Lögberg - 07.04.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.04.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUPAGINN 7. APRÍL 1932. Spámac$urinn og þjónninn Eftir Joseph C. TÁncoln. Eitt borðið hægra megin við dyrnar hafði verið tilreitt handa þeim. Þar settust þau sem kóngur og drotning í hásæti. Ein stúlk- an gekk yfir að borðinu til þeirra. Eg lirökk upj> af svefnmóki mínu. Þetta var alt langt á undan hugsun minni, en nvi var eg loks að átta mig. Grrínið var að kom- ast inn í mitt ferkantaða höfuð. Eg mundi hvað Effie liafði beðið mig ura, svo eg sagði mynduglega: “Susshanna, þetta er sérstakur heiður, sem okkur hefir verið sýndur með þessari heimsókn, mér er ant um að alt fari vel úr hendi, svo þér er bezt að ganga fyrir beina.” Pig vildi þið hefðuð séð það augnaráð, scm Susshanna seiuli mér um leið og hún leit til mín. Fyrir svo sem augnabliki hélt eg að eg hefði byrjað uppreisn. En sökum þess, að hún var ekki of vis« um stöðu sína, lét hún alt kyrt — bara leit á mig — og gekk vfir að botðinu. .Tonadab hafði lagt sig í framkróka að gera máltíðina sem bezta og fullkomnasta, en þau borðuðu ólundarlega, eins og þeim hálf byði við matnum. Þau fundu nálega að öllu, en einkum og sérílagi að því, hvernig Susshanna sá um borðhaldið. Hvernig þau gátu sniiið henni í kring um sig! — þjón- ustustúlka á grij)abát hefir helgidaga í sam- anburði við alla þá snúninga. Er þau höfðu lokið við máltíðina, sagði Effie svo hátt að allir heyrðu: “Maturinn héraa er ekki sem verstur, en hvernig hann er fram borinn er alveg hrvlli- legt En hvað um það, Albert,” sagði hún og sneri sér að stóra manninum, “þú ættir samt að gefa henni hina venjulegu drykkju- peninga. Mér sýnist hún svo hungursleg, auminginn” ! ^ Svo stóðu þau upp og'gengu út.^ Maður- inn hafði skilið eftir fimtíu eenta pening á borðinu, og eg sá Susshönnu handleika hann nokkrum sinnum, þar til hún þeytti honum eins og hún væri að henda honum alla leið til Jeríkó-borgar. Billinn var kominn upp að hliðinu og þar stóðu þeir hjá honum, ökumaðurinn og Butler, bíðandi eftir gestum okkar. En þegar sá síðarnefndi sá Effie, sem nú hafði dregið slörið frá andlitinu, varð honum svo hverft við, að hann var nærri dottinn undir hjólin, er hann hafði svo nýlega þvegið með liinum mestu harmkvælum og skömmum er sögur fóru af í Gamla-Heimilis-Húsinu, og eftir öllu útliti hans að dæma, hefði hann helzt kosið, að þau rynnu nú yfir hann. “Hamingjan góða!” sagði Effie um leið og hún skoðaði hjólin að utan og innan. “Ekki hálf gert; alveg eins og mig grunaði. Pig vissi, eftir öllu útliti að dæma, að þessi — þessi persóna getur ekkert gert almenni- lega. Gefðu honum ekki mikið, Albert, hann hefir sannarlega ekki unnið fyrir neinu.” Þau stigu svo inn í bílinn. Ökumaðurinn settist við stýrið og alt var tilbúið að leggja ' á stað, en mér var ómögulegt að halda mér saman lengur, svo eg hljóp út til þeirra. “Heyrðu — heyrðu, Effie!” hálf kallaði eg til þeirra. “Hvað í ósköpunum meinar alt þetta? Er þetta maðurinn — maður- inn—” “Já, þetta er maðurinn minn,” greip Effie fram í fyrir mér, og augu hennar leiftruðu. “Sagði eg þér ekki, að þú skyld- ir sanna til, að spádómurinn mundi rætast? P3r hann ekki fallegur og höfðinglegur, al- veg eins og eg .sagði ? Vertu sæll, Mr. Win- gate; kannske við sjáumst einhvern tíma aftur.” Bíllinn rann á stað, en eg rann með fram honum nokkur skref segjandi: “En, Effie, segðu mér—heitir