Lögberg - 02.03.1933, Síða 8
Bls. 8.
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. MARZ, i933
RobinlHood
PIiOUR
Or þessu mjöli fœst best brauð
og kökur
Or bœnum og grendinni
—+
= 3-
: 4-
AÐALFUNDUR
AÖalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verÖur
haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar-
daginn 24. júní 1933, og hefst kl. 1 e. h.
DAGSKRA
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á
liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári,
og ástæÖum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar end-
urskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1932 og efna-
hagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum
stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðend-
um. )
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu árs-
arðsins.
Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem
sem úr ganga samkvæmt félagslögunum.
Kosning eins endurskoðanda í staö þess er frá fer, og eins
vara-endurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á samþykt félagsins.
6. Umræður og atkvæðagreiðslu um önnur mál, sem upp
kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundifin, sem hafa aðgöngumiða. Að-
göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um-
boðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dag-
ana 21. og 22. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð
fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aöalskrifstofu félags-
ins í Reykjavík.
Reykjavík, 1. febrúar, 1933.
STJÓRNIN.
BÓKBAND! BÓKBAND!
Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að
þær séu vandlega bundnar inn.—Við leysum af hendi
greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði.
The Columbia Press Limited
695 SARGrENT AVE., Winnipeg, Man.
Afmælissamkoma Betel
FiMTUDAGSKVELDIÐ 2 MARZ í FYRST. LÚT. KIRKJU
SKEMTISKRÁ:
1. 'Kvennakór, undir stjórn Mr. Halldórs Thorolfson.
2. Fiðluspil...............Miss Helga Johannesson
3. Vocal Duette.Misses Josephine and Gertrude Mollard
4. Karlakór, undir stjórn Mr. Brynjólfs Thorlákssonar.
5. Einsöngur....................Mr. Peter Logan
6. Ávarp forseta..............Dr. B. J. Brandson
SAMSKOT TEKIN
7. Einsöngur ...............Mrs. Lincoln Johnson
8. Framsögn..........:...........Mr. W. Sellers
9. Vocal Duette.Misses Josephine and Gertrude Mollard
Veitingar frambornar — Byrjar kl. 8.15
Skuldarfundur á hverju föstu-
dagskvöldi.
G.T. Spil og Dans á hverjum
þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent
Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að
kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra.
Þrenn verðlaun fyrir konur og
þrenn fyrir karla: $5; $2; $1.
Vinnendur þessa viku: Miss. A.
Brynjólfson, E. Johnson, M. J.
Henderson, Mr. J. J. Thorvardson,
F. Anderson, H. F. Scott.
Samkvæmi karlaklúbbs Fyrsta lút.
safnaðar, á þriðjudagskveldið var
fjölsótt og skemtilegt. Ágæt máltíð
var fram borin. Ræðumaöurinn var
Rev. Dr. John McKay, sem flutti
prýðisfallegt og uppbyggilegt erindi.
Með söng skemti Dr. Lawson og
nokkrir ungir menn, sem sungu
íslenzka söngva.
I skautasamkepninni, sem fram
fór í Olympic skautaskálanum hér í
borginni 25. og 27. febrúar, sigr-
uðu Fálkarnir alla sina keppinauta.
Vildi Lögberg gjarnan geta skýrt
nánar frá þeirri viðureign í næsta
blaði.
Mr. G. J. Oleson var staddur í
borginni seinnipart vikunnar sem
leið.
Heklufundur í kvöld, fimtudag.
Athygli skal hér með vakin á af-
mælishátíð elliheimilisins Betel, sem
haldin verður í Fyrstu lútersku
kirkju í kveld, fimtudagskveldið.
Skemtiskráin er auglýst á öðrum
stað í blaðinu og er óþarfi að mæla
með henni, en fólk er beðið að veita
henni eftirtekt. I samkomulokin
verða ágætar veitingar fram bornar
handa öllum, sem samkomuna sækja,
kaffi og pönnukökur og fleira góö-
gæti. Samskota verður leitað og það
sem inn kemur gengur til hins vin-
sæla elliheimilis. En það eru allir
velkomnir, hvort sem þeir geta tek-
ið þátt í samskotunum eða ekki.
Mrs. Kristin Eiríksson, kóna
Sigurjóns Eiríkssonar, Wynyard,
Sask., andaðist hér í Winnipeg hinn
20. febrúar. Líkið var flutt til
Wynyard og fór jarðarförin þar
fram. Hún var mikilsmetin merkis-
kona.
Rev. og Mrs. Egill Fáfnis voru
stödd í borginni i síðustu viku.
Messur í Gimli prestakalli næsta
sunnudag, þ. 5. marz, eru óætlað-
ar þannig: Morgunmessa verður í
gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30
f. h.. og kvöldmessa kl. 7, í kirkju
Gimli safnaðar.—Vonast er eftir aö
fólk fjölmenni.
Jón Bjarnason Academy
Gjöf frá Kvenfél. Fyrsta lút.
safnaðar í Winnipeg..........$50.00
í umboði skólaráðsins votta eg
hér með alúðar þakklæti fyrir þessa
gjöf.
