Lögberg - 03.09.1931, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1931.
BIs. 5.
Giovanni Papini
um helga menn og listamenn.
Giovanni Papini er einn af
helztu og frægustu núlifandi rit-
höfundum meðal rómanskra
þjóða. Hann varð heimsfrægur
fyrir Æfisögu Krists, sem einn-
ig er vel kunn hér á landi síðan
hún kom út í Lögréttu og svo í
bókarformi. iPapini hefir skrif-
að margt annað, m. a. æfisö'gu
sína eða játningar, mjög ein-
kennilega bók, einnig stórt rit
um Ágústínus kirkjuföður og ýms
skáldrit. Einnig eru til eftir
hann í bókarformi fjögur eða
fleiri ritgerðasöfn. Eitt þeirra
, heitir verkamenn í víngarðinum,
og er safn af greinum um ýmsa
merka menn, Petrahcha, Michel-
angelo, Loiola, Franz frá Assici,
Manzoni, guðspjallamennina o. fl.
Papini segist sem sé vera kominn
að þeirri niðurstöðu, að eina
fólkið, sem hann geti þolað og
virt í veröldinni, séu helgir menn
og listamenn, þeir, sem líkja eft-
ir guði og þeir sem líkja eftir
verkum guðs. Þeir einir, segir
hann, hafa eitthvað saman við
hinn eilífa að sælda, og þess
vegna eru þeir hafnir yfir hjörð
þeirra, sem vinna til þess að leita
launa eða kaups og þeirra, sem
leita nautna. Helgir menn reyna
að geta sér til um það, hvernig
sé sál hins eilífa, til þess að getia
líkst honum, en listamenn reyna
að líkja eftir búningi hans, þeirri
mynd, sem hann tekur á sig. Helg-
ir menn eru rétt bornir synir
guðs og við erum allir synir hans,
þótt einungis fáir minnist sonar-
skyldu sinnar og listamaðurinn
er frændi guðs eins og Dante
komst svo heppilega að orði, og
er þess vegna í nánu sambandi
við guð, þótt fjarlægara sé en
samband heilags manns við
hann.
Þannig lýsir nú Papini í for-
mála ritgerðasafnsins, sem að
ofan er nefnt, afstiöðu helgra
manna og listamanna og því,1
hvers vegna hann skrifar ein-
göngu um slíka menn. Ritgerð-
ir hans um þá eru nokkuð mis-
jafnar, en ýmsar góðar og vel
skrifaðar. Meðal þeirra er ein um
páfann, sem nú er, Pius xi., og
af því mikið er nú um hann rætt,
vegna deilanna við ítölsku
stjórnina ekki sízt, verður sagf
dálítið frá þessari ritgerð, þar
sem hún sýnir einnig afstöðu
rithöfundar eins og Papini gagn-
vart páfavaldinu og gefur nokk-
urt sýnishorn af þessu nýjastia
ritgerðasafni hans. — Lögr.
Píus XI.
Páfaveldið og skoðanirnar á því.
Áður fyr, þegar tímarnir voru
minna upplýstir en nú, af villu
kæruleysisins, segir Papini, voru
hver einustu ummæli páfans út-
skýrð orði til orðs eins og rit
Platós eðo Shakespeares eru nú
skýrð við háskóla. Þegar páfinn
talaði, hlustuðu börn hans, til
þess að hlýða. En nú á dögum
getur allur þorri jafnvel þeirra
manna, sem hæla sér af því, að
vera sannir kaþólskir trúmenn,
ekki séð af meiri tóma til þess að
athuga páfabréf, en rétt svo að
þeir renni augunum yfir útdrætti
blaðanna úr þeim, því að þeir
þurfa að lesa greinarnar um í-
þróttakappleiki, fundi og skemt-
anir. Páfinn talar á latínu, dauðu
máli. Hann talar til trúaðra
manna, sem er hálfdauður mann-
flokkur.......
Páfinn er einstök persóna í öll-
um heiminum. Sagnfræðingum
er hann einstakt vitni um liðna
fornöld, erfingi Mósesar, lög-
gjafans, ' eftirkomandi /Cæsar-
anna, sá eini, sem eftir lifir
af samtímamönnum Tiberiusar.
