Lögberg - 08.09.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.09.1932, Blaðsíða 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1932 NÚMER 36 Séra Hjörtur J. Leó Endurminningar og œfisöguslitur. Eftir séra Guttorm Guttormsson. (Ofurlítill póstur um uppruna og æskuár séra Hljartar kom út í Lög- bergi um síÖustu jól. Átti hann að vera upphaf aS lengra máli eins og gefið var í skyn; en af ástæðum, sem ekki verða tilgreindar hér, hefir það efni legið hjá mér óunnið fram að þessu. Eg bið engan mann af- sökunar á drættinum, en tek nú til sögu minnar nálægt þeim punkti, sem áður var horfið frá). III. 1 hópi frumherjanna. Ekki man eg fyrir víst, hvenær eg sá Hjört í fyrsta sinn. Mér finst eg hafa þekt hann alla þá tíð, sem eg hefi átt heima hér í álfu; og það lætur nærri að svo sé. Til Vestur- heims kom eg með foreldrum mín- um sumarið 1893, og gengum við bræður á barnaskólann á Gimli þann vetur og hinn næsta, tvo—þrjá mán- uði úr hvorum vetri. Kennari okk- ar var Sveinn Thorvaldson, sem nú er kaupmaður við Islendingafljót. Hann var þá lítt af unglingsaldri sjálfur; og fáeinir námsmenn vest- ur-íslenzkir, sumir yngri en hann og aðrir nokkuð eldri, voru þá stundum gestkomandi á skólanum eða i bæn- um. Þeir voru víst allir eða flestir að kenna á öðrum skólum í bygð- inni. I þeim hópi voru þeir Jón Kernested, Jóhann Sóhnundsson, Jón Runólfsson, Jóhannes Eiríks- son, Jijörtur Leó og Thorvaldur Thorvaldson, bróðir Sveins. Góðir kunnugleikar voru með þessum námsmönnum, einkum þeim yngri. Mentahugurinn batt þá saman. Stefán bróðir minn komst brátt í það andlega mötuneyti. Eg hlustaði stundum hugfanginn á tal þeirra fé- laga, en það var of djúpt eða há- fleygt fyrir mig að öllum jafnaði. Það var ekki “fjallað um smjörið, holdalag eða heyiö.” Öðru nær. iSamræðurnar skótu sífelt í menta- áttina, bæði sjálfrátt og ósjálfrátt; þær hnigu að skólum og skólagöngu, að mönnum og málum á því sviði; og síðast en ekki sízt, að námsgrein- unum sjálfum. Þeir félagar gátu skeggrætt með nautn og áhuga um alls konar skólafróðleik, um grasa- fræði, skáldskap, sögu, töluvísi og margt fleira. Á þeim sviðum var engin grein of þur eða strembin til þess að hún yrði rædd af lífi og sál. Eg held ^ð þeim hafi þótt mest í það varið að geta glímt við óþjál efni; og sérstaklega man eg eftir því, að þeir tóku iðulega ráð sín saman um árásir á örðug virki í ríkjum bókstafareiknings eða rúm- málsfræði. Sú kenning er til og gjörir vart við sig jafnvel á meðal mentamanna, að veruleg námfýsi sé vottur um deyfð og vesalmensku. Eg gæti einskis óskað fremur en að menn þeir, sem svo hugsa, hefðu mátt vera heyrnarvottar að skeggræðum þeirra ungu námsmanna þar á Gimli. Það sem þeir lögðu fram til námsins var engin blóðlaus kostgæfni, ekkert nauðungar-stagl. Þeir litu ekki á mentunina eins og nokkurs konar þröskuld á vcginum upp í hægan sess. Hún var þeim öllu fremur eins og æfintýraland, eins og frama- vegur eða andlegt íþróttasvið. Það sem fyrir þeim vakti var að mann- ast, verða