Lögberg - 14.09.1933, Side 8

Lögberg - 14.09.1933, Side 8
Bls. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1933 - -------— —,— —+ Or bœnum og grendinni ___ . _ _ ———.—.—__——.———-—+ G. T. spil og dans á hverjum þriðju- og laugardegi í I.O.G.T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stund- vislega kl. 8.30 a<5 kvöldinu. $16.00 og $20.00 í verðlaun. Gowler’s Or- chestra. Heklufundur í kvöld, fimtudag. Mr. og Mrs. J. Ragnar Johnson, komu heim úr brúÖkaupsferð sinni um Austur-Canada á laugardaginn var. Jón Bjarnason Academy—Gjáfir Mrs. R. Johnson, Wynyard . .$5.00 Christian Siverts, Victoria .. 2.00 Vinkona skólans, Wpg. ...... 2.00 Með vinsamlegu þakklæti, $■. W. Melsted, gjaldkeri. Gjafir til Betel í ágúst Dr. Richard Beck...............$5-25 Mrs. Kristí'n Goodman, Milton, N. D................ 5.25 Vinur að Lundar, Man........20.00 Mrs. Ásdís Hinrikson, Betel, I minningu um fbður sinn . .25.00 Dr. og Mrs. B. J. Brandson—leirtau Mrs. Th. Jónasson, Regina, Sask. —bækur. Innilega þakkað, /. Jóhannesson, féhirðir, 675 McDermot, Winnipeg. Stúkan “Hekla” er að undirbúa hina árlegu sjúkrasjóðs tombólu, er haldin verður þann 25. þ. m.. Nán- ar auglýst í næsta blaði.—Nefndin. Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfríið á miðvikudagskvöldið 20. september að heimili Mrs. Ovídu Swainson, 205 Belvidere Apts., 275 Colony St. Þeir kaupmennirnir P. O. Lyng- dal og Harry Anderson frá Gimli, voru staddir í borginni á fimtudag- inn í vikunni sem leið, ásamt frúm sínum. Var ferðafólk þetta á heim- leið úr skemtiför til Clear Lake. Hafði ferðin verið í alla staði hin ánægjulegasta. Mr. Skúli Sigfússon þingmaður St. George kjördæmis, var staddur í borginni í fyrri viku. Mr. John Halldórsson lífsábyrgð- ar umboðsmaður frá Lundar, var staddur í borginni á laugardaginn var. Mrs. Ebzabet Jónasson frá Ar- nes, Man., dvaldi í borginni um síð- ustu helgi. ---------- Mr. Arnljótur B. Ólson, sem und- anfarandi hefir dvalið á Gimli, er nú alfluttur hingað til borgarinnar, og býr í Ste. 7 Lorrain Apts., á mót- um Ellice og Langside. EXTRA!! Þakklœti. Við undirrituð þökkum vinsam- legast öllum f jær og nær, er sýndu hluttekningu með nærveru sinni, blómum eða símskeytum við jarð- arför okkar ástrika eiginmanns og föður, Andrésar Anderson. Jóntna Anderson og synir hennar. Dr. Björn B. Jónsson, prestúr Fyrsta lúterska safnaðar, flutti sina fyrstu guðsþjónustu í söfnuði sín- um, eftir heimkomuna úr Islands- förinni síðastl. sunnudag. Kvöld- guðsþjónustan, sem var sérlega til- komumikil, fór samkvæmt venju, fram á íslenzku. Var prédikunin “Heimsýn” áhrifarík og söngur hinn prýðilegasti. I lok guðsþjón- ustunnar skilaði Dr. Jónsson mörg- um opinþerum kveðjum til safnað- arins og kirkjufélagsins frá merk- um leiðtogum íslenzku þjóðarinnar. Próf. J. G. Jóhannsson bauð prest- hjónin velkomin heim fyrir hönd safnaðarnefndarinnar. Mr. Ásmundur P. Jóhannsson fór suður á sýninguna í Chicago á föstudaginn í vikunni sem leið. Mr. Halldór Erlendsson frá Ár- borg, Man., var staddur í borginni seinni part fyrri viku. Mr. Sigurbjörn Sigurðsson frá Riverton, dvaldi í borginni á föstu- daginn í vikunni sem leið. Mr. Jóhann Paulson frá Rivers, Man. , dvaldi í borginni undanfarna daga. Mr. og Mrs. G. J. Oleson, börn þeirra tvö, Thomas og Lára, Mr. Eldjárn Johnson og Mrs. Helga Oliver, öll frá Glenboro, voru stödd