Lögberg - 21.04.1932, Síða 7

Lögberg - 21.04.1932, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. APIRÍL 1932. Bta. 7 Goethe og norrænn andi’ Eftir dr. Max Keil. A þriðjudaginn kemur (22. marz) eru liðin 100 ár síðan hinn mikli skáldjöfur Þýzkalands, Jo- hann Wolfgang v. Goethe, andað- ist í Weimer. Verður þessa til- efnis minst hátíðlega um allan hinn mentaða heim, en þó aðal- lega í Þýzkalandi, til þess að frægja minningu skáldsins og spækingsins. — Dr. Max Keil hefir ritað eftirfarandi grein um Goethe fyrir Lesókina. Ritaði hann grein- ina á móðurmáli sínu, þýzku, en Kristinn Andrésson þýddi. Á þessu ári gaf þýzka járn- brautarfélagið út bækling með titlinum: “Ferðist með(Goethe um Þýzkaland!” Á kortinu, sem fylgir þessu hefti, sér maður við fyrsta tillit, að Goethe hefir aldr- ei komið lengra norður á bóginn en til Berlínarborgar, að hann hefir einkum dvalist á Mið-Þýzka- landi og Suður-Þýzkalandi. Til útlanda hefir hann farið, nokkrar ferðir til Sviss, ítalíu, Frakklands og Suður-Póllands. Norðurlönd hefir hann aldrei augum litið. Þarigað hefir hann aldrei þráð að koma. 'Harzfjöllin voru fyrir hann nógu norðlæg. Wolfgang v. Goethe er fæddur í Frankfurt am Main, bæ, sem er á takmörkum Norður- og Suður- Þýzkalands. Föðurætt hans er úr Norður-Þýzkalandi, en móðurætt úr Suður-Þýzkalandi. — 1 sjöára- stríðinu fylgdi faðir Goethes Friðriki mikla Prússakonungi, en móðurafi hans keisaranum í Vín- arborg. Sem ungur stúdent í Strassburg hafði Goethe mikinn áhuga fyrir gotneskum býgging- arstíl og Eddukvæðum. Samtím- is varð hann ástfanginn í stúlk- unni, sem hann hefir sennilega mest elskað; Frederike Brion, grannvaxinni meyju, með ljósar fléttur og blá augu. Það átti ekki vel við Goethe, þegar hann var ungur, að haga sér nákvæmlega eftir fínum samkvæmisreglum. “Eg sit úti í horni hreyfingarlaus og aðrir álíta mig klaufa, sem enga manndsiði kann”, segir hann I bréfi einu. í kvæði líkir hann sér við ótaminn björn. Okkur hljóta að detta í hug fornmenn irnir í tfslendingasögunum, sem í æsku lágu kolbitar við eldana, en vöknuðu seinna til mikilla mann- dáða. Goethe talar einu sinni um “okkur Norðurlandabúa”. — Frá ítalíu skrifar hann: “Við Zimbr- ar, sem búum í eilífri þoku og móðu, vitum naumast hvað dagur er; okkur er sama, hvort dagur er eða nótt” og “mér finst eins og eg væri hér fæddur og uppalinn og væri kominn heim af hvalaveiðum frá Grænlandi.” En nokkrum ár- um áður hafði hann ferðast fót- gangandi að vetrarlagi um Harz- fjöll og Alpafjöll, til þess að njóta sem bezt náttúrunnar í tign henn- ar og auðn. Goethe, sem var venju- lega fjörugur í viðræðum, gat stundum verið þögull eins o!g sveitabóndi frá Norður-Þýzkalandi. Hann var alkunnur fyrir örlæti sitt eins og Norðurlandabúar eru yfirleitt. í skáldsögunni “Wil helm Meister” hefir Lothario óð= alsbóndi enga ánægju af eign sinni, nema allir vinnumenn og bændur eigi hlut í henni. Aðal- heiður í leikritinu “Goetz”, minn- ir á konur í norrænum sögum eins og Guðrúnu ósvífrsdóttur eða Hallgerði langbrók. Með fegurð sinni knýr Aðalheiður fjóra menn nauðuga til hermdarverka og jafnvel út í dauða. Báða hrafn- ana, sem fylgja Memfistofeles og færa honum fregnir, nefnir Go- ethe sjálfur “norræn skrípi” (í “Faust”)k 1 æfiágripi Goethes líkir Alexander Jóhannesson réttilega norrænu goðasögnunum um Loka við baráttu hins góða o!g illa í “Faust”. Margt annað í skáldskap Goethes minnir á nor- rænan kveðskap. Einnig virðist skapgerð Goethes