Lögberg - 14.09.1933, Page 6

Lögberg - 14.09.1933, Page 6
Bls fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1933 Frú Jörgensen (Framh. frá 3. bls.) sé, hvort hún geti sagt sér, hvaÖ hafi orðiÖ af honum Litla-Brún. Hún hirðir ekkert um a8 bíða svars, eða þó eitthvaÖ falli niður af þvi, sem hún segir—vill aðeins tala. Nú sér hún, að þær .eru óviðeigandi, alt- of veraldlegar, þessar áhyggjur hennar fyrir lífinu hinum megin. Hún finnur til þess að auðmýkt og undirgefni, að með þeim hefir hún brotið á móti hinni eilífu dýrð, hvar aldirnar líða í tilbeiðslu og þakkar- gjörð. Augu hennar ljúkast hægt aftur. ------Hún sér raðir óendanlega langar og óendanlega bjartar. Hvít- vængjaðar verur svífa hægt upp á við. Hún er komin mitt á meðal þeirra. Þær staðnæmast og krjúpa á kné. Djúpur unaður fyllir hug hennar. En þegar skarinn rís upp til að syngja, fær hún sting í hjart- að af blygðunarkendri skelfingu. hún hefir aldrei haft lag. Raðirnar líða áfram. Hún situr ein eftir, ein í krókbekknum í kirkjunni heima. Um nóttina var frú Jörgensen mjög illa haldin, og leið bersýnilega miklar þjáningar. Læknir var sótt- ur, og hann sprautaði hana með deyfandi lyfjum. Upp úr því fór henni að líða svo undur vel. Henni fanst hún verða lítil og ung, þar sem hún lá þarna í rúminu sínu, og hugur sinn ósnortinn og tandur- hreinn. Hún fékk ákafa löngun til að sýna einhverjum ástúð og þakk- læti, en hún vissi ekki, hvernig hún ætti að koma því við. Notaleg værð gagntók hana. Hún fann betur og betur, að einhver var hjá henni, sem vildi gæta hennar, einhver, sem þótti vænt um hana. Loftið varð milt eins og á vorin heima, þegar hún sat ramBuk Er ÓviðjafnanJegt fyrir ECZEMA, KÝLI, KULDABÓLGU og kuldapolla, skurði, öll brunasár, HRINGORM, GYULINI- æð, ígerð og eitursár við gluggann og sló vefinn. Alt í einu vissi hún í nálægð hvers hún var. Hlý, alvarleg augu hvildu á henni. Mjúkir, titrandi tónar fyltu stofuna. Hann hafði aldrei gleymt henni, og nú var hann kominn fyrir fult og alt. Hún rétti honum ör- ugg höndina. Þau áttu að fara að ferðast langt, langt út í heim. Hún fann, að hún var að örmagnast, þar sem hún gekk við hlið hans, en hún vissi ekki, hvort hún var þreytt, eða einungis -svona hamingjusöm. Daginn eftir vaknaði frú Jörgen- sen til meðvitundar aftur. Hún opn- aði augun og leit rólega í kringum sig. Þá sér hún, að við rúm henn- ar stendur röð af fólki, dóttir henn- ar inst og þar út frá þessir fáu kunn- ingjar, sem hún átti. Allir horfðu á hana svo undarlega hljótt og spyrj- andi. Áköf hræðsla greip hana og grunur um að eitthvað stórkostlegt hefði komið fyrir, eitthvað, sem hún ætti sök á. Hún reyndi að lyfta höndunum í varnarskyni. Þær féllu máttvana niður. Líkami hennar skalf við. Nokkrum augnablikum siðar lok- aði einhver viðstaddur hræddum augum hennar. —Perlur. Örlög ráða Skáldsaga cftir H. ST. J. COOPER (Framh.) “Það eru engar sannanir gegn honum,” mælti Belmont. “Þess þarf heldur ekki,” svaraði hún rólega. “Hann mun af sjálfs- dáðum játa það, sem hann hefir gert.” Belmont hristi höfuðið. “Úr því hann