í borginni um siðustu helgi. Dr. A. V. Johnson, tannlæknir, verður staddur í Riverton á þriðju- daginn og miðvikudaginn þann 19. og 20. þ. m. Stúkan “Skuld” heldur sína ár- legu tombólu 16. október. Nánar auglýst síðar. STAKA Æskan hlær en ellin grætur, önnur þráir frelsisgjöf. Síðari nornin sveiflast lætur sviknar vonir ofan í gröf. /. S. Thorvald. Fatnaðir, Kjólar, Yfirhafnir "pcgar sagt er að mafíur hafi tap- að öllu, er hann máske að öðlast hin mestu auðœfi.” hreinsaðir 0g pressaðír 60c Sótt og flutt heim Smá-aðgerðir ókeypis Sími 42 368 FORT ROUGE CLEANERS Firth Bros. Alfatnaðir með tvennum buxum, fyrir aðeins $22.75 Sniðnir eftir máli Pöntuð, ótekin föt, eftir máli, Vanaverð $25.00, $30.00, $35.00 Seld fyrir $14.68 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417% PORTAGE AVE. Sími 22 282 KOL - COKE - VIÐUR Ef það brennur—höfum við það Midland Drumheller — Pembina PeeHess Jasper Hard Coal CITY COAL COMPANY OOR. ANNABELLA 0g SUTHERLAND Phone 57 341 H. B. IRVING, Manager Phone 57 341 Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 21. þ. m. Þann 3. sept. andaðist að heimili sínu í Riverton, Man., Mrs. Mar- grét Sigurðsson, kona Sigvalda Sig- urðssonar, ættuð af Austfjörðum. Sunnudaginn 17. sept. messar séra Haraldur Sigmar í Hallson, kl. 11. Messan verður á ensku og sér- staklega helguð ungdóminum og sunnudagaskólunum. — Messar á Gardar kl. 2 e. h. Sunnudaginn 24. seþt. messar sr. Sigurður Ólafsson í Víðir kl. 2 e. h. Ensk messa í Árborg kl. 7 að kvöldi sama dags. Messuboð í Vatnabygðum Messugjörð flytur Mr. G. P. Johnson sunnudaginn 17. september sem hér segir: í Leslie kl. 11 f. h. Mozart kl. 2 e. h. og í Elfros kl. 7.30 aÖ kvöldi. Fólk er beðið að fjölmenna. Allir hjartanlega vel- komnir. Ferming Þessi ungmenni voru fermd af Mr. G. P. Johnson sunnudalginn 20. ágúst í Leslie, Sask.: Laura Marcelline Halldorson Svava Lovísa Magnússon Soffía Jóhanna Solveig Sig- björnsson Carrie Edith Kristbjörg Johnson Guðlaug Stefanía Anderson Jódís Sigríður Nordal Friðrik Arnór Johnson Walter Oliver Johnson Edvin Johnson Halldór Kristmundur Halldórs- son Gísli Konráð Halldórsson Kristján Gestur Steinberg Jónas Steinberg Sigmundur Leonard Goodman George Howard Johnpon. Sunnudaginn 27. ágúst, í Hólar, Sask. Guðrún Sólrún Hallson Siígurlaug Hallson Björg Erlendson Svava Erlendson Vilborg Hulda Erlendson Stefanía Sigurlaug Stefánson Bjarni Erlendson Axel Erlendson Óskar Erlendson Magnús Sigurður Nordal Guðlaugur Sæmundur Nordal Sunnudaginn 3. september, í Kristnes, Sask. Guðrún Stefanía Ketilson Lucia Guðbjjörg Ketilson iPaulina Kristjánson Marta Sigrún Kristjánson Jósefína Sólveig Kristjánson Haraldur Abrahamson Skúli Þorsteinn Ketilson Sunnudaginn, 10. september í Foam Lake, Sask. Anna Margrét Narfason Hannesína Geirlaulg ólafson Jóhanna Guðrún Ólafson Jónína Rósa Johnson Guðbrandur Helgason Kristján Pálmi Helgason Jóhannes Valentine Helgason Gísli Bildfell Jóhann Torfi Bildfell Æfiminning Sunnudalginn 9. apríl, 1933, and- aðist í Lesliebygð, Sask., Árni Torfason, sjötíu og þriggja ára að aldri. Árni sál. var fæddur hinn 10. marz árið 1860 á bænum Streiti í Breiðdal, Suður Múlasýslu á íslandi. Árni Torfason var af hinni fjölmennu og vel þektu Kleifar ætt. Hann var sonur þéirra hjóna Torfa Árnasonar og Guð- rúnar Jónsdóttur, sem þá bjuggu á áðurnefndum bæ. í æsku misti Árni móður sína, og