upplýstir menn og safna kröftum andlega, fremur en að koma sér í eitthvert embætti. Þeir gátu því verið hressir og kátir við skólabókalestur. Mér þykir ólíklegt að nokkrir “sports”-menn geti talað um veiðifarir eða kappleiki af meiri lifandi áhuga, heldur en lýsti sér í samræðum þeirra félaga um mentun og skólamál. Og ekki slógu þeir heldur slöku við líkamlegar íþróttir. Satt að segja Lægra verð á kolum I vetur verða kol seld fyrir dálít- ið lægra verð í Winnipeg, heldur en á undanförnum árum. Munurinn verður 50 cents til $1.00 á tonnið. Á þetta líka við það eldsneyti, sem kallað er Coke< Þó verðmunurinn sýnist ekki mikill í samanburði við verðfall á svo mörgu öðru, þá verð- ur það þó mikið fé, sem sparast í Manitoba, þar sem seld eru miljón tonn af kolum árlega og jafnvel meira en það. Harðkol frá Banda- rikjunum verða naumast, eða alls ekki fáanleg í Winnipeg í vetur, en þar á móti verða hér til sölu, nú í fyrsta sinn, harðkol frá Bretlandi, fyrir sama verð og Bandaríkja harð- kolin hafa verið seld fyrir. Ein teg- und af kolum, Pocahontas, frá Bandaríkjunum, verður seld fyrir hærra verð en áður. hefi eg aldrei séð kappleiki þreytta af meiri ákefð, af meira spriklandi fjöri og lífsgleði, heldur en einmitt á leikvöllunum við barnaskóla Nýja Islands á þessum árum. Margt var þar til skemtunar haft, en uppá- halds leikurinn var knattspyrnan enska, “fótbolti” svo kallaður. Allir skólasveinar, sem eitthvað ofurlitið voru komnir á legg, léku þann leik í frístundum af alefli,—og kennar- inn ekki síður. Það kom jafnvel fyrir, að fullorðnir menn utan skóla tóku sér góða skorpu með skóla- drengjum við “fótboltann.” — Á meðal annara íþrótta, sem þar voru leiknar öðrum þræði á þessum ár- um, var íslenzk bændaglíma, ame- rískur base ball og ýmislegt fleira. Eg get þessa hér meðfram fyrir þá sök, að sá orðrómur hefir ein- hvern veginn lagst á um íslendinga og komist í erlend rit, að þeir séu námfúsir draumamenn og bóka- béusar miklir, en þungir í svifum við allar líkamsíþróttir. Verið getur, að dómurinn stafi að einhverju leyti af orðstír þeim, sem íslenzkir náms- menn gátu sér á æðri skólum hér í landi, þegar þeir fyrst vöktu eftir- tekt þar. Þó man eg eftir þvi, að þýzkur ferðalangur var áður bú- inn að skrifa eitthvað svipað um ís- lendinga heima á ættjörðinni. En hvað sem þessu líður um upp- tökin að þeim dómi, þá skal það fús- lega játað, að íslenzkir unglingar, sem stunduðu nám á æðri skólum þessa lands, tóku fyr á árum fremur lítinn þátt, að öllum jafnaði, í iþrótt- asamkepni skólanna. Og sú afstaða mun ekki hafa verið tekin alveg að ósjálfráðu eða hugsunarlaust; nokk- uð er það, að þegar eg innritaðist við Wesley College, þá ráðlögðu mér landar, sem þar voru fyrir, að láta leikvöllinn eiga sig algjörlega. Þeim fanst það vera tímatöf og ekkert annað að gefa sig við þeim hluturn. Og þó höfðu þessir sömu menn þreytt sömu leikina skömmu áður af heilmiklu kappi á skólavöllunum í Nýja Islandi og öðrum bygðurn Vestur-íslendinga. Astæðan