Lögberg - 21.07.1932, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.07.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGiNN 21. JÚLí 1932. Bls. 5. Samfundir Saga eftir Niels Meyn. Erik Terslev var þreyttur. Þeim sem sáu hann, þreklegan og há- vaxinn, kynni ef til vill að finn- ast þetta vera sagt út í hött, en hann var nú þreyttur samt. Ekki af því að hann starfaði meira en kraftar hans leyfðu. Það var andleg þreyta, sem hafði yfirbug- að hann. Hann var einn þeirra, sem finst um sjálfa sig, að þeir hafi ekki lent á réttri hillu í líf- inu og starf hans sem lögfræði- legs ráðunauts í banka, með sjö hundruð króna launum á mánuði fullnæ'gði alls ekki þrá hans. Hann var ekki eins og þúsundir annara manna, sem gera sig á- nægða með, að vera lítið hjól í stórri vél. Líf hans þarna í stór- bankanum vantaði arnsúginn sem hann vildi finna til í tilver- unni. Hver dagurinn var ððrum líkur, dag eftir dag sat hann yfir skjölum sínum og samdi varnar- skjöl í málum, sem ómögulegt var að verja. Hann öfundaði þá, sem gátu lifað óre'glubundnu lífi og fanst æfintýrið og spennihgin hljóta að vera einskonar nautn. Þessi þrælbinding við klafann var honum kvöl. Hann var vanur að líkja tilveru sinni við lítið hjól, sem hringsnerist í sífellu, hringsnerist eins og það ætti lífið að leysa, án þess að hreyfast úr stað, áfram eða upp á við. — Vinna í bankanum frá morgni til kvölds og heilir bunkar af skjöl- um í töskunni, til þess að rýna í, þegar heim væri komið. Aldrei varð tími til skemtana eða lest- urs. Hann gekk þreyttur til rekkju og næsta morlgun fór hann í bankann á ný til þess að byrja nýjan dag við skrifborðið sitt inn- an um þykkar og rykugar skræður og skjalabækur. Þessi vinna var sáldrepandi. Þegar hann fór heim á kvöldin, gat honum stund- um orðið það á, að standa kyr og stara langt út í fjarskann við end- ann á götunni, sem hann var staddur í. Honum fanst eins og að þarna úti opnuðust hlið hinn- ar miklu óþektu tilveru, sem hann þráði, en aldrei fengi að reyna. Hann var gramur í huga. Var ekki heimurinn sólbaðaður gull- inn hnöttur, opinn öllum, sem þráðu æfintýrin miklu, sem lokk- uðu í fjarska og þorðu að reym» þau ? Þorðu! Já, hann þráði og vildi — en hann var bundinn. Bláa hafið og grænu skógarnir — þetta var ekki ætlað honum. Hann var lokaður inni í órjúfanlegum gjörningahring, sem dreginn hafði verið utan um bankann og heimili hans. Hann sat í troðfullum strætis- vagni og var á leið heim. Það hafði rignt allan daginn. Þrátt fyrir sumarið hafði hann orðið að sitja við ljós allan daginn til þess að geta unnið og hafðj dag- urinn verið ömurlegri en ella fyr- ir það. Fyrir framan gluggana hjá honum var há, grá múrgirðing, sem líktist fangelsismúr. Eigin- lega hefði honum átt að vera glatt í skapi þrátt fyrir rign- inguna, því að um morguninn hafði hann fengið tilkynningu um að laun hans hefðu verið hækkuð og við sama tækifæri hafði hann fengið að heyra lofsorð um dugn- að sinn og hæfileika. En þetta hafði ekki vakið neinn fögnuð hjá honum. Það hafði þvert á móti orðið til þess að auka á gremju hans. Hærra kaup þýddi meiri vinnu, og nú mundi hann síður en nokkru sinni fyr fá nokk- urn tíma aflögu handa sjálfum sér. Hann var svo sokkinn niður í hugsanir sínar, að hann gleymdi hvar hann var staddur og hló upphátt. Gremjan hafði knúið fram kaldhæðnishláturinn. í sama bili tók hann eftir stúlku, sem sat fyrir framan hann í vagninum. Hún leit forviða á hann, en þegar hún sá að henni var veitt eftirtekt, roðnaði hún og varð niðurlút. Það var þessi hláturroka hans, sem hafði kom- ið henni til að líta upp. Terslev geðjaðist vel að þess- ari ungu stúlku. Hún var fríð sýnum, með stór og barnsleg augu. En hún var þreytuleg að sjá og klæðnaður hennar bar þess vitni, að hún hafði ekki úr miklu að spila. Vagnvörðurinn kom og