varð þá að koma honum niður hjá vandalaus- um. Hann fékk þar af leiðandi á unga aldri töluverða lífsreynslu, Snemma þótti hann duglegur, á- ræðinn og vel skynsamur, o!g ekki lét hann sér heldur alt fyrir brjósti brenna. Hann varð þá svo heppinn að komast í kynni við staðar prestinn sem tók hann að sér og kendi Árna bæði að lesa og skrifa, og einnig að reikna. Svo líka kendi prestur honum allan hinn lúterska barnalærdóm, eins og þá tíðkaðist heima á íslandi. Hafði þá Árni fengið sæmilega uppfræðslu, enda var hann dreng- ur námfús og líka hlýðinn. Fljót- lega eftir fermingu bar á því að Árni var hið mesta mannsefni, og vel látinn af þeim, sem hann þektu, enda var hann prúðux, dulglegur og óhlífinn sjálfum sér. Mun hann hafa alist upp og dvalið að mestu leyti í áðurnefndu héraði þar til ■hann var tuttugu og fjögra ára. En þá giftist hann Guðrúnu Sig- ríði Hákonardóttir Espólín. Hún var dóttir Hákonar Espólíns sem lengi var prestur á Kolfreyjustað, og var sonur Jóns Espólíns hins fróða, sem svo var oftast nefndur. Giftingardagurinn var hinn 20. sept., 1884, og fluttist svo Árni með sinni ungu konu, sem þá var aðeins 18 ára, til Brimnes á Fá- skrúðsfirði óg bjuggu' þau búi sínu þar til ársins 1903 að þau hjón fluttust til Canada. Þeim varð sjö barna auðið, en þrjú mistu þau í æsku, tvær stúlkur og einn dreng. Fjögur komu'st til fullorðinsára, og þar á meðal Ingibjörg, sem giftist Ágústi Lindal í Lesliebygð, Sask. Hún dó hinn 24. nóvember frá manni og sex ungum börnum, mesta myndar kona. Þrjú börn Árna sál. sem lifa, eru Ásta Emilía, gift Friðrik Nor- dal bónda í Lesliebygð, Sask., o!g eiga þau hjón fjóra syni; svo Hákon Ragnar Espólín, búsettur í Elfros, Sask., giftur önnu 01- geirsson, og eiga þau tvö börn; ,svo Haraldur Kristján Valdimar, sem nú býr í föðurleifð sinni nokkrar mílur suður af Elfros, ,Sask. Hann er ógiftur. Alt er þetta hið mesta myndar fólk, gest- risið og góðir íslendingar. Svo sannarlega 'hefir hið ritningarlega orð uppfylst og ræst á Árna sál. Torfasyni, að “erfiði yðar skal ekki verða árangurslaust.” Eins og áður er getið þá kom Árni til þessa lands árið, 1903 í júlímánuði, settist að í Manitoba og dvaldi þar í tvö ár, og vann al- genga daglaunavinnu. Svo árið 1905 fluttist hann með fjölskyldu sinni vestur til Elfros, Sask., og tók þar heimilisréttar- land og bjó þar til einnri viku fyrir andlát sitt, er hann var flutt- ur til dóttur sinnar, Mrs. Nordal, og hafði hann þá búið á landi sínu í tuttugu, og átta ár. Með elju og dugnaði starfaði Árni á bújörð sinni þar til árið 1926 að hann misti konu sína hinn 25. marz það ár, og segja menn sem vel til þess þektu að Árna hafi fallið mjög þungt konu miss- irinn, enda 'höfðu þau hjón lifað saman í mikilli ást og einingu yf- ir fjörutíu ár. Þeim búnaðist vel og voru elskuð og virt af öllum þar í bygð. Eftir að Árni misti konu sína hætti hann að miklu leyti bú- sýslu en bjó þó með syni sínum Haraldi það sem eftir var æfinn- ar. Árni var glaðlyndur að eðlis- fari, skemtilegur og ræðinn, enda var hann vel greindur, og hag- yrðingur góður, þó ekkert sé hægt að tilfæra hér af hans kveðskap. En óskandi væri að einhver vel kunnugur Árna sál. skrifaði nánar æfisögu hans og léti þar með fylgja eitthvað af hans kviðling- um. Eitt er það eftir enn sem sætir undrum og sýnir dugnað og þraut- aeigju, að Árni hafði haldið dag- bók í meira en