Lögberg


Lögberg - 14.07.1932, Qupperneq 5

Lögberg - 14.07.1932, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGiN N 14. JÚLI 1932. Bla. 5. Beinaf undur í Grænlandi Fyrir 34 árum fundu norskir sjómenn þar fornar beinagrindur átján manna. — Nú á að fara að rannsaka þetta nánar. I norska blaðinu “Tidens Tegn” birtist þessi grein 1. júní: — Meðal þeirra manna, sem verða í Grænlands leiðangri Hoel docents, er fer frá Álasundi 1. júlí á ‘Polarbjörn’, verður Hjálm- ar Breivik skipstjóri frá Þránd- heimi. Hann er nú um sjötu!gt og hefir farið rúmlega 50 ferðir norður í höf. Hann hefir skýrt svo frá, að ástæðan til þess að hann sé með í leiðangrinum, sé sú, að fyrir 34 árum hafi hann fundið leifar af fornri mannabygð á Austurgrænlandi. Var hann þá á skipinu “Anna” frá Tromsö, er stundaði veiðar þar við strend- urnar. Það voru þrír moldarkofar, eða öllu heldur jarðhús, sem við fundum þar á ströndinni, seigir hann. Framan við dyrnar á kof- unum fundum við leifar af 18 beinagrindum, sem lágu þar hver við hliðina á annari. Við sáum undir eins, að hér var ekki um fornleifar Skrælinkja að ræða. — Þetta voru beingarindur af háum mönnum, og þóttumst við vita, að þarna hefði norrænir veiðimenn borið beinin. Þökin á kofunum voru úr rostungshúðum, en kof- arnir voru hrundir fyrir löngu. Á steinhellum, sem þar voru, sá- um við einhverjar áletranir. Við vorum ellefu, er komum þarna að, én engum okkar fanst þetta sérlega merkilegt. Þegar við komum heim til Noregs, skýrð- um við frá þessu, en málinu var ekkert sint. Við höfðum tekið með okkur til minja pott úr steini (talgusteini?) o!g spjótsodd úr steini, og er það nú hvorttveggja geymt í safninu í Tromsö. Þremur árum seinna, eða 1901, kom eg aftur til sama staðar í Grænlandi, og lágu þá beina- grindurnar enn með sömu um- merkjum. Eg reyndi ekki fremur en áður að athuga þetta neitt nán- ar. Ekki er gott að segja, hve gamlar þessar beingrindur eru, en eflaust eru þær mörg hundruð ára gamlar.— Breivik er alveg viss um það, að hann muni finna staðinn aftur. Hann heldur, að hér sé um leifar norskra veiðimanna að ræða, er þarna hafi yfirbugast af erfiðleik- um. Fram að þessu hafa yfirvöld- in ekki viljað skifta sér neitt af þessu, en nú virðist svo, sem gát- una eigi að leysa. Af þeim ellefu mönnum, sem beinin fundu, er Breivik nú einn á lífi. — Það er sennilegt, að það standi eitthvað í sarríbandi við Græn- landsdeiluna, að Norðmenn ætla nú að fara að rannsaka þetta. Að minsta kosti virðast dönsku blöð- in Iíta svo á, sem þeir ætli hér að reyna að fá sönnun fyrir því, að Norðmenn hafi haft bækistöð sína á Austurgrænlandi, löngu fyr en sögur fara af. Segir eitt blað- ið, að þessi fundur muni ekki koma þeim að miklu haldi, því að hér sé sennilega að ræða um skipbrotsmenn frá mannskaðaár- inu mikla 1777. Þá fórust við Austurgrænland 25 hvalaveiða- skip, aðallelga frá Hollandi og Hamborg, og fjöldi manna týnd- ist. Við þessa getgátu er það að at- huga, að flest skipin munu hafa farist miklu sunnar við strönd- ina, en eru beinagrindur þær, er Breivik fann. Meðal Eskimóa eru sagnir um afdrif skipbrotsmanna. Segja þær að þeir hafi sezt að í hellum og gjótum á eyjum með- fram landi og orðið þar hungur- morða. En af staðarnöfnum má sjá, að það hefir ekki verið norð- ar en á 60° 10' norður breiddar. Mörg skipin fórust og miklu sunn- ar, eins og sjá má á því, að skip- brotsmenn