Lögberg - 14.07.1932, Page 6

Lögberg - 14.07.1932, Page 6
BIs. fi. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1932. Náman með járnhurðinni EFTIR HAROLD BELL WRIGHT. A leiðinni upp gilið fór Edwards aftur að hug'sa um það, sem Lizard hafði sagt. Nú vlssí hann það fyrir víst, að Marta hafði ekki farið heim þessa leiðina. En hvar var hún? rijá Saint Jimmy? Edwards efaðist um, að stúlkan hefði farið til vina sinna eft- ir það sem -komið hafði fyrir. Hann hélt heldur ekki að hún mundi koma beint heim. Hann þekti, eða hélt að hann þekti býsna vel hennar næmu, kvenlegu tilfinningar, þó henn- ar daglega viðmót líktist meira viðmóti og framkomu pilta, heldur en stúlkna. Enginn skildi betur en hann, hvaða áhrif hin mann- vonzkulega framkoma Lizards gat hæglega haft á þessa stúlku. Hugh Edwards þekti vel þau afar illu á- hiif, sem vanvirðan gat haft á hugarfar manna. Hann vissi hvað það var, að vera hafður fy rir rangri sök, en sem almenning- ur hefði trúað, eins og svo oft kemur fvrir, að fólk trúir alskonar rógburði um náung- ann, og dæmir hann eftir því. Edwards skildi það fullkomlega hvers vegiia Marta liefði ekki komið heim, eftir þetta samtal við Lizard. Eins og sært og ofsótt dýr hafði þessi maður komið þarna í Gullgilið svo nefnda, eins og svo margir höfðu gert á undan hon- um. Hann hafði komið til að glevma og til að glevmast — og hann hafði fundið Mörtu. 1 sakleysi sínu og einfeldni hafði þessi stúlka ekki vitað hvemig hún átti að dylja fyrir honum ást sína. Hann sá ást hennar og hann þráði hana, eins og hungraður maður þráir að fá að borða, eða hreld sál þráir frið. En hann hafði neytt sjálfan sig til að segja ekki nokkurt orð, sem gæfi henni til kynna, að hann elskaði hana lífca. Þegar hann kom þarna fyrsit, hafði hann ekki gert sér hærri vonir en það, að finna þarna svo mikið af gulli, að hann gæti rétt keypt það, sem hann nauðsynlegast þyrfti til að geta dregið fram lífið, án þess að eiga beinlínis við skort að búa. En svo þegar ást- in hafði kviknuð í brjósti hans og verið næst- um ómótstæðileg, þá hafði honum liðið enn ver en áður. Honum sfcildist, að því að efns hefði hann nokkum rétt til að tjá henni ást sína, að hann gæti fengið réttlæting þess óréttar, sem hafði rekið hann út í þessa úf- legð, og að í sandinum og mölinni gæti hann fundið miklu meira gull, heldur en hann hefði enn fundið. Eins og aðrir menn, sem leita gulls í stað kærleikans, ])á hafði hann orðið fyrir von- brigðum og draumar hans höfðu ekki ræzt. í hvert sinn, sem hún var hjá honum, hafði hann þvingað sjálfan sig til að dylja ást sína til hennar. A hverri nóttu, þar sem hann svaf einn í kofanum, hafði hann látið sig dreyma að hann væri í raun og vera frjáls og sjálfstæður maður. Með sólarappfcomu á hverjum morgni, hafði hann farið til vinnu sinnar með þeirri von, að einmitt þann dag- inn mundi hann finna mikið af hinum dýra málmi. Um sólarlag á hverju kveldi, þegar hann hætti vinnu, hafði hann sagt við sjálf- an sig: “Á morgun". Og nú var svona kom- ið. Þegar hann hugsaði um, hvað lázard hafði gert, gat hann hugsað sér, hverj- ar aneiðingarnar gætu hæglega orðið: Hann hafði naumasit stjórn á sjálfum sér, hann var utan við sig af áhyggju og kvíða. Ef Marta var ekki hjá vinum sínum í hvíta húsinu í fjallshlíðinni, þá mátti hamingjan vita hvað um hana var orðið. Höfðu félag- arnir fundið hana? Var hún kannske ein á freð einhvers staðar í illviðrinu og mvrkr- inu, utan við sig og