Lögberg - 12.01.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.01.1933, Blaðsíða 4
Bla. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR, 1933 ILögtierg Öefl8 Ot hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO J3.00 um áriO—Borgist /yrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Presa, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba PHONE8 Sfl 327—8fl 328 Borgist fyrirfram 1 fjörutíu og fimm ár hafa þessi tvö orÖ, “borgist fyrirfram,” staðið í hverju einasta •blaði Lögbergs. Þau eru þar enn, á fjórðu blaðsíðu, ofarlega til vinstri handar. Með þessum orðum er átt við blaðið sjálft. Þau þvða það, að félagið, sem Ijögberg gef- ur út, ætlast til þess, og hefir ætlast til þess, að blaðið sé borgað fyrirfram. eða að minsta kosti eitthvað nálægt því. Það er bara sama reglan, eins og fylgt- er með flestöll önnur blöð og tímarit hér í landi. Allir kannast við orðatiltækið: “dauður bókstafur,” sem svo oft er notað í ræðu og riti. Ef “dauður bókstafur” á nokkurs- staðar við, þá á það við orðin “borgist fyrir- fram,” sem altaf standa í íslenzku blöð- unum í Winnipeg. Þeim hefir aldrei verið fvlgt, nema aðeins af tiltölulega mjög fáum, og þeim er ekki fylgt enn í dag. Það er ekki nóg með það, að íslenzku blöð- in hafa ekki verið borguð “fyrirfram.” Þau iiafa öll þessi ár, gem þau hafa komið út, heldur ekki verið borguð “eftir á,” af næst- um ótrúlega mörgum þeirra, sem þau hafa fengið. Þau hafa með öðrum orðum ekki verið borguð, af mörgum svokölluðum kaup- endum, sem þó hafa fengið þau í hverri viku, mánuð ef'tir mánuð og ár eftir ár, tekið við þeim, lesið þau og vilja ekki án þeirra vera. Kvað Lögberg snertir—vér höfum ekkert umboð til að tala fyrir hitt ístenzka vikublað- ið, en geimm ráð fyrir að það liafi svipaða sögu að segja—þá er hér sjálfsagt báðum hlutaðeigendum um að kenna, útgefundum og kaupendum. Útgefendur Lögbergs hafa öll þessi mörgu ár, sem það hefir komið út, verið einstaklega vægir í kröfum, hvað inn- köllun fyrir blaðið snertir. Þeir hafa æfin- lega treyst löndum sínum vel og reitt sig á ráðvendni þeirra og góðvild og þeir hafa reitt sig á að þeir væru þess megnugir, að láta af hendi rakna þá litlu fjárupphæð, sem greiða þarf fyrir Lögberg árlega. Þeir hafa ekki stranglega krafist þess, að Lögberg- væri borgað fyrirfram og haldið áfram að senda kaupendum það, jafnvel í mörg ár, án þess að fá ársgjaídið. Hér hafa kannske verið brotnar almennar viðskiftareglur. Það er kannske hægt að segja við útgefendur Lög- bergs, að þeir ættu engum að senda blaðið, nema þeim einum, sem borguðu það, eins og til er ætlast, fyrirfram. En þeir sem það segja, hljóta að hugsa jafnframt, að ekki sé gerlegt, að treysta á skilvísi og manndóm Vestur-Islendinga yfrleitt. Vér segjum ekk- ert í þá átt og vér viljum ekki hugsa neitt' slíkt. Vér viljum treysta því, að landar vorir séu yfirleitt skilsamir menn, og vér höfum góðar og gildar ástæður til að ætla, að svo sé, þrátt fyrir það, að kaupenda listi Lög- bergs er þar óneitanlega heldur lélegt sönn- unargagn. Vér lítum svo á, að hér sé um hugsunar- leysi, að'ræða fyrst og fremst, dálítið hirðu- leysi, .skeytingarleysi, en