Lögberg - 03.12.1931, Page 2
Bls. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER 1931
Högberg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
_ The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um átið. Borgist fyrirfram.
The "LöBbersr” is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
1-——
00 Orvun
Það var hráslagaveður um morguninn, loftið
hærukembt 0g flughált á strætinu, eftir lang-a og
cmurlega ísingarnótt.
iVraóur nokkur, dapurlegur á svip, staulaðist
n'-ður tröppurnar frá húsi sínu á leið tii iðju;
tionuin var auðsjáanlega þungt í skapi, og óttinn
hatði brennimerkt anctnt hans .skörpum rúnum.
•'uóöan daginn,’’ sagði nágranni hans,,er út
kom um somu mundir og virtist vera í bezta
skapi; “það er ekki amalegt veðrið í dag,” sagði
hann. liugciapri maðurinn skifti litum, og alt
umhverfið skitti líka litum, að því er honum
íanst; það var örvunin í ávarpi nágrannans, er
uinskiftunum olli. Dapurlyndi maðurinn hristi
af sér mókið og gekk djarflega niður götuna;
nvjar vonir liöf'ðu skotið rótum í brjósti hans.
Þegar á skrifstofuna kom, heilsaði vélrituií-
arstúlkan manni þessum með brosi, og hafði
jafnframt orð á því hvað veðr-ið væri yndislegt.
“Allir í góðu skapi, nema eg,” tautaði maður-
inn við sjálfan sig, um leið og hann settist við
skrifborðið; hann hafði sætt óhöppum í við-
skiftalífinu undanfarnar vikur, og var að því
kominn að kikna undir áhyggjunum. Það voru
örvunaryrðin, er leyst- höfðu sál hans úr læðingi,
og glætt að nýju hálfkulnað traust lians á lífinu
og sigui*vonum þess.
Er heim kom um kveldið skvrði maðurinn
konu sinni frá þvf, að þessi dagur hefði verið
einn sá innihaldsríkasti, er hann hefði upplifað;
kvöldið áður og um morguninn hefði sér sýnst
öll sund lokuð, en nú hefði svo greiðst fram úr
vandamálunum, að ailir vegir virtust færir.
Föguuðinum í sál konunnar verður ekki með
orðum lýst. Maðurinn kvaðst að miklu leyti
eiga örvunaryrðum nágrannans og skrifstofu-
stúlkunnar það að þakka, hve skjótlega hefði birt
til og ný útsýni opnast.
Fáir menn munu vera það brynjaðir gegn
sorgum 0g áhyggjum, að ekki sé þeim örvunar
þörf, er í krappan kemur og skuggar vonleysis-
ins vefjast um sálir þeirra; jafnvel örfá hlý-
leiksorð í sambandi við veðrið, geta orðið þeim
til ómetanlegrar blessunar, rofið húmþykkni
dapurleikans, og greitt enduryngjandi sól-
straumum veg inn að syrgjandi hjarta.
Ihaldssamaála íhaldið
-...'• 1-1 ===>
Þó þjóðstjórnin nýja á Bretlandi styðjist við
afarmikinn meirihluta á þingi, þá er það samt
sem áður sýnt, að ekki eru allir fylgismenn henn-
ar við eina fjölina feldir; kom það meðal annars
næsta ákveðið í ljós við umræðumar um hásætis-
ræguna, eða konungsboðskapinn; málsvari í-
haldssamasta íhaldsins, Mr. Winston Churchill,
gekk mjög í berhögg við stjórnina, og gaf það
ótvírætt í skyn, að í því falli að hún gengi lengra
en hann sjálfur 0g vildarvinir hans teldu æski-
legt, í áttina til þess að veita Indverjum sjálfs-
forræði, myndi óvægilega verða gripið í taum-
ana; óttaðist Mr. Churchill það auðsjáanlega, að
stjórnin myndi til þess líkleg, að beita ofmiklu
örlæti við meðferð þessa vandasama og við-
kvæma máls.
Hvað svo sem um stefnu verkamannastjóm-
arinnar í innanlandsmálum má segja, þá verður
ekki um það vilst, að í meðferð utanríkismála,
sem og í afskiftum hennar af Indiandsmálunum,
kom fram ákveðnari einlægni og samvinnulip-
urð, en venja hafði verið áður til; í stað hinnar
gömlu og úreltu innilokunar stefnu, kom frjáls
og víðsæ mannúðarstefna, þar sem málum var
ráðið til lykta í heyrenda hljóði. Engri einni
stjórn Breta, hefir nokkru sinni unnist eins mik-
ið á Indlandsmálunum viðvíkjandi, og verka-
manna stjóni þeirri, er Mr. Ramsay MacDonald
veitti forustu í annað sinn; 0g nú segir Mr.