komust á bátum suður fyrir Hvarf og norður með vest- urströndinni til Frederikshaab og Julianehaab. — Mgbl. Sveins-viti Menn muna, að hann Sveinki var svipmikill og stór, þó sögu eigi’ hann stutta, því löngum einn hann fór, en kæmi hann í bæinn, sem ekki oft við bar, hann átti tal við fáa, en brúna þungur var. í æsku þótti’ hann framsýnn og ýmsir trúðu’ á hann sem efni í bezta formann, því skynsamlega’ hann vann; af æskubræðrum sínum að afli og dirfsku’ hann bar, þó aldrei legði’ hann hendur á þann, sem minni var. Hann bjó á Skaga-tánni við brim og storma gný, þar búið höfðu’ hans feður við örlög köld og hlý; við kirkjuna á Ströndum nú blikna þeirra bein, en bauta-steina letur þar geta’ um margan Svein. En fyrir framan Skagann var skerjagarður grár, þar glumdi brim við steina, þó sléttur virtist sjár, og margir höfðu farist í myrkri og ósjó þar, því mesta hætta búin þar skipa-ferðum var. Og þegar Sveinn var ungur, hann hugsjón háa bar í huga framtaks-sömum um vita-smiðar þar; hann talaði við ýmsa, sem efni höfðu’ og ráð,. og aðstoðar hann krafðist að sýna hjálp og dáð. En þeir, sem voru eldri, ei skildu unglings skraf, þó skildu allir hættuna við myrkur, storm og haf. “En skerin voru gömul og skoðun Sveins var ung, og sköpum enginn ræður, þó örlög virðist þung.” Og Ægir brosti’ að Sveini við brimins froðu-fald: “Hvort fýsti þenna ungling að hefta’ hans mikla vald?” Og ögrun duldra valda varð máttugt orð til meins, í myrkri þar við Skagann fórst einkabróðir Sveins. Og fátt varð Sveinka’ að orði, en flestir sáu þó, með fálæti og stilling að yfir harmi’ hann bjó. — Hann seldi eignir sínar og bú, sem bezt þar var, og bygði Skaga-vitann — og lifði síðan þar. Enn dunar sær við Skagann og stormur sterkur hvín, ' þó stranda færri bátar, því vitinn bjart þar skín, þar vakir andi mannsins, sem lýsti fyrst þá leið, og ljósið, sem hann kveikti, er mörgum hjálp í neyð. Því hugsjón fögur lifir, þó deyi menn frá dáð, og dagar nýir koma og takmarkinu’ er náð; við kirkjuna á Ströndum nú visna víkings bein, en vitinn endurbygður er kendur við hann Svein! Þó þeir, sem ryðji veginn, oft fylgi hafi fátt, er flestum gjarnt að leita í brautryðjandans átt, því göfgi þess, sem leiðir, er lýðum náðar gjöf, sem lifir þó menn deyi og rotni’ í kaldri gröf. Pálmi. Einn grundvöllur og eining andans Prédikun við setning kirkjuþings, 16 juní, 1932 Bftir séra Harald Sigmar. Textar:—Því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. i. Kor. 3:11. En hver sem hefir týnt»lifi sínu mín vegna mun finna það. Matt. 10:39- Kappkostið að varðveita eining andans í bandi friðarins. Efesus 4:3. Kæru vinir! Fyrst eftir að eg hafði dregist á að tala hér við byrjun þessa kirkjuþings, hugsaði eg mér að flytja mjög stranga prédikun. Eg ætlaði mér að taka eins og með járnfingrum á meinum félags vors og kreista svo fast að sjúklingurinn æpti yfir sig af kvölum. Eg ætlaði að útbúa mér gaddasvipu og berja og berja þangað til alls- staðar blæddi undan. Alt átti þetta að vera gjört í hinum bezt^ tilgangi. Eg ætlaði að gjöra >að til að lækna. En þá kom mér alt í einu til hugar að eg væri kannske ekki nó£u mikill læknir til þess að beita slíkri læknisaðferð. Og það gæti þá máske farið svo að i stað þess að lækna, eftirléti eg sjúklinginn í hættulegum sárum. Þessvegna afréð eg að hverfa frá þessu fyrsta áformi minu. Einu sinni kom upp ógurlegur