Lögberg


Lögberg - 24.09.1931, Qupperneq 1

Lögberg - 24.09.1931, Qupperneq 1
44. ARGANGUR WíNNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. SEPTEMBER 1931 NÚMER 39 Silfurbrúðkaup Að kveldi þess 12. september síð- astl. safnaðist múgur og marg- menni saman í samkomustal lút- erska safnaðarins í Selkirk, Manitoba, til að minnast tuttugu og fimm ára giftingar Runólfs S. Benson og Björgdísar Skardal Benson. Hafa þau hjónin og Benson fjölskyldan verið máttar- stoðir alls félagslífs meðal ís- lendinga í Selkirk um fullan fjórðung aldar. Forstöðunefnd samsætisins leysti verk sitt ágætlega af hendi. Veizlusalurinn, þéttskip- aður gestum víðsvegar að, var fagurlega skreyttur. Sóttu veizlu þessa óefað nær 300 gestir. Veit- ingar voru ríkmannle!gar og nið- urröðun öll prýðileg. Skemtiskrá all-f jölbreytt fór fram og stýrði séra Jónas A. Sigurðsson 'þeirri athöfn. Er silfurbrúðhjónin, börn þeirra sjö og næsltu náungar höfðu verið leidd til sætis, sungu gest- irnir sálmsvers, prestur las ritn- ingarkafla, flutti stutta bæn, og lét aftur syngja sálmsvers. Hófst þá annar þáttur veizl- unnar. Sungu allir: “Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur”. Þá flutti séra Jónas ræðu, er einkum var ávarp frá söfnuð- inu til Mr. Bensons, sem er for- seti safnaðarins, o!g hefir þjón- að þeim félagskap í ýmsum em- bættum nærfelt 20 ár. Auk þess vék prestur að áhuga brúðgum- ans og ættmanna hans hvað snerti öll áhugamál kirkjufélagsins um langt skeið. /Ráðgert var, að séra N. S. Thorlaksson ávarpaði Mr. Ben- son sérstaklega. En af því varð þó ekki sökum fjarlægðar séra Steingríms, er nú þjónar vestur í Saskatchewan. En sonur hans, Þorbjörn læknir Thorlakson frá Winniþeg, flutti (brúðgumanum ávarp í stað föður síns. Séra Rúnólfur Marteinsson, er gift bafði Benson hjónin fyrir 25 ár- um, talaði fyrir hönd gestanna til brúðarinnar. A milli ræðanna söng veizlufólkið. Er veitingar höfðu verið fram bornar var enn sungið. Flutti forseti trúboðsfélagsins og kven- félagsins, Mrs. Stefanía Sigurðs- son, þá Mrs. Benson harla vin- samlegt ávarp frá þeim félögum báðum. Á hljóðfæri léku þau Mrs. How- ard (íslenzk kona) og Leo Odd- son. Fjölmörg fagnaðarskeyti bár- ust' brúðhjónunum, er veizlustjóri las. Voru sum þeirra aðkomin alla leið frá New York. Bar þá Mrs. Steinunn Ander- son fram dýrmæta og fa!gra gjöf frá vinum heiðursgestanna, er þeim var afhent til minja um kveldið, með nokkrum orðum frá samkomustjóra. Meðal þeirra er fluttu ræður, voru: Þórður And- erson, Klemens Jónasson, Sig- urður Ingimundarson og Trausti ísfeld. Mrs. Margrét Sigurðsson flutti heiðursgestunum kvæði. Stóð þá upp Mr. Benson og þakkaði gest'unum með mjög inni- legum orðum gjöf þéirra og alla vinsemd auðsýnda honum o!g hús- félagi hans. Loks voru enn sungin íslenzk þjóðlög, og ,að síðustu “ó, guð vors lands” Var þá komið und- ir miðnætti, og sá kostur einn fyrir hendi, að slíta þessum vina- fundi. lEr það hvorttveggja, að fáir íslendingar á þessumj stöðvum hafa reynst nytsamari en Ben- sonhjónin