Lögberg - 23.03.1933, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.03.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. MARZ, 1933 Bls. 5 Fjárlagarœða Ásgeirs Ásgeirssonar í neðri deild 20. febr., 1933 Útdrát'tur Frv. til fjárlaga fyrir árið 1934 var lagt fyrir alþingi í gær. Fjár- málaráðherra Ásgeir Ásgeirsson skýrði fyrst í stórum dráttum frá fjárlagafrumvarpinu. Að þvi loknu gaf hann, eins og venja er til, skýrslu um afkomu ríkissjóðs á síðastliðnu ári. Afkoma ársins 1932 Fjármálaráðherra gat þess, að s. 1. ár hefði verið hið mesta kreppu ár, verðhrun á landbúnað- arafurðum og atvinnuskortur í kauþstöðum og við sjóinn. Kaup- geta landsmanna, var með allra krappasta móti og ríkistekjurnar því fallandi. Gaf ráðherrann því næst eftir- farandi bráðabyrgðaryfirlit um af- komu ríkissjóðs á árinu. Tekjur: (í þús. króna) Fjárlaga- Tekjur áætlu n. reyndust Fasteignaskattur 330 371 Tekju- og eignask. 950 1350 Lestagjald 40 52 Aukatekjur 570 572 Erfðafjárskattur 35 76 Vitagjald 425 483 'Leyfisbréfagjöld ' 10 16 Stimpilgjald 360 411 Skólagjald 15 15 Bifreiðaskattur 100 232 Útflutnings!gjald 950 911 Áfengistollur 500 457 Tóbakstollur 1050 1046 Kaffi- og sykurtollur 950 951 Annað aðfl.gjald 200 91 Vörutollur 1550 1216 Verðtollur 1650 758 'Gjald af innl. tollv. 100 128 Pósttekjur 59 Símatekjur 358 190 Víneinkasala 700 700 Ríkisprentsmiðja 40 55 Ríkisvélsmiðja 30 25 Tóbakseinkasala 300 Viðtækjaverzlun 50 Tekjur af fasteignum 36 30 Vaxtatekjur 268 400 Óvissar tekjur 50 25 Skemtanaskattur 0. fl. 39 Tekjur alls 10 milj. 800 þús. kr. og hefir þá verið dreginn frá 150 þús. kr. reksturshalli útvarpsins á árinu. Gjöld: (í þús. króna) Áætlun. Greitt. Vextir 1118 1436 Konungsmata 73 72 Alþingi 233 244 Ráðuneytið 242 290 Hagstofan 58 57 Utanríkismál 95 96 Dómg. og lögr.stjórn 955 1056 Embættisrekstur 194 280 Læknaskipun 700 674 Velgamál 994 . 742 Samgöngur á sjó 451 557 Vitamál 416 Kirkjumál 280 340 Kenslumál 1339 1460 Vísindi, bókm., listir 207 200 Verkl. fyrirtæki 1811 1781 Styrktarstarfsemi 843 1000 Eftirlaun 252 237 Óviss útgjöld 150 213 Heimildir fjárlaga 505 Lög og fjáraukal. 400 Gjöldin alls 12 milj. 056 þús. Tekjuhallinn á rekstrarreikn- ingi verður því 1 milj. 256 þús. kr.; en greiðslujhallinn, mismunurinn á inn- og útborgunum nemur 2 milj. 249 þús. og er það um 750 þús. kr. minna en 1931. Til samanburðar milli ára kvaðst ráðh. hafa látið 'gera tekj- ur og gjöld ársins 1932 upp eftir hinu gamla reikningslagi. Samkv. því voru: Gjöldin 1931 kr. 17.877 þús. Gjöldin 1932 kr. 15.716 þús. Verða það um 2.1 milj. kr. lægri gjöld 1932 en 1931. Tekju- megin verður útkoman þessi: Tekjur 1931 kr. 15.067 þús. Tekjur 1932 kr. 13.466 þús. eða 1.6 milj. kr. lægri tekjur 1932 en 1931. Umframgreiðslur námu 1931 um 5 milj. kr., ven 1932 2.2 milj. kr., en af því er tæp 1 milj. greidd samkv. heimild fjárlaga og sér- stökum lögum. —Það yrði ekki sagt, sagði Á. Á., að niðurstaða fjárhagsársins 1932 væri fagnaðarefni. Það væru ekki mörg fagnaðarefnin nú á tímum. En þó örðugir tímar væru, hefði þó miðað i áttina til jafn- vægis milli tekna og gjalda. Útlitið á yfirstandandi ári Útlitið fyrir yfirstandandi ár er ekki sem verst, saígði fjármálaráð- herra. Fjárlög