í augum heimspekinganna varð-
veitir páfinn einn lifandi erfi-
kenningu platonisma Jóhannesar
og aristotelisma Tómasar og
notar þá til þess að dæma stað-
reyndir alheimsins. Sú gríska
speki, sem er einskær lærdómur
hjá háskólakennurum og liðin
saga, er enn þá lifandi hugsun
hjá páfanum, að svo miklu leytii
sem kristindómurinn hefir til-
einkað sér merg hennar fyrir
milligöngu helgra manna. í
augum listamannanna er páfinn
eini þjóðhöfðinginn, sem eftir er
í fornum, göfugum stíl, sá eini,
sem í s^nnleika ræður yfir mönn-
um, þjóðhöfðingi, sem birtist
fólki sínu í auðlegð Assyrisi, í
tign Salomons, í veldi Péturs
postula og talar tungu Vergils
undir hvelfingum Michelangelos
við hljóðfæraslátti Palestrina.
í augum sbjórnmálamanna er páf-
inn andlegur höfðingi yfir nærri
þrjú hundruð miljónum manna
og hefir trúboða, fulltrúa og um-
boðsmenn í öllum löndum allra
heimsálfa, svo að frá mannlegu
sjónarmiði einu er íVaticanið
einhver mesta miðstöð alþjóðlegs
lífs. Loks er páfinn í augum
kaþólskra manna eftirmaður Pét-
urs postula og heldur áfram starfi
Krists með óskeikulli aðstoð
heilags anda. Páfinn er maður
eins og við allir hinir, en talar
samt í nafni guðdómsins, hann
er jarðneskur, en talar samt um
himnaríki, meðan hann er á lífi
er hann í sífeldu sambandi við
framliðna, hann er nýtízkumað-
ur, en þó mjög forn; hann er
ítali, en ávarpar þó allar þjóðir,
hann er syndari, en getur þó máð
burt hverja synd.
Hjá þeim 259 páfum, sem ríkt
hafa fram á þennan dag, hafa
komið fram allar tegundir manna,
páfar sem voru einsetumenn,
páfar sem vörðu borgir og sömdu
frið, hermenskupáfar á hestbaki,
listhneigðir páfar er studdu and-
legt líf, páfar sem héldu fast á
réttvisinni, páfar sem ljómuðu af
mildi. Sumir voru fyrst og
fremst löggjafar, aðrir reistu
hallir og kirkjur. Meðal þeirra
eru sjötíu og fimm helgir men*
og fleiri en einn óverðugur. En
allir unnu þeir með mismunandi
krafti og heill að hinni einstæðu
byggingu hinnar almennu post-
ullegu kirkju.
Maðurinn, sem nú er páfi, er
fæddur Langbarði, en er nú
borgari allra bæja veraldarinn-
ar. Hann hét Achille Ratte, en
sagan mun þekkja hann undir
nafninu Pius XI.. Næst á eftir
guði og foreldrum sínum, elskar
hann tvent mest: fjöllin, sem
hefjast upp í heiðan himininn, og
fornar bækur, sem, opinbera
leyndardóm liðins tíma. En
nú eyðir hann dögum sínum í
botni dalsins og helgar sjálfan
sig því starfi, að skapa mönnum
betri framtíð.
Þannig lýsir Papini páfanum
og páfavaldinu, sem nú er svo
mikið rætt og barist um, ekki
sízt á Spáni og í ítalíu. — Lögr.
Frá íslandi
Skáldkonan fræga, Sigrid Und-
set, hefir verið að ferðast um
ísland í sumar. Mun hún ekkí
hafa komið þar fyr. Henni var
haldið samsæti að Hotel Borg í
Reykjavík 12. ágúst. Sömuleiðis
Gunnari skáldi Gunnarssyni, sem
líka hefir verið á íslandi í sumar.
Trú og vísindi
Skoðun amerískra vísindamanna
og iðjuhölda.
