Lögberg - 14.09.1933, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1933
Bls. 3
>>0»c00<0»00000000000000000000000»0000ð00<e000000»»fr03»00000000»g>0000»0000»00000^l
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Frú Jörgensen
Frú Jörgensen gamla í Sámseyjargötu
3 sat í ruggustól vi'ð ofninn í stofunni sinni.
Hver, sem inn kom, lilaut að taka eftir því,
að hún sat ekki eins og á að sitja í ruggustól
—breitt og makindalega með laundrjúgan
únægjuglampa í augunum. Frú Jörgensen
var holdgrönn og beygjuleg að náttúrufari,
og hún hafði vanist við að láta fara sem minst
fvrir sér. Hún ruggaði sér ekki vitund og
sat tæpt eins og gestur, sem veit ekki, hvort
hann er velkominn.
Útidyrahurðin opnaðist og skeltist harka-
lega aftur. Frú Jörgensen hrökk saman. Al-
veg óafvitandi hélt hún niðri í sér andanum
og hlustaði drykklanga stund. Æ, hvað henni
brá. Skelfing þoldi hún illa þessa hurða-
skelli. Þeir gátu einhvem veginn sett hana
í samband við alt það versta, sem fyrir liana
hafði komið. Eftir nokkur augnablik varp-
nði hún öndinni léttilegar. Hún þurfti svo
sem ekki að vera óróleg núna, þegar hún var
orðin ein út af fyrir sig. Hún þurfti ekki
lengur að horfa upp á grát og harmatölur yfir
þreytandi striti, ástarsorgum eða einhverri
dularfullri hættu. Enginn henti bollum eða
sparkaði í húsgögnin, þó maturinn væri ekki
upp á það'fullkomnasta hjá henni. Hugur
hennar flögraði snöggvast til hæða í þakkar-
gjörð. Nú vora einnig þessir síðustu erfið-
leikar lijáliðnir. Dó'ttirin var gift.
Frú Jörgensen leit á klukkuna og tók inn
dropana sína„ þessa sem fróuðu allra, allra
bezt. Síðan settist liún aftur. Hún laut fram
og néri magrar, óstykrar hendur sínar í glóð-
arylnum frá ofninum. Bjarmi féll á andlit
hennar, hlýr og styrkjandi. Hún horfði í elds-
glæðurnar, sá þær sindra og hoppa. Hún
fylgdi þeim eftir og smám saman fékk tillit
hennar keim af hraða þeirra og léttleik. Not-
alegur innileiki fylti hug hennar og flutti
hann óraveg. Rökkrið seig að.
-----Augtun.--------Hvernig litf Það
mundi hún ógerla. En undursamleg hafði
henni þótt milda, ásökunarlausa alvaran, er
hvíldi yfir þeim. Eitt sinn, þegar hún leit í
þau, þokaðist alvörugefnin burt og þau ljóm-
uðu af takmarkalausum fögnuði og einhverju,
sem var öðruvísi en alt, sem hún þekti áður.
Hún var 17 ára. Þann vetur var létt að slá
vefinn. Hann hló ekki að því sama og hinir
vinnumennirnir. í frístundum sínum spilaði
hann á fiðlu. En mamma hennar sagði, að
það væri auðnuleysislegt þetta fíólínspil. Það
var ekkert við því að segja. Eln hún mundi
alt af hvar hún faldi sig daginn sem hann
fór.
Hún var óttalegur klaufi, þegar hún var
lítil. Hún var allsstaðar fyrir og henni var
svo hætt við að missa og brjóta það, sem hún
hafði Iiönd á. Eins og hún var hrædd við að
brjóta. Geigurinn, sem henni stóð af stóru
postulínsskálinni, var víst ekkert smáræði,
því hann fylgdi henni enn. Reyndar var þessi
ættargripur aldrei tekinn fram, alt af vand-
lega lokaður inni í skáp, en þó var lnin þess
fullviss, að hún yrði á einhvern óskiljanlegan
hátt til þess að brjóta hana. Og mamma henn-
ar þá. Það er vont að vera hræddur víð hana
mömmu sína.
