Lögberg


Lögberg - 24.09.1931, Qupperneq 2

Lögberg - 24.09.1931, Qupperneq 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. SEPTEMBER 1931. ILögtierg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsaon, Editor Utanáskrift blaSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Logberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Hugrekki Hugrekki er ávöxtur frjálsmannlegrar um- gengni; óttinn er fávizka, að viðbættri inn- byrling. Fyrirlitning á hættunni, er bein afleiðing þess, að hafa sjálfur komist í hann krappann; hún er öryggiskend, er brotsjóamir hafa skap- að í sálu farmannsins. Hugleysinginn fyrirverður sig fyrir hug>- leysi sitt, og reynir að dylja það; en blygðunin verður stundum hjá honum að örvæntingu, sem orðið getur fyrirrennari sjálfsvirðingar. Sá tæmir viðnámslaust hinn beizkasta bikar, er sannfærst hefir um það, að ekkert annað fær borgið lífinu. Finni hugleysinginn hjá sér löngun til þess að eiguast stælta vöðva, er ekki um annað fyrir hann að gera, en að æfa þá; þrái hann að verða frægur hlaupagarpur, er óumflýjanlegt fyrir hann, að þreyta hlaup. Með hlutfallslega sömn áreynslu, getur honum auðnast að þroska hug- rekki sitt. Hann er hræddur við að fara fram á launahækkun við húsbónda sinn; hræddur við að biðja ungu stúlkunnar, sem hann þó ann út af lífinu; hræddur og uppburðalaus við sam- ferðamennina. Sá einn getur heill maður orð- ið, sem sigrast hefir á öllum þessum skapgerð- arkvillum. Húsbóndi hans viðhefir ef til vill um hugleysingjann kaldhæðni í orði; stúlkan hans ertir hann kannske óþarflega mikið, þótt í gamni sé gert; samverkamennimir hafa líka oft og einatt hitt og þetta á horaum sér; hér er þó undir engum kringumstæðum um þau stór- atriði að ræða, er vert sé að setja fyrir sig. Þegar manndóms meðvitundin vaknar og kveifarmennið kemst til sjálfs sín, verður það sýnt, að ímyndunin var tóm sjálfsblekking; þá taka nýir vitar að brenna; þá er andleg éhdur- fæðing í aðsigi. í hvert sinii og hugleysið drepur á dyr, verð- ur hólmgangan við það óumflýjanleg; látum huglevsing'jann, ef -svo ber undir, ganga til hólmgöngunnar skjálfandi á beinunum; hann verður að berjast, hvemig sem á horfist, hvernig sem viðrar; í kostnaðinn má heldur ekki horfa, því umsköpun raggeitar í mann, verður aldrei of dým verði keypt. Einkennilegt Maðurinn er hvorttveggja í sexm, bæði að- dáanlega máttug og aumkunarlega ósjálfbjarga vera; frumgáfa hans til vísindalegra athugana, er slík, að nú getur hann flogið eins og fuglinn, frá einni heimsálfu til annarar, siglt snekkjum sínum neðansjávar, og ferðast um löndin þvert og endilangt hundrað mílur á klukkustundinni, eða jafnvel freklega það; hann getur sent skeyti á einni einustu sekúndu yfir 186,000 mílna fjarlægð, og með svipuðum hraða berst rödd hans á vængjum víðvarpsins, heimshaf- anna á milli; hann hefir gerkynst stjörnum og skýjafari, mælt hraða vindanna og orku foss- anna; hann hefir knúð fram í dagsljósið marga dýpstu og dulrænustu leyndardómana í undir- vitund náttúrannar, og gert þá nothæfa; vak- inn og sofinn vinnur hann að nýjum og nýjum uppgötvunum, og sigrar hans era margir; en en þrátt fyrir alt þetta, hefir honum mistekist að láta mannkynið