og ættlið þeirra, enda var þessi mannfögnuður með dæmafáum myndarskap. Gestur. Frakkar kaupa hveiti frá Canada Fyrri hluta ársins, sem er að líða, keyptu Frakkar mikið af hveiti frá Canada, en náttúrlega fyrir lítið verð eins og allir aðrir. Samt sem áður fá bændur þar af- ar hátt verð fyrir sitt hveiti. Eft- ir því sem áætlað er, verður hveitiuppskeran á Frakklandi í þetta sinn 275,000,000 mæla og þar að auki fá þ€ir 6,000,000 mæla frá Morocco. Er þá gert ráð fyr- ir, að Frakkar þurfi að kaupa um 55,000,000 m'æla annar staðar frá. Eru æði miklar líkur til, að þeir kaupi helminginn af þessu frá Canada, en ekki virðis það áreið- anlegt enn þá. Reyna Rússar alt sem þeir geta til að selja Frökk- um alt það hveiti sem þeir þurfa, og bjóða það fyrir lítið verð. FRÁ ÍSLANDI Bifreiðarslys. Reykjavík, 1. sept. 1931. Um klukkan eitt í nótt vildi það sorglega slys til á Elliðaár- veginum, vestast í Sogamýri, að bifreið fór út af veiginum, og s’.ösuðust allir, sem í henni voru, og einn svo mikið, að hann and- aðist litlu síðar. Það var Guð- mundur kaupmaður Jóhannesson frá Brautarholti. — Auk hans voru í bifreiðinní Páll Þórðar- sbn bifreiðarstj., HJrefna Þor- steinsdóttir og Svafa Jónatans- dóttir, og meiddust þau öll all- mikið. Bifreiðin var ný Ford-bifreið og var að koma til bæjarins. Mun hún hafa farið mjög hart, þegar slysið vildi til. Hafði hann kast- ast marga faðma og var mjög brotin. Lögreíglunni var tilkynt slysið um kl. 1% í nótt, og fór þá Daní- el Fjeldsted læknir og nokkrir lögregluþjónar inn eftir til þess að veita hjálp. Var þá fólkið taf- arlaust flutt til Landspítalans, en Gu'ðmundur Jóhannesson andaðist á leiðinni þangað. iLögreglan hóf rannsókn út af slysinu í morgun, en henni er ekki lokið, þegar þetta er ritað. — Vísir. Þrír menn slasast. Reykjavík, 1. sept. 1931. Á sunnuda'ginn var flutningabíll að koma austan úr Þjórsárdal og var í honum sextán manns — starfsfólk hjá Efnagerðinni. Þeg- ar bíllinn var kominn fram hjá Gaukshöfða og var að beygja nið- ur íSauðhúsgilið, er þar slæm bugða á veginum. Mun bíllinn ekki hafa tekið beygjuna nógu krappa og farið of utanlega á brúninni, því að brúnin sprakk og valt bíllinn þar fram af. Er þar ; há og brött brekka o'g fór bíllinn I þrjár veltur með fólkið, og stað- næmdist svo í dálítilli laut. Hafði þá kassinn aftur á bílstjórahúsið brotnað í spón, og var engu lík- ara, en að kassinn hefi verið brot- inn niður til uppkveikju. Svo sem 8—10 mínútur eftir að slysið varð, bar þar að einkabíl, sem var að koma ofan úr dal. Voru í honum Gunnar Kvaran heildsali, G. Guðjónsson mágur hans og Stefán A. Pálsson heild- sali. Var þar ljót aðkoma. Fólkið var að vísu laust við bílinn, sumt blóðugt og sumt hljóðandi. Allir voru þó á lífi, og má það merki- legt heita. En enginn vissi hve mikil brögð voru að meiðslunum. Það kom þó brátt í ljós, að tveir höfðu meiðst mest, Fanny Guð- mundsdóttir og Si'gfús Vormsson. Kona Sigfúsar hafði líka meiðst nokkuð og fengið “shock”. Hitt fólkið var og meira og minna hruflað og