Lögberg - 17.11.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.11.1932, Blaðsíða 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1932 NÚMER 46 Tindafjöll Eftir Ólaf ísleifsson. Það var í haust, að eg var beð- inn að koma upp á Land með bíl, sem átti að fara þangað seinni- part dags. Það er langt síðan að mér fór að þykja gaman að því að fá tækifæri til að koma upp á Land í nánd við tilgnarlegu fjöll- in, sem eg lærði,7þegar eg var ungur, að líta upp til og dáðst að. Altaf finst mér Hekla jafn tign- arleg, fögur og eitthvað seiðandi, þegár eg er kominn í mátulega ná- lægð við hana. Haustblærinn var kominn yfir alt og kvöldskulggarnir altaf að nálgast. Bíllinn keppist við að komast sem lengst á meðan ljós er á lofti. Landsveit er nú að byrja. Það birtir eitthvað upp í bílnum, eg fer að horfa út um gluggann. Birtan stafar frá sól- skinsbletti, sem lent hefir á Tinda- fjðllum og hann situr þar kyr. Oft hefi eg farið þessa leið áður, en aldrei hefi eg séð Tindafjöllin í öðru eins skrúði og nú. Það var eins og öll fegurð þeirra o'g mikilleiki drægist þarna saman i einn sólskinsblett. Tindarnir urðu líka allir í einu brosi og lífið sýndist sindra úr augum þeira. Hið glaða skin kvöldsólarinnar hefir margan glatt, svo að sál hans hefir lyfzt til hærra flugs. Það er því líkast, sem tindarnir vildu nota sér þessa stuttu en dýrmætu kveðjustund. Þeir skreyttu sig alla með logagyltum fjöðrum kvöldsólarinnar og voru lítilátir sem börn. Þeir smíðuðu sér í skyndi skrautlegt hús, þarna á móti kvöldsólinni. Nú mátti engum geislum glata, því nótt og vetur voru í nánd. Það eru ekki altaf sólskinsdag- ar hjá þeim tindunum þeim arna. Þegar þeir hafa verið að gá tii veðurs og líta upp yfir fjöllin, hafa þeir oft fengið að kenna ó- þyrmilega á ofstopa norðanvind- anna, því þeim sýnist aldrei vera hægt að gera til hæfis. Þegar tindarnir hafa verið að gá til veð- urs og þeir hafa ekki séð neitt uggvænlegt, hafa þeir orðið fyrir kynstrum af snjó, sem norðanvind- arir hafa skelt þeim ómjúklega á vanga og reyndu um leið að kæfa þá í snjó. En tindarnir hafa ekki farið sér óðslega að, altaf verið jafn-rólegir og ekki haggast, hvað sem óróa stormanna hefir liðið, Og undarlegt var það, að aldrei tókst vindunum að færa tindana í kaf, því þeir sópuðu öllu í burtu með sjálfs sín hala, sem þeir vildu hafa til þess að koma tindunum í kaf. Stormurinn var eins og hinn óróagjarni æsingamaður, sem aldr- ei gætti sín fyr en hann var búinn að brjóta það niður, sem hann vildi upp byggja. Alt líf leitar að meira ljósi. Eg hefi haft ánægju af að veita öræfa- himbrimanum eftirtekt, þegar eg hefi komið þar inneftir. Þegar hann er orðinn leiður á dimmviðr- inu í kringum sig, tekur hann sig upp, ef hann sér einhvers staðar sólskinsblett í lofti eða á láði, og flýgur þangað með hreimsterkum vængjadyn og fögrum söng. Svo flýgur hann þar um fram og aft- ur, þar sem sólskinsblettirnir eru, til að svala ljósþrá sini. Það er eins og hann kunni að meta glögt hvað sólarljósið er þýðingarmikið og nauðsynlegt lífi hans. O'g hann fyrirverður sig ekki neitt þarna í öræfaþögninni, að syngja sólfögru Ijóðin sín fullum hálsi. Þeim, sem eru viðkvæmir fyrir þ'ví, hvað ör- æfaþögnin getur orðið þung og til- breytingalaus, verður ljúft að hlusta á þróttmikinn og fagran söng fylla upp hið auða rúm. Pearl Hanson lauk A. L. C. M. prófi við London Colleige of Music í júní síðastl. Þessi 16 