Lögberg - 31.12.1931, Side 2

Lögberg - 31.12.1931, Side 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN DESEMBER 31. 1931. T Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., ; Cor. Sargent Ave. og Toronto St. : Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor | Utanáskrift blaðsins: ' The Columbia Press, Ltd., Box 3172 ■ Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3-00 um árið. Borgist fyrirfram. j: The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnlpe^, Manltoba. ií.............. Vaknandi alþýða. Sagnfræði nútímans á ekki nema að litlu leyti skvlt við sagmritun fortíðarinnar. Lengi vel var sagan í raun og veru lítið annað en markaskrá hirðlífs og herfrægðar; nú er þessu, sem betur fer, nokkuð á annan veg farið. Sagn- fræðingar vrorra tíma, geta nú undir engum kringumstæðum lijá því komist, að taka alþýð- uua með í reikninginn, því svo hefir henni í andlegum skilningi víðast livar, vaxið fiskur um lirygg. Þeir verða einnig til þess knúðir, að taka til alvarlegrar íhugunar innflutnings- mál, samfélagsmál, líknarstarfsemi, uppeldismál og margt J>að annað, er fyr á tímum lá í þagnargildi; þeir verða undir engum kringum- stæðum látnir sl(>pj)a með það að hljóta hróðr- arorð fvrir gagnrýning gamalla skræða; þeir verða að ger-kynnast hversdagsmanninum, eða alþýðumanninum, eins og hann í rauninni er; afstaða hans í þjóðfélaginu er nú orðin slík, að ekki verður þegjandi fram hjá honum gengið lengur. Engum heilskygnum manni getur blandast hugur um það, að þörf sé víðsýnna foringja á sviði mannlegra athafna, andlegra sem efnis- leg'ra, engu síður í dag, en í liðinni tíð, nema betur sé. Menn eru nú, góðu heilli, farnir að koma auga á það, jafnvel skýrar en nokkru sinni fyr, að vænlegustu foringjaefnin sé ekki ávalt að finna í flokki forréttindastéttanna, eða. meðal þeirra fáu, útvöldu. Vaknandi, upplýst alþýða, velur nú orðið sjálf foringja sína, hvort sem öðrum fellur bet- ur eða ver. Margir af víðsýnustu og vitrustu forustu- mönnum mannkynsins, voru, og eru úr alþýðu- stétt, og fluttu með sér út í þjóðlífið víðtæka sjálfsreynslu á högum almennings. Henry Ward Beecher var svo hugfanginn af andlegri nýrækt meðal alþýðustéttarinnar á sinni tíð, að hann flutti um það efni marga sína áhrifamestu fyrirlestra. Hvað myndi verða, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni í dag og stæði augliti til auglitis við þær feikna breytingar til hins betra, er átt hafa sér stað á högum alþýð- unnar, þó enn sé það vitanlega margt, sem af- laga fer og umbóta krefst. Nú er það í raun og veru alþýðan sem ræð- ur; það er hún, sem ein getur verndað lýðræðið í veröldinni og haldið því við; úr hennar eigin flokki koma nú árlega fram á sjónarsvið- ið þeir foringjar, er ágætastir mega teljast í meðferð stjórnmála, iðnaðar og félagsmála. Núverandi stjórnarformaður Breta, ^r son- ur fátæks fiskimanns; þeir Briand og Poincaré eru báðir af almúgafólki komnir, og fleiri mætti tína til; menn þessir hafa, hver um sig, staðið svo í stöðu sinni, að til alþjóða blessunar hefir orðið; til eru þó þeir, er sjá þykjast í því hinn mesta háska, að slíkir menn fari með völd. Carlyle hélt því fram, sem í sjálfu sér reynd- ar hvorki var né er nýtt, að einungis þeir hæf- ustu ættu