Lögberg - 24.03.1932, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.03.1932, Blaðsíða 8
r Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MARZ 1932. RobmtlHood FI/ClUR Brauð úr Robin Hood mjöli, er bezti vinur verkamannsins ■nii Iima ÚR BÆNUM ‘Heklu’’ fundur í kvöld. Mr. Arnljótur B. Olson var staddur í borlginni á laugardag- inn. Dr. Tweed tannlæknir, verður staddur í Árborg á miðvikudaginn þann 30. og fimtudaginn þann 31. þ.m. Þetta eru íslendingar í því umhverfi vinsamlegast beðnir að taka til greina. Stúkan “Liberty” heldur tom- bólu og dans miðvikudagskveldið hinn 6. apríl. Nánar aulglýst ^ næsta blaði. Páskamessur í Argyle presta- kalli: Baldur, kl. 8 f. h.; Brú, kl. 11 f. h.; Grund, kl. 2 e. h.; Glen- boro, kl. 7. síðd. Blóm fyrir páskana EASTER LILIES, CUT OR IN POTS, ROSE BUSHES, HYD- RANGEAS, ALL CUT FLOW- ERS. Verð lægra en niðri í bæ. Sargent Florists 678 SAROENT AVE. (Við Victor) Sími 35 676 Séra Egill H. Fáfnis var stadd- ur í borginni á föstudaginn. Mr. J. K. Olafson, ríkisþingmað- ur, frá Gardar, N. D., var staddur í borginni á föstudaginn. , Prófessor Richard Beck, 'frá Grand Forks, N. D., Var staddur í borginni um fyrri helgi. Móðir hans, frú Vigfúsína Beck, fór með honum, og ætlar hún að vera hjá syni sínum fyrst um sinn. Hinn 12. þ. m. andaðist á King George spitalanum hér í borginni, Guðrún Thorarinson, sjötug að aldri. Hún var ættuð úr Þing- eyjarsýslu. Hafði verið hér á landi síðan 1890. Mrs. H. J. Lindal, kom til borg- arinnar síðastliðinn þriðjudags- morgun, ásamt börnum sínum eftir því nær ársdvöl suður í Bandaríkjum. Næsti fundur í stúkunni Skuld verður haldinn á þriðjudagskveld- ið þann 29. þ.m., í staðinn fyrir þann 31., eins o!g auglýst hafði verið. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar selur kaffi í samkomusal kirkjunn- r, eftir fyrirlestur prófessors Nor- dals á miðvikudagskveldið í næstu viku. Guðsþjónusta er ákveðin í ís- lenzku kirkjunni í Langruth, Man., á páskalaginn, kl. 2 e. h. Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar. Allir velkomnir. Jarðarför frú Sigríðar Björn- son fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á föstudagrnn, hinn 18. þ. m. Var þar svo mikill mannfjöldi saman kominn, að ekki nærri allir sem komu, gátu fengið sæti í kirkjunni. Sýnir það meðal ann- ars, vinsældir þessarar ágætis konu. Dr. Björn B. Jónsson jarð- söng. Gjafir til Betel. J. og P. Hjálmsson, Markerville, Alta ...... $10.00 Frá Degree of Honor, Gardar, Lodge 21, til minningar um Þórunni Jóhannesson, kæra félagssystur, látna síðastliðið haust. ................... 5.00 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 MeDermot Ave., Wpg. Fyrirlestur um efnið “Icelandic Contribution to Canadian (Life”, flutti dr. Björn B. Jónsson í félagi því hér í borg, er sig nefnir “SocL al Workers’ Club”, á mánudags- kvöldið var. Á samkomu þeirri söng o!g frú Sigríður Olson ís- j lenzk þjóðlög, en ungfrú Elinor j Henrickson lék undir á hljóðfæri. IVoru þær báðar klæddar íslenzk- ^ um skrautbúningi. JOHN GRAW Fyrsta ilokks klæðskeri AfgreiOsla fyrir öllu Hér njðta peningar yðar sln að fullu. Phone 27 0,73 218 McDERMOT AVE, Winnipeg, Man. Söngflokkur Fyrsta lút. safnað- ar er að undirbúa söngskemtun, sem haldin verður í kirkjunni í næsta mánuði líklega hinn 12. apríl. Verður sérlega vel til henn- ar vandað. Séra N. S- Thorlaksson var staddur í borginni miðvikudaginn í síðustu viku. Kom hann til að vera við jarðarför Thorsteins bróður síns, sem fram fór þann dag. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum, í Gimli prestakalli, í hönd faranc^ messudalga, og á þeim tíma dags, er hér segir: Föstudaginn langa. í Betel kl. 9.30 f.h., og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. — Páskadaginn, í Betel kl. 9.30 f.h. í kirkju Árnessafnaðar kl. 2 e. h. og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. Mælst er til að fólk fjöl- menni. Þakkarávarp. Öllum þeim, er sýndu okkur sam- úð og hluttekningu með hlýleika sínum, blómagjöfum, eða vottuðu okkur kærleika sinn á einn eða annan hátt, við hið sorglega frá- fall okkar elskaða eiginmanns, sonar og bróður, Björigvins Kjart- ansonar, vottum við okkar hjart- ans þakklæti og biðjum guð að launa. Mrs. Margrét Kjartansson. Mr. og Mrs. Gunnnar Kjartansson og systkini hins látna. CHICKS - VerB vort á. ekta Pure Bred Chicks er l&gt. Hvlt Leghorns, 100—$8.00. Barred Rocks, $10. At5rar teg- undlr, $12. Skýrteini framleiC- L anda meS pöntun. Pantiö 30 dögum á undan sending, pen- i ingar fylgi, eöa skrifiö eftlr 56 bls. veröskrá. 100% Á ábyrgst lifandi til viötakanda. HAMBLEY ELECTRIC-HATCHERIES LIMITED " WINNIPEG/ ^REGINA SASKATOON CALGARY^ EDMONTON VANCOUVER ■ Ouf Nciitil H*tch«ry will »«fv« you b«»» m—mm FYRIRLESTRAR Prófessor Sigurðar Nordal Sem kunnugt mun vera flestum íslendingum hér um slóðir, er Dr. Sigurður Nordal, kennari í íslenzkum bók- mentum, málfræði og menningarsögu við háskóla íslands, væntanlegur hingað til borgar upp úrpáskum. Hann hefir hér að eins stutta viðdvöl, verða því ferðalög hans mjög takmörkuð. En dagana, sem 1iann stendur hér við, flytur hann fyrirlestra á þessum stöðum o!g tíma: WINNEPEG: í Fyrstu lút. kirkju miðvikud. 30. marz. ÁRBORG: í kirkju Sambandssafnaðar fimtud. 30. marz. GIMLI: í Parish Hall, laugardaginn 2. apríl. Samkomurnar byrja: Winnipeg kl. 8 e. h.; Árborg, kl. 9 e. h.; Gimli kl. 8.30 e. h. Inngangur 50c. á öllum þessum stöðum. Efni fyrirlestursins, er fluttur verður hér í bænum: i ‘ISLENZKUR SKÁLDSKAPUR”. Aðgöngumiðar að Winnipeg samkomunni verða til sölu í öllum íslenzkum verzlunum hér í bæ og á íslenzku prent- smiðjunum. Fólk gerði rétt í því, að trýggja sér sem fyrst aðgöngummiða, er veitir því forgangsrétt að sætum, því búast má við miklum þrengslum. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins. MCfURDY CUPPLY pO. I TD. \s Bnilders’ U Supplies V/and JLj Coal WEST END BRANCH G79 SARGENT AVENUE Phone 24 600 H. TIIMMER, Jfágr. —%es. 29 035 Special in WOOD All Number ONE SLABS—TAMARAC—PINE—BIRCH Per Ton Saunders Creek .... 14*50 Foothills Lump .... 13*50 Dominion Lump . • 6.00 And the Best oC Drumheller Koppers Coke [Stove] 14*50 yln Honest Tjon for yln Honest Rrice Miðvikudaginn, 2. marz, andað- ist að heimili sínu í Transcona, Man., Friðlundur (Frederick) Johnson, 45 ára að aldri. Bana- meinið var innvortis meinsemd. Hafði hann kent sjúkdómsins um nokkurt skeið, en lá rúmfastur svo sem mánaðartíma. Hann var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinssyni, laugardalginn 5. marz. Var fjölmenn útfararat- höfn haldin í útfararstofu Bar- dals á Sherbrooke St. Friðlundur var fæddur í Win- nipeg 22. okt. 1887. Hann var son- ur hjónanna Boga B. Jónssonar og Unu Jónsdóttur, er bæði voru ætt- uð af Norðurlandi á Islandi. Frið- lundur var kvæntur Sæunni dótt- ur þeirra hjónanna, Kristjáns og Guðríðar Eyford, síðast í Piney, bæði nú dáin. Friðlundur og Sæ- unn eignuðust sex börn, af þeim eru fjögur á lífi: Franklin, Edith, Margrét og Lillian. Auk þeirra skilur hann eftir eina alsystur: Mrs. A. Beardsley, í Norwood, Man., oð fjögur hálfsystkin, börn móður hans og seinni manns hennar, Sigurðar Malgnússonar í Piney: Mrs. Sigríði Norman, að Piney; Björn, kvæntan hérlendri konu, í PineyJbygð; Magnús, kvæntan Helgu (Thorvaldson), í Flin Flon, og Mrs. Kristínu Clark, einnig í Flin Flon. Friðlundur var góðum hæfileik- um gæddur og vel Iiðinn meðal allra, sem þektu hann. Snemma fór hann að vinna fyrir sér. Lærði hann ungur þá atvinuu, er hann stundaði ávalt síðan, eimleiðslu- smíði. Vann hann átta ár við þing- hús Manitoba-fylkis, en síðustu átta árin vann hann í verksmiðj- um Canadian National félagsins í Transcona og hafði þar yfir all- mörlgum mönnum að ráða. Frið- lundur ávann sér traust og virð- ingu manna, var drengur hinn bezti og vinfastur, ágætur eigin- maður og heimilisfaðir. Drengurinn sem slasaðiál (Guðbjörn Jóhannesson) SAMSKOT: Áður auguýst .... $648.25 » , f Mrs. James McAfee, Box 2, Hughtm, Sask.....2.00 Miss Thorey Olafson, Ste. 11, Asquith Apts, Wpg. 3.00 Mr. Sigfus Palson, San Diego, Cilifornia .....;. 