Lögberg - 02.03.1933, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ, 1933
Ria. X.
Sólskin
-rvr Wíl^*iiilniLn<r~ivnrríft
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Hann hafði sagt Giles og Elsu, aS skjóta í
brjósthæð. Og nú fór hann að hugsa um, hvort
Giles myndi nú halda þetta boðorð, eða hvort
hann myndi gera eins og áður, að skjóta í
blindni út í bláinn. Ef svo færi, voru tals-
verðar líkur til þess, að Belmont yrði fyrir
einltverri af kúlum hans.
Það reyndi afskaplega á taugar Belmonts
að liggja svona og hlusta, meðan óvinirnir
injökuðust nær og nær. En Belmont var alger-
lega rólegur. Hann hafði sætt sig við örlög
sín og falið forsjóninni alt sitt ráð. Nú hafði
hann gert alt það, er í hans valdi stóð, og
meira var eigi hægt að kref ja.
Hann velti sér yfir á hægri liliðina, svo að
hann sneri nú andlitinu í þá áttina, sem óvin-
anna var von, reis svo hægt upp við olnboga
og beið.
Kyrðin var svo átakanleg, og ræningjarnir
komnir svo nærri honum, að hann gat greint
andardrátt þeirra.
Nú höfðu þeir numið staðar allra snöggv-
ast, af einhverri ástæðu. Ef til vill voru þeir
hræddir um, að búið kynni að vera að festa
einhver hringingartæki á öðrum stað. En nú
mjökuðust þeir áfram á ný—nær og nær. Og
þó Belmont gæti ekkert séð, hefði hann samt
getað sagt nokkurnveginn ákveðið, hve mörg
fet og þumlunga ræningjarnir væru frá hon-
um.
Þeir skriðu áfram með stökustu varkárni,
enda höfðu þeir lært af reynslunni og henni
dýrkeyptri. Þeir gátu ekki vitað, livar og
hvenær þeir myndu reka sig á nýjar og óvænt-
ar tálmanir, er komið gætu upp um þá, og
þeir vissu einnig, að hverju minsta hljóði, er
ba'rist frá þeim inn til klettaskútans, myndi
verða svarað með dynjandi kúlnahríð gegn-
um myrkrið.
Varfærni þeirra og mjúkleiki var dæma-
laus. Belmont gat ekki látið vera-að dást að
þeim fyrir kænsku þeirra og lipurð, er þeir
beittu svo snildarlega á þessari afar hættu-
legu myrkraferð sinni.
Alt í einu kom einhver við fótinn á honum.
Það var maður, sem skreið yfir hann. Þessi
náungi hélt bersýnilega, að það væri lík, sem
lá hérna, og skreið viðstöðuiaust áfram án
þess að gefa Belmont nokkurn gaum.
Belmont hreyfði sig ekki og hélt niðri í sér
andanum. Hann fann til þunga mannsins,
sem skreið yfir hann, og heyrði greinilega
andardrátt lians, er hann mjakaðist áfram.
Belmont beið enuþá augnablik, unz hann
varð þess var, að maðurinn var kominn nærri
því ytir hann, þá beygði hann sig ofurlítið
lileraði eftir másinu í manninum, 0g svo skaut
hann.
Hann hafði áætlað nákvæmlega. Maðurinn
þyng'i alt í einu á liann og hneig svo niður
yfir liann. í sama vetfangi kvað við kúlna-
hríð innan úr skútanum, svo dundi í loftinu.
Bæningarnir stöðvuðu allra snöggvast árás
sína. Nokkrir þeirra féllu, aðrir námu staðar
augnablik eða svo, og lientust svo áfram með
ópum og óhljóðum, er greinilegar en alt ann-
að færðu Belmont sönnur á, hvílíkir erki-
djöflar það væru, er liann á.tti í kasti við.
Belmont lá framvegis í sömu skorðum, fram
á hægri olnboga. Hann hafði tekið marg-
hleypuna í vinstri hönd sér og skaut nú hverju
skotinu á fætur öðru, unz vopnið “klikkaði”
og skildi liann það, að öll skothylkin voru
tæmd. Af ldjóðum og stunum rétt hjá sér gat
liann sér þess til, að þrjú eða fjögur skotin
hefðu hitt.
Nú gerðist áköf árás, eins og Víti sjálft yæri
af göflum gengið. Kúlurnar hvinu í loftinu.
Púðureykurinn fylti klettaskoruna, þar sem
ræningjarnir þeyttust fram og aftur og hnutu
og hrösuðu hvað eftir annað um lík félaga
sinna, er lágu á leið þeirra. Þeir lmutu einnig
um Belmont og liéldu, að liann væri einn hiima
föllnu. Hásar, gjállandi radd'ir kváðu við
umhverfis hann með hrópi og köllum. Stun-
ur, öskur, óp og væl bergmáluðu í þrengslun-
um milli hárra klettanna.