hann—?” Hún svaraði ekki — veitti Sim Butler og konu hans of mikla athygli til þess. Sim var rétt í þann veginn að beygja sig eftir tuttugu og fimm centa’pening, er “Prinzinn af Wales” hafði hent í * hann, er hvein í Susshönnu í gegn um eldhúsgluggann, þar sem hún hafði kosið sér vígi, meðan þrum- an reið hjá: “Snertu ekki á þessum pening!” orgaði Susshanna, “ekki með þínum minsta fingri. Hefir þú enga sjálfsvirðingu, aulabárður! Þú útlifaði ræfill, sníkju fífl og flækingur” o. fl., sem ónauðsynlegt er hér eftir að hafa. Og á meðan á þessu stóð, sá eg brosandi andlitið á Effie út úr bílnum, skemtandi sér mæta vel við vitnisburð þann, er Susshanna gaf sínum elskaða eiginmanni. Að síðustu hvarf bíllinn í sínu eigin rvki, en eg gekk til baka til Jonadabs, sem allur var ein spuming um það, sem hvorugur okkar gat svarað. Þetta ætti nú að enda héraa, — en það gerir það ekki; það er nokkuð eftir enn. Tveim vikum seinna fór eg og heimsótti edderbum-hjónin á sumarbústað þeirra í Wapatomac, eins og eg hafði lofað. Þetta líeimili þeirra var nógu stóit til þess að kallast hótel, og svo fínt, að þótt eg væri í sunnudagafötunum mínum, þá hálf skamm- aðist eg mín fyrir að snerta dyrabjölluna. En eg hringdi samt. Maðurinn, sem kom tii dyranna, var bæði hár og beinvaxinn, með kolsvarta vangabarta, en í þetta sinn klæddur í þjónsbúning prýddum með lát- únshnöppum. “Komdu sæll, Mr, Wingate!” sagði hann. “Gerðu 'Svo vel að koma inn. Hjónin’ eru úti að skemta sér rétt núna, en þau koma mjög bráðlega. Eg er viss nm, að þeim þyk- ir vænt uin að sjá })ig. í]g skal taka við hatt- inum þínum og töskunni. Gerðu svo vel að setjast inn í setustofuna meðan þú bíður. Kannske,” bætti hann við eftir litla þö.gn, og það brá glampa fyrir í augasteinum hans, en annars var andlit lians eins hreyf- ingarlaust og kirkjuhurð, “kannske þú ósk- ir að tala nokkur orð við konuná mína með- an ;þú bíður? Með þínu leyfi, skal eg kalla á hana.” Kg settist í bláröndóttan hægindastól og var að brjóta heilann um hvort mig væri að dreyma, eða hvort eg væri að tapa vitinu, er Effie kom inn til mín, klædd í þjónustu stúlku föt með hettu og svuntu. Hún var hæglát og siðprúð, en samt gat eg séð, að það lá vel á henni, og að hana langaði að 1( ika við hvem sinn fingur. “Effie,” sagði eg, “hvað — hvað í ósköp- únum—?”. Hún hoppaði upp. “Já,” sagði hún, “eg er þjónustustúlka héraa, og mér líður vel. Þakka þér fyrir að hafa komið mér hing- að.” ■ “En — en þetta um daginn. Bíllinn — silkiklæðnaðnrinn — alt fíneríið — og — ?” “Hr. Van Wedderburn lánaði mér alt,” sagði hún í flýti, “hann og kona hans. Hann lánaði mér bílinn og “shofer”-inn líka. Eg hafði sagt honum frá öllu, sem fyrir mig kom á* Gamla-Heimilis-Húsinu, og hann hélt það mundi verða gaman fvrir mig, að koma þangað sem hefðarfrú. Hann er mesti grín- isti — hann hr. Wadderburn.” “En þessi maður?” spurði eg. “Eigin- maður þinn? Þú sagðir liann væri það.” “Já, hann er það,” sagði hún. “Við er- um búin að vera gift nærri sex mánuði. Spá- dómarnir hafa allir komið fram. Eg náði mér sannarlega niðri á Susshönnu og þess- um svokállaða bónda hennar. Ha, ha, ha!” Hún klappaði saman höndunum og nærri steig dans fyrir framan mig, svo var hún ánægð með sjálfa sig. * “En lieitir hann Butler?” spurði eg. “Já, ” svaraði hún með kátínu. “Hann er kallaður ‘butler’ hér, þó hans rétta nafn st eiginlega Jenkins; og ‘butler’ er hærra og vandameira embætti, en margir liafa — liærra