Lögberg - 17.12.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.12.1931, Blaðsíða 1
44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., ^IMTUDAGINN 17. DESEMBER 1931 NÚMER 51 Mikil tíðindi og ill ÍReynslan hefir smátt og smátt verið að færa Islendingum heim sanninn um, að þjóðin gat ekki í framtíðinni reist afkomumöguleika sína á hinni síauknu saltfiskfram- leiðslu. Saltfiskur hefir á seinni árum farið sí og æ verðfallandi. Siafar það fyrst ok fremst af ó- hóflegum framleiðsluauka, þó að fleira komi þar til , sem hér skal ekki rakið. Þjóðin hefir vaknað til skiln- ings á því, að reyna nýjar leiðir tii sjálfsbjargar. Hafa ýmsar og ekki ómerkar tilraunir verið gerð- ar í þeim efnum, en tekist mis- jafnlega, meðfram fyrir fjár- skort. Eitt helzta bjargræðið á þess- um síðustu og verstu tímum, hef- ir legið í því, að koma afrekstri haustvertiðarinnar nýjum til neytslulandanna. Hafa einstak- lin'gar og félög bæzt í hóp togara- eigenda. sem undanfarin ár hafa sent skip sín til ísfiskveiða. Enn fremur samþykti síðasta Alþingi löggjöf er hné að því að létta undir með smærri framleiðendum á þessu sviði. Það er ekki of mælt, þótt sagt sé að sala á nýjum fiski í Eng- landi og Þýzkalandi hafi verið helzta bjargræðisvon fjöldans á næstunni — gvo að segja eini geislinn í skammdegi atvinnu- lífsins, og hafa aldrei fyr jafn- mahgir íslendingar átt lífsins við- urværi undir þessum atvinnu- rekstri og einmitt nú. Þeim mun dapurlegri ; og ör- lagaríkari eru þær fregnir, er hingað hafa borist undanfarna daga. Fyrir skömmu gerðust þau tíð- indi, að Þjóðverjar 'bðnnuðu að senda úr landi andvirði þess fisks, er erlend skip seldu þar í landi. Hefir síðan verið hert á þeim böndum, og er nú svo komið. að helzt er að sjá, að engin tök séu að hagnýta sér sölumarkað í Þýzkalandi, nema með því að kauna þee-ar í stað þýzkar vörur fvrir andvirði fisksins. Er þá kar.nske þess skemst að bíða, að með öllu verði lokaðar þær leiðir o!e bann laod: gegn sölu fisks af erlendum skipum í Þýzkalandi. í Enflandi hefir verið aðal sólumarkaður íslenzks fisks. Það- an bárust í gær freenir sem að líVindiim eru upphaf hinna verstu tiðinda. ' Ýms útcrerðarfélög hér í bæ fengu frá ensVnm umboðsmönn- um oinnm svnhliéðandi skevti; “Vecrna sí-hækkandi innflntn- irtrc! á erlendnm fiski. hingað til landsisn, sem eyðileggur útgerð okkqr. höfum við ákveðið að selia ekki eða vera umhnðsmenn við söin á erlendnm fiski eftir 1. des- emher. nnz hrezka stiórnin hefir jrert ráðcfafaT1Ír til hoqq að vernda útfo-erð okkar. Helver Rros.” Ekki er annað að sjá, en út- gerðarmenn og e. b. v. verkamenn í Hull, hafi bundist samtökum, um að afgreiða ekki erlend skip, er kynnu að vilja selja afla sinn þar, og má þá líta svo á, sem Hull sé lokuð fyrir ísl. fiski, a. m. k. fyrst um sinn. Ef Grimsby og aðrir brezkir fiskisölubæir gera hið sama, er ekki annað líklegra, en alveg stöðvist þessi atvinnurekst- ur fslendinga, a. m. k. þangað til útséð er um, hvort brezk stjórnar völd ákveða að leggja toll á erl. fisk, er seldur er í brezkum höfn- um. — Mgbl. 15. nóv. Verð á útfluttri vöru. 100 refaskinn voru flutt út í októbermánuði, o!g er meðalverð þeirra talið 24 krónur. Fyr