Lögberg - 14.09.1933, Page 7

Lögberg - 14.09.1933, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1933 Bls. 7 í öllu liggur urn morÖið á Austery Barling. Hún hefir vitað frá upp- hafi, að bróðir hennar er sak- laus . . . .” “Já, en,—Guð minn góður! Sak- laus ! segið þér. Er Ralph saklaus ? Og eg sem hélt endilega ; . . .” “Ulngfrú Belmont hefir sagt mér alt, allan sannleikann í þessu máli,” greip lögmaðurinn fram í og var fastmæltur. “Við vitum nú, að það eruð þér, sem ættuð að sitja þar, sem Ralph Belmont er nú—þar sem það eruð þér, er drápuð Austery Barl- ing.” Ungi maðurinn leit sem snöggvast á lögmanninn, og báru augu hans og allur svipur vott um megnustu undr- un, en breyttist síðan í ótta. Svo sneri hann sér snögt að ungu stúlk- unni, sem stóð og horfði á hann. “María — hefir þú — hefir þú sagt þetta — um mig? Heíir þú reynt að sakfella mig fyrir það, sem Ralph hefir framið?” hrópaði hann. Hún leit á hann, og augu hennar leiftruðu. “Eg hefi verið að reyn'a aS hjálpa þér—og til þess að þú gætir verið frjáls, lét eg Ralph taka á sig sök- ina. Mér fanst þá, að líf þitt væri mér dýrmætara én líf hans. En .mér hefir skjátlast. Eg veit, að það varst þú, sem drapst Austery Barl- ing—það varst þú, Arthur. En nú, þegar á átti að herða, gat eg ekki haldið áfram þá braut, sem eg var byrjuð á. Eg get ekki látið taka bróður minn af lífi, til þess að bjarga þér. Sökum ástar þeirrar, er eg ber til þín, Arthur, verðurðu nú að játa það, sem þú hefir gert. Það er á síðustu stundu, ef þú vilt girða fyrir, að saklaus verði að líða fyrir afbrot þitt. Þú verður að gangast við þessu, Arthur.” Hún hafði gripið báðar hendur hans, en Arthur Jamieson dró þær hægt að sér aftur. Hann horfði al- veg forviða á hana og lögmanninn til skiftis. “Hvaða voðaleg vitfirring er þetta annars!” sagði hann með ákafa. “Eg botna ekkert í öllu þessu. Hvað eigið þið annars við—hvað meinið þið ?-” “Meiningin er sú,” mælti Field- ing stuttur í spuna, “að María Bel- mont ákærir yður fyrir glæp þann, sem bróðir hennar er ásakaður um.” “En eg sver ykkur það við nafn Oruðs, að eg hefi ekki gert þetta,” mælti Arthur Jamieson. “Eg er saklaus um það.” Fielding horfði stundarkorn á hann, sneri sér svo hægt við og fór að horfa út um gluggann. Það fór, eins og hann hafði hugsað sér — Jamieson neitaði. “María!” Arthur Jamieson sneri sér að henni. “María, hvað á þetta annars að þýða?” Hún hörfaði ofurlítið aftur á bak. Hún var nábleik, og ótti og skelfing lýsti úr augum hennar. “Það þýðir það, að eg hefi glat- að trausti mínu á þér,” mælti hún með hita, og alt í einu þaut blóðið upp í kinnar henni, og hún sagði með ákafa: “Það þýðir, að þú ert varmenni, og að eg kannast ekki við þig framar. Eg hata þig!—Arthur —Arthur!” Hún hljóp að honum og vafði handleggjunum um háls- inn á honum. “Eg bið þig — eg grátbæni þig sökum ástar okkar, af því eg elska þig og hefi alt af litið upp til þín og talið þig vera bezta manninn í heimi, þann hugrakkasta og heiðarlegasta, segðu mér nú sannleikann. Játaðu það, sem þú hefir gert, Játaðu, að það hafir ver- ið þú, sem drapst Austery Barling.” “Þetta er örvitaæði úr þér,” mælti hann. “Eg hefi ekki unnið Austery Barling minsta mein, annað en það, að eg bað hann um leyfi til að gift- ast þér. Þegar eg skildi við hann þetta kvöld, var hann á lífi