en þjónustustúlka kemst nokkurn- tíma. Þú skilur það, lir,- Wingate,” bætti hún við, “að það var alt mér að kenna. Þeg- ar austurlenzki spámaðurinn á gripasýning- unni sagði mér, að eg ætti að giftast ‘butler’, gleymdi eg að spyrja hann, hvort hann staf- aði nafnið með litlu eða stóru B.” Sv. 0. þýddi. Henry bróðir minn Eftir J. M. Barrie. I hreinustu alvöru talað, hefi eg aldrei átt bróður, er Henry heitir eða hét, samt er hann engin svikapersóna. Iíann skapaðist á mjög einkennilegan hátt, og eg get hugsað til hans án allrar illgirai — eins og hvers annars draumabarns. 1 fyrsta sinn, sem eg heyrði hann nefndan, yar í húsi vinar míns, Pettigrew að nafni, sem heima á í einni undirborg Lundúna, og ekki lengra en það frá heimili mínu, .að eg get komist fram og til baka á einum degi. Þennan dag var eg gð reyna nýtt fíólín, sem Pettigrew hafði nýlega keypt, er hann sagði mér, að hann hefði borðað miðdagsverð hjá manni, sem kvaðst hafa þekt Henry bróður minn. En þar eð eg átti ekki nema einn bróður, Alexander að nafni, benti eg honum á, að liann hefði hlotið að taka rangt eftir. “Ó, nei, nei,” sagði Pettigrew; “hann mintist Ifka ó Alexander.” Eg varð engu nær fyrir þessu, svo eg spurði Pettigrew hvað þessi maður liefði heitið. Hann sagði hann héti Scuda- mour, og hefði sagt sér, að hann hefði mætt báðum bræðrum mínum, Alexander og Henry, í París fyrir nokkrum árum. Eg mundi þá eftir Scudamour, og að við Alex- ander hefðum mætt honum í París, er við vorum þar báðir, og að liann hefði alt af kallað mig Henry, þó nafn mitt sé James. Mér kom því til hugar, að ske kynni, að þessi Henry væri eg sjálfur. Eg skýrði alt þetta fyrir Pettigrew, sem gerði sig ánægðan með útskýring mína. Eg liélt eg væri þar með laus við og búinn með Henry, en það var alt öðru nær. Skömmu eftir þetta fór eg að heyra hingað og þangað, þar sem Scudamour hafði komið, að hann langaði að sjá mig, því hann þekti vel Henry bróður minn. Að síðustu bar fundum okkar saman heima í húsi kunn- ingja míns. En tæplega hafði Scudamour lieilsað mér, áður en hann spurði mig hvar Henry væri. Þetta var það sem eg óttaðist mest. Eg lít út eins og drengur. Það eru fáir menn í London, sem hafa haldið ung- lmgs útliti sínu eins vel og eg á mínum aldri, og sannleikurinn er sá, að það hefir verið mér til mestu skapraunar í lífinu. Jafnvel þó eg sé nú orðinn þrjátíu ára, lít eg út eins og tvítugur. Og oftar en einu sinni hefi eg komið eldri mönnum til að hleypa brúnum, ef mér hefir orðið það á, að segja eitthvert orð af viti eða hella aftur í vínglasið mitt. Þar fyrir var það ekkert ónáttúrlegt, er Scudamour sagði, að Henry hefði verið á sama aldri, er hann mætti honum, og eg liti út fyrir að hafa nú náð. Alt hefði nú samt farið betur fyrir mér, hefði eg útskýrt mál- ið lietur við þennan átroðning3sama mann, en það gerði eg ekki, heldur þvert á móti lét hann spvrja og svara sjálfum sér, og hafði mesta yndi af að heyra hann hæla Iíenry sem allra most. Þegar eg hefi beð- ið um tímatöflu, én fengið almanak í stað- inn, liefi eg tekið á móti því athugasemda- laust; eins gerði eg núna, og datt ekki í liug að eyðileggja skemtun mín með því að segja Scudamour að eg væri þessi Henry bróðir minn. Það voru heldur engar líkur til, að hann vrði oft á vegi mínum, svo eg áleit að það mundi verða þægilegasta og skemtileg- asta aðferðin að losna við hann, væri að lofa honum að halda sinni skoðun í þessum efn- um. Af þessu leiddi