Lögberg - 03.09.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.09.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1931. ÍEFTIB ALICE DUER MILLER “Það verður vatnsglas í herbergdnu þínu, góða mín,” sagði Miss Bennett, en hélt áfram upp stigann. Þegar stúlkan kom aftur, sagði Lydía: “Heyrðu, Fríða! Eg á von á manni rétt strax. Þegar þú ert búin að opna fyrir honum, mátt þú fara í rúmið. Kveiktu samt fyrst í eldsta'ð- inu í stofunni, ef eldurinn er ekki lifandi.” Hún stóð upp og drakk úr vatnsglasinu hæg*t og hægt. Hún hlustaði á fótatak Miss Bennett færast fjær og fjær, en hún hlustaði líka eftir fótataki utan við dyrnar. Það skíðlogaði í eldstæðinu í stofunni og bar jafnvel birtuna af rafljósunum ofurliði. Lydía fór úr kápunni, en fór þó að öllu eins hljóðlega eins og hún gat, því hún vildi vera viss um að heyra, ef einhver kæmi upp að dyrunum. Það var mjög hljótt í húsinu og jafnvel borgarskrölt- ið var að deyja út. Við og við heyrði hún þó að bíll fór um strætið og stundum líka, að skelt var bílhurð, og réði hún af því, að nágrannamir væru að koma heim frá kvöldskemtunum sínum. Henni var kalt á höndunum og hún reyndi að verma þæf við eldinn. Það hlaut að vera kalt úti fyrst henni var kalt á höndunum. Það gat ekki komið til af neinum skapbrigðum, hélt bún, því henni fanst hún vera alveg köld og róleg í skapi. Hún leit á klukkuna og hana vantaði fimtán mínútur í tólf. Hún néri sam- an höndunum. Gerði hann það af yfirjögðu ráði, að láta hana bíða? Hurðin var opnuð mjög hljóðlega, og Miss Bennett kom inn , Hún var í einum af þessum silki sloppum, sem hún notaði þegar hún var fáklædd, en þurfti eitthvað að ganga um húsið eða sat inni í herbergi sínu. “Góða barn!” sagði hún, “þú ættir að vera komin í rúmið.” “Eg er að bíða eftir gesti, sem eg á von á, Benny. Hann getur komið á hverri mínútu. og eg býst ekki við að þú kærir þig um að láta hann sjá þig svona klædda.” Miss Benett ypti öxlum. “Eg er nú eldri en tvævetur,” sagði hún, “og til hvers er að eiga þessa fallegu silki- kápu, ef enginn má sjá hana?” “Það er Dan O’Bannon, sem eg á von á. ” sagði Lydía, “og eg þarf að tala við hann einslega.” “Ætlar O’Bannon virkilega að koma hing- að? Þú getur ekki tekið á móti honum hér ein- sömul á þessum tíma nætur. að er komið mið- nætti.” “Það eru ellefu mínútur til miðnættis enn,” sagði Lydía um leið og hún leit á klukk- una. “Eg vil að þú farir, Benny. ” Miss Bennett hikaði. “Eg held ekki, að þú ættir að taka á móti honum einsömul. Mér finst það ekki vera rétt.” “Það er ekkert á móti því, eg hlakka til að sjá hann.” “Eg veit ekki hvort það er óhætt. Hver veit hvað gæti komið fyrir?” “Komið fyrir! Hvað ætli gæti komið fyr- ir?” sagði Lydía. “Hann fer kannske að sýna þér blíðuat- lat,” og það var auðfundið, að hún vildi gefa í skyn, að þær vissu báðar hvemig karlmenn- irnir væru. En hún var ekki fyr búin að segja ]>etta, en hana iðraði þess, því það leyndi sér ekki, að Lydía brá skapi. “Hvaða andstygðar vitleysu ertu að segja, Benny? Þessi maður! Eg vildi næstum að hann reyndi það. Eg held næstum að þá mundi eg drepa hann.” Miss Bennett liélt ekki að þessi stóryrði þýddu mikið. Henni fanst þetta, eins og svo margt annað, bara sagt út í loftið. Það var það líka kannske, en Lydía festi augun á stór- um og oddhvössum skærum, sem vom á skrif- borðinu og sjálfri fanst henni ekki, að hún væri að segja tóman hégóma. Miss Bennett sýndist ráðlegast að fara. “Líttu inn í herbergið mitt, þegar þú ferð upp,” sagði hún. “Eg sofna ekki dúr fyr en þú kemur.” Jafnvel eftir að Miss Bennett var farin, gat Lydía ekki annað en hugsað um