Churchill, hingað og ekki lengra.
Mr. MaDonald er enn stjómarformaður á
Bretlandi, þótt öðruvísi sé nú settur en nokkru
sinni fyr; liann lætur sér enn vitanlega ant um
úrlausn Indlandsmálanna, og slíkt hið snma
gera vafalaust margir einlægir stuðningsmenn
hans líka; en hann á við raman reip að draga,
þar sem Mr, Churchill er 0g fylgifiskar hans, er
öllu vilja halda í gamla horfinu 0g enga ný-
breytni þola.
Bretland þarf á flestu fremur að halda um
(þessar mundir, en einangrunar- og innilokunar-
stefnu Mr. Ohurchills.
Gullskipið í Biscayaflóa
Hinn 20. maí 1922 sökk gufu-
skipið “Egypt”, eign P. and 0.
skipafélagsins, í Biscayaflóa, eft-
ir árekstur við franska gufuskip-
ið ”Seine”. Egypt var með dýr-
mætan farm, þar af um miljón
sterlin'gspunda virði í gulli og
silfri. ítalska björgunarfélagið
“Sorima” hefir nú í þrjú sumur
verið að reyna að bjarga þessum
dýra farmi, og er eftirfarandi
grein um björgunina tekin eftir
bókinni “Seventy fathoms deep”,
eftir David Scott, fréttaritara
“Times”, sem hefir verið öll sum-
urin á björgunarskipinu “Artig-
lio”. —
Það var eigi fyr en ítalska björg-
unarfélagið “Sorima” tók til
starfa, að farið var að kafa nið-
ur í hyldýpi hafsins. Þar með er
átt við meira dýpi heldur en hægt
er að kafa í hinum venjule!ga kaf-
arabúningi, sem er úr togleðri.
En í þeim búningi geta menn varla
kafað dýpra en 40 metra, og er
það þó stórhættulegt og tímafrekt.
Kafari, sem fer svo djúpt og hef-
ir hafst þar við nokkra stund,
verður að fara ósköp hægt upp að
yfirborði, nota til þess um tvær
klukkustundir eða meira, því að
öðrum kosti fær hann kafara-
krampa, sem er bæði þjáninga-
fullur og hættulegur.
En þótt honum takist að losna
við krampann o!g aðrar hættur, sem
honum eru búnar í sjónum, á hann
þá þá hættuna yfir sér, að of-
bjóða hjarta og lungum, og það
eru ekki aðrir en sérstakea
eru ekki aðrir en sérstaklega
sterkbygðir menn, sem ekki bíða
heilustjón við kafanir.
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að búa til kafara-
búning, sem hægt væri að nota á
miklu»dýpi. Fyrst og fremst þurfti
sá búnin!gur að vera nógu sterk-
ur til þess að standast loftþrýst-
inginn að innan og hinn ógurlega
vatnsþrýsting að utan. Auk þess
þurfti hann að vera léttur og
þannig, að kafarinn gæti athafn-
'að sig og hreyft sig. Þar kom
vandinn, að sameina alt þetta.
Þá var það, að Neufeld-pulmke-
brynjan var fundin upp og reynd-
ist stórum betri en allir eldri kaf-
arabúningar. Tilraunir með hana
gáfust svo vel, að Commendatore
Quagli, sem þá var forstjóri fyrir
ítðlsku dieselsskipa-félagi, stofn-
aði björgunarfélagið “Sorima” og
keypti einkarétt á þessum nýja
kafarabúningi. Og svo var það,
að Giomanni Quaglia kom til hug-
ar að reyna að ná auðæfunum úr
‘‘Egypt”, þar sem það lá á marar-
botni.
Tilraunir að bjarga farminum.
Áður höfðu verið gerðar tvær
tilraunir í þessa átt. Fyrri leið-
angurinn var gerður út frá Gauta-
borg 1923 undir stjórn Hedbácks
kapteins, en forgönguna áttu
Mesrs. Sandberg og Swinburne í
London. Mr. Swinburne hafði
fUndið upp hugvitssamt áhald, sem
kallað var “augt” (the eye). Það
var eins og skápur, og átti að
sökkva honum niður að skipsflak-
inu. Kafarinn átti að vera í skápn-
um, og með vélhreyfðum gripörm-
um og krókum utan á skápnum,
átti hann að vinna.
