Lögberg - 21.07.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.07.1932, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. JÚLí 1932. Fertugaáta og áttunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Veáturheimi. Hnldið í Fyrstu lútersku kirkju, Winnipeg, Manitoba 16. til 21. júni, 1932 FJÓRÐI FUNODUR — laugardaginn þ. 18. júní, kl. 9 f.h. Fundurinn byrjaði með guðræknisstund, undir stjórn séra G. Guttormssonar. Las hann Lúk. 12, 16—21. og flutti stutta prédikun. Við nafnakall voru fjarverandi: séra R. Marteinsson, séra E. R. Fáfnis (er varð að fara heim í prestakall sitt til að sinna embættisverkum), Finnur Johnson, B. A. Bjarnason, H. A. Bergman og Guðný Eyjólfsson. Gjörðabók 1., 2. og 3. fundar lesin og staðfest, með litils- háttar breytiifg, samkvæmt úrskurði forseta. Tekið var fyrir 10. mál á dagskrá: Afstaða kirkjunnar í mannfélagsmálum. Séra G. Guttormsson innleiddi málið, með skýíri, stuttri tölu. Urðu þá lítilsháttar umræður. Að því búnu gjörði G. Thorleifsson þá tillögu, en séra S. S. Christopherson studdi, að málið sé borðlagt. Fór samstundis fram atkvæðagreiðsla og var tillagan feld. Voru með henni 15 atkv., en 18 á móti. Urðu síðan nokkrar umræður, þar til samþykt var að setja málið í fimm manna þingnefnd. í þá nefnd voru skipuð þau séra N. S. Thorláksson, séra G. Guttormsson, Magnea Peter- son, Dóra Benson og S. S. Laxdal. Þá var tekið fyrir 2. mál á dagskrá: Heiðingjatrúboð. Forseti mæltist til, að þar sem viðstaddur væri trúboði kirkjufélagsins í Japan, séra S. O. Thorláksson, að hann tæki fyrstur til máls. Varð séra Octavíus við þeim tilmælum. Flutti hann skýra og fróðlega ræðu um trúboðsstarfið: Mint- ist stríðsins, bænarákallsins og lífsstraumanna, sem bærust fram og aftur milli kirkjunnar heima fyrir, og trúboðsstöðv- anna, þar sem verkið væri unnið. Mintist á, að kristniboðs- málið væri eitt af stórmálum vorum. Mætti af ásigkomulagi þess merkja, hvernig lífæð kirkjunnar sjálfrar slægi. Þakk- aði hann fyrirbænir o!g blessunaróskir, er þeim hjónum, hon- um og frú hans, hefðu borist, og sem væru trúboðum æfinlega svo dýrmætar. Mintist hann og á viðkynningu þeirra hjóna af þeim ólafi Ólafssyni kristniboða frá íslandi og frú hans, er þau hefðu orðið að flýja undan ofsóknum óvina kristninn- ar í Kína, og hefðu þá um tima dvalið á heimili trúboða vorra í Japan. Taldi hann þá viðkynningu hafa orðið sér mjög dýr- mæta, og stæði hún 1 nánu sambandi við ferð þeirra hjóna til Noregs og íslands og þær frábæru viðtökur, er þau hefðu mætt þar. Þakkaði forseti ávarp trúboðans, og mæltist til um leið, að Mrs. S. 0. Thorláksson tæki einnig til máls. Varð frúin við þeim tilmælum. Sagði hún sig langaði til að bregða upp aðeins einni mynd, fyrir hugskotssjónum kirkjuþingsmanna, og sú mynd væri af gömlu, lasburða fólki, er nærri væri búið með æfina, sem leitaði til hofanna heiðnu, til að biðjast fyrir frammi fyrir steinlíkneski, í þeirri von, að finna