Lögberg - 12.01.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.01.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR, 1933 ru_ a. Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga^ I S03C^3S^SOS^frS^S3^SOS»S5>»65^^5^»S5>«C3^g^S5)5^»S*5.5»St5»5»»5»5*S>5>5>5>5.-5>5?5>5>5*»&5t»5*5.-5i^S»* Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Loksins komu þeir að klettastallinum, er myndaði 'einskonar ]>ak yfir höfuð þeirra. “Flýtið yður — flýtið yður ofan til henn- ar!“ tautaði Belmont. “Segið henni, að eg verði liér fyrir ofan og híði stundarkorn til að sjá, hverju fram vindur. Eg verð að sjá, hvað þeir hafa í huga, svo að við getum verið við- búnir. En flýtið yður nú!’’ Giles hneig niður á klettastallinn. “Eg get ekki — eg kemst ekki fetinu lengra — látið ]>á bara koma — það er alveg það sama — eg get ekki meira.” “Flýtið yður ofan til hennar og gerið eins og eg segi!” mælti Belmont ógnandi. “Hún bíður eftir okkur — hún veit ekki að við erum hér. Flýtið yður, skiljið þér það!’’ Belmont hristi manninn. # “Eg get ekki — látið m'ig vera — eg get ekki,” sagði Giles másandi. Belmont rak honum rokna kjaftshögg, Giles kveinaði eins og smábarn, en drattað- i.st })ó á fætur og tók að skríða fram eftir klettastallinum. Hann komst fram að brún- inni, beygði sig stynjandi og livarf ofan fvr- ir bríkina. Belmont var aleinn. Hann sat og hnipraði sig á staUinn með riffilinn í hendinni og beið og beið, meðan sólin hækkaði. Þokan lá eins og þunn slæða fyrir neðan hann og varð æ þynnri og gagnsærri með liverri mínútu, sem leið. Það leið ekki á löngu áður en liann gat grilt allmarga menn gegnum þokuna. Þeir voru að klifra upp eftir sömu leiðina og Bel- mont og Giles liöfðu farið. Belmont var nú búinn að ná sér eftir hlaup- in upp eftir, og liann liristi nú af sér þreyt- una, eins og þegar maður varpar af sér kápu. Þessi litla hvíld, er hann hafði fengið, liafði endurvakið krafta hans og þrek, og honum var nú létt um andardráttinn á ný. Hann var nú alveg búinn að ná sér aftur. Hann var rólegur og öruggur og treysti afli sínu og ára'ði. Honum var ljóst að hann varð að fvlgja ákveðinni reglu í völn sinni. Ofur- eflið var svo mikið, að hvert atriði varð að reikna nákvæmlega, svo að þeir lægju ekki undir þegar í fyrstu árásinni. Hann taldi mennina jafnóðum og þeir komu í ljós, þeir voru fimtán—fimtán blóðþyrstir djöflar gegn einum manni og ungri stúlku, Giles taldi hann ekki með. Belmont stóð upp og klifraði niður snar- brattan hamarinn niður að þrönga opfinu. sem lá inn að fylgsninu. Hann flýtti sér gegn- um göngin, og stóð loks þar sem hann vissi að blóðug orustan mundi verða háð næstu stundirnar. Giles og Elsa voru þar fyrir. Hún stóð og studdi sig við klettavegginn. Er hún varð Belmonts vör, kom hún á móti honum. Daufur roði steig upp í kinnar hennar. “Hefur hann sagt yður alt saman?” spurði Belmont lágt. “ Já, eg veit það—þeir eru á leiðinni hingað upp eftir!” sagði hún stutt. Hann kinkaði kolli. “Þeir eru fimtán saman. Það verður liart andóf. ” Hann leit á hana sem allra snöggv- ast, áður en hann hélt áfram máli sínu. Frá- sögn hans um, að fimtán manns væru á leið- inni, virtist ekki hafa nein áhrif á hana. “Eg ætla mér ekki að segja, að eg vænti mér glæsi- legra úrslita, ” mælti hann. “Þeir eru fimtán saman og skilyrðin því eðlilega harla ójöfn. Fimtán móti einum.” Hann þagnaði stund- arkorn. “Þér skiljið við hvað eg á?” sagði hann. Hún var mjög föl, en svipur hennar lýsti einbeitni, og ljómaði úr augum hennar. “Þér ætlið ekki að láta hugfallast?” mælti bann. “Þér ætlið að vera hugrökk og róleg?” Hún kinkaði kolli. Belmont leit á Giles. Hann lá í hnipri á jörðými, eins og ræfill á að líta, og skein út úr honum örvita hræðsla og kvíði. Það brá fyrir viðbjóð sem allra .snöggvast í svip Belmonts. “Eg kem til að þurfa á yðar hjálp að halda,” mælti hann umsvifalaust og snéri sér að Elsu Ventor. “Eg hafði hugsað mér, að hann ...” Stúlkan snéri sér við og leit á liinn mann- lan, hann sem átti að verða eiginmaður henn- ar einhverntíma, og sama viðbjóði brá snöggvast fyrir í svip hennar eins og rétt nður hjá Belmont. Svo snéri hún sér aftur að Kelmont og horfði róleg á hann. “Eg verð að hafa einn til að hjálpa mér, °g það er ekki um aðra að gera en yður. Það er starf sem þarf snögg handtök við,” sagði hann til skýringar. “Segið mér bara hvað eg á að gera,” mælti hún rólega. Belmont gekk að klettaskútanum, þar sem hann hafði geymt skotfærin. “Þér verðið að rétta mér skothylkin, jafn- óðum og eg þarf á þeim að lialda,” sagði hann. “Eg tek mér stöðu hér við glufuna og varna þeim inngöngu hingað með riffli mín- um.—Þér skiljið—eg þarf að láta rétta mér skothylkin fljótt og handvist, jafnóðum og skotið er. En það verður að gera.st eldsnöggt. Það getur oltið á einni sekúnku.” “Eg skil það,” mælti hún. “Eg skal víst hjálpa yður. Þér getið reitt yður á mig. ” Hún snéri sér alt í einu við og gekk aftur inn í skútann. Aftast í honum var liola inn í klett- inn. Þar vom birgðirnar geymdar, niður- suðu-dósimar, vatnstunnan og á vextirnir. Hún laut niður og tók upp litla leirbrúsann, sem Belmont liafði fundið á ströndinni og fylti með konjakki. Hún rétti honum brúsann. Hann kinkaði kolli. Svo setti hann brúsann á munn sér og drakk ofurlítinn sopa, ekki meira. Hið sterka áfengd hafði örvandi áhrif á hann, og honum fanst nú nærri því, eins og hann væri orðinn nýr maður. En samtímis minti það hami á kvalirnar í öxlinni. Hami hafði nærri því glevmt að liann var særður. “Þér emð særður ?” spurði hún. “Það er ekki neitt. Það er ekki tími til að liugsa um það núna. “Standið þér nú hérna undir klettinum, Iþar eruð þér út úr skotmáli. Og þaðan getið þér víst rétt mér, það sem eg þarf með.” Hann þeytti upp skothylkjagevminum. Svo smelti hann honum aftur, tók sér stöðu í þrengstu göngunum og beið þess er verða vildi. Sjóræningjarnir nálguðust skjótt. Landið var þannig að þeir urðu að ganga hver á eftir öðram, og komu þannig einn og einn inn í þrengslin, sem voru eina leiðin að klettaskút- anum þar sem þremenningarnir voru. Belmont stóð hrevfingarlaus og horfði beint í áttina. Hver taug og vöðvi þar strengdur og stæltur í öllum líkama hans—hann lyfti byss- unni og miðaði vandlega og rólega á f jand- menn sína, jafnóðum og þeir komu í ljós. Hann beit saman tönnunum, og honúm var einskonar ánægja í að hugsa til þess, að hann mundi aldrei missa marks. Hann miðaði á ennið, og svo óvænt kom árás þessi, og svo þétt féllu skotin, að þrír þorpararnir hnigu steindauðir niður í einu vetfangi. Hinir námu staðar alt í einn og líkin þrjú lágu í hrúgu í mjóum göngunum og lokaði þeim til hálfs. Ræningjarnir urðu sýnilega all-hissa á þess- um móttökum, og leituðu því fyrir sér að öðr- um heppilegum stað og aðstöðu. Það var að sjá, að þeir þektu staðinn, án þess þó að vera lionum þaulkunnugir. Klett- arnir aftanvert við skútann gnæfðu alt að 20 fet í loft upp, og brúnin að ofan slútti allmjög fram á við og myndaði einskonar hálf-þak yfir stallinn. Einn eða fleiri af ræningjunum höfðu kom- ist þangað upp, og einn þeirra skreið nú mar- flatur eftir klettabrúninni. Félagar hans liéldu í fætur honum svo hann gat teygt sig fram af klettabrúninni. Það var þetta þrask, sem gerði Elsu aðvart um, hvað hér væri á ferðinni. Smásteinn hafði losnað og datt rétt við hliðina á henni. Hún leit ósjálfrátt upp og sá þá gult andlit gægjast fram af brúninni hátt uppi. Tvö skásett augu gláptu á hana, og Elsu varð svo hverft við, að hún stóð sem steini lostin. “Flýtið yður,” hvíslaði liún að