Lögberg


Lögberg - 03.09.1931, Qupperneq 4

Lögberg - 03.09.1931, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1931. .................... Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. ; Winnipeg, Manitoba. | Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lbgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfrain. The "Lögrberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Alþjóðasýning korn- tegunda Eins og almenningi þegar er kunnugt, hefir verið ákveðið að stofna til Alþjóðasýningar á korntegundum í höfuðborg Saskatchewan-fylkis, næstkomandi sumar. Töluverð andspyrna hefir komið fram gegn sýningu þessari, og er því meðal annars harið við, að tíminn sé óhentug- ur sökum þess, hve uppskera yfirstandandi árs hafi í mörgum tilfellum hrugðist, og að þaraf- leiðani sé örðugra um æskileg sýnishom, en ella myndi verið hafa. Ekki verður því neitað, að slíkar mótbárur hafi við nokkur rök að styðjast; þó munu litlar líkur til, að sýningunni verði frestað. Nefnd sú, er að þessari fyrirhuguðu sýningu stendur, hefir, ásamt meiru og fleiru mikilvægu í sambandi við undirbúninginn, fengið einn víð- frægasta komræktarbónda Sléttufvlkjanna, til þess að rita nokkrar leiðlbeiningar í sambandi við val sýnishorna; er sá Mr. Herman Trelle, stórbóndi í Alberta-fylki, er hlotið hefir heims- frægð fyrir ræktun hveitis, sem og reyndar flestra annara komtegunda, þeirra, er ræktaðar em vestanlands. Mr. Trelle hefir áskilið sér öll einkaréttindi leiðbeiningum sínum viðvíkj- andi; en til þess nú að sem allra flestir geti orð- ið þeirra aðnjótandi, hefir fræðslustjóri sýning- arnefndarinnar, Mr. S. J. Latta, fengið undan- þágu frá þessum einkaréttinda ákvæðum, og sent Lögbergi til birtingar greinir Mr. Trelle; verða þær því smátt og smátt birtar hér í blaðinu, eða að minsta kosti útdráttur úr þeim; fer hér á eftir ein slíkra greina í lauslegri þýðingu: Val sýnishorna af k0rntegundum. (Copyright 1931.) Eftir Herman Trelle. “Ekki verður um það vilst, að á stómm svæðum vestanlands í ár, hafi uppskeran beðið mikinn hnekki sökum ofþurka; slíkt verður samt sem áður tæpast til nýlundu talið, með því að svo má segja, að á hverju einasta sumri verði einhver héruð útundan, hvað regn áhærir. Til allrar hamingju hagar samt alla jafna hér í landi þannig til, að þótt veðráttan sé ekki sem hagfeldust á vissum stöðum, þá framleiða-önn- ur svæði gnótt góðrar uppskem, er velja má úr fyrirtaks sýnishorn. Ekki verður það til einsdæma talið, að hémð þau, sem jafnaðarlega em bezt til þess. fallin að framleiða fullkomnustu sýnishorna tegund- irnar verði útundan, hvað nægilegan raka snertir, því slíkt getur komið fyrir ár eftir ár; það hefir líka víða hent í sumar. En bændum þeirra héraða, sem þannig er ástatt með, til hjartastyrkingar, skal þess getið, að sýnishora' þurfa ekki að verða einskorðuð við þessa árs uppskeru, því sýningarnefndin hefir hlutast til um það, að nota megi sýnishorn frá fyrri áram. Þess þegna er það, að þau hémð, er harðasf hafa orðið xíti, geta í flestum tilfellum tekið sama