Lögberg - 09.03.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.03.1933, Blaðsíða 6
BU fi LÖGBERG, FIMTGDAGINN 9. MARZ, 1933 Múcklin kapteÍDD — Endurminningar hcms. — EFTIR • RICHARD HARDING DAVIS. Eg mundi eftir því, að einn af prófessorun- um á West Point hafði einu sinni sagt okkur, að í bardaga væri það aðeins ein kúla af hverjum þrem hundruðum, sem hittu markið. Nú óskaði eg þess, að hann væri þarna hjá mér bak við gosbunninn. Miller lá þama við fæturna á mér og skaut í sífellu. Meðan hann var að hlaða riffilinn. leit hann til mín og sagði: “Og þeir eru að segja manni að Mið- Ameríkubúar kunni ekki að skjóta.” Eg sá livítklæddar verur, svo að segja í hverjum glugga. hvert sem eg leit, sem ýmist voru að koma í ljós eða hverfa. Það var engu líkára en hver manneskja í bænum væri vopnuð og allir beittu vopnum sínum gegn okkur. Kúl- urnar drifu að okkur úr öllum áttum og þær af þeim. sem ekki hittu okkur, skullu á grjót- veggnum, eða lentu í grasinu þar sem við stóðum, og rifu upp moldina. Það var sjá- anlega ekki gerandi að vera þarna kyr, en eg gat ekki fengið mig til þess að leggja á flótta. Æðið, sem kom á mennina, sem í herskál- anum voru, þegar Garcia hóf árásina, var þess valdandi, að þeir höfðu gleymt að loka hliðunum á girðingunni, og þegar eg stóð þama og vissi illa hvað gera skyldi, sá eg að hermaður var að loka þeim. Hann var búinn að leka einni hurðinni, þegar eg kom auga á hann. Eg skaut úr skammbyssunni og hróp- aði til minna manna. “Við verðum að kom- ast inn fyrir þessi hlið,” sagði eg. “Við get- um ekki verið hér. Hlaupið á hliðin!” Eg benti þeim hvert þeir ættu að fara. Þeir stukku á fætur og við hlupum allir á hliðin eins hart og við gátum með miklum hrópum og hávaða 'og við komum rétt áður en búið var . að loka hurðinni og við komumst inn um hlið- ið. Við hlupum beint inn í bygginguna og kom- um in í stórt herbergi. Einhverjir fUenn voru þar, og skutu að okkur nokkrum skotum og hlupu svo út. Þeir fáu. sem í byggingunni voru hlupu allir sína leið. Við höfðum svo að segja á svipstundu breytt svo til batnaðar, að við vorum komnir svo að segja af bersvæði innan tveggja feta þykkra múrveggja. Þarna var líka fjöldi af rifflum, sem sýndist þá stundina hafa mikla þýðingu fyrir okkur. Þarna var morgunmatur líka tilbúinn handa liundrað mönnum. eða nærri tilbúinn. Eg hefi aildrei á æfi minni orðið fegnari heldur en eg varð í þetta sinn. Það hafði áreiðanlega ráð- ist vel fram úr því> sem um tíma leit mjög illa út og það hafði ráðist svo merkilega vel fram úr því. Mennirnir voru glaðir og kátir og þeir hlóu og létu fögnuð sinn í ljós með öllu móti, sem þeir gátu látið sér detta í hug. Þeir tóku höndum saman 0g klöppuðu hver öðrum ó herðarnar og sumir dönsuðu um salinn af fögnuði, rétt eins 0g þeir væru börn. Við rif- um frá gluggunum og veifuðum að félögum okkar, sem voru nokkuð Iangt í burtu, og þeir stóðu upp og fögnuðu okkur vel. Þama í ná- grenninu við okkur varð alt kyrt, en við gát- um vel séð, að vinir stjórnarinnar höfðu skot- ið á okkur úr ýmsum íbúðarhúsum. Þegar þeir sáu að við höfðum tekið herskálann, þá komust þeir fljótt að þeirri niðurstöðu að nú væri tími til þess