Lögberg - 23.03.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.03.1933, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MARZ, 1933 Mdcklin kapteinn — Endurminningar hcms. —■ EFTIR RICHARD IIARDING DAVIS. ----<—'————=—^—<—■---------=— “Við erum ekki riú að berjast fyrir neinn kynblending1/’ sagði hann. .“Við erum að berjast fyrir yður. Við þekkjum yður. Við treystum yður. Við ætlum að gera yður að forseta og við ætlum ekki að hætta við það. Okkar rnottó skal vera það sama og Walkers: ‘Fimm eða ekkert. ’ Og þegar við höfum tekið þetta lýðveldi, þá tökum við hin fjögur, og þér verðið forseti Bandaríkja Mið-Ame- ríku.” Við höfum staðið með opinn munninn og glápt út í loftið, og taugar vorar voru í afar miklum spenningi, en Wehster eins og band- aði okkur frá sér 0g talaði til Laguerre. “JÞér opnið þetta land og byggið hér keyrsluvegi og járnbrautir. Þér leggið öllum heiminum til nóg kaffi. Þér látið gera Nicar- agua skurðinn, sem svo oft er talað um. *Og þér komið á fót heilu keisaradæmi, ekki með þrælum eins og Walker hugsaði sér, heldur með frjálsum mönnum. Þér losið þá undan ánauðarokinu og gerið þá að menningarþjóð. Þeir segja. mér, hershöfðingi, að þér hafið Ibarist undir þrettán fánum. í kveld berjist þér undir yðar eigin fána!” Við hrópuðum allir og húrruðum, yngri og .eldri, hver í kapp við annan, og eg held eg hafi gert einna mestan 'hávaða, þangað til eg leit framan í Laguerre. Þá skildi eg’ hve afar mikið alvörumál þetta var fyrir hann. Þang- að til eg sá framan í hann hafði mér fundist þetta rétt skynsamlegt ráð og aaskilegt. Nú sá eg ihve mikið tilfinningamál honum var þetta, og gerði mér grein fyrir þeim miklu vonUm, sem hann var að gera sér um frægð og völd og frama. Mér fanst hann vera að dreyma draum, sem með engu móti gæti kom- ið fram og mér fanst það vera rangt að vekja hann ekki af þeim draumi, því eg, sem elskaði hann eins og sonur hans skildi hvað þetta þýddi fyrir liann. Eg vissi að hann hafði lengi verið að láta sig dreyma um lýðveldi, þar sem eining og bræðralag ríkti og réttlæti og friður, og nú fanst honum draumurinn vera að rætast. Eg skildi að honum þótti afar- vænt um það, hve fúsir þessir menn voru að fylgja honum. Einnig það, að hann, sem svo lengi og trúlega hafði þjónað öðrum, vildi nú alt í sölurnar leggja fyrir þá, sem honum vildu þjóna. Mér þótti ekki vænt um að þeir hefðu boðið honum að verða leiðtogi sinn. Það olli mér mikillar hrygðar, að sjá fram á það, að nú enn einu sinni átti þessi ágæti mað- ur, að verða fyrir miklum vonbrigðum. En það var enginn tími í þetta sinn, að vera nokkuð að horfa fram á veginn. Men\iirnir voru utan við húsið og þessi lýður hrópaði grimmilega liefnd yfir Garcia. Hefðum við ekki komið í veg fyrir það, hefðu þeir farið þangað sem hann var og myrt hann og þenna lieimska og óupplýsta lýð, sem með honum var líka. Samkvæmt trú eða hjátrú fólksins í Hon- dúras, gat það ekki komið til nokkurra mála, að hefja árás þessa nótt. Það var brot gegn trúarbrögðunum, og engir bardagar máttu eiga sér stað fyr en tveimur nóttum síðar. Þeir, sem gættu Pecachua, og sem vissu alt