það, sem hún hafði verið að segja. Gat þessum manni dottið nokkuð slíkt í hug? ímyndaði hann sér kannske, að hún hefði beðið liann að finna sig í þeim tilgangi, að reyna að vinna ást hans? Gat hann ekki séð, að þetta var sönnun fyrir því, að hvernig sem viðskiftum þeirra hefði áður farið, þá taldi hún sig fullkomlega jafn- ingja hans, og meir en það. Það væri ekki nema gott, ef hann skyldi fara að tjá henni ást sína. Því þyngra yrði höggið, þegar hún léti það ríða. Klukkan sló tólf. Henni þótti sjálfri und- arlegt, hvað þessi bið reyndi mikið á taugpr hennar. Það var ekki óvissan, því hún vissi að O’Bannon mundi koma. Ekki var það nú samt kannske alveg víst. Það var kannske ekki nema rétt eftir honum, að láta hana sitja þarna og bíða eftir sér og koma svo aldrei. Náttúrlega liafði hann fylgt Elinóra þangað, sem hún ætlaði að gista um nóttina. Þau voru kannske að gera sér það til gamans, að lesa það sem hún hafði skrifað á blaðið, sem hún sendi honum, og hæðast að því? Alt í einu heyrði hún dyrabjölluna hringja. Þetta hljóð hafði undarlega sterk áhrif á taug- ar hennar. Stofuhurðin var opnuð og O’Ban- non kom inn. Þegar hún sá hann, hvarf allur taugaóstyrk- urinn. Það var ekkert nema gleði í huga henn- ar, þó sú gleði væri ekki bygð á traustari grundvelli en hatrinu. Hún gladdist yfir því, að nú var hennar tækifæri komið til að hefna SÍll. Hún beið ofurlítið, eins og til að gefa hon- um tækifæri til að afsaka hve seint hann kæmi. “Þér komið seint,” sagði hún svo, eins og kona, sem veit hvað henni ber, þó hún noti engar um- kvartanir eða aðfinningar. “Eg gekk alla leið. Veðrið er dæmalaust gott.” “Yður hefir líklega þótt undarlegt, að eg skvldi biðja yður að finna mig?” “Ekki get eg neitað því,” “Setjist þér niður,” sagði hún, ekki ósvipað því, að hún væri að tala við feimna og lítil- siglda vinnukonu. Hann hristi höfuðið. “Nei,” sagði hann. “Eg má ekkert standa við, það er komið fiam yfir miðnætti.” Hann lagði olnbogann á arinhylluna og tók einhvern hlut, sem þar var og fór að skoða hann. Lydía var ánægð með það, og henni fanst sín aðstaða vera góð. Hún steinþagði dálitla stund. Hann leit af því sem bann var að skoða og leit á hana, en virtist þó gera það með einhverri tregðu. “Mér ]>ykir vænt um að sjá yður hér aftur. heima hjá yður,” sagði hann. Nú þurfti hún ekki að bregða fyrir sig nein- um barnalegum sakleysissvip, sem betur fór, eins og hún hafði orðið að gera í rétaraalnum. “Einmitt það,” sagði hún töluvert háðs- lega. “Höfðuð þér ekki ánægju af að heim- sækja mig í fangelsinu, þó heimsóknin væri nokkuð stutt?” Hann hristi höfuðið. “Hvers vegna komuð J»ér þá, má eg spyrja?” “Eg held ekki, að eg ætti að segja yður Iþað.” “Haldið þér, að eg viti það ekki?” spurði hún og reiðisvip brá fyrir á andliti hennar. “Eg hefi ekki eiginlega hugsað um það, hvort þér vissuð það eða ekki.” “Þér komuð til að fá það, sem þér fenguð í i íkum mæli. Þér nutuð gleðinnar af að horfa á þá niðurlægingu, sem eg var komin í.” “Hamingjan góða!” sagði hann stillilega. “Fólk segir þó, að liugboð kvenfólksins sé svo afar næmt.” Tónninn ekki síður en orðin sjálf, reittu hana til reiði, en sjálf vildi hún forðast að bregða skapi sínu, eins og á stóð. “Það gerir í raun og vera lítið, til hvers þér komuð. Það gerir mér ekkert að minsta kosti. En látið þér mig nú segja yður, hvesr vegna eg vildi finna yður. ” Hann virtist ekki veita þessu eftirtekt, en vera sokkinn niður í sínar eigin hugsanir. “Haldið þér að þér getið náð yður aftur og notið lífsins eins og áður? Erað þér” — hann hikaði við. — “Erað þér ánægðar?” “Nei, en eg hefi aldrei verið