Eins og marga mun reka minni
til varð áköf deila í Ameríku ár-
ið 1922 um trú og vísindi. Átt-
ust þar aðallega við ofstækisfull-
ir bókstafstrúarmenn og þröng-
sýnir og kreddubundnir vísinda-
menn. Varð það til þess, að sex-
tán trúmálaleiðtiogar, fimtán nafn-
togaðir vísindamenn og fjórtán
stóriðjuhöldar í Bandaríkjunum
birtu í öllum helztu blöðum
landsins eftirfarandi yfirlýsingfl
um skoðun sína á sambandi trú-
ar og vísinda:
“Vér undirritaðir hörmum það
mikillega, að í vissum deilum,
sem nýlega hafa átt sér stað,
hefir bólað á tilhneigingu til að
lýsa þannig vísindum og trú, að
þau séu ósamræmanleg og komi
í bága hvort við annað, því í
raun og veru svara þau til mis-
munandi mannlegra þarfa og
uppfylla öllu heldur en útiloka
og upphefja hvort annað í því
að auka alhliða þroska mann-
lífsins.
Hlutverk vísindanna er að auka
án hleypidóma eða nokkurra fyr-
irframmyndaðra skoðana þekk-
inguna á fyrirbrigðum, gangi og
löfmálum náttúrunnar. Hlutverk
trúarinnar, sem er enn þýðingar-
meira er á hinn bóginn að þroska
samvizku, hugsjón og viðleitni
mannanna. Hvort um sig svarar
tíl djúptæks og lífsnauðsynlegs
þáttar mannlegs sálarlífs og bæði
eru nauðsynleg fyrir líf, fram-
farir og heill mannkynsins.
Vísindin hafa leitt oss til há-
leitrar guðshugmyndar, er alger-
lega samrýmist æðstu hugsjón
trúarinnar, þar sem þau lýsa
guði þannig, að hann hafi opin-
berað sig um aldir alda, sumpart
með því hvernig jörðin hefir
þróast, unz hún gat orðið heim-
kynni mannanna, og sumpart
með því, að blása smámsaman
lífi í efnið, unz það nær sínu
hæsta stági í manninum, sem
gæddur er andlegu eðli og búinn
guðdómlegumj hæfileikum.”
Meðal vísindamanna, sem
skrifuðu undir þétta jskjal, var
sjálfur forseti vísindafélags
Bandjaríkjanna (The National
Academy of Sciences)i, dr. Char-
les D. Walcott, Henry Fairfield
safnaða. Hann nafngreinir líka
forvígismaður þróunarkenning-
arinnar þar í landi, og Robert
Andrews Millikan, er hlaut eðl-
isfræðisverðlaun Nobels árið
1923. Sá síðarnefndi gaf skömmu
síðar út erindi um vísindi og trú
og þar skýrir hann frá því, að
hann og margir aðrir vísindamenn
séu starfandi meðlimir kristinna
safnaða. Hann nafnggeinir líka
marga, sem í einu hafa verið
framúrskarandi vísindamenn og
einlægir trúmenn, svo sem allir
heimsfrægustiu vísindmenn Eng-
lendinga: Newton, Faraday, Jam-
es Clerk-Maxwell, Kelvin og Roy-
leigh lávarður. Millikan tekur
það fram um Kelvin, að þó hann
hafi orðið fyrstur manna til að
ákveða aldur jarðar nálægt 100
miljónir ára, hafi það, hvað sem
leið fyrstu kapítulum biblíunnar,
ekki á nokkurn hátt fjarlægt
hann kirkjunni, sem hann unni
til dauðadags. 1887 er Kelvin
var í mestum blóma, ritaði hann:
“Því dýpra sem vér kðfum í vís-
indin, því meir fjarlægja þau oss,
að minni hyggju, öllu því er styð-
ur mál guðleysingjanna.” Og 1
vertíðarlok rihaði hann: “Ef þér
hugsið nógu skýrt neyða vísind-
in yður til að trúa á guð, sem er
upphaf allra trúarbragða.’l Og
Silvanus P. Thompson, sem ritað
hefir æfisögu hans, segir um
hann: “Trú hans var altaf ákaf-
Rannsókn var að sögn hafin á
því, hvernig á þessum flutningi
stæði. Foringinn hvarf, án þess
lögreglan næði til hans. En tal-
Iega einföld og barnaleg, kreddu- ið er líklegt, að félagar hans verði
laus og óblandin beiskju sértrú-
arflokkanna. Honum féll illa að
heyra unga menn, sem aldrei hafa
öðlast þekking á dýpri hliðum
tilverunnar, halda fram rudda-
legum guðleysisskoðunum.” —
Millikan kveðst geta tilfært sams-
konar ummæli úr æfisögum
þeirra vísindamanna, er áður voru
nefndir, og verði menn þó vel að
gæta þess, að hann hafi ekki tal-
ið þá vegna tlrúrækni þeirra, en
af því að þeir séu alment viður-
kendir fremstir í flokki vísinda-
mannana. — G. Á. — Lögr.
dæmdir í sekt. Mælt er, að það
ha^i verið full alvara þessara
manna, að fara til íslands með
skotvopn þessi. — Mgbl.