Eftir tveggja mánaða leit tókst
Hedbáck að finna skipsflag, er
hann þóttist viss um að væri
Egypt, og mun líka hafa verið
það. Hann merkti staðinn ná-
kvæmlega á kortið. Síðan hélt
leiðangurinn heim til Svíþjóðar,
og var ætlunin að halda áfram
næsta ár, en ekkert varð úr því,
vegna þess að Sandberg and Swin-
burne kynokuðu sér við að láta
smíða “augað” vegna kostnaðar.
Árið 1926 reyndi franskt félag
að finna “E'gypt”, en tókst ekki.
Leitin að “Egypt”.
Þá samdi Quaglia um björgun-
ina, og í júnímánuði 1929 byrjaði
“Sorima”-félagið að leita að
“Egypt” í Biscaya-flóa. Það var
talið að skipið mundi vera um 30
sjómílur frá landi og var því ekki
hægt að taka nein landmið. Hed-
báck hafði ákveðið staðinn 48 gr.
6 mín. 5 sec. norðurbreiddar og
5 gr. 29 mín. 30 sec. vesturlenlgd-
ar. Var því byrjað að leita þar.
Þegar fyrsta daginn festu skip-
in slóðann í einhverju, sem senni-
lega hefir verið “Egypt”. En er
hert var á vírnum hrökk hann af
festunni 0g þar sem ekki sáust
nein merki á honum, af málningu
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta" meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
né ryði, hugðu* * menn að hann
hefði fest á neðansjávarkletti.
Og nú hófst langt og leiðinlelgt
starf og vonbrigðaríkt. Var nú
merkt af stórt svæði, þar sem
mestar líkur voru til þess áð
“Egypt” mundi vera og síðan
slætt þar fram og aftur, þvert og
endilangt. Ókunnugum mun í
fljótu bragði virðast, sem þetta
hafi verið mjög einfalt, en það
var síður en svo. Tvö skip, “Ar-
tilglio” (björgunarskiuið og “Ros-
tro” drógu á fnilli sín 1800 metra
langan stálvír og sigldu svo sam-
hliða. Hvað eftir annað festist
vírinn í klettum á botni og slitn-
aði, eða tafði fyrir á annan hátt.
1 hvert skifti, sem hann festist,
varð hálftíma töf að minsta kosti,
en miklu lengri, ef hann slitnaði.
Á þenna hátt gekk þetta dag eftir
dag og leitinni miðaði lítið áfram,
svo að flestir fóru að örvænta um
árangur.
Allra bragða var í leitað. Það
var t. d. fenginn munkur með
“óskakvist”, sem átti að vera við-
kvæmur fyrir Igulli. Það var róið
með hann á smábáti fram og aft-
ur um það vsæði er menn hugðu
að “Egypt” væri undir„ en ðastoð
hans kom ekki að neinu gagni, og
hann var sendur heim til ítalíu
aftur. Annar maður bauð aðstoð
sína. Hann hafði fundið upp
töfra-áhald, er rann fullyrti að
benda myndi á gullið í skipinu,al-
veg ein sog segulnálin bendir til
norðurs. Með því að setja það
niður á tveim stöðum á frönsku
ströndinni, hefði stefnurnar, sem
áhaldið sýndi átt að skerast þar
sem “Egypt” lá. En þegar þetta
var reynt, sýndi áhaldið tvær
stefnur, sem lágu samhliða vest-
ur yfir Atlantshaf o!g skárust
hvergi.
Undir haustið kom Hedbáck
kapteinn þangað suður eftir til
aðstoðar með ráðum og dáð. Hann
gaf Itölum ýmsar þýðingarmikl-
ar bendingar um það, vernig þeir
skyldu leita, en nú var orðið svo
áliðið, að þeir urðu að hætta.
Snemma í júní 1930 byrjuðu
þeir aftur á leitinni. Var nú Le
Barzic,, skipstjórinn á “Seine”, er
sökti “Egypt”, fenginn til aðstoð-
ar, því að hann þótti allra manna
líklegastur til þess að geta bent á
staðinn þar sem “Egypt” sökk.
