Lögberg - 17.12.1931, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. DESEMBER 1931
Bls. 3.
1 meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
Hockey-leikar
Fálkarnip höfðu sinn fyrsta
hockey leik ^.IVesley skautahringn-
um á mánudagskveldið þ. 9. sept.
og var fyrsti leikurinn milli Can-
ucks o!g Víkinga, og var sókn og
vörn hörð á báðar hliðar, og fóru
leikar svo, að þeir skildu jafnir;
það var skotið tveimur í höfn hjá
hvorum. *A. Jóhannesson skaut
einum í höfn fyrir Víkinga og Carl
Hallson einu sinni. Fyrir Can-
ucks skutu í höfn Ingi Jóhannes-
son og W. Bjarnason. og endaði
leikurinn þannig, að þeir voru jafn-
ir, og er ekki hægt að segja ann-
að en að þeir léki allir vel, þegar
þess er gætt, að þetta var fyrsti
leikurinn, og eftir honum að dæma
þá er gott útlit fyrir, að það
verði margir harðir leikir á milli
þessara fjögra hockey flokka, sem
við höfum, því þeir sem vinna að
lokum, fá þann heiður að verja
bikarinn, sem Þjóðræknisfélagið
'gaf í fyrra til árlegrar samkepni
á meðal íslenzkra hockey félaga,
og er vonandi að bæði Selkirk,
Gimli, Árborg og Riverton og fleiri
bæir búi sig vel undir að taka
þátt í samkepninni um bikarinn og
sýni þar með Þjóðræknisfélaginu,
að þeir meti þá höfðinglegu fejöf,
scm gefin var til þess að efla
hockey-íþrótt hér á meðal landa
og ætti að vera góð hvatning til
þess að koma upp eins góðum
hockey-flokk eins og gömlu Fálk-
arnir voru á sinni tíð. Við höfum
mennina til þess, það vantar því
ekkert nema framkvæmd og vilja.
og ætti þessi bikar að verða til
þess að vekja un!gu piltana upp
og hina eldri líka til þess að
hvetja þá og styrkja þá, bæði með
góðum ráðum og hjálpa þeim dá-
lítið peningalega líka, ef þörf
gerist.
Þeir sem léku fyrir Canucks
voru þessir: J. S. Bjarnason hafn-
vörður, A. Johnson, Ingi Jóhann-
esson, W. Bjarnason, C. Munroe,
R. Jóhannesson, F. Árnason og G.
Stephenson.
Fyrir Víkinga voru þessir: Ernie
Reid hafnvörður, Harald Bailey,
H. Gíslason, A. Árnason, A. Jó-
hannesson og C. Davidson.
í seinni leiknum lenti þeim sam-
an Ran!gers og Natives, og var sá
aðgangur furðu harður, og urðu
Rangers að lúta þar i lægra haldi
framan af, en svo vöknuðu þeir
við ófarirnar, sáu að við svo búið
mátti ekki standa, heldur yrði að
berjast upp á líf og dauða. Var
þá hafin bæði sókn og vörn á báð-
ar hliðar; hafði þá hafnvörður
á Natives hlið, Albert Dolloway,
nóg að gera að stöðva þá skothríð
er á hann dundi síðari hluta leiks-
ins, og gerði hann það vel, svo að
leikurinn endaði með því að hvor
flokkur hafði skotið fjórum sinn-
um í höfn og skildu því jafnir,
hvorugur gat á öðrum unnið og
vantaði þó ekki viljann til þess.
Þeir sem skutu í höfn fyrir Rang-
ers voru þessir: Carl Johnson,
Harry Edgington, H. Pálmason og
Matt. Jóhannesson.
Fyrir Natives skutu þeir í höfn:
Árni Jóhannesson, W. igmundson
tvisvar og S. Anderson.
Þeir sem léku fyrir Natives voru
þessir: Albert Dolloway hafn-
vörður, 0. Johnson, Jí. Thorstein-
son, Á. Jóhannesson og S. Ander-
son, En fyrir Rangers þeir: K.
Pálson hafnvörður, H. Bjarnason,
C. Johnsonf, Matt. Jóhannesson,
H. Edginton, Palmateer og W. Jó-
hannesson.
