Lögberg - 29.10.1931, Page 4

Lögberg - 29.10.1931, Page 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1931. Högtiers Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, I.imited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Inntak úr rœðu Mr. Brackens Eins og þegar hefir verið lauslega vikið að hér í blaðinu, flutti forsætisráðgjafi Manitoba- fylkis, Mr. Bracken, ræðu á Fort Garry gisti- húsinu hér í borginni, á föstudagskveldið þann 16. yfirstandandi mánaðar að viðstöddum þing- mönnum framsóknarflokksins öllum, ýmsum á- hrifamönnum í liberal flokknum, sem og fáein- um öðrum g-estum; var ræða þessi að miklu leyti samandregið, en glögt, yfirlit yfir hag fylkisins, eins og honu.m nú er farið, ásamt svari og skýringum um afstöðu fomstumanna hinna pólitísku flokkanna þriggja, til hugmyndarinn- ar um samvinnustjórn í fylkinu, meðan harðast væri í ári. Svo mikilvægar upplý-singar, er varða allan almenning, hefir ræða Mr. Brackens inni að halda, að telja verður sjálfsagt, að megin kjarni þeirra komist út á meðal fólks. Með tilliti til uppástungunnar um samvinnu- stjórn, komst Mr. Bracken meðal annars þannig að orði, e'ftir að hafa áfelst Mr. Taylor fyrir afstöðu hans til málsins, og borið honum það á brýn að reyna að nota sér núverandi kreppu í pólitísku hagsmunaskyni: “Jafnvel hitt hlýtur þó að ganga manni hjarta nær, að Col. Taylor virðist jafnf-ramt ekki hafa veigrað sér við því, að eiga á hætt- uimi veiklun á lánstrausti fylkisins, ef honum mætti auðnast með stórýkjum að koma ár sinni, í pólitískum skilningi, betur fyrir borð. ’ ’ ‘ ‘ Enginn þyrfti að ganga að því gruflandi, að fyrir sér hefði gott eitt vakað með liugmynd- inni um stofnun samvinnustjórnar; pólitískar hagsmunahvatir frá sjónarmiði sínu, eða flokksbræðra sinna, hefðu þar hvergi komist að; uppástunga sín hefði grundvallast á því einu, að stilla til samstarfs öll pólitísk öfl innan vé- tbanda fylkisins, að minsta kosti um stundar- sakir, með það fyrir augum, að meira gæti unnist á, hag fylkisbúa til viðreisnar. ” Um fjármálin hafði Mr Bracken það að segja, að þrátt fyrir óverðskuldaðar árásir á stjórnina fyrir bruðlunarsemi, af hálfu Col. Taylors og fylgifiska hans, væri það samt sem áður ómótmælanlegt, að útgjöld Manitobafylkis væru drjúgum lægri en í nokkru öðru hinna vestlægu fylkja; þau hefði hækkað minna hér í fylki síðastliðin átta eða níu ár, en í nokkru öðru hinna fylkjanna, að undanteknu Prince Edward Island einu. Sýndi forsætisráðgjafi fram á með nákvæmum skýrslum, hvernig hlut- föllin milli hinna einstöku fylkja í þessu tilliti stæði; á því níu ára tímabili, er endaði 1930, hefðu útgjöld hinna ýmsu fylkja aukist sem hér segir: Manitoba, $3,031,54 ; Alberta, $4,797,- 729; Saskatchewan, $4,929,000; British Colum- bia, $5,968,698, og Ontario, $33,327,137; hins bæri og jafnframt að gæta, að þjóðskuld Mani- toba hefði aukist drjúgum minna eh hinna fylkj- anna, hvers um sig, að undanteknum tveimur, eða sem sé New Brunswick og Prince Edward Island. “Ef það hefði lánast að koma á samvinnu- stjóm,” sagði Mr. Bracken, “myndi það óhjá- kvæmilega hafa sparað fylkinu mikla peninga; almennar kosningar hefðu orðið lítið annað en formsatriði, og við það hefðu fylkinu að minsta kosti sparast hundrað þúsundir