og ekk- ert að honum. Að vísu var hann alveg örvita af reiði, hann var nærri þvi eins og villidýr, en hann var á lífi, og eg hafði ekki skert eitt ein- asta hár á höfði hans. Eg er saklaus —og eg sver það við alt, sem heil- agt er.” Hún sneri sér frá honum. Hún var alveg hjartasjúk. Henni sortn- aði fyrir augum. Traust hennar og trú á honum lá sundurtroðið fyrir fótum hennar. Hann var ekki sá, sem hún hafði hugsað sér og treyst. Nú sá hún hann, eins og hann var —bleyða, þorpari, sem skreið í felur að baki hugrakks manns. 37. KAPÍTUEI Frásögn Jamiesons “Eg get ekki neytt yður til að trúa mér, hr. Fielding. Eg get að- eins sagt yður frá því, sem fram fór milli okkar Austery Barling, og svo vona eg, að þér viljið trúa því, að það sé satt, sem eg segi yður.” Þetta var að kvöldi sama dags. Jamieson var nú á ný á skrifstofu Fieldings og hafði átt samtal við hann undir fögur augu. Hann Lafði ekkert séð til Maríu síðan um morg- uninn, er hún hafði skilið við hann í reiði. Arthur Jamieson tók þannig til orða:—“Eins og eg hefi sagt yður áður, fór eg þetta oftnefnda kvöld til Shuttlefields, eftir samráöi við Maríu, til þess að tala við Barling gamla. Eg hitti hann í bókasafninu, og hann var þegar frá fyrstu stundu stuttur í spuna og afundinn við mig. Þegar honum var það ljóst, að eg var þangað kominn í því skyni að leita samþykkis hans um að giftast Maríu, sem hann var f járráðamaður fyrir, varð hann alveg bálvondur. Hann stökk upp af stólnum og skipaði mér harkalega að fara undir eins burt úr hans húsum. Eg mald- aði í móinn og kraf ðist þess, að hann hlustaði fyrst á það, sem eg hefði að segja, svo gæti hann eftir á vísað mér burt. Eg skýrði honum frá, að eg elskaði Maríu og væri fær um að sjá fyrir henni, svo að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa út af því. En hann greip alt af fram í fyrir mér. Hann hrópaði hátt og lét alveg eins og óður maður. Eg stilti mig sem bezt eg gat, því mér var það áhugamál, að koma mínu máli fram við hann i allri vinsemd, og reyndi eg því á allan hátt að telja um fyrir honum og stilla skap hans. En það var alt til einskis. Hann var ósveigjanlegur og þvertók alveg fyrir aS veita samþykki sitt, án þess þó að færa nokkur skynsamleg rök fyrir neitun sinni. Eg hefi aldrei séð nokkra lifandi manneskju í öðr- um eins ham. Hann var alveg ger- breyttur. Hver og einn hér um slóð- ir hafði ætíð talið hann vera elsku- legan gamlan mann, blíðlyndan og vingjarnlegan. Hefðu þeir séð hann, eins og liann var kvöldið það arna, mundu þeir ekki hafa þekt hann aftur. Hið ættföðurlega and- lit hans var afskræmt af heift og bræði. Og augu hans, er oftast virtust blíð og þýð, loguðu nú í því- likum tryllingi og ofsa, að það gekk brjálsemi næst. Hann jós yfir mig voðalegustu hótunum og illyrðum, og þegar það beit ekkert á mig, þá fór hann blátt áfram í handalögmál við mig. Nú segi eg yður nokkuð, hr. Fielding, sem getur orðið háska- legt grunsemdar-vopn gegn mér, ef þér haldið fast við ákæru yðar. Það urðu nærri því áflog á milli okkar. Hann stökk á mig, eins og villidýr, og eg hélt, að hann ætlaði að kyrkja mig, því hann reyndi hvað eftir annað að ná taki um hálsinn á mér. Hann klóraði mig til blóðs í andlitinu. Eg heíði auðvitað getað gert út um hann, og haft fullan rétt til þess, þar eð eg varð blátt áfram að verja