Lögberg


Lögberg - 21.04.1932, Qupperneq 3

Lögberg - 21.04.1932, Qupperneq 3
LÖGBERG, EIjviíGDAGINN 21. APRÍL 1932. Bls. 3. SOLSKIN Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga SAMPÓ LITLI LAPPI. Hér segir frá Lapplendingi einum og konu hans. Yeizt þú, hvað það er? Lappar búa fyrir norðan Sví])jóð. Nor- eg og Finnland. Þar eru engir akrar, sem Lappar búa, og engir verulegir skógar, né heldur eiginleg mannahíbýli. Þar ern mosa- flákar og háir klettar og leirkofar, þar sem skriðið er inn í gegn um þröng op. Þar biía Lappar. Þó ermargt nndursamlega í landi þeirra. Helming ársins er þar síbjart, því að sól gengur aldrei til viðar um missiris- skeið. En hið næsta missiri er sídimt og stjörnuskin alla daga. Þar er skautasvell í tíu mánuði. Þá þjóta smálappar yfir fann- irnar í litlum skíðasleðum. Beita þeir eigi liestum fyrir, heldur hreindýrum. Hefir þú nokkurn tíma séð hreindýr? Það er á stærð við lítinn hest; hornin eiu mikil og greinótt, hálsinn stnttur, höfuðið smátt og frítt, aug- un stór og björt. Þegar það tekur á rás, þá þýtur það yfir stokk og steina og lætur ekk- ert hefta för sína. Ekki þykir Löppunum önnur unun meiri, en að þjóta áfram á skíða- sleðum sínum, og einskis mundu þeir æskja fremur, en að hafa sleðafæri allan ársins hring. • Hér segir frá Lapplendingi einum og konu hans. Þau bjuggu í Lapplandi, þar sem heitir Aimio. Sá staður liggur við fljót eitt mikið, er Tenojoki nefnist, en öðru nafni Tanakvísl. Munt þú mega sjá þessa staði á landabréfi Finnlands. Þessi landskiki er í lögun eins og geisimikil skotthúfa, er sýnist sitja á Lapplandsoddanum. Landið er auðn ein og allhrikalegt, en Lappinn og kona hans hugðu snjóinn hvergi svo hvítan og stjörnu- skinið hvergi svo bjart og norðurljósin hvergi svo undrafögur sem í Aimio. Höfðu þau gert sér þar kofa hæfilega stóran eftir þörf- um. Skógur var enginn um þessar slóðir, heldur smábirki kræklótt; voru þar smá- runnar einir, en engin tré. Hvaðan átti þeim þá að koma húsaviður ? Þau tóku smáar stangir og stungu’ þeim niður í snjóinn, en bundu efri endana saman. Þar utan yfir hengdu þau svo hreindýrahúðir. Þá var húsagerðinni lokið og var kofinn ásýndar eins og grár sykurtoppur. Op létu þau vera efst í toppnum, svo að reykurinn kæmist út, þá er eldur væri gerður. Annað op var neðst á suðurhliðinni og skriðu þau þar inn og út. Með þess'um hætti var kofinn og þótti hjónunum hann næsta góður og hlýr. Þar leið þeim hið bezta, þótt þau hefðu eigi ann- að en snjóinn að sofa á. Þau áttu svein einn ungan, er Sampo hét. En það er lappneska og þýðir: hamingja. En Sampo var svo ríkur, að hann hafði tvö nöfn. Eitt var honum ekki nóg. Svo bar við einn dag, að þar bar að garði gesti tvo, og höfðu þeir yfir sér feldi stóra. Tóku þeir séír hvíld í kofanum. Menn þessir höfðu meðferðis harða og hvíta snjómola, er lapp- neska konan hafði aldrei séð, og kölluðu sykur. Þeir gáfu Sampo nokkra. mola af, þessum sæta snjó og klöppuðu á koll hans og kölluðu hann Litlalappa. Fleira máttu þeir eigi við hann mæla, því að hvorugur kunni lappneska tungu. Héldu' þeir síðan lengra til norðurs og alt til íshafsins og út á yzta odda Norðurálfu, sem kallaður er Norður- horn. Konunni hafði getizt mjög vel að gestunum og þeirra sæta snjó. Kallaði hún sveininn Litlalappa upp frá því. Bónda þíótti miður og mælti: “Sampo þykir mér miklu fallegra nafn. Sampo merkir hamingju. Skalt þú og eigi smána nafnið, húsfreyja. Mun Sampo okkar ein- hverju sinni verða konungur yfir Lappa- landi og ráða vfir þúsund hreinum og fimm tugum lappneskra kofa. Mun þér og aldur til vinnast að sjá það.” “Vera