S. W. Melsted,
gjaldkeri.
Sunnudaginn þann nítjánda febr.
andaðist að heimili sínu í grend viö
Riverton, ungur og efnilegur mað-
ur Harold Gray að nafni. Hann
lætur eftir sig unga ekkju, Violet
Gray, fædd Thorn. Hafa þau verið
í hjónabandi aðeins tæpt ár. Hans
verðpr eflaust nánar minst síðar.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund að heimili Mrs. G. John-
son, 906 Banning St. Miðvikudags-
kvöldið áttunda marz.
Mr. Skúli Björnsson frá Leslie,
Sask., var staddur i borginni í vik-
unni sem leið.
Mr. Helgi Vigfússon frá Tantal-
lon, Sask., var í borginni síðustu
daga vikunnar, sem leið og fram yf-
ir helgina.
Ársfundur íþróttafélagsins Fálk-
arnir hefir verið frestað þangað til
í fyrstu viku aprílmánaðar. Fund-
artíminn verður auglýstur síðar.
Messað verður í kirkjunni á
Mountain sunnudaginn 5. marz, kl.
2 e. h.
Dr. Tweed verður í Árborg fimtu-
daginn hinn 9. marz.
Áætlaðar messur í norðurhluta
Nýja íslands í marzmánuði:
5. marz, Víðir, kl. 2 e. h. (árs-
fundur); 5. marz, Árborg, kl. 7
síðd. (ensk messa); 12. marz, Ár-
borg, kl. 2 e. h.; 19. marz, Geysir,
kl. 2 e. h., (ársfundur) ; 26. marz,
Riverton, kl. 2 e. h.
Messað verður í Árborg hvert
miðvikudagskvöld um föstuna, fara
guðsþjónustur þessar fram í lút-
erksu kirkjunni og byrja stundvís-
lega kl. 8 og vara til kl. 8.45.
Ekkert guðsþjónustuform við-
haft, en sérstök áherzla lögð á að
prédikanir verði aðlaðandi og upp-
byggilegar.—Fólk er vinsamlegast
beðið að sækja þessar messur eftir
því sem unt er.
■S\ 6.
Látinn er að Betel, á Gimli, þ.
24. febrúar s. 1. Grímur Grímsson,
ættaður úr Víðidal í Húnavatns-
sýslu, hátt á öðru ári yfir sjötugt.
Kveðjuathöfn fór fram, er séra Jó-
hann Bjarnason stýrði, í fundarsal
Betel, á laugardaginn var. Systur
hins látna eru þær Mrs. Ingveldur
Ólafsson, í Selkirk, og Mrs. Kristín
Vídal, að Fitjum í Breiðuvík í Nýja
íslandi. Líkið var flutt norður í
Breiðuvík og jarösett þar.—Grímur
sál. hafði dvalið að Betel nærri tvö
ár. Mest af þeim tíma var hann
sár-lasinn, þó hann fylgdi fötum
alloftast.—Maður vandaður í upp-
lagi, hægur og yfirlætislaus. Frá-
bærlega trúlyndur og fastur í vin-
áttu. Gat séra Jóhann þess, meðal
annars, í kveðjuorðunum. Hafði
föst og trygg vinátta verið með
þeim og fólki þeirra á íslandi. —
Grímur mun hafa flutt frá íslandi
árið 1887.
I Berjamó
Yfir sléttu-auðnir rís
Árborg stolt og prúð,
engi og lautir anga
eins og lif jabúð.
Fuglinn i kjarrinu kátt
kyeður ljóðin sín;
sólin jafnt á sakleysið
og syndina skín.
Sveitin eins og bljúglynt barn
brosi í gegnum tár.
Réttir hljóð til himins
hýrar geisla-brár.
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Þá er ekki amalegt
út um völl og skóg;
af því allar nunnur
eru í berjamó.
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
WONDERLAND
THEATRE
March 3-4
Friday and Saturday
“DEVIL IS DRIVING”
“Heritage of the Desert”
Monday and Tuesday
“UNDERCOVER MAN”
Wednesday and Thursday
“THE RINGER”
LEIRTAU á miðvikudagskveld og
f imtudagskveld; einnig á fimtudags
aukasýningunni.
Open every day at 6 p.m.—Saturdays
1 p.m. Also Thursday Matinee.
Þó er ein, sem af þeim ber,
æskurjóð og feit;
svartur silki-kyrtill
sveipar brjóstin heit.
Fuglinn í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Tínir hún þar berin blá
bæði sveitt og þyrst;
helgi-línið hreina
hengir þar á kvist.
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Mærin ugði ekki’ að sér,
að þar væri neinn
• forvitinn í felum
fríður yngissveinn.
Fugl i kjarrinu kátt, o. s. frv.
Ekki’ er fyrir afklædd fljóð
úti’ í skógi trygt;
hjúpurinn á holdið
hefði betur skygt.
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Piltur þar í rósarunn
rór og þögull beið;
samt úr fylgsni sínu
sá hvaö öllu leið.
Fuglinn í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Suma furðar sjálfsagt á
sálar rósemd hans,
sem af sjálfreynd þekkja
seiðmagn breyskleikans.