þessa árs eru meir en 1 milj. kr. hagstæðari að þvi er útgjöld snertir en fjárlög síð- asta árs, og hrekkur það væntan- v lega til að jafna tekjuhallann. En greiðsluhallann allan þarf að jafna, ef vel á að vera, og vænti eg að sumir tekjustofnar svo sem tóbakstolur og verðtollur muni rétta sig nokkuð á árinu. Með auknum sparnaði og nokkr- um nýjum álögum ætti að me!ga komast langt í að rétta við greiðsluhalla fjárlaganna þegar á þessu ári. Skuldir ríkisins Breytingar á skuldum ríkissjóðs á árinu 1932 hafa verið þessar: Tekin ný bráðabirgða- lán innan lands kr. 1.600 þús. Lán til Þverárbrúar og Affalls — UO' — Skuld á hlaupareikn- ingi Landsbankans — 830 — Skuld við Handels- bankann — 60 — Samtals 2 milj. 600 þús. Þar frá má draga: Afborganir á föstum lánum kr. 890 þús. Afborganir lausra skulda — 188 — kr. 1.078 þús. og eru þá eftir kr. 1 milj. 522 þús. Þar við bætist 217 þús. vefena lóða og húsakaupa í Rvík, en þar i STANDARd Í£3*maldehyd1 > DREPUR MYGLU AHRIFIN 100% VERNDAR KORNIÐ EyðiS ekki Formalde- hyde. Fáið bolla til að mæla það í hjá kaupmanninum fyrir 5 cents. Kaupmaður yðar hefir nú þessa árs birgðir ! Hafið ÞÉR pantað yðar? kemur eignaaukning á móti. Aukn- ing á hinum eiginlegu ríkisskuld- um er því kr. 1 milj. 739 þús., en þar frá dragast 205 þús. kr., sem eru afborganir sem stofnanir hafa sjálfar'annast greiðslu á. Nem- ur því skuldaaukning ríkisins alls kr. 1 milj. 534 þús. Skuldir ríkisins námu alls í árslok 1931 kr. 39 milj. 393 þús., en í ártlok 1932 kr. 40.927 þús. Afkoman út á við Gagnvart útlöndum hefir hagur þjóðarinnar batnað að mun á ár- inu. í árslok 1931 voru lausa- skuldir bankanna ga'gnvart út- löndum 398 þús. sterlingspund.— En í árslok 1932 voru þær 345 þús. sterlpd. Lausaskuldir bankanna hafa því samtals minkað um tæpar 1 milj. 200 þús. á árinu. Verzlunarjöfnuðurinn hefir far- ið stórum batnandi. Árið 1930 nam innflutningurinn um 12 milj. kr. meiru en útflutningurinn, árið 1931 var verzlunarhallinn 3.5 milj. kr. en 1932 hefir innflutn- ingurinn skv. bráðabirgðarskýrslu numið 34 milj. kr. og útflutning- urinn 44 milj. kr. Verzlunarjpfn- uðurinn við útlönd er því orðinn hagstæður og nemur afgangurinn af útflutningi um 10 milj. kr. En þess ber að feæta, að. ósýnilegar greiðslur eru mestallar til út- landa. Eftirtektavert er það, sagði fjármálaráðh. að því erfiðari sem hagur manna hefir orðið innan- lands, því betri hefir greiðslu- jöfnuðurinn við útlönd orðið. Er það sannarlega til athugunar, að láta ekki góðærið bera sig of langt svo eftirköstin verði minni. Eftir- köstin hafa nú orðið þungbær, því það er minkandi kaupgeta almenn- ings o!g harðhent en óhjákvæmileg gjaldeyris- og innflutningshöft, sem hafa kipt greiðslujöfnuðinum í lag. Það er ekki fyrirsjáanlegt að hægt sé að lifia á tökunum á þessu ári. Erlendum gjaldeyri er þögar ráðstafað að miklu leyti fram á mitt ár.