Giles og Elsa skutu með jöfnu millibili. Bel-
mont g-at hæglega greint smellina af skotum
þeirra frá skotum þeim, er að utan komu. En
honum var ljóst, að þau gátu ekki haldið skot-
hríð þessari áfram nema skamma hríð. Þau
höfðu nú aðeins fáein skothykli eftir, og nú
voru nokkrir ræningjanna á rás í áttina til
skútans.
Litlu síðar slotaði skothríðinni, skotin urðu
strjálli og loks kom eitt einstakt skot, er all
löngu síðar var svarað með öðru skoti, og svo
varð algert hlé.
Belmont stökk á fætur. Hann þóttist viss
um, að maður sá, er fallið hafði ofan á hann,
hlyti að vera vopnaður. Hann leitaði því á
líkinu og fann skammbyssu.
Nú var dagsbrún að byrja. Himininn hafði
áður verið biksvartur á lit, en tók nú að
grána.
Belmont þreif um lilaupið á skammbyss-
unni og flýtti sér í áttina til skútans til Giles
og Elsu, sem lágu nú innan við skjólgarðinn.
Hann sá nú og greinilega nokkra menn, er
héldu í sömu átt og hann, og hann skildi til
fullnustu, hve liáskalega þau tvö í skútanum
voru nú stödd, og öll skotfæri þeirra voru nú
þrotin. Giles mundi tæplega hafa karlmensku
og hugrekki til að hætta sér í einvígi.
Einn þarparanna var nú tekinn að klifra
upp á varnargarðinn, er Belmont náði lion-
um aftur. Belmont reiddi skammbyssuna til
höggs eins og hamar og lamdi skeftinu í
hnakkann á fjandmanni sínum. Maðurinn
seig niður, án þess að gefa hljóð frá sér, lá
ofurlitla stund í dauðateygjunum, og var svo
liðið lík.
Annar ræningi var nú kominn fram á hlið
við Belmont, og í daufri morgunskímunni
varð liann þess nú var, að það var óvinur, er
hann hafði fyrir sér. Hann reyndi að bregða
rifflinum upp að kinninni, en hann var kom-
inn svo nærri Belmont, að engin tök voru á
því.
Belmont varð nú alveg tryltur, og rann á
hann sannur berserksgangur. Hann öskraði
til Ellsu, að hún skildi bíða, og reiddi síðan
hina þungu skammbyssu til höggs og hjó
henni í skallann á gula þorparanum fyrir
framan sig. Belmont vildi gjarna hafa lotið
niður og tekið upp riffilinn, en nú var ekki
svigrúm til þess. Hann heyrði liróp rétt lijá
sér 0g sneri sér snögt við til að mæta óvinum
sínum.
Elsa liafði stokkið á fætur. Hún stóð nú og
horfði fram yfir varnargarðinn og sá, að Bel-
mont barðist eins og óður væri. Ilún hafði
ennþá eitt skot eftir í byssunni—hún liafði
haldið heit sitt, er hún gaf honum og ‘ ‘ geymt ’ ’
síðasta skotið. En nú liefði hún samt notað
það, ef liann hefði ekki skipað henni svo á-
kveðið og undantekningarlaust að geyma það,
livernig sem færi. Nú stóð hún þarna og
horfði á hinn ægilega sjónleik, er fram fór
fyrir augum hennar, og hjartað barðist í
brjósti hennar af ótta og eftirvæntingu.
Það voru þrír ræningjar í gjótunni—einn
þeirra lá á hnjánum, hann var auðsjáanlega
særður, en hinir tveir stóðu uppi. Til allrar
hamingju höfðu þeir engin skotvopn, en þeir
liöfðu langa hnífa í höndum og reyndu að
beita þeim á hinn trylta mótstöðumann sinn.
Annar þorparana var risavaxinn svertingi,
en hinn mongóli, gulur og andstyggilegur.
Elsa gat ekki þolað að horfa á þetta. Hún
kallaði til Giles, að hann yrði nú að koma til
hjálpar. En hann var hniginn niður, uppgef-
inn af áreynslunni og frá sér af hræðslu við
það, er nú var í aðsígi. Hann lyfti liöfðinu og
leit upp. Hann sá, hverju fram fór fáein
skref frá honum, en riffill hans var tómur—
hann gat ekkert gert. Hann leitaði í vösum
sínum eftir fleiri skothylkjum, en fann engin.
Hann liafði notað það síðasta.
“Giles!” hrópaði liún. “Giles!—hjálpaðu
honum! Hjálpaðu honum! ” Hún þaut til hans,
þreif í handlegginn á honum og hristi liann.
