Lögberg


Lögberg - 14.01.1932, Qupperneq 7

Lögberg - 14.01.1932, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1932. Bls. 7 Æfiminning Helgu í Lundi 13. september síðastl. andaðist konan Helga Sveinsdóttir Jónsson, eftir langa legu, 4% ár, að heimili dóttur sinnar og ten'gdasonar, sem áður var heimili hennar og manns hennar um 30 ár og þau kölluðu Lund, í Hnausabygð { Nýja ís- landi. Veikindin, sem lögðu hana í rúmið, voru að það dofnaði og v-arð magnlaus allur niðurlíkam- inn upp að mitti. Hún fór upp til Winnipeg og leitaði beztu lækna þar, og rteyndu þeir að gera alt fyrir hana, sem hægt var að gera; hún lá lengi í sjúkrahúsi og hjá Gróu systur sinni án þess að fá bata, þar til hún vildi láta flytja sig heim til sín og liggja þar, sem var gert, og þau höfðu hjúkrunar- konu til að stunda hana, því hún fékk oft þjáningarköst og þurfti því góða aðhjúkrun; svo gerði maður hennar alt fyrir hana, sem hann gat. En þó að niðurlíkaminn væri svona máttlaus, var upplikaminn mieð góðum styrk, svo hún gat stytt sér stundir með þv£ að lesa og skrifa og saumað ýmislegan útsaum, sem hún var lægin fyrir, bæði sér til skemtunar óg gagns Helga var mjög vel greind kona, með góðum hæfileikum bæði Snd- liega og verklega; hún var lagleg og myndarleg á velli, meir en í meðallagi á hæð; hún var fíngerð í sér, með viðkvæmar tilfinning- ar og því næm fyrir öllu, sem hún sá og heyrði, og því fljót að grípa alt, sem hienni væri til full- komnunar, bæði andlega og verk- lega. Hún hafði mikla menta- löngun og notaði sér því hvert tækifæri í gegn um lífið með að uppfylla hana og æfa sig í ýmsum hannyrðum og skrift, enda skrif- aði hún sérstaklega fagra rithönd. Hún tók mikinn þátt í kvienfé- lagsmálum bygðar sinnar, og var þar oft framarlega í röð með víð- tækar hugsjónir. Hún var bók- hneigð og las því nokkuð mikið og reyndi að hagnýta sér alt það bezta, því hún var minnug og gat geymt í minni sínu margt af því, ef hún þyrfti að grípa til þess; en hún lét það ekki standa í vegi ímeð að gegna skyldum sínum sem móðir; hún var góð móðir börn- um sínum, vildi þeim alt það bezta og vildi undirbúa þau; sem bezt fyrir lífið. Hún var að eðlisfari mjög örlát með að gera gott af sér og leignaðisti því marga vini. Henni þótti gaman að tala við greint fólk, sem hafði víðari sjóndeildarhring en alment ger- ist, því hún hafði hann sjálf, og hún leit djúpt inn í tilveru lífsins og tilgang þess. Hienni þótti gaman að heyra eða lesa um það, sem þessir miklu sál- arfræðingar höfðu ritað um þá mörgu eiginleika, sem mannssál- in ætti yfir að ráða, því væri það mjög áríðandi að geta þekt sjálf- an sig sem bezt, til að geta glætt alt það góða í sjálfum sér, til að gera hann að sem beztum og full- komnustum manni í þessu lífí. sem væri undirbúningsskóli fyrir annað líf og andlega heiminn. Hún hélt fast við sína barna- trú, með að skoða guð sem góðan og gæzkuríkan föður, sem vildi öllum börnum sínum það bezta í þessa lífs tilveru, og hún sagði við þann, sem þetta skrifar, að sér dytti ekki í hug að kenna guði um það, að hún hefði farið svona, heldur stafaði