fór að selja farmiðana. Terslev ákvað að tstka miða, svo langt sem vagn- inn færi. Svo sneri vagnvörðurinn sér að ungu stúlkunni. Hún greip til handtösku sinnar og fór að leita að aurum, og ókyrðist brátt Hún leitaði og leitaði en blóðroðnaði svo og kom angistarsvipur á and- litið. Síðan stakk hún höndunum í kápuvasana og loks leit hún ör- væntingaraugum á gólfið. Hún hafði mist budduna sína. “Eg hefi mist budduna mína,” salgði hún svo. Terslev tók fram eitthvað af smápeningum og rétti vagnverð- inum aura fyrir fargjaldinu. Svo hneigði hann sig fyrir stúlkunni og sagði: Leyfið þér, að eg borgi fyrir yður farmiðann, úr því að svona fór? Hún svaraði svo lágt, að ekki heyrðust orða skil. Það sem eft- ir var leiðarinnar, stalst Terslev öðru hverju til að líta á hana, en hún virtist vera í alt öðrum hug- leiðingum. Særði þetta hann, þó hann vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Hann starði í sifellu á Igólfið. Þegar vagninn staðnæmdist á endastöðinni, stóð hún sem fljót- ast upp og stökk út á rennvota götuna. Það var úrhellisrigning, en hún var regnhlífarlaus, en stakk höndunum í vasana, bretti upp kragann og hélt leiðar sinn- ar. Terslev flýtti sér á eftir henni, eins og hann væri dreginn af seg- ulmagni. Loks 'gekk hann fram á hana. “Þér verðið alveg holdvot,” sagði hann. “Takið að minsta kosti regnhlífina mína. Gerið þér svo vel.” “Það gildir alveg' einu, hvort eg verð eða ekki,” svaraði hún án þess að taka við regnhlífinni, sem hann hafði rétt henni. Hann þyktist ekki við svarið, því að honum hafði orðið það ljóst, að það væri eitthvað sér- stakt og mikilvægt, sem á henni lægi. “Hafið þér mist eitthvað fleira, en budduna yðar?” spurði hann. Hann hafði alt í einu fengið hug- boð um, að það væri þar, sem skórinn krepti og á sömu stundu iðraðist hann hinna nærgöngulu orða sinna. Hún svaraði ekki þegar í stað, og sem snöggvast fanst Terslev að hún mundi taka undir sig stökk til þess að komast burt frá honum. En alt í einu staðnæmd- ist hún. “Eg hefi mist budduna mína með aleigunni,” svaraði hún. ‘^Og eg hefi mist meira. Mér var sagt upp stöðunni í dag.” Þau gengu áfram og svo sagði hún honum tildrögin. Þau voru alls ekki óvenjuleg. Einmana stúlka, ung og fríð sýnum, í stöðu hjá nærgöngulum húsbónda. Þegar hún loksins vísar honum á bug fyrir fult og alt, missir hún stöðuna. Hún verður þá alt í einu óhæf til starfs síns. Forvitnin óx hjá Terslev, fyrst og fremst af því að honum leizt mjög vel á þessa ungu stúlku, og í öðru lagi af því, að hann þekti manninn, sem í hlut átti. Það var Segerstedt stórkaupmaður og hann hafði einmitt verið í samn- ingum við bankann hans um lán. Terslev átti að hafa tal við hann í bankanum einn næstu daga. Honum fanst eins og forlögin hefðu látið fundum hans og stúlk- unnar bera saman einmitt nú, og að það væri eins og þarna hefði alt í einu vottað fyrir æfintýri í lífi sínu og eins og tilbreytingin væri komin inn í hið einmana- lega líf hans. Þau gleymdu tímanum og rign- ingunni þarna sem þau gengu saman. Það var farið að rökkva þégar þau staðnæmdust fyrir ut- an lítið veitingahús. Terslev spurði hvort hún vildi gera sér þann greiða, að borða með sér miðdegisverð. Hún hlyti að vera svöng. Þegar þau höfðu snætt, fylgdi hann henni að fremur fá- tæklegum gististað í nágrenninu, þar sem hún átti heima. Það hafði kostað hann mikla fyrirhöfn að að fá hana til þess að þiggja boð hans um, að fá fim- tíu krónur að láni hjá sér, til þess að hafa eitthvað úr að spila fyrstu dagana. “Þegar þér fáið stöðu næst, þá borgið þér mér þær aft- ur,” sagði hann. “Og annars er það ekki ómögulegt, að eg geti út- vegað yður stöðu.” Það sem eftir var dagsins, gat Terslev ekki um annað hugsað en Mögdu Hansen, og hún var líka í huga hans nokkrum dögum seinna, þegar Segerstedt stór- kaupmaður sat hjá