þátt 1 sýningunni og hin, sem af náttúr- unnar völdum eru betur sett. 1 þeim fáu orðum, ,sem eg þegar hefi ritað og kann að rita í náinni framtíð um þetta mikil- væga sýningarmál, ætla eg aðallega að halda mér við þau svæði, er austan liggja Klettafjalla og vestan Rauðárdals í Manitoba; þó ber þess jafnframt að gæta, að hið sama gildir að mestu leyti um aðra liluta þessa lands, þar sem akur- yrkja er stunduð. Auðsveipni kemst ekki að, þegar um lögmál náttúrunnar er að ræða; náttúran réttir manni ekki ávalt þá ávæxti, er maður helzt kysi; vegir hennar em dulrænir og fullir leyndardóma; þó verður sú staðreynd ekki umflúin, að í því nán- ara samræmi við hana sem störf vor eru, þess meiri ávinnings má vætna. Með samanburði við hin góðu ár, þegar gróðrarskilyrðin frá sáningu til uppskemtíma, vora í sínu eðlilega horfi, má komast að nokk- urn veginn glöggri niðurstöðu um það, hvernig uppskeran það og það árið muni reynast að gæðum. Hafi gróðrartímabilið verið slíkt, að skiftst hafi á ofþurkar og steypiregn til lang- frama, eða hagl og stormar, þarf ekki við góðu að búast, því öll slík öfl, ef úr hófi keyra, hafá veikjandi áhrif á hverskonar plöntulíf sem er. Einungis þar, sem svo hagar til, að náttúru- öflunum er stilt í hóf, má vænta þeirra komteg'- unda, sem beztar verða að teljast til sýn- ingar. Verulega gott og hraust hveiti, springur sjaldan síðar út en í lok júnímánaðar. Þeim mun fyr, sem það springur út, þess betra, það er að segja, ef stöngullinn er sæmilega langur, eða þrjú til fjögur fet. Sem dæmi upp á gott hveiti, er það, að stöngullinn sé beinn, með því að þá nýtur það bezt liins ferska lofts. Verði hveiti, sem þann- ig er ástatt með, aðnjótandi hæfilegs regns og híta, má vænta sæmilegrar uppskeru, einkum hvað gæði snertir; slíkt hveiti ætti jafnaðar- lega að vera slegið nálægt fyrsta september; svipuð regla gildir um hafra, einkum og sérí- lagi Banner og Victory tegundirnar. Beztu hveititegundirnar og líklegastar sem góð sýnishom, fyrirfinnast að jafnaði þar, sem gott er skjól fyrir næðingum; þessu ættu þeir alment að gefa gaum, er í hyggju hafa að taka þátt í sýningu hveitis. Svo sem tíu dögumj áður en kornsláttur hefst, koma glegst í ljós hin ákveðnu einkenni fullþroskans. Sé um óvenjulega bráðþroska uppskera að ræða, má vænta betri sýnishoma af þeim blettum, þar sem gróðurinn gengur hægt fyrir sér. ” Mr. Trelle tjáist þess fullviss, að hin fyrir- hugaða Alþjóðasýning korntegunda, er nú hefir nefnd verið, muni reynast canadiskum landbún- aði regluleg lyftistöng; að hún leiði til aukins áhuga á hveitiræktinni og veki bændur til nýrr- ar umhugsunar um það, hve mikið sé undir því komið, að framleiða aðeins beztu og markaðs- vænlegustu tegundimar; þessum fræga hveiti- kongi Sléttu'fylkjanna, er einkar hugarhaldið um það, að þátítaka í sýningunni verði sem allra almennust, því með þeim hætti einum, megi vænta tilætlaðs árangurs. Athyglisvert Einn af nafnkendustu hagfræðingum brezku þjóðarinnar, Sir George Paish, fyrrum ritstjóri við Lundúnablaðið Statist, var ekki alls fyrir löngu á fyrirlestraför um Bandaríkin. 