að fara með völdin; um þetta ættu allir að geta orðið sammála. En yfir hitt má samt ekki hlaupa, að hæfustu forustumennina var ekki ávalt að finna í flokki forréttinda- stéttanna, heldur jafnvel alveg það gagnstæða. Nútíma-’kynslóðinni er nú, sem betur fer, farinn að standa minni stuggur af draum- mönnum sínum en fyr meir gekst við; flestar fegurstu staðreyndir nútímans á sviði mann- félagsmálanna, birtust fyrst í draumi. Meðan hlutföllin milli upplýsingar og orku lialda jafnvægi, er sérhverju þjóðfélagi borgið. Atburðir þeir, er gerst hafa síðustu árin, liljóta að liafa fært mannkyninu heim sanninn um það, að innan vóbanda upplýstrar alþýðu, sé oft og einatt sönnustu 0g giftudrýgstu for- ustumennina að finna. Tilraunaskóli fyrir vandrœðabörn Haustið 1921 stofnaði enski sál- fræðingurinn A. S. Neili, ásamt nokkrum Þjóðverjum, skóla fýrir vandræðabörn. Var sá skóli sett- ur í Hellerau, skamt frá Dresden. Var þar tekið við útlendum nem- endum jafnt sem þýzkum. Voru það aðallega vandræðabörn, sem ekkert varð tjónkað við, hvorki í heimahúsum né í skólunum, börn, sem höfðu hafið uppreisn gegn foreldrum o!g kennurum. Neill tók þá aðferð til þess að kenna börnunum góða siðu, að láta þau vera alveg sjálfráð gerða sinna og orða, 0g reyndi alls ekki að láta skólann eða kennara hans hafa nein áhrif á þau um trúar- brögð eða siðalærdóm. Þjóðverj- arnir, sem voru í félagi við hann, vildu hafa skólalífið sem frjáls- ast, en þeir vildu ekki ganga jafn langt í því og Neill. Þeir álitu að skólinn ætti að hafa bein áhrif á börnin, bæði siðferðilega og menn- in!garlega, og það varð þeim Neill að sundurþykki, svo að skólinn var lagður niður. Síðan stofnaði Neill skóla fyrir vandræðabörn á Summerhill í Suffolk í Englandi og rekur hann eftir þeim reglum, sem hann hafði sett sér í öndverðu, að lofa börn- unum að haga sér eins og þau vilja, banna þeim ekkert og pré- dika ekki neinn siðalærdóm fyrir þeim. . • Það eru sannkölluð vandræða- börn, sem koma í þennan skóla: Börn, sem eru brennuvargar, þjóf- ar, lygarar, vitlaus af geðofsa o. s. frv. En Neill lítur svo á, að þessar ávirðingar séu þeim ekki meðfæddar, heldur sé þær því að kenna, að barnið hefir fengið siæmt uppeldi, fólk hafi ekki skil- ið það né rejjjit að skilja það, en reynt með harðri hendi að berja inn í það skoðanir og siðalærdóma. En undirvitund barnsins gerir uppreisn gegn slíkri meðferð, og þau ráða ekki sjálf við það. Refs- ingar. sem gerðar eru í beztu meinmgu, hafa þveröfug áhrif vlð það sem til var ætlast. En í hverju er þá fólginn sá galdur Neills, að gera þessi vand- ræðabörn að góðum börnum? Hann er fólginn í því, að eyða freisíin!gunum, og nema brott hverja ástæðu, sem börnin geta haft til þess að vilja hefna sín. — Skóli minn byggist á því, seg- ir hanif, að gera börnin frjáls. Vandræðabörnin eiga að fá að hlaupa af sér hornin, og þá eru þau laus við þau álög, sem á þeim hvíla. Sum börn eru þannig, að allur hugur þeirra snýst um samfarir manns og konu. í skólanum er þtim leyft að tala um þetta alveg óþvin'gað og eins “dónalega” og þau vilja. Og árangurinn verður sá, að eftir lítinn tíma eru þau orðin þreytt á þessu og hafa enga löngun til þess að tala um það. Það hefir hreinsað þau og lækn- að, að þau fengu að úthella