minna mikið á anda norrænna manna. Af höfuðeinkennum hins norræna manns nefnum vér fyrst náið samband hans við náttúr- una. Norræni maðurinn hefir stöðugt vakandi meðvitund um starf náttúruaflanna í sjálfum sér, meira að segja um vald nátt- úrunnar yfir sér. Þessi náttúru- öfl koma fram í skáldskapnum sem landvættir, huldufólk o.s.frv. Til þessara náttúruafla heyrir í vissum skilningi Memfistofeles. persónugervingur innri náttúru- krafta, sem hamla anda Fausts í eilífri hásækni hans. Móti hon- um heyir Faust harða baráttu, því að norræni maðurinn telur sig líka skyldan til að verja eðli sitt gegn yfirráðum frumafla náttúrunnar. En sjálft eðli hans er brot af hinni miklu náttúru. Hún veitir honum aftur fulltingi í þessari baráttu. Goethe fans hann vera hluti af náttúrunni og nefndi sjálfan si!g “Erdkuhlein”, nokkurs konar Auðhumlu. Fimtugur keypti Goethe sér landareign til þess að kynnast landbúnaði af eigin reynd, hafði alla tíð mjög mikinn áhuga fyrir námum og glerverksmiðjum, fyrir grasafræði og lyfjafræði. — Náttúrukend Goethes var ákaflega næm. Hann líkti sjálfum sér við loftvog, skap hans var mjög háð dutlungum veðráttunnar. En oft var líka eins og hann ætti beinlínis leynd- arsamband við náttúruna. Móti ráðum bænda og leiðsögumanna fór hann 1 þoku yfir Alpaskörð og barðist móti stormi upp á Etna. Þrisvar sinnum fór hann upp á Vesúvíus og hætti í hvert skifti lífi sínu til þess að geta kynt sér sem nákvæmast eldgosa- sviðið. 1 stríðinu milli Frakka og Þjóðverja 1792, reið hann oft um 1 þéttustu skothríðinni til þess að vita hvaða tilfinningar hann eign aðist. Hins ve!gar kvaldist hann óskiljanlega af myrkfælni, þegar hann var ungur. Á gamalsaldri var hann hjátrúarfullur, hrædd- ist hluti, sem hann ekki skildi. hætti við ferðalag, ef það byrjaði með vagnslysi. Eins og skáldið var stöðugt innilega bundið nátt úrunni, eru verk hans einnig inni- lega samtengd lífi hans. “1 verk- um mínum er enginn stafur, sem eg hefi ekki lifað, fundið, notið eða liðið.” — .Sökum þess gekk Goethe aldrei á svig við neitt í lifinu, leitaðist við að gera líf sitt sem fjölbreyttast, var með sama áhuga við ráðherrastörf sín eins og skáldskap, hugsaði ára- tugum saman meira um stjórnmál heldur en ljóðasmíð. — Sterk náttúrukend Goethes varð orsök til merkra rita á sviði náttúru- vísindanna, sem hann fékst við í full 50 ár. Auk þess ætlaði hann að semja menningaj-söigu Italíu. Hún átti að byrja með jarðfræði landsins og sögu jarðyrkjunnar. í sambandi við þær ætlaði hann að rekja þróunarsögu andans. — meira virði heldur en stundartil- finning. Honum tókst oftast meistaralega að hafa vald yfir líðandi stund. Þegar Goethe var tíu ára gamall, dó bróðir hans, sem var sex ára. Wolfgang gat ekki grátið. Móðir hans spurði, hvort hann hefði þá ekki elskað litla bróður sinn. Þá hljóp Wolf- gang að rúmi sínu o!g dró fram mikið af blöðum, sem voru öll út- skrifuð af lexíum og sögum “Þetta hefi eg alt gert, til þess að kenna bróður mínum.” Sem stú- dent var hann oft vanur að yfir gefa dansskemtanirnar og skunda upp á næstu hæð í veitingahúsinu til þess að tala við vin sinn um heimspekileg efni. Hann orti Iphigenia” milli þess að hann skrásetti hermenn og samdi við hungraðan verkalýð. Oft átti hann í miklu stríði við stórhertogann í Weimer, sem var bráðlyndur og tilfinningasamur, unz honum tókst að koma fram rólegum og víðsýn um ákvörðunum á móti vilja her togans. — 1 stjórnmálum álitur Goethe eitt höfuðskilyrði fyrir