fyrir hughvörfum þess- um er ofur eðlileg og auðskilin, þegar að er gáð. Leikskapur á vest- ur-íslenzkum barnaskólum var frjáls og óskorðaður, í fullu samræmi við heilbrigt æskulíf, og þátttakan al- menn. Unglingarnir léttu sér upp í frístundum af lífi og sál og tóku svo til óspiltra mála við námið aft- ur. En “sports”-lífið á æðri skól- unum var alt öðru vísi. Það var nokkurn veginn einskorðað við kappleikina, sem útvaldir flokkar háðu sín á milli, hver í nafni síns skóla—eða við æfingar til undir- búnings undir þær atreiðir. Sumir úrvals-garpar í þeim liðsveitum voru litlir námsmenn; og margir þeirra gengu of nærri sér i sigur- kepninni, svo að íþróttin varð þeim til lítils góðs, líkamlega. öðrum (Framh. á 5. bls.) Kirkj an NÆSTA SUNNUDAG byrjar að nýju alt starf Fyrstu Iwtersku kirkju með fullu fjöri, eftir sumar-hvíldina. Guðsþjónustur verða fluttar bœði uni morguninn kl. 11 og að kvöldinu kt. 7, hin fyrri á ensku, hin síðari á íslenzku. Báðir söngflokkarnir verða til stað- ar. Ætlast er til að báðar guðsþjónmturnar verði eins konar “hejmkomu hátíðir’’ og að allur söfnuðurinn og þeir, er kirkju sækja með honum, fjölmenni á þessar samkomur og helzt enginn láti sig vanta.—Siinnudagsskólinn hefst og á ný næsta suxnnudag kl. 12:15 e. h., og eru allir kennarar og nemendur ámintir að vera viðstaddir. —B. B. J. Hærra verð á mjólk Lengi hefir staðið yfir deila milli mjólkursalanna í Winnipeg og þeirra, sem mjólkina framleiða og senda mjólkina daglega til mjólkurbúanna í Winnipeg. En það eru bændur hér í nágrenninu til og frá, og sumir jafnvel, sem heima eiga æði langt í burtu. Framleiðendurnir hafa nú að undanförnu fengið svo lítið verð fyrir mjólk sína, að þeim hefir ekki þótt með nokkru móti viðunandi. Hafa þeir sýnt fram á, og það með allgóðum rökum, að það geti með engu móti borið sig, að selja mjólk fyrir það verð, sem mjólkurbúin hér í borginni hafa borgað þeim fyrir hana. Hinsvegar hafa mjólk- urbúin haldið því fram, að þau gætu með engu móti borgað meira fyrir mjólkina, heldur en þau gerðu, ef þau ættu að geta kept við einstakar matsölubúðir í borg- inni, sem hafa selt hana fyrir 6 cents pottinn í búðunum. Hafa þeir, sem fyrir þessum verzlunum standa, líka kannast við, að sínar búðir seldu mjólkina án ágóða. Þær búðir, sem hér er átt við eru Piggly Wiggly búðirnar í Winni- peg. Hefir nú samkomulag náðst milli framleiðenda og mjólkursal- anna, þannig að framleiðendur fá nú 62c hærra verð fyrir hver 100 pund af mjólk, eða $1.62 fyrir 80 per cent af því, sem þeir selja og $1.17 fyrir 20 per cent. en útsölu- verðið verður 2c hærra en verið hefir nú að undanförnu, eða lOc potturinn ef mjólkin er flutt heim til fólks, en 8c ef hún er sótt í búðirnar. Þessi verðhækkun geng- ur í gildi á mánudaginn kemur. Reykjavík 13. ágúst. Veðráttan— Fyrri hlusta síðastliðinnar viku var veðráttan allbreytileg, en úr- komusöm um land alt. Mest var úrfelli á suðausturlandi. Um biðja viku brá til eindreginnar norðan- áttar, með þurk sunnanlands. En nú