Einn dag, hún var þá um tvítugt, kom
mamma hennar til liennar, þýðari 0g fasminni
en að venju. Drjúgt bros lá í augnakrókun-
um. Ríkur ekkjumaður hafði beðið hana um
dótturina.
Ungri stúlku getur verið undursamlegur
stvrkur að bónorði, einkum ef hún er lítilsigld
og óframfærin. Hún varð djarfari og hug-
rakkari en áður. Hún fann sjálf, að hreyfing-
ar hennar breyttust. Gráa, horaða andlitið
litkaðist við þá tilhugsun, að eiga að ríkja og
ráða á stóru, forríku heimili. Aðeins segja
fyrir eins og mamma hennar og sjá það fram-
kvæmt. Alt yrði hennar. Línið í skápunum,
glitofnar voðir og saumaðar sessur. í þeirri
stöðu væri auðvelt að láta til sín taka. Eitt-
livað annað en þar heima. Stöku sinnum lagði
hún þessa glæsilegu valdadrauma á hilluna,
og hugsanir hennar beindust að einkalífi
þeirra, í forvitni og eftirværiting. En hún
flýtti sér að grípa fram í fyrir þeim. Hún
fann, að þær voru óviðeigandi, of óróar og
barnalegar. Hann stóð á fimtugu.
Veizlan var mannmörg og hræðilega löng.
Þar sá hún fyrst stjúpsyni sína, þrjá upp-
komna menn, dökka yfirlitum 0g ónotalega
kraftalega. Þeir vöruðust að líta á hana, en
gerðu sér far um að tala við þá, sem næst
henni sátu. Konurnar mældu hana frá hvirfli
til ilja, og hún var ekki viss um, hvað lá í
augnaráðinu, þegar þær litu af henni. Henni
leið samt ekki svo illa. Þegar hún virti fyrir
sér brúðgumann, þá fann hún, að hún var
sjálf ung og fín. Og hún sótti í sig veðrið
með því að horfa á hina traustlegu húsmuni
og glampandi jborðbúnaðinn. Tjl alls átti
hún fyrsta rétt.
Að lokum varð hún ein. Með feimnis-
kendri vellíðan opnaði hún hjónahúsið. Hún
litaðist um og steig eitt skref. Um leið stað-
næmdist hún. Hún vissi ekki, hve lengi hún
stóð eins og negld í sömu sporum, en þegar
hún rankaði við sér aftur, var al't öryggi
hennar og sjálfstraust rokið burt og hún var
orðin eins og hún átti að sér, lítil, kjarklaus
og klaufaleg. Yfir hjónarúminu hékk stækk-
uð mynd af konu. Stór opin augu hennar
störðu á hana. Henni sýndist andlitið taka
svipbreytingnm, fyllast spyrjandi ásökun og
hörku. Þetta var hún—fyrri konan. Hún
hafði saumað sessurnar og ofið voðirnar. Alt
var hennar. Utan um hana liafði heimilið
verið bygt. Ungu brúðinni fanst liún vera að
ræna og rugla í annara helgidómi. Niðurlút
og speypt tíndi hún af sér yztu spjarirnar og
lagðist fram við stokk. Hún lokaði augunum
og gætti þess að hreifa hvorki legg né lið, því
það marraði svo ónotalega í þessu gamla
rúmi. Litlu seinna kom maðurinn. Drottinn
minn! Þvílík hræðsla og blygðun.
Frú Jörgensen rétti sig upp í sætinu og
strauk hendinni yfir augun, eins og hún vildi
ekki sjá meira. Nei, hún kærði sig ekki um
að rekja þetta lengra. Liðið var liðið, guði sé
lof. Alt hafði líka gengið stórslysalaust.