hendur-mínar. Hann var lítill maður vexti og hafði ekki afl á móti mér. Eg hefði getað slegið hann í rot með einu hnefahöggi, en eg stilti mig. Eg vildi ekki vinna honum nokkuð mein—eg gat ekki fengið mig til þess, af því að eg var að hugsa um Maríu. Hún mundi síðar meir geta brugðið mér um, að eg hefði lagt hendur á gamalmenni, og eg vildi um fram alt forðast, að nokkuð ósamlyndi gæti orðið okkar á milli. Eg sá, að eg gat ekkert á- unnið í máli mínu, og að það var alveg tilgangslaust fyrir mig, að reyna að telja frekar um fyrir Barl- ing gamla. Eg fór því leiðar minn- ar. Um leið og eg opnaði hurðina og flýtti mér út, dundu bölbænirnar hans og blótsyrði á eftir mér. Og er eg lokaði hurðinni, heyrði eg hamaganginn i honum. Svo þagnaði hann alt í einu. Það síðasta, sem eg sá til hans, var það, að hann hneig niður á stól og lá þar og fálmaði með höndunum út í loftið, eins og hann væri að tæta sundur einhvern óvin sinn. “Eg játa það,” mælti Jamieson stillilega, “að eg hefði getað snúið KAUPIÐ ÁVAX.T LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WJKIflPEO, MAK. við aftur og verið hjá honum. Það leit nefnilega út, eins og hann hefði fengið eitthvert kast eða aðsvif,— en eg gat ekki fengið það af mér. Mér var ómögulegt að vorkenna honum. Annað hefi eg ekki að segja. Þetta er alt og sumt.” “Alt og sumt?” “Já,” mælti Jamieson. “Þetta er það, sem mér er kunnugt um við- burðinn í Shuttleíields þetta kvöld. Morguninn eftir frétti eg, að Barl- ing væri dauður — að hann hefði verið myrtur. Eg heyrði, að höfuð- ið á honum hefði verið molað með þungri járnstöng, og það var sagt, að það væri Ralph Belmont, bróðir Maríu, sem hefði gert það. Eg heyrði líka, að Ralph væri flúinn, og eg óskaði þess innilega, að honum mætti lánast að komast undan. Samúð mín var algerlega hans meg- in; mér hefir ætíð geðjast vel að honum. Svo liðu nokkrir dagar, án þess að eg sæi eða heyrði nokkuð til Maríu. Eoksins fékk eg bréf frá henni. í því bréfi tilkynti hún mér, stutt og laggott, að nú væri öllu lok- ið okkar á milli. Hún bað mig að fara á brott og hlífa sér við þeirri kvöl, að þurfa að tala við mig fram- ar. Og svo fór eg mína leið, niður- beygður og örvæntingarfullur.” Martin Fielding gekk um gólf í skrifstofu sinni. Hann leit öðru hvoru á unga manninn — athugaði hann gaumgæfilega með hinum glöggu og hvössu augum sínum, er ætíð virtust sjá þvers í gegnum þá, sem þeim var beint að. “Og þetta er allur sannleikurinn ?” spurði hann rólega. Framh. Við sjálf Ræða Bjarna Lyngholts fyrir Minni Vestur-íslendinga á Mið- sumarmóti Lúterska Safnaðar- ins í Biaine, Wash., 30. j|úlí, 1933. Herra Forseti! Kæru íslendingar, konur o!g menn! Ein grein hinnar kristnu kirkju, sú, sem kend er við Kalvin, að mig minnir, heldur því fram að |Guð hafi fyrirfram ákveðið sum- um mönnum eilífa sælu en öðrum eilífa vansælu. Mér hefir altaf staðið stuggur af þessari kenn- ingu; en nú er ekki laust við að eg sé farinn að halda að eitthvað sé hæft í henni, og að eg tilheyri hinum fyr töldu, því eftir að eg hafði lofast til að tala hér fáein orð í dag, skilyrðislaust að öðru leyti en því, að prestur safnaðar- ins hafði lofað mér því, að láta ekki rigna í dag, hvorki yfir rétt- láta né ranlgláta, og það hefir hann sómasamlega efnt, þá er mér úthlutað lang skemtilegasta viðfangsefni