— Gott og ilt ár Að lokum sa!gði fjármálaráðh., að segja mætti um sl. ár, að það hefði verið bæði gott og ilt. Ilt um það,. að atvinnuleysi og verð- fall á landbúnaðarafurðum hefði veitt almenningi þungar búsifjar. En gott um það, að verðfesting og jafnvel nokkur verðhækkun hefði orðið á sjávarafurðum vegna aukinna sölusamtaka. útgjöld rík- isins hefðu minkað og afkoman út á við stórum batnað. Það væru að vísu mörg verkefni og stór framundan og tvísýnt um úrslit sumra stærstu málanna. Mikil breyting hefði orðið á við- skiftum þjóðanna sem heimtaði nýjar aðferðir og nýja viðskifta- samninga. Höfuðviðfangsefni þingsins yrði, að gera ráðstafanir um verslunina út á við, auka notk- un innlendra afurða og milda áhrif kreppunnar. Þessu næst mintist ráðherrann á viðskiftasamninga þá við erlend ríki, sem sumpart væru gerðir (Noreg> en ekki búið að staðfesta, og sumpart væru ógerðir (Eng- land). Vafasamt væri hvort samn- inigunum við Breta yrði lokið áð- ur en þingið lyki störfum. Væri því ekki *ósennilegt að vænlegra yrði, að þessu sinni, að fresta þingi til haustsins fremur en að slíta því með vorinu, svo þingið gæti gert sínar ráðstafanir þeg- ar fengin yrði vissa um það, hvaða kjör við komum til að fá á bresk- um markaði. í Þýskalandi hefði þegar verið hækkaðir tollar á síld og útlit væri fyrir, að bráðlega yrði þar einnig hækkaðir stórlega tollar á fiski og síldarafurðum. — Þessir tollar gætu haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir okkur. Á Norðurlöndum væru engar breytingar í vændum, svo vitað yrði. Suðurlandamarkaðurinn væri og með líkum hætti og undanfarið. —Mbl. Lennart prins, hinn sænski, sótti nýlega um a8 verða þulur við út- varpsstöð. En er til kom fékk hann fyrirskipun um að það sómdi sér ekki fyrir svo hattsetta persónu sem hann, að taka að sér þann starfa. Leifs minnisvarðinn (Framh. frá bls. 4) sem fyrst því timinn er orðinn naijmur. “Félagsgjaldið í “The Leif Ei- ríksson Foundation,” tekur hr. Árni Eggertsson, 1101 McArthur Bldg., W'innipeg, Man., féhirðir Þjóð- ræknisfélagsins á móti. Lægsta með- limagjald er $2.50. Samkvæmt ósk stjórnarnefndar Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi og minni eigin sannfæringu. Jón J. Bildfell. Frá Islandi 22. febrúar. Árið, sem leið voru flutt til Portúgals 9,341 smál. af fiski frá Noregi og 6,063 smál. frá íslandi. Árið 1931 voru hlutföllin þéssi: Frá Noregi 10,188 smál. og frá íslandi 4,762 smál. \'alepole seldi afla sinn í fyrra- dag í Grimsby, 2,700 körfut fyrir 1235 sterlpd. Þingfrestunin. — I fjárlagaræðu sinni mintist f jármálaráðherra á það, að farið gætj, svo, að eigi yrði fengin vitneskja um kjör þau, sem okkur yrði skömtuð á breska mark- aðinum, áður en þingi lyki í vor. En þar sem framtíð landbúnaðarins ylti mjög á þessu, gæti svo farið, sagði fjármálaráðh. að vænlegra þætti að' fresta þingi til haustsins, svo að þingið yrði til taks til að gera þær ráðstafanir er þurfa þætti. Að gefnu tilefni lýsti ráðherrann yfir þvi, að það væri algerlega frá eigin brjósti að hann mintist á þingfrest- un í þessu sambandi, því að hann hefði ekki orðað það við flokkana. \ Aðalfundur Þjóðræknisfélagsins var haldinn í sameinuðu þingi í gær. Forseti félagsins, dr. Páll Eggert Ólason skýrði frá hag félagsins; tekjuafgangur í árslok 1931 nam rúml. 10 þús. kr.