Lögberg - 02.03.1933, Síða 1

Lögberg - 02.03.1933, Síða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. MARZ 1933 NÚMER 9 LANDNEMINN (Ilann reis upp úr gröf sirnii eftir 50 ár) Hann reis upp úr gröfinni hraustur og hress og hristi’ af sér fimtuga mold, og svipurinn ljómaði’ af þakklæti þess að þvngdi ’ ekki tuskur né liold. Við svefninn og friðinn í fimtíu ár hve fagurt var draumlandið háns: því niðjarnir uxu tii frægðar og fjár í faðmi hins algóða lands. Hann mundi hve glírhan var lamandi og löng við lífið á þessari jörð, live brekkan var örðug, hve brött og hve þröng var brautin, sem honum var gjörð. Hve fjöldamörg vonin í fæðingu dó, hve förlaðist hamingjuleit. En eitt var í fyrndinni þungbærast þó, og það var — að dæmast á sveit. Því fanst honum sjálfsagt að flýja þann dóm og flytja sig vestur um haf. Þó elskaði ’ "hann jafnan hvert einasta blóm, sem Islandi hamingjan gaf. Hve landneminn átti liér örþrönga skó, það einungis skaparinn veit. en ánægður var hann og þakklátur þó að þurfa’ ekki’ að dæmast á sveit. Ef 'bróðir lians átti’ ekki björg eða hús, ef brauðvana systur hans kól, þá bauð hann þeim seinasta bitann sinn fús og bygði þeim sæmilegt skjól. Við sjálfan sig mælti’ ’hann ermintist liann þess hve mannlega skildi’ ’hann við liold: “Nú rís eg úr gröfinni hraustur og hress ogjirysti’ af mér fimtuga mold. Hve sæl verður stundin! að sækja þá heim °g sjá þeirra eining og völd, því drottinn mér leyfði að dvelja með þeim í dag — eftir hálfnaða öld.” Og það var að sjá sem liann þyldi ekki bið liann þaut eins og örskot af stað; en signdi sig áður að íslenzkum sið— hún amma hans kendi ’ ’lionum það. Á fólkið sitt alskygnum augum liann leit, en ánægjusvipurinn hvarf, því dugandi menn sá hann dæmda á sveit og drukkinn út landnemans arf. Hann vatt sér í gröfina, vafði sig mold og vonbrigði hnykluðu brár. Hann dreymir um kvalið og klæðlítið liold í komandi fimtíu ár. Sig. Júl. Jóhannesson. Japan Hindenburg segir nokkur vel valin orð Um síðastl. áramót hafði Hinden- burg forseti tal af blaðamönnum, og birtist samtal þeirra í þýskum blöð- um. Hinn aldurhnigni ríkisforseti komst m. a. að orði á þessa leið: —Eg er orðinn maður gamall og einmana. En eg verð kyr í stöðu minni eins lengi og kraftar mínir frekast leyfa. Því þegar yngra fólk- ið sér að eg, eins gamall maður og eg, er kyr við skyldustörfin, þá er eg að vona; að skyldurækni þeirra auk- ist. Mér fellur það ætíð þungt, að þurfa að láta þá menn frá mér fara sem eg hefi unnið með, sem lagt hafa að sér, og gegnt skyldu sinni til hins ítrasta. Þetta eru einhverj- ar þyngstu raunir þjóðhöfðingja.— En þingræðið krefst þess. Þingræð- ið sópar mönnum burtu, og setur aðra i þeirra stað. Meinið í þýskum stjórnmálum er, aö svo til hver einasti Þjóðverji hef- ir sína ákveðnú sérskoðun í lands- málum, og stendur í þeirri bjarg- föstu trú, að hann hafi hina einu réttu skoðun. En skortur á sam- heldni og samvinnu er sannarlega tilfinnanlegur. Því get eg ekki horf- ið frá þvi að brýna sífelt fyrir mönnum: Verið þið nú fyrir hvern mun samtaka. Þeir menn, sem á annað borð vilja gera gagn, komast lengst með því að leita samvinnu við aðra, í stað þess að steita sífelt hnef- an^. hvorir framan í aðra. Það er ekkert gagn í því, að sýna fööur- landsást á hátíðum og tyllidögum, en gleyma landi sinu og þjóð, alla aðra daga. Menn verða að gleyma sér og hagsmunum sínum fyrir velferð föðurlandsins. Mbl. Enn meiri hraði Hinn hraðfara bilstjóri, Sir Mal- colm Campbell, hefir enn hækkað sitt eigið met og keyrt sinn hrað- skreiða bíl hraðara en nokkru sinni fyr. Það gerði hann á Daytona Beach, Florida, hinn 22. f. m. I þetta sinn var hraðinn 272 mílur á klukkustund, og