Lögberg - 05.01.1933, Síða 1

Lögberg - 05.01.1933, Síða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1933 NÚMER l Lö gberg óskar öllum Islendingum g] eðilegs N ýárs! Hugleiðing Mannfagnaður i otubbs maho Alneims utvarp Freklega sextán ár eru nú lið- in frá þeim tíma/er eg fyrst gekk í þjónustu ÍLögbergs; þau hafa lið- ið fljótt, að því er mér finst, en minnisstæð verða þau þó mér engu að síður. Mér hefir ávalt verið það ljóst, en þó jafnvel aldrei ljósara en nú, hve miklum vanda það er bundið, að halda lifinu í íslenzkum blöð- um vestan hafs, og það að sjálf- sögðu því fremur, sem harðara er í ári, eins og nú 'gengst við. Það reynir óneitanlega á þolrif þeirra, er blöðin eiga, að gefa þau út ár eftir ár með tapi. Slík hefir nú samt sem áður jafnan orðið reynd- in á. En ekki dylst mér það, að bróðurpartinn í viðhaldi íslenzkr- ar tungu og íslenzks táps í Vest- urvegi, eiga þeir, er fyrir útgáfu blaðanna hafa staðið síðastliðna hálfa öld, eða því sem næst. Blöðin hafa aðeins tvo tekju- stofna, það er að segja áskrifta- gjöldin og auglýsingarnar. Um fjölgun kaupenda er tæpast að ræða; hitt jafnvel sennilegra, að það gagnstæða eigi sér stað. Þeg- ar hart er í ári rýrna báðir þess- ir tekjustofnar af skiljanlegum ástæðum til muna. Hin og þessi verzlunarfélög, svo sem T. Eaton félagið, veita blöð- unum árlega þakkarverðan stuðn- ing í auglýsingum, og lengja með því að nokkru líf þeirra. En ein- hvernveginn hef eg það á með- vitundinni, að íslenzkir kaup- sýslumenn, er margir hverjir njóta drjúgra viðskifta af hálfu ættbræðra sinna, hafi að minsta kosti í ýmsum tilfellum, sýnt blöð- unum meira tómlæti, en æskilegt var. Jafnvel í sjálfum jólablöð- unum, rekst maður vebjulegast ekki nema á sárfáar auglýsingar frá kaupsýslumönnum af íslenzk- um stofni, og þá helzt ekki nema héðan úr borginni. Af þeim kaupsýslumönnum ís- lenzkum er viðskifti reka í hinum ýmsu nýbygðum okkar, man eg ekki eftir nema einum manni, er stutt hefir blöðin með auglýsing- um svo nokkru verulegu nemi; á eg þar við Svein kaupmann Thor- valdsson í Riverton. íslenzkir kaupsýslumenn gætu auðveldlega, að því er mér skilst, veitt blöðunum, eða prentsmiðjum, er gefa þau út, þó nokkurn árlegan stuðning í prentun, ef ekki ham- laði tómlæti á einhvern hátt; sama er um hin og þessi íslenzk isveitarfélög að segja, þar sem ís- lenzkir menn sitja við stjórn. öll þurfa þau þó nokkurrar prentunar við; þau komast að minsta kosti ekki hjá því að prenta kjörlista. Ósanngjarnt yrði það tæplega tal- ið, þó íslenzku prentsmiðjurnar, þær, er blöðin gefa út, kæmi að einhverju leyti til greina, er um úthlutan slíks verks væri að ræða. Menn greinir á um mai'gt; menn gera úlfalda úr mýflugunni og sutnum liggur við drukknun i smámunaseminni; menn spá feigð á sjálfa sig og andlegt erfðafé; þó flýtir enginn andlega fullveðja maður fyrir dauða sínum. Hvað íslenzk tunga á langt líf fram- undan hér vestra, er að miklu leyti undir blöðunum komið; hnijgnun þeirra verður hennar hnignun; tortíming þeirra hennar tortíming. Eg hefi ávalt verið trúaður á mennina, og þá ekki hvað sízt íslenzka menn. Mér hefir ávalt orðið það ofurefli, að fylla flokk þeirra, er öllu vantreysta og ávalt halda að alt sé að fara í hund- Á mánudagskveldið þann 