það af vangá og vanþekkingu íMgegn um lífið og ýmsar ástæður í gegn um það hafi skapað orsökina. Hún átti þann andlega styrk, að bera þetta með stakri; þolinmæði, sem sýnist þó nokkuð hart fyrir manneskju á bezta aldri, lítið innan við fimtugt þegar hún tók veikina, sem að líf- ið sýndisti blasa við eins bjart eins og nokkru sinni áður, að þurfa að liggja í rúminu alveg annara hjálpar þurfi, og sem að sýndist eiga mikið lífsstarf eftir, bæði fyrir sjálfa sig og mannfélagið. Það var í Lögbergi, eftir frétta- ritara þess, skýrt frá því rausnar- lega silfurbrúðkaups samsæti, sem að bygðarmenn héldu þeim hjónum, Lýði og Helgu, á þeirra tuttugu og fimm ára 'giftingaraf- mæli, svo það verður ekki nefnt hér, en um ætt hennar og ættfólk verður endurtekið með nokkrum skýringum. Helga var fædd 28. ágúst 1878 að Klett í Reykholtsdal í Borgar- fjarðarsýslu, þar sem foreldrar hennar, Sveinn og Þorgerður, bjuggu mestan sinn búskap. Fað- ir Helgu var Sveinn Árnason frá Hvammi í Hvítársíðu. Hann var vel greindur maður, sem hann átti ekki langt að sækja, því Foreldr- ar hans, Árni og Þuríður, voru bæði vel gneind og skáldmælt, *og mun Sveinn hafa verið það líka, þó lítið bæri á því; hann var kom- inn af svokallaðri Bjarnastaða- ætt í Hvítársíðu, sem var nafn- greind fyrir gáfur og manndóm. Sveinn og Hjörtur Þórðarson, raf- fræðingur í Chicago, og þeir bræð- ur, sem margir kannast við, voru bræðrasynir. Móðir Helgu var Þorgerður dóttir Jóns Halldórs- sonar o'g Helgu Jónsdóttur, sem bjuggu á Svarfhóli í Stafholts- tungum mestallan sinn búskap. Jón var sonur Halldórs Pálssonar fræðiipanns og sagna- og sögurit- ara á Ásbjarnarstöðum í sömu sveit. Helga kona Jóns var ættuð neðan af Mýrum; hún var yfir- setukona, hún var greind og vel skáldmælt; börn þeirra sex, sem upp komust, fengu öll orð fyrir að vera greind og manndómsgjörn og laglega skáldmælt; af þeim eru nú á lífi sá, sem þetta ritar, og Valgerður Sigurðsson á Hnausum. Börn Svieins og Þorgerðar voru fjögur, öll vel gefin og giftust öll í þessu landi: Ingibjörg, elzt af þeim,' fór til Canada 1893, giftist Magnúsi Magi^ússyni ættuðum af Vestfjörðum, mjög merkum og vönduðum manni, sem hafði fyrir atvinnugrein fiskiverzlun og veiði og nokkurn landbúskap; þau hafa myndarheimili á Eyjólfsstöðum Breiðuvík í Nýja íslandi. Jóhannes Sveinsson, giftist Ásu dóttur Rafns Guðmundssonar Nor dal, ættuðuum úr Bor!garfjarðar- sýslu, fíngerðri og fallegri konu hann lagði fyrir sig smíðavinnu og húsabyggingan og húsasölu Winnipeg, en af því að kona hans misti heilsuna, þá breytti hann til og fór til Monrovia \ Californíu ur á milli þeirra mæðgna, mteð því líka að þær voru lengst sam- an af börnum Þorgerðar, og hjá þeim lagðist hún til hinnar hinztu hvjldar. Lýður og Hel'ga eignuðust fjög- ur börn, hvar af tvö dóu ung, það yngsta og elzta; en hin tvö eru uppkomin og myndarleg og viel- gefin, bæði gift, Þorgerður, sem Helga var hjá síðast, gift Wilfred Lawrence syni Kristjóns; Finns- sonar, sem var lengi verzlunar- maður við íslendingafljót í Nýja íslandi, og seinni konu hans, Þór- unnár