Lögberg - 14.07.1932, Síða 3

Lögberg - 14.07.1932, Síða 3
LÖGBERG, FImiGDAGINN 14. JÚLÍ 1932. Bls. 3. Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga VORIÐ. Bjargar vonin blíð, blessuð vorsins 'tíð! Kom þú sæl! Þig sendi guð af hæðum. Vík þú vetri braut. Verm þú foldar skaut. Krýn þú lífið sönnum sumargæðum.—Br.J. LITLI KROPPINBAKUR. Eftir Henri Conti. Það var nærri komið kveld. Gráu skugg- arnir voru smám saman að lengjast, en stjömurnar blikuðu eins og einhver ósýnileg risahönd hefði stráð út gulleningum. Loft- blærinn var unaðslega mildur. Undir trjá- röðinni með fram Marceari-srtæti voru tveir ungir elskendur á gangi. Þau ganga hlið við lilið, leiðast, ganga ofur hægt tala brosandi, með viðkvæmnis-glampa í augum sér og blíðmæli á vörum. Læknirinn nafnfrægi, Claude Oharlin, stóð á loftsvölunum á húsi sínu, studdist við oln- boga og mændi á eftir þessum ungu elskend- um. En fljótt verður hann hugsi og angur- vær ,eins og sýn þessi taki á bann. Hann bítur saman vörunum og augun eru döpur og dreymandi í rökkurskímnni. Ó, aldrei hefir hann þekt. þennan barnslega, ákafa fögnuð ástarinnar! Aldrei hefir ástmey gengið við hlið honum, því hinn nafnfrægi Claude Char- lin er náttúrunni til smánar; hann er dverg- vaxinn kroppinbakur.. Líf hans var fyrst stöðugt píslarvætti, svo hvíldarlaust erfiði. 1 fæðingarþorpi sínu var hann eins konar óhamingjubarn. Fæðing hans kostaði móður hans lífð. Hann var veimiltítulegur, — vanþrifa úrhrak bræðra sinna, sem atyrtu ba.nn og misþyrmdu hon- um. Það var eins og daggardropi félli á hjarta hans, svo glaður varð hann, daginn, er presturinn, sem tekið hafði að sér að menta hann, lét hann vita, að prófið hefði hepnast og að liann hefði verið tekinn inn í skólann sem nýsveinn. Vesalings einmana dreng- hnokkinn fyltist svo barnslegum fögnuði, að bann hélt, að í skóla myndi einstæðingsskap- ur hans hætta. Hann ímyndaði sér, að liann myndi eignast einhvem lagsbróður og lifa nýju lífi, þegar einhver væri til að taka þátt í sorg lians og gleði. Þessi unaðslega tilhugsun var bóla, sem braát um leið og grimmúðugur veruleiki skólalífsins birtist honum. Skóla- bræður hans voru auðugir piltar, sterkir, vel vaxnir drengir, og hann vesalings - strák- hnokki, bóndasnáði með kryppu í baki, sem allir gerðu sér að skyldu að setjast á. Hve oft litli nýsveinninn grét í rúminu sínu í svefnskálanum, — lá á grúfu, og bældi vitin niður í koddann, til að kæfa. gráthljóðið. Hve mikið hann myndi bafa gefið á þessum ó- skaplegu einstæðingsdögum til þess að eiga móður, — að fá að hvíla í faðm hennar, taka í bönd lienni, heyra blíðmálu röddina hennar bera fram nafnið hans — nafnið hans, sem nú hafði orðið að víkja fyrir auknefninu “dvergur ” og hrópað var eftir honum af skólabræðrum og götustrákum. Loks var skólakvölunum lokið, eftir níu ár. Claude var nálega tvítugur! Tvítugur! Þá er tími ástanna. En liann átti ekki kost á öðru, vesalingur, en fáeinum dagdraumum. Yndislegar voru þær flögr- andi ummyndunarstundir, þegar einstæðing- urinn varð að karlmanni, — kallaði hrnia fram eins og með einhverjum töfrum, sá hana með hálflokuðum augunum, fagra, skáldlega, góða, eins og álfiadrotningu. Hann lót draumin fá fult vald á sér og heit við- kva'mis-bvlgja fylti huga hans. Yndislegt var það, að verða þessa var, þó afturkast til- finningarinnar yrði nokkuð sárt, þegar draumurinn breyttist í veruleika. En nú var langt síðan, er þessar sýnr, þessi fiðrildi æskunnar höfðu flogið á braut. Claude Cliarlin er nú fertugur; hann er al- vörumaður og reynir ekki framar að leita undanhalds frá veruleikanum inn í heim sjónhverfinganna. Hann hefir vaðið út í annríkið