Lögberg - 05.11.1931, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.11.1931, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. NOVEMBER 1931. Bls. 3. KÖKUR YÐAR BERA ÁVALT MEÐ SÉR ÞENN- AN MJÚKA OG ÞENSLUFULLA BLÆ, EF BLUE RIBBON BÖKUNARDUFTIÐ ER NOTAÐ. GERIÐ ENGAR TILRAUNIjR VIÐ AÐRAR TEGUNDIR. Blue Ribbon Limited WINNIPEG CANADA WEDDING BELLS DUSTLESS COALAND COKE Chemically Treated in Our Own Yard Phone 87 308 IÍnese D.D.WOOD & SONS LIMITED Warming Winnipeg Homes Since “82” A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Cominercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years, sinee the foundlng of the “Success” Business ColleKe of Winnipeg in 1900. npproxiniately 2500 toelandic stndents have enrolled in tliis College. The decided preference for “Success” training is significant, hecause Iceianders have a keen sense of edttcatlonal valucs, and each year the nuniher of our Icelandic studcnts shows an increasc. Day and Evening Classes Open all the Year The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 Af jörðu ert þú kominn EFTIR C LEV E S K I N K E A D. Þegar hún var komin svo sem hálfa leið, var henni farið að finnast, að sér væri ómögulegt að tala við liúsbændur sína í kveld. Á morgun gæti hún gert það, þegar skapið væri komið í samt lag. H’ún gæti farið heim einhvem tíma seint í kveld; liún hafði útidyralykilinn í vasa sínum. Faðir hennar yrði kannske kominn í betra skap á morgun. Hún gæti meira að segja líklega fengið Mr. Palm til að sýna honum fram á, að það væri ekkert athugavert við það, að syngja í leikhúsinu. Föður hennar geðjaðist svo vel að Mr. Palm, að hann mundi sjálfsagt taka nokkurt tillit til þess, sem hann segði. Og það mundi verða til þess, að hann hætti kannske að rekast í þessu. Aldrei cftar ætl- aði hún að koma til Benders. En hvað átti hún að gera nú? Hún gat ekki ráfað aftur og fram um strætin. Hún var að liugsa um þetta, og réði það við sig alt í einu, að hún skyldi fara til Benders nú í síðasta sinn. Það ætti ekki að gera mikið, þó hún kæmi þar einu sinni enn. Þar gæti hún gleymt þessum raunum sínum í bráðina og notið dálítillar skemtunar. En þangað skyldi hún aldrei koma oftar. Það var ekkert meira um að vera hjá Bend- er þetta kveldið, lieldur en verið hafði nú langa- lengi Það var svo sem ekki, að þar væri fult hús, en Artie Coakley var þar og heilmargir með honum, sem ekki höfðu komið þar mánuð- um saman. Þar á meðal voru allmargir af vin- um Tom Hitchcocks, og tóku þeir Ellen sérlega vel. Henni þótti líka vænt um að sjá þá aftur. Sumir þeirra höfðu fengið bréf frá honum og altaf liafði hann beðið að heilsa henni. Það var aðallega þess vegma, að þeir höfðu komið, að þeir höfðu lofað að skila kveðju hans. Þeir dönsuðu og þeir fengu sér í staupinu, og tíminn leið og það fór að verða framorðið, en hún hugsaði ekkert um að fara heim. Skap ið var orðið alt annað, en þegar hún kom. Nú hugsaði hún ekki um annað en éta og drekka og vera glöð og láta morgundaginn sjá um sig Gestirnir fóru að fara smátt og smátt, og áður en langt leið, voru þeir allir famir nema Coak- ley, sem þetta kveld hafði verið óvanalega hæg- látur og kurteis. 