það. En eg get sagt yður það, að fangavistina tek eg fram yfir alt annað, sem eg hefi reynt um mína daga. Þér gerðuð nokkuð fyrir mig, Mr. O’Bannon, þegar þér senduð mig í tugthúsið, sem enginn annar hafði fyr getað gert, ekki einu sinni fað- ir minn, þó hann reyndi það. Þar lærði eg að þekkja sjálfa mig og hafa vald á skapsmunum mínum, enda er það eina gagnið, sem hegning- in getur gert fólki.” Það glaðnaði yfir honum. “Þér eigið þó naumast við þnð, að þér séuð mér þakklátar,” sagði hann. “Nei, ekki beinlínis þakklát,” sagði hún og brosti dálítið. ”En nú ætla eg að endurgjalda yður þann greiða, sem þér hafið gert mér og borga yður í svipaðri mynt.” . “Endurgjalda mér? Eg lield eg skilji ekki fyllilega, hvað þér eigið við.” “Eg býst ekki við því, en hafið þér dálitla 'þolinmæði^ þór skiljið það bróðum. Þegar á málinu stóð, var mér sagt af vinum yðar, að þér færuð með málið eins og hvert annað glæpamól og þér gerðuð mér sömu skil og lög- brjótum.” “Hvað annað gat eg gert?” “Sem embættismanni ríkisins bar yður vafalaust að líta þannig á. En þér vitið, að í huga yðar bjó önnur hvöt. Sumir héldu, að það væri hinn algengi metnaður ungra manna, að vilja láta bera á sér og láta sín getið með stórletruðum fyrirsögnum í blöðunum. En eg veit, og vil að þér vitið að eg veit það, að það var hefnigirnin, sem réði gerðum yðar í þessu máli.” “Þetta megið þér ekki segja,” sagði hann alvarlega. “Eg segi það hiklaust,” hélt hún áfram, “og eg segi það við yður, því þér eruð sá eini, sem eg get sagt þetta. Þér skiljið ósköp vel, hvemig' þessu er varið. Eg verð að sitja stein- þegjandi, þegar Elinóra er að segta mér hve tilgangur yðar og gerðir allar hafi verið göf- ugar í þessu máli. Þér vitið að það er alveg áreiðanlegt, að eg segi aldrei neinum hvar upptökin eru að því hatri, sem þér bafið lagt á mig. Orsökin til þess er, eins og við vitum bæði, sú, að eg var ekki eins leiðitöm eins og þér vilduð, 'þegar þér einu sinni sýnduð mér óskammfeilna áleitni og reynduð að kyssa mig, en eg—” “Eg kysti yður,’‘ sagði O’Bannon. “Eg býst við því, en—” “Þér vitið að eg gerði það. ” Hún spratt á fætur. “Svo þetta er nokkuð, sem þér þykist af og hafið gaman af að hugsa um og muna?” “Já, mikið.” Hún stappaði niður fadinum. “Þér gleðjist yfir því, að hafa kyet mig nauðuga? Faðmað mig að yður, af því eg var ekki nógu sterk til að slíta mig lausa? Þér viljið muna—” “Það var ekki gert á móti vilja yðar,” sagði hann. “Það var.” “Það var ekki,” endurtók hann. “Haldið .þér ekki, að eg liafi nógu oft hugsað um það, sem fram fór þetta auganblik, til þess mér sé fullkomlega ljóst, livernig þetta var? Þér voruð ekki reiðar. Yður þótti vænt um, að eg tók yður í fang mér; yður hefði þótt vænt um, að eg hefði gert það fyrri.” “Þér erað lygaril” sagði Lydía. “Lyg- ari og dóni, að segja annað eins og þetta.” Hún skalf af reiði. “Þér ættuð að geta skilið, hvaða andstygð það er kvenmanni, að maður sem .hún liefir óbeit. á og fyrirlítur, taki hana í fang sér og kyssi hana. Slíkum viðbjóð er ekki hægt að lýsa með orðum. Og svo bætið þér gráu ofan á svart með því að segja, að eg hafi sjálf viljað þetta, og það hafi verið mér að kenna—” “Bíðlð þér við eina mínútu,” sagði liann. “Eg efast ekki um, að þér hatið mig nú, hvernig sem tilfinningum yðar var þá farið.” “Eg geri það. Eg hata yður,” sagði hún, “og eg get sannað yður það. Eg get unnið yður tjón.” “Þér getið a'finlega unn>ð mér tjón.” “Þér megið reiða yður á, að eg' læt ekkert tækifæri ónotað til að gera það.” “Eg býst ekki við því.” “Eg liefi þegar gert það. Eg liefi ekki eytt tímanum til einskis.” “Um hvað eruð þér