19. desember síðastliðinn, safnaðist saman í samkomusal Fyrstu lút- ersku kirkju álitlegur hópur manna of kvenna með það fyrir augum að samfagna þeim hr. Sig- urði Björnssyni og frú Gíslínu Björnsson, 679 Beverley stræti hér í borg í tilefni af fjórðungsaldar hjónabands afmæli þeirra. Prest- ur safnaðarins dr. Björn B. Jóns- son, stjórnaði þessu hlýlega vina- móti og átti í því sinn drjúga þátt, hve glatt var á hjalla, um kveldið. Eftir að sunginn hafði verið brúð- kaupssálmurinn “Hve 'gott og fag- urt og indælt er,” settust gestir að snæðingi og nutu ríkmannlegra vista. Megin töluna fyrir minni silfur- brúðhjónanna flutti hr. S. Ander- son. Frú Hansína Olson flutti silfurbrúðurinni hu'gnæmt ávarp tfrá kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar, en í því hefir frú Gís- lína starfað árum saman í ein- lægni og ötulleik. Auk þeirra, er nú hefir verið minst, tóku til máls hr. Gunnlaugur kaupmaður Jó- hannsson, hr. Friðrik Bjarnason, lífsábyrgðar umboðsmaður, og sá, er línur þessar ritar. Með ein- söng skemti frú Hope, með aðstoð hr. Ragnars H. Ragnars við slag- hörpuna, en hljóðfærasveit þeirra Pálmason-systkina varpaði jafn- framt ánægjulegum litbrigðum á samkvæmið með nokkrum streng- leikum. Veizlustjóri afhenti heið- ursgestunum silfur borðbúnað að gjöf, til minja um atburðinn, auk þess sem silfurbrúðurinni tféll í skaut fagurt blómknippi. Þess skal getið að móðir silfurbrúð- gumans, frú Magnússon, átti af- mæli þenna sama dag, og flutti veizlustjóri henni árnaðaróskir í tilefni af því. Undir veizlulok þökkuðu silfur- brúðhjónin, hvort um sig, þá vel- vild, er þeim hefði verið sýnd með samsætinu og minningargjöfun- um, og kváðust hvorttveggja myndu langminnug verða. Hr. Sigurður Björnsson hefir um Iangt skeið starfað í þjónustu Winnipeg-borgar, og nýtur í hví- vetna góðs álits, sem ötull og skyldurækinn maður. Þau hjón hafa aflað sér margra trúrra vina; heimili þeirra er gestrisið, og börnin öll hin mannvænlegustu. —E.P.J G. A. Dalman dáinn. Hann andaðist að heimili sínu í Minneota, Minn., hinn 24. des., 76 ára að aldri. Hafði hann átt heima í Minneota í 53 ár og lengst af rekið þar verzlun. Hann er á margan hátt hinn merkasti mað- ur og er hans að nokkru getið á öðrum stað hér í blaðinu. Dánarfregn Föstudaginn 16. des., sl., and- aðist góðkunni bóndinn og hag- yrðingurinn Kristján Rósmann Casper, að heimili sínu í Blaine* Wash., eftir langa og þungbæra legu. Verður æfiatriða hans nánar getið síðar. ana. Þess vegna held eg að ís- lenzkt þjóðerni vestan hafs eigi enn nokkuð langt líf fyrir hönd- um. En til þess að svo megi verða mega blöðin ekki undir nokkrum krinlgumstæðum falla úr sögunni. Þau hafa verið einn megin þátturinn í menningarbar- áttu íslendinga hér vestra síðan landnámið hófst, og þau mega til að verða það um langt skeið enn. Einar P. Jónsson. HHlj ómaklettar (Á gamlárskvölcl 1932) Það hefir verið mikið um bergmál í dag. Hljómarnir frá klettunum mínum gömlu hafa glapið fyrir mér við ný- ársræðuna. 