sér um þetta efni. Það er orðið þýð- ingarlítið og einskisvert 1 augum þeirra, 0g þau hætta að hugsa um það. Á sama hátt fá börnin allger- lega átölulaust að haga sér eins og þau vilja á öðrum sviðum, og hlaupa af sér hornin. Börn, sem eru t. d. mjög eigingjörn, fá ó- hindrað að búa að eigingirni sinni, þangað til þeim finst ekki neitt í hana varið lengur. Þá eru þau laus við hana, og þá vaknar hjá þeim borgaralegur samstarfs- andi. « í bók, sem Neill hefir gefið út um skóla sinn og árangur þess fyrirkomulags, sem þar er, segir hann frá dæmi einu, sem er eftir- tektarvert. 1 skólann á Sommerhill var send fjórtán ára gömul telpa, Ansi að nafni. Hún hafði verið rekin úr barnaskólanum fyrir ók'nytti og óhemjuskap. Tveim dögum eftir að hún kom til Sommerhill, sýndl hún hvað með henni bjó. Hún réðist á Neill eins og villudýr. klóraði, krafsaði, sparkaði og öskraði og lét á þessu gan!ga lát- laust í þrjár klukkustundir. Og látlaust grenjaði hún að sér skyldi takast að gera hann reið- an. En það tókst ekki. Neill lét sem ekkert væri 0g brosti aðeins að ákafanum í henni. Að lokum settist einn kennarinn við hljóð- færið og tók að leika á það. Þetta hafði þau áhrifá Ansi, að ofstopi hennar hjaðnaði niður. . Nokkrum dögum seinna safnaði hún saman hinum börnunum, fékk þeim sagir og axir, og nú átti að fella hvert einasta ávaxtatré í garði skólans. Neill skifti sér ekk- ert af þessu, en lét þau alve'g sjálfráð. Eftir litla stund kom Ansi til hans auðmjúk og iðrandi. — Krakkarnir höfðu sagað sund- ur þvottastagsstaur, og svo hætt við fyrirætlan sína. En Ansi var að upplagi gefin fyrir reglusemi og góða umgengni. Sjálf hafði hún aldrei mátt leggja lið í því efni, því að hinir fullorðnu áttu einkaleyfi á að hugsa um það. 1 eðli sínu var hún ráðrík og þetta voru því höft á eðli hennar. Þess vígna gerði hún uppreisn. En þegar hún kom til Sommerhill, þar sem engin höft eða reglur var hægt að brjóta, féll henni allur ketill í eld. Sú kúgun, sem hlýðn- ina heimtar, var þar ekki til. Og ofstopi hennar og uppreisnarhug- ur sjatnaði því smám saman. Neiil segir sjálfur um kensluað- ferð sína, að hún sé hér um bil óbrigðul meðan börnin eru ekki eldri en tólf ára. Þau eldri eru erfiðari. Hann lætur þess getið tii sannindamerkis um hvað að- ferð sin gefist vel, að nágrannar skólans hafi aldrei haft neina á- stæðu til umkvörtunar út af vand- ræðabörnunum. Það er að eins fyrst í stað, að þau láta illa, en smám saman kemst hugur þeirra og skap í jafnvægi og þá eru þau ekki verri en önnur börn. Ástríð- an, til þess að hefna sín með of- stopa og illri breytni, hverfur, þegar ekki er neins að hefna, og enginn tekur mark á hefndinni. — Lesb. Hvað er maðurinn ? “ . . . . Þeir er . . . . yfirvinna konugsríki, skapa réttlæti, vinna til loforða, stöð.va gin ljóna, slökkva eldhafið .... upp úr veikleika gerast sterkir, verða efldir í styrjöld, stökkva á flótta her útlendra .... voru grýttir. sundur rifnir, freistað, vegnir með sverðseggjum .... yfirgefnir, hraktir, hrjáðir . . . .” —Hebr. bréfið 3337. Það er undraverð frásögn, sem sagan hefir oss að færa um þraut- ir þær, sem menn hafa liðið, hætt- urnar, sem þeir hafa gegnum gengið, dauðdagann sem þeir hafa dáið fyrir sakir þess eða þeirra, er þeir hafa unnið. Enginn vegur hefir verið of ó- greiðfær fyrir þá, sem höfðu tak- mark að að keppa. Engar hörmungar of ægilegar fyrir þá, sem vildu sigurinn vinna, — enginn dauði ógurlegur þeim, sem vildu þjóna þeim drotni er þeir trúðu á. 