niðurbrotin af vanvirðu og áhyggjum? Hafði hún kannske lent í flóðinu? Var þessi fagri líkami kannske hálf-sundurtættur að hrekjast niður gljúfr- in? Kannske höfðu gömlu mennirnir lent í flóðinu líka? Þegar þessar hugsanir og spumingar sóttu á hann, tók hann til fótanna og hljóp. Það hlaut að vera eitthvað—eitrt- hvað, sem hann gæti gert. Aðgerðaleysið var með öllu óþolandi. Þegar hann kom heirn að girðingunni,’sem var umhverfis húsið, þar sem Marta átti heima, hrópaði hann nafn hennar af öllum kröftum. Hann gerði það aftur og aftur, þang^ð til einveran og myrkrið og hávaðinn í straumnum í læknum hafði þau áhrif á skapsmuni hans, að honum var ekki lengur hægt iað haldast þarna við. Hann komst ekki nema lítið eitt fram hjá sínum eigin fcofa, því þá varð vatnsflóðið fyrir honum. Aftur hrópaði hann af öllum kröftum: “Marta! Marta! Thad! Bob!” En hann heyrði varla til sjálfs sín vegna hávaðans í vatninu, þegar það ruddist niður gilið. — Loksins gat hann gert sér grein fyrir því, hve þýðingarlaust það var, að láta svona; hann gat ekkert gert í bráðina að minsta kosti, var bara að eyða kröftum sínum til ónýtis. Hann fór þangað, sem Marta átti heima. Han bara fór fram hjá sínum eigin kofa. Það var eitthvað, sení neyddi liann að húsinu, sem hann hafði komið til fyrir nokkrum mán- uðum, þá ekki ósvipaður biluðu og brotnu skipi, sem hafði verið að hrekjast úti á hafi, en loksins náð höfn. Altaf síðan hafði hann fund’ð þar griðastað. Á hverjujn morgni hafði hann fyrst af öllu litið þangað, og það hafði alt af glatt hann. A hverju kveldi hafði hann líka litið þangað, og ef hann sá Ijós í glugganum, var það honum gleðiefni. Honum fanst það vera ein.s og viti í eyði- mörkinni eða á ströndinni. Nú fanst honum óþolandi iað sjá þar ekkert ljós og vita af herbergjunum mannlausum. Félagarnir sluppu með herkjubrögðum undan flóðinu og komust svo hátt upp í hlíð- jna, að þeim var óhætt. “Það var gott, að hún var þó ekki héma, livað sem öðru líður, ” sagði Thad. “Eg átti fult í fangi með að sleppa.” Bob blés mæðilega og reyndi að brosa, þó honum væri alt annað en lilátur í hug. “Það er rétt eins líklegt, að hún sé að borða kveldverð hjá Sairnt Jimmy og það fari eins vel um hana, eins og bezt má vera, og svo hlær hún að okkur, að við skulum láta eins og flón út af engu.” “Við skulum vona ]>að,” svaraði hinn, “en þetta hlýtur að verða drengnum slæm nótt. Slæmt, að ekki skuli vera hægt að koma orð- um til hans fyr en í fyrramálið.” Þeir gátu ekki gengið nema heldur hægt og ]>að var orðið koldimt, þegar þeir komu að litla hvíta húsinu. En þegar þeir sáu Ijósið í glugganum, tóku þeir eins nærri sér, eins og þeir gátu og flýttu sér sem mest þeir máttu, þó vegurinn væri ógreiðfær mjög. Minna en tíu mínútum eftir að Saint Jimmy hafði opnað fyrir þeim, vora þeir aftur lagðir af stað út í myrkrið. En nú urðu þeir ekki lengur samferða, heldur fóru sína leiðina hvor. Eftir svo sem tvo klukkutfma slotaði ill- viðrinu. Það hætti hér um bil eins snögglega eins og það byrjaði. Eftir litla s'tund fór að sjást til lofts og verða stjömubjart. En all- ar lautir vora fullar af vatni. Ekki langt frá gripakvíum Wheelers mætti Tliad aftur félaga sínum og var hann nú ríð- andi og hafði söðlaðan hest í taumi. “Hún fór ekki heim eftir aðal veginum,” sagði Bob. “Sáu þeir nokkuð til hennar hjá Wheel- er?” “Já, George sá hana sjálfur, bæði þegar hún fór og þegar hún fcom aftur. George er farinn til Oracle til að