hefir þagað svona lengi, María litla, heldurðu þá ekki, að það sé sökum þess, að hann vill ekkert segja. Þú verður að skilja, að það er afar mikil freisting fyrir hann.” “Hann vill ekki þegja,” sagði hún með ákafa. “Hann getur ekki horft á það með köldu blóði, að annar maður hljóti hegningu fyrir glæp, sem hann heíir framið. Ó, Ralph— að eg skuli hafa steypt þér í þessi voðalegu vandræði! Þú getur aldrei fyrirgefið mér það, og eg get held- ur aldrei fyrirgefið sjálfri mér það. Eg mun hata og fyrirlíta sjálfa mig alla æfi fyrir það, sem eg hefi gert.” Hann gekk aftur til hennar og tók blíðlega utan um hana. “Það getur aldrei orðið um hatur að ræða okkar á milli, María litla,” mælti hann. “Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér, þá breytir það engu okkar á milli. Geti eg, með því að fórna lífi mínu, trygt þér nokkurnveginn hamingjusama framtíð þá geri eg það. Líf mitt er mér sjálfum einskis virði. Það hafa komið þær stundir, er eg hefi óskað þess, að öllu væri lokið. Ætti eg þá að hika núna, er eg veit . . . er eg get gert öðrum gagn með því? Nei, elsku litla systir mín, gerðu ekki sjálfri þér svona miklar áhyggjur. Eg færi þér þá fórn með gleði.” 36. KAPÍTULI Eg sver— / Fer í kvöld. Kem með morgun- lestinni, 8.13.—Jamieson.” Fielding málaflutningsmaður kinkaði kollinum ánægjulega. “Hann er þó að minsta kosti ekki smeykur við að gefa sig fram,” tautaði hann. Martin Fielding vissi nú, hvernig i öllu lá. Hann hafði lesið bréf Maríu, og hann vissi nú það, sem hann hafði alt af hugsað sér, að Ralph Belmont væri saklaus af þess- um glæp, og að Arthur Jamieson væri hinn seki. ÞaÖ var ef til vill í fyrsta sinn allan þann tima, er Fielding hafði starfað í Bardridge, að hann var kominn á skrifstofu sína klukkan átta um morguninn. Hann stakk lyklinum í ytri hurðina og lauk upp fyrir sjálfum sér. Ytri skrifstofan, þar sem aðstoðarmenn hans unnu, var tóm. Þeir áttu ekki að koma fyr en klukkan níu. Martin Fielding gekk inn í einka- skrifstofu sína, lokaði hurðinni á eftir sér og settist i bakháa stólinn sinn fyrir innan stóra og skrautlega skrifborðið. Hann leit á úrið sitt. Það var þrjár mínútur yfir átta. Að tíu mínútum liðnum átti lestin að koma —og Jamieson með henni—ef hann þá kæmi. Þá var barið að dyrum. “Kom inn!” Það var María, sem kom inn. Auðsætt var, að henni hafði ekki orðið svefnsamt um nóttina. Barns- legt andlit hennar var sorgbitið og þreytulegt. Augun voru þrútin af grátin, og dökkir baugar undir þeim. Fielding stóð upp, rétti henni hendina og leiddi hana til sætis. Hann mælti ekki orð—þau höfðu ekkert að tala um—þau gátu ekkert gert annað en að bíða og sjá svo, hverju fram færi. Hann gekk að glugganum og staðnæmdist þar og horfði út á eyðilega götuna. Það var ofurlítil rigning, og tómleiki og vonleysissvipur á öllu. “Hann kemur hingað, eða ætti að vera hér a. m. k. að tæpum stundar- fjórðungi liðnum,” mælti hann. Unga stúlkan svaraði aðeins því, að hneigja höfuðið ofurlítið. Hún sat með hendurnar í fangi sér og beið —beið. í skrifstofunni var þögn og kyrð. Mínúturnar mjökuðust