—Reikningarnir voru samþyktir í einu hljóði. I stjórn voru kosnir: dr. Páll E. Óla- son forseti, Bogi Ólafsson Menta- nefnd voru kjörnir: Séra Magnús Helgason, Sigurður Nordal pró- fessor og dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörður. —Mbl. Ferðir fuglanna Hinn 3. nóvember 1932 var skot- inn grámáfur hjá Marstrand í Sví- þjóð. Var hann merktur með hring og mátti á honum sjá, að fuglinn hafði verið merktur í Rússlandi. Kom það svo í ljós við nánari rann- sókn, að hann hafði verið merktur 22. júní 1930 á eynni Solovki í Hvítahafinu. Þetta er sjötti grá- máfurinn, sem veiddur hefir verið af þeim, sem merktir hafa verið á þessari ey. Hinir hafa veiðst á Borgundarhólmi, Norður-Sjálandi, í Litlabelti, austurströnd Jótlands, í Þrándheimi og hjá Rositten í Þýskalandi. Hinn 5. júli 1932 var merktur smyrill í sænska Lapplandi. Hann veiddist 8. október 1932 hjá Susdal, þorpi, sem er 185 km. norðaustur af Moskva. Á milli merkingarstað- arins og Ssusdal eru 1550 kílómetra bein loftlína. Þykir það merkilegt, að fuglinn skyldi veiðast þarna, því að venjulega eru smyrlar þeir heima- alningar, að þeir halda altaf kyrfu fyrir á sömu slóðum. Má sjá það á smyrlum, sem veiðst hafa og merkt- ir hafa verið í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi. Hefir það eigi þekst fyr að smyrill hafi farið lengra frá hreiðri sínu én svo sem 100 kílómetra. —Lesb. Vatn varð að duga Fyrir nokkru dó kona ein í Toulon er ákveðið hafði i erfðaskrá sinni, að við grafreit hennar skyldi standa borð, og á því vínflaska, til þess að þeir, sem framhjá færu gætu svalað þorsta sínum. Bæjarsjóði ánafnaði hún ríflega upphæð, til þess að standa straum af kostnaðinum. Borgarstjórn tók við fénu, og alt var gert, sem fyrir var mælt. En þeir urðu nokkuð margir sem fram- hjá fóru og þyrstir voru, svo oft varð að bæta í pytluna. Og ekki var örgrannt um, að róstusamt yrði við gröfina, þvi þar gat verið álitamál hver ætti forréttindin að vökvun- inni, hver hefði komið fyrst, hver væri þyrstastur o. s. frv. Horfði til vandræða. Menn fóru að glöggva • sig á erfðaskránni. Viti menn. Þar stóð, að þarna ættu þyrstir menn að fá svaladrykk. Aukaatriði var hver drykkurinn væri. Vatn varð að duga. Alt rólegt síðan. Giftingar bannaðar í Rússlandi Nýlega hefir Sovietstjórnin á- kveðið að hreinsa rækilega til i borg- unum í Rússlandi. Hefir hún gert útlæga þaðan alla þá, sem ekki fylla flokk kommúnista. — I Moskva einni nemur tala þeirra, sem reknir voru burtu, 800 þúsundum. Er fólk þetta sem sagt rekið út á guð og gaddinn. — Fyrsta afleiðingin af þessu valdboði varð sú, að fjöldi fólks, sem átti von á þvi að verða rekið í burtu reyndi að giftast þeim, sem eftir máttu vera og ætlaði á þann hátt að komast hjá brott- rekstri. En stjórnin sá fljótt við þessu. Hún gaf út bráðabirgðalög, sem banna allar giftingar í Rússlandi fram i miðjan apríl,' en þá á “land- hreinsuninni’’ í borgunum að vera lokið. —Mbl. Skák Hvítt Tom Finninq 1. p—g4 2. p—qb4 3. N—QB3 4. B—N5 5- N—KB3 6. P—K3 7. PxP 8. O—N3 9. R—Bi 10. B—Q3 11. O—O 12. PxN 13. BxB 14. B—Ni 15. KR—Ki 16. QR—Öi 17. N—K5 18. R—Q2 19. N—Q3 20. P—KB4 21. P.