stormur, hann var svo svæsinn að helst leit svo út aS hann mundi umturna og jafnvel tortíma öllu. Menn urðu á svipstundu yfirkomnir af undrun og ótta, og þutu andvarpandi ^iver til móts við annan og sögðu : Drottinn hlýtur að vera í þessum stormi.” En hvernig sem þeir leituðu fundu þeii ekki Drottinn í storminum. Þá var það seinna í björtu og blíðu sólskini, þegar sumardýrðin þrýsti sér inst í sálu hvers manns, að það kom þýður, yndisþrunginn blær. Menn gáfu honum lítinn gaum í fyrstu. En áður langt leið áttuðu menn sig á því að Drott- inn var í hinum þýða blæ. Er ekki betrá og affarasælla, ef þess er kostur að reyna að láta prédikanir sínar berast til fólksins sem þýðan blæ ? Kannske maður yrði þá líka þeirrar náðar aðnjótandi að Drottinn væri á einhvern hátt í þeim blæ ? En ef yður skyldi nú samt finnast, kærir tilheyrendur, að það vera aðfinslublær á þessari prédikun, ætla eg að biðja yður að minnast þess að eg er þó alls ekki að hefja mig eins og eg stæði einn í réttri afstöðu eða með heilbrigðu hugarfari gagnvart félagi voru og málum þess. Mér er ekkert slíkt i huga. Eg flyt mál mitt beygður í auðmýkt frammi fyrir augliti Guðs út af minum eigin veikleika, en á sama tíma með tilfinning fyrir þeirri knýj- andi þörf að benda bæði sjálfum mér og öðrum á gallana, sem hjá oss finnast, og á betri og réttari leiðir í Jesú nafni. Hjarta mitt á margar einlægar óskir og ýmsa heita þrá þessu « félagi voru til handa. Ef til vill eru þær margar þess eðlis að það væri .erfitt að lýsa þeim svo að aðrir gætu skilið þær rétt. Þó eru að sjálfsögðu sumar þær óskir þess eðlis að vel má segja frá þeim og lýsa þeim svo greinilega að engum misskilningi þurfi að valda. Og nú langar mig eínmitt til þess, við þetta sérstaka tækifæri þátt- töku minnar í starfinu—þegar eg í fyrsta sinn ávarpa kirkjuþing við upphaf þess, að segja frá sumum þessum óskum, og setja þær í samband við þær fögru greinir úr Guðs orði sem eg vitnaði til við byrjun þessa máls. I. —Það er ein djúp og einlæg ósk hjarta míns, að kirkjufélag vort mætti í sinni trú og sinni kenning bæði eins og hún er flutt með orðum og í verki, leggja frábærlega sterka og einlæga áherzlu á Jesúm Krist, Guðs son. kenning hans, stefnu og lífsprógramm alt. en forðast að skyggja nokkurn tíma á dýrS hans með of mikilli áherzlu á þau atriði, sem ýmist eru engin aðalatriði eða þá bein- línis auka-atriði. Kannske sumum finnist þetta óþörf ósk, eða að minsta kosti óþarft að segja frá henni, vegna þess að hér sé um atriði að ræða, sem sé svo sameiginlegur vilji allra meðlima félags- ins. Eg veit að vér viljum að Jesús sé grundvöllurinn. Eg veit að vér viljum kannast við sannleiksgildi þessara dýrmætu orða frá Páli postula: “Því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur.” En þrátt fyrir það þó svo sé finst mér næsta oft brydda á því, ekki sízt þegar vér erum saman- komnir til þings, að vér lendtim út í svo mikla ákefð að halda fram eða hlúa að, eða leggja áherzlu á þau atriði, sem engin eru aðalatriði, að vér skyggjum nærri ósjálfrátt á dýrð frelsarans. Þessvegna sýnist mér þess brýn þörf að vér minnum sjálfa oss á það og biðjum Guð að forða oss frá því, að láta auka-atriði, smá- muni, eða jafnvel það sem merkilegt getur virzt í sjálfu sér, skyggja á dýrð hans, sem er alt í öllu. Taka vil eg það og fram i þessu sambandi, að ekki einasta þarf Jesús Kristur að vera grund- völlur