meitt. Það kom seinna í ljós. Fanny hafði upphand- leggsbrotnað og gengið úr liði á hinum handleggnum um öxl. Vig- fús Vormsson hafði síðubrotnað, þrjú eða fjögur rif. Þarna var ekki um gott að gera, því að óraleið er til læknis og í síma. Þeir Gunnar Kvaran tóku þá, sem mest öfðu slasast, í sinn bíl og lögðu á stað með þá, en urðu að aka ákaflega hægt, því að stúlkan var viðþolslaus af kvöl- um. Voru þeir nær fjórar stundir niður að Húsatóftum, en þar gátu þeir náð í síma og var nú símað niður á Eyrarbakka til Lúðvíks Nordals læknis og hann beðinn að mæta bílnum á Selfossi. Stóð það og á endum, að þegar bíllinn kom að Selfossi, var Lúðvík læknir þangað kominn. Tók hann nú að gera við meiðslin, en svo hafði hlaupið mikil bólga að liðhlaupi stúlkunnar og beinbroti, að það varð að svæfa hana tvisvar sinn- um áður en kipt varð í liðinn og bundið um brotið. Sjúklingarnir urðu eftir á Sel- fossi, en hitt fólkið mun hafa komið til bæjarins í gærmorgun. — Mgbl. Úr Húnaþingi, 29. ág. 1931. Fyrri hluta júlímán. var norð- læg átt og oft kalt. Grasspretta ill, nema á flæðiengjum og heiða- löndum. Heyskapur byrjaði víð- ast um miðjan júlí. Töður nýttust vel, en urðu um einum fjórða minni en í fyrra, sums staðar var munurinn enn meiri. — Seinni hluta júlí snerist áttin til suðurs. Hefir grassprettu síðan farið mik- ið fram. Fiskafli á Húnaflóa hefir verið allgóður, en oft hefir orðið að sækja aflann langt norður og vestur í flóann.—Laxveiði í yám beð allra minsta móti. Þann 26. júlí héldu Vatnsdælir hálfrar aldar minning Búnaðar- félags Vatnsdæla. Samkoman var haldin að Kornsá. Búnaðarfélag Vatnsdæla var stofnað vorið 1881. Björn hreppstjóri Sigfús- son var einn af stofnendum þess og meðlimur þess alla tíð og for- seti þess fjórtán ár. Frá Bún- aðarfélaginu var honum afhentur hægindastóll að gjöf, en konu hans, frú Ingunni Jónsdóttur, bókagjöf frá sveitungum hennar. Áletrun á stólnum var á silfurskildi. — Mgbl. Minnisvarði Leifs heppna Reykjavík, 1. sept. Með “íslandi” kom hingað mað- ur að nafni Ligner frá Bandaríkj- unum, sendur af stjórninni til þess að koma upp fótstallinum að minnismerki Leifs heppna, sem er gjöf Bandaríkjanna til íslands á Alþingishátíðinni. Með íslandi kom fótstallurinn líka, en líknesk- ið sjálft kemur ekki fyr en að vori. í dag verður byrjað á því að grafa fyrir undirstöðu minnisverkisins og flytja þangað grjót. Líknesk- inu er valinn staður fyrir enda skólavörðustígsins, skamt frá Skólavörðunni, og verður hún nú að víkja — verður brotin niður. Þegar grunnurinn hefir verið steyptur, verður fótstallinum kom- ið fyrir. Er hann tilhöggvinn, en í mörgum stykkjum, sem eru alls fjörutíu tonn. Á hann að tákna stafn á skipi, og er með grunni fimtán fet ensk á hæð. Verður fótstallurinn fullgerður í haust — er búist við að það taki ekki mjög langan tíma — og bíður svo eftir líkneskinu. — Mgbl. Ferð um Grænlands ísa í sumar fóru tveir un!gir Norð- menp, Martin Mehren stúdent og'- Arne Höygaard læknir, til Græn-' lands, og ætluðu sér að ganga þvert yfir