1 einum fyrirlestra sinna, komst hann meðal annars þannig að orði: ‘ ‘ Eg finn enga hvöt hjá mér, til að kveða upp Stóradóm yfir ástandi heimsins, eins og því er farið; þó dylst mér ekki, að innilokunarstefna Bandaríkjanna, á sinn drjúga þátt í viðskifta- kreppu þeirri, er um þessar mundir þrengir svo að mannkyninu, að einstætt má kallast í sinni röð. Með orðinu innilokunarstefna, á eg við það þjóðemislega þröngsýni, er einskorðar alt við sjálft sig, og lokar augum fyrir afkomu ann- ara þjóða; eg er heldur ekki í nokkmm minsta vafa um það, að nema því aðeins, að Bandaríkja- þjóðin, sem og reyndar allar aðrar þjóðir líka, sökkvi sjálfsdýrkunar- og innilokunarstefnunni á fertugu dýpi og draga það ekki um of á lang- inn, heldur gróðursetji með sér nýjan skilning og nýja alþjóðahygð, hlýtur viðreisn á sviði við- skiftalífsins að eiga afar-langt í land. Ekki getur það orðið umflúið, eins 0g nú horfir við, að lánstrausti þjóðanna fari hnign- andi enn um hríð, nema því aðeins, að í stað tortryggninnar komi glæddur bróðurhugur og gaignkvæmur skilningur. Dragist þetta um of, horfir heimurinn fram á gjaldþrot og stjómar- byltingar. Nú í seinni tíð hafa stjórnarbylt- ingar verið alltíðar í Suður-Ameríku; þær hafa heldur ekki verið með öllu óþektar í Norðurálf- unni, 0g munu fleiri á eftir fara, verði ekki ráð í tíma tekin. Engin ein þjóð getur að öllu leyti staðið á eigin merg; þær em allar á einhvern hátt, hver upp á aðra komnar; þetta verða þær að láta sér skiljast, því að öðmm kosti verða þær þjóðernislegu þröngsýni að bráð.” Hall Caine Síðastliðinn mánudag lézt skáldið og rit- höfundurinn Hall Caine, sjötíu 0g átta ára að aldri. Þegar Hall Caine var innan við tvítugt, tók hann að gefa út bækur; þótti flestum þá lítið til mannsins koma og var óspart gert gys að ritsmíðum hans; ekki leið þó á löngu, þar til annað hljóð kom í strokkinn; bókaútgefendur tóku að sækjast eftir verkum hans, unz svo var komið, að við andlát hans var hann talinn einn af allra auðugustu skáldsagnahöfundum sinnar tíðar. Af hinum fyrri bókum, er sérstaklega vöktu athygli á Hall Caine, sem rithöfundi, má nefna “The Deemster”, en af hinum síðari, “The Woman Thou Gavest Me”, er verið hefir kvik- mynduð og sýnd víða um heim. Fyrst munu Islendingar hafa kynst Hall Caine af sögunni, “The Prodigal Son”, er var að miklu leyti íslenzk að efni, þó nokkuð þætti færð í stíl. “Myndir” Ríkarðs Jónssonar Eftir Richard Beck. A5 blaða í þessari skrautlegu bók, er svipað og að ganga úr einum sal í annan á fjölbreyttu lista- safni, þar sem hver myndin tekur við af annari. Ríkarður Jónsson hefir verið kallaður einn af fjölhæfustu listamönnum íslenzkum. Þau orð eru ekki töluð út í bláinn. Þetta safn mynda af listia- verkum hans, sem hann réðist í að gefa út í fyrra, ber fagurt vitni fjölhæfni hans, hugmyndaauðlegð og starfsemi. Eru í bókinni myndir nær tvö hundr- uð smíðisgripa og teikninga, en þó hvergi nærri alt, sem eftir listamann þennan liggur, enda segir svo í eftirmála