Lögberg - 07.04.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.04.1932, Blaðsíða 1
i PHONE: 86 311 Seven Lines t Lrrtá &8&g& For Service and Satisfaction 45. ARGA.NGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. APRÍL 1932 NUMER 14 Enn í myrkrinu Deilur þeirra Bandaríkja Senat- oranna, Harrison, democrat, og Smoot, republican, sem eru feður núgildandi tolllaga, sýna, að hinn síðarnefndi trúir því staðfastlega, að það sé ekkert að athuga við innflutningstollana annað en það, að þeir séu ekki nógu háir. Smoot senator segir, að fjárkreppan í Bandaríkjunum stafi af því, að aðrar þjóðir megni ekki að kaupa það sem fólkið í Bandaríkjunum framleiðir. Þetta er nákvæmlega rétt. Orsök f járkreppunnar er alstaðar sú, að viðskiftin milli þjóðanna hafa minkað. En það, sem fyrst og fremst hefir dregið úr viðskiftunum og gert þau ó- mögulejg, eru hinir síhsékkandi innflutningstollar. Nafn Smootg sentors mun jafn- an verða nátengt við f járkreppuna, því hagfræðingar eru nú nokkurn veginn á einu máli um það, að síð- asta tollhækkunin í Bandaríkjun- um, hafi til þess orðið að koma í veg fyrir almenna tolllækkun í Evrópu, sem Þjóðbandalagið gekst fyrir, og jafnframt vakið upp þá hagfræðilegu ófreskju, sem er nærri búin að gleypa mannkynið. Smoot heldur fast við trú sína á hátollastefnuna; þó margir flokks- menn hans hafi nú fallið frá henni. Hvað lengi þarf það ástand. sem nú er, að vara, þangað til Smoot seaator getur skilið það, að önnur lönd eru hætt að kaupa vörur frá Bandaríkjunum, og gera það ekki nema því að eins að þau kaupi aftur vörur af þeim? Framtíðar velferð þjóðanna, efnaleg og félagsleg, hvílir ef til vill á því, hve fljótt er hægt að koma stjórnum í skilning um það, að sú hulgmynd, að ein þjóð geti orðið auðug á því að selja öðrum þjóðum án þess að kaupa af þeim, hefir verið þrautreynd, en alveg mishepnast. Stjórnirnar verða að sjá yfirsjónir sínar og skifta um stefnu. Það er beizkt meðál, en það verður ekki komist hjá því að taka það inn, ef sjúklingurinn á að læknast. — Þýtt úr Free Press. Bretar hafa tekjuafgang Fjármáladeild brezku stjórnar- innar hefir látið þess getið, að á fjárhagsárinu 1931-32 verði tekjur stjórnarinnar ekki aðeins nógu miklar til að mæta útgjöld- unum, heldur tekjuafgangur, sem nemur 364,000 sterlingspundum. Er þessi tekjuafgan'gur eftir að stórkostlegar áfallnar skuldir hafa verið borgaðar. Eru tekjur allar á árinu 770,963,000 pund, en útgjöldin 770,599,000. Eru þetta afleiðingarnar af ráðstöfunum þeim, sem stjórnin gerði í sept ember í haust til að bæta fjárhag ríkisins og koma viðskiftalífinu aftur í betra horf. Aðallega hef- ir fjárhagur ríkisins verið bætt- ur með hærri sköttum. Hlýjasti Febrúar. Febrúarmánuður í ár, er sá hlýj- asti febrúar, sem hér hefir komið síðan veðurathuganir hófust hér í Reykjavík fyrir 60 árum. Fyrsta athugana árið 1872, var febrúar sérlega hlýr, með meðalhita 3.0 gr. En næsthlýjasti febr. var hér ár- ið 1929. Þá var meðalhitinn 3.3 gr. í ár var meðalhitinn í febrúar 5.3 gr., eða tveim gráðum hærri, en fyrra hámark. Meðalhitinn í febr- úar undanfarin 60 ár hér í Reykja- vík hefir verið -í- 0.5 gr., en kald- asti febrúarmán. var árið 