um svik þau, er Garcia liafði í huga, ugðu því ekki að sér, og við komum að þeim sofandi, og við vorum búnir að taka vígi þeirra áður en þeir voru almennilega vaknaðir og náðum við þar fallbyssum og miklu af ýmsum vopn- um. Þegar sólin kom upp í allri sinni dýrð næsta morgun, gekk skothríðin yfir Tegucigalpa og sumar kúlurnar lentu inni í eldhúsinu á for- setabústaðnum. Aðrar aftur þar sem Garcia og hans lið hafðist við. Voru nú allir fljótir að átta sig á því að E1 Pecachue hefði verið tekin 0g eins hinu að sá sem það hefði gert mundi fljótlega hafa forsetabústaðinn á sínu valdi. Fallbyssurnar gengu stöðugt, þangað til við sáum á eftir því síðasta af liði Garcia, hraða sér sem mest það mótti upp til f jallanna og skömmu síðar fór Alvarez forseti af stað út úr borginni, með fámennu varðliði, sem honum fylgdi. Við vorum of fáir til að elta flóttaliðið, en við skutum nokkrum skotum á eftir þeim. Skömrnu síðar komu kaupmemi borgarinn- ar, konsúlar annara ríkja 0g ýmsir heldri menn með sjálfan biskupinn í broddi fylking- ar, og var .borinn fyrir þeim hvítur fáni Komu þeir alla leið upp undir hæðirnar og var erindi þeirra það að gefa borgina á okkar vald. Eg er viss um, að aldrei hefir minni tími til þess gengið að mynda nokkra stjórn, held- ur en okkar stjórn. Við liéldum okkar fyrsta stjórnarráðsfund tuttugu mínútum eftir að við komum inn í'borgina og tíu mínútum seinna lýsti Webster yfir því, frá svölum for- setabústaðarins, að Laguerre væri forseti Honduras lýðveldisins. En vegna þess hve Webster var sérstaklega kunnugur í landinu, þá gerði Laguerre liann að innanríkisfáð- herra, en mig að vara-forseta og hermálaráð- lierra. Enginn vissi hvað vara-forseti ætti eiginlega að gera, og fór eg því fram á það, að eg mætti vera nokkurskonar lögreglustjóri þar í borginni til að sjá um að .þar færi alt fram með friði og reglu. Annars var Aiken gerður að lögreglustjóra, en það var sérstaklega leynilögreglan, sem hann átti að sjá um 0g fékk hann þetta em- bætti að sjálfsögðu fyrir það, að hann liafði komið upp samsærinu gegn Laguerre. Hans fyrsta verk var að útnefna sér til aðstoðar tvo iberfætta lögreglumenn, sem liöfðu tekið hann fastan, þegar hann kom síðast til höf- uðstaðarins. , Her^höfðinginn, eða forsetinn, eins og \úð nú nefndum hann, gaf þegar út mjög glæsi- lega og stórorða yfirlýsingu eða tilkynningu til þjóðarinnar, þar sem hann hét því, að í- búar landsins skyldu njóta alls þess frelsis, sem borgurum í frjálsu lýðveldi bæri aðnjóta. Innan jtriggja mánaða skyldu almennar kosn- ingar fram fara og þar gæti fólkið kosið sér forseta að eigin vild„ annaðhvort sig eða þá einhvern annan. Hann lýsti einnig yfir því, að hann mudi heimta þessa hálfu miljón doll- ara, sem lýðveldið ætti hjá Isthmian línunni. Sagði liann að þessir peningar íéttu að vera notaðir til innanlands umbóta og meðan þeir entust ætti þjóðin ekki að þurfa að borg'a skatta. Alt til þessa hafði hver forseti lagt á tolkið nýja og hærri skatta, en enginn þeirra hefði nokkurntíma látið sér detta í hug að lækka þá, hvað þá að afnema þá. Var þessu loforði hins nýja forseta tekið