alt verða ávaxtanna aðnjót- andi; hann framleiðir ógrynnin öll af vistum; þó veit hann ekki sitt rjúkandi ráð, er til þess kemur að fullnægja brýnustu þörfum hungraðra meðbræðra sinna, jafnvel ekki þeirra, er búa svo að segja undir handarjaðri hans, hvað þá heldur hinna, sem í fjarlægð við hann dvelja; hann gerþekkir að heita má hvern krók og kyma framleiðslunnar, en er til þess kemur að selja afurðirnar, eða jafna þeim niður þar sem þörfin er mest, stendur hann uppi ráðþrota, líkt og taflmaður er tapað hefir skákinni, án þess að geta gert sér nokkra minstu grein fyrir orsökinni, er til þess lá. Elzti kirkjugarður í kristnum sið Eftir Árna Óla. 1 árbók Fornleifafélafesins ár- ið 1884—85, er grein um Þjórs- árdal eftir Brynjúlf Jónsson á Minna Núpi. Er þar sagt frá eyðibýlum í dalnumjí Þar ( er þessi kafli: “Skeljastaðir heit undir nálægt miðri suðvesturhlíð Skeljafells. Þar sjást engar verulegar rústir, því þar var til skamms tíma gras- tó lítil, hálf blásin, sem bærinn hefir verið , enda er þar gil hjá, sem vel getur hafa borið burt nokkurn hluta rústarinnar. Þessi grashó er nú, 1880, alveg blásin af, og sjást líkur til, að nokkur hluti rústarinnar muni smám sam- an koma í ljós. Kringum gras- tóna er raunar 'grjótdreif nokkur. Sunnan og vestan túnstæðisins sér fyrir túngarði af smáu hraun- grjóti, og hefir túnið verið méð- alstórt. Framan undir grastónni hefir blásið upp balsvert af mannabeinum; sjást enn leifar af þeim, en eyðast hvað af hverju, sem von er. Þetta staðfestir þau munnmæli, að kirkja hafi verið á Skeljastöðum; er sagt að Hjalti Skeggjason hafi búið þar og bygt kirkjuna, og þakið hana með blýi; hafi hin sama kirkja síðan stað- ið óhöglguð, þar til bærinn eydd- ist. Sveinn búfræðingur fann þar fyrir nokkru fáeinar blýpiöt- ur litlar, og blýagnir, sem hann mun þegar hafa gefið forngripa- safninu. Síðan hafa fleiri fund- ist og verið sendar safninu. — Ekki er hægb að gizka á, hvaða bær fyrst var bygður í dalnum, en þó er varla annar líklegri til þess en Skeljastaðir, bæði vegna fegurðar o!g landkosta, sem þar hefir hvorttveggja verið hið ágæt- asta, og enda vegna silungsveið- ar í Hjálparfossi, því það er kunnugt, að fornmönnum þótti ekki lítið koma til veiðiskapar.” Sumarið 1895 fór Þorsteinn Er- lingsson rannsóknarferðum um Þjórsárdal og var Brynjúlfur Jónsson með honum. Hinn 19. sept. komu þeir til Skeljastaða, “þar sem Hjalti Skeggjason bjó. Mannabein sáust þar og báru vott um, að þar hefði verið kirkja, er sagan segir að hann hafi gert. Eins og víða annars staðar var þýðingarlaust að taka myndir hér, vegna þess að hleðslan í húsatóftunum var á kafi í sandi. Eftir langa athugun og erfiða vinnu komumst> vér að raun um það um kvöldið, að vatn hafði grafið undan mestum hluta rúst- anna og borið steinana burtu, en laus sandur þakti alt, svo að ekki sáust þess merki. í sandinum fundum vér greinilegt eldhús, o'g merkilegt. Vér grófum það upp og eg mældi og teiknaði. Seinna um daginn, er vér hðfðum lokið þessu og götvað hin gömlu mannabein í sandi og grjóti, brast á okkur slíkur ofsastormur og rigning, að vér áttum fult í fangi með að reisa tjaldið.” — OLauslega þýtt úr “Ruins of the saga Times”, London, 