Lögberg - 05.11.1931, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.11.1931, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. NOVEMBER 1931. \ Xögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Tcdsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Ldgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The '"LfiKberK” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Ramsay MacDonald * Þó greint sé á um margt, munu tæpast verða mikið skiftar skoðanir um það, að Ramsay Mac- Donald beri höfuð og herðar yfir flesta, ef ekki alla, stjórnmólamenn brezka, sinnar samtíðar; lítilmagninn á í honum einn sinn tryggasta vin; mannúðarmálin eiga, þar sem hann er, líka einn sinn tryggasta vin ; og þó Ramsay MacDonald í skoðanalegu tilliti liafi staðið, og standi enn, jafnaðarmannastefnunni næst, þá er nú svo komið, að hann stendur öllum flokkum ofar, sem andlegur aðalsmaður og óumdeildur leið- togi heillar þjóðar; en hann er meira en það; á svúði heimsmálanna, er hann alment talinn einn allra áhrifamesti sáttasemjari, þeirra, er nú eru uppi. Skiftar voru nokkuð skoðanir um það, hvernig Ramsay MacDonald mundi reiða af, eftir að hann tókst á hendur forustu samvinnu- stjómarinnar; spáðu ýmsir því, að slíkt mundi ríða honum að fullu sem stjórnmálamanni; að hin nýja stjórn mundi kvistast í ótal agnir í kosningunum, og hann sjálfur jafnvel ekki eiga afturkvæmt; en hér fór á annan veg; því eigi aðeins vann hin nýja þjóðstjóm frægari sigur, en dæmi munu til í sögu brezku þjóðarinnar, heldur og Ramsay MaoDonald persónulega líka; það var þjóðin sjálf, sem sigurinn vann, hvað sem fyrri flokkahleypidómum leið. Enginn þarf að ætla, að Ramsay MacDonald standi uppi einangraður á þingi, þótt þing- meirihluti sá, er hann styðst við, beri nýtt heiti; vinir hans og velunnarar, em þó vafa- laust margfalt fjölmennari utan þings en inn- an, sem ráða má glegst af því, að hinir fornu flokksbræður hans, svo miljónum skifti, fylktu liði og studdu til sigurs í nýafstöðnum kosn- ingum, fjöldann allan af þeim þingmönnum, er nú mynda hinn nýja þjóðstjómarflokk, og verð- ur slíkt einungis réttilega skráð í tekjudálk Ramsay MacDonalds. Foringi íhaldsmanna og sá, er næstur geng- ur Ramsay Macdonald í samvinnustjóminni, Stanley Baldwin, lýst yfir, þá er hljóðbært varð að fullu um úrslit kosninganna, gð enginn einn flokkur öðrum fremur, gæti tileinkað sér kosn- ingasigurinn; það væri þjóðin öll, er gengið hefði sigrandi af hólmi. Raddir hafa komið fram um það, að með stofnun hinnar nýju þjóðstjómar, muni Ramsay MacDonald hafa 'brugðist verkamanna samtök- unum. Getur annað eins mikilmenni og hann, nokkra sinni brugðist nokkru því, er hann ber fyrir brjósti? Um verkamanna samtökin í heild, fórust Mr. Ramsay MacDonald einhverju sinni þann- ig orð: “Eg staðhæfi, að þegar um samtök verka- manna er að ræða, sé ekki tjaldað til einnar nætur; þau geta breytt um farveg; það gera fljótin líka, og þó halda þau áfram að vera fljót eftir sem áður; verkamanna flokkurinn brezki, en enginn áhlaupaflokkur, er alt ætlar að leggja undir sig í sömu andránni; stefna hans er hæg- vaxandi straumfall aukins ásmegins og lifandi trausts á þroskamátt gróandi þjóðlífs, sem jafnt og þétt er að tevgja limið upp á við, og verða skal að lokum ljómi hans dýrðar og ímvnd hans veru.” . Anœgjuefni Sérhver sá, er að því vinnur, að útbreiða sanna þekkingu á Islandi og íslenzkum sérkenn- um meðal erlendra þjóða, er sannur þjóðræknis- maður. Alveg nýskeð, barst oss í hendur nóvember- heftið af tímaritinu Canadian Geographical Journal, er að þessu sinni flytur, meðal annars, prýðilega ljósa og vandaða