honum í bank- anum og var að ræða um lántöku við hann. “Það var satt,” sagði Terslev, rétt þegar þeir voru að skilja, og eftir að hann hafði kurteislega afþakkað að borða með honum hádgeisverð, “það hefir komið til mála, að ráða hingað unga stúlku, sem heitir Magda Hansen, og sem hefir starfað hjá yður. Getið þér gefið henni meðmæli?” Segerstedt hugsaði sig um. “Hm . . . . ja — hún er að vísu fremur vel að sér og dugleg, en hún varð að fara frá mér nokkuð skyndilega. Það var einkalíf hennar — skiljið þér. Ja, eg segi þetta aðeins yðar vegna.” “Þakka yður fyrir,” svaraði Terslev stuttlega og fylgdi kaup- manninum til dyra. Sama kvöldið fór hann og heim- sótti Mögdu. Hann hringdi dyra- bjöllunni í gistihúsinu og subbu- leg vinnukona kom til dyra. Stúlk- an virtist ganga að því vísu, að hann væri einn af miðdegisgest- unum og lét hann eiga sig þar sem hann var kominn í dimmu anddyrinu. Hann staldraði við til þess að venjast dimmunni áð- ur en hann gæti ráðið við sig hvert hann ætti að fara, en brátt varð hann var við hurð rétt hjá sér, sem honum datt í hug að berja á, þegar hún laukst upp í hálfa gátt í sömu svifum og hann heyrði rödd sem hann kannaðist vel við þarna inni — rödd Seger- stedts stórkaupmanns. “Hættið þér nú að Iáta eins og yður þyki. Þér skuluð ekki geta talið mér trú um, að þér séuð hóti betri en annað kvenfólk,” heyrðist hann segja. “Hvers vegna í ósköpunum eigið þér heima á svona stað, þegar þér getið fengið íbúð handa sjálfri yður og allan þann íburð, sem þér getið látið yður detta í hug?” “Viljið þér gera svo vel að láta mig í friði,” heyrði hann Mögdu segja. “Eg þarf ekki á íburði yðar að halda og þér hafið engan rétt til þess að koma hingað og móðga mig.” Segerstedt hló. “Þér skuluð ekki hika við að taka ákvörðun,” sagði hann og var ísmeygilega vingjarnlegur í málrómnum. “Eg hefi ásett mér, að þér skuluð verða mín og eg skal ekki láta undan fyr en eg hefi fengið óskum mín- um fullnægt.” “Nú bið eg yður í síðasta sinn um að fara,” svaraði Magda. “Jæjað eg skal fara, en þér skuluð gera yður grein fyrir af- leiðingunum. Þér munuð hvergi fá stöðu án þess að fá meðmæli frá mér, og að mér heilum og lif- andi fáið þér þau ekki. Þér haf- ið þegar sótt um eina stöðu, en eg lofa yður því lengstra orða, að þér fáið hana ekki.” “Hefi eg sótt um stöðu?” hváði hún forviða. “Já, en munið það sem eg hefi sagt.” Meðan þau voru að tala síðustu orðin hafði hurðin lokist upp að fullu og Magda hafði einmitt komið auga á Terslev, þegar hún var að biðja Segerstedt um að fara í síðasta skifti. Læknar Nýrnaveiki og Blöðrus j úkdóma. Veikindl I nýrunum og blöðrunni eru þess valdandi að maður >arf oft að fara upp úr rúminu á nóttunni til að kasta af sér vatni og nýtur því ekki hvíldar og heilsan verður ekki góð. Orsökin er sú að hægðirnar eru ekki í lagi og úhoil efni safnast fyrir í líkamanum og valda veikindum. í Nuga-Tone eru efni, sem lækna hægðaleysi og hreinsa öholl efni úr likamanum. pað styrkir liffærin, eykur matarlystina, bætir meltinguna, og gefur þér svefnfrið, svo þú verður glaður og hraustur á morgnana. Nuga-Tone er ógætt fyrir eldra fólk, sem farið er að missa heilsu og krafta. eins og þá sem yngri eru, en farnir að eldast fyrir timann. Pað er ástæðulaust að vera lasinn og láta sér líða illa, þar sem hægt er að fá þetta ágæta meðal, Nuga-Tone. Allir sem versla með meðul, selja Nuga-Tone. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsöluhúsinu. Grímsey Eftir Guðmund Friðjónsson. Terslev kom nú inn úr dyrun- um. Hann mældi stórkaupmann- inn frá toppi til táar. Svo þreif hann í frakkakraga hans og snar- aði honum út í ganginn. Stór- kaupmanninum varð fótaskortur en kom brátt fyrir sig fótunum aftur. “Þessa skal yður iðra!” hróp- aði hann ógnandi og ætlaði að bæta einhverju við, þegar Terslev ■greip aftur i kraga hans og henti honum út. Hávaðinn hafði vakið grunsemd fólksins í húsinu og það kom þjót- andi á ganginn. Jafnvel húsmóð- irin sjálf kom að, með uppbrettar ermar og köflótta eldhússvuntu . “Hvað gengur á hér?” spurði hún og rendi augunum til skiftis á Mögdu og ókunnga manninn. “Það var maður hér, sem gerð- ist nærgöngull við — unnustu mína.” Orðin voru komin yfir varir Terslevs áður en þau voru hugsuð, en honum fanst við nán- ari yfirvegun, að þau væru hin einu, sem hann hefði getað sagt, ,ef hann ætti að veita stúlkunni fulla vernd. Þegar þau voru komin út á göt- una, skýrði hann málið fyrir henni og sagði, að erindi sitt hefði verið það, að bjóða henni stöðu í bankanum. Þegar hann sá þakklætiskendina, sem skein úr augum hennar, þessum stóru og barnslegu augúm, fann hann skyndilega, að þessi stúlka gæti stilt alla þrá og óró í brjósti hans. Hann fann að til var sæla, sem var miklu meira verð en öll lokkandi æfintýri og um leið var það afráðið, að staðan sem hann ætlaði að bjoða henni, væri margfalt mikilsverðari en skrif- arastaða í bankanum. Þegar Terslev hitti Segerstedt. í bankanum daginn eftir, reyndi Af gróðurmold og grasailm er Grímsey rík og silfri og gulli — er sólin skín í Súlubrík. Og Eyjan sama og áður fyrri ávöxt ber: á fiski og eggjum fullvel getur fóðrað her. Hún lifir sjálfstæð, landi þó að lúti mót. í röst, sem nálgast ríki Dumbs hún rekur Fót.* Þar blása í lúður byljir fyr en brestur á. Um undirspilið Unnur sér við Eyjar tá. Þó brotni á Eynni í byljauppreisn bylkjuköst, hún stimpast við. á steyptum grunni stendur föst. Og það er gáta, þeim er naumast þola él, hve Eyjan stendur af sér hafsins aðsúg vel. Það á sig veit, er útá líður undirsær: að borgaherinn byr í seglin bláu fær. Því njósn með straumi neðan- sjávar norðan berst, og áð’r en varir uppi og niðri í odda skerst. sá síðarnefndi að vera eins burð- ugur og merkilegur og hann gat. “Þér munuð ætla að biðja mig fyrirgefningar,” sagði hann. “Ónei, þvert á móti,” svaraði Terslev. “Eg var í mínum fulla rétti, er eg varði unnustu mína egn nærgöngli yðar!” Meira var ekki talað um það mál, en Terslev skildi, að það hlaut að vera hart aðgöngu fyrir hinn, að vera sviftur allri von um Mörtu. En sjálfur fann hann til þög- ullar sælu við þá tilfinning, að einstæðingshátturinn, sem hann hafði haft mest af að segja alla sína æfi, var að hverfa fyrir sælufullum samvistum við yndis- lega konu, sem með svo einkenni- legu móti hafði rekist á hann á lífsbrautinni. — Fálkinn. 1 meir en þriSjung aidar hafa Dodd’s Kidney Pills veriB viBurkendar rétta meBaliB viB bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleíri sjúkdömum. Fást hJA öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.50, eBa beint fr& The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Á bölverk þenna Bjargey starir bruna glæst, og af sér þegir ákalsið, uns árbót fæst. Það björgin Eyjar blákalt votta og bráðfeit mold: að bein er hún af beinum Fróns, þess holdi hold. Er glóbjart norðrið gerir sér við Grímsey dátt: Þeir stara á hana, er stórhug kenna, en standa lágt. Sem loftkastali, í logni er hún úr landi að sjá, er sumardísir svala í verki sinni þrá. í faðm sér tekur himinn hana, er hilling gefst og sævarblámi sólarljósi saman vefst. Á háborg þessa hýru auga horfa má, er heldur í skefjum hafi og vindum heiði þlá,. Og upprisa er út frá þarna auga birt, er endurfæðist Eyjan, bláum Ægi girt. í háu bjargi hreiðurfuglar hafa látt, er guðsþjónustu í Grímsey fremur glóbjört nátt. Og hugur þeirra, er heyra og skynja, að himni snýst. Sjá altaristöflu: Eyjarbjargið óttu lýst. — Lesb. *) Fótur heitir nyrzti oddinn. Þegar þér þarfniát Prentunar þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd. sem mun fullnægja þörfum yðar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.