sálum sínum huggun og hvíld. Menn gætu af þvi ráðið, hversu þörfin á að boða Krist o!g fagnaðarboðskap hans, væri frábærlega mikil og knýjandi. Var ræða frúarinnar þökkuð af forseta. Forseti mintist á, að kirkjufélaginu hefði borist tilboð um það, að það hefði ráðgefandi fulltrúa í kristniboðsnefnd United Lutheran Church. Hefði nefndin þá, er boðið barst henni í hendur, þakkað fyrir það, en hefði hins vegar ekki séð verulega knýjandi þörf á að nota sér tilboðið. Nú væri þó fyrir kirkjuþingið, er hefði æðsta úrskurðarvald í þessu efni, að segja til, hvernig með það mál skyldi fara. Séra S. O. Thorláksson tilkynti þá, að hann væri kjðrinn fulltrúi kristniboðsnefndar United Lutheran Church/ til þess að mæta fyrir hennar hönd á þessu þingi. Flutti hjtnn þing- inu bróðurkveðju og árnaðarorð frá nefndinni, um leið og hann, í umfboði hennar, endurnýjaði boðið um að kirkjuféla!gið hefði þar ráðgefandi fulltrúa. Kvað hann nefndinni vera það áhugamál, að það boð væri nú þegið. Samþykt var að vísa heiðingjatrúboðsmálinu til fimm manna þingnefndar. í nefndina voru skipuð: séra R. Mar- teinsson, séra S. S. Christopherson, Wm. Freeman, C. B. Jóns- son og Mrs. 0. Kelly. Þá var tekið fyrir 4. mál á dagskrá: Sunnudagsskólar og krístileg fræðsla hinna ungu. Var málið innleitt af forseta, með ítarlegri ræðu. Urðu síðan fjöru'gar umræður um málið og tóku margir til máls. — Var að því búnu samþykt, að vísa því máli til fimm manna þingnefndar. í nefndina skipaði forseti þau séra H. Sigmar, 0. Anderson, Mrs. C. P. Paulson, Mrs. B. T. Benson og Mrs. S. W. Sigurgeirson. Þegar hér var komið, var klukkan nálægt tólf á hádegi. Sunginn var sálmurinn nr. 14 og fundi síðan frestað til kl. 2 e. h. sama dag. FIMTI FUNTHJR — kl. 2 e. h. sama dag. Sunginn var sálmurinn nr. 182. Tekið var fyrir á ný 7. mál á dagskrá: útgúfumál. Fyrir hönd þingnefndarinnar í því máli, lagði K. V. Björn- son fram þessa skýrslu: Þingnefndin i útgáfumálinu leyfir sér að leggja fjrrir háttvirt kirkjuþing meðfylgjandi tillögur: (1) Að Sameiningin komi út mánaðarlega á þessu fjár- hagsári kirkjufélagsins, sem að undanförnu. (2) Að lesmál hvers eintaks frá þessum tíma sé 16 blað- síður. (3> Að verð blaðsins sé fært niður einn dollar, frá næstu áramótum. (4) Að þingið votti ritstjórnarnefndinni innilegt þakklæti fyrir starf á liðnu ári, og endurkjósi þá. (5) Að Gjörðabók sé gefin út sem að undanförnu. Á kirkjuþingi í Wlnnieg, 18. júní 1932. K. Valdimar Björnson. John J. Vopni. F. 0. Lyngdal. Tryggvi Ingjaldsson. S. ólafsson. Samþykt var að taka skýrsluna fyrir lið fyrir lið. 1. liður samþyktur. Við 2. lið gjörði A. E. Johnson þá breytingartillögu, en Gunnl. Jóhannsson studdi, að stærð blaðsins sé ákveðin 24 bls. Var breytingartillagan rædd talsvert, en síðan feld. Var lið- urinn því næst samþyktur. 3. liður samþyktur. — 4. liður sömuleiðis með því, að allir stóðu á fætur. 