“Hjálpaðu honum núna — lijálpaðu honum
núna!” hrópaði liún alveg frá sér, og reyndi
af öllum mætti að draga Giles með sér fram
að garðinum. En Giles sleit sig af henni og
lireyfði sig ekki.
Hann kipti að sér handleggnum og blótaði.
Hann horfði vandræðalega í kringum sig.
Hann hafði að vísu árætt að liggja í leyni að
klettabaki og skjóta þáðan, en til að liætta sér
í návígi við þessa þorpara var hann alt of
mikil bleyða.
Mongólinn hafði hnigið til jarðar undan
einu af höggum Belmonts, en svertinginn
sótti hart á, svo Belmont varð að liörfa und-
an. En að baki Belmont lá þriðji ræninginn
viðbúinn með hnífinn á lofti.
Elsa starði. Það var eins og hjartað stöðv-
aðist í barmi hennar. Hún kreisti riffilinn í
höndum sér. En þá hafði hún eitt skot eftir,
en hún hafði heitið .... ! Já, en nú var líf
hans í veði! Þetta eina skot gat bjargað hon-
um. En fyrir eyrum hennar hljómaði hin al-
varlega áminning hans: “Geymið seinasta
skotið! Þér megið undir engum kringumstæð-
um eyða því!” Undir engum kringumstæð-
um! Já, hún hafði heitið honum þessu, og
hann treysti henni—hann treysti því, að hún
héldi heit sitt.
“Guð minn góður, hjálpaðu mér — segðu
mér, hvað eg á að gera,” andvarpaði hún.
“Eg get ekki staðið hér og horft á, að hann
7 7
Hún sá nú greinilega, að Belmont var tek-
inn að þreytast. Það var heldur engin furða.
Hann, sem hafði stritast og barist fyrir hana
og þau öll, og bægt frá þeim öllum ræningja-
hópnum með hugrekki sínu og kænsku.—Var
það nokkuð að furða sig ó, þótt hann væri nú
orðinn uppgefinn! Sárið á öxlinni hlaut líka
að vera óbærilegt, andlit hans var nábleikt, og
augun stór ogstarandi. Svertinginn sótti fast
á með hinum langa hníf sínirm, svo Belmont
varð að hopa smátt og smátt, og ræninginn
sem lá fyrir aftan hann á hnjánum og gat ekki
staðið upp, otaði voðahníf sínum og beið að-
eins þess, að Belmont kæmi í færi, svo að
liann gæti náð til hans. Og þá var öllu lokið,
öll þessi mikla fvrirhöfn og hugrekki til
einskis.
“Líf lians er í veði,”sagð i hún við sjálfa.
sig. “Það er hann—hann—hann! Hvers virði
er eg sjálf! Eg get alt af steypt mér út fyrir
hamrana, ef ekki verður undankomu auðið á
annan hátt.”
Hún lyfti rifflinum upp að öxlinni. Hún sá
ekkert annað en hið svarta, ægilega smetti
svertingjans, mjallhvítar tennur hans og blóð-
hlaupin augu. Alt annað livarf í þoku fyrir
. augum hennar. .
Hún hleypti af. Svarta andlitið hvarf.
Hinn risavaxni svertingi snerist á hæli, rak
upp öskur og steyptist til jarðar.
Belmont stóð grafkyr svo sem augnablik—
tæp tvö skref frá rýting mongólans—og .starði
á hinn fallna óvin sinn, eins og hann gæti ekki
skilið, hvernig í þessu lægi.
“Gáið að—fyrir aftan yður! Gáið að —
lítið við!” lirópaði Elsa dauðhrædd um, að
Belmont myndi ef til vill stíga aftur á bak við
þennan óvænta atburð.
Belmont snarsnerist við. Hann rak augun
í Mongólann, sem lá á hnjánum með hnífinn á
lofti. Belmont reiddi skammbyssuna aftur
til höggs og lamdi henni í skallann á Mongól-
anum, en svo hneig hann sjálfur niður, alveg
aðframkominn af þreytu og hallaðist stynj-
andi upp að klettinum.
Gullnar rákir ristu sundur morguþokuna—
hver á fætur annari. 1 austri reis eldblóm sól-
arinnar í allri sinni dýrð og stráði ljóma sín-
um yfir land og haf. Dagurinn var runninn
—sá dagur, er þau liöfðu eigi þorað að vonast
eftir.
XXI.
Hrossakaup.