vita hvort nokkur þar hefir séð til hennar. Hann fer með marga menn að leita að henni, strax þegar birtir.”' Thad fór á bak, en heldur gekk lionum það stirðlega. Svo sátu þeir báðir á hestsbaki án þess að fana af stað og án þess að segja nokkurt orð. Þeir litu til lofts, til skýj- anna, sem sýndust vera að flýta sér svo ó- sköp mikið að komast bak við fjöllin í fjarlægð. > “Það er ekki nokkur skapaður hlutur, sem við getum gert, þangað til í fyrramálið,” sagði Bob loksins. Fóit fyrir fót og þegjandi riðu þeir í átt- ina til hvíta hússins í fjallshlíðinni, til að bíða þar hjá Saint Jimmy og móður hans þangað til birti að morgni. Þessir tveir hálfgerðu útilegumenn, höfðu lent í margskonar hættum um dagana og lít- il kynni haft af lífsþægindunum. Mestum hluta lífsins höfðu þeir varið til þess að leita að gulli og oft gert sér góðar vonir, en flest- ar höfðu vonirnar bragðist. Þeir höfðu ekki fundið nema lítið eitt af gulli, en þeir höfðu af tilviljun fundið barn og þeir liöfðu sjálfir alið það upp, og það var þeim óendanlega miklu meira virði, heldur en alt það gull, sem þeir höfðu nokkurn tíma gert sér vonir um að finna. Þeir höfðu áldrei átt heimili í vanelgum skilningi eða. haft fjölskyldu til að vinna fyrir, sem miljónir manna sættu sig við að leggja alt í sölurnar fyrir og eru viljugir til að leggja á sig ótrúlega mikið erfiði til að sjá því fólki farborða, en þeir höfðu með gleði gert alt sem þeir gátu fyrir þessa fóst- urdóttur sína. En af iþví þessir menn höfðu lært sínar lexíur í einverunni, á eyðimörk- inni, og í fjöllunum, þá kunnu þeir að dylja áhyggjur sínar og kvíða. Þeir börmuðu sér ekki og þeir sýndu enga óstillingu. Þeir sátu hreyfingarlausir og þegjandi. Þeir biðu. Mrs. Burten lokaði sig inni í svefnherbergi sínu. Þetta var ofraun fyrir taugar henn- ar. En hún gat grátið og hún gat beðið. Saint Jimmy gekk um gólf, hægt og stilt. Við og við stanzaði hann við gluggann og leit út í myrkrið, eða hann stóð úti í dyrunum og hlustaði, hvort hann heyrði ekki eitthvert liljóð, einhvers staðar úti í myrkrinu. I húsinu, þar sem Marta átti heima, var Edwards einsamall og beið þess líka, að aft- ur færi að birta. XV. KAPITULI. Eftir þá óútmálanlegu mannvonzku, sem Lizard hafði sýnt Mörtu, með því sem hann hafði sagt við hana, var engu líkara, en hún hefði fengið högg á höfuðið og hana svimaði og hún gat ekki lengur hugsað skýrt. Þetta hafði komið þegar verst gegndi. Hún hafði verið að glíma við ótal spurn- ingar, sem komið höfðu í huga hennar. Nú liafði hún fengið ráðningu á þeim öllum í einu og hún tók alt, sem Lizard hafði sagt, sem gott og gilt. Nugget var fcannske að hugsa um það, hvernig á því gæti staðið, að Marta skvldi sitja svona hreyfingarlaus, og hann fór eitt eða tvö fet áfram, þó hann vissi, að hann hefði ekki levfi til þess. Þegar liann fann, að það dugði#ekki, hristi hann makkann, og teygði svo á taumunum. “Hvað er að?” virtist hann vilja spyrja. “Því höldum við ekki áfram?” En þetta dugði ekkert og hún lét ekki á sér bæra. Loksins lagði hest- urinn samt iaf stað í áttina heimleiðis, án þess þó að vita fvrir víst, hvort hann mætti það eða ekki. Þegar hann kom að girðingar- hliðinu hjá Wheeler, sneri Nugget sér þann- ig, að Marta gæti opnað hliðið, án þess að fá nokkra bendingu frá henni um það. Án þess eiginlega að vita nokkuð um það, opn- aði hún hliðið og hesturinn hjálpaði henni til að loka því, frá hinni hliðinni. Hefði Nugget mátt ráða, mundi