Lögberg - 02.03.1933, Síða 7

Lögberg - 02.03.1933, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ, i933 Bl.a 7 Árni Hannesson, dáinn Þann 22. jannar andaöist aS heimili sínu, Langruth, Man., öld- ungurinn Árni Hannesson, eftir stutta legu í lungnabólgu. Árni sál. var fæddur á Marbæli, í Langholti í SkagafjarBarsýslu 6. nóv. 1844. Foreldrar hans voru þau Hannes Árnason í Fjalli og kona hans Mál- friÖur, dóttir séra Magnúsar Hall- dórssonar í Glaumbæ. Er því Árni sál. korninn af hinni svokölluöu Fjalls-ætt í Sæmundar- hlíð í Skagafjarðarsýslu. 11 ára fluttist hann til systur sinnar á Auðunnarstöðum í Húna- vatnssýslu og var hjá henni í 5 ár. Þar næst réðist hann til Jóns Ól- afssonar söðlasmiðs er lengst bjó í Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu. Var hann þar vinnumaður í 10 ár. Frá Sveinsstöðum fluttist hann svo til séra Eiríks Briem, á Steinnesi í Húnavatnssýslu, og var þar ráðs- maður í 8 ár. Svo vel gegndi hann þessari stöðu, að séra Eiríki fórust svo orð, að trúrri né ráövandari ráðsmann væri ekki unt að fá. Árið 1881 giftist Árni sál. Guð- rúnu, dóttur Hallgríms Erlendsson- ar og Margrétar Magnúsdóttur, er bjuggu á Meðalheiði í Húnavatns- sýslu. Margrét móðir Guðrúnar var systurdóttir Jóns Þorsteinssonar landlæknis, en systir Guðmundar Magnússonar prófessors á lækna- skólanum í Reykjavik. Vorið 1882 fluttu þau hjón Árni og Guðrún að Kagarhóli í sömu sýslu og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fóru þau að Þorbrandsstöðum í Langadal. Bjuggu þar 3 ár. Þar- næst að Björnúlfsstöðum, einnig i sömu sýslu, og bjuggu þar 2 ár. Sumarið 1888 íluttust þau hjón til Ameríku. Verður það ár minnistætt mörg- um, en ekki sízt þeim er ætluðu til Ameríku, því það vor lá hafís fast- ur við land fram eftir sumri, lengi. Varð að bíða 7 vikur, þar til loks að skip komst út. í Winnipeg var dvalið nokkurn tíma, en síðar flutt um haustið til Þingvallanýlendu, þar sem Árni sál. nam heimilisréttarland, um 5 milur frá bænum Churchbridge, Sask. Efni þeirra hjóna voru nú mjög lítil og því nauðsynlegt að ná í vinnu sem fyrst, en lítið var um vinnu og kaup mjög lágt. Gekk Árni alla leið til Dakota, hafði vinnu einn mán- uð, gekk svo alla leið heim og hafði unnjð sér inn $15.00. í Þingvallanýlendu bjuggu þau í 10 ár, en fluttu svo á land, sem leigt var í grend við bæinn Binscarth, Man.', og þaðan fluttu þau eftir 2 ár í hina svonefndu Marshland-bygð um 9 mílur vestur frá bænum Lan- gruth, Man. Var það vorið 1900, sem sest var að í þessari bygð og sama sumar keypti Árni sál. hálfa “section” af landi og stundaði mest griparækt, þar til eftir 27 ár, haust- ið 1927 að þau hjón brugðu búi og fluttust til Langruth, þar sem heim- ili þeirra var síðan. Þeim hjónum varð 7 barna auðið, alt drengir. Af þeim eru 5 á lífi, er nú skal telja: Eggert, bóndi ná- lægt bænum Tisdale, Sask., giftur konu af norskum ættum. Jón, rekur járnvöruverslun í Langruth, Man., giftur Helgu Erlendsdóttur Erlend- son. Hallgrimur, bóndi 5 mílur aust- ur af Langruth, Man., giftur Maríu Sesselju Ólafsdóttur Þorleifsson. Gunnlaugur Óli Hermann, bóndi 14 „mílur suður af Langruth, giftur Magnúsínu Jónsdóttur Magnússon. Sigtryggur Ingimar, vinnur