1899). — Um nóttina urðu þeir að taka upp tjaldið og leita skýlis í helli, sem er langt í burtu. — Þetta eru þær athuganir og rannsóknir, sem mér er kunnugt um, að gerðar hafa verið á þess- um stað. Skeljastaðir, sem svo eru nú nefndir, eru í austanverðum Þjórsárdal, undir Skeljafjalli. Er* þangað um tólf km. leið frá Ás- ólfsstöðum. í fellinu eru dálitlir grasgeir- ar, en annars er hér alt blásin auðn, eintómur smávikur. Á hól nokkrum undir öxl, sem gengur fram úr fellinu, sér enn móta fyrir bæjarrústum og hleðslu úr mjög smáu grjóti. iBendir það til þess, að veggir hafi verið hlaðnir bæði úr torfi og grjóti, því að tæplega hafa háir veggir verið gerðir úr svo litlum stein- um. Ekki er þar stórt grjót um kring og virðist það einnig benda til þess, að bærinn hafi að mestu verið hlaðinn úr torfi. Er og sennilegt, að gott hafi verið að ná til þess byggingarefnis, með- an dalurinn var allur grasi o!g skógi vaxinn. f gili, sem nú er norðan 0g vestan við bæjarrúst- irnar og kemur ofan úr fellinu, finnast feysknir birkilurkar, sem koma upp úr vikrinum, og bendir það ótvírætt t-il þess, að fellið hafi verið skógi vaxið áður, eins og hæðirnar og fellin eru nú í dalnum að norðan og vestan- verðu. En síðan skógarnir í daln- um eyddust (brunnu?) hefir landið verið að blása upp, og enn heldur uppblásturinn áfram eins og glöigglega má sjá í Ásláks- tungu. Á bæjarhólnum á Skeljastöðum og skamt frá bæjarrústunum, Hggja margar steinhellur, á víð og dreif og má á þeim sjá. að þær eru flutar að, og að þar hef- ir hús staðið. Þar um kring hafa fundist mannabein, sem koma upp úr sandinum á víð og dreif. Fara nú ekki sögur af því, hve- nær fyrstu beinin fundust, en sjálfsagt mun afar lan'gt' síðan. Út af þessu hafa menn komið fram með þá getgátu, að þarna hafi verið kirkjugarður til forna og hellurnar á melnum væru úr undirstöðu kirkjunnar. En engin nákvæm rannsókn hefir þó farið þar fram, svo að gengið yrði fylli- lega úr skugga um, að svo hafi verið. Hitt gat einnig átt sér stað, að þarna hefði verið bar- dagi í fornöld og hinir föllnu dysjaðir í hólnum. Uppblástur- inn hefir haldið áfram árum sam- an og á hverju ári hafa komið bein upp úr vikursandinum. Venjulega munu þau hafa verið götvuð aftur. Þó hefi eg heyrt — en um sannindi þeirrar sögu veit eg ekki — að fyrir allmörg- um árum hafi enskir ferðalang- ar komið að Skeljastöðum og haft þaðan á burt með sér tvær eða þrján haitskúpur, sem þeir fundu. Ein hauskúpa var og flutt niður í Hjálparhólma og urðuð þar. í fyrra fanst ein hauskúpa á Skeljastöðum og var hún 'grafin þar sem hún var og vörðubrot hlaðið þar ofan á. Fyrra miðvikudag kom eg að Skeljastöðum og var Gunnar, son- ur Páls bónda á Ásólfsstöðum í för með mér. Að tilvísun hans fór eg að grafa þar sem hauskúpan átti að vera dysjuð. Kom eg fljótt nið- ur á hana, en jafnframt varð eg var við fleiri bein þar. Gróf eg þá nokkuð Iengra og komst brátt að raun um, að þarna mundi vera beinagrind. Fyrst rakst e'g á herðablað og rifbein og kjálka, allsterklega. Eru þeir furðulítið fúnir og tennur allar heilar og mjög sterklegar. Er auðséð að sá, sem þá kjálka hefir átt, hefir ekki þjáðst af tannpinu. Eru tennurnar, sérstaklega jaxlar, þó