Lögberg - 28.01.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.01.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FLvii JDAGINN 28. JANÚAR 1932. Bls. 3. ▼ ________________ 9 SOLSKIN Sérstök deild í blaÖinu Fyrir börn og unglinga ÞAKKLATSSEMI. Amerísk smásaga. Það er alkunimgt, að Abraliam Lincoln, Bandaríkjaforáetinn, unni móður sinni hug- ástum. Hann blessaði og beiðraði minn- mgu hennar alla æfi, og þó var hann barn að aldri, aðeins níu ára gamall, þegar móð- irin dó. “Alt á eg það henni að þakka, hvað úr mér hefir orðið, ” sagði hann. Kg ætla nú að segja ykkur söguna af forsetanum og sáralækninum Jóhanni Wilk- ins. Þegar þessi saga gerðist, geysaði jirælastríðið í Bandaríkjunum. Jóhann Wil- kins var ungur læknir og í mjög miklu áliti sem sáralæknir. Særðu hermennirnir vildu sem flestir komast undir lians hendur, er ótti dauðans greip þá — Jóhann var önnum kafinn frá morgni til kvölds. Hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að skrifa móður sinni, vikum og mánuðum sarnan. Nú var komið á annað ár, síðan hann hafði nokkuð af henni frétt. Þegar þessi saga gerðist, var Jóhann læknir við sjúkrahús eitt nærri Washington. Það var komið fram á haust, hríðarveður og dairnrt út að líta. Læknirinn var að ganga á milli sjúkrarúmanna. Þá vindur sér máður inn í herbergið og spyr eftir Wilkins lækni. “Jú, hann er hér, hvað er yður á höndum, maður minn?” spyr læknir. “Eg á, því mið- ur að taka yður fastan og fara með yður til Washington,” svaráði aðkomumaður. Lækn- irinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og segir að liér muni vera um misskilning að ravða. En hcrmaðurinn tekur skjal upp úr vasa sínum og fær lækningum. Nei, þar er ekki um að villast. Bréfið hljóðaði þannig: “Sýnið bréf þetta Jóhanni Wilkins lækni í 4. herdeild, takið hann til fanga og færið hann hingað tafarlaust”. A. Lincoln. Jóhann læknir fölnaði upp. “Hvernig víkur þessu við,” sagði hann. — “Það er mér ókunnugt um,” svaraði sendimaður þurlega. “En nú verðum við að leggja af stað sam- stundis.” Læknirinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. A leiðinni til Washington liugsar liann mál sitt. Yfirsjónir hafði hann að sjálfsögðu drýgt, en hvorki fléiri né stærri en aðrir ungir menn. Hann áíti bágt með að trúa því, að nokkur af þessum smásyndum hefði kom- ist forsetanum til eyrna, né að hann liefði tekið hart á þeim, þó svo ólíklega hefði til tekist. Nei, þetta var alt gersanrlega óskilj- anlegt. Læknirin var í lialdi um nóttina, en næsta dag var hann leiddur fyrir forsetann. — “Eiuð þér Jóhann Wilkins?” spyr forseti. — “Já, lierra forseti.” — “Hvaðan eruð þér ættaður?” — “Frá Brekku í Ohio.” — “Eigið þér nokkra nákomna ættingja á lífi?” — “Af nákomnum ættingjum er enginn nema móðir mín á lífi.” — :‘Ekki nema móðir! Jæja, ungi maður, og livernig líður svo móð- ur yðar?” — “Ja, sannast að segja, þá veit eg það ekki,” stamaði Jóhann. — “Þér vitið það ekki,” þrumaði Linooln, “og hverju gegnir það, að þér vitið ekki hvernig móður yðar líður?” — “Ef satt skal segja,” svar- aði læknirinn, “þá hefi eg ekki skrifað henni lengi, og eg býst helzt við, að hún viti ekki hvar eg er niður kominn. ” Það var dauðaþögn í herberginu. — Með þrumandi rödd rauf forsetinn þögnina og eidur brann úr augum hans. “Eg liefi feng- ið bréf frá móður yðar,” sagði hann, “liún lieldur að þér séuð dauður og biður mig að iinna gröf yðar. Hvað kemur til, að ])ér haf- :ð farið þannig að ráði yðar? Var móðir yð- ar, ef til vill, ekki þess verð, að þér sýnduð henni ástúð og trygð, þess eru dæmi, því miður. Svarið mér, ungi maður.” — “Eng- an veginn, herra forseti. Móðir mín er sú bizta kona, sem eg hefi nokkurn tíma á æfi minni þekt.” Forsetinn stundi við. “Og þó finst yður ])að ekki ómaksins vert að sýna henni þakk- látssemi yðar með því að skrifa henni línu við og við og láta hana vita hvernig yður líð- ur. — Hver styrkti yður til náms. Hver greiddi götu yðar gegn um lífið? Gerði faðir \ðar það?” — “Nei, faðir minn var fátækur sveitaprestur, sem lét litlar eigur eftir sig. Hóðir mín styrkti mig til náms, en annars yann eg að mestu fyrir mat mínum á náms- arunum.” — “En hvemig fór móðir vðar að þvi að útvega peningana?” spurði forsetinn. 7“ Læknirinn varð að skrifta. “Hún seldi ymsa gamla muni, sem hún átti, úrið lians loður míns, gömlu silfurkönnuna, rauðavið- arskápinn, silfurljósastjakann—, flest voru ]>að forngripir, lítils nýtir, nema fyrir forn- giipasöfn. ” Það var ])ögn í herberginu I um stund. Forsetinn horfði með kuldalegu augnaráði á læknirinn unga, það sveið undan tilliti liins mikla manns. “Heimskingi,” þrumaði Linooln, “van- ])akkláti sonur, ])ú kallar dýrgripi móður þinnar, ættargripina, óþarfa-þing, sem séu bezt géymdir í söfnum. Svei, þessum hugs- unarhætti!” — Læknirinn stokkroðnaði, en stilti sig vel. Forsetinn spratt á fætur og benfi á skrif- borð sitt og sagði: “Komið hingað, setjist niður, og skrifið samstundis móður yðar til-.”r-— Hér var ekkert undanfæri. Læknir- inn settist í stól forseta og skrifaði móður sinni. Bréfið var slitrótt, því ávítur og lít- ilsvjrðing gerir mann ekki vel hæfan til bréfaskrifta. Forsetinn skálmaði fram og aftur um gólfið, meðan læknirinn skrifaði og leit við og við á bréfið yfr öxl luvns. “Skrifið þér og við á bréfið yfir öxl hans. “Skrifið þér koma því til skila.” Svo bætti hann við í al- varlegum róm: “Svo gætið þér þess, Jóhann Wilkins, “ að skrifa móðuV yðar vikulega méðan þér eruð við þessa herdeild; ef eg kemst að því, að þér óhlýðnist þeirri skipun, set eg yður undir herrétt.” Jóhann stóð upp,'fékk forseta bréfið og beið skipunar. Forsetinn gekk enn um gólf. Hann nam staðar við gluggann og horfði út um stund. Loks sneri hann sér við og segir ldýlega: “Ungi maður, munið það, að ]>að er ekkert göfugra til í fari mannsins en þakk látssemin. En á hinn bóginn er heldur ekk- ert til eins ódrengilegt í fari nokkurs manns eins og vanþakklætið. — Hundarnir gleyma ekki velgerðum, þe.ir eru þakklátir fyrir vin- gjarnleg orð og atlot. Að mínum dómi er hinn almenni þakkardagur þjóðarinnar mesti hátíðisdagurinn á árinu. “Góðr.i móður eigum við næst Guði að þakká og því ætti þakkardagurinn að vera vígður minningu mæðranna næst Guði.” Linooln þagði um stuiul, sneri sér aftur að glugganum og horfði út. Það var kulda- legt út að líta, snjór yfir öllu og frosthart. “Ekkert er jafn nístandi kalt og van- þakklætið,” sagði hann við sjálfan sig. Hann rétti Jóhanni höndina, báðir voru hljóðir um stund. “Þér megið fara, drengur minn, lifið vel,” sagði forsetinn. Jóhann gekk upp strætið eins og í leiðslu, hann var bæði hryggur og reiður. Tveir liermenn komu ríðandi á móti hon- um, fóru af baki við gistihúsið og gengu inn. Jóhanni fanst hann þekkjá hestinn, sem ann- ar maðurinn reið. Gráni kamraði í áttina til hans og virtist þekkjá hann líka og nuddaði