Lögberg - 14.09.1933, Side 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1933
Um starfsemi kvenna
og félagsskap þeirra
Erindi eftir séra Sigurð Gíslason
á Þingeyri í Dýrafirði.
Þegar eg var beðinn að tala í
kvöld um kvenfélög og starfsemi
þeirra, þá finn eg fljótt, að hér er
vandaverk. Á eg að fara að binda
þvi takmörk, sem ótakmarkað er, á
eg að fara að marka því bás, sem
allstaðar birtist, á eg að fara að
segja konum aö starfa hér og þar,
þetta skuluð þið gera, hitt ógert
láta?—Bak bið allar slikar ráðlegg-
ingar lægi vissulega það álit, að kon-
an væri aðeins eitthvert litið brot af
lífinu, og svo væru skiftar skoðanir
um það, hvar konan ætti að vera,
hvort hún ætti að ver úti eða inni,
starfá að opinberum málum eða
“aðeins” á heimilinu. Eg segi“ að-
eins,” þvi þarna hafa menn búiö til
pólitísk eins og víðar,—Sumir segja:
“Konan á að slíta sig frá öllu þessu
heimilisbasli. Sé hún enn ógift, á
hún að harðneita að giftast, hún á
að vinna úti við verzlun, á skrif-
stofu, í bæjarstjórn og á þingi.”—
Hinn flokkurinn segir: “Sleppið
ekki konunni út fyrir hússins dyr,
umfram alla lifandi muni, látið
hana aldrei líta upp úr öskunni og
skóbætingunum.”
Það fyrsta, sem kvenfélögin ættu
að starfa að, er að útrýma þessum
andstæðu skoðunum. En hvernig?
Það er ekki hægt með ööru móti en
því að koma öllum 1 skilning um
það, að konan sé fullfrjáls. Starf
hennar verður því aldrei takmarkað,
af þeirri eðlilegu ástæðu, að eðli
konunnar getur gripið yfir öll við-
fangsefni lífsins.
Konan er fullgildur maður, og
það er maðurinn, sem á aS vera
herra tilverunnar, og stjórna öllum
hreyfingum hennar. Þessvegna er
ómögulegt að bægja konunni frá
neinu svæði lífsins og segja henni
það óviðkomandi, nema svo sé að
hafa eigi einhver ishús í andans
heimi, þar sem hatur og kærleiks-
leysi eigi að fá að lifa ósnortið af
blæ hins innra sumars.—Að hægt
skuli vera að deila um það, hvar
starfssvið konunnar liggi, byggist
á vanþekkingu á eðli hennar.—Hún
er ekki álitin fullgildur maður, hún
er ekki álitin eiga verkefni að rækja
á þeim staS, sem urn er deilt. En
konan á allsstaðar verkefni, svo
framarlega sem því er trúað, að
kærleikurinn einn komi sérhverju
góðu verki af stað.
Það er dálítið neyðarlegt að at-
huga reynslu sögunnar í þessu efni.
Sá aðilinn, sem ætíð hefir haft fult
mannfrelsi, tróð lengst af sama stíg-
inn og braut sjaldan nýjar leiðir í
framkvæmdum mannúðarmálanna
alt fram yfir 1800. En þá eru það
konurnar í viðjunum, sem hrcint og
beint finna möguleika til að starfa
aS heill mannkynsins. Árið 1820
fæðist sú kona, sem verður fröm-
uður allrar hjúkrunar- og líknar-
starfsemi eftir hennar dag, það er
“konan með lampann”: Florence
Nightingale. Á starfsemi hennar,
meðal hinna særðu hermanna i
stríðinu 1854, byggist “Rauði kross-
inn,” sem er heimsins mesta líknar-
félag.—Og svo er þvi enn haldið
fram, að arftakar þessara frum-
herja líknarmálanna eigi ekki að fást
við opinber störf. Og hvað má
segja um Harriet Beecher Stove,
sem með sögu sinni “Uncle Toms
Cabin” vakti athygli alheims á kjör-
um svertingjanna, eða Alle-Trygg
Helenius, sem varði aleigu sinni og
öllum kröftum til að útrýma of-
drykkjunni úr heiminum.—Nú síð-
ast hefir heimurinn veitt Jane
Adams mesta athygli, því hún var
sæmd friðarverðlaunum Nobels á
síðastliðnu hausti fyrir hið mann-
kærleiksrika starf, sem hún hefir
unnið um 40 ára skeið meðal fá-
tæklinganna í Chicagoborg.