með afarmikl- um fögnuði. Það var ýmislegt fleira í okkar stefnuskrá, sem var mjög vel tekið og gerði okkur strax vinsæla. Laguerre ætlaði ekki að láta skjóta menn, þó þeim kynni að verða eitthvað á, og hann ætlaði ekki að neyða útlenda kaupmenn til að lána sér peninga, sem svo stæði ekki til að nokkurntíma yrðu borgaðir. Einu menn- irnir, sem nokkuð liðu Ýið þessi stjórnaskifti, voru tveir af okkar eigin mönnum, sem gerðu tilraun til að stela. Eg lét þá sópa strætin og við festum þungar blíkúlur við öklana á þeim, • með járafesti. Gerðum við þetta til að sýna að háðulega yrði farið með þá, sem gerðu sig seka í þjófnaði. Fyrir niiðjan dag sendi Aiken lista yfir nöfn þeirra, í borginni, er hann taldi grun- samlega og Alvarez hlynta og lofaði að taka þá aila fasta fyrir kveldið. En Laguerre sendi eftir þeim og lofaði þeim því, að þeir skyldu njóta fulls friðar, ef þeir aðeins vildu vera hlutlausir og láta stjórnmál afskiftalaus. Sjálfur hefi eg alt af lialdið, að flestir af þeim, sem Aiken ætaði að taka fásta, hafi ver- ið heiðarlegir kaupmenn, en sem allir áttu eitthvað töluvert hjá honum. Lagnerre átti langt tal við bankastjóra aðal bankans þar í borginni, 0g var sá banki eign auðmanna á Englandi. Hafði sá banki aðal- lega lagt lýðveldinu til þá peninga, sem það þurfti á að halda. Laguerre fullvissaði liann um að sér kæmi ekki til liugar, að þrengja bankanum til að taka bréfpeninga, sem Al- varez hefði gefið út, en liann skyldi taka við bréfpeningum bankans, sem trygðir væru með gulli. Bankastjórinn varð afar glaður við þetta og síðar lásum við símskeyti, sem hann sendi aðalbankanum á Englandi, og sagði hann þar, að nú hefði Honduras loksins feng- ið ærlegan forseta. Hann opnaði banka sinn 0g nú voru heimapeningarnir þremur af hundraði hærri heldur en þeir höfðu verið daginn áður. Útlendum kaupmönnum þar í borginni hlýtur að liafa litist vel á þetta, því fyrir klukkan sex um kveldið kom nefnd manna frá þeim til forsetans til að þakka honum fyrir og lýsa trausti á hinni nýju stjórn. 1 néfnd þessari voru Bandaríkja- menn, Þjóðverjar og Englendingar. Þeir buðust til að stofna og.viðhalda nokkurs kon- ar herdeild til varnar borginni og til að gæta þess að hann gæti haldið áfram að vera for- seti. Svo um miðjan dag vorum \dð búnir að fá á okkar band alla útlendinga í borginni og konsúlarnir voru búnir.að síma ráðherrum sinna landa þessa stjórnarbyltingu og ráða þeim til að viðurkenna hina nýju stjórn. Þetta gekk alt eins og í sögu. Jafnvel þótt eg væri ráðherra og hefði því rétt til að láta nokkuð til mín taka, þá lét eg mig ekki miklu skifta þessi erfiðu viðfangs- efni, sem stjórain hefði við að glímá. Mitt fyrsta verk var þar á móti að senda Beatrice símskeyti og segja henni að við vær- um óhultir í höfuðstaðrium og að eg væri næst- ur hinum æðsta hvað völd snerti. Eg sagði henni ekki að eg væri varaforseti lýðveldis sem teldi 300,000 íbúa, því í Dobbs Ferry mundi svo lág fólkstala þykja nokkuð ósenni- leg. Því sem eftir var af deginum eyddi eg mjög ánægjulega til þess að fara ríðandi um bæinn, með nokkrum mönnum, sem eg hafði mér til fylgdar. Aðal erindið var það að kynnast íbúunum og sýna þeim góðvild og vinsemd og svo til að gera ýmsar ráðstafanir til varnar horginni, því ekki var nú neitt ólík- legt að við mættum búast við ófriði. Eg gleymdi ekki heldur Heinze og lians mönnum, sem héldust við uppi á hæðunum og höfðu þar* mikið af hergögnum til að verjast hugsanleg- um árásum. Eg sendi þeim t.