dala; þingtím- ann hefði auðveldlega mátt stytta úr þrem mán- uðum niður í þrjár vikur, og við það hefði mátt spara frá sextíu og fimm til sjötíu og fimm þús- undir dala. “Ef samvinnustjórn hefði setið að völdum mánuðinn, sem leið,” sagði Mr. Bracken, “mundi fylkinu hafa sparast um hundrað sjötíu 0g fimm þúsund dala útgjöld við hina nýju háskólabyggingu; það er samtökum og sjálfs- elsku afturhaldsflokksins að kenna, að fylkið verður nú að leggja fram til þessarar bygging- ar $525,000 í staðinn fyrir aðeins $350,000.” “Fóringi frjálslyndæflokksins, er eini for- inginn í hópi andstöðuflokkanna,” sagði Mr. Bracken, “er fallist hefir á samvinnustjórnar hugmyndina; um leiðtoga verkamannaflokksins er það að segja, að hann aftók ekki samvinnu, ef vissum skilyrðiun, er hann setti, yrði full- nægt; en þau skilyrði voru einkum fólgin í því að f járveitingar til ýmsra samfélagslegra stofn- ana og fyrirtækja, yrði eigi lækkaðar frá því sem nú er.” “Afstaðá frjálslynda flokksins til sam- vinnustjórnar hugmyndarinnar, var þegar skýr og ákveðin; málsvörum hans skildist réttilega, að ástand fylkisins um þessar mundir væri slíks eðlis, að flokksleg sundrung mætti undir engum kringumstæðum koma til greina; þeir voru fúsir til samvinnu og viðurkendu nauðsyn hennar; enda féllu skoðanir þeirra að miklu leyti í farveg við stefnu stjómarinnar; þeim vár það ljóst, að ástandið væri þannig vaxið, að öllum bæri til þess söm skylda, að reyna að ráða bót á vandkvæðunum. Á stefnu aftur- haldsmanna verður heldur ekki vilst; foringi þeirra krefst kosninga, jafnvel þótt honum sé það auðsjáanlega ekkert bappsmál að þær fari fram í liaust; í því falli að hann, eða hans flokk- ur, vinni kosningar, efast hann ekki um að fram úr öllu ráðist, líklegast svona mikið til af sjálfu sér; en ef svo færi að flokkur hans, að afstöðn- um kosningum, nyti ekki ákveðins meiri hluta, telur foringinn það ekki óhugsandi, að sam- vinnustjórn gæti komið til greina; hann efast auðsjáanlega ekki um, að stjóm, er hann kynni að veita forustu, ætti margfalt hægra með að ráða bót á viðskiftakreppunni, en ráðuneyti, samsett af öllum flokkunum á þingi. Flestar þjóðir og fylki eiga erfitt með að mæta útgjöld- um sínum, eins og nú hagar til á sviði viðskifta- lífsins; þó fullvissar foringi íhaldsflokksins oss um það, að í raun og veru sé ekkert að óttast, meðan vér eigum því láni að fagna að eiga mitt á meðal vor ofurmenni eins of hann, er sökt geti ölluin vorum erfiðleikum á fertugu dýpi, ef hann aðeins komist í valdastól.” “Það veldur mér engrar undrunar, þó Col. Taylor leiði hjá sér í ræðum sínum atvinnu- leysið og það böl, sem því er samfara,” sagði Mr. Bracken; “eg tel það heldur ekkert undrun- arefni, þó hann virðist ekki hafa komið auga á þ^u vandræði, sem landbúnaðurinn á við að stríða um þessar mundir. Col. Taylor og vinir hans hétu hátíðlega að binda enda á atvinnuleys- ið fyrir fimtán mánuðum, eða freklega það; þó er ástandið í þessu tilliti, meira en helmingi verra en það var þá. Ekki er heldur undravert iþótt Col. Taylor, í Boissevain-ræðu sinni, væri fámáll um landbúnaðinn og ásigkomulag hans. Hann og félagar hans, hétu því einnig hátíðlega fyrir fimtán mánuðum, að þeir ætluðu sér að tryggja bóndanum stórlega hækkað verð fyrir