þann, sem ráða vill: að hafa stjórn á sjálfum sér. Til þessar- ar skoðunar ber að rekja óbeit hans á frönsku stjórnarbylting- unni, er vildi með valdi gefa öll- um mönnum rétt til að stjórna, Loks má ástríðan ekki heldur sigra yfir ástinni. Ástin er fyrir Góethe eitthvað eilíft; í augum Fausts er herbergi Margrétar helgidómur, þar sem engin hugsun um nautn kemst að. Ástin verður að vera hafin upp yfir alt holdlegt og í henni verða að felast eilíf andans verðmæti. Ást Margrétar helzt saklaus þrátt fyrir alla jarðneska sekt. Hún vill bæta með lífi sínu fyrir það, sem hún hefir gert. Þess vegna fylgir hún Faust á flótta úr fangelsinu. Hjá henni ræður meir óskin um að halda ást- inni hreinni; heldur en freisting augnabliksins. Víða annarsstað- ar í skáldskap sínum skapar Go- ethe persónur, sem kunna að ráða yfir líðandi stund. Þegar faðir- inn í “Hermann og Dorothea” vill setja sig upp á móti giftingu Her- manns, svarar Hermann föður sínum með jafnaðargeði og “hæ- versklega”, opnar “hægt” dyrnar og fer. Andstæða við menn, sem ráða við tilfinningarnar, er Tasso Goethe skilur þetta ítalska skáld þannig, að það sé algerlega undir- orpið dutlungum augnabliksins (í leikritinu “Tasso”). Það er erfitt að skilja aðfinslu enska rit- höfundarins Lewis, er honum þyk- ir þátturinn um endurfund Ores- tes og Iphigenia of ástríðulaus (í leikritinu “Iphigenia”). Vér get- um þegar vel skilið þetta út frá norrænu sjónarmiði. í hverjum manni, er ekki lætur stjórnast af stundarástríðu, vakn- Loks var tilfinningalíf Goethes ar jafnskjótt og hann hefir náð sérstaklega náttúrlegt og heil- brigt. Þess vegna finnum við mjög oft^ þegar við lesum rit hans: Já, þetta hefi eg líka fundið; Goethe hefir að eins sagt það. Eftir skoðun Goethes er fegurð og sannleikur það sama í skáld- skaparlistinni. En fegurð er: Kvæðin verða að sýna það, sem skáldið hefir lifað, og tilfinning- ar þess verða að vera venjulegar og eðlilegar. Mennirnir heyja baráttu við náttúruna hið ytra og ástríðurn- ar hið innra. “Sá einn á skilið frelsi o'g líf, sem daglega verður að ávinna sér það” (í “Faust”). Eitt einkenni norræns anda er löngunin til að lifa ofan við augnabliks ástríðu. Þetta svarar að nokkru leyti til óttans við nátt- úrleg öfl augnabliksins. Að eigi vald yfir líðandi stund krefst mikillar andans orku. Hollenzki heimspekingurinn Spinoza segir um þetta: “Geðshræring, sem er ástríða, hættir að vera ástríða, um leið og vér myndum oss ljósa og ákveðna hugmynd um hana.” Á þennan hátt ná menn þeim mikla, ástríðulausa þroska, sem gefur mönnum skilning á hlutun- um og hefur þá upp yfir að hlæja eða gráta y-fir þeim. Það var líka frá fyrstu tíð þrá Goethes. Heild- argildi lífsins var honum alt af einu takmarki, þráin eftir öðru æðra. Að lokum lifir hann í ei- lífri þrá eftir óendanleik. Æðsta stig þessarar þrár eftir óendan- leik er sú hugmynd Goethes, að maðurinn sé ekki lokaþátturinn þróun lífsvera á jörðinni. “Faust” segir hann á einum stað: “Og enginn fékk svo fylling ósk- ar sinnar, að fýsti’ hann ekki heimsku’ í aðra meiri.” — Það gerir norræna manninn að drauma- barni, að hann kann ekki að færa sér í nyt líðandi stund og þráir alt af það, sem hann ekki á. Þann- ig hugsar Goethe með heitri þrá heim til sín, meðan hann er við nám í Leipzig( og þegar hann er kominn heim, þráir hann til Leipzig. Wilhelm Meister eign- ast að lokum tækifæri til þess að fá dýpstu ósk sína uppfylta, að verða leikstjóri. Þá stundina þyk ir honum verzlunarmannsstaðan