Lögberg - 14.09.1933, Qupperneq 4
BIs. 4
LÖGBEKiG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1933
ILögbetrg
OeflíS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PREBB LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáakrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um áriO—Borgist fyrirfram
fbe "Lögberg" is printed and published by The Columbia
Fretn, Lámited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONEB 86 327—86 328
Við skaut jarðar
Svo má að orði kveða, að tré og jurtir
standi í jafn nánu sambandi við tilveru mann-
anna og sólskin, loft og vatn. Án sólarljóss-
ins og trjánna eða jurtanna, gæti ekki verið
um neinar fæðutegundir að ræða,
Fyr á tíð voru flestar, ef ekki allar lífs-
nauðsynjar, framleiddar við skaut jarðar á
hverju býli um sig, eða að minsta kosti þær
tegundirnar, er mest valt á, svo sem föt og
fæði; þá bjó í raun og veru hver að sínu, undi
við sinn eigin berjarunn og sitt eigið fíkju-
tré, eins og komist var að orði til forna.
Svo ekki sé lengra leitað, en til daga
Bandaríkja skáldsins Whittier’s, þá má benda
á að hann framleiddi á bújörð sinni í Massa-
chu-setts að heita mátti alt er hann þurfti við
til lífsviðurhalds, og skifti varla á vöru nema
þá ltilræði fyrir saltfisk til vetrarins, að því
er sagan segir frá. Samband þessa mæta
manns við skaut jarðar var svo innilegt og
svo náið, að þar var sæluna mestu ávalt áð
finna.
Eins og nú hagar til, að minsta kosti all-
víða, er helzt svo að sjá, sem margt fólk sæk-
ist eftir því flestu öðru fremur, að leita sér
atvinnu og lifibrauðs sem allra fjarst skauti
jarðar eða móðurmoldinni sjálfri. 1 sumum
tilfellum hefir þfetta geng*ið svo langt, aið
lágt launað og öðrum háð skrifstofufólk, hef-
ir litið niður á þá, sem erjað hafa jörðina og
gert hana sér undirgefna. Bn þegar í harð-
bakkana slær, og svo sverfur að bæjarlýðnum,
að hann fær ekki lengur greitt fyrir óumflýj-
anlegustu lífsnauðsynjar, hvarflar hugurinn
þó stundum til þeirra, er óháðir, heilsusterkir
og hugglaðir neyta síns brauðs í sveita síns
andlitis við skaut jarðar, jafnvel þó veður-
teknir sé og fötin í grófara lagi.
Fornsagan, getur þess, að hálfri tíundu
öld fyrir Krists burð, hafi fsradsmenn lifað
frjálsu og óháðu lífi hver um sig við eigin
berjarunn, eigið fíkjutré og unað glaðir við
sitt. Vafalaust hefir þar oft og einatt verið
þröngt í búi; tækin til framleiðslu og sjálfs-
bjargar voru vitanlega margfalt ófullkomn-
ari, en þau eru nú. Drepsóttir surfu að, og
fátt um varnarráðstafanir. Þó var sjálfbjarg-
ar hugsjónin runnin kynstofni þessum svo
djúpt í merg merg og bein, að hún skipaði á-
valt öndvegi. Að eiga sjálfur sitt eigið skýli,
sinn eigin berjarunn, sitt eigi fíkjutré, var
fyrst og síðast markið, sem stefnt var að.
Eitthvað tvö hundruð árum eftir sællíf-
i-stíma Salomons konungs, lét spámaður nokk-
ur þannig um mælt, að svo myndi mannkynið
alvarlega reka sig á eftir langvarandi tímabil
munaðar og hóglífis, að það mvndi mæna aug-
um til moldarinnar og falla henni til fóta með
von um björg og brauð; þá yrði gildi vinn-
unnar ekki metið eftir fataburði einum. Og
nú er það að koma á daginn, tuttugu og níu
öldum eftir daga Salomons, að mörgum kinn-
fiskasognum borgarbúanum rennur kalt vatn
á milli skinns og hörunds, er hann hugsar
til sveitalífsins, sólskinsins, lindanna lífrænu,
kúamjólkurinnar og glænýrra eggja. Jafnvel
endurminningin um hanagalið særir fram
hjá honum bitra ásökun á ótrúmenskuna við
móðurmoldina og misskilda lífsköllun.
f hinum norðlægu löndum, þar sem sum-
ur eru stutt og gróðrartíminn skammur, er að
sjálfsögðu óumflýjanlegt, að hendur séu látn-
ar standa fram úr ermum; vetrarríki er þar
mikið, og nauðsynlegs forða handa mönnum
og málleysingjum verður óhjákvæmilega að
afla á tiltölulega skömmum tíma; en einmitt
þar sem svo hagar til, er helzt svo að sjá, sem
jafnvægið milli manns og moldar njóti sín
bezt.