Belmont opnaði augun og starði upp í heið-
bláan himininn, eins og liann væri þar að
leita skýringar á því, sem gerst hefði. Hann
var mjög ruglaður, og honum var með öllu
ómöguleg't að finna nokkurt samhengi í hugs-
unum sínum. Aðeins tvent var honum fylli-
• lega ljóst: að það var dagur, þar eð sólin var
á lofti, og að hann hafði óþolandi kvalir í
vinstri öxlinni. 1 sárinu var bruna- og sviða-
verkur, og hann hafði einkennilega suðu fyrir
eyrunum.
En nú var það eitthvað annað, sem vakti
eftirtekt hans. Nýtt hljóð smaug inn í vitund
hans. — Kvenrödd, sem talaði með ákafa og
innileik.
Hann lá og hlustaði á rödd þessa. Hljómur
raddarinnar hreif liann með einkennilegri
þægindakend. En hvað hún var að segja, var
honum ekki fyllilega ljóst.
“Það hlýtur þú þó að viðurkenna núna!”
mælti unga stúlkan. “Þú mátt ekki ætla, að
það sé drenglyndi þitt, sem eg áfrýja til, því
eg veit, að það myndi vera árangurslaust. Til
þess þekki eg þig of vel, nú orðið, Giles. En
eg krefst aðeins réttlætis, blátt áfram rétt-
lætis. Það er alveg óhugsandi, að þú getir
hagað þér þannig, eftir alt það, sem þessi
maður liefir gert fyrir okkur — og þá ekki
minst fyrir þig!”
“EJða — eigum við ekki að segja — fyrir
sjálfan sig!” Rödd Giles var eins og ilsku-
legt ufr. “Þú lilýtur að halda, að eg sé frá-
munalega heimskur,” bætti hann við. “Eða
þú heldur þá, að eg sé bæði blindur og heyrn-
arlaus. En mér er fyllilega ljóst, livernig í
öllu liggur. Þú ert orðin skotin í þessum
kunningja okkar, morðingjanum. Þú ort al-
veg vitlaus eftir honum, af því að hann getur
verið slátrari. Þú gle>T«ir bara, að hann hefir
nú sérstaka æfingu í þá átt. Honum fellur
það því sæmilega létt.”
“Giles—þú ættir ekki að tala svona um
hann, þú, sem liagaðir þér eins og versta
blevða!”
(Framn.)
PR0FE5SI0N4L CARDS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Office tlmar 2-S
Heimili 776 VICTOR ST.
Phone 27122
Winnipeg, Manitoba
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 —Office tlmar 2-3
Heimill 764 VICTOR ST.
Phone 27 686
Winnip»lg, Manitoba
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Office tlmar 3-6
Heimili: 6 ST. JAMES PLACE
Winnlpeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er aB hitta
kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talslmi 42 691
Dr. P. H. Tu Thorlakson
206 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phones 21 213—21 144
Heimili 403 676
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvehna og
iarna sjúkdóma. Er aB hitta
’rá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h.
Office Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR ST.
Slmi 28 180
Dr. S. J. Johannesson
ViBtalstlmi 3—6 e. h.
532 SHERBURN ST.-Slmi 30 877
Símið pantanir yðar
Roberts Drug Stores
Limited
Ábyjjsrilegir lyfsalar
Fyrsta flokks afsrreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Sími 27 067
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 645 WINNIPEG
Dr. A. B. Ingimundson
Tanyleeknir
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Slmi 22 296 Heimilis 46 054
DR. A. V. JOHNSON
tslenzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Slmi 96 210
Helmilis 33 328
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annaat um út-
farir. Allur útbúnaóur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og legsteina.
Skrifstofu talslmi: 86 607
Heimilis talslmi 501 662
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignir manna.
Tekur a5 sér aB ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgB og bif-
reiCa ábyrgCir. Skriflegum fyrlr-
spurnum svaraC samstundis.
Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328
________________L___________
G. W. MAGNUSSON
NuddUxknir
41 FURBY STREET
Phone 36137
SlmlC og semjlC um samtalsUma
H. A. BERGMAN, K.C.
tslenzkur lögfrœBingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
W. J. LINDAL, K.C. og
BJORN STEFANSSON
Islenzkir lögfrœOingar
325 MAIN ST. (á öOru góifi)
Talslmi 97 621
Hafa einnlg sltrifstofur aO Lundar
og Gimli og er þar aC hltta fyrsta
miCvikudag I hverjum mánuOi.
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur lögfrœOinaur
801 Great West Perm. Bldg.
Phone 92 755
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv).
islenzkur lögmaOur
Ste. 1 BARTELLA CRT.
Heimaslmi 71 753
G. S. THORVALDSON
BA., LL.B.
LögfrœOlngur
Skrifst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Main St., gegnt City Hall
' Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
tslenzkur lögfrœOlngur
808 PARIS BLDG., WINNIPBG
Residence
Phone 24 206
Office
Phone 98 686
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgC af
»llu tagl.
I aone 94 221