dagsins. Eg á sem sé að minnast mín og ykkar — minnast okkar sjálfra — Vestuy- íslendinga. Og af því að eg þyk- ist þess fullviss, að engum öðrum en okkur sjálfum sé jafn ljúft að minnast okkar, ef dæma má eftir því, hve oft og reglulega við flytj- um þessi “minni sjálfra okkar,” því nú á síðari árum komum við tæplega svo saman á gleðimót und- ir beru lofti, að eg nú ekki tali um, að við setjumst að hangi- kjöts-máltíð fyrir lokuðum dyrum svo, að ekki sé fenginn einhver ræðuskörungur til þess að mæla fyrir “minni okkar sjálfra” og af því eg er jafnffamt mjög í efa um hvort nokkur eða nokkrir aðr- ir en við sjálf finni hjá sér mjög sterka hvöt eða löngun til að minnast okkar, þá hefði eg helzt kosið að vera fyrstur á dag- skránni, og hafa daginn fyrir mér, svo að eg gæti talað í ein- ar tvær klukkustundir eða fimm ljúfa viðfangsefni; en svo minn- ist eg þess, er eg var lítill dreng- ur heima hjá foreldrum mínum, og prófasturinn prédikaði í kirkj- unni okkar um leið og hann “visitéraði” að eg heyrði nágranna foreldra minna segja við kuiin- ingja sinn eftir messu: “Hvern- ig líkaði þér að heyra til pró- fastsins, Guðmundur?” “Mér likaði það vel, það var stutt,” var svarið. Og síðan hef eg haft þá hugmynd, að þeir ræðumenn væru vinsælastir, sem minst segðu, svo að eg ætla að halda mér við lág- markið í dag Saga okkar Vestur-íslendinga er nú orðinn nokkuð löng. Það má segja aðhún hefjist þegar Þor- finnur Karlsefni stofnaði nýlend- una við Leifsbúðir, nálægt því, sem er nú Boston, og sem talið er að muni hafa verið árið 1008, þó að landið væru að vísu fundið af Leifi Eiríkssyni nokkrum árum fyrr, eða fyrir réttum 930 árum þetta sumar, eftir því sem næst verður komist. Hvað lang-gæft þetta landnám varð, eða hvers vegna þessi ný- lenda lagðist niður, vitum við ekki með vissu, en sæmilegust mun sú skýring, og sem margir aðhyllast, að svarti dauði hafi lagt bygðina í eyði um eða eftir miðja 14. öld. En það síðasta, sem við vitum um bygðina með vissu, er frá árinu 1347, því það ár kom Grænlenzkt skip til íslands frá Marklandi og voru á því 18 manns. Hafði það ætlað beint heim aftur til Græn- lands, en hrakti af leið og lenti til íslands eftir því, sem íslenzkir annálar herma. Af þessu sést, að bygð hinna fyrru landnáms- manna hefir staðið hér nálægt þrjár og hálfa öld eða máske lít- ið eitt lengur. Þekking okkar á nýlendulífi þessara frumbyggja er mjög í molum, en af frásögnum annálanna, Þorfinnssögu Karl- efnis, 0 g fornmenjarannsóknum þeim, sem gerðar hafa verið við Charles River, má ótvírátt ráða, að þeir hafi verið “dugandi dreng- ir,” og af bréfi Innocent Páfa III. til biskupsins í Noregi, snemma á árinu 1206 má draga þá ályktun, að þeir hafi aðhylst “hinn nýja sið,” ienda var kristin trú við- tekin á Grænlandi sama árið og Leifur fann Vínland. En hvernig sem háttað var um nýlendulífið, og hvort sem bygðin lagðist í eyði eftir tæpa hálfa fjórðu öld eða lítið eitt síðar, þá er eitt víst: Að þessir hugrekku sæfarar unnu Islendingum heiðurinn af því, að hafa fundið Vesturheim. Þeir voru hinir fyrstu Vestur-íslend- ingar, og þeirra minning heiðrum við í dag. Síðari þátturinn í sögu Vestur- íslendinga hefst ekki fyr en nokkru íyrir 1870, eða fyrir hér um bil 65 árum síðan. Það er saga okkar sjálfra—skráð af okk- ur sjálfum—orðum og