ára gamla stúlka hefir tekið árleg próf í músík síðastlið- iri fimm ár, og ávalt með heiðri og í hvert sinn hlotið heiðurs við- urkenningu. Fyrir tveimur árum vann hún medalíu fyrir framúr- skarandi frammistöðu í píanó- spili. Nú er hún að stunda framhaldsnám hjá Prof. Shinn í Winnipeg. — Hún er dóttir Jos- ephs. Hanssonar (Hjaltalíns) og konu hans Torfhildar Benónís- dóttur; þau hjón eru búsett í McCreary, Man. Nýr gróðavegur Það er engan veginn fátítt í Winnipeg nú orðið, að menn reyni að auðga sjálfa sig með ránum og þjófnaði. Hafa bankar og búð- ir og svo einstakir menn aðallega orðið fyrir þeim ófögnuði, en kirkjurnar hefir þessi óaldarlýð- ur séð í friði alt til þessa. En út af því brá á sunnudaginn var. Þegar búið var að taka samskot við morgunmessuna í Elim Chapel á Portage Ave. og Spence St., réðust tveir menn á þann, sem samskotin hafði meðferðis og börðu hann í rot, tóku peningana, sem haldið er að hafi verið $75— $100, og hafa þeir ekki sézt síðan. Maðurinn, sem fyrir skakkafall- inu varð, heitir Robinson og á heima að 684 Ingersoll Str. Hann fanst meðvitundarlaus innan við kirkjudyrnar, skömmu eftir að þetta kom fyrir. Haldið er, að hann muni verða jafngóður. “Bjór fyrir Jólin” Það er talið mjög sennilegt, að úrslit kosninganna í Bandaríkj- unum, hafi þau áhrif, að eitthvað verði rýmkað um áfengisbannið, að minsta kosti í sumum ríkjun- um, á hvern hátt sem það kann að verða. Það er vitanlega alt í óvissu enn. Sumir óvinir bann- laganna eru svo vongóðir, að þeir gera ráð fyrir að bjórinn verði farinn að flæða um mikinn hluta Bandaríkjanna, “lögum sam- kvæmt”, nú strax fyrir jólin. Tölu- verðar líkur þykja þó til, að þeir verði fyrir vonbrigðum. Eftir því, sem ein lífvera er þroskaðri að viðkvæmrii, eftir þvl vex ljósþrá hennar og glöggleiki fyrir áhrifum sólarljóssins. Sum- ir draga dár að viðkvæmni ann- ara, en ekkert er þó betra til að lyfta sálinni á hærra svið og auka gróður hennar, en þroskasæl við- kvæmni. Þeir, sem eru sterkast- ir og stranglega réttlátastir, eru oft hinir auðvirðilegustu þjónar falskrar ímyndunar. Hreinleiki lífsins er ekki hávær eða með mik- ilfenglegum brigðum, sem er hrúg- að upp til að láta bera sem mest á sér; hann er eins og hinn hægfara straumur lindarinnar, sem á upp- tök sín 1 afdal f jalla og fer um far- inn veg og græðir alt er hún fer um. Hún er eins og ljósið, sem alt lífgar og reisir við lamaðan stofn. — Lögr. Hvað er að frétta? Ekki alls fyrir löngu hitti eg að máli nokkra góðvini mína norðan úr nyrðri.hluta Nýja ís- landi, þeim, er Bifröst sveit nefn- ist; spurði eg þá almæltra tíð- inda; talið barst að kreppunni, sem reyndar er nú engin ný bóla; fólkið í Nýja íslandi, er samt sem áður trúaðra á lifið en svo, að það láti slíkar grýluhugmyndir á sér bitna til muna. Eg var fyrir nokkrum árum dá- lítið viðriðinn ágreiningsmál npkkurt, er á góma bar í Bifröst; Iaut það að sjálfsforræði sveitar- innar út á við; afstaða mín til þess, er enn í öllum atriðum hin sama. Kunningjar mínir að norðan skutu því að mér, að engan veg- inn væri óhugsanlegt, að Mr. B. J. Lifmali, yrði í vali sem oddvita- efni í Bifröstsveit, við sveitar- stjórnar kosningar þær, er nú fara í hönd; þóttu mér þetta góð tíð- indi, þar seem maðurinn er glögg- skygn vel, fastur í rás og með drjúga æfingu í meðferð héraðs- málefna að baki. Mér lék tals- verður hugur á að komast að fullri niðurstöðu um þetta efni, og það