á ár- inu höfðu verið flutt út 23 refa- skinn og meðalverð þeirra talið 83 krónur. í fyrra voru flutt út 101 skinn til októberloka, en þá var meðalverðið rúmlega 123 krónur, eða hvert skinn að meðaltali 100 krónum hærra heldur en á þeim skinnum, sem flutt voru út nú í október. Samkvæmt talningu fiskimats- manna, voru fiskbirgðir í landinu 1. nóv. 167 005 þur skpd, og er það rúmlega 530 skpd. minna en á sama tíma í fyrra. Alls er fisk- aflinn talinn hafa orðið 31,369 af þurrum skpd. minni í ár heldur en í fyrra. Útflutningur er orð- inn rúml. 7 milj. kg. meiri 1. nóv. núna, heldur en í fyrra, en verð- ið, sem fengist hefir fyrir hinn útflutta saltfisk er þrátt fyrir það rúmlega 6 milj. krónum lægra heldur en í fyrra. Af ]axi hafa verið fluttar út 8637 kg. í ár o!g fengist fyrir hann 15,530 krónur, eða um kr. 1.80 fyr- ir hvert kg. f fyrra voru flutt út 14,761 kg. af laxi. og fengust fyr- ir hann kr. 29.940, eða rúmlega 2 krónur fyrir kg. Lýsisverð hefir verið heldur lægra í ár heldur en í fyrra. í ár hafa verið flutt út 2,668,420 kg. af lýsi, og verðið hefir orðið til jafnaðar 62% eyrir hvert kg. En síldarlýsi hefir fallið miklu meira í verði. 1 fyrra fengust 27 aurar að meðaltali fyrir kg., en í ár ekki nema 17 aurar. Samkvæmt útflutningsskýrslum hefir verðmæti útflutningsins í ár til septemberloma numið 30% milj. króna, eða rúml. 9 milj. kr. minna en á sama tíma í fyrra . Er því útflutnings verðmagnið rúmlega 23%, minna heldur en í fyrra. En verðmæti innflutnings hefir 1 ár orðið rúmlega 3 milj. kr. hærra heldur en verðmæti útflutnings (að. nokkru leyti ágizkun), en þar eru ekki talin með innflutt skip. Þó hefir innflutningurinn í ár orðið 18 milj. króna (38%), lægri heldur en á sama tima í fyrra, og sést bezt á því, að þjóðin hefir verið farin að spara innkaup áð- ur en innflutningshöftin komu. — Mlgbl. 15. nóv. JACK DEMPSEY 1 WINNIPEG. Þessi frægi hnefaleika kappi, sem um eitt skeið skaraði fram úr öllum öðrum, hefir verið í Winni- pef undanfarna daga. Hann ferð- ast nú víða og æfir sig í hnefaleik og þjálfar líkama sinn í þeim til- gangi, að verða aftur öllum fremri í sinni íþrótt. Hér, eins og annars staðar þar sem hann kemur, þyrp- ist fólk að honum, því allir vilja sjá þennan mann, sem hefir geng- ið flestum öðrum betur fram í því, að berja niður náungann með hnefunum. Annars kvað Jack Dempsey vera hinn viðkynnis- bezti maður, glaðlegur og góðlát- legur. EIMKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Ferðaáætlun Eimskipafélags ís- lands fyrir árið 1932, er nýútkom- in, og tekur félagið nú upp ýmsar mikilsverðar breytingar frá því, sem áður hefir verið. Má þar fyrst telja, að félagið hefir nú séð sér fært, að koma á reglubundnum ferðum eftir vikudögum, og mun það að sjálfsögðu gera mönnum rnikið hægra fyrir að átta sig á ferðum skipanna. Verða nú ferð- ir næstum alt árið frá Kaupmanna- höfn og Hull annan hvorn þriðju- dag, frá Hamborg annan hvorn laugardag og xfrá Reykjavík til út- landa þrisvar í manuði á miðviku- dögum. — Hraðferðir verða frá Reykjavík til Akureyrar á þriðju- dögum, þrisvar í mánuði í sam- bandi við komu skinanna frá út- löndum. Er breyting þessi mjög hagkvæm, skapar