1 kveld hafði hann að mestu leyti drukkið óáfenga drykki, og bar það fyrir, að sér væri ilt í höfði. En þegar allir vom farnir nema Ellen, sagði hann, að sér væri batnaður höfuðverkurinn, og nú yrði hann að fá sér eitthvað sterkara að drekka. Hann bað um tvo sterka drykki, án þess að spyrja Ellen nokkuð um það. Hún lét það gott heita. Þetta var í síðasta skiftið hvort sem var. “Hvað gengur að yður?” spurði hann alt 1 einu. “Hvað gengur að mér! Eg veit ekki hvað þér eigið við.” “Ójú, þér vitið það. Þér getið ekki dulist fyrir mér. Það er eitthvað að, segið mér hvað það er. Eg hefi haft við margt að stríða um dagana. Hver veit nema eg geti gefið yður góð ráð. Þér vitið, að eg geri það ef eg get. Fáið þér yður drykk, og segið þér svo Artie litla alt um þetta.” Hann hefði ekkert getað sagt, sem betur hefði náð tilganginum en þetta. Ellen sveið enn undan bituryrðum föður hennar. Hún þráði samhygð. Artie var í raun og veru góður pilt- ur, að hún hélt, þó hann drykki alt af mikið og væri þá oft leiðinlegur og mddalegur. Það gat vel verið, að hann gæti gefið henni einhver góð ráð. Hann skildi löngun hennar að komast á- fram í heiminum. Hún drakk úr glasinu þegjandi og færði það svo til hliðar. Hún sá ekki, að Artie benti þjón- inum að fylla það aftur. Hún studdi olnbogan- um á bofðið og lagði hönd undir kinn. Hend- urnar vora ekki lengur rauðar og ljótar eins og þær liöfðu vorið, heldur hvítar og fallega. Hún sagði ljóst og greinilega frá vandræðum sínum. Hún byrjaði á því, að segja frá því hvað sig hefði alt af langað til að komast áfram og upp á við í heiminum. Fyrst hafði hún unnið í tó- baks verksmiðju og verkið hefði bæði verið verið leiðinlegt fram úr hófi og illa borgað. Hún hafði alt af unnað sönglistinni öllu öðru fremur, og allir hefðu dáðst að hve mjiika og fallega rödd hún hefði. Jafnvel faðir hennar hefði gert það líka. Hún sagði, livernig það hefði fyrst viljað til, að hún fór að koma til Benders. Það var bæði af foþvdtni og svo vegna þess, að hana langaði til að njóta dálítillar skemtunar. Hún hafði haldið áfram að koma mest vegna þess, að hún hafði haft gaman af að syngja fyrir fólkið, og fengið svo mikið hrós fyrir sönginn. Söngstjórinn liafði hjálpað henni svo mikið, og jafnvel oft látið á sér skilja, að hún gæti orðið mikil söngkona. Coaklev var of hygginn til þess, að tala nokk- uð út í það, sem hún var að segja, nema bara að spyrja fáeinna spurninga, einstaka sinnum, sem allar lutu að því að láta hana finna, að hon- um væri mjög ant um alla hennar liagi. Aldrei hafði hún verið eins falleg í hans augum, eins og einmit-t nú. Hún var svo rjóð í kinnum og augun voru svo skínandi björt. Það var ekk- ert efamál, að þún var algerlega einlæg. “Við skulum drekka upp lir glösunum og fá okkur í þau aftur,” sagði hann, þegar hann komst að því að segj-a nokkuð. ‘ ‘ Eg drakk upp úr mínu glasi, eða eg man ekki betur en eg gerði það.” “Eg hefi ekki nema rétt smakkað á mínu. Eg hefi ekki hugsað um neitt nema það, sem þér hafið verið að segja mér, ” sagði Coakley og þóttist vera algerlega einlægur. Það var svo sem auðvitað, að þetta var rétt. Hans glas var nærri fult, og það hafði ekki verið bragðað á hennar. Aftur tæmdi hún glas- ið og ýtti því svo frá sér og aftur gaf Coakley þjóninum vísbendingu um að fylla glösin, án þess að hún tæki eftir því. Hún sagði frá heimilislífinu og hve mikið sig liefði langað til að komast burtu úr því ná- grenni, þar sem hún var alin upp. Þeir draum- ar hennar urðu að rætast, og hún varð að taka foreldra sína með sér. Hún sagði hvernig hún hefði farið á bak við þá, en henni hepnaðist að afsaka það betur nú fyrir sjálfri sér, heldur en nokkra sinni áður. Coakley virtist hlusta á alt þetta með mestu samhygð. En hefði liann ekki haft ákveðið augnamið, mundi hann hafa sagt henni blátt áfram, að sér dauðleiddist alt þetta skraf. Þetta var alt tóm vitleysa. Þessi umkomu- lausa vinnustúlka hélt að hún