framleiðslu sína, svo sem korn, smjör, egg og nautgripi; þrátt fyrir öll þessi loforð, allan þennan fagurgala, er sannleikurinn samt því miður sá, að þessar framleiðslutegundir bónd- ans eru nú einum þriðja lægri í verði, en þær voru fyrir fimtán mánuðum; þó er flest það, sem bóndinn þarf að kaupa í jafnháu verði og áður, sökum hækkaðrar tollverndar. ‘ ‘ Col. Taylor hefir líka verið tiltölulega fá- máll um þá erfiðleika, sem sambandsstjómin horfist í augu við á sviði fjármálanna; liggur það þó í augum uppi, að hún standi margfalt betur að vígi fjárhagslega, en stjórnir hinna einstöku fylkja. Samt sem áður verður sú sorg- lega staðreynd ekki umflúin, að sambandsstjórn vor á við að búa $130,000,000 tekjuhalla, þrátt fyrfr $70,000,000 tekjuauka í nýjum sköttum. ‘ ‘Col. Taylor ber því við, og færir það fram sem ástæðu fyrir synjun um þátttöku í sam- vinnustjórn, að gengið skuli til kosninga fyrst; verði flokkur hans ofan á í slíkum kosningum, á alt þegar að falla í ljúfa löð; en fái hann ekki ákveðinn meirihluta, gæti einhver tegund sam- vinnu ef til vill komið til greina; hagsmunum flokksins gerir hann hærra undir höfði en hags- munum landsins. “Það var ekki tilgangur minn,” sagði Mr. Bracken, “að fara langt út í flokksleg ágrein- ingsmál að þessu sinni, þó hins verði tæpast með réttu vænst, að eg láti öldungis eins og vind um eyrun þjóta rakalausar ákærur, er stjórninni hafa verið bornar á brýn. En hitt vil eg að sem flestir skilji, að uppástunga mín um samvinnu- stjórn, var grundvölluð á óbifandi sannfæringu um það, að með slíkum hætti mætti betur auðnast að ráða fram úr erfiðleikum fylkisins, en á annan veg. Col. Taylor leit öðruvísi á málið ; flokkurinn fyrst, landið þar næst.” Líknarsamlagið í Winnipeg Þann 2. nóvember næstkomandi, hefst fjár- söfnun í þágu líknarsamlags Winnipegborgar; söfnunin stendur yfir í riku og er þetta í tíunda skiftið, er þessi vinsæla mannúðarstofnun leitar almennra samskota. Alls eru það tuttugu 0g fimm, mismunandi mannúðarstofnanir, er líkn- arsamlagið stendur að, en upphæðin, er safna skal að þessu sinni, nemur fjögur hundruð þús- und dölum. Tilgangur líknarsamlagsins er óendanlega fagur; hann er sá, að stuðla að vellíðan gamal- menna, munaðarleysingja og blindra manna og kvenna, veita sólskini inn í dapurt og fábreyti- legt líf. Margt fólk hér í borg, býr við meira harð- rétti um þessar mundir, en venja er til; atvinnu- leysið tilfinnanlegra en áður. Þeir, sem at- vinnu og heilsu njóta, fá á engan hátt látið þakk- læti sitt yfir hvorutveggja skýrar í ljós, en með því að láta það með glöðu geði af hendi rakna við líknarsamlagið, er ástæður frekast leyfa. 1 sambandi við líknarsamlag Winnipeg- borgar og fjársöfnunina til starfrækslu þess, fórust fylkisstjóranum í Manitoba, Hon. James D. McGregor, nýverið þannig orð: “Starfsemi líknarsamlagsins er að verða umfangsmeiri með hverju líðandi ári; þörfin á umlryggju og aðstoð, hefir sjaldan, ef nokkru sinni, verið víðtækari en einmitt nú. Þessvegna ber öllum til þess bein siðferðisskylda, er eins- hvers megna, að láta stofnun þessari allan þann stuðning í té, er þeir með nokkrum hætti sjá sér fært. ’ ’ Laurier-perlur 1. Þið hafið öll heyrt getið um manninn, sem kallaður var “Faðir Vesturlandsins.” Hann