1 dag hefi eg spurt andlát tveggja vina niinna. Og í dag fékk eg bréf frá hjónum, sem eg hafði gift fyrir 25 árum. í þetta sinn hafa hljómarnir flestir komið að sunnan. Frásögnin í “Mascot” um fráfall Dalmanns vekur berg- tmál í fornum klettum. Mér hafði í mörg ár þótt vænt um Guðmund Dalmann. Ekki var hann þó í söfnuði hjá mér, þegar eg var suður þar. Við höfðum ólíkar skoðanir á mörgum hlutum. En hann var maður og eg var rnaður og við áttum samkynja kendir. Hann var jafnan nefndur Dalmann, og þegar bezt gegndi G. A. Dalmann. Skírnarnafn hans heyrði^t sjaldan og viss er eg um, að margir vissu ekki hvers son hann var. Eitt augnablik áttaði eg mig heldur ekki á því, þegar eg fékk síðustu jólakveðjuna hans: “Frá Guðmundi Grímssyni og Kristínu dóttur hans.” Eg man ekki fegurra dæmi föðurástar og dótturtrygðar, en þeirra Guðmundar og Kristínar. Móðir hennar var dáin, heilsa hans var þrotin, en Kristín stýrði búinu og búðinni af snild. Þeir í Minnesota minnast þess lengi. Man eg það, er fundum okkar Dalmanns bar fyrst saman. Eg hafði kornið til Minneota í nóvember, svo að segja barnungur prestur. Nú fóru jólin í hönd. Nokkrar fjölskyldur þar í þorpinu áttu þá við þröngan kost að búa. Vió tókum okkur saman um það einhverjir, að safna lítils- háttar fé og matvælum til að gleðja með fátæklingana um jólin. í þeim erindum fór eg á fund íslenzku kaupmannanna. Eg kveið fyrir að finna iJalmann. Þekti hann þá ekki af öðru en hans oddhvassa penna. En er eg hafði tjáð honum erindið, þá blátt áfram ljómaði andlitið á honum, og óðara tók hann upp gullpening og gaf mér handa þeim fátæku. Þarna var Guðmundur Dalmann allur. Það fékk eg oft að reyna síðar. Eg held mannúðin hafi verið höfuð lyndisein- kunn lians. Nema það hafi verið hnittyrðin, sem mest auðkendu hann—stundum nokkuð beizk, en þó raunar græskulaus, enda bitnuðu þau oftast á Repúblikunum, og þó voru margir þeirra beztu vinir hans. Og nú kemur mér Gunnar B. Björnson í hug, ramur Repúbliki, en aldavinur Dalmanns. Eg kyntist Gunnari fyrst um sama leyti og hinum. Gunnar var þá búðarsveinn hjá norskum kaupmanni í Minneota. Mér hafði verið sagt um hann, að piltur sá stæði uppi í hári á hverjum manni. Um fáa menn hefir mér þótt vænna en Gunnar, og vel á það við mina lund, sem Gunnar hefir nú ritað um Dalmann vin sinn látinn. Viss er eg um það, að gaman hefði Dalmann haft af niðurlagsorðunum í grein Gunnars. Þau eru á íslenzku eitt- hvað á þessa leið: “Mér liggur við að segja—segi það svona fyrir sjálfan mig, að ef til er himnaríki, þar sem maður eins og hann má ekki koma, þá kenni eg í brjósti um það himnaríki.” “Eftir eru hendur Hrólfs,” má segja um Gunnar, þó synir hans hafi nú tekið við ritstjóra-pénnanum af honum. Þó snjallir séu, mega þeir spjara sig til að hafa við karli föður sinum. Margt er það, sem bergmálar frá hljómaklettum liðinn- ar æfi á gamlárskvöld. Alla vega gengur okkur mönnunum samferðin. Sitt sýn- ist hverjum um bláma fjallanna. En undursamlegt er það, að þegar gamlárskvöld einhverrar æfinnar kemur, þá finnum við glögt, að í rauninni höfum við altaf verið bræður. En það er raunalegt að við ekki skulum átta okkur á þvi, oft og einatt, fyr en á gamlárskvöld. Nú er klukkan að verða tólf. Hvað ætli bergmáli frá Hljómaklettum næsta gamlárs- kvöld ? Þar slær klukkan.