5. liður einnig samþyktur. — Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Séra J. A. Sigurðsson gjörði þá tillögu, en J. J. Myres studdi, að ráðsmaður útgáfufyrirtækja sé beðinn að gera gangskör að því, að innkalla skuldir og áskriftagjöld “Sam.”, um leið og hann drægi athygli fólks að niðurfærslunni á verði blaðsins. Gunnl. Jóhannsson gjörði þá viðaukatillögu, er S. B. Olson studdi, að með tilliti til tekjuhalla á “Sam.” á undanförnum árum, sé prestum kirkjufélagsins falið, að fá einn hæfan og duglegan mann í hverjum söfnuði, sem' hafi á hendi útsölu blaðsins og innheimtu þess, og að meðmæli í þessu sambandi séu send til ráðsmanns blaðsins, og hafi hann þá heimild frá stjórnarnefnd kirkjufélagsins, að semja við þessa aðstoðar- menn sína út um bygðir. Var þessi viðaukatillaga samþykt, og aðal tillagan. með áorðinni breytingu einnig samþykt. Málið þar með afgreitt á þessu þingi. Næst var tekið fyrir 8. mál á dagskrá: Samband kirkjufélagsins við önmjjr lútersk kirkjufélög. Forseti var málshefjandi og skýrði hann frá málavöxtum. Mintist hann í því sambandi á vinnlsamlegt bréf frá dr. Knubel, formanni sameinuðu kirkjunnar lútersku, er lagt hafði verið fram fyr á þingi. Dr. B. B. Jónsson gjörði þá tillögu, er studd var af mörg- um, að skrifara sé falið að svara dr. Knubel og þakka kveðju hans og árnaðarorð til þingsins. Var það samþykt. Komu þá fram bæði viðaukatillaga og breytingartillaga, er báðar mótmæltu inngöngu kirkjufélagsins í United Lutheran Church. Eftir æði-langar umræður voru þær tillögur, með leyfi þings- ins, dregnar til baka, en H. A. Bergman gjörði þá tillögu, og- Gunnl. Jóhannsson studdi, að þetta mál sé tekið af dagskrá kirkjufélagsins. Vara-tillögu gjörðu þeir séra S. 0. Thorláks- son og Sigvaldi Gunnlaugsson, um, að málið sé -falið fram kvæmdanefnd, er undirbúi það rækilega til næsta þings. Urðu enn miklar umræður um málið og tóku margir til máls. Loks gjörði Klemens Jónasson þá tillögu, er séra S. O. Thorláks- son studdi, að þessu máli sé frestað og verði fyrsta mál, sem tekið sé fyrir á mánudalgsmorguninn. Varð kapp nokkurt um tillögu þessa, en var þó að lokum samþykt með 32 atkvæðum gegn 21. Forseti bað um leyfi þingsins, sökum lasleika, að mega fresta fyrirlestri sínum, er átti að vera fluttur á laugardags- kvöld, en að það kvöld sé notað fyrir trúmálafund þingsins, og var það samþykt. Samþykt var þá einnig að slíta fundi. Sunginn var sálm- urinn nr. 313, 1. og 2. vers, og fundi síðan slitið kl. rúmle'ga 6 e. h. Kl. 6.30—7.30 e. h., fór fram sameiginlegt, rausnarlegt borðhald í fundarsal Fyrstu lút. kirkju, er til hafði verið boðið öllum þingmönnum, auk ýmissa annara kirkjuþingsgesta. — SJÖTTI FUNDUR — kl. 8 e. h. sama dag. 1 sjúkdóms tilfellum forseta, stýrði fundi vara-forseti, séra Haraldur Sigmar. Fundurinn byrjaði með bænagjörð, er séra N. S. Thorláksson stýrði. Fundurinn var trúmálafundur þingsins. Umræðuefnið var: Kristileg sjálfsafneitun. Málshefjandi var herra cand. theol. Jóhann Friðriksson. Mælti