Landsbankinn
Spaugilegt tiltœki
ef satt er
í norskum blöðum hefir birzt
sú fáránlega saga, að nokkrir
ungir menn hafi ætlað að gera út
leiðangur til íslands á vopnuðu
skipi að víkingasið, og fara ráns-
hendi um héruð. Foringinn á að
hafa verið maður 28 ára að aldri,
til heimilis í Osló.
Sagt er, að hann hafi keypt
gamla skútu og ráðið til sín 12
menn. á skipið, er allir voru karl-
menni að burðum. Hafi hann í
upphafi sagt þeim, að hann ætl-
aði með þá í veiðiför. En rétt um
það leyti, sem þeir ætluðu af stað,
þá hafi hann sagt þeim að hann
ætlaði í víkingaför að fornum
sið. Skýrði hann þá skipshöfn-
inni frá fyrirætlunum sínum, að
hann ætlaðist til þess að þeir
sigldu fyrst út í mynni Osló-
fjarðar, tækju þar eitthvert fiski-
skip með valdi, sem væri á leið
til veiða, og skyldu þeir sigla þvi
til íslands.
Mælt er að skipshöfnin hafi
fallist á fyrirætlanir foringja
síns. En áður en þeir lögðu af
stað frá Osló, fengu þeir skipun
um að sækja kassa einn þungan
og fyrirferðarmikinn, er var ný-
kominn sjóleiðis frá Þýzkalandi,
og var úti í skipi þar á höfninni.
En er hinir herskáu og hug-
djörfu Norðmenn voru að bisa við
að ná í kassa þenna, þótti at-
ferli þeirra eitthvað grunsam-
legt. Kom þá upp úr kafinu, að
í kassa þessum voru byssur og
ýms skotfæri.
Lipur afgreiðsla og vörugœði einkenna verksmiðju
vora. Stærála brauðgerðahús í Canada. Vér sendum
vöruna heim til yðar hvernig sem viðrar.
1 00 umboðssalar í þjónuátu vorri.
Canada Bread
Company, Limited
Portage Ave. and Burnell St.
Phone 39 017-33 604
FRANK HANNIBAL, framkvæmdarstjóri
Reikningar Landsbankans fyrir
síðastliðið ár (1930) eru nýkomn-
ir út ásamt ýmsum athugasemd-
um og yfirliti um íslenzkt at-
vinnu- og fjárhagslíf á reikn-
ingsárinu. Bapkinn starfar nú
samkvæmt lögum frá 15. apríl
1928, í þremur deildum, sem
heita: seðlabanki, sparisjóðs-
deild og veðdeild, og hafa aðskil-
inn fjárhag og reikningshald, og
var aðskilnaði seðlabankans og
sparisjóðsdeildarinnar lokið um
síðustu áramót og eru þessir
reikningar, sem hér um ræðir,
fyrstu sérreikningarnir fyrir
hverja deild.
Seðlabankinn átti í lok reikn-
ingsársins gullmynt c. 1 miljón
120 þús. kr.. Inneign hjá erlend-
um bönkum var c. 2 miljónir 152
þús. kr., minkaði á árinu um c.
7.4 miljónir vegna verðfalls ísl.
afurða og tregrar sölu. Seðlar
í umferð voru 6 miljónir 122 þús.
kr. Innstæðufé í hlaupareikningi
nemur 6 miljónum 767 þús. kr.
Tekjur seðlabankans námu alls 1
miljón 401 þús. kr. og tiekjuaf-
gangur tæpar 780 þús. kr. Rekst-
urkostnaður deildarinnar tæpar
272 þús. kr. Sparisjóðsdeildin
hafði nærri 45 miljónir kr. veltu
á árinu. Lán námu c. 11 miljón-
um 400 þús. kr. og innlendir vixl-
ar og ávísanir nærri 23 miljónum.