þó heldur betur. Er þetta hraSasta ferð, sem nokkur maður hefir farið á bíl, svo vitað sé. Síðan 1925 þefir Sir Malcolm verið þektur fyrir það, að keyra bil hrað- ara en aðrir menn. Það ár fór hann 150 mílur á klukkustund, og þótti mikið; hann hefir síðan, svo að segja árlega, verið að fara hraðara og hraðara, og er nú kominn upp í það sem fyr segir, eða 272 milur á klukkustund. Hvaöa gagn kann að verða af öllum þessum mikla hraða, eða þá ógagn, virðist en nokkuð ó- víst. Verigin frjáls maður Samkvæmt úrskurði Humphrey Melfish, dómara í Halifax, verður Peter Verigin, leiðtogi Doukhobor- anna í Canada, ekki fluttur úr landi, eins og til stóð og er nú frjáls mað- ur og má vera hvar sem hann vill í Canada. Lítur Mellish dómari svo á, að Verigin hafi ekki aðhafst nokkuð það, er geri yfirvöldunum heimilt að gera hann landrækan og láta flytja hann burt úr Canada. Hinsvegar hefir hann nú sjálfur lát- ið í ljós, að hér eftir muni hann ekki lengi verða í Canada, en hvert hann hugsar sér að fara með þær sextán þúsund manneskjur, sem hann ræð- ur yfir og lúta hans boði og banni, er enn leyndarmál, sem hann segir, að enginn viti nema hann sjálfur og Guð. Helst er haldið að hann hafi í hyggju, að flytja með alt sitt fólk til Mexico. EINAR S. JÓNASSON Þingmaður Gimli kjördæmis, sá er flutti ræðti þá, rétt eftir setning Manitoba þingsins, er birt er á öðr- urn stað hér i blaðinu. Stórkoálleg launalækkun Skólaráð Winnipeg-borgar er í f járþröng. Það má nú maður manni segja um þessar mundir. Það sér ekki veg til að auka tekjúrnar, og hefir því ekki önnur úrræði en að draga úr útgjöldunum. En. hér mun- ar rniklu og því úr vöndu að ráða. Eftir langa umhugsun hefir skóla- ráðið komist að þeirri niðurstöðu, að lækka laun allra, sem kenna við alþýðuskóla borgarinnar um 30 per cent. Sú lækkun er þó miðuð við laun kennara eins og þau voru 1931, en í fyrra voru þau lækkuð um 10 per cent. Þykir kennurunum, eins og viS er að búast, að þeir verði hér fyrir miklu skakkafalli, með því að laun þeirra séu lækkuð svona gífur- lega mikið. Finst þeirn, að hér sé of langt gengið og ekki með öllu réttlátlega. Ekki mun þetta fylli- lega útkljáð enn. Kennararnir vilja sætta sig við 15 per cent launalækk- un. Þykir kennurunum þetta tæpast sanngjarnt í samanburði við aðra, sem laun sín þiggja a'f bæjarfé, því laun annara starfsmanna bæjarins hafa ekki verið lækkuð «ema um 10 per cent., og það hefir ekki enn ver- ið talað um að lækka þau frekar í bráðina. En í raun og veru, er kennurunum borgað úr sama sjóðn- um eins og öllum öðrum, sem hjá bænum vinna. Þessi mikla launa- lækkun nemur alls $121,000 á ári. Það er illa farið, ef taka þarf til þeirra neyðarúrræða, að lækka laun kennaranna og það svo mjög að þau séu ekki lengur lífvænleg. En vér hyggjum að þegar búið er að taka 30 per cent. af launum kennaranna, eins og þau voru fyrir tveimur ár- um, þá séu þau ekki lengur lífvæn- leg» þó undantekningar kunni þar að vera, hvað þá af kennurunum snertir, sem mest laun hafa. Ljóðasamkepni Snemma í vetur hét rithöfunda- félagið hér í Canada (Manitoba- deildin), tvennum verðlaunum fyr- ir beztu kvæði er ljóðskáld í Mani- tóba vildu senda félaginu fyrir 1. febr. s. 1. Kvæðin máttu vera um hvaða efni sem var, og á hvaða máli sem var. Þau máttu ekki vera prentuð áður og höfundurinn varð að eiga heima í Manitoba. Félaginu barst mikill fjöldi af ljóðum, milli fjögur og fimm hundruð, á einum tíu tungumálum, þar á meðal all- mörg íslenzk. Eyrstu verðlaun hlaut Mrs. Ulric Benson, Wpg., fyrir kvæði á ensku, en önnur verðlaun hlaut Einar P. Jónsson fyrir kvæði á íslenzku—Upprisa vorsins. Þeir sem um kvæðin dæmdu, voru prófessorarnir Watson