—Guð blessi vini mina! Eitt, tvö, þrjú—TÓLF. —B. B. J. Móttökutæki Hér í Canada eru sextán sveita- heimili af hverju húndraði, sem hafa útvarps-móttökutæki, olg alls 728,623 slíkar maskínur í sveitum landsins. Tala þeirra í hverju fylki, er sem hér segir: Prince Edward Island, 11 af hundraði; Nova Scotia, 11; New Brunswick, 8; Quebec, 6; Ontario, 21; Mani- toba, 18; Saskatchewan, 20; Al- berta, 18; British Columbia, 23. Hvað borgirnar snertir, þá hef- ir Montreal 86 móttökutæki fyrir hverja þúsund íbúa; Toronto, 117; Hamilton, 144; Ottawa, 101; Cal- gary, 94; Victoria, 130; Moose Jaw, 100; Edmonton, 71; Regina, 91; Saskatoon, 83; Brandon, 92; St. Boniface, 71; Portage la Prairie, 65; Winnipeg, 87. Allir, sem útvarpstæki hafa, verða að kaupa leyfisbréf af stjórninni, til að mega hafa þau. Þær tölur, sem hér eru gefnar, eru teknar eftir tölu leyfisbréfanna. Séu móttökutækin fleiri í landinu en hér segir, þá hefir einhver gleymt að fá sér leyfisbréfið. Lesendum Lögbergs er ekki með öl’u ókunnugt um þetta mál, því þess hefir áður nokkrum sinnum verið getið hér í blaðinu. Dóms- málaráðuneytið í Ottawa hefir skipað Ford dómara frá Edmori- ton til að rannsaka kærur þær, sem bornar hafa verið á Stubbs dómara, en sá heitir Arthur Sulli- van, lögmaður hér í Winnipeg, sem sama ráðuneyti hefir skipað til að sækja málið, yfirheyra vitni, o. s. frv. Alls eru kærurnar 'gegn Stubbs dómara ellefu, eða þeim sökum, sem á hann eru bornar er skift í ellefu atriði. __ Flest eru kæruatriðin þess efnis, að Stubbs dómari hafi farið niðrandi, en óverðskulduðum orðum um áfrýj- unarréttinn í Manitoba, og að minsta kosti einn dómaranna, og að ummæli hans um hann, hafi ekki aðeins verið ástæðulaus, held- ur hafi þau einnig verið algerlega ósæmileg fyrir dómara, að láta þau út úr sér. Einnig að hann hafi farið óvirðulegum og tilefn- islausum orðum um lögregluna og aðra fulltrúa og þjóna réttvísinn- ar, og réttarfarið í fylkinu yfir- leitt. Þrjár af kærunum eru samt annars eðlis, hin sjötta, sjöunda olg áttunda. í sjöttu kærunni er það á hann borið, að hann hafi, á árunum 1929-1931, tekið $5.00 fyrir hvert af 197 erfðamál- um, án þess hann hefði rétt til þess, þar sem fylkið borg- aði honum $2,500 á ári fyrir að sinna slíkum málum. Sjöunda kæran er þess efnis að hann hafi tekið $1,000 frá sambandsstjórn- inni fyrir eitthvert verk, án þess hann hafi haft rétt til þess. Átt- unda kæran er þess efnis, að í júlí, ágúst, september og október 1932, hafi 32 mál komið fyrir Stubbs dómara, þar sem sakborn- ingarnir hafi ekki játað á sig þær sakir, sem þeir voru kærðir fyrir, en aðeins einn af þessum mönnum hafi verið fundinn sekur. Hinir allir fríkendir. Þykir þetta ekki einleikið og naumast geta átt sér stað, að hér sé um réttláta dóma að ræða. Gullbrúðkaup Á föstudagskveldið í vikunni sem leið, hinn 30. desember, var þeim hjónum Jóni Markússyni og Margrétu konu hans, haldið mjög myndarlegt og ánægjulegt sam- sæti, að heimili þeirra, 854 Ban- ning stræti hér í boriginni. Var tilefnið það, að þau Mr. og Mrs. Markússon hafa nú verið gift í full fimmtíu ár. Dr. Rögnvaldur IPétursson stýrði samsætinu, á- varpaði gullbrúðhjónin og afhenti þeim all stóra peninga gjöf í gulli frá gestunum, sem voru um sjötíu. iSkemti fólkið sér lengi fram eftir kveldinu við ágætar veitingar, ræðuhöld, söng o!g ihljóðfæraslátt. Ymsir tóku til máls og voru þar á meðal Rev. Philip Péturssón og Mr. M. Mark- ússon, sem einnig flutti