öluvert brenni- vín, en gætti þess þó, að hafa það ekki ákaf- lega mikið, og svo sendi eg þeim vindla og niðursoðinn matt. Þar að auki hugsaði eg mér nýjan einkennisbúning handa fyrirliðun- um og átti hann að verða.skrautlegur og ein- kennilegur og eg fékk sex skraddara til að sitja uppi alla nóttina til að búa þá til. - Einkennisbúninga handa liðsmönnunum pantaði eg hjá búðum, sem stjórnin hafði yfir að ráða, og þeir voru líka nokkuð fallegir. Daginn eftir , þegar við vorum komnir í þessa einkennisbúliinga, ve'itti forsetinn þess- ari breytingu eftirtekt og varð horium að orði: ‘ ‘ Engirin annar en Macklin hefði á eirini nóttu getað breytt þessu óálitlega fótgöngu- liði í fallega og myndarlega riddarasveit. ” Forsetinn var aftur kominn inn í höllina og eg reið til herskálqns á undan hersveit- inni 0g innlend hljóðfærasveit spilaði fyrir okkur og fólkið sýndi okkur virðngarmerki hvar sem við fórum, en alt í einu reið ung stúlka á gráum hesti rétt í veginn fyrir okk- ur. Með henni var hópur af hvítum mörinum, en eg sá engann nema stúlkuna. Meðan hún var enn okkuð lagt frá okkur, gat eg vel séð, að hú var frá Bandaríkjunum og varð fögnuð- ur minn þessvegna enn meiri og næstum tak- markalaus. Það var eiginlega hið eina sem skorti á gleði mína, að Bandaríkjastúlkunum gæfist kostur á að sjá til hverra valda og metorða eg hefði komist nú þegar. Eg hefði fengið nýjan einkennisbúning alveg á réttum tíma. Þegar eg fyrst kom auga á stiilkuna, þótti mér vænt um að sjá hana, bara vegna þess að hún var hvít stúlka, og það var sjaldgæft að sjá þær á þessum slóðum. En þegar hún kom nær varð eg þess fullviss, að þó eg hefði séð hana meðal þúsunda annara kvenna, þá hefði hún verið sú eina„ sem eg liefði veitt nokkra verulega eftirtekt. Hún var í hvítum reiðfötum og hafði barða- stóran, hvítan liatt á liöfðinu. Þegar liún lieyrði hljóðfærasláttinn reisti hún höfuðið svo eg sá vel framan í liana. Þvílíkt stúlku- andlit hafði eg aldrei séð. Það var svo fallegt að mér varð afar milcið um þessa sjón. Eg næstum glápti á hana, þegar hún kom til okkar, af þeirri einföldu ástæðu, að eg gat ekki að því gert. Þó jarðskjájfti hefði alt í einu komið og jörðin hefði sprungið framan við fæturna á hestinum, sem eg reið, þá liefði eg ekkert tekið eftir því. Eg hafði tíma til að geta mér til liver hún væri og eg vissi að í Honduras gat ekki átt sér stað að til væri nokkur svona fögur kona, önnur en dóttir Jose'ph Fiskes. Aiken hafði sagt um hana: “Þegar hún fer framhjá, krjúpa innlendu konumar á kné fram með veginum og signa sig.” Bg reið á móti henni, en þó með hálfum hug, en þó var afar mikil gleði í huga mínum yfir því ,að sjá þessa miklu kvenlegu fegurð. Píla- grímarnir geta ekki hafa orðið glaðari þegar