fjörutíu ár, eða frá 1. maí, 1892 til 7. apríl, síð- astliðinn. Aðeins tveimur döguip fyrir andlátið skrifaði hann sjálf- ur í dagbók sína. Sá, sem þessar línur rtar, hefir séð dagbók Árna sál. og víst er það að margt fróðlegt er þar að finna sem vert væri að birta á prenti. Hæglega má sjá það á skrift Árna sál. hina síðustu viku, sem hann hafði lifað, hvernig kraftar hans hafa smám saman dvínað, o!g hinn síðasta dag, sem hann skrifaði í bók sína, tveim dögum fyrir andlátið, þá er skrift hans naumast þekkjanleg, og er ekki annað hægt en dáðst að slíkú viljaþreki. Manni verður á að hugsa að sjálft dauðans stríðið varð eins og að víkja fyrir vilja- þreki þessa áhugamikla manns. Banamein Árna sál. var hjarta- bilun, sem hafði þjóð hann meira og minna í hin síðastl. fimm ár. Hann var jarðsunginn hinn 12. apríl frá heimili dóttur og tengda- sonar, Mrs. og Mr. Nordal. Jóns Bjarnasonar Academy 652 HOME ST., WINNIPEG. TALSÍMI 38 309 Miðskólanám að meðtöldum 1 2. bekk Hið 21 • átarfsár hefát fimtudaginn 14. sept. R. MARTEINSSON, skólastjóri PÁLMI PÁLMASON, L.A.B. Violinist and Teacher Has successfully prepared pupils for examinations including A.T.C.M. (practical and theoretical) 654 Banning St. Phone 37 813 Árni sál. var líka trúhneigður maður olg hafði oft orð á þeim efnum. Hann treysti á Guð af löllu hjarta, enda var hann vel frjálslyndur í skoðunum sínum, talaði oft um að þeir kristnu ættu' að elska hvern annan á frjálsujm og kristnum grundvelli. Hans andi er nú farinn heim á Iandið lifenda, þar sem óbundnir andar svífa í frjálslyndi Guðdómsins. Blessuð sé minning hans. —G. P. J. Pianokensla Mrs. Ragnar Gíslason (áíSur Elma Árnason, er nú byrjuð á piano- kenslu að heimili sínu, 753 Mc- Gee Street hér í borg—og æskir íslenzkra viðskifta. Sími 22 780 Albert Stephensen A.T.C.M.—L.A.B. (Pract.) Piano-kennari Nemandi Eva Clare Heimili—417 FERRY RD. Sími 62 337 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasimi 24 141 Steini Vigfússon STE. 14 ALLOWAY COHRT Annast um alt, er að aðgerðum á Radios lttur. Airials komið upp fyrir $2.50. Vandað verk. Sann- gjant verð. Slmi 39 526. Gunnar Erlendson Teacher of Piano 594 ALVERSTONE STREET Phone 38 345 Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, wm að • flutningum lýtur, smáum eða »tör- um. Hvergi sanngjam&ra verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 Distingnished Citizens Judges, Former Mayors, Noted Educationists, Editors, Leading Latvyers, Doctors, and many Prominent Men of Affairs—send their Sons and Daughters to the DOMINION BUSINESS COLLEGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after full and painstaking enquiry and investigátion, select the Dominion Business College as the school in which their own sons and daughters are to receive their training for a þusiness career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. The DOMINION BUSINESS COLLEGE today offers you the best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- ing—but today, more than ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. Onr Schools are Located 1. ON THE MALL. 2. ST. JAMES—Oorner College and Portage. 3. ST. JOIINS—1308 Main St. 4. ELMWOOD—Corner Kelvin and Mclntosh. JOIN NOW Day and Evening Classes You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect Confidence.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.