í vikulokin er suðvestlæg átt, með bjartviðri austan lands og úr- kornu á Vesturlandi. Hiti nálægt meðallagi. Ú tflutningurinn— Fyrstu 7 mánuði ársins hefir út- flutningurinn numið 18.8 milj. kr. á móti 20 milj. kr. sömu mánuði í fyrra. Verkaður íiskur hafði 1. ág. í fyrra verið útfluttur fyrir gl/2 milj. kr., 24,616 tonn, en í ár höfðu verið flutt úr 29,652 tonn fyrir nál. 10 milj. Óverkaður fiskur seldur í fyrra á sama tíma nál. 10 þúsund tonn fyrir kr. 2,552 þús. en í ár 12,239 tonn fyr>r kr. 2,333 þúsund. Fiskbirgðir í landinu eru 1. ág. í ár 34,072 tonn, en voru í fyrra 50,863 tonn. Þegar fiskfarmar þeir eru farnir frá landinu, sem búist er við að fisksölusamlagið sendi nú á næstunni, má gera ráð fyrir, að ekki verði öllu meiri fiskbirgðir eftir í landinu, en til voru um áramót í fyrra. Verð á síldarafurðum og fiski- mjöli hefir heldur hækkað nú und- anfarið, og síldarverðið hefir stór- lega hækkað. Frá Akureyri hefir frést að fyrir síld sem verkuð hafi verið fyrir Þýskalandsmarkað, hafi fengist sem svaraði 33 shillings fyr- ir tunnu. Heyrst hefir að síldarverksmiðja ríkisins hafi fyrir nokkru selt tals- vert af lýsi. —Mbl. Dómkirkjan í Niðarósi rœnd Oslo 11. ág. Brotist var inn í dómkirkjuna i Trondheim í nótt. Þjófarnir höfðu farið inn um glugga og eyðilögðu gluggamálverk eftir Gabriel Kiel- land. Frá Islandi Einar Arnórsson prófessor hefir verið skipaður dómari í Hæsta- rétti frá 1. sept. að telja. Bjarni Benediktsson cand. jur. hefir verið settur frá 1. sept, til að gegna prófessorsembætti því, sem losnaði við brottför hæsta- réttardómara Einars Arnórssonar frá Háskólanum. 14. ágúst. Nýlega var prestskosning að Saurbæ á Hvalf jarðarströnd. Séra iSigurjón Guðjónsson var kosinn lögmætri kosningu. — Hann fekk öll greidd atkvæði, 134, af 207, sem voru á kjörskrá. 16. ágúst. Samkvæmt skýrslu frá Fiskifé- lagi ísl. hefir verið saltað og sér- verkað á öllu landinu: í Vestfirð- ingafjórðungi 5,20‘0 tn., í Siglu- firði 93,000 tn., á Akureyri 43,000 tn. og á Austfjörðum 1,300 tn. Er það um 25% minna en í fyrra um sama leyti. Síldarbræðslurnar hafa fengið 243,890 hektólítra í bræðslu og er það talsvert minna heldur en í fyrra. Ríkisbræðslan er hin eina, sem tekið hefir á móti eins mikilli síld og í fyrra. Bræðsl- ur Kveldúlfs á Hesteyri og Sól- bakka hafa báðar til samans ekki fengið eins mikla bræðslusíld eins og á Hesteyrarstöðinni í fyrra, enda byrjuðu skipin veiðar seinna. Ágæt veiði hefir verið út af Ing- ólfsfirði undanfarna daga, eins á Flateyjarsundi og út af Haganes- vík. Reknetaveiði er heldur að glæðast aftur fyrir norðan. Bátar af Akranesi eru byrjaðir að stunda reknetaveiði. Stunda hana 7 bátar og hefir sá hæsti fengið 204 tunnur. Lendingarstað fyrir flugvélar er nú verið að gera á túnunum fyrir sunnan Reykjavíkurtjörn, og byggja þar flugskálá. Er þetta gert fyrir hollensku flugvélarnar, sem hér eiga að vera næsta ár, og taka þátt í norðurhvelsrannsókn- unum. Flugvélarnar eru tvær, og er gert ráð fyrir að þær fari tvö ransóknarflug á dag að jafnaði sumarmánuðina, en eina flugferð á dag að jafnaði vetrarmánuðina. Bækur Sögufélagsins þetta ár eru nýkomnar og eru þær þess- ar: 1. Alþingsbækur íslands, V. b. 8. hefti. 