Konan hefir sannað rétt sinn til
að vera alhliða fulltrúi hvers góðs
málefnis og starfs, sem unnið er til
heilla mannfélaginu. Henni verður
ekki markaður bás, hún er með kær-
leika sínum í fullum rétti allstaðar,
hvar sem leggja þarf græðandi hönd
á sár mannanna, hugga og bæta það,
sem áfátt er í góðu, og gefa sér-
hverju blómi, sem vaxa þarf, vermi-
reit hlýju og friðar. Þetta hefir
ameríska konan, Susan Anthony
sýnt (f. 1835). Hún fékk viður-
nefnið “engill fangelsanna,” því
henni tókst að göfga og gera að góð-
um mönnum þá, sem dýpst voru
fallnir í mannfélaginu.—Að sams-
konar starfi vann hin guðdómlega
Matthildur Wrede meðal fanga í
Finnlandi.—Og hver þorir að segja
konunni að halda sér jafnan “heima
við tjöldin” eftir að guðdómsljós
Ólafíu Jóhannsdóttur hefir logað
meðal hinna “Aumustu allra” í
Noregi ?
Það var haft að máltæki í Noregi,
þegar skýrt var frá, hvernig það
hefði atvikast, að stúlka, sem lent
hafði í foræði spillingarinnar sneri
við frá villu síns vegar til heiðarlegs
lífs: “Það var Ólafia,” það var
konan.
Það var konan, sem var ljósmóðir
ódaúðleikans við gröf Krists. Það
var konan Auður djúpúðga, sem
fyrst sýndi kristinni trú hér á landi
virðingu í verki, er hún lét grafa sig
í flæðarmáli. Það var konan, sem
ekki lét gullið lokka sig í Geirþjófs-
firði, heldur festi trygðina á blað
fornsagna vorra. Það er konan, Ás-
dís á Bjargi, sem er mesta hetjan
forna, þar sem hún fyrirgefur bana-
mönnum Grettis.
Þessi dæmi sögunnar sýna, að
konan hefir víða við komið, þrátt
fyrir viðjar, undirgefni og ófrelsi.
En það sést bezt hvað þær megna, ef
þær eru fullfrjálsar og óháðar.
Konunum hefir verið bægt frá
mörgum starfssviðum og sum eru
enn ekki opin fyrir þeim, eins og t.
d. prestsþjónustan, sem þær hljóta
þó að vera sérstaklega vel fallnar
til.
Og skyldi einhver halda, að frjáls-
ræðið til að velja og hafna mundi
draga konuna frá köllun sinni, þá
er þar því að svara, að á því er eng-
in hætta. Konan hefir svo sterkt
móðureðli, að það lætur hún aldrei
falla í skuggann. Heimilið vanræk-
ir hún ekki, þótt hún verði frjáls,
því að virkilegt frelsi er aðeins það,
að konan megi starfa óhindruð að
þvi, sem eðli hennar og kærleikur
vísar henni til. Konan verður að
hafa jafnan aðgang að öllum störf-
um og karlar, svo velur hún sér það
starfsvið, sem henni sýnist, eg get
ekkert fyrirskipað um það, hún
ræður því.—En eg hygg að hún velji
sér góða hlutskifið, að halda á kær-
leiksljósinu og bera það um, hvar
sem lýsa þarf með því í myrkri lífs-
ins.
Hér sjáum við fylkingu kvenna,
félagsskap kvenna, sem ætíð verður
í því fólginn, að vera frumkvöðull
góðra verka, kærleikur konunnar
leitar jafnan upp það, sem sært er
og veikt og þarfnast hjálpar. —
Þessi félagsskapur ber lampa trúar,
fórnfýsi og líknsemi um í myrkrinu,
þar sem menn þjást og líða. Hann
ber smyrsl á sár þeirra, er hin græð-
andi hönd, sem hjálpar öllu því til
að rísa upp, sem er fótum troðið
eða svo hjálpar þurfi, að það mænir
á aðstoð.—Eins og særði hermaður-
inn horfði á Florence Nightingale
sér til bjargar, svo mun mannkynið
horfa á konuna séí til bjargar úr
þeirri neyð, sem hatur og rangindi
hafa leitt það í. Það er horft á
konpna ástaraugum af öllum þeim,
sem þrá yl og hlýju í þessum kalda
heimi.