hann fyrst fram bæn, en flutti síðan skörulegt erindi um hið tiltekna málefni. Að loknu því erindi var honum greitt þakklætisatkvæði þingsins með því að allir risu úr sætum, samkvæmt tillögu B. A. Bjarnasonar. Urðu síðan umræður um fyrirlestrarefnið, er stóðu yfir þar til kl. 9.30 e. h. Var þá sungið versið nr. 45, Faðir-vor lesið sameiginlega af öllum, hinni pastullegu blessan lýst af vara-forseta, og fundi síðan slitið. — Næsti fundur sé aug- lýstur við messu í kirkjunni komandi sunnudag. Við kvöldguðsþjónustu í Fyrstu lút. kirkju, þ. 19. júní, var prestvígður herra Jóhann Friðriksson, cand. theol., frá hinum lút. prestaskóla í Seattle, Washington. Tók hann vígslu sem trúboðsprestur kirkjufélagsins, samkvæmt meðmælum framkvæmdanefndar og einróma samþykkt þessa kirkjuþings. Vígslu lýsti séra Jóhann Bjarnason, er las upp ágrip af æfi- sögu vígsluþega, um leið og hann las upp köllunarbréf kirkju- félagsins, og svar herra Jóhanns Friðrikssonar, þar sem hann tekur kölluninni. En vígsluna framkvæmdi forseti kirkjufé- lagsins, séra Kristinn K. ólafson, með aðstoð hinna prestanna, er viðstaddir voru. Fyrir altari var séra N. S. Thorláksson, en forseti prédikaði. Guðsþjónustan mjðg fjölmenn og hátíð- leg. SJÖUNPI FUNiDUR — kl. 9 f. h. þ. 20. júní. Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra E. H. Fáfnis stýrði. Við nafnakall voru fjarverandi: dr. B. B. Jónsson, séra R. Marteinsson, séra Jóhann, Friðriksson, B. A. Bjarnason, S. B. Erickson, Gunnl. Jóhannsson, Theodore Sigurdsson, I. O. Uyngdal, B. Bjarnason, og G. K. Breckman, er allir þó komu síðar á fund. Gjörðabók 4., 5. og 6. fundar lesin og staðfest, með áorð- inni litilsháttar breytingu forseta. Fyrir lá á ný, samkvæmt ráðstöfun fyrra fundar, 8. mál á dagskrá: Samband kirkjufélagsins við önnur lútersk kirkjufé- lög. Tvær tillögur í þessu máli lágu fyrir. 1 fyrsta lagi tillaga þeirra H. A. Bergman og Gunnl. Jóhannssonar, er fer fram á, að taka málið af starfsskrá kirkjufélagsins, og í öðru lagi vara-tillaga séra S. 0. Thorlákssonar og Sigvalda Gunnlaugs- sonar, að málið sé falið framkvæmdanefnd til rækilegs undir- búnings fyrir næsta kirkjuþing. Umræður urðu fjörugar og með miklum áhuga. S. J. Gillis og Klem. Jónasson gjörðu loks þá tillögu, að umræðum sé lokið. Var það samþykt. Var vara-tillagan því næst borin undir atkvæði og samþ. Aðal-tillagan þar með fallin. Málið á þenna hátt afgreitt af þinginu. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENKY AVE. EAST. - - WINNLPEG, MAN. Yard Offtoe: Stb Floor, Bank of Hamllton Chambers. Þá var tekið fyrir, á ný, 6. mál á dagskrá: Jóns Bjarna- sonar skóli. Séra Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri, lagði fram þessa skýrslu: SKÝRSLA SKÓLASTJöRA. Nítjánda starfsár sitt hóf skólinn laust eftir miðjan sept- ember síðastliðinn og heldur áfram, að venju, til júní-loka. Kenslu var lokið síðastliðinn föstudalg, 17. júní, en hin opin- beru próf