Á hinum fyrri öldum, stóð mannkynið í
langtum nánara sambandi við móðurmoldina,
en nú á sér stað; náttúran sjálf, ljósmóðir
lífsins, miðlaði börnum sínum unaði einfaldra
æfikjara. Nú klappa á hinn bóginn margir
lofi í lófa, hafi þeir í fórum sínum nokkra
skildinga í stað korns eða kjöts til þess að
kaupa hitt og annað glingur fyrir. En þegar
hart er í ári og pyngjan tæmist, liggur ekki
annað fyrir en stuðningur af hálfu þess opin-
bera, eða sveitin, eins og það var kallað á
Fróni.
Entíþá býður móðurmoldin þeim opinn
faðminn, er afvega hafa leiðst í öfugstreymi
og athafnaleysi borganna, og enn þá er dauf-
heyrst við röddum hennar, einu röddunum,
er leitt geta til ljóss og lífs.
Bandaríkja forsetinn sögufrægi, George
Washington, nam sín fegurstu fræði við skaut
jarðar. Þegar lionum slapp verk úr hendi
frá umsvifum stjórnmálanna, annaðist hann
búsýslu á tilraunabýli, laugaði sál sína í sól-
skini og hlúði að nýgræðingnum.
Það er mælt, að margt megi af krepp-
unni læra; en lærist mönnum ekki aukin virð-
ing fyrir guðsgrænni náttúrunni og unaði hins
heilbrigða sveitalífs, verður lærdómurinn
vafalaust miklu fremur neikvæður en hitt.
Þytur skógarlimsins boðar sérhverjum
þeim, er opna vill eyru sín, lífræn guðspjalla-
mál. Við skaut jarðar í órjúfanlegu samræmi
bjarkar og blaðs, nýtur maðurinn, herra jarð-
arinnar, að fylstu sín sjálfs.
Góð smásögusöfn
Axel Thorsteinson: I leikslok. Smá-
sögur frá Canada, Bretlandi, Frakk-
landi, Belgíu, og Þýskalandi 1918—
1919. Önnur útgáfa aukin. Reykja-
vík, 1932. 156 bls. Verð 4 krónur í
kápu.
Axel Thorsteinsson: Heim er haust-
ar og nokkrar smásögur aðrar.
Keykjavík, 133, 96 bls. Verð 3 krónur
í kápu.
Fyrsta útgáfa í leikslok, sem út kom
1928, hlaut ágæta dóma og hefir auðsjáanlega
átt maklegum vinsældum að fagna, þar sem
önnur útgáfa er nýkomin á markaðinn. Hún
er mun stærri en hin fyrri; fjórum sögum og
viðauka hefir verið bætt við, en hvorutveggja
hafa áður prentuð verið í blöðum eða tíma-
ritum. Þessi útgáfa hefir það einnig fram
yfir þá fyrstu, að henni fylgja gagnorðar
skýringar, sem gera leseandanum hægra um
vik, að glöggva sig á ýmsu í frásögninni.
Á sínum tíma ritaði eg um fyrstu iitgáfu
sögusafns þessa hér í blaðinu, og tel eg þarf-
leysu að enudrtaka þau ummæli mín. Stutt-
lega skal þó vikið að nýju sögunum í safninu.
Þær sóma sér vel á bekk með eldri systrum
sínum. Hér er sama yfirlætisleysið í frá-
sögn, lipurð og hreinleiki í máli, skilningur
og samúð í mannlýsingnim. Höfundur þess-
ara smásagna samræmir vel efni og búning;
hann sneyðir hjá sterkum litum, sem auð-
veldlega geta orðið afskræmislegir, og hjá
stórum orðum, sem löngum reynast tvíeggj-
að sverð. Hann veit, að það er ekki áhrifa-
minsta frásagnaraðferðin, að láta atburðina
sjálfa tala.