hausnum upp við hann. Gat það verið, að “Pílagrímur”, gamli vinur, væri þarna kom- inn? Jú, örið á makkanum sagÖi til sín. Jó- hann tók um háls hestsins og gat ekki tára bundist. — Fólkið, sem gekk um götuna, liorfði undrandi á, en flýtti sér fram hjá, það voru svo margjr sem grétu í Washington . í þá daga. — Þegar heimaðurinn, sem átti hestinn, kom út aftur, segir læknirinn: “Mig langar til að fá þennan hest keyptun, herra liðsforingi. ” — “Jæja,” sagði hermaður- inn hlæjandi, “eg lield, sannast að segja, að ])að sé einhver svipur með ykkur.” — “Lof- ið mér að segja yður sögu hestsins, eg skal ekki tefja yður lengi. Nafn m,itt er Jóhann Wilkins læknir við 4. herdeild.” — “Já, eg ]>ekki yður af afspurn og snilli vðar, “svar- aði hermaðurinn. Hvernig er svo sagan?” “Móðir mín átti hestinn, en seldi hann, þegar eg var við nám, svo að eg gæti haldið áfram. Nú langar mig til að kaupa hann aft- ur og færa henni hann sjálfur, eg hefi spar- að mér saman dálítið fé.” “Já, blessaðir, takið hestinn, þér skuluð fá hann fyrir það, sem eg gaf fvrir hann. Segið móður yðar frá mér, að eg vildi óska, að móðir mín væri á lífi, svo eg gæti sýnt henni einhvern þakklætisvott. Vegna minn- ingarinnar um hana, geri eg yður nú þennan greiða.” — “Þakka vður kærlega fyrir, herra minn.” Viku seinna var Jóhann læknir kominn á leiðLs til heimkynna sinna. Hann tekur járnbrautarlest svo langt sem hann komst inn í landið, flóabáturinn, sem gekk upp eftir ánni, var hættur að * ganga. Hann tekur “Pílagrím” út úr flutningsvagninum og ríð- ur síðustu mflurnar. Enn einu sinni blasir Ohiodalurinn við sjónum hans. Honum finst hann sjá hæðirnar í fyrsta sinn, og þó hefir hann mörgum sinnum áður farið þessa sömu leið. Hann man vel eftir síðustu ferð sinni á þessum slóðum. Það var þegar hann reið með föður sínum um sóknina í húsvitj- unarferð. Þetta var í fyrsta skifti, síðan hann átti tal við Linooln forseta, að honum hafði komið faðirjnn í hug. Hin nývaknaða PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 2—3 Heimill 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnípeg, Manitoba Drs. H.R.& H.W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TPUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 ' WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. tilenekur Kofræðinour Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medlcal Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON TannlœknW 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfræOinoar & öðru gólfi 325 MAIN STREET Talsími: 24 963 Hafa einnlg skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuðl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. A. V. JOHNSON tslenzkur TannlæknW 212 CUHRY BLDG, WINNIFEG Gegnt pósthúsinu Slmi: 23 742 Heimilis: 33 328 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrlfst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aS hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allcir útbúnaBur tó beati Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarSa og legstelna. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 58 302 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (HarV.) íslenzkur lögmaður 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimlli: 403 675 Winnipeg, Man. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fnsteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fölks. Selur eldtóbyrgð og blf- reiSa ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspufnum svaraB samstundls. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lðgfrœöingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Maln St. gegnt City Hall Phone 24 587 * DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstakiega kvenna og barna sjúkdðma. Er aS hitta frft ki. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 605 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone 24171 E. G. Baldwinson, LL.B. fslenzkur lögfrœOingur 808 PARIS BLDG, WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viStals kL 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON NuddlœknW 91 FURBY ST. Phone: 36 137 Viðtalstími klukkan 8 til 9 að morgninum J. J. SWANSON & CO. LIMITl'D 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgð af öllu tagi, Phone: 26 349 þakklátssemi lians hafði að þessu eingöngu verið bundin við móðurina. Atti hann föður sínum ekkert að þakka? Það þurfti þrek og stillingu til að tjarga lífinu í hermennina eins og þeir komu út- leiknir.frá vígvellinum. Það þurfti dugnað og viljafestu til að komast áfram, bláfátækur, við háskólanámið. Hvaðan kom lionum sá kjai kur og sú skap- festa? Hann rifjaði enn einu sinni upp fyrir sér ferðirnar með föðurnum, er liann fór milU safnaðanna í Vestur-Virginíu. Prestsþjón- ustan var erfið' og margt við að stríða, en jafnan gat faðirinn greitt úr vandræðum sóknarbarna sinna. Um sólarlag náði Jóhann heim að Brekku til móður sinnar. Gamla konan sá til lians út um gluggann sinn, þekti brátt bæði liest og riddara og hljóp út til móts við son sinn. Jóhann kastaði sér um háls móður sinnar og grét eins og barn: “Góða móðir mín, fyrir- gefðu mér Eg hugsaði ekki út í.. . . Eg skildi ekki .. . .” Margir synir og margar dætur hafa, bæði fvr og síðar, farið að líkt og þessi ungi mað- ur. Og svo mun enn verða, Guði sé lof, með- an kærleikur og þakklátsemi eru við líði í heiininum. B Æ N IN . Er mig dauðans myrkrið sækir svarta, kendu mér að tala rétt við þig; þá eg veit, að viltu æ mig styðja, vera ljós á mínum æfistig. Margt er það, sem hefi ég í hjarta: lieita von og marga dulda þrá; alt það vil eg leiða’ í ljós þitt bjarta, lífsins Guð, að ráð þér fái’ eg hjá. Kendu mér að kvaka’ í raunum mínum, kramin sál að liuggun fái skjótt. Grátið ef eg fæ í faðmi þínum, fagra sól eg lít um miðja nótt. Kendu mér að þakka þér af hjarta, }>egar gleðisólin björt mér skín. Gæri, faðir, kendu mér að biðja, síðsta stunan leiti upp til þín. — Fr. Fr. BARNAII V Ö T Við skulum koma á kreik, koma út á hól, og fara í lítinn leik, með lífi og sól. Leikföng eg legg til hálf, legg þú fram þín. Guðs börn, og gleðjn sjálf, gull eru mín. Vinnir þú vel, þess til, veit eg að mín, gleði og gamanspil gull verða þín. Guð hefir geimnum í gull handa mér, hjartanu lielg og ný, livar sem eg fer. Giuhnundur Stefánsson. Leslie, Sask. S T Ö K U R. Sveitin a. Ef kjósa má eg kýs mér þá í fjalldal bústað fá, þars engjar frjóvgar lítil, logntær á, en lækir eins og silfurþræðir gljá í bjarka brekkum há, í blóma 'lautum smá. Br. J. Sveitin b. Fögur er sveitin, frjást er þar að búa, framtak og göfgi þar vel dafna kann. Þeim einum holt er hennar bygð að flúa hégómadýrð og kveifarskap sem ann! Vaxandi þroskun í dáðum og dygðum, drengskap og trygðum, sveitin blómgar, man linn gjörir mann. Br. J. —Unga ísland.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.