landið, þar sem enginn hefir farið áður. Er það þar 1000 km. breitt. Þeir komu til vesturstrandar Grænlands að morgni hins 5. júli — mikið seinna en þeir höfðu upphaflega gert ráð ryrir. Þótti varla álitlegt, að leggja á jöklana svo síðla sumars, en samt gerðu þeir ráð fyrir að komast til aust- urstrandarinnar um 1. september. Ferðin gekk betur en þeir höfðu búist við, því að hinn 18. ágúst komust þeir til austurstrandar- innar. Þeir komust ekki á stað í ferða- lagið fyr en 16. júlí og hafa því verið rúman mánuð á leiðinni. Þeir fengu vonda færð fyrstu dag- ana. Sextán hunda höfðu þeir, en skömmu eftir að þeir lögðu af stað mistu þeir þrjá þeirra í jökul- sprungu. Farangur þeirra var alls 600 kg. og var honum skift á tvo sleða. Þeir lögðu leið sína norðar heldur en Wegeners leiðangurinn fór upp á jöklana, o'g hefir enginn maður farið þar yfir á undan þeim. Áður hafa þó nokkrir faric? þvert yfir Grænland, Friðþjófur Nansen árið 1888, Peary fór yfir það nyrzt 1892 og 1895. Á sömu slóðum fór Knud Rasmussen yfir landið 1912 og 1917. Svisslending- urinn de Quervain árið 1912 sunn- ar en þessir tveir Norðmenn, og Daninn J. P. Koch 1912—13 norð- an við leið þeirra. í sumar fóru Englendingarnir Scott, Stephen- son og Lindsay yfir landið mjög sunnarlega og er það ekki breið- ara þar en 700 km. En leið þeirra Mehrens og Höygaards er sem sagt um 1000 km. Þykir þessi för hin frækilegasta, o!g nokkur vís- indalegur árangur verður eflaust af henni, þar sem þeir hafa kann- að algerlega ókunna stigu, strand- anna á milli. — Mgbl. Jarðskjálftar Á sunnudalginn varð jarðsjálfta vart á nokkrum stöðum í Banda- ríkjunum, aðallega í Ohio-ríkinu vestanverðu og austarlega í Indi- anaríkinu. í einum smábæ í Ohio, sem Anna heitir, skemdust öll íbúðarhúsin, 'og þar að auki kirkjur tvær og skóli. í bænum Sidney í sama ríki, urðu líka nokkrar skemdir. Ýmsir aðrir bæir urðu líka fyrir nokkrum skemdum, en hvergi urðu þeir stórkostlegir og ekkert mann- tjón . Fyrsti hveitifarmurinn frá Churchill Á föstudaginn í vikunni sem leið, 18. september, kl. 10.30 f. h„ lagði brezka vöruflutningsskipið Farnworth af stað frá Churchill áleiðis til London, með fyrsta hveitifarminn, sem fluttur er frá Vestur-Canada til Evrópu Hudson- flóa leiðina. í hálfa öld að minsta kosti hefir fólkið í Vestur-Canada látið sig dreyma um Hudsonflóa zbrautina og siglingar um flóann. Nú er sá draumur orðinn að veru- leik. Brautin er bygð, höfnin sömu- leiðis og kornhlaða, sem tekur 2,500,000 mæla hveitis. Nú vant- ar ekkert nema reynsluna, en hún hún kemur með tímanum. Marg- ir hafa orðið til þess, að spá illa fyrir þessu fyrirtæki og sumir gera það jafnvel enn. Hinir munu þó miklu fleiri nú orðið, sem sjá og viðurkenna nytsemi þess og 'gera sér miklar vonir um, að af því muni mikið gott leiða fyrir land og lýð. Annað skip er nú að leggja af stað frá Churchill, hlaðið hveiti. Það sem bæði skipin flytja eru 545 þúsundir mæla hveitis, sem alt er frá Saskatchewan. Meira hveiti verður ekki sent þessa leið í haust. Grænlandsdeilan