hét Vilfrid Laurier og var forsætisráðherra Canada frá 1896 til 1911. “Faðir Vesturlands- ins” er hann kallaður vegna þess að stefna hans og starfsemi varð til þess að alt Norð-Vestur- landið, eða allur norðvestur hluti Oanada bygð- ist og blómgaðist; áður en hann kom til valda var þar strjálbygt víðast og sumstaðar óbygð; en alt landið svo að segja óræktað. Laurier var framúrskarandi glæsilegur maÖur á yngri árum. Af manni, sem var ná- kunnugur honum, er honum lýst á þessa leið: ‘ ‘ Hann var hár og grannur og þráðbeinn; aug- un skörp og fremur stór og horfði hann beint framan í þann, sem hann talaði við; ennið var hvelft og hátt, hárið dökt, limaburðurinn tign- arlegur; hann var kvikur 0g mjúkur í hreifing- um; nefið var fremur langt og stórt. Venju- lega var andlitið slétt, en þegar eitthvað kom fyrir hlægilegt, hálflokaði hann augunum og smáhrukkur breiddust út frá munnvikjunum, upp og út um alt andlitið, rétt eins og smábárur, sem berast hver á eftir annari á vatni við sendna strönd. Hann var staðfestulegur, en aðgengilegur og aðlaðandi og ekki alveg laus við þunglyndis- blæ og dró það menn ennþá nær honum í sam- hygð og vináttu. Laurier var öllum samtíðarmönnum sínum mælskari 0g var því kallaður maðurinn með silfurtunguna eða Perikles Canada. Þegar hann talaði var eins og hver setning brendi sig inn í hjarta áheyrendanna. Jafnvel þegar hann var svæsnastur 0g ákafastur, var aðal einkenni hans alvörublandinn hlýleiki. Eins 0g eðlilegt var leizt margri stúlkunni vel á Laurier, og það sumum ekki af lægra tæg- inu. Þegar hann var ungur vann hann í búð í Montreal. Þar kyntist hann ungri stúlku, glað- lyndri en stiltri, einurðarlítilli og út af fyrir sig. Þau voru oft saman sem góðir kunningjar, en voru þó ekki trúlofuð. Síðan fór Laurier þaðan burt. Nokkru síð- ar átti þessi stúlka kost á að giftast ríkum og háttstandandi manni, en hún neitaði honum vegna. þess að henni þótti vænt um Laurier. Hann iieyrði sagt frá þessu af tilviljun, án þess að sá, sem sagði frá því vissi að hann væri við- staddur. Laurier brá við tafarlaust, fór til Montreal, fann stúlkuna, kvæntist henni næsta dag, fór síðan heim án hennar og sótti hana aftur eftir nokkrar vikur. Þetta var árið 1868, stúlkan hét Zoé La- fontaine, sama konan sem í hálfa öld var hans hægri hönd í blíðu og stríðu. Þegar flokksþing Liberala var haldið í Ottawa 1919 til þess að velja nýjan leiðtoga, sá eg þessa konu, hafði aldrei séð hana áður. Það var hátíðlegtt tækifæri. William Lyon Mact- kenzie King, sem verið hafði vinur og trúnaðar- maður Lauriers uffl langan tíma, var einn þeirra, sem útnefndur var fyrir leiðtoga. Þegar -hann kom fram á ræðupallinn dundi við glymj- andi lófaklapp. Skrautlega máluð mvnd af Laurier í fullri stærð var að baki ræðumann- anna uppi á pallinum. Þegar King var ný- byrjaður að tala komu tveir menn inn í salinn og leiddu á milli sín hruma og aldraða konu, en sérlega tilkomumikla, það var ekkja Lauriers. Allar þúsundirnar, sem í salnum voru stóðu upp og sýndu henni virðing og lotningu, ekki með háværu lófaklappi, heldur með því að allir stóðu grafkyrrir og steinþögulir með beygðum höfðum stundarkorn. Eg er viss um það að eg var ekki sá eini, sem þar var staddur, er sýndist bros færast yfir andlitið