við bíla- viðgerð í bænum Watson, Sask., giftur Jónu Alexöndru Jónsdóttur Alfred. Þrir þeir fyrstnefndu eru fæddir á íslandi, tveir síðastnefndu i Þingvallanýlendu. Árni sál. var glaðlegur í viðmóti, orðvar og ljúfmenni mesta. Hann var greindur og fylgdist jafnan ineð í því sem gerðist, hvort heldur við- komandi bygðarmálum, stjórnmái- um eða öðrum almenningsmálum. Aldrei um æfina var hann það sem kalla mætti hraustleikamaður né hafði á miklum kröftum að taka, en var mesti eljumaður og vanst jafnt, ef ekki betur en mörgum öðrum, er knálegar (fóru aö verki. Stefnufastur var hann og gat vel komið orði fyrir sig, að verja sitt mál, ef því var að skifta, án þess að skeyta skapi eða að brúka móðgun- arorð. Árni sál. var brjóstgóður og hjálpsamur og voru þau hjón vel saman valin að því leyti, að hvorugt mátti aumt sjá og voru jafnan sam- hent í þvi að greiða götu þeirra, er til þeirra leituðu. Eins mætti segja um alt þeirra hjónaband, að alt var sem beggja og samlindi á heimili þeirra prýði- legt, bæði gestrisni og greiðvikni. Sá er þetta ritar er vel kunnugur þessu framantöldu, eftir meira en 40 ára ánægjulega viökynningu. Fyrstu frumbýlingsárin voru mjög erfið, og mörgum örðugleik- um bundin, líkt og tíðkaðist hjá flestum er komu að heiman í þá daga, með lítil eða engin efni. Ein- virkinn þrælaði og stritaði myrkr- anna á milli og sá lítið í aðra hönd fyrir alt erfiðið. Gekk svo með Árna sál. framan af þar til hann fór að fá stuðning af drengjum sínum jafnótt og þeir stálpuðust. Synir hans, sem alt eru efnis og vilja menn, unnu vel og lengi for- eldrum sínum, og hjálpuðu brátt að koma þeim í góð efni, svo að upp komst ágætis bú og mesta myndar heimili. Eftir Árna sál. lifa ekkjan Guð- rún, í Langruth, synir hans 5, sem fyr er getið og mörg barnabörn. Æfistarfið var langt, gott og rniklu afkastað. Minning hans varir. 5-. B. O. Tíða vísur Tileinkaðar hagyrðingum. Stilað- ar í miklu hörkunum í febrúar þeg- ar frostið var 40 fyrir neðan zero og þar fyrir neðan; miðað við árið 1:955, þegar eg var 7 ára gamall, og þegar ferðamenn báru sendibréfin sveita og bæja milli og fluttu bréfin þá oft fréttir í ljóðlínum. Þá voru tvö fréttablöð á ættjörðinni okkar. Heirna á því tímabili sá eg eld sótt- an frá einum bæ til annars. Eld- spýtur voru þá ekki algengar og voru sem varaskeifa ef eldurinn dó undir felhellunni. Fólkið var nægju- samt, bar efni og ástæður sínar sam- an við kjör afa síns og ömmu, og feðra og mæðra, sem lifðu yfir “móðuharðindin.” Og þar með tel eg foreldra mína í sínum tíu barna hring.- Þá var einn guð—ein trú! En nú? Margur er gramur í gullinu rauða; gleðin býr oft í húsi þess snauða. Stirðar línur frostafar fréttir sýna öllum; ekki hlýnar aldarfar á Pembínaf jöllum. Hér hin stranga storma vél stimplar vangaletur. Blæs í fang með frost og él fimbul langi vetur. Fyr en varði fór um jörð frostabarði harði. Kom í garð öll kvikf jár hjörð kosta arð ei varði. Krapahriðar kyljan hér kældi iðju stundir. Alt frá miðjum október í þeim viðjum grundir. Svo var úðasveiflan þung, sveigði, rúði kvisti. Björkin prúða, eikin ung aldinskrúða misti. Klakinn gegn um bol og börk bjó úr regni strenginn; dauðahegning bar á