og ísland Reykjavík, 27. ágúst. Tilkynning frá ráðuneyti for- sætisráðherra: Um það leyti, er lögð var fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um gæslu hagsmuna íslands út af deilu þeirri, er risin er milli Dan- merkur og Noregs um réttinn til yfirráða á Austur-Grænlandi, barst forsætisráðherra tilkynning frá alþjóðadómstólnum í Hague, um að deilunni hafi, af hálfu Dan- merkur, verið skotið til alþjóða- dómstólsins. Um leið og Alþingi samþykti þingsályktunartilöguna, sendi for- sætisráðherra því, í sambandi við utanríkismálanefnd, alþjóðadóm- stólnum í Hague viðurkenningu fyrir móttöku tilkynningarinnar, en auk þess var því lýst yfir, að ísland teldi sig hafa hagsmuna að gæta í sambandi við þetta mál. — Hefir utanríkisráðherrum Dan- merkur og Noregs verið tilkynt þetta. Loks hefir forsætisráðherra í samráði við utanríkismálanefnd, falið Einari prófessor Arnórssyni að gera skýrslu um Grænlands- málið, og koma fram með tillögur um frekari meðferð þess. — Mgbl. Búskapur Dana Snemma í á!gúst var haldin al- menn búnaðarréðstefna í Árósum, þar sem rætt var tim hina gífur- legu erfiðleika, sem danskir bændur nú ei!ga við að stríða, sak- ir hins mikla verðfalls á afurðum' þeirra. Hinn víðkunni danski búnaðar- hagfræðinugur, G. H. Larsen pró- fessor, hélt því fram á fundi þess- um, að danskur landbúnaður hefði ekki verið í annari eins kreppu og nú, síðan um 1820. í ræðu, Sem hann hélt á fundi þessum, skýrði hann frá m. a. að sagkvæmt hagfræðilegum útreikn- ingum yfir uppskeruna árið sem leið, mætti gera ráð fyrir, að danskir bændur hefðu að jafnaði tapað 105 krónum á jarðrækt sinni fyrir hvern hektara sáðlands. Búfjárræktin hefði verið lítið betri; svínaræktin hefði alls ekki borið sig. Hænsnaræktin væri sú einasta grein búfjárræktar, er al- ment hefði gefið arð. Til þess að gera grein fyrir örð- ugleikum danskra bænda. nefndi O. H. Larsen samanburðartölur á verðlagi á landbúnaðarafurðum og nokkrum nauðsynjum bænd- anna árin 1910 og 1930. Árið 1910 þurftu bændur 52 tunnur af byggi til þess að greiða vinnumanni árskaup, en nú 101 tunnu, þá 10 slátursvín, en nú 22, þá 314 kg. af smjöri, en nú 611 kg. Fjós, sem þá var hægt að byggja fyrir verð 10 kúa, eða 1100 kg. smjörs, er nú ekki hægt að reisa fyrir minna en 20 kýrverð og 2096 kg. smjörs. Vikukaup handiðnarmanna, svo sem smiða, jafngilti þá verði tveggja byggtunna, 25 kg. flesks, eða 12 kg. smjörs, en er nú 7V4 býggtunna, 105 kg. flesks eða 45 kg. smjörs. — Fróðlegt væri fyrir íslenka bændur að gera verðsamanburð með svipuðum hætti, gera sér grein fyrir breytingunum á afurð- um sínum og bera saman við verð- breytingar á ýmsum nauðsynjum sínum. — Mgbl Winnipeg Hydro Stjórn raforkustöðvanna við Winnipe'g ána, þeirra er Winnipeg- bær á og starfrækir, bauð mörgum gestum frá Winnipeg að koma þangað á laugardaginn í vikunni sem leið, og skoða þau miklu mannvirki, sem þar hafa gerð ver- ið. Stjórn þessa mikla fyrirtækis, Winnipeg Hydro, fór vel með gesti sína og veitti þeim meðal annars tvær góðar