hann hafa farið götuna að hvíta húsinu í fjallshlíðinni, eins og hann var vanur, þegar þa.u komu frá Oracle, en hún vildi það, ekki og sveigði alt í einu af leið. Nú vildi hún ekki fara þessa leið. Nú mundi hún vel, og fyrirvarð sig fvrir það, að hún hafði einu sinni stungið upp á því við Saint Jimmv, að þau skyldu gifta sig og fara eitthvað burtu. Og hún háfði farið mörgum orðum um það, hvemig heimilið þeirra ætti að verða. Nú skildi hún, hvers vegna hann hafði hlegið eitthvað svo skrítilega. að þessu. Það var engin furða, þó manni eins og Saint Jimmy var, þætti það mikil fjarstæða, að giftast lienni. Hann, sem var af svó góðum ættum, en hún átti enga foreldra og enga ættingja, og hefði sjálfsagt aldrei átt að fæðast í þenna heim. Þvílík fjarstæða, að hún skyldi láta sér detta í hug að giftast slíkum manni, sem Dr. Bur- ton var. Saint Jimmy og móðir hans höfðu verið góð við hana, en þau mundu vera góð við alla, sem eitthvað svipað væri ástatt fyrir. Þau hefðu viljað alt fyrir hana gera. En auð- vitað hafði Jimmy bara hlegið, þegar hún sagði honum, að hún vildi giftast honum. Alt af mundi henni þykja vænt um þessa vini sína og velgerðamenn, en henni fanst hún helzt aldrei geta séð þau of'tar. Henni fanst það mundi verða sér algerlega ofraun, hún fyrirvarð sig svo mikið. Hún gætti þess ekkert, hvemig útlitið var með veður. Ávalt endrarnær hefði hún glögglega séð, þegar óveðurs var von. Nú gaf hún þessari hættu engar gætur. Hún var að hugsa um alt aðra hættu. Hún var heldur ekki fyrst og fremst að hugsa um Saint Jimmy og móður hans. Þegar húp hafði snúið af leiðinni til hvíta hússins, varð hún að þvinga sjálfa sig til að hafa ekki allan hugann hjá manninum, sem liélt til í kofan- um, rétt hjá hennar heimili. Hún sagði sjálfri sér hvað eftir annað, að hún mætti ekki hugsa um hann. En hún gerði það samt og hugsanir hennar voru eins og kolin í eldstæðinu. Nú vissi Marta það með liræðilegri full- vissu, að húri unni Hugh Edwards, — efckí eins og hún unni Saint Jimmv og það var eina ástin, sem hún hafði þekt, þangað til íiún kyntist Edwards. Hún unni honum með ást konunnar, sem tekur einn mann fram yf- ir alla aðra, og velur sér hann fyrir farar- namt alla æfina og til að vera föður barn- anna sinna. Hennar mikla gleði iþá um morguninn, hafði verið aðallega í því fólgin, að maðurinn, sem hún unni, væri hennar. Hann hafði aldrei sagt nokkui-t orð í þá átt, en hún vissi það. Á þúsund vegu liafði hann sagt henni það þó ekfci væri með orðum. Hve varfærinn hann hafði verið í þá átt, hafði betur en alt annað sannfært bana um, að hér hefði hún rétt fyrir sér, og það út af fyrir sig, hafði aukið gleði hennar stóram. En samt langaði hana til að hann segði sér þaði sem hún vissi að lionum bjó í brjósti. Hún hafði ekki skilið þetta. Hún hafði jafnvel ekki gert sér grein fyrir, hvers vegna hún vildi að liann segði sér, að hann elskaði sig. Henni hafði bara fundist, að hún til- heyrði honum og að honum þætti vænt um sig, en hefði einhverjar ástæður til að segja ekkert um það, rétt í bráðina. Nú skildi hún ástæðuna, eftir að hafa lilustað á það, sem Lizard hafði sagt við hana. Nú skildi hún líka, að ást hennar á Edwards átti ekki rétt á sér. Ilér gat heldur ekki verið um hreina og göfuga ást að ræða af hans hálfu. Nú vissi hún hvers vegna hann hafði ekki sagt það, sem hana langaði svo mikið til að heyra. Hann mundi allrei segja það. Hon- um var líkt farið og Saimt Jimmy. Sú kona, sem