Hann kvað skipið hafa sokkið
fjórum sjómílum fyrir norðan
staðinn, sem Hedbáck hafði merkt,
ogð vildi ekki heyra það nefnt, að
verið væri að slæða þar, sem Hed-
báck hafði ráðlagt. Er mælt, að
hann hafi gert þetta af öfund-
sýki, en það tafði mjög leitina.
En svo var það einvern dag í
ágúst, eftir rúmlega tveggja mán-
aða leit, að menn þóttust finna
skipsflak á mararbotni. Voru þá
sett niður dufl þar, til þess að
úierkja staðinn. Leið svo nóttin.
En daginn eftir kom það í ljós, að
annað duflið hafði hrakið alllangt
eða um )\hálfa sjómílu. Átti nú að
taka það upp. Vindutré var sveigt
út fyrir borðstokk skipsins og vír
krækt í duflið, sem var bæði lítið
og létt. Svo var byrjað að draga.
Duflið hófst úr sjónum, en þeg-
ar það var komið svo sem tíu fet,
strengdi á festum þess -og það sat
blýfasf. Vindan herti á og “Art-
iglio” byrjaði að hallast. Enn var
hert á og “Artiglio” hallaðist enn
meira. En svo slaknaði alt í einu
á dufl festinni og nú var hún og
fuflið dregið inn í skipið. En þeg-
ar stjóri duflsins kom, þá kom
hann með langt, bogið og ryðgað
járn, flækt í keðjunni. Þegar menn
athuguðu þetta nánar, sást 'að
þetta járn var úr bátarólu. Nú
var rokið niður í skipstjóraklefa
og farið að athuga teikningarnar
af “Egypt”, sérstaklega bátaról-
urnar. Nei„ þær voru allar of stór-
ar. En hvað er þetta? Hér aftast
á “Egypt” hefir verið lítil báta-
róla. Nú var mælt og borið sam-
an. Heureka! Það stóð heima!
Þarna var “Egypt”!
Eitt af þessum duflum, sem
len!gstum hafði verið þeim til
• trafala og armæðu, sem alt af
hrakti og voru bara fyrir á þil-
fari, hafði að lokum fundið hið
týnda gullskip “Egypt”?
Kafari fer að skoða skipið.
Samt varð nú að sjá það með
eigin augum, að þarna væri hið
margþráða skipsflak. Það gat ver-
ið, að þetta væri eitthvert annað
skip, sem hefði haft samskonar
bátarólu og “Egypt”. Yngsta kaf-
aranum, Bargellini,í var falið að
fara niður og skoða! skipið. Hon-
um er rent 360 fet niður, en hann
sér ekkert enn. Tíu fet enn, o!g
hann sér ekkert. Dálítið' dýpra—
og þá sér hann eitthvert stórt,
kolsvart ferlíki fram undan sér.
Hann berst þarna fram og aftur,
upp og niður, en í gegn um málm-
pípuna skýrir hann Gianni, aðal-
kafaranum, frá því sem hann sér.
“Artiglio” vaggar sér í þungri
undiröldu, og þarna niðri svífur
kafarinn upp og niður, fram og
aftur. Hann hækkar og lækkar í
sjónum tíu fet, o!g þarna er dimt
og ilt að sjá nokkuð. Hann finn-
ur það ekki, að hann er á sífeldri
hrey-fingu. Honum finst svarta
ferlíkið fyrir framan sig hækka
*
og lækka, hverfa og koma í ljós
aftur. Hann lýsir því sem! hann
sér.
Á þilfari “Artiglio” Stendur Gi-
anni og hlustar á frásögn hans.
Honum fer að verða það Ijóst, að
þeir fundu það, sem þeir leituðu
að. Að lokum er allur efi útilok-
aður. Gianni andvarpar léttilega
og réttir úr sér. ,
— E l’Egitto! segir hann. ( Það
er “Egypt.”
Og Bargellini, sem svífur fram
0g aftur 400 fet undir yfirborði,
heyrir húrrahrópin í félögum sín-
um, þegar þeir fá þessa frétt.
“Egypt” liggur á 48 gr. 7 mín.
45 sec. nbr., og 5 gr. 30 mín. 30 sec.
vl. og munar það sáralitlu á því,
sem Hedback hafði sagt, svo að
það er víst en!ginn efi á því, að
hann hefir fundið flakið 1928.