Revndar fann hún að húsmóðumafnið fór
stundum eins 0g ofstór flík og það kom aldrei
fyrir hana, þetta, sem fylgdi henni móður
hennar, þegar hún sagði fyrir verkum—höf-
uðburðurinn sérkennilegi og myndugleikinn
um mjaðmirnar. En hún vandist myndinni
yfir lijónarúminu og stjúpsynimir lögðu ekki
til hennar. Maðurinn hennar, hann Pétur
sálugi, var eiginlega aldrei vondur við liana,
þó hann væri ofstopi, svo að í rauninni hefði
hún ekki þurft að vera eins óskaplega lirædd
við hann eins og hún var. Yfirleitt var sam-
búðin orðin nokkuð góð, en þá þurfti dauða
lians að bera að og það á þenna sviplega hátt.
Hann fór að reyna nýja hesta fyrir vagninum,
en fataðist stjórnin, liestarnir tryltust og
vagninum hvolfdi. Hún átti bágt með að sætta
sig við það, að dauðinn skyldi einmitt þurfa
að koma til hennar svo óvæginn og hryllileg-
ur.— Hignirnar voru seldar og liún fluttist
með dótturina til Kaupmannahafnar. En var
ekki eins og stundum fylgdi henni einhver
klaufaleg óhepni! Hún lagði alla peningana
sína, hvern einasta eyri, inn í Landmands-
bankann. Nákvæmlega ári síðar hrundi bank-
inn. Hún sá ekki f jarska mikið eftir pening-
unum, því hún hafði alt af haft svo ótrúlega
lítið af þeim að segja. Það var ekki svo mik-
ið, að hún kæmist nokkura tíma upp á það að
eiga falleg föt.----Eftir það leigði liún út
af íbúðinni sinni og seldi fæði. Hún hefði
unað hag sínum nokkuð vel, ef — það var
reyndar ekkert á það að minnast, nú virtist
dóttirin hamingjusöm. Henni leizt líka vel á
tengdasoninn. Hann var stór og karlmann-
legur. Þó þótti henni vænt um liann eins og
eitthvað, sem var lítið og munaðarlaust.
Frú Jörgensen gamla hafði legið alveg
rúmföst í nokkra daga. Stingirnir í bakinu
voru nú orðnir að fasta-þrautum og sviminn
yfir höfðinu yfirgaf Qiana aldrei. Hvin var
ekki í neinum vafa um, að hún ættiekki langt
eftir. Það miðaði hún samt ekki aðallega við
lieilsuna, lieldur við hana dóttur sína, liún
sýndi henni svo mikla umhyggju og nærgætni
í seinni tíð.
Það var að morgunlagi. Frú Jörgensen
var ein inni. Hún var nýþvegin og greidd og
leið heldur vel eftir hætti. Hún lá þráðbein
í rúminu, það þoldi hún bezt, og liendur henn-
ar voru krosslagðar ofan á sænginni. Þannig
hafði hún legið lengi grafkyr með hálfluktum
augum. Alt í einu tók hún sjálf eftir því, hvað
hún lá þama í dauðalegum stellingum. Það
var rétt eins og dauðinn væri þegar kominn og
hún biði einungis þess, að hann setti innsigli
sitt á hana. Hroll setti að henni. Hún dró
í ofboði að sér fæturna. Guði sé lof, þeir voru
vel heitir. Frú Jörgensen hagræddi sér aftur,
eftir því sem veikir kraftar hennar leyfðu, og
sefaðist að fullu. ,Onei, sei sei nei, liún liafði
eklá verið miklu lasnari þessa dagana en
stundum áður. Sennilega kæmist hún á fæt-
ur núna fyr en seinna, en að þessu eina hlaut
þó að reka. 1 hæfilegri f jarlægð var dauðinn
ljúfur og yndislegur. Hugur hennar fyltist
innileik og bljúgri hrifning. Ferðalagið dá-
samlega átti hún fyrir höndum. Andi hennar
risi upp úr erfiðleikum hversdagslífsins,
frjáls og óháð gengi hún inn í fögnuðinn og
dýrðina. Frú Jörgensen lék sér að tilhugsun-
inni eins og barn að nýfengnu gulli. Hún
spenti greipar og tók að hafa yfir í liálfum
hljóðum stef úr gömlum bænum. Annars fann
hún, að liún var óvenju minnislítil núna, en
hún fór þá aftur og aftur með það sama. Hún
hrökk upp við það, að stúlkan, sem hún fékk,
þegar hún lagðist, fór að taka til hjá henni.