má að svo verði, en betur lætur Litlilappi í eyrum,” mælti húsfreyja. Nefndi liún sveininn Litlalappa, en bóndi kallaði hann Sampo. En vita verðið þér, að sveininnn var ó- skírður enn. Því að eigi var skemmra að leita prests en tu^tugu rastir vegar,. hvert sem farið var. <?Næsta ár förum við með hann til prests og látum skíra hann”, sagði bóndi jafnan. En næsta ár var jafnan eitt- hvað til fyrirstöðu, svo að ferðin frestaðist, en sveinninn var óskírður sem áður. Sampo var smár og þó þrekvaxinn sveinn, sjö eða átta vetra að aldri. Hafm var svartur á hár, móeygur, nefið bratt að framan og munnurinn víður. Hafði hann allan hinn sama. yfirlit sem faðir hans. En sá maður var fríður talinn í Lapplandi, er cvo var á sig kominn. Sampo var enginn linjudrengur eftir aldri: Hann átti sér smá- skíði og þaut hann á þeim niður hálsana við Tanakvísl, Hann átti hrein ungan, er liann beitti fyrir sleða sinn. Þá var sjón að sjá hann, er snjórinn þyrlaðist utan um hann allan, þá er hann þaut yfir ísa og skafla. Var þá oft að eigi sá annað af sveininum en svarta hárlokka. “Eigi verður mér fyr rótt, en sveinninn er skírður, ” mælti móðir hans. “Því að vel mætti svo að bera, að úlfar yrðu honum að bana á fjöllum u]>pi. Eða hann gæti komist í greipar hinum illa, gullhyrnda lrreini Hiis- is. Og hjálpi guð þeim sem óskírður er.” Sampo hevrði orð þessi og tók að hugsa um, hvað vera mundi um hrein þann, er sagt væri að hefði gullhorn. “Fagurt dýr mun það vera,” mælti hann. “Mundi eg vilja beita því fvrir sleða minn og komast upp á Rastekais.” Það er afar- hátt eyðifjall _er gnæfði við himin ,5 eða 6 rastir frá Aimio. “Mæl þú eigi slík fáryrði, drengur,” sagði móðir hans. “A Rastekais er hellir galdrakarlsins og þar býr Hiisi.” “Hver er Hiisi?” spurði Sampo. Móðir hans var nú í vandræðum. “Nú, það má vara sig á eyrunum á stráknum,” hugsaði hún með sér. “Eg hefði og eigi átt, að nefna það í návist hans. En yera má og að það sé vel farið og hann óttist Rasteka- is.” Því næst mælti hiín við hann: “Elsku Litlilappi, far þú aldrei til Rastekais, því að þar býr Hiisi, hin mikla fjallvættur. Hann hefir hreindýr í einum munnbita og gleypir börnin eins og flugur.” Sampo varð hljóður við og áhyggjufull- ur. Þá liugsaði hann með sér: “Gaman væri þó að sjá svo magnaða fjallvætti — en þó eigi nema tilsýndar.” Nú voru liðnar þrjár eða fjórar vikur frá jólum og enn hvíldi myrkur yfir Lapplandi. Þar var eigi morgunn né hádegi, né kvöld. Þar var samfeld nótt. Máninn skein, norð- urljósið logaði og stjömurnar voru á loft- inu allan liðlangan daginn. Sampo varð dapur í bragði. Nú var sá óratími frá því, er sól hafði séð, að hann hafði nálega gleymt hvernig hún var ásýndum. Þá er tilrætt varð um sumarið vissi Sampo það eitt, að einn var sá tími árs, er mýflugur voru honum til ama, svo að þær vildu éta liann upp til agna. Þá þótti Sampo enginn skaði í, þótt sumarið væri stutt, en þó kom honum í hug að þá var svo bjart. að hann gat farið á skíðum sínum allan sólar- Iiringinn. Faðir hans sagði við hann einn dag um hádegisbilið og var (þá i aldimt ajð kalla: “Khm þú með mér og mun eg sýna þér nokkuð!” Sampo skreið út úr kofanum og sá til suðurs, þangað sem faðir hans benti. Sá hann rák nokkra litla við sjónhring og var ranðlituð. “Veiztu hvað þetta er-” spurði Lapplendingurinn. “Þetta er suðurljósið,” mælti sveinninn. Hann þekti vel áttirnar og vissi, að engin norðurljós gátu átt sér stað í suðri. “Nei, þetta er fyrirboði sólarinnar,” mælti faðir hans. “A morgun eða liinn dag- inn kemur sólin sjólf. Sjá þú, hve undur- samlega roðinn Ijómar um Rastekaistind- inn.” Sampo