áfram. Þá heyrðist alt í einu fótatak fyr- ir utan dyrnar. Ytri hurðin var opnuð, svo var gengið gegnum fremri skrifstofuna, og síðan barið rösklega að dyrum, og hurðin síðan opnuð. Arthur Jamieson kom inn. Hann hélt á hattinum í hendinni og var allur blautur af rigningunni. “Eg fékk símskeyti frá yður, og eg lagði af stað eins fljótt og eg gat,” mælti hann við málaflutnings- manninn. “Eg vona að ekkert sé að. Það er þó vænti eg ekkert að ungfrú Belmont. Eg—” Hann þagnaði alt í einu. “María!” kall- aði hann upp yfir sig, um leið og hann rak augun í hana. “María!” Hann rétti henni báðar hendurn- ar. Hún hikaði allra snöggvast, svo rétti hún honum litlu hendina sina kalda og skjálfandi. Daufur roði flaug um kinnar hennar og hún horfði nú — með ofurlitlu stærilæti—á manninn, sem hún unni og vissi að var ástar henn- ar verður. Hún var svo örugg um hann, svo viss um, að hann væri sá hinn heiðarlegi og hugprúði mað- ur, sem hún taldi hann vera. Hún sneri sér borginmannlega að Field- ing. “Segið þér honum það nú,” mælti hún. “Segið þér honum, hvað þér viljið honum.” Lögmaðurinn horfði fast á hinn unga mann. “Ralph Belmont er kominn aftur,” mælti hann hægt og með áherzlu. Hann er tekinn fastur fyrir morðið á Austery Barling og hefir verið kallaður fyrir réttinn. Nú er hann í gæzlufangelsi og bíð- ur þess, að mál hans komi fyrir kviðdóminn.” “Já, eg veit það—eg hefi lesið það alt saman í blöðunum,” mælti Jamie- son hratt. Ungi maðurinn var hár vexti og bjartur yfirlitum. Hann var í raun- inni ekki eiginlega laglegur, en hann var upplitsdjarfur og svipfriður. Karlmenskublær lýsti úr svip hans og framkomu, og augu hans voru þrungin af ást, er hann leit á ungu stúlkuna. “Aumingja María litla,” mælti hann. “Eg skil svo vel, að þú lézt senda boð til mín. Þú þarft á hjálp minni að halda, og þú veizt vel, að eg myndi koma til þín, þegar þú kallar, þó að eg væri á heimsenda.” “Eg vissi að þú mundir koma,” sagði hún í föstum rótn. “Og nú er stundin komin, Arthur, til að segja alt af létta, þú verður að segja alt saman, hiklaust og hreinskilnislega.” “Hvað áttu við, vina mín? Segja alt hiklaust og hreinskilnislega! Eg skil ekki almennilega, María litla, við hvað—” Hann horfði á hana sýnilega hissa. Svipur Fieldings varð nú harður og kuldalegur. “Það er bezt að eg skýri þetta fyrir yður, hr. Jamieson,” mælti hann lágt. “Og eg verð að segja eins og unga stúlkan; nú er mál komið til að þér talið. Ungfrú Bel- mont hefir sagt mér frá því sem hún . . . hún hefir sagt mér, hvernig POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR H. PORTER En nú í dag, þegar eg veit fyrir víst að hún er að koma, veit eg ekki af einni einustu sál, er gæti knúð mig á fund hennar.” “Því?” Hinum unga manni varð litið í andlit föður síns; hann sá þar eitt spurningarmerkið eftir annað, og rak upp rokna hlátur. “ Já ”. Eg veit að þetta lætur undarlega í eyra, og eg geri tæplegast ráð fyrir að þér verði það skiljanlegt. Eg get einhvern veg- inn ekki að því gert, að mér finst eg helzt ekki geta hugsað mér Pollyönnu sem full- vaxna konu; hún var