all-slitnir, og sýnir það að mað- urinn hefir verið roskinn. — 1 góminn á hauskúpunni vantaði allmargar tennur, sem sennilega hafa losnað, er hún komst undir bert loft, og gerðist þar blásin. En í vikrinum fann eg tvær lausar tennur, sem eg hygg að muni vera úr henni. Þegar lengra var grafið, komu fleiri bein í ljós og var ekki nema fet ofan á þau. Sýnir það, hve mikill 1 uppblástur hefir þarna orðið. Og rétt við herðablaðið varð eg var við eitthvað svart- leitt í ljósum vikrinum. Þegar nánar var aðgætt kom í ljós, að þetta voru leifar af einhverju timbri. Og er eg hafði mokað vikrinum ofan af svæði, sem svaraði grafarlengd og fet á dýpt, komu í ljós tvær svartar rákir samhliða, um fimm fet á lengd, en ekki nema rúmt fet á milli þeirra. Og þar á milli voru beinin. Þóttist eg nú hafa feng- ið sönnun fyrir því, að þetta væru leifar af líkkistu, og að hér væri um kristinna manna graf- reit að ræða. Benti það og til þess, að hliðarfjalirnar sneru frá austri til vesturs og að kjálkarn- ir, herðablað og rif voru í vest- urenda. En ekki mótaði neitt fyrir kistugöflum., Má vera, að vesturgaflinn hafi ónýttst, þegar hauskúpan var grafih þar niður, án þess að sú, sem það gerði, tæki eftir leifum hans, því að sjálf- sagt hefir borið lítið á þeim eins og hliðarfjölunum. Má og vera, að annað efni hafi verið í göfl- unum heldur en hliðunum og að þeir séu svo gjörfúnir, að þeirra hafi engin merki sést. Að minsta vottaði hvergi fyrir fótagafli, og var engu líkara, en að kistan hefði verið gafllaus, því glögg- lega sást fyrir endum hliðarfjal- anna, og náðu þær báðar ná- kvæmlega jafn langt. Aðeins á einum stað vottaði fyrir kistu- botni, undir miðjum hrygg beina- grindarinnajr, eni hvergi fyrir loki. Eg bjóst við því í fyrstu, að kistan mundi hafa fallið saman, og að annari hliðarfjöl eða báðum mundi halla inn á við að ofan- verðu. En svo reyndist ekki, því að er eg mokaði burtu vikrinum á milli þeirra, kom í ljós, að þær voru alveg lóðréttar* Þyktin á þeim var 1—1% cm. og báru þær sem sagt alls staðar lit af vikr- inum, vegna þess að þær sýnd- ust alveg svartar. En svo voru þær morknar, að ekki toldi saman nema örlítið af þeim, hversu var- lega sem að því var farið að losa þær úr vikrinum, sem lá eins og steinsteypa að þeim á alla vegu. Þegar farið var að hreinsa vikurinn innan úr kistunni, komu beinin smám saman í Ijós. Voru öll hin smærri bein mjög fúin, en leggir heillegir og hryggjar- liðir.' En það var einkennilegt, að báðir lærleggir lágu upp á við og í kross við handleggsbeinin á brjóstinu. Og í austurgafli kist- unnar (fóttagaflinum) vottaði ekki fyrir neinum beinum. ÖIl beinin, er fundust, voru í vestur- helming kistunnar. Það er ekki mitt að skýra hvernig á því stend- ur, en ekki þætti mér ósennilegt að kistan hefði haldist heilleg efir að líkið, sem í hana var lagt, var orðið að beinagrind, og að þá hafi komið jarðskjálfti og beinin kastast til í kistunni. Það er einnig dálítið einkenni- legt, að annar lærleggur er nokk- uru lengri heldur en hinn. Við endann á þessari gröf rakst eg á kistugafl og rétt við hann var hauskúpa, mjög fúin og kom- in í mola. Lét eg hana kyrra og hróflaði ekki við einu öðru þarna á staðnum, svo að aðrir