ritgerð um ísland, íslenzka menning og staðháttu, eftir hinn unga og efnilega, vestur-íslenzka lögfræðing, J. Ragnar Johnson. Það er öðru nær, en að rit- gerð þessi sé nokkur smásmíði, því hún er tutt- ugu og tvær blaðsíður að stærð; prýðir liana fjöldi ágætra mynda. Tímarit það, sem hér um ræðir, er eitt allra vandaðasta tímaritið, bæði að efni og frá- gangi, sem gefið er út hér í landi, og víðlesið, þó enn sé tiltölulega ungt; ekkert, nema það bezta, fær þar inngöngu. Mörgu af voru unga fólki, er enskan tamari en íslenzkan; þó ann það fslandi og íslenzkum söguminjum engu að síður; hér er um rit- gerð að ræða, er finna ætti meðal þess frjóvan jarðveg. Þökk sé J. Ragnari Johnson fyrir ræktar- semi þá, er hanu hefir sýnt stofninum íslenzka með þessari ágætu ritgerð. Hugurinn reikar víða Eftir Guðm. Elíasson. (Framh.)i Góðan daginn, Mr. Smith, get- urðu sagt mér hvaða mánaðar- dagur er í da!g? Já, það er laugardagur í dag, annar maí. Þótti þér ekki snjóa töluvert í nótt? og það lítur helzt út fyrir, að það muni snjóa í allan dag. En það eru blessuð hlýindi í .veðrinu, samt held eg að þessi snjór verði nú kyr hjá okkur 3. mí, en svo fer hann allur fjórða maí. Það verður nokkuð blautt um núna nokkra daga, en tíðin má heita inndælis góð; skógurinn er farinn að laufga. Eg er búinn að vera nærri 40 ár í þessari Ameríku Leifs hins hepna landi, og hefi átt heima bæði í Norður Dakota og Manitoba, o!g eg man ekki eftir að hafa lifað svona góða vortíð, að fáeinum miður skemtilegum storm- dögum undanteknum, og þá daga ætlaði sandfolkið að drepa mann, undir eins og maður kom hérna austur fyrir skóginn. Það er al- veg sama hvar maður er, og þó ekki sé búið að kroppa landið nema fáein ár, og hvað góður sem jarðvegurinn er, þá er bannsett moldviðrið komið; en til hverg er að vera að blóta vindinum eða veðrinu? Mennirnir þykjast nú svo fullkomnir að viti og verk- hyggindum, að þeir ættu að geta framleitt lifibrauð handa sér og 'SÍnum, án þess að gjöra jarðveg- inn ónýtan á fáum árum. Já, en blessaður vertu, aldrei er of mikið af þessum almáttuga dollar. “Get-rich-qjuick” segir mál- tækið enska, og það er sú bezta setning, sem enskurinn hefir bú- ið til. Það getur vel verið að þér þyki það, Mr. Smith, en eg fyrir mitt leyti efast stórlega um, að nokkur þrjú orð í einni setningu, eða einu máltæki, sem til er í enska mál- inu, hafi valdið meira böli í heim- inum, en einmitt þessi. Nei, það skil eg aldrei; um að gera að þurfa ekki að vlnna, hvorki með höfðinu eða höndun- um, nema sem styzt af æfinni, taka lífið á lofti, það er vegur- inn. Þú meinar að taka frá öðrum, láta öðrum líða illa, svo þér sjálf- um geti liðið vel? Nei, það er ekki það sem eg meina; eg meina að taka það sem fyrst út úr jörðinni, þreyta jörð- ina, gjöra hana uppgefna. Eins og húðarbykkju. Dáfalleg hugmynd, dáfalleg meðferð á henni móður okkar. Það er sú hugmynd, spm mörg- um hefir orðið að góðu, margur orðið maður með mönnum fyrir. En hver á svo að taka við hróf- inu útslitna og úttaugaða. Lánfélögin, auðfélögin. Um að gera að taka rjómann ofan af, draga svo það sem hægt er út á skjankann og sleppa honnm svo. Gott og vel, þú ert þá sjálfur búinn með þessari útskýringu þinni að samþykkja það sem eg sa!gði, að valdið hefði mestu böli í heiminum. Og hvernig skilur þú það? Bara eins og þú talar það sjálf- ur. Eg þarf engu þar við að bæta. Þú ert að taka frá öðrum með því að misþyrma jörðinni, sem ól þig og uppfóstraði, og gjöra bróður þínum, sem er yngri og óreyndari en þú, ómögulegt eða illmögulegt að hafa sitt lifibrauð af landinu á eftir! 