Hið fyrsta, sem nú átti að gera,
var að ná í skjalaskáp skipstjór-
ans á ”Egypt”. Það er ætíð regl-
an: fyrst að fá sannapir fyrir því
hvert skipsflakið er, síðan að ná í
skjalaskápinn, og þá að bjarga
því, sem bjargað verður. Skjala-
skápnum er vanalega auðveldast
að bjarga og í honum eru ná-
kvæmar upplýsingar um skipið og
hvar í því dýrmætasti farmurinn
sé geymdur.
í lífsháska.
Bragellini var sendur niður aft-
ur o!g kom nú niður á bátaþilfar
skipsins. Sterkum krók er rent
niður. Bargellini festir honum í
þakið á þilfarsklefanum. Svo tek-
ur vinda ”Artiglio” í, og rífur
þakið af klefanum. Síðan er kaf-
aranum lyft svo að hann kemst
upp fyrir vegginn og niður í klef-
ann. Nú verður hann að vinna í
myrkri. Hann stendur,í einu horn-
inu — og alt í einu sér hann líkt
og stóran orm hlykkjast niður fyr-
ir framan hjálmgluggann. Það er
taugin,, sem hann er bundinn í —
tau'gin, sem hann á líf sitt undir.
Hann heldur fyrst, að það hafi
verið slakað of mikið á henni, en
það er hættulegt, því að hún get-
ur fezt í flakinn.
— Strengið á tauginni! hrópar
hann í málmpípuna.
— Strengið! kallar Gianni á
þilfari “Artiglio”, og vindan*tek-
ur til, en alt af sér Bargellini
meira og meira af tauginni koma
niður.
— Sterngið á tau!ginni! hrópar
hann. Því strengið þið ekki?
—■- Við erum að strengja. Hreyf-
ir þú þig ekki?
Vindan hamast og taugin kem-
ur slök. Gianni‘grípur í hana of
finnur að hún liggu rlaus fyrir.
—Taugin er slitin! hrópar hann.
Komið með hina kafarabrynjuna!
Setjið út bát!
Ef kafari verður í fastur í skips-
flaki, eða taugin slitnar, er hann
oftast nær dauðadæmdur. Eina
ráðið er að reyna að losa si!g við
þunga sökku, sem hangir við
brynjuna. Ef hann er laus og
getur losað sig við sökkuna, á
hann að geta flotið upp.
Gianni kallar til Bargellini:
— Bargellini! Hlustaði á mig!
Taugin er sitin, en það gerir ekk-
ert til! Vertu ekki hræddur! Los-
aðu þig við sökkuna og þá flýtur
þú upp.
Gianni hlustar og hlustar. Hann
heyrir Bargellini blása af mæði.
KOSTAR LÍTIÐ MEIRA EN ÓPAKKAÐ TE — OG
ER ÞESS VIRÐI — ER KRAFTUR OG BRAGÐ
KEMUR TIL GREINA.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG :: :: CANADA
Það er auðheyrt, að hann er að
bisa við eitthvað. Hann er að
reyna að losa sig við sökkuna, en
hún er föst.
— Gianni, Gianni, eg get ekki
losað sökkuna. Hún er föst!
— Vertu róelgur, drengur! —
Vertu ekki hræddur! Reyndu aft-
ur! Snúðu til hægri! Reyndu að
liðka hana til.
Gianni reynir að sýnast róleg-1
ur, en kaldur sviti streymir nið-
ur andlit hans. Bargellini er syst-
ursonur hans. . . ,»Og sakkan er
hans eigin uppfinning, og hann
hafði sjálfur reynt hana . . . Hann
fleygir af sér fötum og býst til að
fara í hina kafarabrynjuna — en
þá heyrir hann aftur í Bargellini,
og þá er sem þungu fargi sé létt
af honum.
Bargellini hefir alt í einu tekið
eftir því að birtir. Hann er að
fljóta upp. Sakkan hefir rékist á
eitthvað og losnað af sjálfsdáð-
um. Skömmu seinna kemur hann
upp 4. yfirborðið og er dreginn um
borð. Hjálmurinn er skrúfaður
af og út gælgist náfölt andlit Bar-
gellini. Hann dregur djúpt and-
ann.
— En nú hræðsla út af engu,
segir hann og hlær.------
Skjalaskápnum bjargað.
•
Tveim dögum seinna lá skjala-
skápur “Egypt” á þilfari “Arti-
glio”. Bargellini hafði náð í hann.
Meðal annars, sem í skápnum var.
voru ýmis leyniskjöl frá utanrík-
isráðuneyti Breta. — — —
Björguninni hætt í bili.