Belmont. “Þarna—til hægri—hátt uppi yfir okkur!” Belmont snarsnérist við. Mongólinn uppi á brúninni hafði lagt riffil sinn að kinninni, en lionum gekk illa að ná góðu miði niður fyrir sig oð óðara en varði hafði Belmont brugðið upp riffli sínum og lileypt af. Skothvellurinn kvað við og gula andlitið hneig máttlaust niður. Ræningjarnir sem voru eftir uppi, kiptu líkinu inn á brúnina. Þetta var sá fjórði, er hafði fengið kúlu frá Belmont gegnum höfuðið. Elsa rak upp einkennilegt hljóð. Það var eins og niðurbældur hlátur—en endaði eins og grát-stuna. “Hættið þessu,” sagði Belmont í ströngum róm. Það dugar ekki að verða taugaveiklað- ur. Eg hafði búist við öðra af vður.” “Fyrirgefið þér,” mælti hún og stokkroðn- aði. “Þér megið ekki reiðast mér. Eg skal víst horða upp hugann.” Henni varð litið á Giles, sem lá eins og dauður. Andlit hans var óskemtilegt-á að líta, augun starandi, sljó og tómleg, út í bláinn og hnefarnir kreptir. “Þetta skal ekki koma fyrir aftur,” sagði hún hressilega. Belmont kinkaði kolli. “Eg treysti yður,” sagði hann. Enn á ný hafði einn ræningjanna hætt sér inn í klettaskoruna. Hann skreið gætilega á fjórum fótum, hlykkjaði sig áfram eins og ormur og skýldi sér á bak við lík félaga sinna. Belmont liallaðist dálítið til liliðar, svo að hann var einnig í hlé, en stóð þannig, að hann gat lialdið auga með vissum bletti í klettaskor- unni. Þangað og ekki lengra gat “skriðorm- urinn” komist. Báðir aðiljar hikuðu og biðu stundarkorn. Mongólinn lá í hnipri og beið ]>ess, að Bol- mont gægðist fram, svo að hann gæti náð skoti á hann. Belmont beið þess aftur á móti, að hinn skyldi halda áfram inn á við. Þannig liðu nokkrar mínútur, að hvorugur hreyfði sig. Nú lieyrðust liásar raddir og dimmar, og þótt Belmont skyldi ekkert orð af því, sem sagt var, var honum samt ljóst, að þorpar- arnir fyrir utan voru að livetja félaga sinn í klettaskorunni til að halda áfram. Svo virtist sem hann færðist undan, en að lokum náðu þó hróp og háðsyrði hinna tilgangi sínum, því maðuriijn tók á ný að skríða áfram inn eftir skorunni, ósköp hægt og gætilega. Hann hlvkkjaði sig vfir líkin, en hélt skammbvss- unni altaf tilbúinni í liendi sér. Þannig þuml- ungaði hannisig áfram, unz hann kom að bletti þeim, er Bolmont liafði kosið sér að marki. Andstæðingarnir horfðust eitt augnablik. í augu, og svo hleyptu báðir af í einu. Skotin heyrðust bæði í einu. Mongólinn lineig niður hljóðlaust, og kúla. hans small í klettinum, tæpan þumlung frá liöfði Belmonts. “Fimm!” tautaði Belmont. “Flýtið yður —skotfæri!” Elsa hafði þegar skothvlkin á reiðum höndum. Hann reif geymislásinn upp, svo að tómu skothylkin þeyttust út, smelti honum svo aft- ur, og var vígbúinn á ný. Hann var nú svo rólegur og kaldur, að hann gat jafnvel brosað. Sjálfstraust hans óx einnig og magnaðist. Byrjunin var góð. Hann hafði þegar banað fimm andstæðingum — í fimm skotum, þá voru aðeins tíu eftir. Aðeins tíu. Liðsmunurinn var samt nógu ægilegur, en hann hafði þó fækkað óvinum sínum um einn þriðjapart. Konjakksopinn, sem hann liafði drukkið hresti hann rækilega, Það jók lionum hugrekki, en nú tók hann að finna til í öxlinni, sem var tekin að stirðna. Hann hreyfði liandlegginn upp og niður. Þessi lireyfing olli honum afskaplegrar kvala en hann brosti þó að sársaukanum, þótt svit- inn sprvtti fram á enni hans af hans völdum. “Eg verð að gæta þess, að handleggurinn stirðni ekki,” tautaði hann, er hann varð þess var, að Elsa liorði kvíðafull á hann. Stúlkan svaraði þessu engu. Orðin tóm voru svo lítils virði. Ósjálfrátt rétti hún úr sér í tötrum sínum og stóð nú frjálsmannleg og með metnaðarsvip við hliðina á honum. Og hún var greinilega upp með sér þessa stundina. Hún var verulega hreykin af því, að fá að berjast við hliðina á