ekki beinlínis óskil- semi eða getuleysi, nema aðeins í fáum til- fellum. Menn hafa vanist á það, að borga ekki fvrir blöðin nema þá óreglulega, við og við, og þeim hefir smátt og smátt farið að finnast, að þetta gerði hvorki til né frá. Vér þorum að fullvrða, að þeir eru mjög fáir, af kaupendum Lögbergs, sem gera sér fulla grein fyrir því, hve félaginu, sem gefur það út, kemur það afar illa, að fá ekki borgað fyrir blaðið nokkurnveginn reglulega. Og þeir gera sér kannske engu ljósari grein fyrir því, að þeim kemur það sjálfum illa, að borga ekki fyrir blaðið þetta árið og hitt árið, og kannske ekki eitt eða tvö ár enn, og eru þar með komnir í skuld, sem ýmsum, nú á tímum að minsta kosti, er erfitt eða kannske als ekki hægt að greiða. Ef menn hinsvegar greiða þessa litlu upphæð, sem blöðin kosta, reglulega á hverju ári, þá eru þeirg-sem betur fer, mjög fáir, sem finna nokkuð verulega til þess. Ef kaupendur Lögbergs aðeins fenprju skilið, og viklu festa sér í huga, hve afar áríðandi það er fvrir útgáfu blaðwsins, að áskriftagjöldin séu borguð reglulega á hverju ári, þá trúum vér ekki öðru en lang- flestir þeirra myndu g>era það. Flest fólk virðist svo sem ekkert um þetta hugsa.' Margir virðast hugsa sem svo, að það geri blaðinu svo sem ekkert til hvenær það fær þetta ársgjald, sem það á að fá, eða hvert það fær það nokkumtíma. Fóik virðist yfir- leitt ekki gera sér grein fyrir því, að ein- mitt á greiðslu ársgjaldanna ríður það nú öllu öðru fremur, hvort blaðið getur haldið áfram að koma út, eða það verður að hætta. Það hefr alt til þessa verið metnaður hvers góðs Vestur-lslendings, að vera veitandi, en ekki þiggjandi. Vér vonum að svo sé enn og vér vonum að svo verði æfinlega, því hér er um réttmætan metnað að ræða. Sá sem fær íslenzku blöðin, kannske ár eftir ár,. án þess að borga fyrir þau, hann er þiggjandi, hvað það snortir. Sá sem borgar fyrir blöð- in reglulega á hverju ári, hann er veitandi. Hann er að veita því málefni lið, með ofur- lítilli peningauppliæð árlega, að íslenzk tunga og íslenzk þjóðrækni megi haldast við hér í landi, um stund að minsta kosti og þurfi ekki að verða örvasa, eða deyja alveg fyrir stund- ir fram. Án íslenzkra blaða, getur íslenzkt félagslíf ekki lifað hér í landi, og án þeirra er sambandinu við föðurlandið slitið. Fyrir tveimur árum voru 8,500 Islendingar í Canada og Bandaríkjunum, sem fæddir em á Islandi. Afkomendur þeirra era langt um fleiri og margir þeirra eru svo íslenzkir, að þeir vilja ekki án þess vera, sem íslenzkt er. Margir halda kannske, að Islendingar hér í landi, séu miklu fleiri, heldur en þeir eru. En þó þeir séu fóir, þá þurfa þeir engu síður að hafa íslenzk blöð, og þeir eru nógu marg- ir til að geta haldið þeim við, ef þeir aðeins borga þau skilvíslega og reglulega á liverju ári. Pappírsgerðin í Pine Falls Það er nú nærri heilt ár síðan hætt var að búa til pappír í Pine Falls. Félagið sem rak pappírsgerðina þaí í nokkur ár hét “Mani- toba Pulp and Paper Companj^,” en var að- eins ein grein af öðru iðnaðarfélagi, sein “Abitibi Power and Paper Company” heit- ir. Þegar félagið hætti störfum í Pine Falls, í febrúar í fyrra, var það látið í