Kirkconnell, Aaron Perry og Arthur Phelps. Japanar hafa sagt skilið við Þjóð- bandalagið, og þeir hafa hafið hreint og beint stríð gegn frændum sínum, Kínverjum, og ráðist með her manns inn í land þeirra. Þjóð- bandalagið hefir lýst vanþóknun sinni á þessu athæfi Japana, og tel- ur þetta stríð með öllu óréttmætt. Meira um útfarir Það er satt, að ekki hefjr oft verið rætt um útfarir í blöðunum, og hefði þó sennilega verið til þess full ástæða. Nú hefir Hr. J. B. Holm á Mountain riðið á vaðið og ritað grein um það mál í Heimskringlu frá 22. febr. þ. á. Eg kann honum þakkir fyrir að hafa reift málið og fyrir sumar þær bendingar, sem þar koma fram. Þó býst eg við að eg hefði verið honum enn þakklátari í huga ef það hefði ekki kent bæði mikilla öfga og nokkurrar ósann- girni í greininni. Og mun eg eitt- hvað vikja að því áður en eg lýk máli mínu. Greinarhöfundurinn gefur það í skyn í byrjun greinar sinnar að hann riti þetta útaf því að þessi athöfn hafi fjötrast svo mjög í eldgömlum og úreltum siðvenjum, að það gjöri hana nærri óbærilega fyrir syrgj- endur, þó hún ætti að vera þeim til hjálpar og huggunar. Því er heldur ekki að neita að við Islendingar höf- um verið átakanlega fastheldnir við ýmsa siði og venjur, sem þróast hafa í sambandi við útfarir. Þó höfum viö nú þegar unnið bug á hinum lökustu þeirra og erum, að eg held, á góðum vegi að sigra aðrar fleiri. Það var t. d. alveg óumflýjanlegt hér áður fyr að allir stæðu við gröf- ina meðan frá henni var gengið að öllu leyti, og syngja mest af þeim tima, jafnvel þó úti væri afar kalt. Þetta er nú alveg afnumið víðast hvar, ásamt með þeim sið að hafa um hönd veitingar á heimili syrgj- endanna þegar jarðarförin fer fram. Eg held öllum finnist það nú vel farið að þessar breytingar hafa á orðið. En við ættum kannske að ganga spori lengra, og hætta alveg að syngja úti við gröfina að vetrar- lagi. Og sjálfsagt finst mér það vera að menn hætti að standa ber- höfðaðir við gröfina þegar úti er frost og kuldi. Það er fallegur sið- ur í sjálfu sér. En réttast að fara ekki út i öfgar í því sambandi frem- ur en öðru. En það er nú reyndar alt annað sem greinarhöfundurinn víkur að, en þessi atriði, sem hér hefir verið minst á. Hann vill losast með öllu við kirkjulega athöfn i sambandi við útfarir. Kannske það megi til sanns vegar færa að hinn látni eigi ekkert sérstakt erindi i kirkjuna. En þeir sem eftir lifa geta átt þangað erindi í sambandi við útför hans engu að síður. Ef á að halda því á- fram að fleiri taki þátt í kveðjuat- höfninni en nánustu ástmenni ein, þegar verið er að fylgja dánum til grafar, og ef á að halda því áfram að við útfarir séu fluttar ræður og sungnir sálmar (og það eins þó ræð- urnar séu stuttar og sálmarnir heppilega valdir), þá eru nægilegar “praktiskar” ástæður fyrir því að athöfnin fari fram i kirkjunni, þó maður sleppi öllum öðrum ástæð- um. Það hefir litla þýðingu að flytja ræður ef nærri engir sem koma geta notið þeirra, og svo mundi verða ef athöfnin færi fram á litlu heimili. Það er líka oft næsta erfitt að koma að nokkrum söng við jarðarfarir í heimahúsum. En hér kemur nú að þeirri spurn- ingu, sem kannske er mergurinn málsins. Á að afnema útfararræð- ur? Eg er í vafa um það atriði. Stundum finst mér að það væri bezt að afnema þær, og eg sé margt sem mælir með því. En svo finn eg til þess aftur á móti, að það er oft svo sérstaklega gott tækifæri að ná eyr- um margra með boðskap kristin- dómsins þar, að mér finst að það væri ekki rétt að sleppa þeim. Þvi það er við þá sem lifa, en ekki við hinn látna, sem talað er. Og oft getur hugsun, sem framcr borin við útför náð að grafa um sig i huga einstaklings, og hafa áhrif á líf