kominn fyrir þá að þvo af sér púðurreykinn 0g reyna að koma okkur í skilning um, að þeir væru miklir vinir upp- reisnarmanna. Eh það beyrðist enn skothríð úr þeirri átt, þar sem Garcia var að fást við stjórnarherliðið. Eftir hljóðinu að dæma mátti ætla að hann væri kominn í útjaðar bæj- arins. Eg lét mína menn hlaða upp mélpok- um innan við járngrindurnar, sem voru fyrir gluggunum og suma lét eg fara að fást við matinn og enn aðra sendi eg til að sækja þá sem særðir voru. Svo sagði eg svo fyrir, að allir skyldu fá súpu og kaffi, en sjálfur fór eg að tilkynna hvernig komið væri. Laguerre kom fram í dymar á vöruhúsinu og brosti góðlátlega til mín. “Mér þykir mjög vænt um að þér eruð enn lifandi,” sagði liann. “En eftir þetta vona eg, að þér getið séð óvin yðar. þegar hann er ekki nema fáein fet frá yður, án þess að standa uppréttur.” “Hinir, sem þarna voru hlóu og mér fanst eg vera eitthvað hálf kjánalegur og eg fór að reyna að stama út úr mér einhverju því við- víkjaiuli. að setja fordæmi. “Ef þér farið svo óvarlega, að þér verðið skotinn,” sagði hann, þá setjið þér áreiðan- lega mjög sla-mt fordæm*. Við megum engan inissa og áreiðanlega ekki yður, kapteinn.” Eg reyndi að líta út eins óyfirlætislega eins og eg mögulega gat, en ekki gat eg varist því að renna augum til þeirra, sem þarna voru til að reyna að komast eftir því, hvort þeir hefðu tekið eftir því, sem hershöfðinginn sagði og mér var það mikið gieðiefni, að eg sannfærðist um að þeir hefðu gert það. Laguerre spurði mig hvort eg gæti haldið herskálanum, og eg sagði honum, að eg héldi, að eg gæti gert það. Sagði hann mér þá, að eg skyldi vera þar. “Vilduð þér ekki fá kaffibolla, hershöfð- ingi?” spurði eg, og var auðfundið að honum þótti meira en lítið vænt um þá spurningu, því hann varð afar glaður við. “Hafið þér kaffi?” spurði hann. “Ef þér getið lánað mér nokkra menn,” svaraði eg, “þá get eg sent yður svo sem átta gallón af kaffi. ” Þeir, sem viðstaddir voru ráku upp gleðióp. og hershöfðinginn klappaði mér á öxlina. • “Það er ágætt,” sagði hann. “Maður ger- ir vanalega bezt þegar maður er saddur. Flýt- ið þér yður nú,” bætti hann við og það var engu líkara en hann væri að tala við krakka. “Flýtið þér yður nú, en skjótið þér ekki fyr en þér heyrið okkur skjóta, en sendið þér okkur kaffið, áður en við þurfum aftur að taka til starfa. ” Eg kallaði á alla mína menn frá hliðar- strætunum og leiddi þá til herskálans. Suma þeirra sendi eg upp á þak, en kom þeim ann- ars fyrir hvar sem mér þótti hentast. Þegar eg var að þessu, sá eg hvar Porter kom hlaupandi og einir tíu menn með honum. Hann sagði mér að stjómarherinn væri á liröðu undanhaldi 0g væri dreifður út um alt og hver maður út af fyrir sig væri bara að reyna að bjarga sínu eigin lífi og hlypu nú sem fætur toguðu út í skóga. Næstu tvo klukkutíma vorum við að hreinsa bæinn af öllum stjórnarhermönnum, reka þá út úr búð- um og íveruhúsum og hvar sem eg gat fundið þá. Eín enginn maður var meiddur. Við bara skutum í áttina til þeirra við og við óg létum ']>á halda upp höndunum, en særðum engan. Um klukkan níu var eg búinn að hreinsa minn hluta bæjarins, og kom nú aftur inn á gras- flötina í