veðri vaka, að það mundi aðeins verða um stundar sak- ir. Helzt gert ráð fyrir að byrjað yrði aftur í desember í vetur. Sú varð samt ekki raun- in á, og enginn veit nú sem stendur, hvenær aftur verður byrjað að búa til pappír í Pine Falls. Þetta pappírsfélag hafði um 350 menn í vinnu, en sem flestir urðu vinnulausir, þegar það hætti, og má af því marka fyrst og íremst, live ákaflega mikið tjón það var fyrir Manitobafylki, að þessi iðnaður gat ekki haldið áfram. En það er ekki alt tjónið, sem af þessu hefir hlotist, að fjöldi manna mistu atvinnu sína, þeir sem við pappírsgerðina unnu. Félagið þurfti á miklum við (pulp- wood) að halda og fjöldi manna höfðu tölu- vert miklar tekjur af því, að höggva viðinn og selja hann félaginu. Af þessu er talið að menn í Manitoba hafi haft tekjur, er námu um $200,000 á ári þau árin sem félagið var starfandi. Þar að auki er allur flutningur á framleiðslu félagsins,, sem margir menn höfðu töluverða atvjinnu af og ennfremur töpuðu æði margir menn atvinnu sinni, sem unnu við Sjö-systra orkustöðvarnar, en þaðan fékk félagið þá miklu raforku, sem það þurfti á að halda við pappírsgerðina, en þetta mikla orkuver varð að hætta störfum jafnframt og x>appírsgerðin, því það hafði þá ekki lengur sölu fyrir þá raforku, sem þar var framleidd. Ýmislegt fleira tjón hef- ir af þessu leitt fyrir fólkið í Manitoba. Nú er verið að gera ítrustu tilraun til að fá félagið til að byrja aftur að búa til pappír í Pine Falls. Sá sem nú ræður yfir þessu félagi, eða félögum, heitir Ú. T. Clarkson og er í Toronto. Þangað fóru nú um helgina þrír menn frá Winnipeg til að tala við hann um þetta mál. Þeir eru Hon. J. S. McDiar- mid ráðherra, Theodore Kipp, forseti Mani- toba Industrial Development Board og E. H. Macklin, forseti og ráðsmaður Winnipeg Free Press. Þessir menn fóra til Toronto í þeim tilgangi, að fá því framgengt, að pappírsverksmiðjan í Pine Falls vrði aftur opnuð og látin taka til st^rfa, og það nú bráðlega. Hvert þeim hepnast erindi sitt eða ekki, er ekki hægt að segja þegar þetta er skrifað. Sjálfir gerðu þeir sér víst góðar vonir um, þegar þeir fóra, að ferð þeirra myndi bera góðan árangur. Það er víst eng- inn maður í Manitoba, sem ekki óskar að svo verði, ef hann ber velferð fylkisins fyrir brjósti, því þessi pappírsverksmiðja hefir afarmikla þvðingu fyrir atvinnumál þessa fylkis. Minnisvarði Leifs Eirikssonar ÁVARP TIL.ISLENDINGA Fyrir nokkru hófst hreyfing til að reisa Leifi heppna veglegann minnisvarða í Ameríku. Ætlast er til, að minnisvarðinn verði tilbúinn svo snemma að afhjúpunarathöfn- in geti farið fram næsta sumar um sama leyti og heimssýningin í Chi- cago verSur opnuð. Ákveðið er að minnisvarðinn verði i Grant Park í Chicago, nærri miðdepli Norður- Ameríku, heimsálfu þeirrar, er Leif- ur fyrstur manna fann, fyrir nær þúsund árum síðan. Frægur mynd- höggvari, Oskar J, W. Hansen, hef- ir gert frummyndina og hann vinn- ur nú að undirbúningi minnisvarð- ans. Frummyndin hefir verið lof- uð mjög af listamónnum. Og nefnd Sem um þau mál sýslar í Ulinois- ríki, lagði einróma til, að minnis- varðinn yrði reistur á hinum veg- legasta og ákjósanlegasta stað í