er hann hafði áður, mesta ham- ingja (í skáldsögunni “Wilhelm Meister”). — Alt af þegar Goethe er á veiðum eða ferðum með stór- hertoganum, hugsar hann að eins um stjórnarstörf^ er þeim liggi báðum á herðum. Þannig er í rauninni engin nautn til fyrir nor- ræna manninn. Aukatitill á skáld- sögunni “Wilhelm Meister” er “die Entsagenden”: hinir fórn- fúsu. Allir, sem leita sér nautn- ar, verða að bæta fyrir það. Þeg- ar taumlaus ástríða kom Weither til að kyssa Lottu, sem var trú- lofuð öðrum, skaut hann si!g næstu nótt (í skáldsögunni “Die Leiden des jungen Werther”). Þegar eins var komið fyrir Goethe sjálfum, sleit hann sig frá Char- lotte Buff. Hann fann huggun í heimi andans og mat hann meira en nautnina. Þannig tókst hon- um, að losna við hugraun sína með því að skrifa áðurnefnda skáldsögu, eins og Agli með því að yrkja Sonatorrek. “Mér fanst eg hafa skriftað syndir mínar o!g vera orðinn frjáls maður aftur.” Þráin eftir óendanleik losar manninn stöðugt undan valdi augnabliksins, hreinsar sál hans af ástríðum, hvetur hann til hreinleika í hugsun. Á því ef líka enginn efi, að heiðríkja andans er hugsjón, sem alt af hefir ein- kent norræna menn. Þessu fylgir eins konar feimni við að segja öðrum allar hugsanir sínar. Ein- mitt þær dýpstu dylja þeir helzt. Um eina fegurstu ástmey sína, Maddalena Figgi, bláeyga stúlku frá Milano, talaði Goethe hvorki né skrifaði, jafnvel þótt 40 ár liðu. Á andlát móður sinnar minn- ist Goethe hvorki munnle!ga né bréflega. — Þegar Ágúst sonur hans dó, mátti enginn tala um Dað á heimili hans. Sjálfur mint- ist hann að eins á það með orðun- um: “Ágúst kemur ekki aftur.” Þegar Goethe lauk að síðustu “Faust” 1831, innsiglaði hann leikritið og læsti það niður í skrifborð sitt. Maður, sem þann- ig er gerður, hlýtur að bera fulla virðingu fyrir leyndarmálum ann- ara. Wilhelm Meister er viðstadd- ur réttarhald, þar sem stúlka verður að bera fram dýpstu til- finningar sínar fyrir réttinum. Wilhelm le!ggur að dómaranum að binda fljótt enda á málið; þetta sé alt fullkomlega ljóst. Mefisto- feles spyrst fyrir um ástarmál þeirra Fausts og Margrétar með tveimur djöfullegum orðum: “í nótt?” Faust svarar: “Hvað varð- ar þig um það?” Daginn sem þau kyntust? ganga þau Hermann og Drothea heim til foreldra Her- manns á hlýrri sumarnótt eftir bylgjandi kornökrum og um blómgaða garða. Bæði verða ást- fangin við fyrstu sjón o'g ástríð- an vaknar í hjörtum beggja, en hvorugt minnist á það með einu orði. Sama kvöldið gefur faðir Hermanns samþykki sitt til þess að þau megi eigast. — Þau gift- ast án langrar ástarsögu. Það minnir á hjónaböndin í Islend- ingasögunum, sem mörgum þykja fyrirmynd germanskra hjóna- banda. 1 “Hermann og Dorothea” vildi Goethe lýsa lífi heilbrigð- asta hluta þýzku þjóðarinnar. — Sjálfur tók hann Kristjönu Vul- pius, konu sína, jafn skyndilega á heimili sitt. Annars eru ástamál Goethes ekki alt af með þessum hætti. Hann átti æðra markmið, sem erfiðara var að ná, heldur en friðsamt hjónaband. — Hann vildi og varð að láta persónuleik sinn einan ná æðstu fullkomnun. Hann sá alt af fyrir sér nauðsyn- ina til þess að helga sig al- gerlega skáldskapnum. Sökum þess batt hann sig ekki of sneitima í hjónabandi eða í borgaralega stöðu. Þegar ráðherrastörfiu hindruðu hann að lokum um of frá skáldskap, flýði hann til ítalíu. Af þessari suðurþrá gæti menn álykta, að Goethe væri ramm- norrænn. En það var hann ekki. Það sýnir m. a. framkoma hans á ítalíu. Þar