þeir komu auga á borgina eilífu, lieldur en eg varð nú. Mér þótti mjög vænt um, að það skyldi einmitt standa svo á, þegar eg mætti henni í fyrsta sinn, að eg reið í broddi her- sveitar, sem var að minsta kosti sæmilega út- lítandi á allan hátt. Eg var stoltur af því, sem við höfðum rétt nýlega gert og eg var stoltur af mönnunum, sem fylgdu mér. Þegar við mættumst hafði eg ekki augun af henni og hún snéri hestinum úr vegi til að komast fram hjá. Mér hefði ekki þótt meira um vert, þó eg hefði farið fram hjá keisara- frú og eg var rétt að því kominn að lyfta sverðinu henni til virðingar. En um leið 0g við fórum hvort fram hjá öðru duldist mér ekki, að hún leit ekki á okkur með mikilli að- dáun og hafði það þau áhrif á mig, að eg gerði það heldur ekki sjálfur. Þegar hún leit á mig roðnaði eg út undir eyru. Mér hefði ekki lið- ið ver, þó eg hefði oéðið uppvís að því að segja ósatt. Eg setti mig í hennar spor og þú sá eg liljómsveitina og í henni voru eintómir berfættir svertingjar, og eg sá einkennisbún- inga, sem fóru alt annað en vel og hesta, sem voru magrir og illa hirtir og Indíána, sem stóðu á gangstéttunum og gláptu á okkur. Mér fanst að lieimi mundi finnast, að við værum einna líkastir brualiði, sem væri að mjakast áfram eftir strætunum með útbúnað mjög gamaldags og algerlega úreltan, eða þá að við va'rum bara ósiðaðir lögbrjótar og ruddamenni 0g það meiddi mig óskaplega að hún, sem hlaut að vera svo göfug' og góð, skyldi ekki sjá betur, eða vera svona óréttlát. Eg varð hér fyrir ósköp miklurn vonbrigðum, og mig langaði til að snúa mér við í hnakkn- um og hrópa til hennar og koma henni í skiln- ing um, að þessir menn, sem með mér voru, hefðu mikið á sig lagt til að lcomast þar sem við værum nú, að þeir hefðu vaðið árnar í mitti og átt' við hungur að búa og ýmsan las- leika, en þeir hefðu ávalt verið til þess bún- ir að ganga út í lífshættuna, livenær sem á þá liefði verið kallað. Þessi hópur velbúnu karlmanna, sem með stúlkunni voru, liöfðu stöðvað liesta sína við gangstéttina og þegar eg kom nær þeim, sá eg að einn þeirra var í hermanna einkennisbún- ingi. Eg skildi ekki vel í þessu, þangað til eg mundi að eg hafði heyrt að herskipið Raleigh la>gi í Amapola. Dg var rétt að fara fram lijá þeim, þegar einn þeirra fór að tala svo hátt, að það var auðheyrt, að liann ætlaðist til að eg heyrði til sín. “Þarna er nú herinn,” sagði hann,-“en livar er þessi málamyndar forseti? Eg sé Laguerre ekki.” Síðan eg mætti stúlkunni var eg alt of ó- stiltur til þess, að eg gæti tekið því með still- ingu að heyra óvirðulega talað um minn liers- höfðingja. Mér liafði sárnað við stúlkuna, en nú þótti mér vænt um að þarna var karlmað- ur, sem hugsaði eins og liún, því það var liægt að ná sér niðri á lionum. Eg snéri við liestin- ipn og reið livatlega til Iians. Þér verðið að biðja ofsökunar á því, sem þér liafið sagt,” sagði eg í lágum rómi, “ann- ars læt eg svipuna mína ganga á yður. ” Hann var ungur maður og einstaklega lag- legur, hár og grannur og leit út fyrir að vera af góðum ættum. Hann leit beint framan í mig, án þess að lireyfa sig og hann studdi