ritsins: “Ríkarður Jónsson hefir unn- ið miklu fleira en svo, en gerlegti væri, að sýna það -alt, og margt jafn-vel og það, sem hér birtast myndir af.” Eigi ætla eg mér þá dul, að dæma um list Ríkarðs, til þess brestur mi'g sérþekkingu;' en eg vil ógjarna, að myndasafn hans verði, vor á meðal, þögninni að bráð, enda væri það lítil virðing þjóð- rækni vorri, ef jafn þ j ó ð 1 e g r i bók væri enginn gaumur gefinn af íslendingum vestan hafs. Ríkarður hefir lagt all-mikla stund á högg- myndalist, og eru hér ýmsar myndir af slíkum lista- verkum hans. Hann hefir gert myndir af mörgum þjóðkunnum íslendinlgum vorrar tíðar, .körlum og konum, auk annara. Hirði eg eigi, að þylja nöfn þeirra. Myndir þeirra, sem eg þekki í sjón, eru mjög líkar þeim að svip og látibragði; og þær eru langt frá því, að vera dauðar og kaldar eftirmynd- ir; listamanninum hefir tekist, að móta í leirinn sérkenni fyrirmyndanna. En þessum hæfileika hans er ágætlega lýst í eftirfarandi ummælum: “Rík- arður Jónsson veitir andlitsmyndum sínum líf og anda eins og sá einn getur !gert, er samlagast fyrir- myndinni með öllu. Dauð stæling getur aldrei hent listamann með hans skapgerð.” (Björn Björnsson, Perlur, I, 3—4, júní 1930)i. “Yiðsjáll” (4. mynd) þykir mér ágætur; við- sjálnin er lifandi komin, hún skín út úr hverjum andlitsdrætti karlsins. Eg verð einnig, að geta sér- sérstaklega tveggja rismynda (reliefs, 3 og 4). önnur er af Stephani G. Stephanssyni skáldi (mig minnir, að hún væri prentuð í Almanaki 0. S. Thor- 'geirssonar árið, sem Stephan fór heim til íslands, 1917). Vangamynd er af honum í miðju, að ofan skáld, með hörpu í hönd sér, á baki skeiðandi skáld- fáksins, en að neðan knýr brautryðjandinn plóg sinn um nýrutt landsvæði, en gnæfandi skógurinn rís til beggja hliða. íslenzk fjöll eru í baksýn. Hin rismyndin nefnist “Verndarhlynur dýranna” og er á minnisvarða Tryggva Gunnarssonar. Hér blasir við augum voldugur og limaríkur meiður, en undir greinum hans finna hin ýmsu dýr skjól: saufé, hestar, kýr, hundar og kettir. í fjarlægð sjást hlíðar og tindar. Eru rismyndir þessar ljós vottur smekkvísi og hugvitssemi listamannsins og lýsa, með auðkennum, Stephani, langförlu skáldinu og margreyndum landnemanum, og Tryggva, óþreyt- andi málsvara dýranna. En listfengi Ríkarðar lýsir sér eigi síður í mynd- skurði hans. Hann hefir hlotið í vöggugjöf sjald- gæfa hagleiksgáfu og þroskað hana með löngu námi undir handleiðslu ágætra kennara, íslenzkra og erlendra. Honum hefir verið trúað fyrir stóru pundi og vart verður því neitað, að hann hefir á- vaxtað það vel. Sem vænta má, eru í bók hans fjölda margar myndir af útskornum munum hans; getur þar að líta næga fegurð, ok fjölbreytni. Fyrst er prófsmíð Ríkarðs, sem sveinsbréf hans selgir að sé “aðdá- anlega af hendi leyst”; en það er spegilrammi, hið mesta völundar-verk, nú á Þjóðminjasafnjnu. Þá eru hér bikarar„ bókahillur, vegghillur, blekbytt- ur, skrautskrín, vindlahylki, tóbakspontur, stafhún- ar og enn fleira. Mun mega segja, að hér sé eitt- hvað það, sem dragi að sér