því fremur, sem mér hafði borist til eyrna, að Mr. Lifman hefði sagt lausri sýslan sinni sem sveit- arnefndarmaður fyrir 4. kjör- deild, sökum ákveðinna sérskoð- ana í sambandi við afstöðu hér- aðsmálefna ráðgjafans, lútandi að afskiftum hins opinbera af stjórn þessarar sveitar, sem og ýmsu fleira. Eg hitti Mr. Lifman (Thor, eins og vinir hans alment kalla hann), núna um helgina, og spurði hann nokkurra spurninga í sambandi við þessi mál; hann sagðist hafa ráðið það við sig, að verða í kjöri sem oddvitaefni, og kvað það enn- fremur satt vera, að hann hefði sagt lausri sýslan sinni í sveitar- ráði Bifröstsveitar. Megin ástæð- urnar skildist mér einkum og sérí- lagi vera þessar: Hin fyrri sú, að hann teldi það óviðunandi, og með öllu út í hött, þótt frá ráðu- neyti héraðsmálefna kæmi, að sveitarráðið væri þess ómegnugt, að veita málum sveitarinnar þann- ig forustu, að óhjákvæmilegt yrði að beita lögum (sbr. Cap.—57, 1932)i, um utanaðkomandi íhlutun um stjórn héraðsmála. Ekki kvað Mr. Lifman það nokkum vafa bundið hvar fiskur lægi undir steini, að því er afskifti fylkis- stjórnarinnar, eða héraðsmálaráð- gjafans áhrærði; þar væri áherzl- án fyrst og síðast lögð á það, að innheimta meiri og meiri skatta. Þegar um gjaldþol og álögur skatta væri að ræða, kvað Mr. Lif- man það liggja í augum uppi, að heimamenn væru langtum liklegri til þess að þræða hinn gullna meðalveg, með því að þeim væri að sjálfsögðu kunnugra um hvar skórinn krepti að, en hinum og þessum, er í fyrsta skifti rækju nefið inn úr dyrunum, ef svo mætti að orði kveða. Aðra meginástæðuna fyrir af- sögn sinni úr sveitarráði Bifrast- ar, taldi Mr. Lifman vera þá, að hann gæti ekki undir nokkrum hugsanlegum kringumstæðum, eins og hag almennings nú væri farið, sætt sig við þá afstöðu hér- aðsmálaráðgjafans, að fyrsta og helgasta skylda hvers sveit- arfélags væri sú, að tryggja eigendum veðbréfa 100% greiðslu í gjalddaga, hvernig sem áraði; kvast hann líta svo á, að stjórnum héraða og fylkja, sem og stjórn fylkjasambandsins, bæri til þess fyrst af öllu brýn Ófriður í friðarborginni í Geneva, þar sem Þjóðbanda- lagið hefir aðsetur sitt, sem hefir það markmið, að koma á alheims- friði, gæti maður vænst, að frið- ur ríkti. Út af því bar þó nú í vikunni sem leið. Varð þar strætabardagi milli stjórnmála- flokka, og var herlið kallað til að skakka leikinn og skaut það á mannfjöldann og létu 11 af borg- arbúum þar lífið og um 70 særð- ust. Einn af hermönnunum féll einnig. Vakti þetta afar mikla gremju meðal borgarbúa, og mun fjarri því, að sú gremja sé dáin út, eða sé líkleg til að deyja út fyrst um sinn. Af þeim fréttum, sem enn hafa borist af þessu upp- þoti, er naumast skiljanlegt, hvernig á því gat staðið, að ann- að eins og þetta gat komið fyrir. Nobel verðlaunin Bókmentaverðlaunin hefir í þetta sinn hlotið, sagna- og leik- ritaskáldið John Galsworthy. Hef- ir hann samið margar skáldsögur og leikrit og unnið sér mikla frægð með ritum sinum. Hann er nú 65 ára að aldri. Fyrsta bók hans kom út 1898, en ekki mun honum hafa verið vextt mikil eftirtekt, fyr en 1904. Rudyard Kipling hlaut þessi verðlaun 1907 og er hann eini Eng- lendingurinn, sem þau hefir hlot- ið þar til nú. George Bernard Shaw hlaut bókmentaverðlaunin 1925, en hann er íri, eins og kunn- ugt er. Merkasta bókin eftir Galsworthy er talin “The Forsyte Saga.” skylda, að tryggja sjálfsagðan til- verurétt þeirra stétta í