með öllum sínum hæfileikum og öll- um sínum þrótti, eins og sumir nýir liðs- menn vaða út á orustur í því skyni annað- hvort að öðlast eilífa hvíld eða verða frægir menn. Nú er kryplingurinn kominn út úr orustunni með frægðina. Hann er orðinn nafntogaður maður. Hann er orðinn stór- mennið Charlin. Þegar hann fer um stræt- in, heyrir hann nafn sitt nefnt með alvöru- blæ og menn þagna við lítið ei'tt, þegar þeir liafa nefnt hann, með þeim hætti er talað um fræga menn. Er öll hamingjan í þessu fólgin? Fáeinum tilslökunum við metnaðarliug mannanna? Vitaskuld hefir hann næma og innilega á- nægju af starfi sínu, uppgötvunum sínum, aðdáanlegum skýringum sínum, en stundum er heilinn þreyttur. Það er Protevs-hugur- inn einn, sem stöðugt fær fögnuð sinn endur- nýjaðan. En eru kryplingar með nokkurt til- finninga-tildur? Blessaður vertu, Claude Charlin, þú ert orðinn mikill maður og það ætti að vera þér nóg. Eini föguðurinn, sem áhyggjufull sál þín getur veitt viðtöku, er sá, að finna sjálfan sig lyftast upp einstöku sinn- um, þegar ein hver móðirin itekur í hendina á þér við rúmið barnsins hennar; þú liefir bjiargað því úr dauðans greipum, — og hún_ kyssir á hendina á þér og þú finnur hlýjuna aukast við það, að tár kemur á höndina. Blæði hjarta þínu eins og í æsku, finnur þú ein- hverja mikla auðn í huga þfnum — gott og vel, þá lýkur þú upp þessum stóru bókum í ein- hverju horni í bókhlöðu þinni og fer lað vinna. Þetta varð úr draumunum og og svona leið rökkrið. II. “Nei, læknir, eg hefi ekki hug til að segja henni það. Gerið þér það fyrir mig, að segja henni það sjáifur. Blessað bamið mitt! Þér vitið það með vissu, alveg með vissu, að hún verður alt áf fötluð? —” “Því miður, eg veit það alveg með vissu, frú mín góð. Eins og eg sagði ýður, er eng- in hætta á, að nauðsVn beri til þess að taka fótinn af. En þó ekki sé gert annað en það, sem gera varð í gær, verður dóttir yðar æfin- lega hölt.” Þetta var áköf hugraun fyrir móðurina, en hún stilti sig tafarlaust, fór með lækninum og lét ekki á því bera, að henni væri neitt órótt. - “ Jæja, hvernig líður okkur þá í dag, ung- frú góð,” sagði Claude. Málrómurinn var föðurlegur, alvarlegur og örfandi, eins og læknum og prestum er títt, þegar þeir tala við sjúklinga. “Mér líður bærilega rétt sem stendur, en kvölin kom aftur í morgun og var æði-sár,” madt* stúlkan. Hún reyndi að brosa ástúð- lega, en hemii veitti það örðugt. “Einmitt það! Nú skulum við sjá, hvern- ig það hefst við,” sagði Claude og lyfti upp jaðrinum rekkjuvoðinni. Hann fór þegar 'að losa umbúðirnar af vinstra fætinum með mestu varúð og var lengi að skoða sárið, hvesti á það augun, hnyklaði brýmar og not- aði sárakannann. “Einmitt það!” sagði liann alvarlega og hristi höfuðið. A snöggri breytingu, sem varð á rómlag- inu, varð stúlkan þess áskynja, að slæm tíð- indi væri á ferðinni; hún einblíndi á lækninn með viðkvæmni og óróleik, er sýndi, að hún þráði að komast að sannleikanum. “Ójá, það er meir en lítið alvarlegt,” svar- aði Charlin þessari þögulu spurning; liann las út úr henni hugrekki og þolgæði. “En, en —” stamaði stúlkan og varð alt í einu náföl; “ þér ætlið ékki að taka liann af ?” “Ónei, nei! En—” “Eg verð líklega æfinlega hölt?” Móðirin snökti, þar sem hún stóð við fóta- gaflinn á rúminu. Stúlkan skildi; tár hneig niður kinnar hennar. “Aumingja Louise!” sagði móðirin, og tók liönd barnsins og beygði sig niður til að kyssa hana á ennið og dylja tárin. “Vert þú ekki sorgbi'tin, móðir mín, eg ætla að biðja þig þess! Ef eg vei’ð liölt, má eg þess oftar til að grípa í bandlegginn á þér og með því móti verð eg hjarta þínu nær. ’ ’ Þetta var mælt af