miðjum bænnm. Þar var þá orðið alveg fult af mönnum og múlösnum, því Gar- cia var þá þar kominn með sína menn og þar voru mikil fagnaðarlæti 0g okkar menn föðm- uðu heimamennina að sér, sem þeir höfðu flestum kynst áður, meðan þeir voru í bæn- um. En þetta voru nú samt margir sömu. mennimir, sem rétt áður höfðu verið að skjóta á okkur. Laguerre var að tala við Garcia, sem var í ágætu skapi og mjög ánægð- ur pieð sjálfan sig. Hann tók ekkert tillit til iþess. sem við hefðum gert og talaði eins og hann hefði'bara tekið bæinn sjálfur, án hjálp- ar nokkurra annara. Hann tók ekkert tillit til þess, að stjórarherinn hafði haldið bænum þanigað til við komum til sögunnar. Honum þótti það ekki einu sinni þeas vert, að minnast á það. Það leit út fyrir að Laguerre kærði sig ekkert um þetta. til eða frá. Hann var víst of ánægður með þetta morgunverk, til að vera nokkuð að fást um það, hvernig það hefði unnist. Einkverjir af okkar mönnum komu þarna og tilkyntu að stjórnarherinn væri á leið til Comyagua og tvær af vélabyssum Iþeirra sætu fastar í forinni, svo sem mílu frá Santa Barbara. Þetta voru miklar fréttir, 0g það var mér mikil ánægja, að flýta mér sem mest eg gat, með nokkrum öðrum mönn- um, þangað, sem sagt var að byssumar væm. Við fundum þær þama fastar í forinní 0g við náðum þeim, án þess að þurfa að eyða nokkru skoti á óvinina til þess. Svo sem hálfum klukkutíma síðar komum við með þær inn í bæinn, og fólkið í Santa Barbara lét sem sér þætti mjög vænt um þá hepni, sem við hefðum hér orðið fyrir. Meðan eg var burtu höfðu hermennimir gengið fullangt í því, að gleðj- ast fyrir sigrinum og hafði eg aldrei séð aðrar eins aðfarir. Fjöldi af Garcías mönnum voru orðnir svo dauðadrukknir, að þeir urðu bara að legjast niður þar sem þeir vora komnir, en aðrir, sem færari vora gengu yfir þá og duttu um þá. Það eina. sem hægt var að gera við þessa náunga, var að koma þeim inn fyrir girðingarnar um herskálann og láta þá svo eiga sig, þangað til þeir yrðu aftur afdrukkn- ir, en til þess þurftu þeir að sofa nokkuð lengi. Það var enn töluvert eftir af drykkjarföng- um. en mest af matnum var farið sína leið og eg var góða stund að huga að einhverju til að eta, en loksins fann eg þá Miller, Von Ritter og Aiken í familíu húsi, þar sem þeir sátu að ágætri máltíð. Eg mæltist til að fá eitthvað með þeim. Þeir tóku því beinlínis með fögn- uði og gáfu mér sæti við borðið. Eg yar engu síður glaður heldur en eg var svangur og mér þótti sérstaklega vænt um að hafa nú ein- hvern til að tala við um bardagann. Þarna sátum við 0g átum og drukkum í meir en klukkutíma og við töluðum eins hátt eins og við mögulega gátum, og allir í einu. Við hefð- um ekki verið glaðari eða fundist meira til um sjálfa okkur, þó við hefðum tekið sjálfa London herskyldi. Vitaskuld hafði Aiken engan þátt tekið í bardaganum enda talaði hann ekki um þetta með mikilli alvöru. Eins og hans var von og vísa, gerði hann hálfgert 'háð að þessu öllu saman, og þá ekki sízt að mér fyrir alla frammistöðuna í herskálanum. Hann sagði að þegar eg hefði tekið mér stöðu þarna hjá brunninum, þá hefði eg gert það vegna þess, að eg hefði vitað, að margt kvenfólk hefði getað