á hinni fögru mvnd Lauriers, sem blasti beint við hinni aldurhnignu konu er hún kom inn, og það er víst að þeim fáu íslendingum, sem þar voru hafa dottið í hugi orðin, sem Grímur Thomsen leggur í munn Bergþóru konu Njáls: “Sæti’ eg eftir sár á kvisti, saknaði’ hann mín í eilífðinni.” Okkur fanst sem við læsum það út úr and- liti myndarinnar að hann saknaði þessarar konu í eilífðinni. Sig. Júl. Jóhawnesson. \ Starf og stríð Á hverju ári, síðan 1911, óskeik- ult eins 0g tunglkomur, hefir borgarastyrjöldin hafist á nýjan leik í Kína. Var það því ekki ó- væntur viðburður, er þrjú fylki í Suður-Kína sölgðu sig nýverið úr sambandi við þjóðernissinna. Nú sitja tvennar stjórnir að völdum samtímis, eins og óft áður, og verja sínum takmörkuðu kröftum óskiftum til undirbúnings nýrrar styrjaldar. En stjórnin í Nanking hefir fleiru að sinna en þessum nýju keppinautum sínum suður í Can- ton. Síðastliðinn mánuð sendi stjórnin full 300 þús. hermanna á hendur kommjista hersveitum, sem um langt skeið hafa valdið upp- reistum miklum og óeirðum víða um land. Aðal bækistöðvar sínar hafa þeir í Kiangsifylki, ekki ýkjaalangt fyrir sunnan Hankow. iSvo mikil hætta þykir stafa af kommúnistum, að ríkisforsetinn og hermálaráðherrann eru farnir báðir til vígstöðvanna í Kiangsi. Skifti logns og býlja. Víða í Kína, t. d. í Honanfylki, þar sem við höfum verið búsett, taka ræningjaóeirðirnar öllum ó- fagnaði öðrum fram. Mun ykkur renna Igrun í það, sem lesið hafið bréf mín til kristniboðsvina síð- astliðinn vetur. Ef til vill á allur almenningur í Kína við- breytilegri og erfiðari kjör að búa, en dæmi eru til í nokkru landi öðru. Við, sem erurn hér búsett, höf- um heldur ekki farið á mis við á- föll og hættur þessara erfiðu tíma. En því furðulegra er, að sýnilegur árangur starfsviðleitni okkar, hefir sjaldan verið meiri, en undanfarna mánuði. Aðsókn að samkomum og námskeiðum hefir sjaldan verið meiri. Skifti logns og bylja hafa ver- ið skjót. Eg kendi á tveggja mánaða námskeiði í Laohokow í vor. Sóttu fjörutíu ungir menn námskeiðið, fleiri en nokkru sinni áður. En áður en fyrri mánuðurinn var lið- inn, urðum við að hætta námskeið- inu, vegna óeirða. Kventrúboða- námskeið í Shihwakia varð að hætta í miðju kafi; nemendurnir mistu allan farangur sinn og nærri lá, að norska kenslukonan hefði lent í höndum kommúnista. Prestaskólinn í Kunchow varð að hætta í miðju kafi um það leyti, er vorpróf áttu að byrja. Sam- verkamenn okkar í Fanghsien og Yunyang, hafa orðið að yfirgefa starf sitt, “vegna háskasemda af völdum ræningja.” Kristniboðar okkar geta þó sagt, eins og Páll, við höfum verið “aðþrengdir, en ekki ofþrengdir.” jörfufnóínSu rJiÝÝghýF 5rrr 12 Fleiri menn og konur hafa á síð- ustu átján mánuðum lent í hönd- um ræningja óg látið líf sitt í þjónustu fagnaðarerindisins í Kína, en nokkurt undanfarið ár síðan eftir aldamót. Helmingur aðalstöðva okkar hafa verið lagð- ar í eyði á skömmum tíma, en heita má að enginn samverkamað- ur okkar hafi orðið fyrir mis- þyrmingum. Milli tveggja elda. Þann 16. maí komu kommúnist- ar skyndilega til Shihwakai, sem er allstór bær, 30 km. fyrir sunnan Laohokow Sló þá miklum óhug á menn; hvað grimd og siðleysi snertir, komast ekki verstu ræn- ingjaflokkarnir í Honan til jafns við