afneitaði hann helzt þjóðerni sínu og móðurmáli. Hann gleymdi þar vinum sínum á Þýzkalandi, og lifði að eins sjálfj um sér. Frá Napels skrifar hann: “Eg þekki mig varla. Mér finst eg vera orðinn nýr maður”í, og seinna: “Eg hefi oft látið alt eft- ir hjarta mínu. Á legsteini Mignons standa þessi orð: “Mundu að lifa!” (í skáldsögunni “Wil- helm Meister”)|. — Þegar Goethe kom heim eftir hálft annað ár, gat hann ekki aftur felt sig við Þýzkaland. Áhrif suðurlanda hefðu ekki getað orðið svona mik- il, ef Goethe hefði ekki átt í sálu sinni streng, er hljómaði við þai Sál hans átti suðræna tóna. Goethe sjálfum voru þessar and- stæðar ljósar. Einu sinni talaði hann um leikritin “Götz” og “Faust” og sagði: “Eg gladdist yfir að hafa eytt norræna arfin- um, og gekk að borðum Grikkja.” Árið 1797 ráðgerði hann nýja ít- alíuför. “Eg hefi lagt ‘Faust’ á hilluna. Norrænu hugmyndirnar hafa um stund orðið að víkja fyr- ir suðrænum minningum.” Ekk- ert af þeim kvæðum eða leikrit- um, sem hann skrifaði undir róm- verskum eða grískum áhrifum, er með germönskUm bragarháttum. Og þó sagði franska skáldkonan Mme. de Stael um “Tasso”, þar sem Goethe leggur sig mest fram um að skapa suðrænar persónur: “Leonora er þýzk prinsessa . . Tasso er einnig þýzkt skáld” — Gðethe leitast við alla æfi að sam ræma þessar tvær andstæður 1 sál sinni,—eins og Faust í broddi germanskra fylkinga leysir grísku drotninguna Helenu úr höndum Menelaos. Þegar Goethe var á fimtugs aldri? hélt hann raunar, að sér hefði tekist það, því að nú byrjar hann að auka enn meira þekkingu sína með því að kynna sér skáldskap austurlanda og stæla hann. Þar fann hann líka andlegan skyldleika og hélt, að í fyrra jarðlífi hefði hann verið^ persneskt skáld. Goethe átti hvort tveggja: heitt suðrænt blóð og kalt norrænt heiði. Hér hefir ekki verið tæki- færi til að skýra frá nema einni hlið. Það er ekki heldur rúm til að lýsa nánar eðli hins suðræna manns. Hann er t stuttu máli andstæða hins norræna. Suðræni maðurinn finnur ekki eins til bar- áttunnar við náttúruöflin. Hann Ef Þú Ert að Megrast og Missa Mátt. Megrun og veiklun, slæm matarlyst, meltingarleysi, svefnleysi á nóttunni, taugaveiklun og ill líðan yfirleitt lækn- ast alt fljfttt ef þú notar Nuga-Tone, því það hreinsar eitrið úr ltkamanum, sem orsakar alt þetta, og styrkir ltf- færin og kemur heilsunni aftur I gott lag og manneskjunni fer aftur að ltða vel og njúta lffsins. Nuga-Tone hefir hjálpað miljúnum manna, sem hafa átt við laklega heilsu að búa, st-lasnir og veikburða. Nuga- Tone styrkir heilsuna og eykur orkuna. Leytið þvt að sanna þessi ummæU á sjálfum yður. p>ú getur fengið Nuga-Tone í öllum lyfjabúðum. Ef lyfsalinn hefir það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsöluhúsinu. kann betur að njóta augnabliks- ins. Goethe segir t. d. um mynd- ir á fornum grafhvelfingum: “Hér krýpur ekki brynjaður ridd- ari, er bíður sæluríkrar upprisu; hér hefir listamaðurinn að eins sýnt einfalda samtíð mannanna. Þeir fórna ekki upp höndum, horfa ekki til himins, heldur eru þeir það sem þeir voru.” Á öðrum stað: “Frakkar eru of bundnir raun- veruleikanum, og geta ekki að- hylst hugsjónalíf. En það eiga Þjóðverjar í ríkum mæli.” And- stæðan norræna: suðrænn er auð- vitað ekki sama og gremanskur: grískur eða þýzkur: ítalskur. Slík dæmi er ekki hægt að taka nema sem líking. Því síður er hér la!gt nokkurt mat á, hvort betra sé eða verra. Þvert á móti, báðar skap- gerðir, sú noræna og hin suðræna, hafa gildi fyrir sig. Báðar geta þær sameinast — eins og þær gerðu hjá Goethe — og skapað listaverk svo fögur, að viðurkend sé af öllum þjóðum. Slík frjósöm fylling hlýtur alt af að verða tak- mark*mannsandans. Þangað eru fleiri leiðir en sýndar eru á upp- drætti þýzka járnbrautafélagsins. Þar sem en!gar járnbrautir liggja, eru nú á dögum möguleikar til loftsambands. — Lesb. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvaldson Árborg, Man...............................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man...........................J- K. Kárdal Baldur, Man........................ O. Anderson Bantry, N. Dakota.............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man.........................O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask.......................S. Loptson Brown, Man.............................J- S. Gillis Cavalier, N. Dak«ta.............B. S- Thorvardson Churchbridge, Sask.....................S. Loptson Cypress River, Man.............F. S. Frederickson Edinburg, N. Dakota.............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask............ .Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask.........................Guðmundur Johnson GarSar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask...................................C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenhoro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Hayland, Man...................................Kr. Pjetursson Hecla, Man.................................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............................John Norman Hnausa, Man..........................J- K. Kárdal Hove, Man...........................A. J. Skagfeld Húsavík, Man...........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kristnes, Sask......................Gunnar Laxdal Langruth, Man....................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Lögberg, Sask..........................S. Loptson Markerville, Alta....................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Mozart, Sask..........................Jens Eliason Narrows, Man........................Kr. Pjetursson Nes, Man..............................J- K. Kárdal Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man.....................Ólafur Thorlacius Otto, Man.............................S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Letfur Point Roberts, Wash..................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Revkjavik, Man.......................Árni Paulson Riverton, Man.........................G. Sölvason Seattle, Wash.....................• • -J- J- Middal Selkirk, Man...............................Klemens Jónasson Siglunes, Man...................................Kr. Pjetursson Silver Bay, Man.................Ólafur ThorMcius Svold. N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man.........................A. J. Vopni Tantallon, Sask.....................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota..............Einar J. BreiðfjörS Vancouver, B.C................... Mrs. A. Harvey Víðir, Man......................Trvggvi Ingjaldsson Vogar, Man......................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man...................G. Sölvason Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..................Gunnar Johannsson #

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.