Eiríksdóttur. Helgi, gift- ur Tryggveigu dóttur T^yggva Arasonar og konu hans Guð- laugar Þorsteinsdóttur, sem búa í Kjalvík í Nýja íslandi. Tryggvefg gekk mentaveginn og var um tíma skólakennari. Helgi stundar smíðavinnu. Helga var jarðsett í Breiðuvík- ur grafreit 15. sept., að viðstöddu fjölda af fólkBbygðarinnar og vin- um og vandamönnum hennar. Jarðarfararathöfnina framkvæmdu prestarnir, séra Jóhann Bjarnason fyrvterandi sóknarprestur hennar mörg ár, og núverandi prestur, séra Sigurður ólafsson. Ekkjumaðurinn og börn þeirrar framliðnu þakka öllum, skyldum og vandalausum fyrir blómagjaf- irnar og sem heiðruðu minning hennar með nærveru sinni við þessa burtfararathöfn hennar. Einnig þakka þau vinum og bygð- arbúum í heild sinni fyrir þær mörgu rausnarlegu gjafir, sem gerðu henni leguna þægilegri, og fyrir velvild og hluttekning í kjör- um hennar í þtessari löngu legu, og heimsóknir henni til skemtunar og alla aðhlynningu henni veitta. J. J. Helga “fagra” hún er nú Hafin yfir jarðlífs þrautir. Dauðans farin feigðarbrú, Fram undan nú skína brautir, Alt er þar sem augað ljær, Yndi, fegurð ljóssins skær. Öll er hennar eymd nú bætt. 4 Eru jarðnesk grædd öll sárin. Tímans alt er umstang hætt, Öll nú þornuð sorgartárin. Eftir heimsins endað stríð, Aftur kemur sælli tíð. Ástvina nú lífs er leið Löng í gegn um táradalinn. Ein er huggun æfiskeið, Áfram líður Jþó sé falinn Tími sá er tíma skil Takmörk hinztu lífsins til. B. J. Hornfjörð. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor, Bank of HamUton Chambers. FRÉTTIR FRÁ HNAUSUM. Þann 8. des. s.l. var okkur und- ef henni kynni að líða þar betur en þar misti hann hana og býr þar nú með börnum sinum. Gróa, gift Sveini Pálmasyni ættuðum úr Húnavatnssýslu, merkum manni af góðri ætt; hann var lærður smiður heima og lagð svo fyrir sig hér smíðavinnu og húsabyggingar í Winnipeg, og þar eiga þau fallegt heimili; þó voru þau eitt tímabil úti á landi, skamt frá Winnipeg Beach, og þar hjá þeim dó Svieinn, faðir Gróu og þeirra systkina. Helga giftist Lýð Jónssyni^ foreldrar hans voru þau Jón Lýðs- son og Sigríður Bjarnadóttir, sem bjuggu að Balkastöðum í Hrúta- firði. Lýður fluttist suður til Borgarfjarðar og komst þar í kynni við þessa fjölskyldu, og fór til þessa lands með Helgu o'g Gróu yngri systur hennar árið 1899, því Ingibjörg 'leldri systir Helgu var búin að brjóta ísinn með að fara hingað nokkru áður, sem varð til þess að öll fjölskyldan flutti hing- að, nema einn hálfbróðir, elztur, Jón Sigurðsson, sem var alinn upp annarsstaðar, og er nú gildur bóndi heima á íslandi, er gáfaður maður og var íim teitt skeið þin!g- maður Mýramanna. iLýður er vel skýr maður og verklaginn og mesti dugnaðar- maður, eins og verk hans sýna á þessu Iandi| er hann tók, þar sem hann hefir rutt og ræktað úr skógi stærðar akur, jafnframt því að koma upp góðum bústofni, til að geta lifað sjálfstæðu lífi, sem þeim líka hepnaðist, því þau voru vel samtaka og höfðu gott bú allan sinn búskap, þar til að veikin tók hana o!g búið varð að eyðast til að borga uppáfallandi kostnað. Og hjá þeim var Þorgerður