'þér. Þú lo!gnast út af og verður grafinn, fráskildur þessum almáttuga dollar þínum, og það er sannarlega ekki eftir- 'sjón í þér; en það gjalda aðrir þinna verka. Ekki nema bara lánfélögin, og þau eru nógu rík; það þarf ekki að vorkenna þeim. En hvar tóku þau sinn gróða? Eg er ekkert að hugsa um það, mig varðar ekkert um það. Þetta var það bezta, sem þú gazt sa!gt, því nú skil eg, að þú ert að svíkja sjálfan þig, og það var aðal kjarninn, sem e!g var að grafast eftir. Kallarðu það að svíkja sjálfan sig, að vera mikils metinn hjá allsnægtum? Nei, lifðu vel, því lífið er stutt. Veiztu nokkuð hvað lífið er langt? Þú sagðir að eg dræpist og yrði grafinn, þú manst sjálf- sagt eftir því. Já, eg man það vei, en gat eg nokkuð um, hvað lengi þú værir dauður? Þarna mátaðir þú sjálf- an þig aftur, og það fyrir fult og alt. Það er gamla sagan, að hugsa bara um daginn, sem er að líða. Lánfélöjgunum gerir það minst til, þó þau fái löndin aftur; alt af er nóg af heimilislausa fólkinu, sem neyðist til að fara að búa á þessum úttæmdu löndum; því hvert er að flýja? Fátækt fólk fer ekki neitt, það hvert er að flýja? Fátækt fólk fer ekki neitt, það kemst ekkert. kemst ekkert. Það verður því alt- af endirinn á öllu lífsstríðinu, að eins dauði verður annars líf. Guð gaf okkur öllum jörðina til að lifa af, mann fram af manni, en fjárgræðgin hefir spilt svo þessari gjöf, að til vandræða horf- ir, ög nú er það umhttgsunarefni allra góðra mann, og þeir eru, sem betur fer, margir, á hvern hátt bæta megi úr þessu • önigþveiti, þessu böli, sem af því hefir leitt að mennirnir hugsa of mikið um arðinn, þetta að “verða-fljótt- ríkur.” “Þetta eru endalok vesturlands- ins” heyrist sagt dagsdaglega. En það er ómögulegt að kalla landið hér annað en erfitt fyrir fá- tækt fólk. Það er alt þakið skógi, og verst af öllu er vatnsleysið. Þeir sem hingað koma, þurfa að koma með öxi á skafti og fara að höggva, fyrst fyrir húskofanum og “so on”, eins og Páll Jóhanns- son segir. En jarðvegurinn er góður og gefur von um góðar af- urðir, ef vel er unninn. Minstu þess, íesari góður, hvar sem þú ert, að það gildir sama, gamla setningin hér í Peace River hér- aðinu í Brit. Columbia, eins og annars staðar: “I sveita þíns and- litis skaltu þíns brauðs neyta”. Eg veit, að það má hártoga þessa gömlu setningu, nú á þessari menningaröld, en eg vona að orð mín verði tekin blátt áfram og út- úrdúralaust. Annars lítur út fyrir að landar mínir, íslendin!gar, ætli að verða heldur seinir að ná sér í lönd hér, það er að segja, 'svo það geti orðið í samhengi íslenzk bygð. En auð- vitað er altaf nóg landflæmi til að skoða og byggja sér upp heim- ili á; en hvort það er eins hag- kvæmt eins og það, sem búið er að taka, er ekki gott að fullyrða neitt um. Það er að líkindum mikið undir því komið, hvar járnbraut- in, sem nú hefir endastöð sína í Dawson Creek, verður lögð vest- ur, og eins fyrir hina, sem hafa fest sér bústað fyrir norðan Peace River Crossing, hvert sú braut, sem þar er, verður lögð. En voandi verður það !gert upp á það allra bezta fyrir fólkið, því svo hafði istórmennum Brit. Col. fylk- is farist orð, þegar fagnaðarhá- tíðin var haldin í Dawson Creek síðastliðinn vetur, í tilefni af því, að farþegalest kom þangað í fyrsta sinn; þeir kváðust vilja gjöra alt, sem í þeirra valdi stæði til þess að fólkinu gæti liðið vel á komandi tímum, og sýnir það gott og göfugt hjartalag mann- anna, þegar þeir halda svoleiðis tölur, o!g fá svo vel að borða á eftir. Annai^s hefir manni nú stundum fundist, að slíkar tölur ekki bera tiltölulega mikinn á- vöxt, og eins það, að járnbrautir hafi ekki allatíð verið lagðar þar sem þægilegast hefir verið