geti rann- sakað þetta alt nánar. En bein- in úr hinni gröfinni hirti eg, og eins það, sem hægt var að ná úr kistunni. Menn munu spyrja hvað mér hafi gengið til þess að fara að raska ró framliðinna. Því er fljótsvaráði. Eg 'gerði það ekki af neinni stundarforvitni, heldur af áhuga fyrir fornleifarannsóknum og eg hagaði greftrinum þarna með þeirri nærgætni er eg sá Matthí- as Þórðarson sýna, þegar hann var að rannsaka fornleifarnar á Bergþórshvo|i, hérna um árið. Þykist eg því ekki hafa spilt neinum fornminjum með þessu, enda ekki stórt svæði, sem eg gróf, að eins 4 fet á breidd og 7 á lengd. Mig langaði til þess að reyna að fá vitneskju um það, hvort þarna hefði verið kirkjugarður, eða hvort þarna hefði verið dys. Og með þessum litla greftri þyk- ist eg hafa, fengið sannanir fyr- ir því, að þarna hafa menn verið krafnir í kistum, hvert leiði hef- ir verið aftur af öðru, og graf- irnar hafa snúið austur og vest- ur. Það er annara að rannsaka hve mikið kann að finnast þarna enn. Er það mjög auðvelt verk, því að grunt er á beinunum, eins og áður er sagt, og auðvelt að grafa þarna vegna þess að í hólnum er ekkert annað en sand- vikur. Hjalti Skeggjason lét gera kirkju að bæ sínum í Þjórsárdal. Sennilegast er, að sú kirkja hafi staðið þarna, og er þar þá sá elzti kirkjugarður, sem sögur fara af í kristnum sið, hér á landi. Er langlíklegast, að Hjalti hafi látið gera kirkjuna árið 1000, þá er þeir Gissur hvíti höfðu fengið kristni lögtekna í landinu. Kirkajn í Þjórsárdal eyddist um leið og bygðin, en það mun hafa verið um 1341. Ætti því kirkjan að hafa staðið þar í rúm rúm 340 ár, og yngstu beina- grindurnar í kirkjugarðinum að véra nær 600 ára gamlar. (Að vísu getur verið, að kirkj- an hafi verið flutt úr stað á þeim (340)| árum, en þá hefði að líkindum orðið vart við manna- bein annars staðar í dalnum, velgna þess hvað hann er allur uppblásinn, en svo hefir ekki ver- ið nema í Þórisholti, fram við Þjórsá. Þar hafa fundist bein, en þau eru úr dys frá heiðni. Sést það á því, að þar eru bein úr hundi og hesti, auk manns- beinanna.) Hafi kirkjan í Þjórsárdal aldr- ei verið flutt, þá hefir Hjalti Skeggjason búið þar sem nú heita Skeljastaðir. Bær Hjalta er aldr- ei nefndur í fornsögunum. Hjalti er að eins kendur við Þjórsár- dal, og hafa því margir ætlað, að bær hans hafi heitið Þjórsárdal- ur. en það getur tæplega rétt verið, því að svo hefir dalurinn allur heitið, en í honum *hafa verið 20—30 bæir, sem menn vita um. Brynjúlfur Jónsson á Minna Núpi segist hafa heyrt;, að Skeljastaðir hafi áður heitið Skeggjastaðir og verið kendir við föður Hjalta. Hafi svo nafnið afbakast. En ekki þykir honum það trúlegt, mest fyrir þá sök að nöfn, sem eru ylin í framburði, breytist tæplefea í önnur, sem eru hraðara í framburði, heldur sé málvenjan þar þveröfug. En hvernig stendur þá á nafn- inu Skeljastaðir ? Mér mun leyf- ast að koma með getgátu um það. Eins og áður er sagt, eru nú um 600 ár síðan Þjórsárdalur eyddist og tók að blása upp. Rétt hjá kirkjugarðinum hefir verið gil og má sjá þess merki, að þar eru allmiklir vatnavextir á vorin. Er ekki ósennilegt, að þeir hafi snemma hjálpað til þess að af- má kirkjugarðinn og að maiiga aldir séu