meiri festu í samgöngum, og hlýtur að verða öllum, bæði farþegum og við- skiftavjnum félagsins til mikils hagræðis. önnur breytingin er sú, að Gullfoss verður hafður í hrað- ferðum milli Kaupmannahafnar, Reykjavíkur og Akureyrar. Fer. hann sjö slíkar ferðir á árinu. Annars verða hraðferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar 29 alls, og standa í sambandi við ffcrðir skipanna f rá útlöndum (Khöfn, Hamborg, Hull og Leith). Þriðja aðal-breytingin er sú, að nú eru teknar upp fastar áætlun- arferðir til Antwerpen í Belgíu (með viðkomu í Leith). Annast Selfoss ferðir þessar, og verða þær tíu á árinu. Munu ferðir þess- ar að sjálfsögðu greiða mikið fyr- ir viðskiftum vorum við Holland, Belgíu og jafnvel Frakkland, og tryggja um leið ódýrari flutnings- gjöld þaðan helduy en áður hefir verið. Alls verða ferðir milli íslands og útlanda um 69 á árinu, eða nær sex ferðir á árinu. Þar af eru 32 ferðir frá Kaupmannahöfn til ís- lands, og annast þær skipin Gull- foss, Brúarfoss og Lagarfoss, og hafa um leið viðkomu í Leith. Frá Hamborg til íslands verða 26 ferðir, með viðkomu í Hull, og annast þær skipin Goðafoss og Dettifoss. Frá Antwerpen verða tíu ferðir, eins og áður ðr sagt, og annast Selfoss þær. Kemur hann við 1 Leith í hverri ferð. Auk þess verður Brúarfoss látinn fara tvær ferðir til Lundúna með frosið kjöt, og kemur beint þaðan hing- að til lands aftur. Af ferðum frá Kaupmanna- höfn verður ein farin beint til Austurlandsins, og níu til Austur- landsins og norður um land til Reykiavíkur, með viðkomu á ýms- um hnfnum. Fimm ferðir verða frá Revkiavík vestur og norður um land til útlanda. fimm ferðir snður um land til Austfiarða, og Hn far-ðír til Breiðafjarðar og Vestfiarða. — Auk þess eru 29 hraðferðir frá Revkiavík til Akur- evrar n<r H1 baka. Þær ferðir ann- ast Goðafnas. Dettifoss og Gull- foss. — Mgbl. ENGIN HJALP TIL AÐ BYRJA BÚSKAP. Mikið hefir verið um það talað hér í Winnipeg, að greiða nokkuð úr atvinnuleysinu hér í borginni með því, að hjálpa fjölskyldum, sem hér hafa nú litla, eða enga atvinnu, til að fara út í sveitir og byrja þar búskap í smáum stíl. Var hugsunin sú, að láta hverja fjölskýldu fá þúsund dali, eða alt að því, eftir því sem á stæði. Var þetta alt vandlega hugsað og nið- urlagt af mörgum málsmetandi mönnum og sýndist líklegt, að þetta gæti orðið til mikils gagns. Var ætlast til, að sambandsstjórn- in legði fram 50 per cent. fjárins, Manitobastjórnin 25 per cent. og Winnipegbær 25 per cent. Félst fylkisstjórnin á þetta fyrir sitt leyti og Winnipegbær sömuleiðis. En þegar til sambandsstjórnar- innar kom, neitaði hún algerlega að eiga hér nokkurn hlut að máli. Má því búast við, að þetta mál komist ekki lengra. LAUNALÆKKUN. Járnbrautirnar í Canada hafa lækkað laun mikils hluta þeirra manna, sem hjá þeim vinna, um 10 per cent., frá 15. nóvember að telja. Sáttanefnd, sem skipuð var til að semja milli verkgefenda og verkþiggjenda, hefir komist að þeirri niðurstöðu, að kauplækkun- in sé nauðsynelg og réttmæt. Það er að segja, tveir af nefndar- mönnunum þremur, þeir J. M. Mac- Donnell frá Toronto, formaður nefndarinnar, og Isaac Pitblado frá Winnipeg. Þriðji