ósíngirni svo mikilli og viðkvæmni, að Oharlin gat ekki annað en komist við. Hve tilfinninganæm hún hlýtur að vera, þessi stúlka, og hve göfugt lijarta- lag hún má hafa, til að geta glejmit svona eígin sorgum sínum og sýnt öðrum svo mik- ið ástríki! Það varð djúp þögn fáein augna- blik. Þessar tvær konur fengu engu orði kom- ið upp og Charlin komst jafnvel í mikla geðshræring. Hann sagði við móðurina um íeið og hann stóð á fætur til að fara: “Nú þarf mín ekki lengur við, frú mín góð. Samt ætla eg með leyfi yðar að koma við og við til þess að vita, hvemig þessari ungu sitúlku líður.” Móðirin misskildi hvað átt var við með þessum orðum, stóð liikandi og óttaðist háa skuldareikninginn, sem lieimsóknir hans myndu hafa í för með sér; þá sagði liann: “Eg bið um þessa greiðvikni einsogvin- ur; eg hefi valdið nógum sársauka, eins og læknir. ” (Niðurl. næst.) Þórarinn Stefánsson frá Árnanesi, 4 Hornafirði, í Aust- ur-Skaftafellssýslu. — Dáinn að heimili sínu í Framnesbygð í Nýja íslandi, þ. 29. júní 1932. Þórarinn sál. Stefánsson var fæddur í Hvammi, í Lóni, í Aust- ur-Skaftafellssýslu, þ. 5. febrúar 1853. Foreldrar hans voru Stef- án Jónsson og Anna Sigurðar- dóttir, kona hans, þá búandi hjón í Hvammi. Til átta ára aldurs dvaldi Þór- arinn hjá foreldrum sínum, en var þá tekinn til fósturs af móð- urbróður sínum!, Páli Þórarins- syni, bónda í Árnanesi, og var hann með honum til fullorðins- aldurs. Hálfbróðir Þórarins, og eldri en hann, var Halldór Stefánsson, faðir Jóns Hall í Winnipeg. Var hann í mörg ár til heimilis hjá Þórarni bróður sínum og andað- ist þar fyrir tæpum tveim árum. Alsystkini Þórarins voru Guð- mundur, Margrét, Sigríður, Guð- ný og Sigurður. Að eins eitt af þeim, Si'gríður, kom vestur um haf. Hún andaðist í Engey, í grend við Mikley í Winnipeg- vatni, fyrir mörgum árum. Hin systkinin urðu öll eftir á íslandi. Sigurður dó kornungur maður. Guðmundur og Guðný bæði látin á íslandi. Margrét er enn á lífi, að því er ættingjar hennar bezt vita. Ekkja Þórarins sál. Stefáns- sonar er Steinunn Jónsdóttir, ætt- uð úr öræfum, frábær myndar- kona og dugnaðar. Þau giftust árið 1887. Bjuggu þau hjón í sex ár á íslandi, en fluttu svo vestur um haf árið 1893. Þau Þórarinn og Steinunn námu land í ísafoldarbygð, fyrir norð- an íslendingafljót, og bjuggu þar fram yfir aldamót, eða þar til þau og aðrir urðu að flýja þaðan sök- um hækkunar Winnipegvatns, er þá flæddi yfir öll lönd þar. Færðu þau hjón þá bústað sinn vestur í Framnesbygð, í 'Nlýja íslandi, eri þá var sem óðast að byggjast. Hafa þau búið þar jafnan síðan. Börn þeirra Þórarins o!g Stein- unnar eru þessi: (1) Páll, ógiftur heima í föð- urgarði. Hefir verið stoð og stytta foreldra sinna á efri árum þeirra, dugnaðar maður og ágæt- is drengur. (2) Vjlborg, kona Þorsteins Einarssonar, í Winnipeg. Hann er bróðir Stefáns Einarssonar, rit- stjóra Hkr., og þeirra systkina. (3) Guðjón, bóndi í Víðirbygð. Á fyrir konu Guðrúnu dóttur Þór- arins Kristjánssonar, fyrrum bónda þar í bygð. (4) Anna, hjúkrunarkona, ógift, hefir verið ýmist við hjúkrunar- störf í Winnipeg og víðar, eða þá heima hjá foreldrum sínum. (5) i Guðrún Lovísa. Hún er fóst- urdóttir þeirra Mr. og Mrs. R. Bergsson í Winnipeg. (6) Stefán, heima 1 föðurgarði. Fósturbörn þeirra Þórarins og Steinunnar, eru Steinunn Guð- mundsdóttir, kona Eymundar Dan- íelssonar, bónda í Framnesbygð, og Guðlaugur Kristjánsson, ungur maður, er að þessu hefir að mestu verið heima með fósturforeldr- um sínum. öll eru börn þeirra Þórarins o'g Steinunnar ágætis fólk. Hafa enda fengið afbragðs gott upp- eldi. Sama má segja um fóstur- börnin. Þórarinn Stefánsson var maður