hans. • • Þorvaldur Ogmuudson Þorvald Ögmundsson tók út af togaranum Fordham, á leið til hafn- ar í Boston, Mass, aðfaranótt þess 8. febr. Þá var mikið veður og ó- sjór, að sögn félaga hans, er ritað hefir hingað þessa sorgarfregn. Einn skipverja sá þegar alda reið yfir skipið og tók Þorvald útbyrðis, og sagði strax til; var skipið þá jafnskjótt stöðvað. Ráðstöfunum til bjargar varð ekki við komið fyr- ir stórviðri, en stýrimaður, Jón Ás- geirsson að nafni, hélt skipinu í klukkustund á þeim slóðum sem slysið bar að. Þorvaldur var sonur Ögmundar skólastjóra Sigurðssonar í Hafnar- firði og Guðbjargar konu hans, Kristjánsdóttur; hann var þritugur að aldri, vel upp alinn, stúdent frá Reykjavíkur mentaskóla. Knálegur maður, vel stiltur og þó glaðvær, geðþekkur í viðkynningu. Á skóla- árunum hafði hann ráðist á togara, í sumarleyfum, með ráði foreldra sinna, en brá af námi til embættis frama, eftir að hann útskrifaðist, og fór að heiman. I aBndaríkjun- um hafði hann dvalið nokkur miss- iri, oftast við fiskiveiðar. Hinum aldraða föður, sem nú er sagður blindur, og móður hins látna efnismanns, vottum vér, ásamt mörg um vinum og kunningjum hér vestra, innilega samhygð, út af þess- um sviþlega atburði. Þjóðræknisþingið Það var haldið hér í Wjinnipeg, eins og til stóð, dagana 22.-24. febr. Gera má ráð fyrir að fundargerðin verði birt í heilu lagi, eins og gert hefir verið á undanförnum árum, og eiga því þeir, sem kynna vilja sér gerðir þingsins, greiðan aðgang að þeim. Oss skilst að fjárhagur félagsins sé i góðu lagi, og er það rneira en flest önnur félög geta sagt um þess- ar mundir. Mun félagið hafa sett sér það, að fara varlega í þessum krepputímum og ekki ráðast í margt, sem mikil útgjöld hefir í för með sér, en hinsvegar reyna að halda í horfinu eftir föngum. Almennar samkomur voru haldn- ar öll kveldin meðan þingið stóð yfir og á tvær þeirra var almenn- ingi boðið endurgjaldslaust. Allar voru þær vel sóttar og þóttu hepn- ast vel. Síðasta kveldið flutti Guð- mundur Grímsson dómari mjög fróðlegt erindi um flugferðir og sérstaklega um norður flugleiðina, milli Ameríku og Evrópu. Embættismenn fyrir næsta starfs- ár félagsins voru kosnir: Séra Jónas A. Sigurðsson, forseti; Séra Ragnar E. Kvaran, varaforseti; Dr. Rögnv. Pétursson, skrifari; Dr. A. Blöndal, varaskrifari; Árni Eggertsson, fé- hirðir; P. S. Pálsson varaféhirðir; Jónas Thordarson, fjármálaritari; Á. P. Jóhannsson, vara-f jármálarit- ari; B. E. Johnson, skjalavörður, Guðmann Levy, yfirskoðunarmað- ur. þó að sú sama hugsun fengi engan aðgang, ef hún væri borin fram á öðrum tíma. Eg vtit ekki með vissu livort greinarhöfundurinn vill af- nema útfararræður með öllu, en hann fer æði mörgum orðum um langar útfararræður, og finst þær næsta óbærilegar. Eg tel það vera al- gjörlega rétt, að iitfararræður ættu ekki að vera mjög langar. Mér er að sönnu ekki kunnugt um útfarar- ræður margra presta, en að þvi leyti sem eg þekki til eru þœr ekki lang- ar. Og mér finst hiklaust að orðin um langar útfararræður séu næsta óverðskulduð hér á Mountain! Og (Framh. á bls. 5) Útsýn Ef að þið klífið í kletta Og komist á hæsta tind, Æ verður útsýnin fegri Og indælli sérhver mynd. Því kjarni ’ins eilífa anda Á efsta tindinum grær, Þar verður lauf hvert að Ijóði, Lækur og jörð og sær. Því heimur ’ins hulda, stóra Er himinn í vorri sál. Við heyrum fossana hrynja I hafdjúpsins miklu skál. Hver foss er sem heilagt hugþrif, Hjartsláttur lífsiris í dag. Hvert ódeili’ í lieilum huga Er himinsins undirlag. Það samband ’ins eilífa anda, Hið aldýra tungumál. Eigum vér sjálfir að eignast Og ávaxta í hreinni sál. S. E. Björnsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.