Og vaxandi skilningur er á því,
að félagsskapur kvenna megni að
innleiða nýtt tímabil í lífssögu
mannkynsins — það timabil, þegar
mönnum alment skilst, að það er
ekki hægt að koma neinu góðu til
leiðar í heiminum, nema með þeim
mjúku tökum, sem nærgætinn kær-
leikur ræður yfir, og með þvi að
vinna aðeins með góðu, góðum
meðulum, orðum og verkum, því
einungis af góðu sæði sprettur gott.
Þegar spámaðurinn Jesaja er að
áfellast þjóð sína fyrir þær starfs-
aðferðir, sem hún hafi, segir hann:
“Þið eruð alt af að skipa og skipa,
hóta og hóta, skamma og skamma,
þessvegna ræðst skömmin á yður
eins og ljón.”
Þetta eru einmitt einkenni nútím-
ans.
Hér eiga konur að hafa aðra að-
ferðir: Laða og leiða, sýna hve
mikið gott má gera með því að varð-
veita eldinn á arni kærleikans og
taka hann á kyndla sína og verpa
Ijósi yfir það, sem í myrkrunum er
unnið. Munið, ef ljós yðar logar,
þá getur enginn unnið neitt í myrkr-
inu.. Sé nógu bjart af ljósi kær-
leiksríkra verka, þá hverfur það,
sem miður er.
Af þessu sést, hve feikna víðtækt
starf konunnar er, hér býr hún yfir
bestum hæfileikum. — Án þess að
niðra oss neitt, karlþjóðinni, verð
eg þó að segja, að við erum oft
fremur í ætt við vindinn, þegar kon-
an er eins og sólin. Mér kemur í
hug sagan uin það, þegar sólin og
vindurinn deildu um það, hvort
þeirra væri sterkara og megnaði
meira. Þau vildu fá ferðamann til
að fara úr kápunni. Vindurinn blés
af öllum mætti, en það varð aðeins
til þess, að maðurinn vafði kápunni
enn þá þéttara að sér. En svo tók
sólin að skína, og þá þoldi maðurinn
ekki mátið og fór úr kápunni. —
Hvort skyldi reynast betur hinn
pólitíski stormur, að skamma og
skamma eða að setja kærleikann i
öndvegið, svo að enginn þoli við,
vegna áhrifa hans, í hjúpi vonsku
sinnar.
í stað þess að benda kvenþjóðinni
á eitthvert ákveðið starf, vil eg
minna á eitt verkefni, sem jafnframt
felur í sér óll önnur vcrkefni, eða
öllu heldur er grundvöllur þeirra
allra. Starfið allsstaðar í anda vors-
ins og sólarinnar, sem vekur alt líf
nieð geislum sínum, starfið að öllu
því, sem vekur líf og unað af dvala,
gefið öllu, sem ,vöxt þarfnast, svo
mikla ást, að það geti teygt sig upp
úr skauti sínu, sem þið hafið vermt,
og upp i það lífsloft, sem þið hafið
líka vermt.
Eins og sólin er ljósmóðir vor-
gróðursins, eins skuluð þið vera ljós-
mæður alls þess, sem upp á að vaxa
í þennan heim og í þessum heimi.
Hvað eina, sem lifnar í þennan
heim, deyr, ef það nýtur ekki kær-
leika. Komið þangað, sem alt hið
kræklótta og visnaða lifir, og lærið
þar óletraða sögu þess, og gerið
ykkur í hugarlund, hvernig vöxtur-
inn hefði getað orðið, ef hann hefði
nærst við kærleiksvarma.
Þetta er líknarstarf, veglegasta
líknarstarf og æðsta hlutverk kon-
unnar.
Eg ætla nú að minna ykkur á
konu, sem ljóslegast sýnir, hvar
liggi æðsta tign hins kvenlega starfs,
hvort sem það er rækt í félagsskap
eða ekki. Þegar mannkynið glataði
æru sinni með framferði sínu við
Jesúm, þá voru það konurnar, sem
björguðu því, sem bjargað varð. En
einkum er það þó ein kona, sem
lyftir kynsystrum sínum í þá hæð,
sem þeim verður ekki hrundið úr.