ósegjanlega töfrandi unglingur; litla freknótta og barnslega and- litið hennar stendur mér ávalt fyrir hugskots- sjónum með tárperlurnar í augunum, sem í- mynd ævarandi æsku. Mér þykir vænt um að vera á förum, og þó ef til vill enn þá miklu vænna um að koma heim aftur. Yið vorum saman á Egyptalandi fyrir fjórum árum.” “Nú skil eg hvað þú átt við. Eg varð svip- aðrar kendar var, er eg hitti Pollyönnu í Rómaborg í fyrra vetur. ” “Er hún fögur?” John Pendleton ypti öxlum. “Ungir menn spyrja venjulegast þessarar spurning- ar fyrst; það er eins og hún skifti ætíð mestu máli. ” “Um fegurð hennar geta vafalaust orðið nokkuð skiftar skoðanir; andlitsdrætt- irnir eru ekki sem allra reglulegastir, og það eru ekki spékopparnir heldur. Ep skapgerð Pollyönnu er slík, viljafestan svo traust, að hún þarf ekki á neinni sérstakri fegurð að halda. Einu sinni sagði hún mér það í trún- aði, að þegar hún kæmi til himnaríkis, myndi hún hafa dökt hrokkiö hár, gljáandi og feyki- lega þykt; en í fyrra, þegar eg hitti hana í höfuðborg Italíu, var komið annað hljóð í strokkinn. Þá sagðist hún vilja óska þess að einhver rithöfundurinn semdi sögu með stúlku að söguhetju,—stúlku með úfið hár og rauðar dröfnur á nefinu.” “Já! Þetta er líkt Pollyönnu, eins og hún átti að sér að vera,” sagði John Pendleton fremur snögg- lega. “Mér finst hún jafnaðarlegast vera yndislega falleg; augun tindra eins og gim- steinar; heilbrigðin opinberast í hverri hreif- ingu, og jafnskjótt 0g hún tekur til máls, gleymir maður því með öllu livort andlits- drættirnir eru reglulegir, eða ekki.” “Gengur Pollyanna enn til leikja?” “Vitaskuld gerir hún það, og þá verða öf- undaraugun stundum næsta mörg. Eg minn- ist hins laðandi yndisþokka hennar, sem ung- lings, og eg get helzt ekki undir neinum kring- umstaöðum hugsað mér hana sem fulltíða kvenmann. “Veslings Pollyanna! Ástæður hennar eru víst þann veg nú, að líkur eru á að hún verði að beita óskiftum kröftum til þess að liafa ofan af fyrir sér.” “Við hvað áttu? Ber þetta svo að skilja að Mrs. Chilton hafi tapað aleigu sinni og að þær verði báðar á hjarni nær sem verða vill! ” “Eg hefi hug- boð um að svo sé; eg hefi meira að segja fyr- ir því nokkurn veginn fulla vissu. Séreignir Mrs. Ohilton hafa þorrið með ári hverju, og það sem veslings Tom lét eftir sig, er ekki upp á marga fiska; skuldirnar fóru vaxandi síð- ustu árin, og þó hann svo að segja ynni baki brotnu við lækningar, ár út og ár inn, þá var innheimtan svo bágborin að engu tali tók. Útgjöldin fóru ávalt fremur vaxandi en hitt. Veslings Tom hafði dreymt marga og vold- uga drauma um mikilvæg afrek að loknum tilraunum sínum á Þýzkalandi. Þeir draum- ar rættust aldrei. Hann hafði ávalt lifað í þeirri trú að Harrington eignin myndi gefa konu sinni og Pollyönnu meira en nóg í aðra hönd. ” “Nú sé eg hvernig í öllu ligguir. Kring- umstæðurnar eru víst ekki sem glæsilegas't- ar.” 4 “Ekki nóg með það. Þegar eg hitti Mrs. Chilton í Rómaborg, eitthvað tveimur mán- uðum eftir fráfall manns hennar, kom hún næsta einkennilega fyrir. Sorgin hafði lagst. að