nefndar- maðurinn, J. C. Hemmeon, pró- fessor í hagfræði við McGill há- skólann, var á öðru máli, og taldi óheppilegt að lækka verkalaunin. Verkamennirnir hafa ekki enn samþykt þessa kauplækkun, en sú verður þó vafalaust niðurstaðan, að kaupið verður lækkað. UNDRA SIGLING TIL NORÐURLANDA. Hinar nýjustu samgöngubætur valda því, að nú virðist jörð vor vera orðin heldur lítil. Á dögum Leifs Eiríkssonar var það hetjum einum hent, að sigla yfir Atlants- hafið. Á dögum Columbusar var það æfintýraför mikil og hún var það jafnvel fyrir bara hundrað árum. Jafnvel 'gamalt fólk man eftir þeim óþægindum, sem það átti við að búa á mánaðarferð milli Evrópu og Ameríku. Sá sem nú fer þessa leið, slepp- ur við öll óþægindin, sem ferða- fólkið átti fyrrum við að búa. Harðréttið hefir orðið að þæg- indum og skemtun, sem fólk nú hlakkar til. Margt ferðafólk frá Ameríku kýs heldur að fara til guður- Evrópu, sem kemur til af því, að skortur hefir verið á hentugum ferðum til norðlægasta hluta álf- unnar. Nú er þetta breytt og nú eru lönd víkinganna gömlu að verða heimskunn, og á The Swed- ish American Line þar góðan hlut að máli. Vegna þess hve vel hefir geng- ið áður, hefir verið ákveðið að fara skemtiferð til Norðurlanda í sumar, og hefst hún 28. júní frá New York á hinu mikla mótor- skipi “Kungsholm”. Fyrst verð- ur komið við í Reykjavík, höfuð- stað Sögulandsins, þar sem Leif- ur hepni var fæddur og uppal- inn. Þaðan verður farið til North Cape og svo um hina fögru firði Noregs, og kemur skinið við í Hammerfest, Lyngenfjord Svar- tisen, Trondheim. Molde Aadald- nes, Bergen og fleiri staða. Tími verður nægur gefinn til að skoða þessa staði og bar á meðal hina merkilegu og fögru dómkirkiu í Trondheim og hinn gamla bæ. sem herkonuncrurinn úlafur Trvggvason bvcrði fvrstur. Frá Oslo fer “Kungsholm” til Visbv í Svíbióð, bæiarins, sem kallaður er “bor'g rústa og rósa” Frá Svíbióð verður farið til Finnlands. “þúsund vátna lands- ins”, og þaðan til Rússlands og t Iæningrad verður staðið við í þrjá daga og fo’-ðafólkinu getið tækifæri til að kvnnast þar eins mikið og hægt er. Hinn 10. ágú«t verður aftur komið til New Vork, og hefir ferðin þá staðíð vfir í 43 da<ra Nánari unnlvsincrax Vetnr fóiv fengið með því að snúa sér til umboðsmanna Swpdish Ameroian línunnar. eða beint frá skrifstof- unni í Winnipeg. NOBEL VERÐLAUNIN. Friðarverðlaunin hafa nú eins og oft áður gengið til Bandaríkj- anna. Þau hafa hlotið þetta ár- ið Miss Jane Adams, sem fræg er fyrir sitt Hull House í Chi- cago, sem hún stofnaði, og margt fleira, sem hún hefir unnið í frið- af og umbóta átt, og Dr. Nicholas Murry Butler, forseti Columbia háskólans. Verðlaunin eru $46,350. Áður hafa þessir Banda- ríkjamenn hlotið sömu verð- laun: Theódore Roosevelt, Wood row Wilson, Elihu Root, Charles G. Dowes og Frank B. Kellogg. MEIRA GULL FUNDIÐ í MANITOBA. Þær fréttir hafa nýlega borist víðsvegar, að gull sé fundið við Island Laké, sem er norðarlega í Manitoba, hundrað og fimtíu mílur austur frá Norway House, rétt austur undir landamærum Ontario fylkis. Hafa menn þeg- ar tekið að flykkjast þangað, en leiðin mun ógreiðfær öðruvísi en í loftinu. í vikunni sem leið SIR GEORGE FOSTER Þessi mikilhæfi