“Fegurst undir sólunni” er hugðnæm
saga og prýðisvel samin. Lesandinn fyllist
samúð með Harra, þöglum en tilfinningarík-
um skógbúanum, sem ástavonbrigðin ráku út á
vígvöllinn, náttúrubarninu, sem “var eins og
frumskógstré, rifið upp með rótum” í her-
mannagrúanum og múgmenningu stórborg-
anna.
“Minning frá Fosse” er örstutt frásögn,
augnabliksmynd, sem brugðið er upp fyrir
augum lesandans, en hér er undiralda djúpr-
ar alvöru. Auðu húsin og óplægðu akramir,
sem lýst er í þessari íburðarlausu frásögu,
eiga öll sína sorgarsögu. Þau flytja mönnum
boðskap hinna látnu, þeirra, sem á einn éða
annan hátt urðu fónarlömb styrjaldarinnar.
Með höfundinum verður manni ósjálfrátt að
spyrja: Hefir nýja kynslóðin öðlast mátt og
þroska til þess að læra af boðskap hinna
látnu, boðskapnum, sem fólst í sögu óplægðra
akra og auðra húsa?
“ Minnisstæðasta stundin” er þó einhver
allra innilegasta og áhrifamesta saga safns-
ins; jafnframt koma hér hvað beinast. og á-
kveðnast fram skoðanir höfundarins á útrým-
ing styrjalda. Hann lýsir hér þeim atburði
þegar honum, kveldstund, eina, gafst fyrsta
sinni “tækifæri til þess að kynnast hugsana-
lífi og lífsskoðun óvinahermannsins. ” En
samhliða því lærðist honum annað meira og
lýsir hann þannig þeirri reynslu sinni:
“Mér varð þá ljóst að hatrið er yfirborðs
tilfinning,—að máttur bræðraþelsins er lang-
samlega meiri, þótt enn skorti það á, að hann
fái notið sín, og að framtíðarfarsæld þjóð-
anna byggist á gagnkvæmum skilningi megin-
þorra þeirra þjóða, sem borist höfðu á bana-
spjótum. Augu mín opnuðust þá fyrir þeim
sannleika, að undirstaða þess skilnings er
kærleikur—og um fram alt, að sá kærleikur
lifir og hrærist í sálum f jöldans. Spurning-
in eina er, hvort hann nokkru sinni verði öfl-
ugur til þess, að það góðverk vinnist, sem
mest er um vert allra, að taka ráðin af hern-
aðarleiðtogum þjóðanna, sem auðvaldið hefir
tamið, til þess að villa hávaða þjóðanna sýn,
og hvort hann fær jafnvel snúið þeim til fylgis
við þann góða málstaðinn: Afnámi allra
styrjalda.”
í viðbætinum (bls. 134-143) eru
tvö bréf, sem höfundur skrifaði til
vestur-íslenzku blaÖanna í desember
1918; þau eru f jörlega ritu'Ö og eiga
vel heima í þessu safni.
Þessar stríðssögur höfundar eru
að vísu eigi stórfeldur skáldskapur.
en vegna frásagnarlistar þeirra, sem
þegar hefir lýst verið, og vegna
fróðleiksgildis þeirra eru þær gróði
íslenzkum núfíðarbókmentum; og
aö þessu leyti sérstæðar, að þær eru
einu sögur um heimsstyrjöldina,
frumsamdar á vorri tungu af sjón-
ar- og heyrnarvotti.
Safnið heim er haustar og nokkr-
ar smásögur aðrar er að efni til frá-
brugðið í leikslok; höfundurinn lýs-
ir hér eigi atvikum frá hermensku
árum sínum. í þessum sögum hans
segir frá mönnum og konum, sem
orðið hafa á vegi hans “austan hafs
og vestan” og örlögum þeirra. Er
hér fremur um að ræða mannlýsing-
ar en atburðalýsingar, þó hvoru-
tveggja sá saman fléttað; en allar
bera sögurnar þess mörg merki, að
þær eru gripnar út úr lífinu sjálfu,
reynsla höfundar færð í skáldlegan
búning.
Athygli lesanda þessara smásagna
dregst fljótlega að því, hve höfund-
inum er tamt að lýsa einyrkjum, eða
öðrum þeim, sem eiga við örðug
kjör að búa, og atvikin hafa leikið
grátt. Og ávalt segir hann sögu
olnbogabarna þjóðfélagsins með
næmum skilningi og ríkri samúð.