Tekjur sparisjóðsdeildar ásamt
útbúum námu um 3 miljónir 749
þús. kr. og tekjuafgangur 499
þús. kr. Reksturskostnaður var
tæplega 45% þús. kr. Afskrifað
tap deildarinnar í Reykjavík nem-
ur tæpum 54 þús. kr., útbúsins
á ísafirði nærri 42 þús. kr., út-
búsins á Eskifirði 415 þús. kr., á
Selfossi 154 þús. kr. og Sparisjóðs
Árnessýslu 16 þús. kr.
Veðdeildin veittí árið 1930 (úr
8. og 9. flokki) 196 lán að upp-
hæð samtals 2 miljónir 49 þús.
kr. Alls hefir veðdeildin veítt
3,706 lán úr 9 flokkum frá því
um aldamót að upphæð rúml. 204
miljónir 95 þús. kr. — Lögr.
SÉRHVER BÓNDI í Veát-
ur-Canada getur nú selt upp-
skéru sína á opnum markaði.
Þúsundir fyrri viðskiftavina
ætla nú að láta United Grain
Growers selja korn sitt.
UNITED GRAIN GROWERS
byggja viðskifti sín við bóndann á
gagnkvæmum skilningi, fjárhagsleg-
um trauátleika, og tuttugu og fimm
ára reynslu í því, að selja uppskéru
hans á opnum markaði. Æfing og
reynsla þessa bændafélags og þjón-
usta þess í þágu viðskiftavina sinna,
á fáa, eða enga sína líka í Vestur-
Canada.
Tryggið hag yðar og afgreiðslu, með
því að senda korn yðar í U.G.G.
kornhlöðu, eða beint til United Grain
Growers Limited.
466 SVEITA K0RNHLÖÐUR
TERMINALS at Port Arthur and Vancouver
Export Offices at C\[eW York and
tVinnipeg
UNITED GRAIN GROWERS Ej
Bank of Hamilton Chambers
WINNIPEG
Lougheed Building
CALGARY
THE
Dominion
Business
Colleáe
has been successfully engaged in the training of
Western Canada’s business leaders for the past
twenty years. Its record of achievement finds its
expression in all progressive business enterprises
in Manitoba and the other Westem Provinces
It costs $20.00 a month to take a Dominion College
day course. There is a reason for every dollar.
1
The Dominion has the only recognition that
—is of value to the student, namely that of
leaders in business as well as the public in
general.
The Dominion gives an absolute guarantee
—with its training.
3The Dominion has the finest business col-
—lege buildings in Canada.
4The Dominion premises are cool in summer
—anð warm in winter, including in their me-
chanical equipment a water air-cooling
svsitem of ventilation.
5The Dominion has an ideal location that
—while central is removed from crowded
streets and noisy surroundings.
6
8
9
10
11
The Dominion is an All-Canadian school
—with no outside attachments.
The Dominion places the emphasis on the
-individual student rather than mass forma-
tion of classes, conceiving this contact and
study to be essential to the development of
every student.
The Dominion provides model office train-
—ing for graduates from which they step into
business employment with a valuable office
experience.
The Dominion maintains an employment
—bureau for placing graduates.
The Dominion is the only college in Winni-
—peg preparing students for all the inde-
pendent diplomas recognized in the busi-
ness field.
The Dominion alone among business col-
—leges has won every typewriting award
contested for in three successive years in
Manitoba.
The Dominion teaches both Stenography
1 2—and Stenotypy.
13
14
The Dominion provides vocational guid-
•ance.
The Dominoin provides a monthly re-
—port.
1 K The Dominion attracts a desirable class of
A O—student.
The Dominion offers Day, Night and Cor-
X 6—respondence instruction
17
The Dominion is prepared and equipped to
—carry instruction to the highest degree
obtainable.
18
19
20
The Dominion encourages the spirit of sport
-among its students as long as it does not
infringe on studies. Various athletic clubs
have been formed from its student body.
The Dominion has faith in its work, and in
—its City, and has by far the largest invest-
ment in husiness education.
The Dominion has a large staff of qualified
—and experienced teachers who make the
interest of the student their own.
No business training institution has better advan-
tages. MAKE IT YOUR CHOICE.
Enroll Tuesday Next
and be qualified for business employment in the
Spring.
The
Dominion Bnsinoss
Gollege
The Mall, Winnipeg
Also St. James and Elmwood
DAVID COOPER, C.A.
President.
/