1885, þá var meðalhitinn -f- 5.2 gr. Með- alhitastig maímánaðar hér í Rvík er 6.0 gr. Þannig hefir hitastig febrúar í ár nálgast meðalhita í maí. — Mgbl. Prófessor Nordal í Winnipeg ÚR BÆNUM Part of the gallery watching the final battle on the 25th green at Colwood course, Victoria, B.C., when Bill Pomeroy, youthful club-swinger played to the E. W. Beatty championship trophy in the Empress mid- winter golf tournament. (Inset) Left, Billy Pomeroy: right, Miss Laura Audain, Colwood, who showed championship quality in downing Mrs. Forbes Sayward-Wilson of Victoria, city champion, to win the E. W. Beatty championship cup. Mrs. Lindal kosin forseti Konur í Winnipeg og grendinni, sem hallast að frjálslyndu-fram- sóknarstefnunni í stjórnmálum, hafa stofnað félag með sér, sem þær nefna Red River Club. Mun það vera tilgangur félagsins, að kynna sér sem vandlegast opin- ber mál þessa lands, en sérstak- lega málefni Manitobafylkis, og ætla konurnar að láta sinna góðu áhrifa þar gæta sem mest og bezt. íslenzk kona, Mrs. W. J. Lindal, hefir verið kosin fyrsti forseti fé- lags þessa. Spáir það góðu um starfsemi félagsins, því enginn, sem nokkuð þekkir til Mrs. Lindal, efast um hennar ágætu hæfi- leika. Varð hundrað og tveggja ára Nýdáinn er í Montreal, Rev. James Patterson, D. D., hundrað og tveggja ára að aldri, fæddur á Skotlandi 1830, en kom til Canada 1857. Hann hætti prestsskap 1917, þegar hann var 87 ára, en fylgdist þó alt af vandlega með kirkju- málum. Men’s Club FORNLEIFAFUNDUR í FRAKKLANDI. Herman Wrangel greifi, fyrver andi utanríkisráðherra iSvía, er nú búsettur í héraðinu Gironde í suðvestanverðu Frakklandi. — Hefir hann í landareign sinni fundið mjög merkilegar fornleif- ar, gröf frá steinöld og rústir af rómversku höfðingjasetri. Gröfin er 22 metrar á lengd og 15 metrar á breidd. Eru þar nokkr- ar fáséðar steinaristur. í gröf- inni voru tvær stórar steinkistur. í annari þeirra fundust tíu beina- grindur, vel smíðaðar sverðskeið- ar úr látúni, örvarbroddar úr tinnu og mörg merkileg brot úr leirkerum. í hinni kistunni fanst, auk beinagrinda, tönn úr villigelti, sem sennilega hefir verið talin verndargripur. Rómverska höfðingjasetrið ætla menn að sé frá dögum Antonius Plus keisara, frá miðri annari öld. Um tuttugu herbergi hafa verið grafin þar upp, og hefir fundist þar mikið af munum úr gleri og marmara, verkfærum og fornum myntum. Einkennilegt er það, að svo er að sjá, sem rómverski höfðinginn, sem þarna átti heima, hafi safnað forngripum, því að þarna fundust fjölda margir grip- ir frá steinöld, og hafa þeir senni- lega verið teknir úr gröfinni, sem er skamt þaðan. — Lesb. Félag þetta hélt samsæti í sam komusal Fyrstu lútersku kirkju á föstudagskveldið í síðustu viku. Það var að því leyti frábrugðið fyrri samkvæmum félagsins, að þarna voru all-margir ungir menn, sem voru gestir eldri mann- anna, sem klúbbnum tilheyra. Skemtu nokkrir þeirra með sam- stiltum hljóðfæraslætti. Einnig var samsætið frábrugðið að því leyti, að ræðumennirnir voru þrír í þetta sinn, en vanalega er aðeins eitt erindi flutt. Forseti klúbbs- ins, Mr. J. G. Jóhannsson, skipaði forsæti og stjórnaði samsætinu. Séra Rúnólfur Marteinsson