—K4 22. R-KB2 (23. P—B5 24. PxP 25. N—K5 26. P—B6 27. PxNP 28. RxR 29. Q—B2 30. Q-K2 31. BxP 32. RB2xN 33- Q—N4 skák 34. R—B8 skák STAKA Fegurð lama, skot í skot, skotin ama tvinna, þegar saman ber eg brot brotalama minna. G. Ó. —Lesb. Svart Mr. Helman N—KB3 p—k3 P—Q4 N—Q2 P--QB3 Q R4 NxP B—N5 QN—N3 N—RS (a) QNxN B—K2 NxB P--QN3 O—Oí Q—KR4 B—QN2 N—KN3 Q—KN4 Q—K2 Q—B2 QR—Bi PxP N—R5 (b) P—B4 KR—Ki RxN P—B5 P—b4 QxP NxB Q—Q2 K—Ri Gefst upp (a) Þessi tilraun að ná í biskups peðið var röng, þvi hann varð á eftir með leik fyrir bragðið. (b) Virðist slæmur leikur, því hann króar riddarann inni. Mr. Finning tefldi mjög góða skák á móti þessum ágæta tafl- manni, sem ekki hefir tapað skák fyr í þessari samkepni. Agnar R. Magnússon. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man.................. B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvaldson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man............................ G. Sölvason Baldur, Man..........................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..............Thorgeir Símonarson Belmont, Man..........................O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask.........................S. Loptson Brown, Man...........................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............................S. Loptson Cypress River, Man..............F. S. Frederickson Dafoe, Sask ...»....................J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota.............Jónas S. Bergmann Elfros, Sask...............Goodmundson, Mrs. J. Hi Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask...........................C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Hayland, Man....................................Kr. Pjetursson Hecla, Man..................................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota............................John Norman Hnausa, Man.................................... G. Sölvason Höve, Man...........................A. J. Skagfeld Húsavik, Man..........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kandahar, Sask......................J. Stefánsson Langruth, Man...................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Markerville, Alta..............................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Mozart, Sásk.................................Jens Eliason Narrows, Man.......................Kr. Pjetursson Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man........................Búi Thorlacius Otto, Man.......................................S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man......................Arni Paulson Riverton, Man..................................G. Sölvason Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man..................... Miss D. Benson Siglunes, Man.......................Kr. Pjetursson Silver Bay, Man.....................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thprvardson Swan River, Man.. .. ..................A. J. Vopni Tantallon, Sask....................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C.....................Mrs. A. Harvey Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man....................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man..............................G. Sölvason Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..................Gunnar Johannsson N

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.