annars að tala? Hvað hafið þér gert ?” Hún tók bréfið úr barmi sínum og rétti honum það. Hún var svo óstyrk, að hendurn- ar á henni skulfu eins og hrísla. Hann tók við því, flefcti því í sundur og las það. Hún veitti honum nákvæma eftirtekt, en gat ekki séð á honum nokkra minstu skapbreytingu. Þegar hann hafði lesið bréfið, leit hann til hennar og brosti. “Er þetta þá alt og sumt?” spurði hann. “Mér stendur það á mjög litlu, hvort eg er tek- inn í þetta lögmannafélag, eða ekki. Þér þekk- ið ekki yðar eigin mátt. Ef þér hefðuð látið fangavistina gera yður að kjark lausum ves- aling, eins og stundum kemur fyrir, þá hefði mér liðið svo illa út af því, að eg hefði aldrei beðið þess bætur, eða ef þér hefðuð gifzt þess- um pólitiska ref, sem reyndi að múta mér yðar vegna. Eg skal segja yður, að þegar leið yfir yður og þér félluð niður rétt við fæturnar á mér í fangelsinu í Auburn, þá tók eg út meiri kval- ir, heldur en eg hefi nokkurn tíma reynt, fyr eða síðar, vegna þess að eg elska yður.” “Hjættið þér þessu tali,” sagði Lydía. “Þér skuluð ekki voga yður að segja nokkuð þessu líkt við mig.” “Eg elska yður,” endurtók hann. “Þér þurfið ekki að vera að eltast við aðra eins smá- muni, eins og þetta bréf,” og um leið fleygði hann því kæruleysislega í eldinn. “Þér getið látið mér líða alveg nógu illa fyrir utan það.” “Eg vil ekki hlusta á yður,” sagði hún og gekk í áttina til dyranna. “Auðvitað viljið þér hlusta á mig,” sagði hann og stóð milli hennar og dyranna. “ Síðan eg sá yður fyrst, liafið þér aldrei gert nokkurn skapaðan hlut, sem mér hefir verið til gleði, eða nokkuð í þá átt. Öll mín kynni af yður liafa orðið mér til skapraunar og kvalar. Þeg- ar þér eruð kaldar og skapið er biturt, og þegar þér eruð góðlátlegar og blíðlegar—” Hún hálf-hló að þessu. “Hvenær haflð þér séð mig góðlátlega og blíðlega ? ” “Hvort sem eg hefi séð það eða ekki, þá veit eg, að þér gætuð verið framúrskarandi góðar manni, sem þér elskuðuð.” “Hættið þér þessu tali,” sagði hún af svo mikilli tilfinningu, að hún bókstaflega viknaði. “Látið yður ekki einu sinni detta neitt líkt þessu í hug. Það gerir mig veika.” “Hugsa! Hamingjan góða. Ef þér vissuð alt, sem eg hugsa!” “Hugsið aldrei um mig nema sem bitrasta óvin yðar. Ef það væri satt, sem þér sögðuð, að þér elskuðuð mig—” “Það er safct.” “Eg vona að svo sé. Þeim mun meira tæki- færi hefi eg til vinna yður tjón, því nær takið þér yður að vita, að eg hata yður og fyrirlít og alt yðar verk og alt yðar afhæfi. Þér notið fríðleik yðar og gáfur til að dáleiða einlægt og . gott fólk, eins og Elinóru og Miss Bennett og aumingja Evans. Þér hatið mig, af því eg laöt ekki leiðgast af slíkum hlutum. Eg hefi ekki gleymt yðar óhreinu krókaleiðum, meðan málið stóð yfir, og hvemig þér þvælduð lögin, sem -þér áttuð að vernda og hafa í lieiðri, og hvernig 'þér lékuð á tilfinningur kviðdómendanna. En mest af öllu hata eg yður fyrir það, að þér skylduð koma til Auburn til að gleðja yður yfir óförum mínum og niðurlægingu. Þótt eg gæti fyrir gefið alt annað, þá skvldi eg aldrei fyrirgefa það.” “Eg er ekki að biðja yður um að fyrirgefa mér,” sagði hann. Henni sjálfri til mikillar skelfingar fann hún, að hún var að tapa valdinu á sjálfri sér. Nú hafði hún lá'tið upp þær hugsanir, sem hún hafði byrgt niður í nærri þrjú ár, og þetta var að verða henni ofurefli. Hún fann, að hún mundi ekki geta varist gráti. “Þér getið nú farið,” sagði hún og gekk hratt að dyrunum. Hún fann, að það var grá't- KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST, - - WINNIPEG, MAN. Yard Ofíioe: 6th Floor, Bank of Haniilton Chambers. stafur