yrði móðir sona Hugh Edward.s, mátti ekki vera einhver óþekt óskilamanneskja, sem heiðarlegar konur sneru við bakinu, og menn eins og Lizard gerðu gabb að og töl- uðu um eins og eitthvert úrþvætti. Hún var rétt að segja komin heim undir kofa Edwards, þegar hún alt í einu stöðvaði hestinn. Ef hún héldi áfram fáein fet lengra, mundi hún finna Edwards. Hún gat ekki haldið áfram. Það var eins og sitórt fjall hefði risið upp rétt fvrir framan hana, sem var óyfirstíganlegt. Hún var aðskilin frá öðium manneskjum, lokuð úti. Óhrein! Óhrein! Hún mátti ekki koma nærri þeim, sem hún unni. Hún sneri hestinum við og reið aftur upp gilið. Hún vissi ekki hvert hún ætlaði að fara og 'hún kærði sig ekkert um það. Hvað gerði það svo sem til, hvert hún fór? Hún var til með að fara hvert sem var, en bara ekki þangað, sem hann var og beið hennar. Hún reið hugsunarlaust inn í gamlan lækj- arfarveg, sem var svo djúpur, að ekki sást nema upp í heiðan himininn. Nugget var alt annað en ánægður með þetta og gerði hverja tilraunina eftir aðra til að snúa við heim- leiðis, en hún neyddi hann til að halda áfram upp gilið, þó honum væri' það nauðugt. Góða stund gerði hesturinn það bezta, sem hann gat, til að komast áfram eftir sandin- um og mölinni og stórgrýtinu, því þessi leið var alt annað en greiðfær. Og þegar illviðr- ið skall á, var hún komin töluvert langt upp eftir gilinu. Nugget va.rð aftur tregur til að halda lengra, en Marta lét liann ekki komast upp með annað, en bara að halda áfram, hversu nauðugt sem honum var það. Hún var komin að bugðu í gilinu, þar sem það beygðis til suðurs, þegar illviðrið skall á og vatnið eins og heltist úr loftinu. "V ind- urinn og regnið neyddi hana til að lialla sér áfram , næstum alveg ofan að makkanum á hestinum. Það varð næsturn dimt, þó ekki væri enn orðið framorðið. Nugget skildist vafalaust, að Marta vissi ekkert um hættuna, sem þau bæði voru komin í, svo hann tók til sinna ráða og bjargaði þeim úr bráðri hættu, í svipinn að minsta kosti. Hún vissi ekki hvert hesturinn fór en hún vissi að liann fór upp á móti. Hún liafði nóg að gera að halda sér í hnakknum, en lét hest- inn ráða ferðinni, enda gat hún ekki annað, hann hafði tekið af henni ráðin. En þegar hann loksins hægði á sér, og var nú aftur til þess búinn, að láta að stjóm, var Marta búin að tapa áttunum og vissi ekkert hvar hún var stödd. Hún þefeti sig ekki og gat ekki áttað sig á neinu. “EG VILDI AÐ SJÓRINN YRBI AÐ MJÓLK” og svör Látra-Bjargar. Allir kannast við vísuna: Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk, undirdjúpin að skyri, fjöll og hálsar að floti og tólg, frónið að kúasmjeri; uppfyllist óskin mín, öll vötn í brennivín, Holland að heitum graut, helv .... gamalt naut, Grikkland að grárri meri. Vísa þessi er eilgnuð séra Högna á Grenjaðar- stað. — En mælt er, að svohljóðandi svar við vísu þessa sé eftir Látra-Björgu: Þó þú ættir nú þetta alt, og þúsund sinnum fleira, heiminn fullan með mjöl og malt, merkur, sanda og leira, ákavít áin Rín, eyjarnar tóbaksskrín, hafsaulgað fult með flot, fyrir jól yrðu þrot, uppætir æ því meira. * . Annað svar hljóðar svo: Allur þótt sjórinn yrði að mjólk og öll vötn, sem til hans fljóta, varla fá sumir hálfan hólk, hamingjan náir þrjóta. Alt það til eyðslu fer, ógæfan nálæg er, á veturna heyrist vein og voðalegt hungurkvein, bræðingnum msnn þá blóta. (Úr hrs. ól. J)av.)—Lesb. i

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.