mannfé- laginu, er helgað hefðu krafta sína alla í þarfir þess, að koma sér upp viðunandi skýlum, eða heimilum og gert sér jörðina und- irgefna með þrotlausu striti við landnám og nýyrkju; mannúðar- hliðin mætti undir engum kring- umstæðum vera látin sitja á hak- anum; hagur þeirra stétta, er nú hefðu nefndar verið, yrði óhjá- kvæmilega að sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum hinna tiltölu- lega fáu, er lagt hefðu fram pen- inga í hin og þessi fyrirtæki, svo sem veðbréfakaup, með auðsöfn- un, að minsta kosti í ýmsum til- fellum, eina fyrir augum. Á þessu stigi stigi málsins, er mér ókunnugt um það, hvort fleiri bjóða sig fram til oddvita í Bif- röst sveit, en Mr. Lifman, við kosningar þær, er nú fara í hönd; en hvort sem svo verður eða eigi, þá dylst mér eigi, að fyrir atgerf- is sakir, áhuga og notadrjúgra hygginda, hlyti hann að reynast hinn liðtækasti maður í oddvita- stöðu í einni hinni söguríkustu frumbygð íslendinga þarna norð- ur við vatnið. Mr. Lifman mæltist til þess, að eg léti þess getið, að sér myndf sennilega hvorki veitast svigrúm til að halda fundi í Bifröát, né heldur hafa tal af einstökum kjósendum þar nyrðra fyrir kosn- ingarnar, með því atvinna sín, sem að miklu leyti væri bundin við erfið ferðalög um fylkið þvert og endilangt, myndi hamla sér frá heimkomu fyr en undir næstu mánaðamót. Kjósendum í Bifröst er þegar fullkuniþigt um stefnu Mr. Lifmans í sveitar- stjórnarmálum; þeir mega treysta því, að hann fylgi henni fram sleitulaust, verði hann á annað borð kosinn, sem eg dreg vart í efa. Winnipeg, þann 14. dag nóvem- bermánaðar, 1932. Einar P. Jónsson. MEN’S CLUB Dr. D. A. Stewart. Næsta þriðjudagskveld, hinn 22. þ. m., kl. 6.30, heldur Men’s Club sitt næsta samsæti í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju. Máltíð verður framreidd og kostar hún 35 cents fyrir hvern. Feðrum er boðið að koma með syni sína, sem nám stunda á miðskólum eða við háskólann, og kostar máltiðin að- eins 25 cents fyrir þá. Ræðumaðurinn í þetta sinn er hinn góðkunni læknir, Dr. D. A. Stewart, forstöðumaður heilsu- hælisins í Ninette. Er hann fjölda mörgum íslendingum að góðu kunnur og hefir ávalt ver- ið þeim mjög vinveittur. Dr. Stewart nefnir erindi sitt “Step- ping Stones in Manitoba History”. Er hann talinn með fróðustu mönn- um i sögu Manitobafylkis og hann er prýðilega máli farinn og skemti- legur ræðumaður. Ræðuefnið er slíkt, að allir Manitobamenn vilja að sjálfsögðu heyra um það tal- að. Það er því við því búist, að þetta samsæti verði mjög fjöl- sótt. Kveðja frá trúboðs- hjónunum í nýkomnu bréfi til Rev. og Mrs. S. O. Thorlaksson er þess getið, að ferðin til Japan hafi þeim gengið á!gætlega, og komu þau þangað 10. september. Voru þau nokkra daga í Tokio og fleiri borgum, en komu til Kobe 24. sept, þar sem þau setjast að. Var þeim þar fagnað af fjölda fólks. Utanáskrift þeirra er nú: 33 Ka- mitsupsui, 7 Ohome, Kobe, Japai> Þau hjón biðja Lögberg að flytja öllum sínum mörgu vinum hér í landi kærar kveðjur og þaklca fyr- ir síðast. John W. Sifton Hann dó að heimili sinu í Tor- onto á þriðjudaginn í þessari viku, 46 ára að aldri. Fæddur í Brandon, Man., 7. nóvember 1886, og uppalinn í Winnipeg, sonur Sir Clifford og , Lady Sifton. Hann var einn af eigendum og forráða- mönnum blaðsins Winnipeg Free Press. Senator Haydon Hann andaðist að heimili sinu í Ottawa, hinn 10. þ. m., 65 ára að aldri. Síðan 1930 