Frá flokki Fálkanna verður
sagt seinna; þeir eru í St. James
Intermadiate deild, og byrja þeir
að leika þar í næstu viku. Það eru
sex flokkar í þeirri deild og erum
við að reyna okkar bezta til að
keppa við þá, og við vonumst eftir
að verða nógu hraustir til að
vinna þá. Við gerum okkar bezta,
og það getur enginn betur gert.
Pete Sigurdson.
SILFURBRÚÐKAUP.
Silfurbrúðkaup áttu þau hjón,
Kristlaugur og Margrét Anderson,
Ánborg, Man., hinn 21. nóvember
síðastl., og var þess minst með
samsæti, sem þeim þá var haldið
að 1089 Sherburn Str. 'hér í bæn-
urn, en þar býr Mr. H. Anderson,
sem er bróðir silfurbrúðgumans.
Gestinir voru um fimtíu og meiri
hluti þeirra gamlir vinir frá Ár-
borg. Mr. I. Ingaldson, fylkis
þingmaður, stýrði samsætinu, en
séra N. S. Thorlaksson guðrækn-
isathöfninni, sem um hönd var
höfð. — Samkvæmið var hið
skemtilegasta. Nokkrar stuttar
ræður voru fluttar. Mrs. C. Jó-
hannesson skemti með einsöng og
Lárus Björnson lék á slaghörpu
og margir söngðvgr voru sungnir
sem allir usngu. Kvæði var lesið,
sem S. B. Beendictsson hafði ort,
og fylgir það hér með.
T I L
Kristlaugs og Margrétar Andeson
á 25 ára silfurbrúðkaupsdegi
þeira, 21. nóv. 1931, í W.peg.
Hér er glatt í glæstum sal,
Gleðihljómur og vina tal,
Menn að gömlum, góðum sið
Gleðjast drykkjarborðið við.
Fornir vinir finnast hér,
Fjölmargt þeim á góma ber,
Léttur hlátur og hlýlegt mál
Hleypir lífi í glaða sál.
Hlaðið borð með brynniveig—
Betri lýða minnis-teyg —
Minnir ,þeirra litla lýð
Á liðinna alda kvöldmáltíð.
Eftir fjórðungs aldar skéið,
Erfiðleikans grýttu leið —
Förugestir stutta stund
Stanza út þenna gleðifund.
Kristlau'gur er kominn hér,
Kvikur og ern, sem betur fer,
Hefir lengi’ að hetju sið
Háð sitt stríð við mannlífið.
Hefir margt að minnast á,
Margt hann tröll á vegum sá,
Erfiðleikans upp um fjöll,
Erfiðleikans kyngi-tröll.
Sinn úr skeiðum skjóma dró,
Skildi beitti, lagði og hjó.
Margan haus af herðum skar,
Heilar ruddi fylkingar.
Oft í dimmum darrar byl
Dólgum tímans gerði skil,
Alblóðugur til axla hann
Orustuna tíðum vann.
Er mest var hætta og minst um
grið,
Margrét honum stóð við hlið,
Heillagyðja hverja stund,
Hans að græða sára und.
Ástin er betri hverjum hjör,
Hún er lífsins sigurför,
Einmana sig enginn fann,
Ef ástargyðjan blessar hann.
S. B. Benedictsson.
A Thorough School!
The “Success” is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In twc'iit v-oiie yonrs, sinco tho founding of the “Suocoss”
Businoss Coiloge of WinnipeK in 1909, npproximately 2500
loolandic students have onrollod ln this CoIleRe. Tlic dooidcd
prcrerence for “Suocess” traininR is sÍRnifiennt, bocnuse
Icelandors have a keen sense of oducational values, and ench
yoar the number of ottr Icelandic students shotvs an increase.
Day and Evening Classes
Open all the Year
The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET-
PHONE 25 843
Af jörðu ert þú kominn
EFTIR
C L E V E S K 1 N K E A D.
“Þér hafið áreiðanlega mikið ímyndunar-
afl,” sagði hann. Honum féll framúrskarandi
vel það sem hún sagði. “Við skulum koma
og getjast niður. ” Mann leiddi hana með sér
að legubekknum, sem stóð þar við einn vegg-
inn og þau settust þar. Hún sýndi enga mót-
spyrnu.