móðir Helgu, því það var sterkur streng- HUGSUN í STUÐLUM. Sorgin og gleðin oft skiftast á, en gleðin stegir: gott er að fá hvíld, þegar lífið er lamað og þreytt að læknin'g bezta sé því þá veitt. Sorgin er með sinn söknuð og þrá sína ástvini hafa sér hjá, jafnvel þó l£fið sé lasið og þjáð lanigar hana að hafa á því ráð. Á hefir staðið eflaust svo hér með ástvinum hennar, sem farin nú er, að sorgýi og gleðin samblandast þar, þá svift var af byrðinni, sem að hún bar. Ástvina minning er flestum kær, enda þótt tíminn beri’ hana fjær geymist hún lengi í hugsana heim, þó hverfi margt annað burtu frá þeim. Minningin lifir eftir þar ein og ástvinum gefur þá huggunar 'grein, að móðirin börnunum hafi í heim haldið sinni vernd yfir þeim. Og leitt þau inn á lífs fagra braut og látið sitt bezta þeim falla í skaut, svo að þau gætu valið sér veg, því vegferðin oft er margbreyti- leg. Og ekkjumaðurinn aldraði sér auða sætið, því farin hún er sem að það fylti svo langa tíð, saknaðar tilfinning vaknar þá stríð. Ef hann skoðar frá annari hlið, eykst honum hugur að styðja sig við að hún er nú laus við líkamans þraut, enn lifir þó sálin á eilífðar bra,ut, Og eftir máske örlitla stund aftur saman ber þeirra fund, það eykur þá gleði aftur að sjást ölíum sem hérna bundust með ást. Sami J. J. HELGA JONSSON. Fagra eikin fölnuð er. Fyrrum grænu laufin bar hún Vetur bráðum byrja fer, Bíður sumar hinztu dagsbrún. Dæmi mannlífs megum sjá, mörgum stundum lífsins á. irrituðum veitt óvænt heimboð af börnum okkar, að heimili dóttur okkar, Mrs. M. Einars, Árnes, Man. Um klukkan tvö á sunnu- daginn áminstan mánaðardag, vorum við hjónin sótt í bíl og flutt heim á nefndan stað. Eru þá öll börn okkar þar saman komin og fjölskyldur þeirra, er taka okk- ur opnum örmum og leiða okkur inn í hús, siem alt var skreytt með “wedding bells and streamers”, og fórum við þá að skilja tilganginn að þessu boði; fórum við því að leita fyrir okkur aftur í tímann og fundum að þessi dagur mundi vera 35 ára giftingardagur okkar. Ekkert var því annað fyrir en að hlýða ter við vorum tafarlaust sett að borði svo fínu, að við höf um ekki séð annað eins; þó bar af hin stóra og fallega brúðarkaka, sem stóð fyrir framan okkur. Þegar allur skyldmennahópui’- inn var seztur, var byrjað með söng, sem aðalliega var á milli sona okkar tveggja, Þorsteins og Óla; en svo höfðu þeir góða að- stoð, þar sem var Mrs. M. Jónas- son frá Árborg; þau hjón bæði voru viðstödd, ásamt Finnboga föður Mrs. Jónasson, og eru þau feðgini náskyld silfurbrúðurinni, sem þessi stund var ti) minningar um, þó samlieiðin væri orðin lengri en 25 ár.— Vel fanst okkur þessi fámenni hópur fara með íslenzku lögin, enda er það alt í bezta lagi sönghneigt. Við sögðum í byrjun, að börn okkar öll, stem eru hér vestra, hefðu verið viðstödd, en svo var þó ekki, því einn sona okkar, Sum. arliði, gat ekki verið þarna, og þótti öllum viðstöddum fyrir því, því hann var búinn að taka sinn þátt í undirbúningi þessa sam- sætis, en var þennan áminsta dag og nokkurn undanfarinn tíma að vinna á bát úti á Winnipegvatni. Jæja, á