2. Blanda, V. b. 1. hefti. 3. Landsyfirréttar og hæstarréttar- dómar (1801—1873) IV. b. 1. hefti. 4. Þjóðsögur Jóns Árnasonar II., 3. hefti (nákvæm endurprentun eftir frumútgáfunni).. Alls eru bækur þessar um 27 arkir að stærð og er það því ekkert smáræði, sem fé- lagsmenn fá fyrir ársgjald sitt, sem er 8 krónur. Auk þessa átti í ár að koma út 3. hefti af Búa- lögum, en af sérstökum ástæðum var það ekki hægt, en því er lofað, að það komi áreiðanlega næsta ár, og verði þá sem aukageta handa félagsmönnum. — Forseti Sögu- félgsins er Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður. —Mbl. Lík Cramers fundið? Sunnudaginn 31. júlí rakst ensk- ur togari á lík í sundinu milli Suð- ureyjar og skotlands. Mátti sjá það á líkinu, aÖ þaÖ var áf flugmanni, þvi að við það var bundin fallhlíf. Annars var likið mikið skaddað, var til dæmis höfuðlaust, og er efamál hvort hægt verður að ákveða af hverjum það er. En sennilegt er tal- ið aö þetta sé lík ameriska flug- mannsins Parker Cramers, sem fórst i ágústmánuði í fyrra á sein- asta áfanganum milli Bandaríkj- anna og Danrnerkur. —Mbl. Greta Garbo komin heim til Svíþjóðar. Hinn 8. ágúst kom hin fræga, sænska kvikmyndaleikkona, Greta Garbo, alfarin heim til Svíþjóðar með gufuskipinu “Gripsholm.”— Blaðamenn og myndasmiðir fóru í bátum á móti skipinu út í sundið, og vildi hver verða fyrstiír til þess að ná tali af henni og fá að taka mynd af henni. En þegar þeir komu um borð, forðaðist hún þá og faldi sig fyrir þeim. Að lokum kom skipsþjónn þeim til hjálpar og fekk Gretu Garbo til þess að veita þeim öllum í senn viðtal í einum af sölum skipsins. Segir blaðamaður frá “Berl. Tid.” svo frá því viðtali: —Þá er vér höfðum boðið hana velkomna heim, byrjuðu spurning- arnar og smellir í ljósmyndavélum. —Eruð þér í eðli yðar feimin við að nokkuð birtist opinberlega um yður ? —Eg held eg !sé ekki feimin, svaraði hún, en verkahringur minn er innan kvikmyndaskálans veggja, og eg get ekki trúað því að fólk langi til að vita um aðra eins smá- muni og þá hvaða sápu eða and- litssmyrsl eg nota. Þegar fólk fer í Bíó, álít eg að það geri það til þess að sjá eitthvað íagurt og gleyma öllu, sem leiðinlegt er. Eg veit ekki hvort mér hefir tekist að skapa nokkuð fagurt, en mér er illa við þessi þýðingarlausu skrif um alt og ekkert.— —Mbl. Franskur vísindamaður villiál í Grænlandi Um seinustu mánaðamót lagði franskur visindamaður, dr. Michard, á stað frá Loch Eine og var förinni heitið til Mýflóa, þar sem aðalstöð Norðmanna er. Systir hans var með honum og fimm menn aðrir. Frá Loch Fine til Mýflóa eru um 32 km. Tveimur dögum seinna komu tveir af förunautum dr. Michard til Mý- flóa og höfðu þá sögu að segja að þeir hefðu vilst og farið fram hjá Mýflóa. Báðu þeir nú Norðmenn að koma dr. Michard systur hans og þrem förunautum