og góðkunni stjórnmálamaður liggur nú veik- ur á heimili sinu í Ottawa, all- hættulega, að því er fréttir þaðan herma. Hann er nú nærri hálf- níræður að aldri, en hefir haldið sér allvel alt til þessa. BENNETT KOMINN HEIM. Bennett forsætisráðherra kom til Halifax á laugardaginn úr Englandsför sinni, og heim til Ot- tawa á sunnudaginn. Var honum þar vel fagnað af samverka- mönnum hans og flokksmönnum. Hann lætur hið bezta yfir ferð- inni og segir heilsa sín sé nú í bezta lagi, og aldrei hafi hann verið vonbetri en nú. FRÁ JAPAN. Nýtt ráðuneyti hefir verið myna- að í Japan. Heitir forsætisráð- herrann Tsuyoshi Inukai. Urðu þessi stjórnarskifti sérstaklega út af fjármálum ríkisins. Fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að áverfa frá gullinnlausn og banna dtflutning á gulli, nema meú séi- stöku leyfi stjórnarinnar. HVEITIKAUP BRETA. ^trliían Hátíða-samkomur í Fyrátu Lút. kirkju Sunnudaginn 20. des.— Kl. 11 f.h.—Jólaguðsþjónusta (ensk)i. Yngri söng- flokkurinn synlgur marga hátíðar-söngva. K1 7 e. h.— Almenn guðsþjónusta (íslenzk)/ Jólanótt, 24. des.— Kl. 7.30—Jólatré og barnasamkoma Jóladag, 25. des.— kl. 11 f.h.—Hátíðar-guðsþjónusta (íslenzk). Eldri söngflokkurinn syngur hátíðar-söngva. Sunnudaginn 27. des.— Kl. 11 f. h.—Sunnudagsskóli og æfingar. Kl. 7 e. h.—Konsert sunnudagsskólans— Cantata sungin af um hundrað manns. Gaml árskvöld,— Kl. 11 e. h. — Aftansöngur og bænagjörð. Sunnudaginn 3. Jan.— Kl. H f. h.—Nýárs-guðsþjónusta (ensk). Kl_ y e- h.—Nýárs-guðsþjónusta (íslenzk)k voru allar flu'gvélar í Winnipeg uppteknar við það að flytja menn þangað norður, sem allir vildu komast í gullið. Væntanlega er þarna eitthvað af gulli, en hve mikið það kann að reynast, er vitanlega alveg óvíst enn þá. ÞJÓÐBANDLAGIÐ JAFNAR MANCHURIU DEILUNA. Eftir langvint þjark og lang- vinna og mikla örðugleika, hefir Þjóðbandalaginu nú hepnast að jafna svo deilurnar milli Japana og Kínverja út af Manchúríu mál- unum, að ekki lítur lengur út fyr- ir að til stríðs komi milli þessara þjóða. Hafa nú fulltrúar beggja þjóðanna fallist á þær sátta- tillögur, sem Þjóðbandalagið hefir komið fram með. Bandalagið skal skipa fimm manna nefnd til að rannsaka ágreiningsmálin og gera út um þau. í þessum friðar- umleitunum hefir tekið þátt sendi- herra Bandaríkjanna, Charles G- Dawes, og_ hefir hann samþykt gerðir bandalagsins í þessu máli. Bandaríkin hafa því í þessu máli verið í samvinnu með Þjóðbanda- laginu, þó þau tilheyri því ekki. Þykir Þjóðbandalagið hér hafa unnið mikið verk og þarft, og efl- ist tiltrú þess meðal allra þjóða vafalaust mjög við þetta. NÝTT FYRIRKOMULAG. Mentamáladeild fylkisstjórnar- innar í Manitoba, ætlar að breyta fyrirkomulagi við skólaprófin þannig, að nemendur, sem taka ætla próf úr áttunda bekk, upp í níunda bekk, þurfi ekki hér eftir að fara, oft langar leiðir, þangað sem prófin eru haldin, heldur geti hver nemandi tekið slíkt próf við þann skóla, sem hann gengur á. Einnig að prófgj?,ldið — tveir dalir — sé afnumið. Eiga kenn- ararnir sjálfir að sjá um prófin, undir umsjón skólaumsjónarmann- anna, en prófspurningar verði samdar á sama hátt og verið hef- ir. Telst mentamáladeildinni svo til að þetta