meðan söngfólkið tók sér hvíld, stóð Steini sonur okkar upp og ávarpaði okkur foreldra sína, og fórst honum það vel úr hendi, eða svo fanst okkur. En til minningar um stund þessa fanst þeim börnum okkar og frænd- liði, þar þurfa að vera meira ien matur og drykkur og söngur og ræður, svo í ræðulok var okkur afhentur silfurdiskur með glans- andi silfurpeningum á, og kerta- stjakar úr silfri frá börnum okk ar, með logandi kertaljósum, sem áttu að tákna ljós og yl inn á ó förnu leiðina, og það gerir það líka í okkar huga; og með klökku þakklæti í hjarta til barna okkar, sendum við þessar ófullkomnu lín- ur frá okkur til þeirra, sém veittu okkur þessa óvæntu gleðistund. Og sízt ættum við að gleyma að þakka himnaföðurnum hans bless- uðu handleiðslu á okkur og þá stóru gjöf, hvað góð og vel gefin börn við eigum, enda þó við finn- um til þess með stórri hrygð, hvað lítið við gátum þeim í té látið á móts við mörg önnur foreldri. En það var ekki án tára, kæru börn, að við urðum að sjá af ykkur til vandalausra, sum af ykkur á ó- sjálfbjarga aldri. En guði sé lof. að hann hefir sameinað okkur öll aftur og varðveitt í hjörtum ykk- ar ræktarsemi til foreldranna, og við endurtökum þakklæti okkar. Þeim til skýringar, sem þessar línur kunna að lesa, viljum við bæta þessu við, að börn okkar, þau sem gift teru, eru Þorsteinn, Jón- ína og Guðrún; tvö þau fyrnefndu eru búsett skamt frá heimili okk- ar, en Guðrún búsett í Árborg, og eru þau öll vel gift; megum við fyrir það sem annað vera þakk- lát. Sumarliði, elztur af bræðr- unum sem ógiftir eru, keypti land og kom upp heimili fyrir okkur foreldra sína og yngri bræður, og hefir okkur liðið vel í hans um- sjá. Eru nú þeir yngstu þvínær fullorðnir: Ólafur, kallaður eftir Óla Kárdal, er nú sem stendur að fá undirstöðu til söngnáms í Win- nipeg; Finnbogi vinnur við fisk- veiðar á Winnipegvatni, og Páll yngstur er heima. Tvö af börnum okkar eru heima á íslandi; Elínborg. gift, býr í FYRIR FÖLT, MAGURT OG VEIKLAÐ FÓLK. Fólk, sem er fdlleitt, magurt og kraftalítiö gleðst af að heyra um Nuga- Tone—meðalið, sem eykur bióðið og bætir. Petta ágæta meðal losar llkam- ann við óholl efni, sem orsakast af hægðaleysi, sem veldur miklum veik- indum, sem ekki þurfa að eiga sér stað. Nuga-Tone styrkir Hffærin, eykur mat- arlystina, læknar meltingarleysi, eyöir gasi I maganum, læknar nýrna- og blöðruveiki og annað þvílíkt og bætir heilsuna yfirleitt. pegar þú hefir notað Nuga-Tone I nokkra daga, fer þér að líða betur, þú sefur betur og ert sterkari og frískari ig öruggari á morgnana. pú færð Nuga- Tone ailsstaðar þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsöluhús- inu. Reykjavík, og Konráð búsettur o'g giftur bóndi norður í Vatnsdal. þaðan sem við erum ættuð, og voru þau í hugum okkar álla þessa gleðistund. Guðfinna Kárdal. Jón Kárdali “HÉRUMBIL SJÖ ÁR Á EFTIR ÁÆTLUN.” Farþegalest var á ferð eftir járnbraut meðfram sjó í suður- hluta Bandaríkja. Brast þá , á versta veður og skall flóðbylgja inn á landið, braut hleðsluna undir járnbrautinni og stöðvaði lestfna. Svo var flóðið mikið, að fólkinu