það, að eg sagði hon- um, að Henry væri á Indlandi, væri kvænt- ur, ættr tvö böra og liði vel. “Mundu eftir að skila kveðju minni, þegar þú skrifar hon- um næst,” voru síðustu orð Scudamour ]>etta kvöld við mig. Fáum vikum seinna klappaði einhver á öxl mína, er eg var á gangi á Oxford stræti. Það var Scudamour. “Hefirðu heyrt nokk- uð frá Henrv?” spurði hann mig undir eins. Eg sagðist hafa fengið bréf frá honum með síðasta pósti. “Voru nokkrar sérstakar fréttir?” spurði hann. Mér fanst það ekki viðeigandi að segja, að ekkert sérstakt væri í bréfi, sem hefði komið alla leið frá ' Ind- landi, svo eg gaf honum í skvn, að Henry væri í óþægilegum kringumstæðum viðvíkj- andi konu sinni. Með þessu meinti eg, að konan væri veik, en Scudamour skildi það á annan veg, og eg nenti ekki að leiðrétta liann. “Ha! ha!” sagði hann spekingslegá og hristi höfuðið. “Mér þykir fyrir að heyra þetta. Aumingja Hcnra!” bætti hann svo við. “Vesalings Henry!” var það eina, sem mér datt í hug að segja. “Hvað verður um bömin?” spurði hann. “Ohj börnin,” át eg upp eftir honum, “}>au verða send til Englands bráðum,” bætti eg svo við eftir nokkr/i umhugsun. “Og Alexander bróðir ykkar tekur náttúrlega á móti þeim?” spurði hann. Eg svaraði honum á ] á leið, að þeirra væri von um miðjan næsta mánuð, og að Alexanderm undi sjá um þau. Með það skildi Scudamour við mig, taut- andi fyrir munni sér: “Aumingja Henry! Aumingja Henry!” — Innan' mánaðar rák- umst við aftur hvor á annan. “Hefir þú heyrt nokkuð frá Henry? Kemur hann hing- að bráðum?” spurði hann. Eg svaraði held- ur stutt, og sagði honum að Henrys væi'i ekki von heim í mörg ár, þar hann hefði flutt alfarinn til Bombav. Scudamour veitti því eftirtekt, að það var eitthvað stutt í mér, en í stað þess að skilja við mig, dregur hann mig afsíðis, til þess að hafa meira tal af mér. “Þér hefir líklega mislíkað, að eg sagði Pettigrew um daginn, að kona Henry hefði hlaupið frá honum,” sagði hann. “ Sannleikurinn er, að eg þóttist gera þér það alt í vil. Mér varð á, að minnast á Henry við Pettigrew, en hann sagði, að það væri enginn þess konar maður til. Auðvitað hió eg bara að honum og sagði, að ekki ein- ungis hefði eg orðið fyrir þeirri ánægju, að kynnast honum persónulega, heldur hefð- um við (eg og þú) talað um hann í hvert sinn, er við hefðum mæzt. ‘Jæja,” sagði Pettigrew, ‘þetta er eitthvað það merkileg- asta, sem fyrir mig hefir komið um dagana, ])ví hann :— meinandi þig — sagði við mig hér í þessu herbergi, sitjandi í stólnum þama, að Alexander væri sinn eini bróðir.’ Eg sá það á Pcttigrew, að honum mislíkaði að þú skyldir leyna hann vitneskju um Henry, svo eg áleit það vinarbragð af mér, að segja honum að það mundi koma til af því, að þú vildir ekki auglýsa misfellur bióður þíns í lijónabandinu. Af þeim orsök- um vildir þú ekki tala um bróður þinn við nokkurn mann.”—Eg tók í hendina á Scuda- mour, þakkaði fyrir góðan greiða, en ef eg hefði ó því augnabliki haft tækifæri að stinga hann í bakið, þá hefði -eg gert það. Eftir þetta sá eg ekki Scudamour í langan tíma, einla passaði eg' að vei ða ekki á vegi hans; en eg heyrði fvrst frá honum og svo af hbnum. Einn daginn fékk eg bréf frá honum, þar sem hann gat þess, að bróðúr- sonur sinn ætlaði bráðlega til Bombay, og Imð mig um að skrifa Henry viðvíkjandi diengnum. Einnig bauð hann mér til mið- dagsverðar ásamt þessum bróðursyni. Eg afþakkaði miðdagsverðinn, en meðmæla- bréf sendi eg lionum til Henry um piltinn. Það næsta, sem eg heyrði um Scudamour var hjá Pettigrew. “Meðal annara orða,” sagði liann, “])á er Scudamour í Edinborg núna.” Það kom kökkur í hálsinn á mér, því þar býr Alexander bróðir minn. “Hvað kom lionum til að fara þangað?” spurði eg eins kæruleysislega og mér var unt. Petti- grew hélt hann hefði farið þangað í verzl- unarerindum, “en,” bætti hann við, “liann bað mig að segja þér, að hann ætlaði að sjá Alexander bróður þinn, því sig langaði til að 'sjá börn Henrv.’ — Fáum dögum síðar fékk eg símskeyti frá Alexander, sem venju- lega símar mér í stað þess að skrifa: “Þekkirðu mann með nafninu Scuda- mour? Svar,” hljóðaði símskeytið. 1 fvrstu datt mér í liug að segja, að við hefðum mætt manni með því nafni í París, er við vorum þar saman fyrir nokkram árum, en eftir nánarí athugun símaði eg: ‘Nei, ])ekki engan með ]>ví nafni’.” Fvrir hér um bil tveimur mánuðum, mætti eg Scudamour í Regent götu, en hann sýndi mér 'stökustu fyrirlitningu og vildi ekkcrt við mig tala. Mér hefði staðið á sama um það, ef eg hefði þar með losnað við Henry, en það var öðru nær, því eg vissi að um þessar mundir var Scudamour önnum kaf- inn að segja öllum um konu Ilenrys. Talsvért seinna fékk eg bréf frá kunningja mínum, sem vildi fá að vita'livort það væri satt, sem hann hefði heyrt, að Alexander bróðir minn væri á förum til Bombav skömmu seinna skrifaði Alexander mér, og sagðist hafa heyrt úr ýmsum áttum, að cg væri á förum þangað. Af þessu og ýmsu fleiru, sem eg lieyrði, só eg í liendi minni, að mál myndi komið að fyrirfara Henry. Svo eg sagði Pettigrew með sorgarrómi að Henry hefði dáið úr guluveikinni, og bað liann longstra orða að segja. Scudamour það, því hann hefði haft miklar mætur á hinum látna. Seinna sagði Pettigrew mér, að hann væri búinn að flytja skilaboðin. “Hvernig tók hann andlátsfregninni?” spuiði eg. — “Svona,” svaraði Pettigrew með kýmnis- svip. “Hann sagði mér, að meðan liann hefði verið í Edinborg, hefði sér og Alex- ander ekki komið meira en svo vel saman. Og einnig taldi hann eitthvað grunsamt við það, hvað orðið hefði af börnum Henrys”— ‘ Ó, já,” ,sagði eg, “bæði börnin druknuðu í Forth-flóanum — sorgaratburður, sem við þolum ekki að talað sé mikið um.” Það eru lítil líkiiuli til, að Scudamour verði mikið á vegi okkar Alexanders fram- vegis, því nú gengur hann manna á milli, segjándi hvérjum, sem á hann vill hlusta, að sá eini af okkur bræðranum, sem sér liafi fallið í geð, hafi verið Henry sálugi. Sv. 0. þýddi. ÍSLANDSVÍSUR. Ó, gott áttu, svifhraði, suðræni blær í sólgeisladýrðinni þinni, því konungur lífsins þér flugvængi fær; þú flýgur að ströndinni minni. Og jökull með lotningu lítur þig nær, hann lyftir upp íshúfu sinni; og vatnið og fljótið og fjörðurinn lilær, því fagnað er heimkomu þinni. Með fjörkijipum lækurinn flissar og hlær, í fanginu’ á hlíðinni minni; og fossbúinn hvellari hátónum nær úr hljómsterku gígjunni sinni. ) 0g dvergur í grásteini gullhörpu slær og góðvættir syngja þar inni, en dansandi tröllið með tryllingi hlær í traustbygðu höllinni sinni. Og draumsjónir bjartar hvert fornmenni fær í friðhelgu gröfinni sinni, og brennandi hjartað með blóðþunga slær í brjóstinu’ á foldinni minni. Og skínandi kveldsól á haffleti hlær í hárauðu skikkjunni sinni; með titrandi gluggaugu brosir hver bær í blessaðri sveitinni minni. Sig. Júl. Jóhamnesson. —'Kvistir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.