björk, braut. Hversvegna ? Engin! Frétta óð og stoðir sleit stormsins móður andi. Lagði gróður líf og sveit loka hljóðum brandi. Versta þrenging vengi á votta strengir sagna. Spruttu engisprettur frá sporum Þengils ragna. Likt og eldur yfir jörð allan feldu gróður. Þess nú geldur gripahjörð, gugnar hreldur, móður. Alt blómkál og kartöflur kjaftagálur átu. Hvorki stál né strokverjur stöðvað fálur gátu. Brestur fóður, þraut er það Þyrm oss góði andi. Vandaróður verður að vorsins gróðurlandi. Vetrarskreið er frost og fjúk felli reið hans lifir, þótt hann breiði bjartan dúk blómaleiðin yfir. Herðir klaka hörkubál, hermir opið letur. Mælir í skopi mannsins sál, Manitoba vetur. Vetur hlýtur vera sál vítis griti seldur, á hann bítur ekkert stál, áðeins Hvíti-eldur. Ei má hopa honum frá, hans skal lopi unninn. Kvásis dropa dreyra á drekk við opinn brunninn. Vik að morgni vermandi, von, sem ornar landi. Heill þér forni Hársfálki, himinborni andi. Þín var lengi glöðust glóð, glædd á strengi vísa, kvaðst í þrenging kjark hjá þjóð kvast á vengi ísa. Vísa meðan býr í borg, bundin téðum vana, eykur gleði, eyðir sorg, ef þú kveður hana. Til að draga deyfö úr lund, duldum haga sefans, þá skal Braga bjarta stund, bæla daga efans. ENROLL NOW! Take advantage of the low tuition rates now prevailing Day School $12 per month Night School $4 per month SUBJECTS SHORTHAND BOOKKEEPING TYPEWRITING PENMANSHIP rapid calculation ARITHMETIC SPELLING CORRESPONDENCE SECRETARIAL PRACTICE, ETC. Call or write for descriptive folder. Empire Buslness College 212 Enderton Building Portage and Hargrave TELEPHONE (Next to Eaton’s) 252 Winnipeg Vetur sjáðu varma sól, virtu þráða sporið; þér mun bráðum steypa af stól Stylbóns náífer vorið. \ Vonir stækka, vorsins þrá vetrar lækkka rætur. Sólin hækkar himni á, húmsins fækka nætur. Hverju er að hverfa frá, kalda alda veldi. Hverju lofar líknin há? Lifsins helga eldi! En sú dásemd dylst oss hér; dauðinn á þær bætur. Lífsins fráa fylling ber frumlu smáar rætur. PÁLL FRIÐFINNSON Fæddur 7. febrúar, 1859—Dáinn 1. janúar, i932 Páll var fæddur á Þorvaldsstöðum í Breiðdal, 7. febrúar 1859. Foreldrar hans voru hjónin Friðfinnur Jónsson og Halldóra Páls- dóttir. Arið 1876 þegar svo margir fluttu af íslandi vestur um haf, fluttist Páll ásamt foreldrum sínum og systkinum, hingað vestur og varð áfangastaðurinn Nýja ísland. Þetta var um haust- ið, og veturinn næsti varð hinn ilræmdi bóluvetur. Festu margir því ekki yndi á þeim slóðum heldur fluttu bráðlega þaðan og inn til Winnipeg. Svo fór einnig fyrir Friðfinnsons f jölskyldunni, og tjnnu þeir því nokkur ár í Winnipeg viö smíðar helst, dg annað er bjargvænlegt var. Lista undrin sýna sig i sál og mundar fimni, en framundan óþekt stig, að sjöunda himni. Ei skal þvinga orða prjál óðs á þingi ringur, greitt þó syngi gaman mál, gamall Þingeyingur. Hróður kell á minnismörk, meinum ellin veldur. Þegar fellur bogin björk, blómið velli heldur. Mitt er nafn i málrúnum mælt rétt fram til gamans; eftir fornum rímreglum, en ruglað stöfum saman. Vessa sárið, vogur, reið, vindsals skjár og klaki, pallur, gljár, um skötu skeið, skýja tár, og mikil neyð. Brown, Man., 15. febrúar. 