Annars má segja, að sögur þessar
hafi sömu stílseinkenni og stríðs-
sögur höfundar; engu fremur hér
heldur en þar lætur hann ginnast
út á hálan is tilgerðar og öfga í rit-
hætti.
“Heim, er haustar” er lengst, og
eflaust að margra dómi, skemtileg-
asta saga safnsins, enda er hún vel
sögð. Veigameiri þykja mér samt
“Örlög einyrkjans” og “Fólkið á
Læk,” sem eg tel bestu sögurnar í
bókinni; höfuðpersónur þeirra
verða manni minnisstæðar; þær eru
klæddar holdi og blóð, íslenzkar í
húð og hár; þeir, sem alið hafa ald-
ur sinn í' sveitum á íslandi, hafa
ikynst svipuðu fólki, þó því kunni
nú að fara fækkandi.—“Gyðings-
lund” er einkar geðþekk og glögg
smámynd.
Bæði eru sögusöfn þessi vönduð
að frágangi, einkum 1 leikslok, sem
prentað er á óvenjulega góðan
pappír. Binnig mega þau teljast ó-
dýr.
Axel Thorsteinsson er kunnáttu-
maður í smásagnagerð; má vænta,
að þessar nýju sögur hans verði vin-
sælar sem hinar fyrri. Sérstaklega
myndi margur taka með þökkum
fleiri stríðssögum frá hans hendi,
þær eru með meira nýjabragði en
aðrar smásögur hans, þó margt sé
vel um hinar síðarnefndu.
Richard Beck.
Hátíð Eiðaskólans
Tvo sólbjarta sumardaga, 8.—
9. júlí, síðastl. streymdu Aust-
firðingar heim að Eiðum, til þess
að heiðra fimtíu ára minningu
skóla síns. Stóð stjórn Eiðasam-
bandsins fyrir hátíðahöldunum, en
hana skipa þeir séra Jakob Krist-
insson skólastjóri, Björn Sveins-
son addviti, Eyvindafá og Jóhann
Jóhannsson, bóndi á Finnsstöð-
um.
Var skólasetrið fánum prýtt, er
blöktu fagurlega í sólskininu, fyr-
ir svalandi andvara. Tjald eitt
mikið hafði verið reist, er rúmað
gat mðrg hundruð manna.
Fyrra dag hátíðarinnar, komu
aðallega eldri og yngri nemendur
skólans og kennarar. Komu þá
tveir kennarar frá tíð búnaðarskól-
ans, þeir Benedikt G. Blöndal
kennari á Hallormsstað olg Jón
Jónsson konsúll á Seyðisfirði. Enn-
fremur voru þar viðstaddir full-
trúar fr° báðum Múlasýslum. —
Magnús Gíslason, sýslumaður,
Eskifirði og Þorsteinn Sigfússon,
óðalsbóndi á Sandbrekku.
Setti skólastjóri mótið og bauð
gesti velkomna. Því næst flutti
Þórhallur Jónasson hreppstjóri
frá Breiðavaði þætti úr sögu
Eiðaskóla, er hann hefir safnað
heimildum að. Rakti hann allýtar-
lega tildrög að stofnun skólans.
Þá var farið út í Eiðahólma og
haldinn fundur Eiðasambandsins.
Ákveðið var þar, að gefið skyldi
út rit, til minningar um fimtíu
ára afmæli skólans. Lofaði full-
trúi Norður-Múlasýslu, fyrir hönd
hennar, ríflegu fé til útgáfunnar.
Er kveld var komið, héldu menn
heim á staðinn og settust að
kveldverði í sölum skólans. Fóru
þar fram ræðu höld og heillaósk-
ir, Afhenti þar fulltrúi Suður-
Múlasýslu, Magnús Gíslason, skól-
anum gjöf frá sýslunni. Var það
stundaklukka dýr og mikil, út-
skorin af Ríkarði Jónssyni. Þakk-
aði hann um leið menningaráhrif
skólans í Austfirðingafjórðungi.
Skólastjóri þakkaði gjöfina, fyrir
hönd skólans. Síðan var mælt
fyrir minnum forstöðumanna
belggja skólanna og kennara.