horft á mig úr gluggunum í húsunum þar alt í kring, og hann gaf það í skyn, að eg hefði nú aldrei átt annað erindi inn í her- skálann, en að ná í matinn, sem mig hefði granað að þar mundi vera. Eg hefði vel vit- að að þar voru engir menn. eða mjög fáir, svo þar var ekki mikið að óttast. “Það var kaffið, sem þeir voru að hugsa um,” sagði hann. “Strax þegar Macklin fann kaffilyktina. þá dró hann sverð sitt úr skeiðum og hrópaði til sinna manna, að þeir skyldu flýta sér inn í herskálann, því þar gætu þeir fengið að eta, þeir skyldu bara fylgja sínum hrausta og hugaða leiðtoga, og þeir fylgdu honum trúlega alla leið fram í eldhús- ið. Þeir ætla að gera innbrostþjóf úr Mack- lin, og það verður líklega ekki mjög langt þangað til hann verður nokkuð góður í þeirri list, og þarf enga til að hjálpa sér.” Mér þótti vænt um, að eg gat tekið’ þessu gamni í góðu og, að hinir gerðu það líka. Hann gat nú ekki lengur strítt mér eða gert mig ergilegan. Betur en nokkur annar, vissi eg, að eg hefði verið í mikilli hættu staddur um tíma þennan morgun og einnig að eg hefði sýnt þar mikla staðfestu og hugrekki. Sú meðvitund gaf mér traust á sjálfum mér. Mig hefir nú kannske ekki skort það tilfinn- anlega, en þetta var fyrir mig eins og ný teg- und af sjálfstrausti. Það hafði þau áhrif á mig, að mér fanst eg vera eldri maður og mér fanst sjálfhælni ekki mundi sækja á mig hér eftir, eins og hún hefði gert. Mér fanst nú, að það væri hægðarleikur fyrir mann, sem eitthvað hefði gert um dagana, að láta lítið yfir sér. Þegar maður hefir sjálfur gert eitt- hvað. sem er einhvers virði, þá er ekki þörf á því lengur, að reyna með öllu móti að koma öðrum í skilning um. að hann sé mikill mað- ur, enda er erfitt að telja öðrum trú um það, ef maður hefir lítið eða ekkert til að sýna að svo sé. Þeir, sem eitthvað verulegt hafa gert, vita fullvel að verkin tala skýrar heldur en maður getur gert sjálfur. Við Miller sendum mann til Laguerre, til að láta hann vita hvar við værum, og um klukk- an þrjú kom maðurinn aftur og sagði okkur að hershöfðinginn vildi finna okkur og eins hvar við ættum að finna hann. Þegar þangað kom voru allir að búa sig til að leggja af stað, og svo sem klukkutíma seinna fórum við eftir sama strætinu, sem við höfðum komið um morguninn, og þar var húrrað fyrir okkur af sama fólkinu, sem hafði skotið á okkur átta klukkustundum fyr. Við skildum eftir eina fimm hundruð menn, sem áttu að gæta þess, að bæjarbúum snérist ekki liugur í annað sinn, en héldu nú áfram að vera uppreisnar- mönnum trúir. Við hinir lögðum allir af stað áleiðis til Tegucigalpa. Það var viku ferð til Comyagua, sem var eini staðurinn, þar sem við áttum von á nokkurri mótstöðu, þangað til við kæmum í nágrenni við höfuðstaðinn. Þessi vikuferð gekk rétt eins og ferðin hefði gengið, þegar við vorum á leið til Santa Barbara. Það var þröng braut víðast hvar gegnum þykkan skóg og smáþorpin vora eins rykug og óaðgengileg. eins 0g áður og hitinn alveg óskaplegur. Smá óvinaflokkar urðu á leið okkar á einum tveimur stöðum, en okkur veittist mjög létt að vinna þá og bara fáeinir menn særðust. Fyrir það var engu að þakka öðru en útlendinga herdeildinni. að