hefir hann verið mjög bilaður á heilsu. Hjartasjúkdómur varð banamein hans. Hann tók um lagt skeið mikinn þátt í stjórnmálum og var talinn einn með helztu mönnum frjálslynda flokksins. Fellibylur Ákafur fellibylur 'gekk yfir Cuba seint í vikunni sem leið. Varð þrjú hundruð manns að bana og gerði afar mikið eignatjón. Frá Islandi Sigurður Þórðarson sýslumað- ur, andaðist í Reykjavik hinn 16. október síðastl., eftir langvarandi heilsubilun. Hann var fæddur 24. des. 1856 að Litla-Hvammi í Ár- nessýslu, sonur Þórðar Guð- mundssonar sýslumanns þar. Hann var um langt skeið sýslu- maður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu og bjó þá jafnframt miklu rausnarbúi í Arnarholti í Staf- holtstungum. Árið 1915 sagði hann af sér embætti og seldi jörð- ina og flutti til Reykjavíkur o'g var þar jafnan síðan. Var heils- an þá mjög tekin að bila. Em- bætti sitt stundaði hann með mestu alúð og vann sér miklar vinsældir og traust manna í hér- aði sinu, og var fyrir allra hluta sakir hinn merkasti maður. Sam- kvæmt ráðstöfun hans, var lík hans flutt til Kaupmannahafnar og brent, en askan verður flutt til íslands og geymd í íslenzkri mold. Hinn 9. október fór fram prests- kosning til Grundarþinga í Eyja- firði. Aðeins tveir voru í kjöri, Benjamín Kristjánsson (sem áður þjónaði Sambandssöfnuði í Win- nipeg) og kandídat Gunnar Jó- hannesson. Hlaut Benjamín Krist- jánsson 299 atkvæði, en Gunnar Jóhannsson 165 atkvæði. Voru 3 seðlar auðir tí.g 2 ógildir, en alls voru 600 kjósendur á kjörskrá. Er því Benjamín Kristjánsson lög- lega kosinn til Grundarþinga. Einar Jónsson frá Geldingalæk, fyrrum alþingismaður, druknaði i Rangá hinn 22. október. Vita menn óglögt með hvaða hætti það hefir orðið, en haldið er, að hann hafi fengið aðsvif, sem hann átti vanda fyrir, og fallið í ána. Hann var ríðandi og einn á ferð. Pétur Halldórsson bóksali, var hinn 22. október kosinn þingmað- ur í Reykjavík, með 5,303 atkvæð- um. Hann hlaut 66.4% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru alls 14,401, en aðeins 56.20% af þeim greiddu atkvæði. Þetta voru auka- kosningar og stóð þannig á þeim, að Einar Arnórsson, sem áður skipaði þetta þingsæti, sagði því lausu, þegar hann var skipaður dómari í hæstarétti. Pétur Hall- dórsson er Sjálfstæðismaður og breytist því ekki flokkaskipunin á þingi við þetta, því það er Einar Arnórsson líka. Tveir aðrir voru í kjöri, Alþýðuflokksmaður og kommúnisty. Framsóknarflokkur- inn hafði engan í kjöri. Björn Sigfússon bóndi á Kornsá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, and- aðist að heimili sínu hinn 11. okt- óber síðastl., 83 ára að aldri. Hann var þingmaður Húnvetninga .1893 —1899 og 1909—1911. Héraðsmál og sveitarmál lét hann sig einnig jafnan miklu skifta. Hann var búmaður ágætur og bjó jafnan góðu búi og við góð efni. B.jörn Sigfússon var sómi sinnar stéttar og þjóðkunnur merkismaður. Baejarátjórnarkoálningar í Winnipeg Þær fará fram í næstu viku. Verður þá kosinn borgarstjóri, bæjarráðsmenn og skólaráðs- menn. Umsækjendur um þessi em- bætti eru alls 44, svo úr nógu er að velja. Þeir, sem um borgar- stjóraembættið sækja eru þrír, núverandi borgarstjóri Ralph H. Webb, sem verið hefir borgar- stjóri í Winnipeg í sex ár; John Queen, leiðtogi óháða verka- mannaflokksins, og Jacob Penner af hálfu United Front manna, sem mun Vera hið sama og Kom- múnistar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.