henni eins og heljar farg; auk þess var hún þá farin að komast á snoðir um það að ekki myndi alt með feldu um f járhag sinn; hún gat ekki hugsað til heimferðar. Hún lét það af- dráttarlaust í ljós við mig, að hún vildi ekki undir nokkrum hugsanlegum krinugumstæð- um eiga nokknð við Beldingsville fólkið fram- ar að sælda. Hún hafði verið mikil metnaðar kona. Pollyanna hafði einnhverju sinni lát- ið sér þau orð um munn fara, að sér hefði borist það til eyrna að fólkið í Beldingsville hefði verið mótfallið giftingu frænku sinnar; var mælt að það hefði borið aldri hennar við; og nú þegar maður hennar, læknirinn, var fallinn frá, flaug það fyrir, að það léti sér enn óannara um hag hennar. Eins og ástatt var, bar framkoma Mrs. Chilton öll vott um ólgandi geðsmuni og taugaveiklun. Veslings Pollyanna. Það sætti því nær undrum hve kjarkmikil hún var. Samt var á því nokkur hætta, að hún kynni að bugast ef háttsemi Mrs. Chilton ekki breyttist til hins betra. Henni var fylzta þörf á því að ganga til leikja eins og í gamla daga, ef alt átti að ganga að óskum. “En að hugsa sér að annað eins og þétta skyldi liggja fyrir veslings Pollyönnu, ” sagði ungi maðurinn með fremur óstyrkri rödd. “Heimkoma þeirra í dag, er vitanlega með nokkuð öðrum hætti en búast mátti við. Engin skilaboð á undan; enginn viðbúnaður, einhver óútmálanleg þagnarblæja yfir öllu. Vafalaust var það alt að ráði Pollyönnu; hún skrifaði víst engum nema konu gamla Tomma, Mrs. Durkin, er geymdi lyklana að húsinu.” “ Já! Nancy sagði mér frá þessu, blessuð sálin; liún hafði verið á þönum við að snyrta alt til innanhúss og henni hafði lánast það hreint ótrúlega vel.” Nú varð löng þögn, er John Pendleton að lokum rauf: “Einhver verður að mæta þeim á járn- brautarstöðinni; hjá því verður ekki komist.” “Ætlar þú að gera það!” ‘‘Já.” “Þú hlýtur þá að vita með hvaða lest þær koma. ” “Nei, það veit eg nú reyndar ekki, og Nancy ekki heldur.” “Hvernig ferðu þá að?” “Eg ætla að mæta hverri einustu lest, sem inn kemur,” sagði ungi maðurinn hlæj- andi. Timothy kemur þangað með kerruna, svo alt verður til taks. Annars getur varla verið um margar lestir að ræða, sem þær geta komið með.” “ITem, hem,” sagði John Pendleton. “Eg dái hugrekki þitt, en dómgreind þína get eg ekki dáð að sama skapi. Mér þykir vænt um að þú stjórnast fremuf af liinum fyr- nefnda eiginleika en þeim síðarnefnda. ” “Eg þakka lofið,” mælti hinn ungi maður. “Eg þarf á góðvilja og föðurlegum leiðbeiningum að halda, alveg eins og Nancy segir að allir menn á öllum tímum æfinlega þarfnist.” XVII. Eftir því sem lestin nálgaðist meir Beld- ingsville, gaf Pollyanna frænku sinni nánari og nánari gætur. Frá því um morguninn hafði Mrs. Chilton verið þögul og alvarleg; en nú var engu líkara en helkalt húmþykni hefði sveipast um hana alla og drukkið síðustu glampana úr augum hennar. En sú feikna breyting er orðið hafði á þessari einmanalegu veru síðustu sex mánuðina, eða frá því er hún misti manninn; nú var hún dauðaföl yf- irli'tum, kinnfiskasogin og varirnar hálf herptar saman. Allur sá yndisþokki, öll