athygli hvers eins. Af útskornu gripunum þykir mér “Þangsteinn- inn” (85. mynd)i hvað sérkennile'gastur; kemur hér fram, sem víða annarsstaðar í list Rikarðs, hve ramm-íslenzkur hann er. Hann finnur efnivið nóg- an í umhverfi sínu, á láði og legi, í íslenzku dýra- ríki (smbr. hornspænina og pappírshnífana með fugla og fiskasköftunum á 97. og 98. mynd, og marg- ar fleiri), og í hversdagslífi þjóðar sinnar. Hann sækir oft fyrirmyndir sínar í íslenzkt sjómannalíf. Sjá myndirnar “Fiskimaður”, “Sjómannskoss” og “Sjómannsbæn” (83—84) og enn aðrar. Þá er ask- urinn með rostunginn á lokinu, selina á handföng- unum og frostrósirnar á loki og hliðum (93. mynd) há-íslenzkur 0g enginn hversdagsgripur. Blekbytturnar (103—106 mynd) eru hver annari fegri og frumlegri. Hin fyrsta er víkingaskip und- ir seglum; önnur sýnir Mími við Mímisbrunn; hin þriðja er íslenzkur sveitabær; sú fjórða hlóða- pottur, hreinasta afbragð. Hlóðirnar og potturinn svo lík sjálfum sér sem mest má verða, og flatbrauðið á hlóðarsteininum svo náttúrlegt, að nærri kemur vatn fram í munn manns. Og hvað getur íslenzk- ara en hlóðapott og flatbrauð fyrir oss, sem ólumst upp við þau? Illa færi, ef eg gleymdi bréfapress- unni (124. myndþ; er hún í hrútslíki, en stuðlabergs- súlur að baki. Það er svo sem ekkert efamál, að Ríkarður er “manna þjóðlegastur í list sinni”. Kemur það enn fremur fram í því, að hann notar mjög íslenzkt höfðaletur í myndskurði sínum. Þá eru teiknmyndir Ríkarðs, en eitthvað sextiu myndir þeirra er hér að finna; eru margar þeirra prýðilega gerðar. Sem dæmi andlitsteikninga hans, nefni eg myndina af séra Friðrik Friðrikssyni— “Bæn” (134). Þar hafa dráttlistarmanninum ekki fatast handtökin. Snildar handbragð er einnig á myndinni “Stúlka við rokk” (145). Hvergi lýsir hugarflug Ríkarðs sér, ef til vill, befcur, heldur en í sumum teikningum hans. “Vísa um konuna” (144), er óður um fórnfúsa ást móðurinnar, sem vefur börn sín að barmi sér og hlýjar þeim með örmum sínum og mjúkum lokkum. 1 svipuðum anda er “Tröllamóðir” (156), er sýnir, svo enginn fær um vilzt, að móðurástin fer ekki í mann- greinarálit. Andstæðunum eilíf- nýju, elli og æsku, er skipað hlið við hlið á myndinni “Frá, frá, frá!” (168)i; gamall maður ríður fót fyrir fót niður hjarnþakta hlíðina, en á eftir honum kemur unglingur á fleygiferð á slega, og hrópar: “Frá, frá, frá!” “Nef- tóbaksmaður í -Hornlgrýti” (174) er einkar sniðug mynd. Tóbaks- maðurinn stendur í vatni upp að höku, uppi yfir honum hangir tó- bokspontia, en of hátt, þó hann reigi sig aftur á bak. Mynd þessi skýrir sig fyllilega sjálf. “Past- eurs minning” er hin áhrifamesta mynd, og hittir markið afbragðs vel. Dauðinn, í beinagrindar- líki, eins og við á, situr og horfir dapurlega í eggina á ljá sínum, sem stórt skarð hefir verið brotið í. En hver hefir sljófgað sigð dauðans meir, með nýmælum sín- um í læknisfræðinni, en einmitt Pasteur? — Augljóst er þess vegna, að margar teikningar Ríkarðs eru táknrænar (symbol- ic(; þær vekja mann til umhugs- unar, því að þar leynisti