þetta gekk svona vel, því Garcia og hans menn komu aldrei fyr en alt var búið, eða því sem næst. Þá komu þeir og létu mikið. Laguerre hafði orð á því, að þeir ættu töluvert eftir að læra, til að verða góðir hermenn. Það beZta sem eg get sagt um þessa viku- ferð, er það hve mikið tækifæri hún gaf mér til að kynnast mínum hershöfðingja. Því meira sem eg var með honum, því meir lang- aði mig til að vera með honum og honum ein- um og engum öðrum. Þegar maður talaði við Laguerre, þá fanst manni, að tala við aðra, væri bara að eýða tímanum til ekki neins. Það var eins og hann vissi alla skapaða hluti um flesta merka menn og málefni og þekkingu sína hafði hann ekki fengið úr bókum, heldur hafði hann kynst mönnunum sjálfur og tekið þátt í viðburðunum. Þegar við höfðum lokið hverri dagleið, völdu þeir mig æfinlega til að fara að tjaldi hans og fá leyfi hjá lionum til að koma og sjá hann. Þeir völdu mig vegna þ'ess, að þeir sögðu að það leyndi sér ekki að eg væri hans uppáhald. Þegar við sátum umhverfis hann, ýmist á steinum, eða þá á kössum, sem skotfæri voru geymd í, þá sagði eg oft við hann: “Viljið þér ekki vera svo vænn að segja okkur sögur, hershöfðingi, okkur langar til þess.” Hann brosti þá vanalega og spurði: “Hverskonar sögur víljið þið heyra,” Fór þá svo oftast að einn vildi heyra þetta og annar hitt. en altaf var það eithvað hernaði viðvíkjandi, sem allir vildu heyra. Það var oft> þegar hinir fóru, að hann kall- aði á mig og þóttist þurfa að gefa mér ein- hverjar fyrirskipanir fyrir næsta dag, en þá sagði hann mér ýmsar sögur, sem mér skildist að væru mjög merkilegar, en sem enginn sagn- fræðingur hefir nokkurntíma skráð. Þær voru meira mentandi heldur en nokkrar sagnfræði- bækur, sem eg hefi nokkurntíma lesið, og gáfu mér mikla löngun til að komast í kynni við mikla menn, vera félagi þeirra og vinur, eins og hann hafði verið, komast í náin kynni við konunga og annað stórmenni. Þegar maður hlustaði á sögur hans, sýndist heldur hægt að gera þetta. Það virtist mér þá svo sem ekkert undarlegt, þó 'hann hefði verið í nánum vin- skap við konunga og aðra stóihöfðingja, þessi írski æfintýramaður, því Laguerre var írskur í aðra ættina, og hann hefði verið trúnaðar- maður þeirra. Og mér þykir það enn ekki nema eðlilegt að hann væri trúnaðarmáður þeirra, því allir, sem kyntust honum hlutu að finna. að hér var einlægur maður, sem óhætt var að treysta,og eins trúr eins og nokkur maður getur verið. Hann átti í eigu sinni eins mikla trúmensku. eins og eg get hugsað mér að nokkur maður hafi til að bera og hann var eins óeigingjarn og eins yfirlætislaus, eins og maður getur verið. Hann trúði þeirri kenn- ingu, að konungurinn væri konungur af Guðs náð, og að hann væri heilagur og friðhelgur. Hann hafði ávalt fylgt þeim málstað, sem honum sjálfum skildist að væri réttur og hann hafði ávalt tekið mikið og sanngjarnt tillit til Jieirra manna, sem hann hafði barist fyrir. Þó margir hefðu brugðist honum, af þeim höfðingjum, sem hann barðist fyrir, ]>á hafði honum aldrei brugðist að festa traust á ein- hverjum öðram. Þrátt fyrir öll vonbrigðin, bar hann ávalt mikið traust til mannanna. Það var fyrir þessa viðkynningu