1933. Sigurjón Bergvinsson. Islenzkir sjómenn heiðraðir af þýska ríkinu fyrir frœkilega björgun F.B. 5. febrúar. Eins og kunnugt er strandaði þýski botnvörpungurinn Lubeck við suðurströnd íslands þ. 5. marz s. 1. ár, en skipsmenn á Dettifossi björg- iiðu skipshöfninni. í dag, sunnudag, 5. febrúar, af- henti fulltrúi þýska ríkisins, Herr Haubokþ skipstjóranum á Detti- fossi töflu úr eir, til minningar um björgunina. Afhenti Herr Haubold töfluna fyrir hönd þýska ríkisins og verður hún fest upp í skipinu. Viðstaddir afhendingu hennar voru, auk Haubolds og skipstjór- ans, skipsmenn þeir, sent mestan þátt tóku í björuninni, að undan- teknum Lárusi Þ. Blöndal, sem nú er stýrimaður á Goöafossi.—Einnig voru þeir viðstaddir Guðmundur Vilhjálmsson, framkv.stjóri Eim- skipafélags íslands, dr. Max Keil og Theódór Siemsen, form. Germaniu. Taflan er gerð úr eir sem fyr segir og er efst á henni grein með níu laufum og á þeim orðið Detti- foss, einn stafur á hverju laufi. Fyrir neðan laufin eru skráðar þakkir þýska ríkisins og nöfn björg- unarmanna.—Eru þakkarorðin und- irskrifuð af forseta þýska ríkisins, von Hindenburg, og undir nafni hans er innsigli ríkisforsetans. Nöfn björgunarmanna eru þessi: Einar Stefánsson skipstjóri, Lárus Þ. Blöndal 1. stýrimaður, Valdimar Einarsson loftskeytam., Jón Aðal- steinn Sveinsson 2. vélstj. Guðlaug- ur Þorsteinn Þorsteinsson bátsmað- ur, Gunnlaugur Fannberg Gunn- laugsson háseti, Magnús Blöndal Jóhannesson háseti og Guðráður Jó- hann Grímur Sigurðsson háseti. Björgunarmennirnir hver um sig fengu vel gerða innrammaða ljós- mynd af minningartöflunni. Við afhendinguna hélt Herr Hau- bold stutta ræðu og mintist hlýlegum þakksamlegum orðum á afrek björg- unarmanna, en því næst töluðu þeir Einar skipstjóri og Guðmundur Vil- hjálmsson framkv.stjóri. Mintist hinn síðarnefndi á efling verslunar- sambandsins milli íslendinga og Þjóðverja og hvern þátt íslenzku skipin ætti í að treysta þau og auka. Mbl. Um 1880 opnaðist Argyle bygðin og fóru því margir íslend- ingar þangað til að leita sér heimilisréttarlands; var það því árið 1882 að þeir feðgar konni til Argyle og festu sér tvö lönd hvort hjá öðru í austur parti bygðarinnar. Tveimur árum síðar giftist Páll, Guðnýju dóttur Jóns Ólafssonar og konu hans Helgu Jónsdóttur ættaðri af norðurlandi. Jón Ólafsson var mörgum kunnur og hafði póstafgreiðslu á hendi við Brú pósthús um langt skeið. Hin ungu hjón Páll og Guðný—þannig þekkir samtíðarfólkið þau bezt— settust að á landi sínu og tóku þátt í þroskun bygðarinnar með öðrum frumbyggjum og farðnaðist vel. Þeim varð þriggja barna auðið, ein stúlka, er dó í bernsku, Helga að nafni, og tveir dreng- ir, báðir nú uppkomnir myndarmenn og móður sinni mjög hugs- unarsamir og ástríkir synir; heitir sá eldri Jón og á heima í Mawer, Sask. en hinn yngri Friðfinnur Victor og býr að Wawota, Sask. Báðir vinna þeir bræður hjá Imperial Lumber Supply Ltd., eru giftir og komast vel af. Þau hjónin Páll og kona hans bjuggu á landi sinu þar til haustið 1930 að þau brugöu búi og fluttu til Baldur; bjuggu þar um sig við hæfi þeirra er eytt hafa kröftum sínum í baráttu við frumbyggja erfiðleika og kjósa þvi að draga inn nokkuð af segl- unum er nær