dýpri sannleikur en birt verður við fyrstu sýn. Auðvitað hefi eg hvergi nærri þurausið þann nægtabrunn, sem bók Ríkarðs er, að eins nefnt þær myndir, sem augað hefir helzt staldrað við; en flestum mun þykja um auðu!gan garð að gresja í myndasafni hans. Eins og efninu sæmir, er bók- in vönduð að öllum frágangi. Á kápunni er eirstungin mynd eft- ir Ríkarð af æskuheimili hans, Stirýtu víð Hamarsfjörð. Aðalsteinn kennari ,Sigmunds-. son hefir séð um útgáfu bókar- innar og skrifað gagnort og glögt æfiágrip Ríkarðs; lýsa nið- urla'gsorð Aðalsfceins listamann- inum svo vel, að eg tek þau hér upp: “Ríkarður hefir alla æfi verið efnalítill og of mikill hugsjóna- maður til þess, að vera fallinn til fjárafla. Hann hefir átt fyrir heimili að sjá, orðið að vinna flest verk sín “eftir pöntun”, og skort því tóm og efni til þess, að fást við umfangsmikil verkefni. Telur hann enn ógert alt það eða flest, er hann vinna vildi, en það eru myndhöggvaraverk í sfcærra stíl. Að þeirri listgrein og söng hneigist hugur hans mest. Svo kvað hann eitt sinn: “Ef eg hefði aðeins nægar krónur: “skyldi eg höggva helg og merk hundruð—þúsund listaverk.” Bókinni fylgir myndaskrá á sænsku, ensku og þýzku, nokkrar upplýsingar um myndirnar, og þörf skýring á íslenzku höfða- letri. í ensku nafnaskránni væri réttara að þýða “Stúlka við rokk” með “Girl at her spinning- wheel”, í staðinn fyrir: “by spin- ning wheel”; og “Sjá þann hinn mikla flokk” með “Behold that mighty flokk” í staðinn fyrir ”Behold that mighty herd”. En slíkt eru smámunir einir. “Myndir” Ríkarðs er bók ágæt- lega fallin til hvers konar tæki- færisgjafa. Hafi 0. S. Thor- geirsson hana ekki til sölu, mun hann geta útvegað hana. Ríkarður hefir um nokkurt skeið átfc við vanheilsu að búa og fór utan í vor, sem leið, sér til heilsubótar. Vonandi heimtir ís- land hann heilan úr sjúkdóms- greipum áður langt líður. Það mætti ekki við, að missa hann frá störfum á bezta aldri. Frá íslandi Reykjavíkurblöð frá 8. ágúst geta þess, að séra S. 0. Thor- láksson trúboði sé þá um það leyti að koma til Reykjavíkur. Með honum er frú hans 0g börn þeirra fjögur. Gert er ráð fyrir, að trúboðinn flytji þar erindi og sýni myndir frá Japan. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Betra er seint en aidrei Það eru nokkrar vikur síðan eg kom heim af kirkjuþinginu, sem var haldið að Gardar, N. D., 25. júní 1931. Það var í fyrsta sinn, að eg hafði komið á þær slóðir. Eins í fyrsta sinn, er eg hafði farið á kirkjuþing, en í sannleika er eg þakklát og ánægð yfir, að hafa farið. Eg hitti þar bróður minn, sem eg hafði ekki séð í ell- efu ár, og fósturbróður, sem eg hafði ekki séð síðan eg var tólf ára, en mundi vel eftir; hann var 22 ára, þegar hann fór til Ame- ríku með móður sinni og stjúpa. Ó, hvað okkur á Hámundastöðum fanst hart að missa hann; en nú hafa þessir frændur, Guðjón bróð- ir og Árni Árnason, sem er bróð- ursonur móður okkar, átt heima í Grand Forks all-lengi, og ekki langt á milli húsa þeirra. Guð- jón er sölumaður fyrir stórt fé- lag, en Árni vinnur í