gæti orðið eitt- hvað stórt og mikið í heiminum. Það tók engu tali. Það leit ekki út fyrir annað, en að allur heimurinn væri að ganga af göflunum. Jafn- aðarhugmyndin var að gera alt vitlaust. Eng- inn svndist lengur geta unað því, að vera þar sem forsjóninni hafði þóknast að setja bann, og vildi komast hærra og hærra í mannfélagsstig- anum. Þetta var ekki heilbrigt og átti ekki svona að vera. Þetta voru hans eigin hugsan- ir, en hann hafði sínar eigin ástæður til þess að láta þær ekki uppi, ekki rétt núna að minsta kosti. Artie bauð henni að hafa annan drykk. Nei, Ellen vildi ekki drekka meira. Hann ýtti til hennar glasinu. Hvað gerði það annars til, hugsaði hún. Hún ætti að vera jafngóð, þó hún drykki úr öðru glasi. En þegar hún var búin að drekka úr glas- inu, var hún orðin raunamæddari og kendi meira í brjósti um sjálfa sig, heldur en hún hafði nokkurn tíma áður gert. Hún sagði hvað faðir sinn hefði sagt við sig. Við það komu tár- in fram í augun á henni. Hún fann ekki klút- inn sinn, svo Coakley lánaði henni sinn klút, Hún drakk dálítið meira til að hressa sig upp og ná sér aftur. Hún vissi ekkert um það, að Coakley hafði enn látið fylla glasið. Meðan hún var enn að segja honum, hvað faðir sinn hefði sagt og hverju hún hefði svar- að honum, stakk Coakley upp á því, að þau skyldu fara. Hann hafði vagn þar úti og gat flutt hana heim undir húsið, þar sem hún átti heima. Það næsta sem hún mundi var, að hún sat í vagninum hjá Coakley. Hún var ósköp sorg- mædd og grátandi. Hann hélt utan um mittið á henni. Það var ekkert á móti því, fanst henni. Hann hafði nú sýnt, að hann var góður og ein- lægur vinur. VI. KAPITULI. Þegar hún fyrst opnaði augun, var það ekki til annars en að loka þeim aftur og það alveg strax. Hún hafði svo mikinn höfuðverk, að hún hafði aldrei tekið út aðrar eins kvalir. Hún hélt fyrst, að hún hefði orðið fyrir einhverju slysi. Óljóst mundi hún eftir því, að hún hefði verið í keyrsluvagni með Artie Coakley. Hest- arnir höfðu líklega fælst. Ef mestu kvalirnar liðu hjá, ætlaði hún að opna augun aftur og sjá hvar hún væri. Einhver hafði látið kodda undir höfuðið á henni. Nú fann hún að hún var í rúmi. Þeir hefðu víst farið með hana á spít- alann. Hún opnaði augun með skeflingu. Hún hafði alt af hugsað sér spítalann óttalegan stað. En þó hún hefði aldrei komið í sjúkrahús, þá grunaði hana þó, að þetta væri ekki spítalaher- bergi. Það var lieldur ekki litla og laglega her- bergið lijá Palm hjónunum. Hún mundi, að þangað hafði hún ætlað að fara, þegar hún fór að heiman. Hún átti ósköp bágt með að hugsa ljóst. Sólargeislinn skein á hana gegn um rifu á gluggablæjunni, og við það versnaði höfuð- verkurinn enn meir, ef hann annars gat versn- að. Hun ætlaði enn að liggja kyr dálitla stund, moð aftur augun, ef ske kynni, að hún gæti átt- að sig á þessu. Skelfing skein ljósið óþægilega í augun á lienni. Það var svo fjarskalega bjart. Það hlaut að vera orðið fjarskalega fram- orðið, fyrst orðið var svona bjart. Því hafði hún ekki verið vakin? Þó hún væri svona ótta- lega veik, þá hefði hún samt farið í vinnu. Það hafði aldrei komið fyrir, að hún hefði orðið of sein í vinnuna. Hvað skyldi Palm segja? Og því hafði ekki einhver vakið hana. En hver hefði annars átt að vekja hana, þar sem hún var ekki lieima og ekki lijá Palm? Hvar var hún annars? Svo bágt som liún átti með það, þá opnaði hún þó augun enn einu sinni. Það var ekkert í þessu ókunna herbergi, sem hún gat áttað sig á. Með miklum erfiðismunum settist hún upp og tók þá eftir því, að hún var