mentamáladeildar Manitobafylkis hefjast þann dag, er þessi skýrsla er borin fram (mánudaginn 20. júní). Aðsókn nemenda varð meiri en áður. Alls innrituðust 87 nemendur; 21 í 12. bekk, 18 í 11. bekk, 22 í 10. bekk og 26 í 9. bekk. Fleiri nemendur hefðu fengist fyrir 9. bekk, en við gát- um ekki tekið fleiri vegna rúmleysis. Sumum var neitað um upptöku, en tekið var samt á móti öllum íslendingum, er til okkar komu. Tvo bekki höfðum við saman í einni kenslustofu. Menn muna, ef til vill, það, að í skólanum eru fjórir bekkir, en aðeins þrir kennarar. Aðsóknin orsakaði afar-mikil þrengsli í þeirri kenslustofunni, sem hýsti tvo bekki. Tæpur helmingur nemenda var af íslenzku bergi brotinn, en þar voru þó fleiri islenzkir nemendur í skólanum í vetur, heldur en nemendur voru alls í skólanum fyrir nokkrum árum. Hinir óislenzku nemendur voru flestir ensk-canadiskir, en þar voru einnig Norðmenn, Danir, Þjóðverji, Svíi og Pólverji. Margir þessara nemenda voru ekki lúterskir, en samt hagnýttu lang- flestir sér kristindómsfræðslu skólans — og allir sóttu hinar daglegu morgunguðsþjónustur. Kenslu í íslenzku og kristindómi hefi eg nákvæmlega tilgreint í öllum skýrslum mínum fram að þessu. í þetta sinn læt eg nægja að segja, að þetta starf hefir verið rækt með svip- uðum hætti og áður. Nemendur voru að vísu færri í íslenzku að tiltölu við fjöldann, en að undanförnu. Samt má minnast á ágætan hóp í íslenzku í 10. bekk, þó þeir væru færri 1 9. og 11. bekknum. Nokkra gesti vil eg nefna, er hafa sótt okkur heim á þess- um vetri. Nokkrir lúterskir prestar í borginni, þeir Dr. Björn B. Jónsson, Rev. T. S. Rees, Rev. Urness, Rev. Vikman, hafa á árinu ávarpað nemendur við morgunguðsþjónustu, skólanum til gagns og gleði. Af utanborgarmönnum má nefna Dr. Paul Roth, prófessor í sagnfræði við Northwestern Theological Seminary, í Minneapolis, Minn. Hann er mælskumaður og flutti nemendum hrífandi ávarp. Þá má og nefna trúboða vorn í Japan, séra Octavíus Thorláksson. Höfðu nemendur afar- mikla ánægju af því, sem hann sagði þeim frá lífinu í Japan. Forseta kirkjufélagsins má ^kki gleyma, séra K. K. Ólafson. Samkvæmt venju sinni, kom hann í skólann, er hann var stadd- ur í borginni síðastliðin vetur, og flutti nemendum hugðnæm- an boðskap. Einnig var okkur öllum í skólanum, kærkominn gestur, vara-forseti kirkjufélagsins, séra Haraldur Sigmar. Rev. Dr. Roland Edwards, frá Seattle, Wash., kom og talaði við nemendur um mesta nauðsynjamál lífsins, “yður byrjar að endurfæðast.” Með honum kom einnig Mr. John Bellingham, umsjónarmaður Elim Chapel hér í borginni. Síðast, en ekki sízt, nutum við heimsóknar hins ágæta, islenzka fræðimanns, Dr. Sigurðar Nordals. Sagði hann nemendum frá hinni rís- andi öldu íslenzkunámis á Englandi og víðar, meðal annars í Ástralíu; einnig frá hinum sterka áhuga, er nám þetta hefir vakið við Harvard háskólann, þar sem hann sjálfur var “Charles Eliot Norton Professor of Poetry” þennan