'Ekkert, sem mannlegu hyggju- viti hefir verið mögulegt upp að hugsa, hefir dugað til að skelfa hugprúð hjörtu, né nógu hræði- legt til að vinna bug á þolinmæði þeirra og trúfesti. Ef orðin þurftu að talast, voru þau töluð; það, sem þurfti að ger- ast, var gert; þar sem höggið þurfti að falla var það felt, án tillits til hættunnar eða hvað það kostaði. Fátækt, útlegð, fangelsi, kvalir, missir vina og vandamanna, lífs- ins sjálfs-----öllu hefir verið með glöðu geði fórnað á altari skyldunnar við mannlega neyð, á hvað dimmum dögum, í hversu eyðilegum stöðum, sem það altari hefir verið reist! Ekki er það eingön’gu meðal al- kunnra píslarvotta og dýrlinga sögunnar, að hetjur er að finna— þvert á móti. í hversdagslífinu, á heimilum sorga og þjáninga, á skipum sem hrekjast á straum- æstum öldum, í námum alþöktum logandi eldingum, í hörðu striti daglegrar vinnu, á nístandi ör- væntin'garstundum heimuglegra gorga, á meðal þeirra þúsunda og eins tilfella lífsins, sem reyna mannlegt þol til þess yztu tak- marka — finnum vér menn og konur heiðri sæmd. Aldrei hefir verið vöntun á dug og dáð, trúfesti og trygð. Aldrei hefir píslarvotta né hetjur vant- að, þega sem sárust hefir verið þörfin. — Næstum á hverju heimili má finna postulana, alstaðar dýrling- ana, og ímynd Krists á hverjum stað. Hvernife á öllu þessu stendur, er erfitt að segja; hebrezku höfund- arnir eigna það trúnni; aðrir spá- menn tilfæra hugrekki, ást, til- beiðslu — en þessar tilvísanir þurfa útskýringar\ við, eða er ekki svo?. Og hvernig getur skilning- ur til fullnustu fengist öðru vísi en á þann hátt, að í mannshjart- anu sé neisti af guðs lifandi sál? Efnishyggjumanninum verður ó!greitt um svar, þá hann stendur augliti til auglitis við æðstu hetju- dygð mannlegs eðlis, og er beðinn að samrýma hana heimspeki sinni. Hans efniskenningar geta fiætt mann um sandinn á sjávar- ströndinni, trén í skóginum, fugla loftsins, dýr eyðimerkurinnar. En þegar að manninum kemur, þá verður fátt um fræðslu eða svör, því í mannlífinu, hvað sem annar- staðar er, mætum vér ekki efninu, heldur andlega aflinu, og ósjálf- rátt ef til vill, berumst vér upp til trúarinnar hæstu hæða. Vér vitum, að heilajgur andi er nálæg- ur i heiminum, þvi vér sjáum hann hvívetna starfandi: við sjúkra- beðinn, á orustuvellinum, í stormi. í baráttu, í fangelsum við bálköst- inn, við krossinn! Við vitum, að mennirnir eru ó- dauðlegir, því við sjáum þá dag- lega nálgast fullkomnun til eilífs lífs. Við vitum, að drottinn ræð- ur, því við mætum honum hví- vetna í góðum mönnum og sönn- um. Það er hjá manninum — í lif- inu sem hann lifir, í dauðanum sem hann deyr — að vér höfum vissu þess er vér vonum og sönn- un þess, sem ekki sézt. Af honum leysist hver ráðgáta o!g draum- arnr rætast. Hann er vitni um guð, hann er spádómur eilífs lífs; hann er andinn, sem allötaðar er nálægur, “hvers eilíf ríkir ást.” — Eftir John Haynes Holmes.