líðandi stund —
líðandi til þess að deyja!
Dauðinn er drotnari alls,
dauðanum lífið er háð.
Sofa und sandi og mold
sókndjarfir víkinga niðjar.
Endur fyr glímdu við grjót,
götu sér ruddu í skóg.
Næðisrík náttmyrkurs hönd
nöfn þeirra og afreksverk hylur.
Þannig er “feðranna frægð
'fallin í gleymsku og dá.”
'Vestur um holskeflur hafs
hingað í draumsælda ríki,
sigldu þeir, feðumir, fyr,
fullhugar sannir að dáð.
Bjuggu að þroskun 0g þrótt;
þúsund ár kjarnaríkt skópu
reynslu-bil — þjóðtungan þá
þýð eins og ljúfraddir vors.
Nýbygðin vestræna var
veglegust nýbygð á jörðu.
Framhald hins forn-helga alls,
fóstrað hjá íslenzkri þjóð.
Ungir við ólumst við mátt
íslenzkra sagna og ljóða.
Stigum fram, strengdum því heit
Stefnufast sigla þau mið.
Gæfu og atgerfi oft
ófús er samleið í heimi.
Islendinugseðlið er breytt,
ættartrygð varpað á bál.
Ungþjóðin annað mál kýs,
íslenzkan förlast og glatast.
Margur, sem mentaður telst,
mál hans er verra en dautt.
Þannig frá Gizur og Geir,
Gunnari, Njáli 0g Snorra,
hrakin er helfararleið,
hollmenning norræn — og frónsk!
Saga nú grafin og gleymd.
Geggjun 0g verzlunaræði
útrýma ljóðum 0g list,
ljós þau að eilífu slökt.
Annar var ágúst í dag!
Annála-skáldin að kveða.
Skrítið var — skáldunum brást
skýring á komandi nótt.
O. T. Johnson.