síðan að fyrstu manna- beinin tók að blása upp á gil- barminum. Kafi svo mikið af höfuðskeljum verið í sandinum, er ekki ósennilegt að staðurinn hafi fengið Skeljastaðanafnið (sbr. nafnið Hausaskeljastaður “Golgata), og að síðan hafi fell- ið dregið nafn þar af og verið kallað Skeljafell. Það mun hafa verið venja í fornöld, að gefa örnefni um leið og ]and var numið. Þess vegna draga margir bæir nafn af ör- n,efnum, ísvo sem fjallanöfnum og hefði því bærinn þarna átt að draga nafn af fellinu og heita Skeljafelt, en ekki Skeljastaðir (sbr. skriðufell, bæ og fjall 1 sömu sveit). Nú er það og ekki kunnugt, að þarna hafi fundist neinar skeljar (sjóskeljar), sem nafnið geti verið dregið af. iNú er þess getið á einum stað (í Biskupaannálum Jóns Egils- sonar) að Hjalti hafi átt heima á Núpi í Þjórsárdal. Nú þekkjast þar engar bæjarrústir með því nafni. En vel hefði það átt við, að kalla Skeljastaði að Núpi, því að einmitt rétt fyrir ofan bæinn skagar einkennilegur núpur út úr fellinu. Ber ekki mikið á honum tilsýndar, en heima á bænum ber hann við loft og skyggir al- gerlega á hæsta hluta fellsins. Bygðin í Þjjórsárdal eyddist mest öll samtímis, í náttúruham- förum. Ekkert er l)íklegra, en að þeim Jhamförum hafi (fylgt svo miklir jarðskjálfar, að bæ- irnir hafi allir hrunið, og því má vel vera, að í rústum þeirra geymist margir forngripir. Þarna eru rústir rúmlega 20 bæja, sem menn vita um, og hefir ekki ver- ið hróflað við þeim í 600 ár, nema hvað Þorsteinn Erlingsson gróf upp Áslákstungu innri, Sáms- staði o!g eldhúsið á Skeljastöð- um. Ekki er þess getið, að hann hafi fundið þar forngripi, en þó er þarna í dalnum ærið og merki- legt rannsóknarefni, þar sem kirkjugarðurinn er og hinir bæ- irnir. — Lesb. 270 ára gamall borðgestur í Dýflinni á írlandi er höll ein gömul, sem heitir Howth Castle. Eigandi hallarinnar heitir St. Lawrence. Fyrir nokkru síðan bauð hallar- eigandinn lí manns í miðdegis- veizlu. Enginn boðsgestanna hafði komið þangað áður. Með hallar- hjónunum var þarna 13 manns. Er !gestirnir voru komnir, svo sýnilegt var hve margir þarna yrðu, sneri einn gestanna sér í kyrþey til húsmóðurinnar og sagði berum orðum, að sér þætti óvið- kunnanlegt að mætast þar sem væru 13 til borðs. En húsmóðir- in sagði, að hér væri um misskiln- ing að ræða, því einn gestanna væri ósýnilegur. Til frekari full- vissu sýndi húsmóðirin hinum hjartveika gesti sínum, að borð var búið fyrir 14 manns. En vegna þessa atviks, komst eftirfarandi saga í hámæli. Þann- i!g er mál með vexti, að í 250 ár hefir verið reitt borð fyrir þenna ósýnilega gest, sem nú er 270 ára, ef talin eru ár hinnar jarðnesku holdsvistar hans. En upphaf þessa einkennilega > tiltækis er þetta: Fyrir 250 árum var ung hefð- armey O’Malley að nafni í hirð- veizlu. Hún átti heima í Conne- wara. En hún hafði skýrt eigandfi Howth-hallarinnar frá þvf, að hún óskaði eftir því að fá gist- ingu þar, að veizlunni lokinni. En er hún kom að hallargrind- inni um kvöldið, var ekki opnað fyrir henni. Reiddist hún því mjög. Reyndi hún að opna sjálf, en það mistókst. Er hún var að bisa við að opna, sú hún drenghnokka í hallargarð- inum. Fékk hún ökumann sinn til þess að klifra yfir garðinn, taka