— Þýtt úr ensku af Mrs. Jakobínu J. Stefánsson, Hecla P.O. Man. STÓR FLUGVÉL. Englendingar eru nú að smíða stærstu flugvél í heimi. Verður hún alt að því helmingi stærri heldur en stóra þýzka flugvélin “Do. X”. Hún á að geta tekið 120 farþega og hefir svefnklefa fyrir helming þeirra. Á hún að vera í förum milli Englands og Canada. Er mjög til hennar vandað að öllu leyti, og svo sterk á hún að vera, að henni sé óhætt að setjast á At- lantshafið í hvaða veðri sem er. VERÐ UPPSKERUNNAR. Samkvæmt því, sem hagstofan i Ottawa áætlar, er uppskeran í Can- ada þetta ár $431,251,000 virði. En árið 1930 var uppskeran virt á $631,592,900, og árið 1929 taldist hún vera $948,981,400 virði. RosE g ffiappp gear to gUI THUR. FRI. THIS WBEK Dec. 31st Jan. lst A RIOT OF LAUGHTER “TONS OF MONEY’’ Added COMEDT - CARTOON _______NOVELTY_____ |?ear’£S Cbe jHltimite Jfroltt Thur. Dec. 31, at 11.30 p.m. Admission 2 5c SATURDAY and MONDAY Jan. 2-4 THE GA NG FROM SKIPPY in “Huckleberry Finn” Added SERIAL - COMEDY - CARTOON TUES. WBD. NEXT WEEK Jan. 5-6 FREDERIC MARCH INA CLAIRE “ROYAL FAMILY OF BROADWAY” Added COMEDY - CARTOON - NEWS :: Fréttabréf úr Vestur-ísafjarðarsýslu. 18. nóvember 1931 Þá er nú sumarið að kveðja. Skilur það eftir misjafnar minn- ingar í hugum manna hér vestra. Margir hafa nú ástæðu til að taka á móti vetrinum með kvíðnum huga, en þó færri, en búast mátti við um eitt skeið sumarsins. Um eitt eru þó allir sammála: sólrík- ara sumar hefir enginn lifað og veðurblíðan og jafnviðrið var al- veg einstakt. Þurkarnir héldust óslitnir fram að miðjum septem- ber, en þá þrá til votviðra og mátti heita að stöðu!gt rigndi næsta mánuð, og hafa hlýviðri og vætur haldist síðan óslitið til veturnótta, frost varla komið enn, en stormar og umhleypingar tíðir og gæftir til sjávarins stopular. Þeir sem ekki höfðu náð inn eða lokið heyskap, þegar umskiftin komu, urðu fyrir nokkrum hrakn- ingi með hey, en flestir náðu þó heyjum sínum inn og munu hey MINNING Eig hefi verið beðinn að skrifa fáein orð um hann Gunnlaug sál. bróður minn. Mér ætti að vera það kært að minnast hans þannig," en eg finn hve mik'ill vandi það er fyrir mig, sem á svo skyldan hlut að máli. Gunnlaugur Oddson var fædd- ur að Keldunesi í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu, 17. marz 1850. Faðir hans var Oddur Þórðarson, Þórðarsonar, bónda á Keldunesi, ættaður úr Hörgár- dal í Eyjafjarðarsýslu. Móðir Odds' var María Qddsdóttir Oddssonar, bónda í Geldingaholti í Skagafirði, og konu hans Ragn- heiðar Þorsteinsdf>ttur prests, Eirikssonar í Vesturhópshólum. Var hún ein af fimtán börnum þeirra hjóna. Bróðir hennar var Gunnlaugur Oddsen, Kon- sistorial Assessor og dómkirkju- prestur á Lambastöðum, faðir Ingibjargar, Elizabetar móður Gunnlaugs hreppstjóra Þorsteins- sonar (kanselíráðs) á Kiðja- bergi í Árnessýslu og Gunnþór- unnar fyrri konu Halldórs pró- fasts Jónssonar á Hofi i Vopna- firði, og þeirra systkina. Kona Odds og • móðir Gunnlaugs var Guðrún Snorradóttir bónda á Stórubrekku í Hörgárdal, Guð- mundssonar bónda í Fornhaga í sömu sveit, Rögnvaldssonar, Arn- finnssonar, Jónssonar. Kona Guðmundar Rögnvaldssonar og móðir Snorra var Guðrún Guð- mundsdóttir ívarssonar. Kona Snorra á Stórubrekku var Guð- rún Gpnnarsdóttir ljósmóðir. Ætt hennar er mér ókunn. Bjuggu þau Snorri og Guðrún allan sinn bú- skap á Stórubrekku, og