athöfnum. Ekki dettur mér í hug að gera sæmdar. Eg tel þess heldur enga þörf, við höfum heyrt það svo ótal sinnum áður og við munum það, enda yrði eg þá einnig að minnast á það, sem miður hefir farið hjá okkur, en til þess vinst mér ekki tími, svo eg læt mér 1 nægja að vísa til þess, sem áður hefir verið sagt um þau efni. Vér Vestur-lslendingar erum nú sem óðast að líða undir lok; móti þeim broddum verður ekki spyrnt. Uppvaxandi kynslóðin—annar og þriðji ætliður landnemendanna tekur þar við, sem við leggjum niður vopnin—Vesturheims menn og Vesturheims konur af íslenzk- um ættum, en sem ekki telja sig íslendinga. Til þeirra vildi eg mega segja þetta: Ef þið hafið löngun til að standa upp úr með- almenskunni, ef þið æskið að ykk- ar verði minst—eing og við erum að minnast okkra sjálfra í dag— og ef þið hafið sett ykkur það göf- uga markmið að verða ykkur sjálf- lítið úr þeim skerf, sem við höf- um> ykkar eiginlandi og ykkar um lagt til þjóðmyndunar þessa lands, en tæplega finst mér hann eins ríflegur og oftast er látið í veðri vaka, þegar við erum að slá sjálfum okkur gullhamrana á íslendingadögum, Miðsumarmótum og Þorrablótum; því þegar eg í huganum lít yfir allan þennan álitlega hóp—svona hér um bil 40 þúsundir—þá kem eg ekki auga á nema eina 3 menn, sem líkindi eru til að verði getið, þegar saga þessa tímabils verður rituð. En eftirtekarvert er það, að tveir af þessum þremur skuli eiga heima hérnameginn landamæranna, þar sem þó minna en þriðji hluti allra Vestur-íslendinga hefir bólfestu. Þeirra minnumst við einnig með þakklæti og virðingu í dag. Barnaskapur væri samt að álíta að þessum fáu mönnum væri eingöngu að þakka sá heiður og það álit, sem íslendingar—öðr- um þjóðflokkum fremur — njóta hér í Vesturheimi. Því fer fjarri. Það er eins mikið sigur fjöldans, sem farið hefir meðalmenskan svo vel, að samanburðurinn hefir orð- ið okkur í hag. Þrautseigja, trú- menska, ráðvendni og drengskap- ur—íslenzku ættar einkennin — það eru máttar viðirnir, sem halda okkur uppi í þjóðfélagi þessa lands. Eg vil ekki eyða tima í að telja upp alt hið marga, er við Vestur- fslendingar höfum uhnið okkur til eigin þjóð til gagns og sóma, þá kastið kapps um að halda í og varðveita íslenzka þrautseigju, is- lenzka ráðvendni, íslenzka trú- mensku og íslenzkan drengskap— með öðrum orðum, að varðveita ís- lendinginn í ykkur sjálfum, því sannur Islendingur er og verður alstaðar og ávalt góður borgari. Staeráli fimleikasalur Ev- rópu er í Ollerup í Danmörku Hann var vígður rétt fyrir mán- aðamótin síðuptu Fimleikaskóli Niels Bukh í Olle- rup í Danmörku er fyrir mörgum árum orðinn heimsfrægur. Þang- að sækja árlega nemendur frá öllum þjóðum, og þar hafa margir af beztu íþróttamönnum vorum notið kenslu. Nú hefir Niels Bukh komið því þrekvirki í framkvæmd, sem hann 'hefir lengi langað 'til, að byggja fimleikahöll handa skóla sínum, og er það stærsta fimleikahöll, sem til er í Evrópu. Hún var vígð rétt fyrir mánaða- mótin síðustu og voru þar við- staddir 1500 nemendur Bukhs. — Sama daig var vígð þar ný sund- laug, og er það stærsta sundlaug- in, sem til er í Danmörku. —Mbl. 19. ágúst. \ \ Þegar þér þarfniát Prentunar > þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd. » sem mun fullnægja þörfum yðar \ \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.