trúar og kenningar hjá oss, heldur og líka grundvöllur athafna. ráðstafana og framkvæmda. Ráðstafanir og framkvæmd- ir í voru beina félagsstarfi þurfa að hvíla á þeim grundvelli. En ekki bara það, öll bein og óbein afskifti vor bæði af þjóðfélags og mannfélagsmálum þurfa aS bera á sér þann blæ og í sér þann anda, að á því verði ekki vilst, að líka þar vilji þetta félag byggja á Jesú Kristi einum. Liklega hefir aldrei í sögu manna verið dýpri og meira knýjandi þörf á því en nú að kirkjan leiðbeini og aðstoði einstaklinga og þjóðir í sambandi við hin ægilega erfiðu og flóknu þjóðfélags- og mannfélagsmál. Og það getur þar ekki verið um neina gagnlega leiðsögu að ræða nema hún hvili á Jesú Kristi, kenningum hans og lifi. Og það þarf að koma skýrt fram að hún hvíli á þeim grundvelli einum, þvi tortryggni er nú sem oftar á ferli, og hættan er að menn hverfi frá og fáist ekki til að hlusta, nema að andi fullrar einlægni og sannkristilegs lífs sé mjög bersýnilegur hjá kirkjunni. II. —Önnur ósk hjarta mins sem þessari er mjög skyld, og stendur í föstu sambandi við hana, er sú, að það gæti orðið oss meðlimum þessa félags hin sælasta gleði jafnframt því sem það er oss hinn helgasta skylda að lifa, starfa og leggja vorn skerf til málanna,—vegna Krists. Minnumst í þvi sambandi hinna dýrð- legu orða Krists: “Hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það.” Ef vér eigum bjargfasta trú á Jesúm Krist, Guðs son, sem grundvöll trúar og lifs og starfs; ef vér treystum því að hann hafi komið til að vera oss heilög fyrirmynd, óskeikull kennari, dýrð- legur leiðtogi, er sýnir oss föðurinn og heilagur lausnari er frels- ar oss frá dauða, hví skyldum vér þá ekki vilja lifa og starfa stöðugt—vegna Krists. Lítum snöggvast á líf postulanna eins og það birtist oss eftir hvítasunnuna. Höfuðhvötin hjá þeim var ávalt þetta: vegna Krists. Allur hinn frábæri dugnaður í vanþökkuðu starfi og öll þolinmæðin mitt í allsleysi og margvíslegum þjáningum, sem hjá þeim kemur fram skilst aldrei fyr en að maður lærir að athuga að það var alt vegna Krists. Hversvegna glimdu þeir við Guð í bæninni ? Hvers- vegna báðu þeir ekki bara fyrir bræðrum sínum og vinum, en líka fyrir þeim, sem ofsóttu þá, atyrtu og smánuðu,—það var vegna Krists. Hversvegna þoldu þeir heljarþrautir hinna ægilegustu of- sókna með stakri hugprýði? Það var vegna Krists. Ilversvegna gengu þeir hiklaust og fagnandi upp í opinn faðm hins grimmasta dauða ? Það var vegna Krists. Gætum vér nú beðið um nokkuð betra, gagnlegra og dýrmæt- ara fyrir sjálfa oss sem meðlimi þessa félags, en einmitt þetta, að vér eins og lærisveinarnir forðum lærðum að starfa og stríða, biðja og líöa, fyrirgefa og elska, bera hver annars byrðar og að- stoða hver annan með hlýjum kærleik,—vcgna Krists! Því skyldum vér ekki geta beygt oss í félagsstarfinu—vegna Krists ? Því skyldum vér ekki geta auðsýnt kærleik vegna Krists. þó oss finnist að vér hafa þolað einhvern kulda? Því skyldum vér ekki geta fyrirgefið, vegna Krists, þó oss virðist á hluta vorn gjört? Því skyldum vér ekki geta starfað áfram af áhuga og afli vegna Krists, þó oss virðist að ýmislegt fari á annan veg en vér hefðum óskað og teljum heppilegastan. Vegna Krists! Ó, að það mætti vera höfuðhvöt framkom- unnar og starfsins bæði hjá einstaklingum þessa kristna íélags og hjá félaginu í heild. III. _Enn verð eg að halda áfram að segja