leit til vesturs og sá að smároðn- aði snjórina á dimmum og skuggalegum Rastekaistindinum. Var nú langt síðan hann hafði það séð. Þá flaug honum það í hug enn á ný, að gaman væri að sjá fjallakon- unginn, auðvitað tilsýndar. Sampo hugsaði um þetta allan daginn og hálfa nóttina. Hann átti að sofa, en gat ekki. “En hvað það væri gaman að hitta fjallkonunginn einu sinni, ” hugsaði hann. Hann mátti ekki hafa hugann af þessu og á endanum skreið hann út úr hú'ðfatinu sínu og síðan út um kofadyrnar. Kuldi var mikill. Var á stjörnu skin og snjórinn marraði undir fótum hans. En Sampo Litlilappi var eng- in skræfa, og lét hann sig þetta litlu skifta. Hann liafði og treyju og brækur úr hrein- feldi, hlýja skó, skinnliúfu loðna og vetl- inga úr sama efni. Hann stóð í þessum búningi, horfði á stjörnurnar og íhugaði livað gera skyldi. Þá heyrði hann hre'indýrskálfinn sinn krafsa snjóinn skamt frá sér. “Ætti ég að aka spölkorn?” hugsaði Sampo. Framkvæmdin kom þegar á eftir orðun- um. Sampo beitti hreininum fyrir sleðann, sem liann var vanur. Síðan hélt hann út á fannimar. “Eg ætla þó að aka eitthvað á leiðina til Rastekais,” hugsaði liann. Síðan þaut hann yfir ísinn á ánni og þá áfram eft- ir bakkanum hinumegin. Þá var 1 Safnpo kominn til Noregs, því að Tanakvísl skilur Noreg og Lappland, En ekki vissi Sampo neitt um það. (Frh.) Æfiminning Föstudafe'inn hinn 1. apríl síð- astliðinn, andaðist að heimili sínu á Lundar, Man., Jón Jónasson. Hann var fæddur heima á íslandi 4. rebrúav 1863; foreldi'ar hans voru þau Jón Jónasson og Hall- fríður Jónsdóttir, hjón á Þjórs- stöðum í Núpasveit í Norður- Þingeyjarsýslu. Jón sák var heima í foreldra- húsum fram að tvítugsaldri, er hann fór í lausamensku, og vann hann við ýmsa vinnu þar til hann var 33 ára; og þann 9. júní 1896 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Ágústu Jó- hannesdóttur, Jónssonar og konu hans Snjólaugar Þorsteinsdóttur, ættuð úr Reyðarfirði í Suður- Múlasýslu. Árið 1900 fluttist Jón heitinn með konu sína til Ameríku og settist að í Argylebylgðinni og bjuggu þau þar fjögur ár; þá flutt- ust þau til Rapid Point og voru þar sjö ár; síðan fluttust þau til Stony Hill bygðarinna og bjuggu þar samfleytt í seytján ár. Þeim hjónum varð sex barna auðið; tvo drengi mistu þau, annan á fyrsta ári, en hinn uppkominn. Þau fjögur, sem eftir lifa eru: Thorsteinn, til heimilis á Lundar, og Wilhelm Jón í Flin Flon, báð- ir ógiftir^ mestu efnispiltar og góðir dengi; dætunar eru: Ást- fríður, gift Chas. Ver Wilghem, í Flin Flon, og Lára, gift Kristni Jörundsson á Oak Point, Man. Jón sál. var einn af þeim allra prúðustu og viðkynningarbeztu mönnum sinnar bygðar; hann var hinn gjörvulegasti maður, hár og þrekinn, hæglátur og viðmóts- góður, en þó glaður og skemtileg- ur í allri viðkynningu og vel greindur var hann. Jón sál. átti því marga og góða vini; hann var góðhjartaður og gat ekkert aumt séð, og vildi hjálpa öllum eftir megni; hann var friðsamur og um- talsfrómur maður. Alt þetta var til þess, að allir, sem honum kynt- ust, elskuðu hann og virtu. Jón sál. var skynsamur vel og lesinn maður. í kirkjumálum var hann hinn ábyggilegasti, o'g ávalt sann- ur og trúr; því til sönnunar má geta þess að þegar lúterski söfn- uðurinn bygði kirkjuna í Grunna- vatnsbygðinni fyrir nokkrum ár-' um síðan, þá var Jón sál. einn af mestu áhugamönnum að hrinda verkinu í framkvæmd og mun það hafa verið sá söfnuður, sem hann alt af heyrði til sem meðlimur. Með Jóni sál. er því genginn til grafar hið mesta göfugmenni, bæði frá sveitarfélagslegu og kirkjulegu sjónarmiði og er hant, sárt saknað af