tók fyrstur til máls og talaði um fyrstu ár Fyrsta lúterska safnað- ar í Winnipeg, og sagði frá ýms- um af sínum eigin endurminning- um, í sambandi við söfnuðinn, eftir að hann kom frá Islandi. Erindi hans var stutt, en fróðlegt engu að síður, og áheyrilegt. Mr. J. A. Blöndal talaði um fé- lagslíf íslendinga í Wjnnipeg á fyrstu árum þeirra hér,—“á yngri árum, þá engin sorg var til, og allir áttu ekkert, og alt gekk þeim í vil”, eins og K. N. segir. Mr. Blöndal kann frá mörgu að segja frá þeim árum, sem þess er vel vert að væri haldið til haga. Ræða Mr. Blöndals var hin skemtileg- asta og kunnum vér ekkert út á ; hana að setja, annað en það, að hún var ekki nærri nógu löng, sem vafalaust kom til af því, að tím- inn var svo takmarkaður. Vér hefð um gjarnan viljað heyra hann segja miklu meira af félagslífi ís- lendinga í Winnipeg á þeirra fyrri árum hér. Þá talaði Mr. F. Thordarson um íþróttalíf íslendinga hgr í gamla daga. Var erindi hans nokkuð lengra, en hin fyrri, og vel til þess vandað. Hafði hann gert sér far um að draga þar saman mikið efni í stutt erindi, en jafnframt að gera það skemtilegt og áheyri- legt. Loks talaði Mr. Magnús Paulson nokkur orð fyrir hönd ungu mann- anna. Allar voru ræðurnar flúttar ensku, eins og vanalega er gert í þessu félalgi. Einhvern tíma höf- um vér séð hnútum kastað að Men’s Cub fyrir það, að þar væri enskan notuð of mikið, og ís- lenzkan þá sjálfsagt of lítið. En ekki virðist það nú úr vegi, að ís- lendingar læri að taka fullan þátt í félagslífinu á landsins eigin máli, eftir meir en hálfrar aldar veru í landinu. Fólkálala í Canada Samkvæmt manntalinu, sem tekið var í Canada árið 1931, er fólkstalan í öllu landinu þá 10,374,196. Tíu árum áður var fólkstalan 8,787,949, á þessum tíu árum (1921—1931) hefir fólkinu fjölgað mest í British Columbia af ölum fylkjum landsins, eða um 32.35 per cent., og þar næst í Al- berta, um 24.33 per cent. — Milli fylkjanna skiftist fólkstalan þann- ág: Prince Edward Island, 88,038; Nova Scotia, 512,846; New Bruns- wick, 408,219; Quebec, 2,875,255; Ontario, 3,431,683; Manitoba, 700,139; Saskatchewan, 921,785; Alberta, 731,605; British Colum bia, 694,263; Yukon, 4,230; North West Territories, 7,133. Iðjukona Fyrir fáum dögum flutti blaðið Winnipegf Tribune mynd af ís- lenzkri konu, Mrs. Margréti And- erson, sem nú er 88 ára að aldri, en enn svo ern að hún vinnur margskonar handavinnu og gerir það svo vel, að sjaldgæft mun vera. Var sumt af hannyrðum hennar sýnt í hannyrðasýningu Hudson Bay félagsins í fyrra vet- ur, og fyrir fáum árum voru nokkrir hlutir, sem hún hafði bú- ið til, sýndir á stórri hannyrða- sýningu í Chicalgo. iNú er sjónin farin að bila og getur hún því ékki lengur gert sumt af því, sem hún gerði áður, og hefir gert til skamms tíma. Mrs. Anderson kom til þessa lands 1876. Bjó lengi í N. Dakota, en á nú heima hjá dóttur sinni, Mrs. A. Smith, hér í borginni. Auk hennar á Mrs. Anderson eina dóttur á lífi og fimm syni og 19 barnabörn. Einn af sonum hennar er Mr. Jón ólaf- son, 250 Garfield Str. hér í b»rg- inni. Maður hennar, ólafur And- erson, er dáinn fyrir möhgum árum. ' Á miðvikudagskveldið í vikunni sem leið flutti prófessor