gullbrúð- hjónunum kvæði, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. Einnig flutti Þorsteinn skáld Þorsteins- son þeim kvæði. Mörg heillaóska- skeyti bárust þeim einnig frá fjar- lægum frændum og vinum. Mr. og Mrs Markússön hafa um langt skeið átt heima í Winnipeg. Mestu dulgnaðar og myndar hjón og vinsæl hjá öllum sem þeim hafa kynst. Á jóladaginn flutti Bretakon- ungur stutta ræðu, ávarp til þegna sinna. Sjálfur var hann á Eng- landi, en útvarpið flutti ræðuna um alt brezka ríkið, en það er nú, eins og allir vita, í öllum álfum heims. Hér í Winnipeg heyrðist ræðan ágætlega og er hún á þessa leið: “Fyrir eina af hinum stórmerki- legustu uppfyndingum vísindanna, gefst mér nú kostur á að ávarpa fólk mitt, á þessum jóladelgi, hvar sem það er í heiminum.* “Mér skilst það véra merkilegt tákn, að hepnast hefir að full- komna útvarpið, eins og raun hefir á orðið, einmitt á sama tíma sem brezka ríkið hefir tengst traustari böndum en áður, því einmitt það gerir mögulegt, að samtengja það enn betur. “Það getur verið, að framtíðin leggi oss marlga erfiðleika á herð- ar. En reynsla vör hefir kerit oss að mæta þeim, án þess að skelfast. “Nú er það hlutverk allra, að vinna að velferð sinni og vel- genlgni og bæta aftur hag sinn, en án eigingirni, og oss ber að aðstoða þá sem bezt vér getum, sem á undanförnum árum hafa lát- ið hugfallast. “Stefna lífs míns hefir verið sú, að vinna í þessa átt eftir föngum. Þegnhollusta yðar og traust til mín hefir verið mér ósegjanlega mikið enduiigjald og styrkur í því starfi. “Eg tala nú frá heimili mínu og orð mín koma frá hjartarótum mínum til yðar allra; til karla og kvenna, sem snjór og eyðimerk- ur og hafið einangra, svo manns- röddin kemst ekki til þeirra, öðru vísi en í loftinu. “Öllum þeim, sem ekki mega fyllilega njóta gleðinnar vegna isjónleysis, veikinda eða hrum- leika, og þeim sem nú gleðjast með börnum sínum eða barnabörnum, öllum, öllum óska eg nú gleðilegra jóla. Guð veri með yður!” Þetta konungs ávarp heyrðist út um alt brezka ríkið, að segja má, svo fullkomið er nú útvarpið orðið. Einnig talaði London, þessi miðstöð brezka ríkisins, við borgir og bæi í öllum brezkum löndum í heimi, þar á meðal við fjórar borgir í Canada, Montreal, Toronto, Winnipeg og Vancouver. En einnig við skip, bæði á At- lantsháfinu og Rauðaihafinu. Er þetta vafalaust hið viðtækasta og merkilegasta útvarp, sem enn hef- ir átt sér stað. Heilsan að bila Fréttir frá London, nú um jólaleytið, segja að heilsa Mac- Donalds ráðherra, sé ekki nærri góð um þessar mundir og eru nú allmiklar tilgátur um það, að hann muni ekki lengi úr þessu endast til að 'gegna sínu erfiða embætti. Þykjast menn nú sjá þess ýms merki, að honum sé mik- ið að fara aftur. Vitanlega á hann mótstöðumenn, sem gjarnan vilja koma honum frá völdum. Þó er sagt að Mr. Baldwin, sem nú sem stendur er líklegasti maður- inn til þess að verða næsti for- sætisráðherra, vilji ekki að Mr. MacDonald hætti, því með ihonum myndi samvinnustjórnin missa gildi sitt og væntanlega hætta að vera til og myndu þá almennar kosningar fram fara, og hin reglu- lega flokksstjórn komast á aftur. Telur Mr. Baldwin það ekki heilla- vænlegt, eins og nú stendur.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.