varð að bjarga á bátum, og komst það á ákvörðunarstað viku eftir að það la!gði á stað. En járnbrautarlestin stóð þarna eftir og hirti enginn um hana, því að menn bjuggust við að sjórinn myncli hirða hana þá og þegar. Járnbrautin var flutt lengra inn á landið, þar sem henni var óhætt fyrir flóðum. Ár liðu. Lestirnar brunuðu fram og aftur eftir nýju járnbrautinni og mönnum gleymdist, að brautin hefði nokkru sinni legið annars staðar. En niður undir sjó stóð gamla járnbrautarlestin alt af. — Sjórinn tók hana ekki, eins o!g menn höfðu búist við, heldur hækkaði sjávarkampurinn alt af og- ströndin færðist lengra út. Nú kom verkfræðingum til hug- ar að reynandi væri að bjarga járnbrautarlestinni gömlu. Hún var enn að mestu leyti óskemd. Var hún nú dubbuð upp, þar sem hún stóð, og síðdn lögð bráða- birgðajárnbraut þaðan til næstu járnbrautarstöðvar. Svo var lest- in öll blómum skreytt o’g sett af stað. Á járnbrautarstöðinni var mikið um dýrðir, þegar lestin kom þangað, og var henni fagnað með kostum og kynjum. En á spjald- inu á stöðinni, þar sem vant er að tilkynna burtför og komur lest- anna, stóð með stórum stöfum: — Hér um bil sjö ár á eftir áætlun. — Lesb. INDÍÁNAR GEYMA 300 ára gamalt herfang. Amerískur fornfræðingur, Art- hur Woodward, hefir nýlega fund- ið í Indíánaþorpinu Oraibi í Mexi- co fjölda af skjöldum, sverðum og brynjum, sem Pueblo-Indíánar hafa tekið herfangi af Spánverj- um fyrir 300 árum. Spánverjar voru þá að lefcgja Mexico undir sig, og árið 1605 stofnuðu þeir borgina Presidio de Santa Fé rétt hjá landamærum Pueblo-Indíána ríkisins. Háðu Indíánar margar orustur við þá, og heríangið hafa þeir síðan geymt sem helgidóma, og notað við andadansa og aðrar trúarsamkomur. Þeir fáu Indíánar, sem enn eru eftir í Pueblo-landinu, geyma gripi þessa vandlefca, og það var fyrir sérstaka náð, að Woodward fékk að sjá þá. En ekki var við það komandi, að hann fengi neitt af gripunum. í öðru þorpi, sem heitir Acamo, fékk hann þó þrjá spánska skjöldu hjá Indíánum. Eru þeir kringlóttir og gerðir úr tvöfaldri nautshúð. Skjaldarmerk. ið spánska er málað á þá með gul- um, rauðum og grænum lit. — HINRIK IBSEN hættir í miðju kafi. “Berlingske Tidende” birta ný- Jega samtal við amtmann og kam- merherra Hoppe á níræðisafmæli hans. Sefcir hann þar frá ýmsu, er á dagana hefir drifið, meðal annars frá því, er hann kyntist Hinrik Ibsen í Rómaborg 1867. — Hinrik Ibsen var ákaflega þögull og einrænn, sagði hann. Um þetta leyti var hann löndum sínum. Norðmönnum, mjög and- vígur. Eg minnist þess, að fund- ur var haldinn í noH’æna félaginu í Róm, og þar átti Hinirk Ibsen að halda ræðu. Hann byrjaði á því, að segja löndum sínum til synd- anna. En er kona hans sá, að hverju fór, leit hún einkennilega á hann, og þá steinþagnaði hann og settist. — Lesb. ZAM-BUK Læknar verki, bólgu og blóðrás af HÆMORRHOIDS (Piles) Ointment 50c. Medicinal Soap 25c. DUSTLESS COALAND COKE Chemically Treated in Our Own Yard Phone 87 308 THREE LINES D.D.W00D & SONS LIMITED Warming Winnipeg Homes Since “82”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.