frá óskum, sem hjarta mitt á. Ó, hve oft hefi eg óskað að hjá oss, meðlimum þessa félags mætti þróast meiri kærleikur til félagsins, og meiri áhugi fyrir velferð þess en mér hefir stundum fundist að ætti sér stað. Þegar oss greinir á um mál,—um starfsleiðir eða stefnur þa finst mér að það sé ekki æfinlega kærleikur til félagsins og áhugi fyrir velferð þess sem ræður afstöðu vorri. Eg gæti feginn óskað mér þess að þetta væri misskilningur af minni hálfu, en af því mér hefir stundum sýnst að svona væri, þá nefni eg það hér til þess að vér hugsum um það með alvöru, og athugun hvort ekki megi héi betur fara. IV. —Og enn er ein ósk, sem eg verð að segja frá áður en eg nem staðar. Mér finst stundum að það vera dýpsta þráin, heitasta óskin, sem eg á í minu hjarta, þessu félagi til handa. Óskin er sú að vér mættum eignast meira en vér höfum áður átt af einingu andans. Eða er það bara einhver sjúkdómur i minni eigin sál, að finnast að vér enn ekki eiga í nógu ríkum mæli einingu andans. Eg þvkist fullviss um það nú að eining andans sé þessu félagi lífsspursmál. Þessvegna blæðir hjarta rnínu út af tilfinningunni um þann skort sem i því sambandi eigi sér stað. Þessvegna vil eg þá gjarna verða hér eins og hrópandi rödd, eða jafnvel eins og neyðaróp, og kalla með afli sálar minnar til vor sjálfra og til Guðs í himninum um einingu andans: Eg vil hrópa eins og sá, sem staddur er í dauðans hættu, og biðja og grátbæna Guð um meiri eining andans í þessu félagi. Eg veit að vér erum ólikir einstaklingarnir. Það er ekki unt við því að gjöra. Enda hefir Drottinn aldrei ætlast til þess að vér værum allir éins. En hann ætlast áreiðanlega til þess að vér séum öll bræður og systur er berum kærleiksþel hvort til annars, honum til dýrðar, málefni hans til eflingar, ríki hans til útbreiðslu og sjálfunr oss og öðrum til blessunar. Eg veit enn fremur að sinum virðist sitt hvað um gagnsemi og nauðsyn þeirra mála, sem vér höfum með höndum. Ekki sé eg neinn veg til að gjöra við því. Og þegar vér svo mætumst á þing- um og annarsstaðar á vettvangi vorra félagsstarfa með þessar deildu meiningar um það hvað sé allra nauðsynlegast og hvernig helzt skuli ráða vorum ýmsu málurn til lykta, og þegar hugur hvers um sig brennur af áhuga fyrir þeirri skoðun og stefnu, sem hann vill koma að, þá veit eg að það reynir mjög á þolinmæðina og kærleiksþelið. En hinar deildu meiningar og skiftu skoðanir vorar ættu þó aldrei í kristnu félagi sem þessu, að þurfa að verða oss svo ægilega kostbærar að þeirra vegna þurfi að fórna einingu andans. Talar ekki postulinn líka beint til vor þegar hann með hinum hrifandi og eftirminnilegu orðum segir: “Kappkostið að varð- veita einingu andans i bandi friðarins.” Vér erum hér kornnir til kirkjuþings. Þetta er í 23. sinni er eg kem á þing félags vors, og mörg af yður hafa komið rnikið oftar. Stunduð höfum vér horfið heim aftur með fögnuð í hjart- anu út af því sem hefir tekist að framkvæma, og út af málalokum vfirleitt. En stundum hefir á heimleiðinni búið hrygð í huga vor- um út af mistökum og óláni og mannlegum veikleika, sem þar hefir opinberast. En vér höfum haldið áfram að koma hvort sem bjart hefir verið yfir eða að ský hafa grúft yfir starfinu og velferð félagsins. En höfum vér alt af komið með heita þrá og auðmjúka bæn til Drottins í hjartanu um að vér mættum framkvæma það eitt sem vera mætti Guðs riki til