konu hans og börn- um, ættingjum og öllum vinum. Hanri var jarðsunginn fimtudag- inn 7. apríl frá Lundarkirkju, að viðstöddu fjölmenni. Síðan var líkið flutt austur til Otto grafreits og einnig borið þar í kirkju. Sá, sem skrifar þessar línur? talaði nokkur minningarorð við líkbörur hans í báðum kirkjunum. Drottinn blessi minningu hans. G. P. Johnson. Biskup yfir Norðurpól. Franskur prestur, Arséne Tur- quetail að nafni, hefir í tíu ár starfað að trúboði meðal Skræl- ingjanna hjá Hudsonsfjóa. Nýlega var hann gerður að biskup og nær biskupsdæmi hans alls yfir 2% miljón ferkílómetra, þar á meðal yfir sjálfan Norðurpólinn. En þótt biskupsdæmið sé svona vítt, eiga þar ekki heima nema átta þúsund sálir. — Lesb. Rafkæliskápur sparar peninga meB því að fyrirbyggja úrgang. Hann verndar jafnframt heilsu fjölskyldu yðar gagnvart skemdri fæðu. Komið í sýningarstofur hfd Hydro og skoöiö þessa kæliskdpa, cöa símiö 848 134, og mun um- boösmaður vor þd heimsœkja yöur. VÆGIR BORGUNARSKILMÁLAR Myndin að ofan sýnir hinn nýja GENERAL ELECTRIC KÆLISKÁP Gitij of Wmnfpeg is-si Va — Hið bezta hér í lífi, er góð samvizka. — Og hið næst bezta er góðúr lögfræðingur. -- " < * — — —— — - PROFESSIONAL CARDS - DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Grahom og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—1 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnlpeg, Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfræöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 FHONES: 26 849 og 26 640 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimlli: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TBUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFaNSSON islenzkir lögfrœöingar 6. öðru gólfi 325 MAIN STREET Talslmi: 24 963 Hafa etnnig skriístoíur að Lundar og Glmli og eru þar að hitta fyrsta mi8- vikudag i hverjum mánuðl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimlll: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrlfst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsimi: 42 691 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slml: 23 742 Heimilis: 33 328 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaöur 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Simi 23 082 Heima: 71 711 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 2X3—21 144 Heimili: 403 675 Winnipeg, M_an. 1 A. S. BARDAL 148 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allwr útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 HeimiUs talsími: 58 302 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Liögfrœöingur Skrlfstoía: 702 CONFEDERATON LIFB BUILDING Maln St. gegnt City Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hltta frá kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Offlce Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Stmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér a8 ávaxta spartfé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- lrspurnum svarað samstundls. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 32S E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfræöingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence ‘ Off ice - Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Tll viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON Huddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 Viðtalstími klukkan 8 til 9 að morgninum J. J. SWANSON & CO. v LIMITl’D 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega penlngalán og eldsábyrgO af öllu tagi. Phone: 26 349

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.