Og það fór eins og Jesús sagði, að
meðan fagnaðarerindið er boðað,
verður uppi nafn þessarar konu,
líklega af því, að engin opinberar
sál konunnar sem hún. Þetta er
konan, sem kom með alabasturs-
buðkinn og smurði Jesúm.—Jesús
aafði með öllu lífi sínu hafið konuna
til vegs og skipað henni í æðra sæti
vegna kærleikans, hann gaf nú þess-
ari konu tækifæri til að sýna, hvaða
störf hann metur mest. Þennan dag
var margt starfað, sem nú er gleymt,
það eru rædd andleg áhugamál og
ræður haldnar í húsi Símonar lík-
þráa, en sagan hefir orpið alt slíkt
moldu, en dæmt þessu líknarverki
eilíft gildi og líf. — Á þessum degi
þykjast vinir Jesú gera gott verk og
atyrða konuna fyrir eyðslu smyrsl-
anna. Það er sami tónninn og enn
í dag, að konan skuli ekki vera að
föndra við opinber liknarverk. —
Konan með buðkinn situr í f jötrum
hinnar kvenlegu niðurlægingar, en
hjarta hennar logar af kærleika, þar
sem hún krýpur á bak við hina. En
kærleikur hennar sér hið rétta og
það er það, sem gefur sögu hennar
líf, hinir ganga í blindni.—Smurn-
ingin gefur það í skyn, að María sér
að Jesús verði liflátinn, og hún er
eina manneskjan, sem breytir eftir
innri sýn. Hún tekur buðkinn.
Hú er á réttri stöðu á réttri stund.
Hún er á þessari stundu einasti sanni
postulinn, sem Jesús á, af því að
hún leggur græðandi smyrsl á þann
líkama, sem rísa átti upp. Þetta bar
að gera á þessari stund.—Hér er
ævarandi minnismerki konunnar.
Hin göfugasta starfsemi verður
þetta, að taka þátt í kjörum annara
með kærleika og skilningi. Kærleik-
ur konunnar er trygging fyrir því,
að hún sér þörfina og starfar sam-
kvæmt því. — Maríukærleikurinn
mætir dýpstu þrá Jesú, af því að
þessi ást setur sig inn í líðan hans
og kvalir.
Kvenleg starfsemi fær blóma sinn
af því að hafa auga fyrir sálarþörf
annara. Hjálp stoðar aldrei, ef hún
mætir ekki sál þiggjandans. Hér
er kærleikurinn ljósið, sem lýsir inn
í sál þess, sem hjálparþurfi er. Það
er hægt að hjálpa svo, að ekki stoði.
Þessvegna verður hinum hjálpar-
þurfa ætíð nota best sú hjálp, sem
felst í því að skilja kjör hans í kær-
leika og breyta eftir því. Þótt hann
sé umkringdur vinum, sem ekki geta
snortið sál hans og létt af hinni innri
byrði, þá getur svo farið, að sagan
slétti yfir alla þeirra hjálp, ef hún
er ekki buðkur skilningsins.
En einmitt hér hefir kveneðlið
svo góða aðstöðu til að verða til
sannrar blessunar. Konueðlið get-
ur hæglega fundið hið insta og
dýpsta í sál liðandans, einmitt það,
sem hjálpin byggist á. Þá er bezta
hjálpin oft gott viðmót, alúð og
persónuleg þátttaka i kjörum þess
sem i hlut á.
Hér er nýtt sjónarinið að rækja
fyrir sérhvert félag kvenna. Konan
kemur betur auga á hið persónulega,
þar sem vér hinir lifum fremur i
hinu almenna. En þó er hið stærsta
við þessa konu eftir: Hún hlýddi
raust hjarta síns. Þótt ilmurinn,
sem fylti salinn væri indæll, þá var
hitt þó meira, að allur þessi ilmur
var aðeins tákn þess hiklausa kær-
leika, sem konan bar i brjósti sínu.
Það er þetta, sem gerir hana mikla.
Hún skeytir ekkert um hvað heim-
urinn segir, er hún eyðir þessu dýr-
mæta efni, hjartað vill það, það
verður að vinna þetta verk, og svo
er það gert. Þetta er eftirdæmi fyr-
ir konuna að halda ekki að sér hönd-
um, þótt það mæti misskilningi og
vanþakklæti að gera það sem hjart-
að býður.—Hér getur konan innleitt
nýtt siðgæði hjartans. Þegar kær-
leikurinn situr þar í öndvegi, þá
verða öll verk unnin af instu rót
þess, þá verður buðk hugarþelsins
góða helt yfir alla menn af sálarinn-
ar fulla krafti. Við hjartaræturnar
býr guðsbarnið, sem þráir samband
við aðrar sálir. Og það sem í hjart-
anu býr, brýst út af sálarþörf og
brýtur af sér allar takmarkanir og
tillit til vana og hefðar. Verk, sem
í slíkum anda er unnið, er meira en
verkið eintómt, sálin fylgir með.