Það var nú komið fram á haust
og menn urðu að láta sér nægja
að búa undir björgun fjársjóðs-
ins á næsta sumri, með því að
sprengja sundur þilförin o!g koma
burtu allskonar drasli. Gianni
hafði hugsað sér að saga fjái’-
sjóðsklefann úr skipinu, en sá
klefi er tuttugu og fimm feta
langur, átta fet á breidd og níu fet
á hæð, og lyfta honum svo í heilu
lagi.
En forlögin höfðu ekki ætlað
honum að bjarga auðæfum þessum
úr “Egypt”. — í staðinn fyrir
það að fara til ítalíu, var ákveðið
að “Rostrao” og “Artiglio” skyldi
sprengja tvö skipsflök hjá Frakk-
landsströndum og liggja svo í
Brest um veturinn, þangað til
hægt væri að byrja aftur á björg-
uninni úr “Egypt”.
“Artiglio” ferst.
“Artiglio” var falið að'sprengja
flakið af ameríska hergagnaskip-
inu “Folrence”, sem sökk sumar-
ið 1917 fram undan St. Nazaire,
og var hættulegt fyrir siglingar
þangað. En “Rostro” fór að fást
við annað skipsflak tvær sjómíl-
ur þaðan. —
Fyrstu tvö dynamit-skotin voru
sett út við byrðing skipsins, en
unnu ekki annað á, en að gera tvö
stór göt á byrðinginn. Menn
höfðu búist við þvj, að sprengi-
efnið í skipsflakinu mundi springa
um leið, en svo var ekki. Menn
1 urðu þá óvarkárari. í staðinn
fyrir að “Artiglio” fór fyrst tvær
mílur frá skipinu áður en skotun-
um var hleypt af, létu þeir 300
metra fjarlægð duga næst.
Hinn 7. sept. 1930 kom Gargell-
ini úr kafi frá “Florence”. Það
var nú ekki annað eftir en að
sprengja afturhluta skipsins.
Hann hafði komið þar fyrir sex
dynamit-skotum og þeim var ætl-
að að sundra því, sem eftir var af
skipinu. Það lá vel á Bargellini.
Hann hafði nú fengið orð á sig
fyrir að vera duglegasti kafari
heimsins, — og nú átti hann að fá
að fara heim til konu sinnar og
fyrsta barnsins, sem fæddist sama
daginn og hann bjargaði skjala-
skápnum úr “Egypt”. Hann stend-
ur á þilfarinu og bíður þess að
skotið ríði af. Giovanni kvekir í
. . . . og f)á kviknar um leið í þráð-
tundrinu, sem eftir var í skips-
flakinu. “Artiglio” sogaðist nið-
ur í bullandi sjávar'gíginn og sökk
samstundis. Gianni og Bergallini
0
fórust þar báðir o!g tíu félagar
þeirra. •
Þeir á “Rostro” sáu hina ægi-
legu sprengingu, og svo var hún
mögnuð, að -skipið skalf og nötr-
aði, en menn allir hentuts flatir.
í sumar hefir ný “Artiglio” ver-
ið að fást við “Egypt”, en enn hef-
ir ekki tekist að bjarga hinum dýr-
mæta farmi. — Lesb.
Óli slökkviliðsmaður kemur á
brunastað klukkustund of seina.
— ’Guði sé lof fyrir, að það er
enn að brenna!
Ungt skáld: Eg segi það ekki
til þess að grobba af hæfileikum
mínum, eg hefi aldrei fengið hand-
rit mín endursend.
Ritstjóri: Þá hafið þér altaf
gleymt að leggja með fendursend-
ingar burðargjald.
Night Classes
Mondays and Thursdays
7:30 to 10 p.m. AU year
They do not interfere with your regular
employment1, but they will qualify you for
advancement and a bigger position.
Five hours a week cannot be spent to
better advantage.
It is an opportunity which has increased
the earning powers of hundreds of young people.
Every subject essential to modern business
is taught and with the same thoroughness that
has always characterized our Day Classes.
You can enroll at any time but a commence-
ment wjth the beginning of the Fall session will
prove very helpful to you.
Our registering office is open from 8 a.m.
to 10 p.m. daily. * x
If you cannot conveniently come to see us
one of our educational advisers will be pleased
to call upon you if you will ’Phone 37 161.
The Dominion Bustness College
The Mall
also Winnipeg
St. James
and
Elmwood