þessum manni, hún var hreykin af að vera félagi hans á hætt- unnar stund. Nú hevrði hún aftur grusamlegt þrask uppi vfir sér, og henni varð litið upp. Sjóræningj- arnir höfðu nú liugsað sér aðra aðferð, sem var þeim eigi eins hættuleg. Elsa lagði hendina skvndilega á handlegg Belmonts. ‘ ‘ Hvað er um að vera ? ’ ’ mælti hann. Hann leit ekki við. Hann mátti ekki vera að því að snúa við höfðinu . Hann starði lát- laust fram eftir þrönga opinu, er lá inn að fylgsni þeirra, og nú var nærri því þvergirt með líkhrúgum. “Það er víst ekki hægt,” mælti Belmont. “Kletturinn er ekki nógu skáhallur til þess, að stórir steinar geti oltið hingað ofan. Þeir munu eflaust þeytast fram af brúninni fyrir ofan höfuð okkar. Við sjáum nú til.” Rétt á eftir fengu þau vissu fyrir þessu. Heljarstór steinn kom veltandi fram af brún- inni. Fyrst leit út, eins og hann ætlaði að detta beint ofan á þau. En það fór eins og Belmont hafði spáð. Kletturinn slútti of mik- ið, og steinninn hentist því fram yfir skútann' og útyfir klettabrúnina. (Framh.) --1 PROFESSIONAL CARON j DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tlmar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manitoba Símið oantanir yðar Roberts Drug Stores Limited ÁbygffileRÍr lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sartrent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. fsJenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 MeArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 DR.O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tlmar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winniposg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED , TannUeknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á ööru gölfl) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aö Lundar og Gimli og er þar að hitta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuöi. > DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Dr. A. B. Ingimundson Tannlasknlr J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Phone 21 884'—Office timar 3-5 Heimili: 5 ST. JAMBS PLACE Winnipeg, Manitoba 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 054 Skrifst. 411 I’ARIS BUILDINQ Phone 96 933 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aö hltta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknlr 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pösthúsinu J. RAGNAR JOHNSON B.A, LL.B, LL.M. (Harv). islenzkur lögmaöur ste. 1 BARTELLA CRT. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 Sími 96 210 Heimilis 33 328 Heimaslmi 71 763 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Hkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Helmilis talsími 501 562 G. S. THORVALDSON B.A, LL.B. Lögfrœöingur • Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St, gegnt City HaU Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aö hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Sími 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Liíe Bidg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aö sér aö ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgö og bif- reiða ábyrgöir. Skriflegum fyrlr- spurnum svaraö samstundis. Skrifst.s. 96 757—Helmas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöingur v 808 PARIS BLDG, WINNIPEQ Residence Offlce Phone 24 206 Phone 96 635 Dr. S. J. Johannesson stundar lækningar og yfirsetur G. W. MAGNUSSON NuddUeknir 1 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEQ Til viötals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frft kl. 6-8 aö kveldinu 632 SHERBURN ST.-SImi 30 877 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmiö og semjlö um samtalstlma Fastelgnasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.