fyrir fólkið, og afleiðingin orðið sú, að fleiri tugir mílna hafa verið af hálf óaðgengilegu landi milli sæmile!ga byggilegs pláss og bið- stöðvar járnbrautarinnar. Þegar eg nú að endingu athuga og lít í huga mínum yfir þetta Peace River hérað, þá finst mér ekki þýða fyrir þá, sem hafa í hyggju að flytjast hingað, að vera að gugta við að leita sér upplýs- inga, hvorki bréflega eða munn- lega, sem kallað er, af þeirri á- stæðu, að nú á tímum mundi það ekki sýnast ókleift, þe!gar tekið er tillit til þess, hvað akvegir og ferðatæki eru orðin jafn auðveld og þau eru. Að til dæmis fjórir menn tækju sig saman 0g ferðuð- ust hingað að skoða landsplássið, sér til ánægju og öðrum til upp- Iýsingar, það vlrtist að mínu áliti vera hyggilegra. Fyrir unga og uppvaxandi menn að eyða á þann hátt tímanum, sem í raun og veru er okkur öllum dýrmæt !gjöf, ef rétt er að farið, er heillavænlegra, heldur en að sitja inn i á hálf- daunillum bjórknæpum og sötra þar eiturlyf vínbruggaranna, myrðandi allar mannlegar til- finningar og alla lífs og sálaí krafta, og verða svo á allan hátt að aumingjum fyrir ár fram. Það er, bæði hressandi og ánægjuleg skemtun, að ferðast hérna um norðvesturlandið, eg 'get borið um það af eigin reynslu, og ef það getur ekki bætt óslítandi strengj- um á hörpuna þína, lesari góður, þá ertu andlega og líkamlega dauð- ur, þó þú haldir sjálfur, að þú sért lifandi. En þú verður að gá að því, að yfirbuga ekki lífsmynd þína með eituráhrifum víns eða tóbaks, því þó guð láti glaða sól- skin yfir þig skína, yndislegt út- sýni og dýrð náttúrunnar í henn- ar margvíslegu myndum við þér blasa, þá hefir þú ekkert gott af því, ef þú vísvitandi blindar sjálf- an þig. Þegar þú kemur vestur í British Columbia, þá máttu óhætt taka undir með íslendingafljóts skáld- inu og syngja: ‘^Heilnæmt er loftið í laufguðum skóg, þar leikur sér andsvalinn hreini.” Já, 0g “forðabúr heimsins er fold þessi nefnd.” Hefir ekki Norð- vesturlandið mátt með sanni kall- ast forðabúr heimsins? Jú, sann- arlega, og hefði verið það um ald- ur og æfi, hefði rétt verið með farið. En hvað hefir skemt það, hvað hefir á stórum svæðum eyði- lagt fegurð þess og það skraut, sem það hafði frá náttúrunnar hendi, frá skaparans hendi? Hvað nema fjárgræðgi mannanna, alveg á sama hátt og fiskinn í Winni- pegvatni. Er það ekki hún, sem alt skemmir o!g eyðileggur alt og alla, hvar í heiminum sem er? Leiðinlegt, að geta ekki kveðið niður visuna hennar Vatnsenda- Rósu, eins ósamboðin mannlegu hugsunareðli eins og hún virðist vera, en er þó öllum kunn: “Hrekkja spara má ei mergð”, o. s. frv. En fátæka og allslausa fólkið, ®em flutti vestur í Peace River héraðið í sumar, var ekkert að hugsa um að skoða eða spyrjast fyrir. Það var bara að flýja sand- eyðimerkurnar, sem það sagðist koma frá í Manitoba og Saskat- chewan. Það sá gras, þegar vest- ur kom, sem skepnurnar sem það átti eftir, gat fylt sig á. Sumt af þeim hafði það blátt áfram skotið áður en það fór af stað, sérstak- lega hestana. Þetta fólk þóttist vera komið í paradís alsælunnar, bara fyrir þessa ástæðu, að það sá gras, sem skepnurnar gátu fylt sig á. Það var ekkert að spyrja um landið eða framtíðarmöguleika þess. Al- veg á sinn máta var með fólk, sem kom frá Californiu; það kom nú bara í bílunum sínum; það var á- nægt hvernig sem landið var, bara ef það gat fengið vatn. Sumt af því tók sér bújarðir austur við Cutbank ána, og er það pláss það ósléttasta, sem eg hefi séð, hvar sem eg hefi farið, það er að segja með pörtum; en Cutbank áin þorn- ar aldrei, það er víst. í dag er 16. júní. Það er alt af sama góða tíðin, í hverri viku koma skúrir o!g ein góð rigning var núna fyrir miðjan mánuðinn. Fólkið flykkist hingað jafnt og stöðugt. 