nýja fyrirkomulag spari fylkinu um $5,000 á ári, o!g vitanlega sparar það nemendun- um þetta tveggja dala gjald, og mörgum þeirra töluverðan ferða- kostnað líka. HUNDRAÐ MILJÓNA TEKJU- HALLI. Það þykir nú augljóst, að tekju- halli stjórnarinnar í Ottawa á þessu ári verði að minsta kosti hundrað miljónir dollara. Er þó ekki þar með talið það, sem stjórnin verður að leggja iárn- brautarkerfin,. og eitthvað fleira. Með því öllu meðtöldu. verður tekjuhallinn væntanlega eitthvað um 8217,000,000. Þrátt fyrir alla tollhækkunina, hafa stiórnartekj- urnar, á þeim átta mánuðum, sem liðnir voru af árinu 30. nóvember, lækkað um $38.000.000 frá því í fvrra. Miðað við þetta má gera ráð fvrir, að tekjnrnar á fiárhags- áWnu verði $341.000,000. Þetta er $62 000.000 minna heldur en Mr. Bennett gerði ráð fyrir að tekj- urnar mvndu verða með hans háu tollum. Að járnbrautnnum und- ansVildnm er bóíst við að tekj- urnar verðj «3^0 000,000. en út- viaidin S44$000.000. LÍQrerur þá eWi annað fvrir, en hneta upp nallann með nýium sköttum. Af öllu hveiti, sem Bretar þurfa að nota, rækta þeir sjálfir að eins 15 per cent. og þurfa þeir því að kaupa frá öðrum löndum 85 per cent. Nú er mikið um það talað, að haga hveitikaupunum þannig hér eftir, að meiri hluti þess hveit- is, sem Bretar þurfi að flytja inn, verði hér eftir keypt frá samveld- unum brezku, eða sem svarar 55 per cent., en 30 per cent. frá öðr- um löndum. Ekki hefir enn ver- ið gerð áætlun um það, hvað mik- ið Canada getur selt Bretlandi mikinn hluta, ef þetta kemst í framkvæmd. CHURCHILL SLASAST. Winston Churchill, fyrverandi fjármálaráðherra Bretlands, kom til New York fyrir helgina í þeim tilgangi, að ferðast nokkuð um Bandaríkin og halda fyrirlestra. Á sunnudaginn varð hann fyrir því slysi, að bíll rakst á hann og var hann þegar fluttur á spítala. Var fyrst haldið, að Mr. Churchill hefði ekki meiðst nema lítils- háttar, en við nánari skoðun kom í ljós, að meiðslin voru töluvert aivarleg. Það er ekki búist við að hann verði fyrst um sinn fær um að halda áfram og flytja sína fyrirlestra. labrador til sölu. Stjórnin í Newfoundland hefir boðið Canadastjórn Labrador fyr- ir $100,000,000. Ekki hefir stjórn- in neitað þessu boði, en sér sér ekki fært að eiga við það^ eins og fjárhag landsins^er nú háttað og f járkreppan heldur áfram. Það er haldið í Newfoundland, að Can- ada búist við að það muni með tímanum gan'ga inn í fylkja sam- bandið. En ekki segir Sir William Coaker, að miklar líkur séu til að svo muni verða. Segir hann að landar sínir séu því algerlega mótfallnir, en vilji búa út af fyr- ir sig og að sínu. Sir William segir, að Newfoundland selji aldr- ei Labrador neinni annari þjóð en Canada, en að leigja landið til 99 ára einhverju félagi, geti vel kom- iö til mála. í Labrador eru skog- ar miklir og viðurinn hentugur til pappírsgerðar. Einnig er þar vatnsorka óþrjótandi og eitthvað af málmum. FRA ISLANDI. Kúabú Siglufjaröarkax<pstaðar Siglufirði 23. nóv. Bergsteinn frá Kaupangi og 2 aðrir eyfirskir bændur hafa verið hér undanfarna daga a‘Ö athuga möguleika fyrir mjólkurframleiðslu og sölu hér. Mun þeim þykja lágt mjólkurverÖiö hja Kaupfélagi Ey- firðinga. Þeir hafa