Gjöfin verður meira en féð, verður
um fram alt hið besta, sem sálin á.
—Hér brýst fram- andlegt vor og
sólskin í tilverunni, hér getur konan
skapað ilm vináttu og sálartengsla
milli allra manna, þegar sál gefur
sig sál. Hér er hið guðdómlega í
tilverunni, hér geta allir orðið góðir.
Veglegasta verkefni konunnar er
þvi að efla alt, sem birtist óþvingað,
frjálst og innilegt, alt, sem kemur
beint frá hjartanu, en ekki frá dóm-
sýki, vanafestu, eða er háð þving-
uðu formi tízkuhefðar, hún þarf að
berjast gegn öllu, sem er gert af
utangarna ástæðum, en fagna öllu
því, sem er í einlægni gert, þótt nýtt
sé og komi flatt upp á menn.
Dæmi Mariu lýsir hátt yfir að-
stæðum vorum í dag og sýnir, eins
og dæmi þeirra kvenna, sem að
framan eru nefndar, að það er ein-
ungis sannur kærleikur, sem hefir
rutt nýjar brautir, konan hefir átt
hér frumkvæðið og mun enn eiga,
ef starfað er í þeim anda að varð-
veita og gefa helgan Vestueld starf-
samrar ástar. Hér sést að yfir öllu,
sem gert er smælingjunum til góðs,
gnæfir hátt þetta að gefa hjarta
sitt, ausa af lindum innri kosta til
annara og reyna að veita þeim inn i
líf þeirra. Þetta er hin persónulega
vinátta manns við mann, manndóm-
ur og mildi í umgengni, skilningur
af samúð og hringrás elsku um hóp
mannanna.
Það skal þá vera aðalsmerki kon-
unnar að hjálpa með hjartanu og
láta hjartað brjóta hvern þann buðk,
sem með þarf í því skyni.
Heimurinn mænir á konuna,
heimurinn, sem er þreyttur orðinn á
seim, sem alt af eru að koma fram
með svo margt og margt, sem á að
verða til góðs, en verður það ekki,
af því ekkert hjarta slær á bak við,
skilning á sálunum vantar.
Ný siðbót er nauðsynleg.
Við getum keypt skip, bygt hús
og mannvirki, bygt kirkjur og skóla,
við getum gefið út tugi blaða, jafn-
vel utn andleg mál, við getum hald-
ið ræður hundruðum saman, við get-
um sent trúboða um heim allan, við
getum gefið fátækum stórgjafir, við
getum bylt um þjóðfélaginu, við get-
um bygt barnaheimili og elliheimili,
spítala og betrunarhús —, alt er
þetta til einskis, ef ekki bylgjast um
þetta þungur straumur vináttu, kær-
leika og mannlegleika, ef umgengni
manna og samlíf byggist ekki á, eða
á rót sína að rekja til kærleiksríks
hjarta, sem mótar verkin. — Við
þurfum nýjan anda, þar sem við
hættum allri flokkun á mönnum á
mönnum eftir embættum og fatnaði,
þar sem viðteknar venjur, klíku-
skapur, metorð og völd verða að lúta
í lægra haldi fyrir hverri óvenjulegri
útrás hjartans. Vér megum ekki
amast við neinum smælingja, sem
brýst fram með buðkinn sinn. Vilji
konungurinn ekki heilsa kotungnum,
verður hann að vikja úr stóli.
Vér þurfum að reisa hásæti. Þar
á að sitja sá, sem mest á af þeim
kærleika, er hefir laðandi mátt til
þess að snerta og hræra annara
hjörtu.—Á annari brík hásætisins
sitji kona með ljós, hinni kona með
buðk.
Þér konur, byggið þetta hásæti,
berið það uin og látið alla sjá það,
lýsið með ljósi kærleikans, hellið úr
buðkinum á þá, sem líða og þarfn-
ast vaxtar. Þá vinnið þið ómetar,-
legt verk, þvi að sá, sem skilur og
elskar, á að vera herra heimsir.s,
Guð býr í sálinni, sá sem brýtur
buðk hjarta síns, gefur öðrum Guð
sjálfan. Þér gefið hið bezta, er þér
gefið hjartað, þá ljómar Guðs ást
og gæska frá ykkur út til annara.
Starfið á þessum grundvelli bróður-
kærleikans, sem er Guðs gjöf.