Frú Jörgensen dæsti í hljóði. Það átti ekki
af henni að ganga. Þessi stúlka fylti hana
alt af óróleik og hræðslu, ekki af því að hún
væri vond, nei. Það var ekki það með liana,
en liún var svo óttalega dugleg. Þvílík ham-
hleypa, þó hún gerði ekki nema að draga til
stól . Frú Jörgtensen fanst að návist hennar
gera sig rýrari og lítilfjörlegri lieldur en
hún í rauninni var. Það var óheppilegt eins
og á stóð. Þreyta og klökk angursemi hvarfl-
aði að frú Jörgensen. Ójá, hún mætti missa
sig úr þessum heimi, eins og hún var orðin,
ónýt til alls. Henni var algerlega ofaukið á
þessari jörð. Dóttur hennar liði eins vel, ef
ekki betur, þó sín misti við, og vinirair, þeir
voru teljandi. Það yrði lieldur ekki sérlega
mikið um að vera, þegar liún færi. Dauðinn
var þó ekki hversdagslegur. 1 eðli sínu var
hann hrífandi atburður, þar sem hinn deyj-
andi var miðdepillinn og sópaði að sér allri
athygli. Hennar dauði yrði næsta sviplítill.
Fátækleg og einmana legði hún upp í síðasta
ferðalagið.
Frú Jörgensen þyngdi, þegar á daginn
leið, og drunginn yfir höfðinu óx. Hún var að
smádotta, en hrökk jafnharðan upp aftur og
gat engrar værðar notið. Hugsunin um dauð-
ann lá alt af öðru hvoru í huga hennar. 1
einu mókinu settist að henni nýr kvíði. Hún
hafði fundið vott fyrir honum einhvern tíma
fyr á æfinni, en hann hvarf þá undir eins aft-
ur. Nú kom hann, sár og stingandi. Þeir
hlytu að vera öruggir og hamingjusamir, sem
ættu einhvern góðan vin hinum megin, sem
beinlínis biði eftir þeim. Það væri undur
auðvelt fyrir þá að átta sig á hlutunum. En
því var ekki þannig farið með Imna. Öðru
nær. Hún þekti ekki neinn, sem vildi eða
gæti beðið eftir henni þar, og hún sem var
svo óframfærin og klaufaleg. Pabbi hennar
dó, þegar hún var ung. Hún hefði gjarnan
kosið að vera með honum, en mamma licnnar
væri víst, þrátt fyrir ýmislegt, búin að taka
hann til sín, og með henni langaði liana lireint
ekkert að vera. Og maðurinn hennar, ekki
var að sökum að spyrja með hann. Allir voru
uppteknir.
Frú Jörgensen reyndi að bvlta sér
til í rúminu. Svita sló út um hana. Hún
var brennandi heit og þur í kverkunum. Hiin
ætlaði að þiðja um að drekka, en gat þá ekki
| komið því fyrir sig, hvað það var, sem hana
vantaði, eða hvernig hún átti að biðja uu
það.