“Eg er ekki að slá yður neina gullhamra,”
sagði hún þegar þau voru sezt þarna livort
hjá öðru. “Eg veit það gierði ekkert gagn.
Eg er bara að reyna a!ð gera yður skiljanlegt,
mvers vegna mér getur litist vel á mann eins
og yður, þótt eg- viti að honum þyki ekkert til
mín koma. En eg skil það varla sjálf. Það
er kannske vegna þess, að eg veit hve öllum
þykir lítið til mín koma, en mikið til yðar koma,
í þessum bæ. Það er líka kannske vegna þess,
livað þér eruð mannslegur og fallegur og stór
og sterkur. Eitt þykir mér undarlegt. Þér,
svona stór og sterkur, sem ekki þurfið neinnar
hjálpar við, hafið margt fólk, sem lítur eftir
yður og gætir yðar á allan hátt, og það er
margt annað, sem hjálpar til þess, þar á meðal
þetta fallega og þægilega heimili. Eg hefi
aldrei komið inn í svona heimili fyrri. Nú
skil eg betur en áður, hvað fólk á við, þegar
það er að tala um, að heimilið taki öllum öðr-
um stöðum fram.”
Hann tók ekki nákvæmlega eftir því, sem
hún var að segja. Iívernig gat hann gert það,
með þetta andlit, fallegra en nokkru sinni fyr
í hálfdimmunni, rétt við hliðina á honum. Hún
hafði verið t’jóðlátleg, næstum raunaleg. og
svipurinn hafði Isamsvarað liennar Iblíðu og
fögru rödd. Nú ,tók hann eftir því, að bæði
svipurinn og röddin varð harðari en áður.
“Hvar lialdið þér eg hafi verið í nótt sem
leið?”
“Eg veit það ekki. Hvar voruð þér?”
“í tugthúsinu. ”
“1 tugthúsinu! Hvernig komust þér þang-
að ? ”
“Það er nú liægðarleikur, þegar maður veit
hvernig maður á að fara að því. Þekkið þér
nokkuð Benedrs danssalinn?”
“Já, eg þekki hann vel. Lögreglan kom
þangað í gærkveldi. Eg var á leiðinni þangað
með nokkrum piltum, þegar eg frétti, að lög-
regluþjónamir væru þar. Mér þótti meir en
lítið vænt um, að eg var ekki kominn þangað
áður.”
“Það hefði ekki gert yður neitt til. Þeir
létu alla karlmennina fara. eir gera það æf-
inlega. ,En þeir komu með stóran vagn og ráku
okkur stúlkurnar allar inn í hann og fóru með
okkur til lögreglustöðvanna, og þar vorum við
lokaðar inni. Eg var að syngja þama í dans-
salnum. Þetta var nærri búið að gera alveg
út af við mig, eg varð svo hrædd. Eg gat ekki
sofnað alla nóttina, ekki diir, og þegar eg sat
þarna á fletinu, skein tunglið inn um glugg-
ann. Eg sá rottu koma inn á gólfið og hún
staðnæmdist í tungisbirtunni og horfði á mig
með þessum einkennilegu augum, sem eru eins
og smáperlur, og hún hristi kampana og mér
fanst sem hún vildi segja: “Yelkomin á sorp-
hauginn, félagi, því þar erum við nú háðar.
Við eram úrskast, ekkert enma úrkast. Okkur
hefir báðum verið sópað út með öðru rusli.”
Og í morgun var eg látin koma fyrir lögreglu-
réttinn og dómarinn sagði mér, að eg mætti
fara, því þetta væri í fyrsta sinn, sem eg kæmi
þar. Hann réði mér til að halda mér frá illum
félagsskap. Eg vissi ekki hvað eg átti að gera,
en eg var í allan dag að hugsa um það, sem
dómarinn sagði, að eg ætti að halda mig frá
vondum félagsskap. Svo sá eg í blaðinu, að
hér vantaði vinnukonu, einmitt hér. Og eg
kom hingað rakleiðis. Mér féll engan veginn
vel í geð að verða vinnukona, en eg varð að
breyta til og eg varð að forðast vondan félags-
skap og eg vissi að hér var gott fólk, Fuller-
ton fjölskyldan. Og nú er eg hér í góðum fé-
lagsskap, á einu af allra beztu heimilum bæj-
arins, að því er fólk segir.”