boðiÖ Siglu- fjarðaræ að taka á leigu kúabú bæjarins at5 Hóli, jarÖiftiar IIól og Saurhæ, ásarnt byggingum og 20 kúm til 10 ára gegn 3080 króna árs- leigu og ræktunaraukningu allveru- legri eftir þvi sem nánar umsemd- ist; einnig bjóða þeir að lækka mjólkurverð úr 50 aurum, sem nú er, í 45 aura litrann og sjá bænunt fyrir nægilegri mjólk. Ráðgera að hafa 50—60 kýr ng afla fóðursins á jörðum sínum í Eyjafirði, Hóls- búsnefndin leggst á móti því að biiið verði leigt; þó tnun endanlegt svar bæjarstjórnar ekki fram koiniö, en talið sennilegt, að samningar takist með einhverjum breytingum, því að Hólabúið hefið verið óhóflega fjár- frekt undanfarið. Eramkvæmdir þar óhyggilegar og rekstur þess rtiög í handaskolum. Stú dentafélagið 60 ára Félagið var stofnað 14. nóvem- ber 1871, og bæjarfélagið hefir orðið þess vart, hvað eftir annað, einkum í mentamálum, sem eðlilegt er. Hið fyrsta sinn, sem félagið gerði vart við sig, var milli jóla og nýjárs 1871. í almanakinu stóð, að þá væri markaður í Rvík, þeir vissu ekki hvað þetta átti að þýða og könnuðust ekki viö nokk- urn markað í bænum, en til þe3S að gera þetta ekki alveg ástæðu- laust, héldu þeir bókamarkað í presta^kólahúsinU vinstra megin við norðurdyrnar. Mennirnir, sem fvrir þessu stóðu helzt, munu bafa verið Eiríkur Briem, Valdi- mar Briem, Jens Pálsson og Sig- urður Gunnarsson. Nýjársnóttin eldri hafði verið le.ikin milli jóla og nýjárs, og frá stúdentum kom herorðið um að halda fyrsta álfadansinn, sem haldinn hefir verið hér á landi. Allir Latínuskólapiltar tóku þátt í dansinum á Tjörninni á þrett- ánda kvöld með blysum og þutu þaðan upp í Tjarnarbrekku, sem sýndist frá bænum eins og álfarn- ir gengju í fjallið, og hyrfu þar, eða svo sagði blaðið “Þjóðólfur” frá þessari óvenjulegu sýningu. Jón ólafsson orti þá danskvæðið, “Máninn hátt á himni skín”, og undir því var dansað á ísnum. Næsta sinn sem stúdentafélag- ið gerði vart við sig, var veturinn 1873—’74. Þá ákvað félagið að það skyldi halda uppi sjónleikjum í bænum og gerði það. Þeir léku “Nýjársnóttina”, “Skuggasvein”, sem Matthías Jochumsson þá var búinn að gera upp úr “Útilegu- mönnum” sínum, “Hellismenn” og “Sængurkonuna” eftir Hol- berg. Tveir eða þrir borgarar bæjains ömuðust við þessum leik stúdenta. Næsta skrefið, sem fé- lagið tók, var að hafa sérstakt tjald á þúsund ára hátíðinni 1874 á Þingvöllum, o!g koma þar all- mannmargir. Þeir höfðu *fálka- flaggið á tjaldi sínu, og ætlun þeirram un hafa verið að gera það að landsflaggi. Árið 1875 gerði Stúdentafélag- ið mesta stórvirkið, sem það hefir gert. Það fór fram á að Alþingi, sem var orðið löggjafar og fjár- veiitngar þing, veitti fé til gufu- skipaferða kringum landið. Frá 1857 komu póstgufuskipin að eins til Reykjavíkur, og sjö sinnum á ári. Jón Sigurðsson hafði fyrir munni sér í Kaupmannahöfn hend- ingar eftir Jónas Hallgrímsson: ,‘og ætla nú að eignast skip, þótt enginn kunni að sigla” og hefir víst þótt tillagan ólíkleg í fyrstu, en á þinginu mælti Grím- ur Thomsen með málinu og Hilm- ar Finsen studdi með hægð og festu, svo þingið veitti 15,600 kr. árlega til strandferða. Sá, sem þekkir haustferðalögin yfir Stóra- sand, Grímstunguheiði, og