-----Hún var á gangi úti í undurfa.llcg-
um trjágöngum. Prúðbúið fólk streymdi þar
fram og aftur, glatt og hiklaust. ógn var
kápan hennar orðin trosnuð og snjáð á bönn-
unum. Það var reyndar engin furða eftir
ellefu ár. Aldrei hafði heldur hatturinn
hennar verið svona afleitur. Reyndar liafði
hann altaf verið of stór, síðan hún misti hár-
ið, en nú gleypti hann hana alveg. Verst var,
að liún vissi ekkert, hvert hún var að fara
Alt í einu heyrir hún rödd, sem hún kannast
vel við. Hún sér manninn sinn, hann Pétur
koma á móti sér.—En hann er þá ekki einn.
Há, fönguleg kona styðst við arm hans. Pétur
er í sínu bezta skapi, eins og hann hefði verið
að kaupa góðan hest. Þau tala mikið og hlæja.
t þessu kemur Pétur auga á hana og kallar:
“Nei, þú ert þá komin, Stína.” Og hún finn-
ur að fyrri konan lítur á hana, en hún veit ekki
hvað felst í augnaráðinu, því hún vogar ekki
að Hta upp. Löng, vandræðaleg þögn. Pétur
ræskir sig tvisvar, liann veit auðsjáanlega
ekki, hvað hann á að segja. Hún veit ekkert,
hvað hún á af sér að gera og ætlar að flýja
burt frá þeim, en þá verða fætur hennar fast-
ir við jörðina, og liún getur ekkei-t nema
hljóðað, hljóðað.
Dóttir hennar kom til hennar, hagræddi
henni og gaf henni að drekka. Frú Jörgensen
kemur til sjálfrar sín. Þáð er gott að geta
tala við einhvern. Hún tekur að spyrja
dóttur sína um hitt og þetta. Hveraig veðrið
(Framh. á bls. 6)
p p^ ; -J ^ ;~7 , , , y 1 1 1 j' ' pppf
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham ogr Kennedy 8t». Phone 21 8S4 — Offlce tlmar 2-8 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba CARLT0N ELECTRIC PHONE 80 753 641 SARGENT Raf-aBgerðir af öllum tegundum, ásamt virlagningu. Raf-stór yðar “disconnected” ÓKEYPIS. Alt Verk Ábyrgst H. A. BERGMAN, K.C. talenakur XögfrceOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 048
DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE 26 546 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON IslenakU lögfrœOingar 326 MAIN ST. (4 öðru gólfl) Talsiml 97 621 Hafa elnnlg skrifstofur að Lundar og Gimll og er þar að hitta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuOL
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldr Cor. Oraham og Kennedy 8ts. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Helmlli: 5 ST. JAMES PLACB Winnlpegr, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson TannUeknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Siml 22 296 HeimilU 46 054 J. T. THORSON, K.C. lalenekur lögfrœOingur »01 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Kr aO hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVH. Talaimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON hlenakur TannUeknitr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Slml 96 210 Helmllis 88 888 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). ítlenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Helmasiml 71 758
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8U. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrlfstofu taislmi: 86 607 Heimilis talsiml 501 562 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. ZiögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City HaU Phone 97 024
DR. A. BLONDAL A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. E. G. Baldwinson, LL.B.
602 Medical ArU Buildlng
Stundar sérataklega kvenna og Annast um fasteignir manna. ltlenakur lögfrœOingur
bama sjúkdóma. Er aO hitta Tekur að sér að ávaxta sparlfé
frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. fólks. Selur eldsábyrgð og bif- Resldence Phone 24 206
Office Phone 22 296 reiða ábyrgðlr. Skrlflegum fyrlr-
Heimili: 806 VICTOR 8T. spurnum svarað samstundis. 729 SHERBROOKE ST.
Slmi 28 180 Skrifst.s. 96 757—Helmaa. 38 838
Dr. S. J. Johannesson C. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
líu ddkeknir 601 PARIS BLDG., WINNIPBG
ViCtalstlmi 3—6 e. h. 41 FURBY 8TREET Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
Phone 86 187 vega peningalán og elds&byrgO sf
532 8HERBURN 8T,—81mi 10 8T7 ÖUu tagl.
Simið og semjlð um — mtsletims I hone 94 381