máltíðir í sínum mikla samkomuskála við Pointe du Bois. La!gt var af stað kl. 8 um morg- uninn frá C. P. R. stöðvunum og ekki komið þangað aftur fyr en klukkan nærri tíu um kveldið, svo dagurinn var vel notaður. Milli Winnipeg og Lac du Bonnet eru 70 mílur. Sá bær er á vestur- bakka Winnipegárinnar. Þar er áin afar breið og líkari stöðuvatni heldur en á, enda bendir nafnið til þess, því “lac” er sama sem stöðuvatn. í Lac du Bonnet eru flugvélastöðvar og notar stjórnin þær flugvélar til ýmsra þarfa, en sérstaklega til að hafa gætur á skógareldum. Járnbrautin frá Lac du Bonnet til orkustöðvanna við Pointe du Bois, 26 mílur, er bygð af Winnipeg Hydro, og því fyrirtæki tilheyr- andi. Yfir ána hefir nú rétt ný- lega verið bygð ný brú, sem er 1,006 feta löng. Hún er gerð úr stáli og steinsteypu og er mikið mannvirki. Gamla timburbrúin ef þar þó enn, en ósköp er hún lítil- fjörleg, í samanburði við þessa nýju brú. Aldarfjórðungur er nú liðinn síðan Winnipegbúar réðu það við sig, að byrja orkustöðvarnar við Pointe du Bois, og fimm árum seinna voru þær teknar til afnota. Fyrst voru þarna framleidd að- eins 28,000 hestsöfl, en síðan hafa orkustöðvarnar verið auknar, síð- an 1927 eru þar framleidd 102,000 hestsöfl af raforku. Pointe du Bois er ofurlítill bær, eitthvað um 35 fjölskyldur o!g ámóta marg- ir einhleypir menn, alt verkamenn hjá Winnipeg Hydro. Sá bær er ekki á sandi bygður, heldur kletti, því alt bæjarstæðið eru klappir einar. Frá Pointe du Bois er farið nokkrar mílur upp með ánni og kemur maður þá til Slave Falls (Þrælafossa). En þetta eru engir fossar, eftir því sem vér íslend- ingar skiljum það orð, heldur bara flúðir. Sama er að segja um alla aðra fossa í Winnipeg-ánni. Til er munnmælasaga um það, hvernig nafnið, Slave Falls, hafi orðið til. Einhvern tíma fyrir löngu, löngu, rændi Indíáni ungri stúlku af öðrum Indíána kynflokki en hann var sjálfur. Þrælkaði hann hana svo, og fór svo illa með hana, að hún gat með engu móti unað lífinu. Einu sinni komst hún út í lítinn bát, sem var á ánni, los- aði hann frá landi og lét svo strauminn bera sig í bátnum ofan fyrir fossana, út í dauðann — og frelsið. * Eins og kunnugt er, hefir Win- nipeg Hydro látið byggja þar nýj- ar rokustöðvar, og voru þær tekn- ar til afnota nú fyrir skömmu. Framleiða þær nú 24,000 hestöfl, en auka má við þær svo þær fram- leiði 96,000 hestsöfl, en þess er ekki þörf enn sem komið er. Það sem maður veitir hér fyrst af öllu eftirtekt, er það, hve hér er ein- staklega smekklega og fallega frá öllu gengið, o!g hve alt er hér hreint og fágað. Ekki er þó svo að skilja, eð ekki sé líka mikils hreinlætis gætt við Pointe du Bois. Vélarnar er líka af nýrri gerð og fallegri og geta framleitt meira rafmagn með minna vatnskrafti. Sumar þessar vélar eru til búnar í Svíþjóð og hafa verið fluttar þaðan og settar upp hér. Það er stundum talað með heldur lítilli virðingu um “vélaöldina’’, sem við lifum á, en aðdáanlegar eru vélarnar mar!gar engu að síður, ekki sízt rafvélarnar. • Þegar staðið hafði