kommúnista Við vorum á milli tveggja elda. Því að um sama leyti höfðu tíu þús. ræningjar hafið umsát um Nanyan'g. Er sá bær fyrir norð- an Laohokow. Þar eru þrjár fjöl- skyldur kristniboða. Skamt frá Shihwakai er hátt fjall, sem heitir Haishan. Þangað förum við til sumardvalar, hefir verið sagt frá því í þessum bréf- um áður. Nokkru áður en kom- múnistar komu, hafði félagi minn einn farið upp á Haishan. Sendu kommúnistar 200 vopnaðra manna til að leita hans. Þeir brutust inn 1 flest húsin og eyðilögðu eins mikið og tími gafst til. — Annars gripu þeir í tómt. Kristniboðinn var farinn. Slikar “veiðifarir” hafa þeim oft hepnast betur. — Tvo kaþólska trúboða drápu þeir skamt frá Haishan. Tveir evengel- iskir kristniboðar og sex kaþólsk- ir hafa verið í haldi hjá þeim í marga mánuði, þ. e. a. s. hjá þess- ari einu hersveit. — Kristniboða taka þeir þó ekki fremur en aðra menn útlenda. í lok maímánaðar var loks af- ráðið, að kristniboðarnir flestir færu til Hankow, og yrðu þar að minsta kosti til haustsins. Kaþ- ólsku trúboðarnir flestir höfðu þá flúið fyrir löngu. Við hefðum þó farið til okkar stöðva í Honan, en svo hittist á, að þar var samgöngubann af völd- um ræningja. Rústir. Kommúnistar tóku þrjá stærstu bæina í nágrenni við Laohokow, en ræningjar lögðu fjórða bæinn í rústir. Á fimm aðalstöðvum okkar er nú lítið annað en rústirnar. Kristniboðarnir frá þessum stöðv- um hafa oftsinnis verið staddir í mikilli hættu. Tvær fjölskyldur flúðu frá Fanghslen og alla leið til Yunyang, níu daga ferðalag yfir fjöll og dali; gegnir furðu, hvernig kommúnistar og ræningj- ar hafa hvað „eftir annað farið á mis við kristniboðana. Þegar þetta er ritað, eru kristni- boðarnir frá þessum stöðvum all- ir komnir til Laohokow, þrettán manns fullorðinna og ellefu börn. Farangur gat ekki heitið, að þeir fengju með sér, og hafa þeir því orðið fyrir tilfinnanlegu tapi, mist fatnað, húsmuni og bækur. Félag okkar hefir beðlð tjón svo nemur tugum þúsunda króna. En alt er þetta smámunir sam- anborið við, hvað allur almenn- ingur á þessum slóðum hefir tap- að og liðið. í aðeins einu héraði, Hunan, segja kínversk blöÖ að kommúnistar hafi drepið 350 þús. manna. Heil bygðarlög hafa lagst í eyði og meginn hlutinn af stór- um borgum er í rústum. Hankow. Er við komum til Hankow, vor- um við betur stödd en félagar okk- (Framh. á 8. bls.) Night Classes Mondays and Thursdays 7:30 to 10 p.m. All year They do not interfere with your regular employmenb, but they will qualify you for advancement and a bigger position. Five hours a week cannot be spent to better advantage. It is an opportunity which has increased the earning powers of hundreds of young people. Every subject essential to modern business is taught and with the same thoroughness that has always characterized our Day Classes. You can enroll at any time but a commence- ment with the beginning of the Fall session will prove very helpful to you. Our registering office is open from 8 a.m. to 10 p.m. daily. If you cannot conveniently come to see us one of our educational advisers will be pleased to call upon you if you will ’Phone 37 161. The Dominion Business College The Mall also Winnipeg St. James and Elmwood

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.