og þetta sarntal við hann, oftast um miðnæturskeið, að eg virti hann meira en aðra menn og fór að elska hann, eins og sonur elskar föður sinn. Það olli méf töluverðrar óánægju, að eg varð þess var, að þeir voru töluvert margir, sem litu á framkomu mína í Santa Barbara eitthvað svipað eins og Aiken hafði verið að stríða mér á, að hann liti á hana> en sem eg tók þá ekki alvarlega. Það voru allskonar sögur sagðar um mig í herdeildinni. Þdir sögðu flest misjafnt um mig, sem ]>eir gátu látið sér detta íhug. annað en það, að eg væri hugleysingi. Aiken sagði mér svo aftur þær sögur, sem um mig voru sagðar í herdeild- inni, annaðhvort vegna þess að honum fanst að eg ætti að vita hvað um mig væri sagt af félögum mínum, eða J>á að hann hélt að eg mundi hafa gaman af þessu. Eg þakkaði hon- um fyrir að segja mér þetta og lét svo sem mér þætti vænt um það og hló að þessu, en sannleikurinn var nú samt sá, að mig sár- langaði til að berja á Aiken fyrir að vera áð segja mér þetta. Fólk, sem segir að kvenfólk hafi gaman af að segja slúðursögur og talar illa um náungann og stundi það með mikilli alúð, þeir ættu að hlusta á þessa herðabreiðu og hraustu hennenn, þegar þeir sitja kringum eldana á kveldin, eftir að hafa verið á her- göngu allan daginn. Hver sá sem legði triinað á það sem þeir segja, og þó ekki væri nema lítinn hluta af því, mundi komast að þeirri niðurstöðu, að allir yfirmenn í hernum væru mestu gallagripir. Jafnvel þegar maður gerir eitthvað, sem ekki er hægt að komast hjá að viðurkenna að vel hafi verið gert og hreysti- lega, þá segja þeir að maður hafi gert það í eigingjömum tilgangi. til að komast hærra í tigninni, eða koma sér vel við hershöfðingj- ann. Auðvitað getur þetta verið eitthvað öðruvísi, þar sem allir fyrirliðarnir eru vel mentaðir og vel siðaðir menn. En mennirnir eru nú samt býsna mikið hver öðram líkir, hvar sem þeir eru í heiminum, og eg veit full- vel að mennirnir í þessari útlendingaherdeild voru eins slúðursamir. eins og gömlu konurn- ar á elliheimilunum. Eg var vanur að hugsa og segja, að meðan Laguerre treysti mér og mínir eigin menn og mín eigin samvizka væri glöð og góð, þá kærði eg mig ekkert um hvað þessar smásálir segðu. En sannleikurinn var nú samt engu að síður sá, að þetta angraði mig og var mér til mikilla leiðinda. Þegar eg var á West Point tók eg mér nærri mér að verða þess var, hve lítilla vinsælda eg naut, og nú féll mér engu betur, að verða alveg liins sama var hér. Sannleikurinn í þessu er sá, að hinir fvrirliðarnir öfunduðu mig. Þeir öf- unduðu mig af því að Laguerre fól mér vana- lega alt það sem vandasamt var, þó eg væri lang vngstur af þeim öllum. Þeir sögðu að með þessu sýndi hann, að hann hefði gert mig að nokkurskonar eftirlætisgoði og það benti á veikleika hjá lionum, sem svo aftur dragi úr þeirri virðingu, sem menn ættu að bera fyrir honum, og sem honum væri nauðsynlegt að njóta. Ef eitthvað var hæft í Jiessu, þá var hitt ekki síður áreiðanlegt, að liann lét mig gera fimm sinnum meira heldur’en nokk- urn annan og liann sendi mig lil ýmsra staða. sem enginn annar vildi fara til heldur en liann sjálfur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.