dregur friðarhöfninni. Þar höfðu þau dvalið rúmt ár er Páll andaðist af afleiðingum lungnabólgu á nýársdag 1932. Hann átti þrjú systkini, sem komust til fulolrðins ára og eru þau: Guðný, gift Jóni S. Jónssyni síðast bónda í Baldur, dáinn fyrir nokkrum árum; Jón, tónskáld í Winnipeg, og Ragnheiður, gift enskum manni McLean í Glenboro, Man. Páll var tæplega meðalmaður á hæð en þéttvaxinn og svaraði sér vel, léttur í spori og unglegur alla tíð. Verður manm þetta því minnisstæðara sem maður sér yngri menn nú gjörast þungstíga um ár og ástæður fram. Þetta gátu ekki árin af honum nítt. Sjaldan mætti heldur nokkur honum öðruvísi en glöðum í bragði, og átti hann þar eiginleika sem okkur öllum er ómissandi nú á tímuin, enda bar þetta glaðlyndi hann yfir mörg erfið spor, sem hver frumbyggi hlýtur að stiga, auk þess að gefa heimilislífi hans fegurri og ljúfari blæ. Betri nágranna varð ekki á kosið, því hann var jafnan, og þau hjón bæði, reiðubúin að leggja hönd til að hjálpa hvar og hvenær sem þörf var á. Einnig gleymist engum gestrisni sú, er hver sá mætti, er að garði bar. Við bú sitt var hann iðinn og öll hans umgengni sýndi snyrti- mensku og verklægni; bar þar greinilega ávöxtu í lífi hans smíða- kunnáttan og auga fyrir það, er bezt mátti fara. Enda bygði hann gott timburhús á landi sínu. , í framkomu sinni var hann hógvær og einlægur og vann sér því vináttu og traust margra. Hann var um tíma einn í fulltrúa- nefnd Fríkirkju safnaðar og leysti þar störf sín af hendi með sömu samvizkusemi og hógværð er jafnan fylgdu honum^ og i þeim söfnuði stóðu þau hjónin þar til þau fluttu'til Baldur. Hann var ágætur félagsmaður og lá aldrei á liði sínu að styrkja og styðja góðan félagsskap. Verður okkur, sem við félagsmál erum riðin, þeir menn jafnan kærir er samvinnuhug eiga og kjósa fúsir að fórna þar nokkru heldur en sitja að sérstæðingsskap sínum og einræningshag. En ljúfust verður mér hugsunin um Pál, vegna þess hve bjargfasta trú hann átti, og hve einlægt trausWhann bar til alls þess er sönnum kristindómi tilheyrir. Bar þetta skýran ávöxt í lífi hans því fá munu þau tækifæri tilbeiðslu og lofgjörðar hafa verið sem hann notaði ekki til þess að svala sál sinni í návist Guðs. Og síðustu stundirnar hafði hann yfir hjartfólgnustu erindin úr passíusálmunum, þvi þau bergmáluðu trú hans. Við frá fall Páls hefir ekkert ofurmenni horfið, en vér höfum mist einn af þeim mönnum, sem prýddu hópinn með nærveru sinni vegna hógværrar gleði og einlægrar vinfestu er jafnan fylgdu honum, og því biðjum vér blessunar yfir minning hans. KVEÐJA EKKJUNNAR Eg finn til þess vinur hve ein eg er , og örðugra leiðina’ að ganga; því nú er ei hönd þín að hjálpa mér, svo hjarta mitt sorgina aleitt ber. —Mér finst varla vorblómin anga.— Mitt hjarta er af minningum helgum fylt um hann, sem var vinurinn bezti. —Ó, Drottinn! sem einn getur stormana stilt og styrkt mig í þraut,—gef kvöld sem er milt.— Frá æsku eg ást til þin festi. Já, svo bíð eg örugg uns aftaninn sá að enduðum degi, mig gistir. Hve hugljúft mér verður þar höfninni að ná og hjartkæran ástvin við ströndina sjá. —Sú lendingin auganu lystir. E. H. F.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.