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Mætast augu—ekki’ er nein
abbadís í kring;
engin ógnun skelfir
eða bannfæring.
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Snögt úr læðing losnar þá
lífsins insta þrá—
hratt í heitum börmum
hjörtun ungu slá. /
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Freista dætur Evu, enn
eins og kerlu—fyr
ávextir—sem eru
alveg forboðnir.
Fugl í kjarrinu kátt, o. s. frv.
Þó um sumt sem aðhafst er
ekkert páfinn veit;
ef að ungar nunnur
eru’ í berjaleit.
Fugl í kjarrinu kátt
kveður ljóðin sín.
Sólin bæði á sakleysið
og syndina skín.
Lúðvtk Kristjánsson.
Englendingar eru yfirleitt bjart-
sýnni nú, en þeir voru fyrir ári síð-
an. Á ýmsum sviðum virðist ástand-
ið vera að batna. Verslunarblöðin
benda á, að það styrki þjóðabanda-
lagið, sem hefir sterling mynt, að
Suður-Afríka hvarf frá gullgengi.
Sagt er og frá því, að nýjar iðn-
greinir hafi dregið úr vandræðum
þjóðarinnar er stafa af erfiðleikum
stóriðnaðarins. En atvinnuleysið í
landinu er enn þá geigvænlegt.
Frá Þýskalandi er það sagt, að
birta taki nú yfir þýskum atvinnu-
vegum. Framleiðslan er tekin að
aukast, svo sem framleiðsla kola,
járns og ýmsra vörutegunda, er not-
aðar eru til daglegra þarfa.
I Frakklandi gerði kreppan seint
vart við sig. En hún varð brátt
þungbær. Nú er sagt að rofað hafi
þar til tvo síðustu mánuðina fyrir
áramót.
TARAS HUBICKI l.a.b.
VIOLINIST and TEACHER
Recent violin Soloist, broadcasting
over W.B.B
Appointed Teacher to
ST BOINFACR COLT.EGE
ST. MARY’S ACADEMY
HUDSON BAY CO., Music Dept.
Studios HUDSONS BAY STORES
4th floor
Þurfið þér
að láta vinna úr ull?
Ef svo er, þá kaupið ullar og
stokkakamba á $2.25 og $3.00
B. WISSBERG
406 Logan Ave., Winnieg, Man.
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norraan Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
íslenska matsöluhúsið
par sem tslendlngar I Winnipeg og
utanbæjarmenr, fá aér m<íOir og
kaffi. Pönnukökur, akyr, hangikjö*
og rúllupylsa á taktelnum.
WEVELCAFE
692 SARGENT AVE.
Slmi: S7 464
RANNVEIG JOHNSTON, elgandl.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast grelOlega um alt, «em aO ■
flutningum lýtur, sm&um eOa »tör-
um. Hvergi sanngjarnara verfl.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Slmi: 24 500
CARL THORLAKSON
úrsmiður
6)27 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 217 117. Heima 24 141
Tryggið garði yðar
góðan viðgang með
því að rækta inni fyrir!
Nú er hentugur tími til þess að leggja grundvöllinn að góðum
gróðri af Celery, Tomatoes, Pipar og Pansies.
Útsæðisdeild vor er nú við því búin að fullnægja þörfum þeirra,
er rækta vilja útsæði innan fjögurra veggja. Er þar úr að velja
birgðum af blóma og jurtafræi; alt saman vandlega valið og
prófað af stjórnar sérfræðingum.
Verð 5c, 8c og lOc pakkinn
Seed Section, Third Floor, Centre.
Ft. EATON C°.™
WINNIPEG - CANADA
n
0
jí
0
n
n
0
n
0
Burn Coal and Save Money
Per Ton
BEINFAIT LUMP $ 5.50
DOMINION LUMP 6.25
REGAL LUMP 10.50
ATLAS WLDFIRE LUMP 11.50
WESTERN GEM LUMP 11.50
FOOTHLLS LUMP 13.00
SAUNDERS CREEK “Big Horn” Lump 14.00
WINNIPEG ELEC. KOPPERS COKE 13.50
FORD OR SOLVAY COKE 14.50 ii
CANMORE BRIQUETTES 14.50 fA
POCAHONTAS LUMP 15.50
s
0
s
0
s
0
MCfURDY CUPPLY f0.1 TD.
V/ Builders’ l3 Supplies V/and Rj Coal
Office and“Y* *ird—1 36 PORTAQE AVENUE EAST
\ 94 300 - phones ■ 94 309 Q
Announcing]the NewWand Better
MONOGRAM
LUMP . $5.50 Ton
COBBLE $5.50 Ton
STOVE ..... $4.75 Ton
Saskatchewan’s Best
MINEHEAD
LUMP . $11.50 Ton
EGG . $11.50 Ton
PREMIER ROCKY MOUJVTAIN
DOMESTIC COAEi - 0 4
"JIUI
Wood’s Coal Company Limited
590 PEMBINA HIGHWAY
45262 PH0NE 49192
WEST END BRANCH OFFICE (W. Morris)
679 Sargent Ave.—Phone 29 277