síðast- liðna vetur. Allir þessir menn og fleiri hafa verið skólanum kærkomnir gestir. Árslokahátíð skólans var haldin í Fyrstu lútersku kirkju, mánudaginn 23. maí. Rev. G. E. Spohr, prestur við St. John’s lútersku kirkjuna í borginni, flutti skólanum andlegt ávarp, heilbrigt og nytsamt; en aðal-ræðuna flutti Dr. Robert Fletcher, er nærri 30 ár hefir verið aðstoðar-mentamálaráð- gjafi Manitoba-fylkis. Talaði hann af einlægum hlýhug til skólans og nemendanna. Var erindi hans kristið og viturt. Miss Margaret Sigurdson flutti kveðjuorð frá 12. bekk, en Leonard Kernested frá 11. bekk. Mynd af stúlkunum í þess- um bekkjum birtist í dagblaðinu “Free Press”. Á Arinbjarnar- bikarinn voru í þetta sinn skráð þessi nöfn: Margrét Sigurd- son fyrir hæstu einkunn í skólaprófum 12. bekkjar; Leonard Kernested fyrir samskonar frammistöðu í 11. bekk; Laurence Eyjólfson í 10. bekk og Helen Vopni í 9. bekk. öll voru þau íslenzk, þótt meiri hluti nemenda væri ekki íslendingar. Sér- staklega er vert að minnast söngsins á þessari samkomu. Miss Snjólaug Sigurdson, fyrverandi nemandi, lék, með mikilli list, á píanó, og Ian Drysdale með samskonar list á fiðlu. Hópur meyja söng bæði enska o!g íslenzka söngva og söng þá vel; en óefað skaraði sveinahópurinn fram úr. Sá hópur hefir sungið á ýmsum stöðum síðari hluta vetrarins og getið sér nokkurn orðstír, meðal .annars á hátíð Norðmanna í Winnipeg, 17. maí. Reit forseti Normannafélagsins, Mr. iP. Myrvold, skólastjóra bréf til að þakka fyrir lofsamlega framkomu drengjanna á samkomunni. Yfirkennari, Miss Salóme Halldórsson, hefir unnið alt verkið að æfa þessa flokka. Starfi voru skal eg ekkert hrósa. Skólinn verður að tala með verkum sínum. lýtur þar sama lögmáli og sérhver önnur stofnun eða einstaklingur. Við það læt eg sitja; en því get eg ekki neitað, að samvizkusamlega hefir verið unnið af öllum kennurunum í skólanum. R. Marteinsson. Féhirðir Jóns Bjarnasonar skóla, herra S. W. Melsted. flutti skýringarræðu um fjárhagsástand skólans, samkvæmt ósk sumra þingmanna og eftir bending forseta. Urðu um- ræður síðan all-ítarlegar um skólamálið þar til Gunnl. Jó- hannsson gjörði þessa tillögu til þinigsályktunar, er margir studdu: “Kirkjuþingið þakkar góða frammistöðu séra Rúnólfi Marteinssyni og öðrum kennurum Jóns Bjarnasonar skóla, svo og skólaráðinu, og ekki sízt féhirði skólans, herra S. W. Mel- sted„ sem hefir í mörg ár unnið að heill skóla vors með frá- bærum dugnaði og alúð. Þá þakkar og þingið einnig öllum þeiin vinum, er hjálpað hafa skóla kirkjufélagsins, þessu afar- þýðingarmikla fyrirtæki, er orðið hefir þjóðflokki vorum til mikils sóma.” Tillagan var samþykt í e. hlj. Að því búnu var samþykt, að skólamálið sé sett í sjö manna þingnefnd: 1 nefndina voru skipaðir: séra N. S. Thor- láksson, Sig. Friðsteinsson, Gunnl. Jóhannsson, Mrs. P. Guð- mundsson, A. Lioptson, Tryggvi Ingjaldsson og C. B. Jónsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.