þeirra til hjálpar, en gátu þó litlar upplýsingar gefið um það hvar þau væru. Norsku flugmennirnir Aagenæs og Storm lögðu þá þegar á stað, og höfðu meÖferðis nógan mat handa ferða- fólkinu. Var þoka fyrst, en létti til von bráðar. Þeim tókst að finna ferðafólkið. Hafði það komist í norskan veiðimannakofa um 20 km. sunnan við Mýflóa. Hafði það eng- in matvæli og var illa á sig komið af hungri og þreytu. Dr. Michard hélt að kofinn, sem þau voru í, væri í háaustur af Mýflóa, i stað þess að hann var í hásuður þaöan. —Mbl. Machray málið Af þvi óskaplega vandræðamáli, er ekki mikið að segja enn, fram yfir það, sem sagt var í síðasta blaði. Það er engum vafa bundið, að mikið af fé háskóla Manitobáfylkis, sem Mr. Machray hafði undir hönd- um er horfið og er ekki lengur til. Háskólinn hefir hér orðið fyrir stór- tjóni, sem kannske nemur miljón dollara, eða þar um bil. Það mun enn ekki rannsakað að fullu hversu mikið fé er horfið af eigum háskól- ans, eða það hefir að minsta kosti ekki verið látið uppskátt. Féhirðir háskólans, John A. Machray er kærður um þjófnað og honum hefir verið vikið frá þessu embætti, að vera forseti og féhirðir háskólans. Hann liggur veikur og það er sagt, að hann gangi með ólæknandi sjúk- dóm, krabbamein. Hann hefir enn ekki getað mætt fyrir rétti vegna veikinda. Réttvísin mun heldur naumast tilbúin að hef ja réttarrann- sókn í málinu. Fullyrt er, að Mr. Machray hafi selt mikið af rikis- skuldabréfum, sem háskólanum til- heyrðu. En hvernig hann hefir get- að gert það, er nokkuð óljóst. Blöðin hér í Winnipeg flytja dag- lega einhverjar fréttir af þessu máli. Það gera líka blöð annarstaðar í Canada og Bandaríkjunum, og lík- lega út um viða veröld. En ýmsar af þessutn fréttum bera það með sér, að þær eru ekki ábyggilegar. Það gæti heldur ekki verið, því mál- ið er enn ekki rannsakað, og sann- leikurinn hefir enn ekki nema að mjög litlu leyti verið leiddur i ljós. Það er því í raun og veru of snemt að segja mikið enn, urn þetta leið- inlegasta vandræðamál, sem nokk- urntíma hefir komið fyrir i Mani- toba. En það er vonandi, að það dragist ekki mjög lengi úr þessu, að al- menningur fái að vita sannleikann í þessu máli, allan sannleikann. Fólkið á fullan rétt á að fá að vita þetta, eins og það er, og hlutaðeig- endur ættu að skýra frá því eins fljótt og hægt er. Því fyr sem það er gert, því betra. Þó einn maður hafi hér verið kærður um þjófnað, þá hefir enn sein komið er, enginn verið fund- inn sekur um nokkurt glæpsamlegt athæfi í sambandi við þetta mál. Hér, eins og ávalt, er gott að vera seinn til að fella þunga dóma. Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, hafði þessi sarni mað- ur, Machray, stórmikið fé undir hendi, sem ensku kirkjunni til- heyrði. Lika er mikið af því fé horfið. Einnig höfðu einstakir menn fengið Machray fé sitt til að ávaxta, þar á meðal hinn æruverði öldungur, Matheson biskup. Telur hann sig nú hafa tapað svo að segja aleigu sinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.