Nordal fyrirlestur í Fyrstu lútersku kirkju um íslenzkan skáldskap. Var hann vel sóttur og fólk hlust- aði á erindi prófessorsins með at- hygli og var auðfundið, að það vildi ógjarna missa af nokkru orði, sem hann sagði. Má með einu orði segja, að fólki hafi *fundist það regluleg nautn að hlusta á þetta erindi. Mr. J. J. Bildfell skipaði forsæti og gerði ræðu- manninn kunnugan, en áður en byrjað var, lék Mrs. Helgason á píanó. Á fimtudagskveldið flutti pró- fessor Nordal erindi í Árborg og á laugardagskveldið á Gimli. Var þá snjór mikill á jörðu og færð vond olg mun það hafa valdið, að báðar þessar samkomur voru held- ur laklega sóttar. Á mánudagskveldið í þessari viku var prófessor Nordal haldið samsæti á Fort Garry Hotel. Var það, í stuttu máli sagt, í alla staði hið skemtilegasta og ánægjuleg- asta. Salurinn er hinn prýðileg asti, sætin þægileg og maturinn ágætur. Mr. J. J. Bildfell stýrði samsætinu. Byrjað var með því, að hann bað alla að syngja: O, Canada, og Ó, Guð. vors lands, o’g að því búnu bar séra Rúnólfur Marteinsson fram bænarorð. Að máltíðinni lokinni voru nokkrar ræður fluttar. Fyrst talaði Dr. Rögnvaldur Pétursson fyrir minni heiðursgestsins og svaraði pró- fessor Nordal því þegar með prýð- isfallegu erindi. Aðrir, sem til máls tóku, voru: séra Jónas A. Sigurðsson, H. A. Bergman, K.C., séra Ragnar H. Kvaran J. T. Thor- son K.C. og séra K. K. Olafson. Mr. Thorson talaði á ensku, hinir allir á íslenzku. Milli þess sem er- indi voru flutt, sungu allir ís- lenzka söngva og var Mr. Paul Bardal forsöngvarinn, en Mrs. Heligason lék á hljóðfærið. Veizlu- gestirnir voru 160, karlar og konur. Margt fleira hefir gert verið til að gefa prófessor Nordal tækifæri til að kynnast sem flestum íslend ingum hér, og sjálfsagt miklu fleira, en vér kunnum frá að segja. En eitt af því, sem vér vitum til að gert hefir verið í þessa átt, er það, að einn daginn bauð Dr. B. J. Brandson prófessor Nordal til miðdagsverðar á Manitoba Club, og einnig öllum íslenzkum “pro- fessional” mönnum hér í boiiginni. Hafði hann þar tækifæri til að kynnast þeim öllum í einu, eitt- hvað yfir þrjátíu, og þeir honum. Prófessor Nordal er enn vor á meðal, en á laugardaginn kemur fer hann héðan. Séra Jóhann Bjarnason og séra Sigurður ólafsson eru staddir í borginni. Eru þeir hér á fram- kvæmdarnefndarfundi kirkjufé- lagsins. Messur fyrirhugaðar í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 10. apríl, eru sem hér segir: í gam- almennaheimilinu Betel kl. 9.30 f.h. í kirkju Víðinessafnaðar kl. 2 e. h. og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. — Séra Jóhann Bjarna- son prédikar. Vonast er eftir að fólk fjölmenni. í kveld, miðvikudag, flytur pró- fessor Sigurður Nordal fyrirlest- ur í Fyrstu lútersku kirkju. Það verður síðasta erindið, sem hann flytur hér, áður en hann hverfur aftur til Harvard háskólans. Inn- gangur verður ekki seldur, og all- ir eru velkomnir, en samskota verður leitað og það sem inn kem- ur, gengur alt til Jóns Bjarnason- ar skóla. Gefst hér fólki áigæt- ur kostur á því, að njóta þeirrar á- nægju að hlusta á prófessor Nor- dal. Tannlæknir kemur bálreiður heim til sín. —'Hugsaðu þér, Sofía, eg mætti