Hún leit til hans afar kuldalega, og honum
varð það fyrir að líta undan. Rétt í svipinn,
vissi hann ekki hvað liann átti að gera. Hann,
sem vanalega var svo öruggur, komst nú í
bobba, og það bara fyrir augnaráði vinnukonu
mðður hans. Hann varð að taka á því sem
hann liafði til, til að ná sér aftur.
“Ef þér hugsið svona, þá fyllið þér huga
yðar með gremju og óánægju. Guð hefir gert
okkur öll, eins og við emm.”
Hann sagði þetta svo líkt, eins og móðir
hans hafði sagt það, að Ellen gat ekki varist
hlátri.
“Fólki, ejns og þið eruð, er gjarnt til að
kenna guði um marga hluti.”
“Hvað emð þér að segja?”
“Eg kannast við, að eg veit ekki hverjum
eða hverju er um að kenna. En eg veit það,
að þegar eg kom hér í kveld, til að vinna fyrir
mér með heiðarlegu móti og til áð forðast all-
an vondan félagsskap, þá var mér sýnd alveg
eins miki lóvirðing, eins og þó eg væri óheið
arleg stúlka. Hvað það snertir, að vera gott
fólk eðas læmt fólk, þá er miklu meira updir
því komið, hvernig við erum sett í lífinu, held-
ur en hvernig við )' raun og vem erum. Eg
reyndi að komast á réttan veg, en eg se ekki
Ibetur, en mér sé þess algerlega varnað af
öðrum.”
Hún hallaði sér áfrarn, liafði olnbogana á
hnjánum og studdi hönd undir kinn og horfði
í eldinn, sem var að deyja út.
“Eg és ekki til hvers er að vera nokkuð að P
stríða við þetta.”
Hugh skildi, að þetta var alger uppgjöf.
Hann dró hana að sér og þau kystust fast og _
elngi. Hún lagði báðar hendurnar um háls
honum og hallaði höfðinu að öxl hans.
X. KAPITULI.
Bjartan og fagran októbermorgun, sat Filson
dómari í skrifstofu sinni og hafði heilan bunka af
la!gabókum fyrir framan sig. Hann sýndist sokk-
inn ofan í það, sem hann var að gera, en þó leit
hann út í gluggann við og við og mátti af því ráða,
að hann langaði út í góða veðrið.
Við og við brosti hann ánægjulega um leið og
hann skrifaði eitthvað, sem vafalaust hafði ein-
hverja þýðingu í því máli, sem hann nú var að fást
við, og jafnframt saug hann enn fastar vindilinn,
sem hann hafði milli varanna.
Eftir svo sem hálfan klukkutíma, lagði hann frá
sér bækurnar og það var auðséð, að honum þótti _
vænt um að vera laus við þær, um stund að minsta
kosti. Hann stóð upp og fór að ganga um gólf,
með dálitla skrifbók í hendinni. Hann var eitthvað
að tauta fyrir munni sér og sló út annari hendinni
við og við, og það var rétt eins og hann hugsaði
sér, að hann væri að tala við kviðdóminn. Þegar
þetta hafði gengið um stund, kom hann eins og
af hendingu auga á leðurpoka, sem var þar í einu __
horninu. Hann hætti alt í einu að tala við sjálfan
sig.
Hann brosti, næstum barnalega, en steytti hnef-
ann að lagabókunum á borðinu og fleygði síðan
skrifbókinni ofan á þær. Tók síðan eina kúluna
í pokanum og fór að velta henni í lófa sinum.
Hann var svo niðursokkinn í þetta, að hann gætti
þess ekki, að hurðin var opnuð.
“Mr. Fullerton er kominn,” sagði skrifstofu-
stúlkan. Hún gat ekki varist því að brosa, þegar
hún sá að dómarinn var að reyna að dylja hnöttinn
fyrir aftan bakið.
“Gerið þér svo vel að vísa honum hingað inn,
Miss Warren.”
“Halló, Dick,” sagði Filson og hélt um knöttinn.
“í dag skal e!g sýna þér í tvo heimana. Eg er van- L
ur við að vinna, en þú—”
Hann þagnaði alt í einu, þegar hann sá hve vin-
ur hans var alvarlegur og þungbúinn. “Heyrðu,
Dick, hvað er að?”