24. júní—Það var þó talsvert frost í nótt, sá töluvert á kartöflu- grasi 4. júlí erum við Gunnlaug- ur Björnsson á heimleið frá Daw- son Creek. Það er reglulegur sandbylur. Þegar kemur upp í skóginn er nú ekki mikið til að auk sandbylinn, nema þá það sem getur þyrlast upp á aðal veginum,. en það er ekki nóg til þess að við fáum að sjá hvað sandbylur er. auka sandbylinn, nema þá það sem (Meira). ÞAKKLÆTI. öllum þeim, sem á einn eða annan hátt greiddu veg okkar, er húsið, sem við bjuggum í, brann og ,við töpuðum öllum húsmunum okkar, þökkum við innilega fyrir aðstað þá, hjálpl og samúð, er okk- ur var þá sýnd á svo margvísleg- an hátt. Sérstaklega þökkum við kvenfélagskonunum á Eyford, sem eftir brunann færlu okkur gjaf- ir o!g létu sér mjög ant um hag okkar. Einnig Mr. og Mrs. J. J. Myres, sem tóku okkur heim í hús sitt og buðu okkur að vera sem heima hjá okkur þar til fram úr greiddist með húsnæði. Enn frem- ur Guðm. Jónassyni á Eyford, er marga daga eftir brunann vann með okkur að því að koma okkur fyrir á ný. Alla þessa hjálp og velvild, á- samt margra annara, sem við höf- um ekki nefnt, biðjum við af ein- lægni og þakklátum huga, að sá megi launa, er alls er megnulgur. —Crystal P.O., N. dag., 29. okt. 1931. Mr. og Mre. David Savage. Bœndaglíman Mig minnir eg iofaði að skrifa fáeinar línur að Lögbergi, þegar bændaglíman væri um garð geng- in þetta árið. Bændur hreinsa útsæðið sitt á útmánuðum, meðan enn þá er snjór á jörðu. Strax þegar autt er orðið, eru allir komnir með vinnuáhald sín út á akrana. Eng- inn veit betur en þeir, að hann uppsker ekki, sem gleymir að sá. Alt að þessum seinustu tveimur til þremur árum, hafa vonir bændanna 0g hagsældartrú þeirra verið sérstakle!ga vakandi og létt þeim alla vorvinnuna. Eftir fjóra fyrstu sólskinisdagana, frá því þeir sáðu fyrstu kornunum, þá fara þeir að líta eftir spírunum, litlu frjóöngunum, og alt er þetta í rétta átt. Vonirnar lifa og ljósið skín. En svo er að verða of þurt, og ekkert rignir. En blessað lífið brýst um í moldinni og berst fyrir tilveru sinni, gegn óteljandi óvinum, og verður daglega fyriir eyðile'ggj- andi áföllum. En þá kemur regn- ið, og það, sem enn þá lifir og heldur velli, er nákvæmlega hirt og afhent viðskiftalífinu, og þá loksins fær bóndinn tima til að líta upp og virða fyrir sér útlitið, en þar eru fáar vonarstjörnur sjáanlegar. Ótti grípur bóndann, þegar hann sér og sannfærist um, að hann á ekki sitt framar undir sól og re!gni, ekki framar undir því, sem á öllum undanförnum öldum þótti tvísýnast. Nú er það orðið bónd- anum greiður og bjartur úrræða- vegur. Hann veit, að aftur batnar í ári, að aftur kemur góð uppskera, en örlæti náttúrunnar getur ekki lyft honum á hagsældar braut. Vonar- og gleðistjörnur bænd- anna eru byrgðar svörtum skýj- um. Ríkishagsældin veltur á vel- megun bændanna, en þeir tapa ár- lega kjarki og hugdirfð fyrir vonlausa þrælkun. í staðinn fyr- ir, að þeir eiga að hafa réttmæta ástæðu til að þrá landið, og kepp- ast um að fá að eiga þar alt sitt undir sól og regni, eins og nátt- úran útjtlutar, og velferð ríkisins útheimtir. Af hverj stafar öfug- snúðurinn? Þeir eru viðurkendir að vera mestu listmálarar heimsins, sem líkja bezt eftir fegurð náttúrunn- ar. Er þá ekki .eðlilegast, þegar eg er ungur og hefi valið mér konu og við elskum hvort annað, að frelsisþrá okkar o!g fegurðar- næmi sem bezt borgið úti í al- frjálsri náttúrunni úti á land- inu? Það er vonlaus og sólskins- blettalaus þrælkun á landinu, sem veldur því, að menn vilja heldur