sú blíða, er með henni höfðu skapast við gift- inguna, voru þurkuð út, eða komin í sama horf og áður, meðan hún unni engum og eng- inn henni. “Pollyanna!” Rödd frúarinnar skalf. Það var engu líkara en Pollyanna hefði óljóst hugboð um að Mrs. Chilton hefði lesið í huga hennar. “Já, frænka.” “Hvar er litli svarti vaðsekkurinn?” “Hérna, rétt hérna.” “Vænt þætti mér um ef þú vildir taka upp úr honum dökku andlitsblæjuna mína. Nú erum við vist bráðum komnar.” “Blæjan er of þykk og of heit,” mælti Pollyanna. “Eg bað þig samt sem áður um að ná í liana fyrir mig. Eg vildi að þú ‘temdir þér að gera það, sem eg fer fram á við þig,—að þú gerir það athugsemdalaust; eg beinlínis krefst þess. Eg vil fá andlitsblæjuna tafar- laust. Læturðu þér kannske koma til hugar að eg kæri mig um að láta alt fólkið í Beld- ingsville glápa á mig, og skeggræða um útlit mitt.” Pollyanna flýtti sér að ná í andlits- blæjuna. “Það mæta okkur aldrei sérlega margir á stöðinni; við gerðum engum boð á undan okkur og þar af leiðandi mun flestum ókunnugt um komu okkar. ’ ’ ‘1 Það er að vísu rétt, að við báðum enga að mæta okkur á járnbrautarstöðinni. En við báðum Mrs. Durkin að koma herbergjun- um okkar í lag og skilja útidyralykilinn eftir undir dyramottunni. Læturðu þér koma til liugar að hún hafi brunnið ein inni með slík- an leyndardóm? Nei, og aftur nei. Meiri hluti bæjarbúa veit það vafalaust ofurvel, að okkar var von heim í dag; það verður margi- menni á stöðinni; allir brenna af forvitni yfir því að sjá hvernig Polly Harrington líti út í dag’. ” Nokkur kristalstær tár tindruðu í augum Pollyönnu. “Það er óskaplegt að vera einstæðingur, —ef læknirinn væri nú á lífi . . . þá . . . Hvar er blæjan?” “Hérna, frænka,” sagði Polly- anna. “Eg vildi óska að annaðhvort Tom gamli eða Timothy væri hérna til þess að taka á móti okkur, svo við gætum ekið méð þeim heim.” “Til hvers er að tala um skrautlegar kerrur, sílspikaða fáka, þegar alt verður að seljast á morgun.” “Bg ferðast einungis í almenningsvagni, og sníð mér stakk eftir vexti,” sagði Pollyanna. Lestin liafði numið staðar, og út úr henni stigu þessir tveir kvenmenn. Mrs. Chilton hafði andlit sitt hulið þykkum slæðum og leit hvorki til hægri né vinstri. Pollyanna á hinn bóginn kinkaði vingjarnlega kolli í ýmsar áttir, og brosti í gegnum tárin. Alt í einu horfðiöt hún í augu við gamian, en þó ger- breyttan kunningja, að því er henni fanst. “Jimmy!” sagði hún ljómuð af fögnuði, um leið og hún rétti honum alúðlega hendina. “Mr. Pendleton, hefði eg að sjálfsögðu átt að segja. þar sem þú nú ert orðinn falleg- ur fulltíða maður.” “Já, Mr. Pendleton, minna mátti nú ekki gagn gera; það var svo sem vissara aJð gleyma ekki hirðsiðunum. Því naast gekk hann í áttina til Mrs. Chilton til að heilsa henni og bjóða hana velkomna; hún var þá komin spölkorn í burtu; hann sneri við og gekk yfir til Pollyönnu, og mælti í klökkum róm: “Mér þætti undur vænt um ef þið vilduð 'báðar koma með mér; Timothy er hérna með kerruna til þess að aka ykkur heim. ”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.