Gerið að ykkar orðum þessar lín-
ur, sem ein af systrum ykkar hefir
orkt:
“Víkjum aldrei fótmál frá
föstu marki, er stefnum á.
Óðal sé vors innra manns
andi bróðurkærleikans.”
____________ — Hlín..
Franski leiðangurinn
til Scoresbysund
Franska herskipið Pollux kom
hingað í fyrradag með vísinda-
menn þá, sem í vetur hafa verið
á rannsóknastöð Frakka í Scores-
bysund, en sá leiðangur var, sem
kunnugt er, gerður út, í sambandi
við Norðurhvelsrannsóknirnar.
'Alls voru þeir 15 á rannsókna-
stöð þessari. Foringi þeirra er
sjóliðsforingi Habert. Dou!guet
sjóliðsforingi annaðist rannsókn-
ir á loftskeytatruflunum, en Auz-
anneau annaðist veðurfræðin. Dr.
M. A. Dauvillier annaðist rann-
sóknir á norðurljósum og raf-
magni lofts, M. J. Rothe rannsak-
aði jarðgeisla og segulmagn, en
M. Tcherniakofsky rannsakaði
dýralíf.
Morgunblaðið hafði í gær tal af
foringja leiðangursins, Habert. —
Hann hefir komið hingað áðúr.
Hann lét heldur illa yfir veðrátt-
unni þar norður frá í vetur, og
einkum þótti honum all storma-
samt. í 20 daga í janúar mældu
þeir 20 metra vindhraða, og þar
yfir, en hæsti vindhraði sem þeir
mældu var 37 metrar á sek. Mesta
frost var 38° á Celsius.
Hlákubloti kom aðeins tvisvar
í vetur,, þangað til apríl. Þá hlán-
aði fyrir alvöru.
Loftskeytasamband höfðu þeir
með eigin stöð sinni í allan vet-
ur.
Nú eru um 120 Eskimóar í
Scoresbysund og þar í nágrenninu.
Á sleðum fóru þeir til móts við
dr. Lauge Koch, er hann kom þar
inn í fjörðinn í sumar.—Mbl., 20.
ágúst.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man..................... B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...................B- S. Thorvardson
Árborg, Man.................................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.............................. G. Sölvason
Baldur, Man......................................O. Anderson
Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...........................Thorgeir Símonarson
Belmont, Man..........................O. Anderson
Blaine, Wash...............................Thorgeir Símonarson
Bredenbury, Sask..................................S. Loptson
Brown, Man...................-..........J. S. Gillis
Cavalier, N. Daksta..............B. S- Thorvardson
Churchbridge, Sask...............................S. Loptson
Cypress River, Man....................O. Anderson
Dafoe, Sask ..........................J. Stefánsson
Edinburg, N. Dakota.............Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask................Goodmundson, Mrs. J. Hi
Garðar, N. Dakota.................Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask............................ C. Paulson
Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man....................F. S. Fredrickson
Hallson, N. Dakota.......................J. J. Myres
Hecla, Man......................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.......................John Norman
Hnausa, Man..................................... G. Sölvason
Hóve, Man...........................A. J. Skagfeld
Húsavík, Man............................ G. Sölvason
Ivanhoe, Minn.............................B, Jones
Kandahar, Sask.......................J. Stefánsson
Langruth, Man...... ..............John Valdimarson
Leslie, Sask...........................Jón ólafson
Lundar, Man............................S. Einarson
Markerville, Alta.....................O. Sigurdson
Minneota, Minn.............................B. Jones
Mountain, N. Dakota.....................J. J. Myres
Mozart, Sask....................................Jens Eliason
Narrows, Man........................Kr. Pjetursson
Oak Point, Man.......................A. J. Skagfeld
Oakview, Man.........................Búi Thorlacius
Otto, Man........................................S. Einarson
Pembina, N. Dakota....................G. V. Leifur
Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta........................O. Sigurdson
Reykjavík, Man.......................Árni Paulson
Riverton, Man..........................G. Sölvason
Seattle, Wash..........................J. J. Middal
Selkirk, Man.............................G. Nordal
Siglunes, Man........................Kr. Pjetursson
Silver Bay, Man......................Biúi Thorlacius
Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson
Swan River, Man.........................A. J. Vopni
Tantallon, Sask.................... J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð
Vancouver, B.C......................Mrs. A. Hárvey
Víðir, Man.......................Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man.^...................Guðmundur Jónsson
Westbourne, Man.................................Jón Valdimarsson
Winnipeg Beach, Man..................G. Sölvason
Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask................................Gunnar Johannsson