þóttu merk hjón. Fárra vikna gamall fluttist Gunnlaugur Oddson með foreldr- um sínum að Ásbyrgi í Keldu- hverfi, þar bjuggu þau í 13 ár; en árið 1863 fluttu þau að Langa- vatni í Reykjahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu; var Gunnlaugur þar hjá þeim nokkur ár. Þegar á unga aldri hneigðist hann mjög að smíðum, og seinna lærði hann það handverk til fullnustu hjá Jóni Kr. Stefánssyni timbur- meistara á Akureyri. Fékk hann sveinsbréf með bezta vitnisburði eftir eins árs veru hjá honum. Stundaði hann það handverk að mestu leyti eftir það til dauða- dags, og þótti góður smiður og vandvirkur. Árið 1882 í júní kvongaðist Gunnlaugur Oddson, og gekk að eiga Guðnvju Ólöfu Sigfúsdótt- ur Kristjánssonar og konu hans ‘Ólafar Davíðsdóttur. Kona Davíðs og móðir Ólafar var Sig- urlaug Indriðadóttir. Ólöf var móðursystir Mr. G. A. Dalmanns, kaupmanns í Minneota, Minn. Hún var heppin ljósmóðir og orðlögð gæða og myndarkona. Þau Gunnlaugur og Guðný bjuggu 4 ár á Brekknakoti í Reykjahverfi, og 2 ár á þarti af Geitafelli í sömu sveit. En um þetta leyti—á níunda tug hinnar siðustu aldar,—var árferði hart, og erfiðir tímar á margan hátt, og sumarið 1888 réðust þó nokkr- !ir þar úr sveitunum til Vestur- laeimsfarar. Meðal þeirra, er vestur um haf fluttu það sumar, voru þeir bræður Gunnlaugur og Þorsteinn Oddsson, með fjöl- skyldur sínar, og Sigfús og Ólöf Kristjánsson, tengdaforeldrar þeirra bræðra. Þau Gunnlaugur og Guðný dvöldu um veturinn í Mikley í Winnipeg-vatni hjá þeim hjónum Stefáni Jónssyni og Björgu Krist- jánsdóttur konu hans, á Jónsnesi, en snemma um vorið eftir, fluttu GUNNLAUGUR ODDSON þau til Selkirk, pg settust að á Rosser Ave. og bjuggu þar ávalt síðan, þau 42 ár, sem Gunnlaug- ur átti þá eftir ólifað. Stundaði hann handverk sitt til hins síð- asta, en nokkur hin síðari árin þó aðeins á verkstæði sínu heima hjá sér. Ýms trúnaðarstörf hafði Gunnlaugur Oddson á hendi fyr- ir íálenzka, lúterska söfnuðinn í Selkirk, á þessum árum. A"ar hann einn af stofnendum lians, og meðlimur hans til dauðadags, og bar velferð hans og virðingu fyrir brjósti, meðan honum entist heilsa og líf. Hvert það starf, sem honum var falið, leysti hann af hendi með samvizkusemi og trúmensku. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, sem öll eru á lífi, og búsett í Selkirk, nema yngsta dóttirin, er stundar hjúkrunarstörf í Los Angeles, Cal. Nöfn barnanna í aldursröð eru: Rakel, Mrs. S- Maxon; María, Mrs. Jón E. Ffinrikson; Björn ísfeld, smiður, ókvæntur; Snorri Aðalsteinn, handverksmaður; Sigrún 1 Ólöf, hjúkrunarkona; Gunnlaugur, kennir fíólínspil. Báðir hinir yngri bræður eru einnig ókvongaðir. Öll eru börn þeirra hjóna vel gefin og mynd- arleg, og hin mannvænlegustu. Systkini Gunnlaugs, sem lifa, þegar þetta er skrifað, eru: Þor- steinn Oddson, fasteignasali í Los Angeles, Cal. og María Guð- rún Oddsdóttir, kona Ingjalds bónda Árnasonar við Minneota postlrús, Minn. Þrir bræður og ein systir dóu ung. En elsti bróð- ir þessara systkina, Snorri Odds- son, bóndi á Geitafelli í Reykja- hverfi, lézt 12. febr. 1892 eftir langt og strangt dauðastríð. Hann féll frá á bezta aldri, og varð mjög harmdauði vinum og vandamönnum og öllum, sem hann þektu. Á áttræðis afmæli Gunnlaugs Oddsonar, 