í rómnum. Hann stóð kyr og lét sem hann hefði ekki tekið eftir hvað hún sagði. — “Heyrið þér ekki til mín?” spurði hún. “Eg ætlast til að þér farið.” “Eg skal fara, en það er eitthvað sem mig langar til að segja við yður. ” Það var eins og hann gæti komið orðum að því, sem hann vildi segja. “Eg tala aldrei orð við yður framar,” svar- aði hún. Hún settist í legubekkinn. Hún hugsaði sér að segja ekki meira og vonaði að hún mundi losan við liann, áður en hún færi að gráta. Hann tók vindling og kveikti í honum. Alt var kyrt og hljótt, þó í New York væri. Lydía varð þess vör, að tárin voru að koma fram í augun á henni, og það var vatn í munninum á henni. Hún tók báðum höndum fyrir andlitið fil áð reyna að dylja geðshæringar sínar, en hann tók til m’áls, án þess að líta á hana. “Eg veit ekki, hvort eg get láltið yður skilja mig eða ekki,” sagði hann. “Eg veit heldur ekki, hvort það gerir mikið til, en hvað máli yðar viðvíkur, þá gerði eg hvorki meira nó minna en það, sem saksóknara ber að gera, en satt er það engu að síður, að—” Hann heyrði gráfekkann og þagnaði alt í einu. “Já, já,” sagði hún með ákafa og andlitið afmyndaðist af grátinum. “Það er rétt, að eg er farin að gráta, en ef þér komið nærri mér, þá drejJ eg yður.” “Eg skal ekki gera það,” svaraði hann. “Grátið þér í friði.” Hún gerði það ekki kyrlátluega, heldur með ákefð. Hún faldi andliltið í sessunum, sem í legubekknum vora, og allur líkaminn skalf eins og hrísla í vindi. Svona hafði hún aldr- ei grátið síðan hún var lítil stúlka. Hún hafði ekkert vald á tilfinningum sínum. Einu sinni heyrði hún O’Bannon hreyfa sig eitthvað. “Snertið þér mig ekki,” sagði hún án þess að líta upp. “Eg ætla ekki að gera það,” svaraði hann. Hann gekk fram og aftur um herbergið; hún heyrði hann ganga um gólf. Einu sinni gekk hann að eldstæðinu, lagði olnbogann á hilluna, sem var yfir því, og tók báðum hönd- um fyrir eyrun. Svo gekk hann beint að legu- bekknum, settist niður og Itók hana í fang sér, .eins og hún væri barn. “Nei, nei,” sagði hún með veikum róm. “Hví ekki, hvað gerir það svo sem til?” svaraði hann. Hún svaraði engu. Hún sýndist ekki einu sinni vita, af því, að hann hafði tekið hana í fang sér og höfuð liennar hvíldi í olnbogabót hans. Hinni hendinni tók hann um herðarnar á henni og horfði á hárið, sem hafði farið tölu- vert úr lagi. Fáum mínútum áður hafði hann haldið að sér væri ekki einu sinni óhætt að snerta á höndunum á henni, því jafnvel það mundi verða sér ofraun. Nú lá hún í faðmi hans og bann vildi feginn gera alt sem hann gat, til að hlúa að henni eins og veiku barni. Hann broslti að sínum eigin hugsunum og þeim skýringum, sem hann hafði haft í huga. Hér var skýringin á sambandinu þeirra á milli, því sambandi, sem var eðlilegt og átti að eiga sér stað. Orðin út af fyrir sig hafa litla þýðingu, svo mikið sem fólk gerir þó úr íþeim. Hann tók hárnælurnar úr hárinu á lienni, svo liárið féll niður á lierðarnar. Engin hjúkrunarkona hefði getað gert það með meiri varfærni. Smáltt og smátt hætti hún að gráta og hún dró andann djúpt. Hann sá að hún var sofnuð. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In. tM-enty-one years, since the foundíng of the "Suocess" Buslness College of Wlnnipes ln 190», npproxiniately 2500 loelandlc students have enrolled in thls College. The decided prercrence for "Suocess” trnlnlriK is slKniflcant, beoausc Icelanders have a keen sense of educatlonal values, and each year tlie nuinber of our Icelandic students shovvs an increase. Day and Evening Classes Open all the Year The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.