5.00 $65825 Kærar þakkir. The Columbia Press, Ltd. I FRANK’S | Fruit and Confectionery 1Í 687 SARGENT AVE. (Cor. Victor) Beztu kjörkaup til páskanna á ávöxtum allra tegunda, vindlum, vindlingum ' og og öllu hugsanlegu sælgæti. Vörur sendar samátundis heim. SÍMI: 25 406 = FUNDARBOÐ Forstöðunefnd rjómabúsins, The North Star Creamery, Arborg, hefir gengist fyrir því, að kalla búnaðarfund, sem haldinn verður í Arborg Hall, hinn 29. marz, kl. 2 e. h. Capt. R. S. Tallock verður þar viðstaddur til að hefja um- ræður um það, hvaða gildi það hefir, að prófa mjólkurkýr og hvernig beri að fóðra þær. Það er búist vð, að Dr. M. T. Lewis, dýralæknir fylkisins, verði þar einnig og flytjí erindi um algenga sjúkdóma á gripum, og hvernig með þá skuli fara. Enn fremur verður búnaðarfulltrúi þessa hér- aðs, D. C. Foster frá Teuion, á fundinum og talar um fram- leiðslu skepnufóðurs og hina nýju aðferð, búnaðardeilda sambandsstjómarinnar og fylkisstjórnarinnar, viðvíkjandi úthlutun á smárafræi og grasfræi. Allir velkomnir. Ókeypis kaffiveitingar. Greiðið sjálfum yður og öðrum veg, með því að senda RJÓMA YÐAR sameignarleiðina beint til Manitoba Co-operative Dairies Limited WINNIPEG, MAN. f f f Mikilvœgur samsöngur Þrír söngflokkar, Söngflokkur Gyðinga, Ukraníu- manna og Karlakór íslendinga í Winnipeg, syngja í PLAYHOUSE THEATRE Sunnudagskvöldið þann 3. apríl næstkomandi, klukkan 8.30. ÁgóÖa varið til styrktar I. L. Peretz School f f ♦;♦ Athygli! Athygli! Þegar hart er t ári, sitja þeir venjulegast fyrir atvinnu, er mesta sérþekkingu hafa. Verzlunarskólamentun, er ein sú hagkvcemasla mentun og notadrýgsta, sem ein- staklingum þjóðfélagsins getur hlotnast. Nú þegar fást á skrifstofu Columbia Press Ltd., Scholarships við tvo fullkomnustu verslunarskóla Vest- urlandsins, með afar miklum afslætti. Leitið upplýs- inga bréflega eða munnlega. Fyrirspurnum svarað sam- stundis. Thos. Scorer ELECTRIC Electrical Contractors. 621 Portage Ave. Hafa í þjónustu sinni Mr. Jockum Ásgeirsson raffræð- ing, er heima á að 183 Home Street. Sími 36 763. Allar tegundir vírleiðslu og aðgerða fljótt og vel af hendi leystar. Phone 71 938 Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stilla PLANOS og ORGANS HeimiJi 594 Alverstone St. Simi 38 345 VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARL0R í Mundy’s Barber Shop, Portage Avenue, næst við Harman’s Drug Store, Cor. Sherbrooke og Portage Ave. Sími: 37 468. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTELNSON íslenska matsöluhúsið par aem lslen<3Ingar I Winnlpeg og utanbæjarmenr. íá aér máltiCir og kaffi. Pönnultökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Simi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandi. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiölega um alt, sem aö flutningum lýtur, smáum eöa stór- um. Hvergi sanngjarnara verö. He4mili: 762 VICTOR STREET Siml: 24 500 Símið pantanir yðar ROBERTS DRUG STORE’S Ltd. Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks Afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 0Ö7 FIN GURB YLGJUÐ HAR- KRULLUN og ALLSKONAR ANDLITSFEGRUN að 512 Victor St. Sími 31145 (Skamt frá F. lút. kirkju) Ábyrgst afgreiðsla og sann- gjamt verð. Guðný og Ásta Einarsson D R. G . L. FRIZELL Tccnnlœknir Phone 80 761 Evenings by Appolntment 214-15 PHOENIX BLOCK Winnipeg, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg MOORE’S TAXI LTD. 28 333 Leigið bila og keyrið sjálfir. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Drögum biia og geymum. Allar abgerðir og ókeypis hemilprófun. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.