stór vexti og hefir víst á yngri árum verið mikill þrekmaður og dugnaðar. Um langt skeið á efri árum sínum átti hann við heilsu- lasleik að stríða, er ágerðist ár frá ári í seinni tíð. Voru miklar lækningatilraunir 'gerðar, en gekk erfitt að fá nokkurn verulegan bata. Umkvartanir heyrðust þó ekki að jafnaði, og bar Þórarinn sál. heilsulasleik sinn, er sífelt varð alvarlegri, með hinni mestu stilling og prýði. Ekki er það ofsögum sagt, að Þórarinn Stefánsson var hinn mesti sæmdarmaður. Hann var hið einstakasta valmenni. Frá- bærlega prúður maður í allri framgöngu og viðkynning. Kom alstaðar fram til góðs. Andlits- svipur hans var undur bjartur og góðmannlegur. Bar hann það að,- alsmerki hvar sem hann sázt. Gat engum dulist, að þarna var krist- inn sæmdarmaður, er bæði var heill í trú sinni og háttum. Um greind Þórarins og hvað hann hafði lesið, vissu aðeins ör- fáir menn, þeir sem voru honum allra handgengnastir. Aðrir höfðu ekki af því að segja. Jarðarför Þórarins Stefánsson- ar fór fram þ. 4. júlí, fyrst með húskveðju á heimilinu og svo með útfararathöfn í kirkju Árdals- safnaðar. Fjöldi fólks þar við- statt, auk ekkju hans, barna þeirra, tengdafólks, ættingja og nánustu vina. Tveir prestar þar viðstaddir, séra Sigurður Ólafsson, heima- prestur, og sá er línur þessar rit- ar, er talaði í kirkjunni. Minning hins látna, göfuga manns, verður langlíf og öllum kær, sem fengið höfðu að kynnast honum um æfina. Jóhann Bjarnason. PROFCSSIONAL CARON DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office timar 2-3 Heimili 770 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manitoba DR. L. A. SIGURDSON H. A. BERGMAN, K.C. 216-220 Medical Arts Bldg. íslenzkur lögfrœðingur Phone 21834 Skrifstofa: Room 811 McArthur Office tímar 2-4 Building, Portage Ave. 'Heimili: 104 HOME ST. Phone 72 409 P.O. Box 1656 PHONES 26 849 og 26 840 DR. O. B. BJORNSON Drs. H. R. & H. W. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tímar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnipeg, Manitoba TWEED Tannlæknar 406 TÖRONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir Phone 21 834 —Office timar 3-5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Simi 22 296 Heimilis 46 054 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlæknir Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Heimili: 373 RIVER AVE. Talsimi 4 2 691 Sími 23 742 Heimilis 33 328 W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á ööru gólfi) Talslmi 24 963 Hafa einnig skrifstofur aC Lundar og Gimli og er þar að hitta fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræðingur Skrifst. 411 PARIS BUILDING Phone 24 471 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). íslenzkur lögmaður 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Simi 23 082 Heimasími 71 763 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnípeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbönaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi 58 302 G. S. THORVALDSON B.A, LL.B. Lögfrœðingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimill: 806 VICTOR ST. Simi 28 180 A. C. JOHNSON 9 07 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 24 263—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœðingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED stundar iækningar og yfirsetur Nuddlœknir 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. Út- og frá kl. 6-8 að kveldinu Phone 36137 vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. 532 SHERBURN ST.-Sími 30 877 Símið og semjið um samtalstima Phone 26 349

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.