Chicago. Minnisvarðinn samsvarar að hug- sjón, fegurð og stærð, afreksverk- inu, sem hann er helgaður og minn- ingu hetjunnar. Tvær ferhyrntar steinsúlur, um hundrað fet á hæð, rísa mót himni, en á milli er líkneski um seytján feta hátt. Súlurnar tákna hin ógurlegu öfl náttúrunn- ar en mannsmyndin táknar braut- ryðjandann, hetjuna, sem með ó- stöðvandi festu og hugrekki yfir- bugar alla mótstöðu og vinnur sig- ur í baráttunni við náttúruna. Hann ber engin vopn en horfir ó- hræddur til þess ókomna, er hann stígur fram úr hálf-hring, sem er á bak við súlurnar, og merkir hinn forna norræna stofn. Súfurnar verða reistar úr dökku graníti og á þær verðá höggnar myndir, sem sýna atvik úr Vín- Iandsferð Leifs. Listamaðurinn hefir þegar mótað í leir fyrstu myndina af Leifi og Eiríki rauða, er þeir ríða til skips. Undir mjmd þessari stendur á nútíðar upphafs- sfötfúm OK ÞETTA LET EIRIKR EFT- IR LEIFI OK RIÐR HEIMAN. Undir hverri mynd verður tilsvar- andi setning úr íslendingasögunum. Á súlurnar verður einnig skráður tilgangur minnisvarðans á íslenzku og ensku. Þessi minnisvarði, sem reistur verður I^eifi Heppna, verður og í- mynd norrænna áhrifa á þjóðmenn- ingu Norður Ameríku. The Memorial of Leif Eirikson in America er félag, löggilt í Illi- nois-ríki, sem stofnað hefir verið í þeim tilgangi að koma upp minnis- varðanum. Forstöðunefnd félags- ins skipa leiðtogar í félagsskap Norðmanna, Svía, Dana, og Þjóð- verja; og einnig margir aðrir mæt- ir menn í Chicago af ýmsum þjóð- flokkum. Vér undirskrifaðir erum í nefndinni fyrir hönd íslendinga- félagsins Vísir. Þeir, sem fyrir fyrirtækinu standa, telja þetta sameiginlegt mál allra þeirra, sem kyn sitt mega rekja til norrænna þjóða. Sérstaklega snertir þetta okkur íslendinga. ís- lenzkt mál verður varðveitt á mfnn- isvarðanum um aldur og æfi; vitn- að er til íslenzkrar menningar í því, sem ráðgert er að skráð verði i greinargjörð minnisvarðans; og ís- lenzk menning hefir þráfaldlega verið lofuð í því, sem ritað hefir verið um málið. Og í þessu sam- bandi mætti minnast á velvild og aðdáun þá, sem listamaðurinn Osk- ar J. W. Hansen hefir á því, sem íslenzkt er. Minnisvarðamálið hefir fengið góðar undirtektir á meðal þeirra Is- Iendinga, sem þvi hafa kynst. Is- lendingafélagið Vísir í Chicago hef- ir tekið einróma ákvörðun um að vinna að þessu máli og styrkja fyr- irtækið eftir mætti. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags íslendinga hefir að tilmælum vorum tekið að sér forystu málsins á meðal íslendinga. Nokkrir af vorum beztu mönnum hér vestan hafs hafa þegar heitið að styrkja minnisvarða fyrirtækið. 7'ilætlun forstöðunefndar minn- isvarða Leifs Eirikssonar er að fá almenna þátttöóu, einkum á meðal norrænna manna í Vesturheimi. Þeir, sem f járhagslegan styrk láta af hendi, verða skrásettir félagar i “The Memorial of Leif Eirikson in America”; þeir fá félags skir- teini og eir medalíu með mynd af líkneski Leifs. Meðlimaskráin verður lögð í hornstein minnisvarð- ans. Meðlimagjöld eru $2.50 (tveir og hálfur dollar) til 5,000 dollara, sem greiðist í eitt skifti fyrir öll. Það eru tilmæli vor til allra Is- lendingá f jær og nær að þeir styrki þetta