Eftir máltíð var gengið í kirkju
staðarins. Söng þar karlakórinn
“Bragi” frá Seyðisfirði, undir
stjórn Jóns Vigfússonar við hinn
bezta orðstír. Því næst tóku menn
á sig náðir, eftir því sem rúm
leyfði.
Síðari dagur mótsins hófst með
söng í hinu stóra tjaldi. Þá flutti
Þórhallur Jónasson framhald af
sögu skólans. Var svo sezt að
miðdegisverði, með ræðuhaldi og
minningum. Þar flutti fulltrúi
Norður-Múlasýslu skólanum árn-
aðarorð. Eftir stundarhlé frá
þorðhaldi hófst guðsþjónusta í
tjaldinu. — Prédikaði séra Sveinn
Víkinlgur sóknarprestur á Dverga-
steini. Að messu lokinni voru
minni flutt. Magnús Gíslason
sýslumaður mælti fyrir minni fs-
lands, en séra Jakob Kristinsson
skólastjóri fyrir minni Austur-
lands, og Björn Hallsson, hrepp-
stjóri 0 Rangá, fyrir minni Eiða-
skóla. Þess á milli voru sungin
ættjarðarljóð. Þá söng karlakór-
inn “Bragi” nokkur lög og skemtu
menn sér hið bezta við söng hans.
Við kveldverðarborðið barst
skólanum gjöf, mynd af fyrsta for-
stöðumanni skólans, Guttormi Vig-
fússyni. Var myndin gefin af son-
um Guttorms.
Mót þetta mun hafa verið ein
fjölmennasta samkoma, sem hald-
in hefir verið á Fljótsdalshéraði.
—Mun mannfjöldinn hafa verið
um sjö hundruð, þelgar flest var.
Veitingar voru á staðnum, mikl-
ar og góðar. Fyrir þeim stóðu
Sveinn Jónsson bóndi 0 Egilsstöð-
um og frú hans, Sigríður Fanney
Jónsdóttir.
Er kvelda tók var dans stíginn
fram eftir nóttu. Héldu menn þá
heim til sín, hressir 0g glaðir, við
roða hinnar upprennandi mánu-
dagssólar og gullna fjalladýrð
Úthéraðs.—Mbl. 11. ágúst.
Friðrik Jónasson, fsafirði.
Islenzkir smyglarar í
Finnlandi
í “Göteborgs Handels og Sjö-
fartstidning” hinn 8. ágúst er
sagt frá þessu:
Enski togarinn “Achill”, sem
var á leið frá Danzig til Skelleftea,
sökk snemma á sunnudagsmorgun
skamt frá Sabbskar,. í Kyrj°la-
botni. Skipið hafði hrept hroða
storm. Kom þá leki að því, og dæl-
urnar höfðu ekki við. Á sunnudags-
morgun sá skipshöfnin fram á
það, að skipið myndi ekki igeta
bjargast, og þá voru send út
neyðarmerki. Þýzkt 'gufuskip náði
þeim, og kom þegar til aðstoðar.
Tók það alla skipshöfnina um borð
og flutti hana til Vasa. Var skips-
höfnin yfirheyrð þar, sérstaklega
vegna þess, að menn grunaði að
þetta hefði verið smyglaraskip.
Kom í ljós við yfirheyrzluna að
yfirmenn skipsins hefðu verið
kendir þegar þýzka skipið köm að
bjarga, en bæði þeir o!g aðrir neit-
uðu fyrir rétti að þeir vissi neitt
um hver farmur skipsins hefði
verið.
Seinna kom sú frétt frá Hels-
ingfors að skipið hefði verið hlað-
ið áfengi, og 0 því hefði verið
þrettán manna skipshöfn, fimm
Englendingar og átta íslendingar.
Tveir af skipverjum höfðu bor-
ið það, að skipið hefði verið full-
hlaðið af spíritus, en efasamt var
talið hvort finnsku yfirvöldin gæti
höfðað mál feegn skipshöfninni
fyrir smyglun, þar eð skipið var
ósjálfbjarga úti í rúmsjó, sökk
þar, og skipshöfnin tekin af út-
lendu skipi utan landhelgis Finn-
lands, og bjargað til lands.
—Mbl. 19. ágúst.