“Hvað er að!” hafði Fujlerton upp eftir hon-
um. “Það er viðvíkjandi drengnum mínum,
Hugh.”
“Hvað gengur að honum?” spurði Filson og -
varð nú varð nú líka alvarlegur.
“Hann er flæktur í eitthvert kvennamál.”
“Einmitt það. Eg held þú ætýir ekki að vera of [
harður við dren!ginn, Dick. Þetta hefir margan
góðan manninn hent. Þú flaskaðir á þessu, þegar
Iþú varst ungur, og eg líka.”
“Harður við hann! Auðvitað ekki! En þú
verður að hjálpa okkur út úr þessu, Sam.”
“Auðvitað reyni eg það, Dick. En er þetta nokk- .
uð alvarlegt.”
“Það er stúlka, sem segir að hann sé faðir!
barns, sem hún hefir eignast.”
“Einmitt það. Er nokkuð hæft í því?”
“Hæft í því? Vitaskuld ekki! Stúlkan var bara
vinnukona hjá okkur.”
Filson sneri sér undan og leit út um gluggann
til að dylja brosið, sem læddist fram á varir hans. *
“E'g er hræddur um, að náttúran þekki ekki
þessar merkjalínur milli fólksins, sem þú hefir í
huga. Við eru öll af jörðu komin, gerð af leir!
jarðar.”
“Já,” sagði Fullerton dræmt, en skeytti þessuml
sannleika ekkert, eins og hann kæmi ekki málinu
við. “Þetta er bara hrekkjabragð, ekkert annað.
Bara tilbúningur, af því við höfum peninga. Get-
urðu ekki séð það?”
“Heimtar hún peninga?”
“Eg hefi ekki séð hana, og Hugh ekki heldur.
Hann er rétt nýkominn heim, utanlands frá. Hún
hefir verið að reyna, að ná fundi hans, en eg vil
ekki láta hana ónáða hann. Það 'getur ekki gengið.
Hugh er ágætur piltur, og og rétt nýútskrifaður
af háskólanum, með lofsamlegum vitnisburði. Hann
eignaðist þar líka marga vini, auðugt fólk, sem á
mikið undir sér, og nú þegar hann kemur heim og
á að fara að ráða yfir eignunum, þá kemur þessi
stelpuvargur til að ásækja hann og kasta skugga
á fjölskylduna. E'g skal segja þér, Sam, að það
ættu að vera lpg í landinu, sem vernduðu menn af
góðum ætttum frá því, að verða fyrir slíkri óvirð-
ingu.”
Filson gat ekki að því gert, að brosa dálítið að
þessari tillögu. “Það ættu kannske líka að vera
önnur lög, sem vernduðu stúlkurnar, þó þær kunni
sumar að vera gallagripir, fyrir sonum heldrimann-
anna. Þetta er ekki gott, en hvað sem er um það, þá
verður þú, hvað sem öllu öðru líður, að stilla þi!g,
og segja mér söguna eins og hún, er; mér ríður á
að vita allan sannleikann. Hérna er vindill, gerðu
svo vel og fáðu þér sæti.”
“Jæja þá,” sagði Fullerton og tugði vindilinn í
ákafa, án þess að kveikja í honum. “Þegar Hugh
var heima um jólin í vetur, kom þessi stúlka til
Mrs. Fullerton til að vinna hjá henni. Hún var
ung o!g falleg — að sagt er. Eg man auðvitað ekk-
ert eftir henni, og eg efast um að Hugh mundi
þekkja hana, þó hann sæi hana aftur. Það hefir
líklega verið gamla sagan. Ungir og hraustir piltar
eru oft ekki eins varkárir og þeir ættu að vera.
Hann hefir líklega fallið í gildruna.”
“Hu!gh viðurkennir það?”
“Ó, já. En þú mátt ekki kasta þungum steini
á drenginn. Undir kringumstæðunum var þetta
ekki nema eðlilegt, og eins og við mátti búast.” !
“Já, og undir kringumstæðunum var það ekki|
nema alveg eðlilegt, að stúlkan yrði móðir. Þú!
skilur það, Dick,” bætti Filson við, þegar hann sá
að vinur hans félst alls ekki á hans röksemdir, “við
verðum að skoða þetta mál frá öllum hliðum. En
stúlkan, hvað fer hún fram á?”
PROFESSONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3
Heimili 776 VICTOR ST.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21 834 Office tímar: 2—3
Heimili: 764 VICTOR ST.
Phone: 27 686
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts BÍdg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21 834 Office tlmar: 3—6
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21 834
Stundar augna, eyrna, nef og kverka
Bjúkdóma.—Er aS hitta kl. 10—12
f. h. og 2—5 e. h.
Heimili: 373 RIVER AVE.
Taislmi: 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham and Kennedy
Phone: 21 213—21144
Heimili: 403 675
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdéma. Er aö hitta frá
kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 VICTOR ST.
Slmi: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar lœkningar og yfirsetur
Til viötals kl. 11 f. h. til 4 e. h.
og frá kl. 6—8 að kveldinu
532 8HERBURN ST. SÍMI: 30 877
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 546 WINNIPEG
Dr. A.B. INGIMUNDSON
Tannlœknir
602 MEDICAL, ARTS BLDG.
Simi: 28 840 Heimilis: 46 054
DR. A. V. JOHNSON
Islenzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Slmi: 23 742 Heimilis: 33 328
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allar útbúnaöur sá. beiU
Ennfremur selur hann aliskonar
mlxmlararöa og legsteina.
Skrlfstofu talslmi: 86 607
Heimilis taislmi: 58 303
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenekur lögfrœSingur
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Building, Fortage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
W. J. LÍNDAL Og
BJÖRN STEFÁNSSON
islenzkir lögfrœOingar
á ööru gölfi
325 MAIN STREET
Talslmi: 24 963
Hafa einnig skrifstofur að Lundar og
Gimli og eru þar aö hitta fyrsta miO-
vikudag I hverjum mánuðl.
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur lögfrœöingur
Skrlfst.: 411 PARIS BLDG.
Phone: 24 471
J. Ragnar Johnson
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
islenzkur XögmaOur
910-911 Electric Railway Chambers.
Winnipeg, Canada
Slmi 23 082 Heima: 71 753
G. S. THORVALDSON
BJl., LL.B.
Lögfrœöingur
Skrifstofa: 702 CONFEDERATON
LIFE BUILDING
Main St. gegnt City Hall
Pbone: 24 587
E. G. Baldwinson, LL.B.
Islenzkur lögfrceOingur
809 PARIS BLDG., WINNIPEG
Residence Office
Phone: 24 206 Phone: 89 991
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Lelgja hús. Út-
vega peníngalAn og eldsábyrgö
af öllu tagi.
Phone: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignír manna.
Tekur aö sér aö ávaxta sparlfé
fðlks. Selur eldsábyrgö og blf-
relða ábyrgöir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundls.
Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328
DR. C. H. VROMAN
Tanntœknir
505 BOYD BLDG., WINNIPEG
Phone: 24 171
G. W. MAGNUSSON
Nuddlceknir
91 FURBY ST.
Phone: 36 137
Viötata tlmi klukkan 8 til 9 aö
morgninum
Borgið Lögberg!
“Hún hefir hvað eftir annað reynt að ná til
Hugh. En e'g vil það ekki, eg vil ekki að hún hitti
hann. Og nú hefir hún farið til lögmanns. Hann \
símaði mér rétt áðan og sagði mér, að ef eg ekki
kæmi til sín í dag, þá tæki hann til sinna ráða. Eg
vísaði honum náttúrlega til þín, og eg býst við
hann komi hingað með stúlkuna eftir fáeinar mín-
útur. Þú verður að komast að einhverjum samn-
ingum við hann, Sam. Þú skilur það. Þetta má
ekki komast út í almenning.”
“Þú heldur, að hún heimti peninga?”
"Hvað annað ætti hún svo sem að heimta?”
“Hver er lögmaður mennar?”
“Hvað heitir hann nú aftur? Yates, held eg að
nafnið sé. Eg hefi aldrei fyr heyrt han3 getið.”
“Eg þekki hann, ’ sagði Filson. “Þau þiggja
peninga.’
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNtPEG, MAN.
Yrard Office: 6th Floor, Bank of Hamilton Chambers.