báðum höndunum á hnakk-kúluna. “Ef þér reiðið upp svipuna, skal eg taka þetta pjátursverð, sem þér hafið og brúka það eins og vönd á yður. ’ ’ Aldrei á æfi minni hafði nokkur maður tal- að svona óvirðulega við mig. Og það sem hann sagði höfðu mínir menn heyrt og hans félagar og fólkið á strætinu. Bg varð alt í einu alveg stiltur, en það var eins og alt blóðið leitaði til augnanna, og mér sýndist alt sem eg sá vera rautt. Þegar eg svaraði honum var eg hás og dipimraddaður. “Farið þér af baki,” sagði eg. “Farið þér af aki, eða eg hrindi yður af baki. Eg ætla að berja yður þangað til þér getið hvorki staðið á fótunum eða séð það sem kringum yður er. ” Hann ætlaði að berja mig með svipunni, en eg greip í hálsmálið á treyjunni hans og með því lagi, sem eghafði lært á West Point, kast- aði eg honum út á strætið og stóð þar yfir honum. Miller og Von Ritter reyndu að kom- ast milli okkar 0g þrír af hans félögum reyndu líka að skilja okkur, en þrátt fyrir það náðum við samt saman og eg barði liann ákaflega í andlitið og eftir litla stund hepnaðist mér að slá liann flatann. Þetta var ljótur leikur. Það koms alt í uppnám. Kvenfólkið á strætinu hljóðaði og veinaði, karlmennirnir, bæði mínir menn og aðrir og jafnvel hestarnir létu eins og þeir væru vitlausir. “Hamingjan góða, Macklin!” heyrði eg Von Ritter lirópa. “Hættið þér þessu! Haldið þér yður í skefjum!” Hann vék sér að okkar mönnum og skipaði þeim fyrir að lialda áfram, þrír og þrír sam- an. ‘ ‘ Svo það er svona, sem þér liugsið yður að halda friði og góðri reglu,” hrópaði Miller til mín. “Hann talaði óvirðulega um Laguerre,” svaraði eg og steig á bak liestinum. E11 það var ekki því líkt, að eg væri ánægður. E|g, varaforsetinn og hermálaráðherrann, hafði verið í slagsmálum úti á götu, þar sem fjöldi af borgarbúum hafði horft á mig. Eg var að Iiugsa um hvort stúlkan mundi hafa séð til mín, og eg var mjög óánægður við sjálfan núg út af því, að eg hefði kannske styrkt trú henn- ar á því, að við værum kannske eitthvað tölu- vert mikið öðru vísi en við ættum að vera. Og svo várð eg enn óánægðari út af því, að eg skyldi nokkuð vera að hugsa um það, livað hún hugsaði eða segði. Um það mátti eg láta mér á sama standa. En þegar eg var að liugsa um þetta, kom sá, sem eg hafði verið að fást við, rétt upp að hliðinn á mér og tveir af lians félögum. “Út af þessu verðið þér að berjast við mig,” sagði hann. Eg var rétt að því kominn, að svara lionum því, að hann liti út fyrir að eg hefði verið að berjast við hann, en maður gctur naumast fengið sil til að hlæja að manni, sem er út- ataður í óhreinindum og blóði, og þessi maður leit svo óskaplega illa út að eg mestum skammaðist mín fyrir hann og sagði því ekk- ert. “Eg er því ekki vanur,” sagði liann, “að verjast við menri úti á strætum; mér liefir aldrei verið kent það. En eg skal berjast við yður eins og siðaðan mann og reyna að hugsa mér að þér séuð það. Þér skuluð ekki hugsa að okkar vðiskiftum sé lokið. Þessir vinir mínir eru mínir urriboðsmenn, og ef þér eruð ekki ragur, þá nefnið þér yðar menn.” /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.