Larsen listmálara og krafði hann um peninga, er hann skuldar mér síðan í fyrra, en þá hló hann beint upp í opið geðið á mér, svo að skein í mínar eigin tennur. Feitur maður er að leita að sæti sinu í leikhúsinu. Segir við unga stúlku á bekkenda: — Steig eg ofan á yður, áðan, þegar eg gekk fram hjá? — Já. — Jæja þá á eg sæti á þessum bekk. Mr. Karl Jónasson, trésmiður, kom til borgárinnar á miðvikudag- inn i vikunni sem leið frá íslandi. Fór hann til íslands í september í haust og hefir verið þar í vetur. Lengst af var hann í Reykjavík, en fór svo um jólaleytið til átthaga sinna í Suður-Þingeyjarsýslu og dvaldi þar um tíma. Hinn 10. marz lagði hann af stað hingað vestur, frá Reykjavík. Yfirleitt lætur hann vel af ferðinni, sem hann segist hafa haft hina mestu ánægju af, en þó sérstak- lega því, að kynnast aftur fólk- inu, eftir átján eða nítján ára burtuveru frá íslandi. Fiskiafli segir hann að hafi verið ágætur og í febrúarmánuði var tíðin svo mild, að túnin voru alstaðar græn. En þrátt fyrir þetta, er við mikla erfiðleika að stríða á íslandi um þessar mundir, ekki síður en ann- arsstaðar. Fjárkreppan hefir ekki farið þar fram hjá, og Mr. Jónas- son duldist ekki, að fjárhagur niargra er þar mjög erfiður nú, en þó einkum sveitafólksins, að því er honum virtist, og sala á búsaf- urðum sagði hann að Igengi nú mjög illa, en skuldir bænda mikl- ar. Fiskisalan hefir þar á móti gengið bærilega, þó verðið á fiski sé nú miklu lægra en áður var. Keflavík, 15. marz. Landburður af fiski og hefir sami ágætisaflinn verið undan- farna góðviðrisdaga, eða á aðra viku. Bátar fá þetta 15—25 skpd. í róðri. Róðrar byrjuðu seinna í ár en venjulega, en eins mikill fiskur mun kominn á land nú og um þetta leyti árs í fyrra. Alls munu vera ’gerðir út hér í Keflavík og Njarðvíkum að þessu sinni 27—28 bátar. Stærð 12—22 smálestir. — Mgbl. Reykjavík, 9. marz 1932. Frá Stokkseyri ganga nú sex vél- bátar og afla vel. í gær fengu þeir 8—16 hundruð hver. — Frá Eyrarbakka ganga tveir vélbátar. Fengu í gær 11 og 15 hundruð. — Fisk þenna veiddu þeir í Selvogs- sjó. Sagt er að margir bátar úr Vestmannaeyjum fiski nú undan Þjórsárósi. Er svo að sjá, sem fiskur gangi nú grunt. — Vísir. SÖNN SAGA. Síðastliðið haust seldi bóndi í Littletown í Colorádoríkinu í Bandaríkjunum, 7 dilka sem hann átti. Ekki fékk hann þá borgaða út í hönd, heldur sendi hann þá til firma í Denver, og það firma sendi dilkana aftur til kjötsölu-’ firma í New York. Þegar allur kostnaður við sendingu dilkanna var dreginn frá, fékk eigandi 75 cent fyrir þá alla. Þetta þótti nú heldur lítið, og forseti bændasam- bandsins tók málið að sér. Hann freðaðist fram og aftur með járn- brautum til þess að vita hvað af dilkunum hefði roðið og hvað fyr- ir þá hefði fengist að lokum. Komst hann að því að þeir hefðu verið seldir seinasta járnbrautar- félaginu fyrir 83 dollara og 70 cent. En meðan hann ferðaðist með járnbrautinni, hafði hann fengið sér tvær sneiðar af lamba- kjöti og kostuðu þær 85 cent, eða 10 sents meira heldur en bóndinn fékk fyrir sjö dilkna sína. Og skyldi það nú ekki hafa verið kjötið af þeim, sem hann fékk? — Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.