sveininn höndum og færa hann til sín í böndum. Tók hún sveininn heim með sér. Var þetta sonur hallareigandans. Viku seinna gerði hún foreldr- unum orð, að hún héldi syni þeirra í !gislingu. Heimtaði hún að dúk- að yrði borð fyrir sig í Howth- hðll, enda þótt hún myndi aldrei stíga þangað fæti í lifanda lífi. Ef út af þessu yrði brugðið, mundi syni þeirra verða styttur aldur. En jafnframt mælti hún svo um og lagði svo á, að ef eigi yrði fylgt þessari reglu, skyldi í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. ógæfa mikil hvíla yfir höllinni. Þetta skyldi vera til þess að minna hallareigendur á, um alla fram- tíð, að úthýsa ekki gestum. Með mikilli nákvæmni hefir því síðan verið fylgt í Howth-höllinni að dúka borð fyrir O’Malley og leglgja henni til allan borðbúnað, sem þeim er þar matast. Alt fær þessi ósýnilegi gestur framreitt sem hinir, að.öðru leyti en því, að fyrir vín er henni að eins veitt vatnsglas með máltíð hverri. — Lesb. Hann: Fljrtja, flytja! Það er ekki nema ár síðan við fluttum hingað, og þá varstu mjög ánægð með nágrannana. Hún: Veit ég vel, en heldurðu að nokkur manneskja geti talað um sömu nábúana lengur en eitt ár ? Þorbjörg Gnttorms- dóttir F. 1863. D. 20. Júlí 1931. Lag: “Kallið er komið.’’ Dróst fram að dómi dauðakveðju mörkum, jarðneska líf þitt: liðin stund. Von bregst þó varla, vegum fram er hrundið, er bera þig á friðar fund. ,Löng var þín legan, líf þitt tók að þverra, þolinmóð varstu á þrautastund, blasti við birta, blessað vonar ljósið, unz fékstu ljúfan friðarblund. Þráðir að þreyja, þrautir yfirstíga, una hjá dætrum og eigin vin. Alt kom að einu, undan varð að láta, — nú siglt þú hefir sundin hin. í þanka eg þakka þína fylgd og gáfur, alein þú jókst mína æðstu gjðf, varfær í vanda, vildir fús mi'g leiða um grýtta jörð, er galt oss töf. Guð einn þér geldur góðverk unnin löngum, við það er átti sér örlög hörð. Sárt má því sakna, syrgja þig nú vinir, að sjá þig látna lík í jörð. Kærleiks með kveðju klökk við stöndum eftir, minninig þín lifir oss mæt í hug. Hugprúð og háleit, hjartagóð og valin, er kunni meta dygð og dug. Huggun oss hellgar, hugur vor það innir: andi þinn lifir á lífsins storð, góðan guð prisa gjöf er líf mót dauða, því lofar guðlegt æðsta orð. Erl. Johnson, maður hinnar látnu. Night Classes Mondays and Thursdays 7:30 to 10 p.m. All year They do not interfere with your regular employment1, but they will qualify you for advancement and a bigger position. Five hours a week cannot be spent to better advantage. It is an opportunity which has increased the earning powers of hundreds of young people. Every subject essential to modern business is taught and with the same thoroughness that has always characterized our Day Classes. You ean enroll at any time but a commence- ment with the beginning of the Fall session will prove very helpful to you. Our registering office is open from 8 a.m. to 10 p.m. daily. If you cannot conveniently come to see us one of our educational advisers will be pleased to call upon you if you will ’Phone 37 161. The Dominion Business College The Mall also Winnipeg St. James and Elmwood ! V

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.