Kalda- dal, og þær ástæður notaði Grím- ur Thomsen til að koma málinu fram, og sá sem þekkir matar- skortinn í Norðurlandi, þegar haf- ísinn lá þar fram á Jónsmessu. hann veit hve ágæt ráðstöfun strandferðirnar voru fyrir þriðj- ung allra landsmanna, því fyrsta ferðin kemur á undan hafísnum, að jafnaði. Svo mun Stúdentafélagið lítið hafa komið fram út á við, fyr en 1894—’95, þá ákvað félagið að það skyldi leika um veturinn, og það var gert. Það var leikinn “forleikur” eft- ir Bjarna Jónsson, allur laus- kveðinn. “Hjá höfninni”, eftir Einar Benediktsson, ‘ Systkinin í Fremsta-Dal” og “Hellismenn” og “Frænka Charles”, er þá kom fram í fyrsta sinni. Leikirnir gengu vel. Þá var leikið í leik- húsi Breiðfjörðs og það var sett svo, að þar mátti gera dimt og bjart aftur á einu augnabliki og skifta um leiksvið fyrir opnu tjaldi. Hin síðasta framkvæmd stúdenta út á við og árum saman hefir ver- ið það, að halda fullveldisdagmn heilagan með því að ganga í skrúðgöngu að Alþingishúsmu og láta halda þar ræðu ruppi á svol- unum, hafa svo ýmsar skemtamr um síðari hluta dagsins, og enda hátíðina með stúdentaleik um kvöldið. Það er hátíðahald, sem allir stúdentar, bæði ungir og gamlir ættu að taka þátt í, og það er vel að þess dags sé mmst. því hátíðisdagur, sem aldrei er haldið upp á, og enginn sómi er sýndur, færist úr skrúðanum og og verður vanalegur og hvérsdags- legur atburður, og gleymist. —Mgbl. L E' FRA ÍSLANDI. Úr Húnaþingi í nóvember. Arið 1927 lét skógræktarstjór- inn gera tilraunir á þrem stöðum hér í sýslu með sáning á birkifræi. Staðir þessir voru allir í Vatns- dalnum, á Eyjólfsstöðum, Hofi og Haukagili. Á öllum stöðunum voru blettirnir girtir. Þ. 9. sept. s. 1. athugaði skógræktarstjórinn þessa reiti og gerði mælingar á plöntunum. Taldi hann allmarg- ar plötnur á Eyjólfsstöðum og Hofi vera frá 7—9 þml. á hæð, en á Haukagili 7—12 þml. Er rak- lendast á Haukagili. I reitnum á Haukagili fann hann eina plöntu 23 þml. háa. Var hún plöntuð haustið 1927 í jurtapott og færð út í reitinn um vorið. Sýnir þetta, að flýta má fyrir plöntunum með því að sá að haustinu í vermireit og færas vo út að vorinu. Eitt nýja embættið er eftirlits- kennaraembættið fyrir Austur- Húnavatnssýslu. Skipaður í það embætti var Kristján Sigurðsson frá Brúsastöðum. Nú er hann að ferðast milli skólastaðanna. Um miðjan þennan mánuð var vegin ær á Hjallalandi í Vatns- dal. Var ærin tvílemba, átti hrút og gimbur; ærin vó 140 pd., hrút- urinn 118 pd. og gimbrin -02 pd. Skortur á verkafólki, einkum kvenfólki, hefir verið í haust. Sums staðar ekki hægt að matbúa slátur, nema að nokkru leyti. Kom það sér illa, þar sem glátrin eru lítt seljanleg. Nokkur eftirspurn hefir verið eftir mönnum til vetr- arhirðinga. Virðist ástæða til þess að benda fólki, sem vantar at- vinnu, að leita hennar út um sveit- ir landsins. Fjárkreppan er nú að koma í ljós. Vegna verðhrunsins gátu menn ekki fengið peninga hjá verzlunum — skuldir fyrir. 1 sparisjóðum er vegna kreppunnar sagt upp inneignum og eiga þeir erfitt með að að geta fullnægt lánsþörfinni. Peningar í umferð manna á milli eru því orðnir af skornum skamti. — Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.