fyrirtæki eftir mætti. Sér- staklega skorum vér á íslenzku blöðin að kynna Islendingum málið og ljá því fylgi, og á íslendingafél- ög, að þau takist forystu á hendur, hvert í sinu bygðarlagi og safni meðlimum fyrir minnisvarða Leifs Eiríkssonar. Jóhannes S. Björnsson, Formaður íslendingafél- agsins Vísir. Árni Helgason, Formaður minnisvarða- nefndar Vísis. Ferð um Strandir (Framh.) Við þjótum framhjá og yfir Ferstikluháls—þar er allmikil dys rétt við veginn. Við höldum áfram framhjá vötnum og skógum og stönsum ekki fyr en á Grund í Skorradal, því þar bíður miðdeg- isverðurinn.—Og þrátt fyrir gigt- ina, sem ætlar nær því að drepa doktorinn þennan da!g, tekst hann nær því á loft af fögnuði,. þegar hann skoðar í bókaskápinn á bæn- um—“Allur Strindberg!”, “Selma Lagerlöf!” og fleilri bækur eru þar eftir aðra ágæta sænska höf- unda. Svo, eftir máltíðina, er ferðinni haldið áfram niður í Borgarfjörð- inn. Nú blasir brátt við alt land- nám Skallagríms, milli fjalls og fjöru. En við förum hratt yfir og nú er skamt milli höfuðbólanna. Brátt erum við komnir upp undir Baulu. Þar er óviðjafnanle’gt langslag. Hraunsöxlin, Baula og Grábrók, eg hefi aldrei séð þessi fjöll í jafn fallegri birtu og í dag. Doktor Ekhammar gleymir gigt- inni alveg þá stundina sem við förum þarna um. Svo stönsum við ekki fyr en við sæluhúsið á Holtavörðuheiði. Fjallasvanir sitja á vatninu, en Tröllukirkjan er hulin þoku. Vegurinn er svo holóttur og afleitur, að við óskum öll að vegamálastjórinn væri kominn í bílinn. Svo er haldið af stað aftur norður o!g niður til (Gunnars bónda í Grænumiýrar- tungu sem er syðsti bærinn í Strandasýslunni. Þar hvílum við lúin bein um stund og fáum góða hressingu. Eg geng með bónda að skoða í nýjan kartöflugarð sem hann hefir látið gera, gái undir grösin og sé að ef þau fái að vaxa í næði í hálfan mánuð enn, þá má búast við sæmilegri upp- skeru. En Hrútafjörðurinn finst mér kaldranaleg by!gð að sjá, þó hann nái langt inn í landið. Nú er stutt eftir út á móts við Borð- eyri. Við Gilsstaði kveð eg sam- ferðafólkið og þakka samfylgdina og fæ mig ferjaðan yfir fjörðinn, og gisti hjá sýslumannshjónunum á Borðeyri um nóttina. Morguninn eftir gekk eg út að sjá þorpið og umhverfið. Þá hafði verið allmikið frost um nóttina, svo að kartöflugrös höfðu víða skemst mjö!g mikið. Þetta var rétt eftir miðjan ágúst, og víst óvenju snemt. Að öðru leyti var veðrið gott. Sá eg á Borðeyri, eins og víðar um Strandasýslu, að augu manna eru mjög að opnast fyrir nauðsyn garðyrkjunnar, því nýir garðar sáust þar mjög víða. Eg gekk nú áleiðis norður eftir og út að Kjörseyri og kom þar til Halldórs bónda. Þar er tún stórt o!g rækt- arlegt og allar hlöður fullar, því heyskapur hafði gengið með bezta móti, og sláttur byrjað hálfum mánuði fyr en vant er. Nálægt Kjörseyri komst eg í bíl, sem var á leið norður að Kolbeinsá, en lengra verður tæplega komist í bíl. Eg fékk að sitja í og nú gekk t meir en þrifljung aldar hafa Dodd’* Kidney Pills veriB viBurkendar rétta meCalið vi8 bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. FSst hj.\ öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, e8a sex öskjur fyrir $2.50, e8a beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. greiðlega og máske helzt til fljótt því gjarjian hefði eg viljað vera lengur á þeirri leið, en bjóst að vísu við að fara þá leiðina heim af-tur. Snotur bændabýli eru þarna meðfram Hrútafirði og sýn- ist víða vel um gengið, og einkum þykir mér víðast snyrtilegra kring- um bæina fyrir norðan heldur en hér hjá Sunnlendingum mínum. En þeir hafa oft lika nokkra af- sökun*i rosanum og bleytunni, sem alt ætlar að færa í kaf. Sérstak- lega þótti mér snyrtilegt að sjá heim að Ljótunnarstöðum hjá Guð- jóni bónda. Það er auðáéð að þar býr ræktunarmaður, sem ekki skortir áhuga. Hafði eg ásett mér að koma til hans á suðurleið, til þess að tefja ekki bílinn í þetta sinn, en það fór nú öðru- vísi, því miður. Bíllinn fer greitt um og nýju og nýju bregður fyrir augað. Við förum stundum niður við flæðar- mál. Selir liggja í hópum á skerj- um, alveg fast við land. Þeir eru víst aldrei ónáðaðir, en eru nokkurskonar húsdýr sjávarbænd- anna, sem hirða “dilkana” undan þeim, en láta þá að öðru leyti í friði o!g losa aldrei skot úr byssu. Bíllinn fer fáa faðma frá þeim, þar sem þeir sóla sig á steinunum upp við land og þegar við erum beint á móts við þá, þá velta þeir sér letilega út af og er auðsjáan- lega illa við að væta skinnið. Svo kafa þeir dálítið frá, koma upp úr og stara á okkur með stórum for- vitnum augum. Eg ætla úr bílnum við Kol- beinsá, en bílstjórinn býður að reyna að skreppa með mig að Guð- laugsvík og eftir stutta stund er- um við komnir heim í hlað til Hel'ga bónda. Hann hefir verið hjá mér eitt vor á garðyrkjunáms- skeiði.—Reiðingshestur var heima við, er við komum, en þegar hann sá bílinn tók hann updir si!g stökk mikið—og sást ekki meira þann daginn, og hvort hann hefir síðan sést veit eg ekki. En svona er oft með hesta sem ekki hafa séð bíla, og eiginlega er ekki að furða þó hestarnir verði bæði hræddir og hissa þegar bílaskrímslin koma þjótandi. Þá er Hrútafjörðurinn horfinn þe!gar til Guðlaugsvíkur er komið. En hann er um fimm mílur að lengd. Viðkunnanlegt er í Guð- laugsvík og undirlendi allmikið og tví- eða þríbýlt á jörðinni. Höfðar sitt hvoru megin við víkina. Eitt er einkennilegt í Guðlaugsvík, drangurinn, sem stendur í flæðar- málinu í austanverðri víkinni. i Hann er úr stuðlabergi og liggja j stuðlarnir láréttir. Dran!gurinn er þunnur sem veggur og hallast, en allbreiður og nokkuð hár. Hann hefir áður fyrri fylt upp glufu í ; höfða úr ónýtara eíni, en er nú það einasta sem eftir stendur. En fyrir stuðlabergslaginu sést móta áfram á landi uppi í höfðanum. Það er um þennan drang að segja að hann er mjög gróinn skarfa- káli, en það er, eins og margir vita, ein hin.hollasta jurt, sem hér vex, sökum þess hve mikið er í henni af svonefndum C bætiefn- um. Húsmæðurnar í Guðlauigsvík þurfa ekki að kvíða þess að C bæti- efni vanti í fæðu barna sinna, eða annara, ef þær kynnu að hagnýta sár skarfakálið í dranginum, sem er þar nærtækt og við hendina alt árið. En ýmsir kvillar og sjúk- dómar rekja rót sina til þess að C bætiefni vantar. Skarfakálið er sígræn jurt. Ragnar Ásgeirsson. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.