NUGA-TONE TENDRAR
ÁHUGA
Engan veginn óllklegt, atf maginn þarfnist
nýrra starfskrafta; matarlystln minni en 1
meðal lagi; taugarnar veiklatSar; þreytu-
kend á morgnana; starfsáhuginn sldvinandi;
engu líkara en í œðunum sé vatn 1 statS hins
lífræna, rautSa, blótSs. Þegar þannig er ástatt,
kemur Nuga-Tone a?S haldi. LátltS ekki hug-
fallast; finnitS lyfsalann og kaupitS hjá
honum mánaðarskerf af Nuga-Tone fyrir
einn dollar. Séuð þér ekki ánægð eftir 20
daga notkun meðalsins, vertSur dollarnum
yðar skilað aftur.
Enskar flugvélar kasta
sprengjum á Indversk
þorp
Laust fyrir mánaðamótin sein-
ustu hófust óeirðir hjá landamær-
um Indlands og Afghanistan. For-
ingi upphlaupsmanna var 12 °ra
gamall drengur, Ghulam Nabi að
nafni, og er hann sonur nafn-
kunns stigamanns þar á landa-
mærunum, en lærisveinn “hins
geggjaða fakirs,” sem Englending-
ar kalla svo, en enginn veit deili
á.
Uppreisnarmenn biðu ósigur o!g
flýðu nokkurir þeirra á náðir
Bajauriþjóðflokksins, sem á heima
nyrst í Indlandi. Indlandsstjórn
krafðist þess að mennirnir væri
framseldir, en er það fékst ekki,
hótaði hún því að láta flugvélar
varpa sperngikúlum á þorpin þar.
Var það gert, og tóku 36 flugvél-
ar þátt í þeirri árás.
Þetta hefir mælst mjög illa fyr-
ir heima í Englandi.
þurkarnir í Noregi
í Noregi hafa verið afskaplega
miklir þurkar og hitar í sumar og
segir “Gula Tidend” svo frá afleið-
ingum þeirra:
Á hverjum degi koma fregnir um
það hvernig þurkurinn svíður akra
og engi. Tjónið, sem hann veldur,
er ómetanlegt og á mörgum stöðum
er jarÖvegurinn svo sviðinn, aÖ hann
nær sér ekki í mörg ár. Þetta er
með öðrum orðum þjóðarböl, að
minsta kosti fyrir bændur á Vestur-
landi. Víða er orðið svo ilt, að
bændur hafa neyðst til þess að slátra
nautpeningi sínum. Þeir sjá ekki
nein ráð til þess að afla honum
fóðurs. En með svo stórkostlegum
niðurskurði, sem verður, og þegar
er byrjaður, er hætt við því að kjöt-
verð falli niður úr öllu valdi.
Það er eigi aðeins á Vesturlandi
að þurkarnir hafa gert stórtjón. í
Þrændalögum hafa þeir einnig eytt
öllum gróðri á mörgum stöðum. En
hvergi hafa þeir þó gert meira tjón
heldur en á eyjunum í Norður-Nor-
egi. Þar er svörður mjög grunnur
og víða er svo sviðið að ekki sést
stingandi strá. Þar hefir ekki kom-
ið dropi úr lofti svo að kalla síðan
í apríl.
Þessi óáran til lands þar norður-
frá bætist ofan á óáran til sjávar-
ins. Útgerðin gekk sæmilega í vet-
ur hjá flestum þeim, sem eru hjá
Lófót, en á Finnmörk var útkoman
afar slæm og síldveiðin brást alveg.
í flestum bygðum er fólkið orð-
ið svo skuldum hlaðið, að kaupmenn
þora ekki að lána því neitt, svo að
þar Uggur við hungursneyð. Er ekki
að furða þótt menn beri kvíðboga
fyrir haustinu og vetrinum, því að
þá verður hungursneyð ef ekki verð-
ur hjálpað.
—Mbl.
Skriðuhlaup í Siglufirði
Sglufirði 19. ágúst.
Kl. 1 í dag féll aurskriða sunnan
við Búðarhólana hér í bænum og
fram í sjó. Bar hún aur og möl
umhverfis allmörg hús og rann inn
í kjallara á tveimur stöðum og eitt
sjóhúsanna neðan við bakkann, en
olli engum stórskemdum. Fiskur
allmikill var þarna í húsunum, en
skriðan og vatnsflaumurinn komst
þar ekki inn.
► Borgið LÖGBERG