hanga svangir inni í bæjúm og borgum, en að búa úti á blessuðu landinu. Það er ónáttúrlegt, að menn skuli óttast landið. Fyrirkomu- lagið verður að breytast. Það má ekkert vera annað en of mikil sól eða of mikið regn, sem tefur bónd- ann á velferðarbraut hans. Af því, sem eg er nú þegar bú- inn að segja, er það auðsætt, að bændaglíma ársins er ekki útkljáð, þó búið sé að þreskja, og náttúr- an hafi staðið skil af því, sem í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum. fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum Ijrf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. hún ætlar af mörkum að láta það árið. Svo var það fyrir nokkrum árum; nú er það öðru nær. Þá fyrst koma klær auðvaldsins til sögunnar. Rukkunarbréfunum rignir einn á heimilin, o'g þjónar auðvaldsins koma daglega í fín- um bílum til að krefjast þess, að samningum og loforðum sé full- nægt. Á slíkum augnablikum eru tilfinningar og ástand bóndans ekki alveg ólíkt því, sem Jónas Hallgrímsson lýsir um ástæður rjúpunnar í skafrenningi, þegar valurinn svífur yfir. Bóndinn reynir að vísu að segja: Eg var ó- heppinn 1 ár. En hann er ren!gd- ur, og alt af haldið að honum að hann sé að fela; hann er grunað- ur um græzku, um kæringarleysi, Á næstliðnu vori sáði nágranni minn einn 160 ekrur með hveiti. Af þessu landi fékk hann 425 mæla þreskt hveiti nú í haust, og vant- aði því 25 mæla á alla uppskeruna til að hafa þrjá mæla af ekrunni til jafnaðar. Þetta er minsta upp- skeran hér í kring um mig, sem eg hefi enn frétt af. Hins vegar mun mesta uppskeran hér í kring hafa orðið 12 mælar til jafnaðar af ekrunni. Þreskikostnaður hef- ir aldrei verið sanngjarnari síðan hér byrjaði akuryrkja, 4 cents á hvern mæli af höfrum og byglgi, og 6 cents á hveiti mælinn. Mér finst skylt að geta um þetta, þeim til verðugs heiðurs, sem eru upp- hafsmenn að þessu mannúðarlega fyrirtæki, en það hygg eg að séu í þessu nágrenni hinir ungu og efnilegu þreskjarar, Guðmundss- sons bræður skamt frá Elfros. Þó nú þreskin!gin væri, allra þakka verðast, ódýr á þessu hausti, þá hrekkur afgangurinn illa til ann- ara útgjalda. Sveitarstjórnin okk- ar neyddist til að samþykkja það á síðasta fundi sínum, að hafa enga taxsölu á þessu hausti, af því svo fjölda margir hafa eng- ir. ráð með að borga skattana. Neyðarúrræði þykir ]>etta, að slaka á aðhaldinu, þegar lakast er staðið í skilum, en það verður ekki tekið þó með ofbeldi, sem ekki er til. Hausttíð er hér góð, enn sem komið er, og heilbrigði manna aÞ ment góð, það eg hefi til frétt. — Læt e'g svo staðar numið að sinni. Mozart, 28. okt. 1931. Fr. Guðmundsson. KLÁÐA—HRUFUR og aðrir hörundssjúkdómar Mýktir og læknaðir með Zam-Buk Ointment 50c SMedicinal Soap 25c Night Classes Mondays and Thursdays 7:30 to 10 p.m. AU year \ They do not interfere with your regular employment1, but they will qualify you for advancement and a bigger position. Five hours a week cannot be spent to better advantage. It is an opportunity which has increased the earning powers of hundreds of young people. Every subject essential to modern business is taught and with the same thoroughness that has always characterized our Day Classes. You can enroll at any time but a commence- ment with the beginning of the Fall session will prove very helpful to you. Our registering office is open from 8 a.m. to 10 p.m. daily. If you cannot conveniently come to see us one of our educa^ional advisers will be pleased to call upon you if you will ’Phone 37 161. The Dominion Business College The Mall alio Winnlpeg St. Jamei Elmwood

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.