eflingar, málefni Drottins til út- breiðslu, félaginu til heilla, mönnum til blessunar og Guði til dýrðar. Eg vildi að vér gætum treyst því að svo hefði ávalt verið með alla. Já, enn einu sinni erum vér hér komin til þings. Það grúfa yfir félagi voru þung ský. Þau grúfa yfir öllu nú. Það eru ský hinnar skæðu heimskreppu, sem allsstaðar grúfa yfir. Það verður erfiðara að starfa nú en oft hefir áður verið. Það hefir aldrei verið nauðsynlegra en nú að vel og viturlega og kristilega sé með málin og störfin farið, þó að það sé auðvitað ávalt nauð- synlegt. F.igum vér þá ekki, brseður og systur, við upphaf þessa þings, hver og einn einstaklingur að snúa huga og hjarta í heitri bæn til Drottins, og biðja hann að gefa oss náð til að gjöra það eitt á þinginu nú, sem auka megi dýrð Drottins, efla ríki hans, og greiða fyrir málsstað kristindómsins bæði innnan kirkjunnar og utan. Eigum vér ekki líka, andlega talað, að taka saman höndum meðan vér erum í þeim bænarhug og ákveða i einingu andans að byggja allar ráðstafanir vorar og framkvæmdir á þeim eina grund- velli sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Aður en vér tökum til starfa eigum vér að njóta hér sameigin- lega náðar Guðs við hina helgu kveldmáltið frelsara vors. Vera kann að afstaða vor gagnvart þeim helgidómi, sé eitthvað með mismunandi móti. En þó svo kynni að vera, þarf það engan veginn að vera á þann hátt, að ekki sé hægt að mæta í kærleiksanda,— allir við sama borð. Sjálfsagt verðum vér öll samhuga og sammála um að þetta sé helg minningar-athöfn, þar sem auðmjúkir lærisveinar minnast Drottins síns og frelsara, og sérstaklega þess kærleika að hann gaf lífið fyrir oss. Já, öllum getur það orðið helg og betrandi minn- ingarstund. Skyldu ekki flestir eða jafnvel alveg allir geta full- treyst því lika að við borðið helga komi hinn kærleiksriki veizlu- stjóri til móts við gesti sína alla, setn þar eru auðmjúkir, einlægir og biðjandi um fvrirgefning og náð, og gefi þeim sínar dýrðlegu gjafir,—fyrirgefning synda, sterkari trú og meiri kærleika. Kannske það geti ekki alveg allir treyst þvi, þó að mér virðist það ætti ekki að vera örðugt, að þar gefi Drottinn Jesús oss and- lega hlutdeild ,í líkama sínum og blóði, sem hann hefir fórnað mönnunum til frelsis. Þetta er heilagt trúaratriði, sem erfitt er að skilja og skýra. En það er ekki erfitt að nálgast náðarborðið í auðmjúku trausti. En hvað sem eitthvað lítillega breytilegu við- horfi í þessu efni líður, þá getum vér áreiðanlega öll nálgast þann helgidóm í einingu andans. Sérhver einstaklingur getur gengið þangað inn i hjartans einlægni þeirrar trúar, sem hann á, og með auðmjúka bæn um að Drottinn fyrirgefi sér og öðrum og veiti af náð sinni að öllum megi verða nautn sakramentisins til blessunar, trúarstyrkingar og eflingar í öllu góðu. Frá sliku—veizluborði Guðs náðar ætti oss að verða greiðfær Jeið út í fundarsalinn. Og þar ættum vér þá að geta rætt mál vor, samið ályktanir vorar, og ráðið ráðum vorum í anda Jesú Krists og á grundvelli lífs hans og kenninga. Og þó vér séum ekki ávalt sammála um það hvað sé félagi voru til mestra heilla, og málefni kristindómsins til sigurs eða á hvaða hátt skuli ráðstafa hverju máli svo til mestrar blessunar leiði, þá ætti slíkur skoðanamunur ekki að þurfa að stríða á neinn hátt móti einingu andans. —Sam.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.