verið við hjá Slave Falls nálega tvo klukku- tíma, var aftur farið til Pointe du Bois og svo heimleiðis til Win- nipeg. Veðrið var þurt allan dag- inn, nema á heimleiðinni, og ferð- in var í alla staði hin ánægjuleg- asta. Winnipegáin er mikil á og merki- leg. Þar er framleidd öll raforka, sem notuð er í Winnipeg, og mest- öll rafroka, sem notuð er í Mani- toba. Áin er svo að se!gja á aust- urtakmörkum fylkisins, en nú er raforka þaðan leidd um allan suð- urhluta fylkisins, alt að vestur- takmörkum þess. an Sérstakur flokkur prédikaua verður fluttur í Fyrstu lútersku kirkju all-marga sunnudaga þá, sem nú fara í hönd, kl. 7 síðdegis. Verður aðal-efni allra þeirra prédikana: GUÐSRÍKI. Efninu verður skift í þessa sjö þætti: 1. Sunnudaginn 20. september: “Upphaf ríkisins hér í heimi” 2. Sunnudaginn 27. september: “ Konungur ríkisins.” 3. Sunnudaginn 4. október: “Þegnar ríkisins.” 4. Sunnudaginn 11. október: “Löggjöf ríkisins.” 5. Sunnudaginn 18. október: “ Stofnmúr ríkisins• ” 6. Sunnudaginn 25. október: “Útbreiðsla rikisins.” 7. Sunnudaginn 1. nóvember: ‘ ‘ F'ullkomwan ríkisjns, ’ ’ Isienzku fólki í Winnipeg er vinsamlega boðið að hlýða á þessi erindi. Þau taka við, eitt af öðru, að efni til, og þyrfti því helzt að hlýða á þau öll, til þess að njóta þeirra. Kosningalög Manitoba- I-----jfvlkis Fundið hefir verið til þess, að kosningalög Manitobafylkis, hvað dæmaskiftingu o. fl„ væri ekki snerti töjlu þingmanna, kjör- dæmaskiftingu o. fl„ væru ekki eins réttlát og heppileg eins og vera mætti. Á síðasta þingi var nefnd skipuð til að athuga þetta mál o'g koma fram með þær breyt- inga tillögur við kosningalögin, sem hún teldi heppilegar. í nefnd þeirri eru menn úr öllum þingflokkum. Þrír af ráðherrun- um eiga sæti í nefndinni, Brack- en, Major og MoLeod. Major dóms- málaráðherra er formaður nefnd- arinnar. Nefnd þessi hélt sinn fyrsta fund í vikunni sem leið. Þar kom Mr. Major fram með þá tillögu um breytingu á kosningalögun- um, sem var svo óvænt, að hinir nefndarmennirnir áttuðu sig naum- ast á þeim. Gat hann þess, að tií- lagan væri sín ei'gin, en ekki fram- borin í samráði við hina ráðherr- ana, eða þann þingflokk, sem stjórnin styðst við. Tillagan er í stuttu máli sú, að í staðinn fyrir 55 þingmenn, sem nú eru, verði þeir að eins 35, eða fylkisþing- mönnum skuli fækkað um tutt- ugu. Sé gert ráð fyrir $2,000 árs- þóknun handa hverjum þing- manni, sparar þetta fylkinu um $40,000 á ári. önnur breytingin er sú, að fækka kjördæmunum úr 46 ofan 1 13. Skulu hlutfallskosn- ingar viðhafðar í þeim öllum, nema fjórum, Brandon, St. Boni- face, The Pas og Rupert’s Land. Skal að eins kosinn einn þing- maður í hverju þessu kjördæmi. í Winnipeg ei'ga þingmennirnir að vera sjö í stað tíu, sem nú eru, Þau átta kjördæmi, sem þá eru eftir, kjósa þrjá þingmenn hvert, eða alls tuttugu og fjóra þing- menn. Er þá komin full talan, þrjátíu og fimm. Þó þingmönn- unum í Winnipeg sé þannig fækk- að, þá yrðu þeir samt tiltölulega fult eins margir eins og nú. í Win- nipeg er hér um bil