hveitimylnu. Eg dvaldi hjá þeim í sóma og yfirlæti í meira en viku. Grand Forks er rétt fallegur bær, ekki eins þéttbýlt eins og í mörgum viðlíka stórum bæjum. íbúatalan er um átján þúsund. Sunnudaginn, sem eg var þar, vorum við við messu , er höfð var í einhverju stiærsta leikhúsjnu, því stór kirkja er í smíðum, sem þessi ensk-lúterski söfnuður er að láta byggja. Það var mikið á- nægjuefni að sjá svo stóran hóp af fólki við inndæla guðsþjón- ustu á svo óavanalegum messu- stað. Á Garðar var eg til húsa hjá frændfólki mínu, Eiríki og Guð- rúnu Scheving. Þar var okkur gott að vera, sem vorum svo hepp- in. Eg sendi þeim góðu hjónum hjartans kveðju fyrir frábærlega góðar viðtökur; þar fann maður sig rétt eins og heima hjá sér, og svo þefcta góða eftirmiðdags- kaffi, sem allir nutu í ríkum mæli báða dagana á Garðar hjá kven- félaginu; þar var mikill myndar- skapur á öllu, og eg þakka hjart- anlega fyrir mig. Frá Gardar fór eg til Jónatans og Ingibjargar konu hans, sem er eitt blessað frændfólkið; þar er stór fjölskylda og börnin fjarska myndarleg; má segja með sanni, að það sé myndar heimili með afbrigðum. Á því heimili sá eg nokkuð alveg sér- stakt í sinni röð. Sunnu- dagsmorguninn bauð Mrs. And- erson mér og mágkonu sinni, Mrs. Bjarnason frá Winnipe'g,, að koma út; hún sagðist vilja sýna mér búskapinn úti. !Svo fór hún með okkur að litlu húsi á túninu. Eg hugsaði með mér, að þarna væri hún að ala upp einhverja tegund af hreinkynjuðum ungum; en er hún opnaði dyrnar, var ekki til- gátn mín rétt, því í staðinn fyrir ungahús, var þarna regluleg vinnustofa. á löngu borði við dyrnar, undir glugga, voru þrjár prjónavélar, skrúfaðar á borðið með nokkru millibili, og sokkar eins og á miðjum legg í þeim. Eg varð reyndar hissa; svo við stór- an legubekk stóð rokkur og ksmbar og ull af öllu tægi og litum. Þar á öðru borði stóð stór taska alveg full með sokka, þvegna og pressaða og reiðubúnir til að seljast. Eg er viss um, að þarna voru margar tylftir af sokkum, og konan sagði mér, að hún seldi á hverju ári plögg fyrir mikla pen- inga. Eg bað hana blessaða að lofa mér að reyna að prjóna; hún sagði mér að setjast í stólinn sinn og reyna, og sýndi mér hvað fast eg ætti að halda í sokkinn. Eg fór að öllu með mestu varúð, og var með sjálfri mér viss um gð alt; gengi vel; en þrisvar reyndi eg og alla tíð ólagaði eg sokkinn, en konan lagfærði aftur og aftur, en eg gat bara ekki lært að prjóna. Eg svo sem hafði áður séð prjónavél, því eg átti hana sjálf í Bannock og nóga ull. Eg reyndi mikið, en var þarna á rangri hyllu með verkið, eins og Árni læknir okkar á Vopnafirði sagði um sig, að hann væri á rangr'i hyllu í lífinu sem læknir. Hann var skagfirzkur og góður maður, en sorglega lítill læknir, og það var vel, að hann vissi það sjálfur, en miklaðist ekki af lækninum. Hann var góður vin- ur okkar hjónanna og starfaði mikið að hreppsstörfum með Jóni mínum sálaða, og þeir áttiu vel saman. Sigríður Hallgrimsson. 1880 Grand Ave., St. Paul, Minn.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.