ekki í neinum náttfötum. Ivjóllinn hennar var á stól rétt við rúmið. Hún greip báðum höndum fyrir munn- inn, til að varna því að hún hljóðaði upp yfir sig. Hún lagðist út af aftur og breiddi yfir höfuðið. Hún var að láta á sig hattinn — það var kannske löngu seinna, því hún vissi ekkert um tímann, — þá var barið að dyram. Hún opnaði munninn til að segja “kom inn”, en hún kom engu orði upp. Rétt á eftir var hurðin opnuð og roskin svertingjakona, með slægðarsvip á andlitinu, kom inn. Hún hélt á bréfi í hend- inni. “Gerið þér svo vel,” sagði hún og rétti Ell- en 'bréfið. “Vinur yðar sagði mér að fá yður PROFE5SONAL CARD5 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka Bjúkdóma.—Er aB hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. HeimiU: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Helmili: 403 676 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aB hitta frft kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viBtals kL 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 aB kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. A. V. JOHNSON lslenzkur Tannlœknir * 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími: 23 742 Heimills: 33 328 Björg Frederickson dTeatþer of tþe $íatto Ste. 14, Cornelius Apts. Telephone 39 357 H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur Wgfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNSSON islenzklr lögfrœöingar & Ö8ru gólfi 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur aS Lundar og Gimli og eru þar aB hitta fyrsta miB- vikudag I hverjum mánuBi. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaöur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Simi 23 082 Heima: 7175» G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. fjögfrœöingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Pkone: 24 687 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur tögfraeöingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Phone: 24 20« Offlce Phone: 89 991 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgB af Sllu tagi. Phone: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annaat um fastelgnir manna. Tekur aB sér aB ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgB og blf- reiBa ábyrgBir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraB samstundls. Skrifstofus.: 24 263—Helmas.: 33 828 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 605 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24171 G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 ViBtals tlmi klukkan 8 til 9 aB morgninum A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarBa og legsteina. Slcrlf8tofu talslmi: 86 607 Heimllis talslmi: 68 30» þetta, þeg’ar eg vekti yður um hádegisbilið. ’En eg sé að þér eruð komnar á fætur.” Ellen tók við bréfinu, án þess að hugsa nokkuð um það, og beið svo við eftir því að konan færi út. En hún fór ekki og horfði á Ellen, eins og hún vildi taka sem allra vandleg- ast eftir henni, svo hún væri alveg viss með að þekkja hana aftur. “Eg sé, að þér eruð komnar á fætur,” sagði hún aftur og rétti fram hendina. En Ellen skildi nú iivað hún átti við. Hún opnaði pen- ingabuddu sína og fékk konunni það sem í henni var, sem var rúmlega einn dalur í silfri. “Þakka yður fyrir,” sagði negrakonan og ætlaði út úr herberginu. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjó THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG. MAN. Yard Office: 6th Floor. Bank of Hamilton Chambers. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.