einn þriðji hluti fylkisbúa, en bor'gin hefði eftir þessu einn fimta hluta þing- manna. Mr. Haig, íhaldsmaður, lagði til, að þingmönnum væri fækkað um 15, eða ofan í 40. Hann vill, að þriðjungur þingmanna sé í Winnipeg, því hér sé þriðjungur fylkisbúa. Hann er sjálfur einn af Winnipeg þingmönnunum. Mr. Breakey, fulltrúi frjálslynda flokksins í nefndinni, lagði það til, að láta kosningalö!gin eiga sig og breyta engu í þeim efnum frá því sem nú er. Mr. Farmer, verkamannafull- trúi, hafði enga tillögu fram að bera á þessum fyrsta fundi nefndarinnar. Eftir að nefndarmenn höfðu talað um þetta mál góða stund, var fundinum frestað í tvær vik- ur. Litlar líkur eru til, að nefnd- in verði hér á eitt sátt eða þingið. Karlakór Islendinga í Winnipeg Hr. Brynjólfur Thorláksson, hefir verið ráðinn söngstjóri flokksins yfir komandi starfsár; hefir hann starfað að undirbún- ingi nú um all-lan!gt skeið, valið lög og raddsett eftir því sem við ábti. Brynjólfur þarfnast engra meðmæla, því svo er hann orðinn kunnur fyrir starf sitt í þágu söng- mentarinnar meðal íslendinga hér í álfu. Ákveðið hefir verið, að fyrsba æfing flokksins fari fram i Good- templarahúsinu á miðvikudags- kveldið þann 30. þ. m. kl. 8. Óþarft er að taka það fram, hve afar- áríðandi það er, að meðlimir sæki æfingar vel; ekki aðeins þessa fyrstu æfingu, heldur allar aðrar æfingar flokksins líka. Ferð frá Churchill til Evrópu Farið er nú þegar að tala um að gera út fólksflutningsskip, sem fari á næsta sumri, þegar ísa leys- ir, frá Churchill til Evrópu og þangað aftur, með eins margt fólk frá Vestur-Canada eins og hægt er að fá til að fara þá ferð. Þykir þetta vel við eigandi byrjun á fólksflutningi milli Canada og Evrópu, Hudsonflóa leiðina. Alt er þetta þó óráðið. Ekki nema bara hugmynd enn þá. Ófriður milli Kínverja og Japana Til ófriðar hefir dregið milli þessara frændþjóða og nágranna í Austurheimi, út af Manchuríu- málinu. Hefir lent í bardögum milli herflokka beggja þjóðanna og nokkurt1 mannfall hefir orðið af báðum, en miklu meira af Kín- verjum. Ekki er hægt að segja, að þetta sé neitt stórkostlegt, enn sem komið er, til hvers sem draga kann. JOHN ARBUTHNOT, fyrrum borgarstjóri í Winnipeg, andaðist í Victoria, B. C„ í vikunni sem leið, sjötugur að aldri. Miklar úrkomur í Alberta Miklar úrkomur, bæði regn og snjór, hafa gengið í Alberta nú að undanförnu, og hefir það taf- ið mikið fyrir uppskeruvinnu, sem er með seinna móti, og ekki nærri lokið þar enn, ekki einu sinni hveitislætti. Ekki er þó haldið, að miklir skaðar hafi orðið að þessu, enn sem komið er. UGLUR. Með meira móti virðist hafa borið á uglum hér á Suðurlandi í sumar. Hefir Morgunblaðið frétt, að þrenn ugluhjón verptu í Aust- ur-Landeyjum, og eitt ugluhreið- ur fanst í sandgræðslugirðingu við Kaldárholt í sömu sýslu, og yfirgáfu ungarnir það hreiður 24. júní. 1 Hornafirði hafa uglur gert vart við sig meira en tíðkast þar | um slóðir, en um ugluhreiður þar 1 hefir ekki frétt. — Mgbl.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.