17. marz 1930, var honum haldið veglegt samsæti, er börn hans og vinir höfðu til stofnað. Talaði prestur safnaðar- ins, Rev. J. A. Sigurðsson nokk- ur hlý og velvalin viðurkenning- ar og þakkarorð til hans, og flutti honum kvæði, og fleiri tóku til ináls í sama anda. Einnig var hann sæmdur góðum gjöfum, og þeim hjónum vottuð virðing og góðvild á ýmsan annan hátt, af þeim, er viðstaddir voru, er alt sýndi að þau hjón áttu hlý ítök í hjörtum margra. Hér verða eigi framar rakin æfiatriði Gunnlaugs Oddson, það er ekki mitt meðfæri. En hans hefir fyrir nokkru minst verið í “Sam.” af Rev. G. Guttormssyni, og í þeirri grein drepið á félags- starfsemi hans, lífsstefnu og lyndiseinkunn. Er þar alt vel mælt og hvert orð satt. Hann hafði á yngri árum átt kost á dá- lítið meiri og viðtækari þekkingu í ýmsum greinum, en alment mun hafa verið á þeim tímum. List- fengur var hann með afbrigðum, og mátti kalla að hann legði gjörva hönd á flest það, er hag- leik þurfti til að leysa af hendi, er að smíðum laut. Hann hafði unun af lestri góðra bóka, og tungu feðra sinna geymdi hann sem dýran fjársjóð, og kendi hana börnum sínum. Var hann sannur íslendingur í eðli sínu, en jafnframt trúr og skyldnrækinn þegn þess lands, sem nú hvílir hann látinn. Heimilið var hans konungsríki, þar naut hann sín ávalt bezt, enda átti hann góða og umhyggjusama konu, sem með manni sínum vann að því að friða um þann reit, svo að þangað var jafnan göngumóðum gott að koma. Við sinn eigin arin sat Gunnlaugur Oddson löngum og kendi börnum símim, og bjó þau undir skóla lífsins. Sjálfur var hann gætinn og grandvar í tali, háttprúður, hógvær og yfirlætis- laus í umgengni. Lífsstarf hans var kyrlátt og fordildarlaust; hann var vandaður og samvizku- sainur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann andaðist að heimili sínu á Rosser Ave i Selkirk, Man. 21. marz 1931, eft- ir 6 daga legu í lungnabólgu, 81 árs og 4 daga gamall, eins og áður hefir verið getið í blöðun- um. Mun hans ávalt minst verða sem sannkallaðs heiðursmanns, trúfasts vinar og skyldurækins starfsbróður. Guð blessi minninguna hans Gunnlaugs sál. bróður míns, hjá vinum og vandamönnum og öll- um, sem hann þektu. María. G. Arnason. ♦♦ Gunnlaugur Oddson DÁINN Heyrði’ eg að hafir þú farið Héðan í burtu, | Af þessum örðugu leiðum, Sem okkur mjög þreyta. í friði þú lifðir—þvi fékstu Friðar viðtökur, Friðar á landinu fagra, Hvar friðurinn ríkir. Jarðneska auðlegð ei áttir, Þú áttir'þó meira: Dverghagar höndur þú hafðir, Og hugvit og dygðir. Ungum þér veittar þær voru í vöggugjöf forðum. Samferðamenn þínir sáu Að svo hafði verið. Beðja og börnin þig syrgja, Því burt ertu horfinn. En vissan um vellíðan þína, Veitir þeim huggun; Og vonin, að síðar þig sjái Á sælunnar landi, Gjörir þeim biðina betri, Og bölið léttara. Þýðlegast orðtak þú áttir, Sem oftlega náði Einmana einstæðing hugga, Sem unnu svo fáir. Þú mattir ei metorðatröppu í mannfélags stiga. Dygðína áleiztu ætíð Öllu mætari. Frændur og vinir því fagna Að fyrri þeim máttir Sólarheim sjást um og skoða, Með sveitum útvöldum, Og frelsarann iýða þar finna, Sem fræðslu þeim veitir í andlegri uppheima speki, Sem okkur er hulin. Gróa frá Krossholti.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.